Lögberg - 12.10.1916, Side 4

Lögberg - 12.10.1916, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER 1916. lögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Mananer Utanáskrift til blaðsins: J\\í C0LUM8IA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Maq- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M|an- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Sýnilegur árangur- Niðurlag. Á það var bent í byrjun þessarar greinar að sýnilegur væri árangur þess, sem reynt hefir verið að gera í seinni tíð til þjóðernis viðhalds. Og sú staðhæfing var ekki gerð út í bláinn. Þótt Dr. Guðmundur Finnbogason væri hér aðeins stutta stund sem gestur, þá má svo að orði kveða að hann liafi farið sigurför yfir landið. Hann getur tekið undir með þeim sem sagði: “Veni, vidi, vici” (eg kom, eg sá, eg sigraði). Hann kom hingað í þjóðvakningarerindum; hann sá þjóðarbrotið hérna megin; sá fólkið sjálft og bústaði þess; sá hversu þvi hafði tekist að varðveita helgidóma frumþjóðarinnar þrátt fyrir alla baráttu og erfiðleika, og hann sigraði svo hugi þeirra með áhrifum mælsku sinnar og ilgeislum sálar sinnar að þess sigurs gætir víða og lengi. Lögbergi hafa borist mörg brét utan úr ís- lenzku bygðunum, þar sem getið er um þá vakn- ingu, er Dr. Finnbogason hafi komið af stað: “Ef við hefðum hann til þess að ferðast meðal okkar einu sinni á ári í 10 ár”, sagði einn bóndi úr Vatnabygðunum, “þá held eg að við vrðum aftur orðnir íslendingar. ” Og hinn sýnilegi árangur þessara nýju tilrauna er ekki einungis úti í bygðunum; liann er hér í höfuðstaðnum einnig. Hvernig haldið þér að standi á því að blaðið, sem altaf hefir viljað kveða niður alt íslenzkt, hefir hleypt í sig þeim mikla ofsa og ættjarðar- hatri, sem þar hefir birst að undanförnu í gífur- legri stíl, en nokkru sinni fyr? Það eru eðlilegar afleiðingar þess að þjóð- ræknisandinn er að vakna hér vestra og blaðið telur það skyldu sína að revna að kveða hann niður sem fyrst. Hver einasta níðgrein um ísiand sem Heimsk. flytur er fyrst og fremst vottur þess að hún er hrædd um eða sér það að þjóðerni vort er að rétta við, og í öðru lagi verður ættjarðar- níðið til Jiess að vekja upp Islendinginn í þjóð- inni með öllu sínu afli og etdmóði, þar sem hann er ekki dauður, og jafnvel til þess að Itfga hann þar sem liann er dauður. Enginn reynir að herja á það sem ekki er til, og eftir því sem meira afli er varið til þess að berjast á móti einhverju, eftir því er fyllilegar viðurkend tilvera þess og kraftur. Herferð Heimsk á móti íslenzkri tungu og íslenzku þjóðerni að undanförnu er sýnilegur \ottur um árangur í þjóðarbaráttunni. Og það er ef til vill það bezta sem þessu múli gæti hlotnast að opinberlega sé ráðist á það með annari eins sva'sni og á þann ósonarlega hátt sem raun er á orðin. Það fyllir alla sanna Islendinga baráttuhug fyrir þjóðerni sínu og á inóti ættjarðarníðinu. Arangurinn er þegar sýnilegur og hann kemur vonandi í Ijós betur og skýrar, eftir því sem tímar líða. Lögberg óskar eftir vel rituðum greinum um þjóðernismárin. Fulltrúalaus þjóð. Kosningalögin í Canada eru svo stórgölluð, að tæpast er bagt að trúa að slíkt geti átt sér síað hjá siðaðri þjóð. Gallarnir eru afar margir og alvarlegir og l æri það nóg efni í heila bók að benda á þá alla og sýna liversu skaðlegir þeir eru. Hér skal að eins einn þeirra tekinn til um- ræðu, því hann er ef til vill varhugaverðari en allir aðrir til samans, og þó vitum vér ekki til að nokkurn tíma hafi verið á hann minst að nokkru ráði. Þessi stórhættulegi galli er sá að mikill part- ur þjóðarinnar getur verið—og er stundum— fulltriíalaus um lagnan tíma. Núna t. d. eru 27 þingsæti auð, 12 í efri deild og 15 í þeirri neðri. Að hugsa sér slíkt fyrirkomulag, að fólkið í öllum þeim kjörda'mum skuli vera full- trúalaust og verða að láta óviðkomandi menn úr öðrum héruðum fara með mál sín. Að fólk í öllum þessum héruðum skulu ekki fremur hafa hönd i bagga með löggjöf síns eigin lands en þeir væru Kínar austur í Asíu eða Hottentott- ar suður í Afríku. Það er svo ótrúlegt sem mest má verða. Og þó tekur út vfir að kjósendur skuli rírð- ast ánægðir með þetta og taka því með ró og stillingu, eins og það vawi plága sem náttúran liefði sent og engin ráð væru við í neinni mynd. Vera má að einhver rengi það að svona mörg þingsæti séu auð í Ottawa, en til þess að hver geti fundið það út sem vill, skulu þau nefnd hér. í efrideildinni eru þessi sæti auð: Tvö fvrir Nýja skotland, eitt fyrir Nýju Brúnsvík, sex fyrir Ontario, eitt fyrir Manitoba og tvö fyrir British Columbia, eða alls tólf. 1 neðri deildinni eru þessi sæti auð: Anti- gonish, Kings og Yarmouth í Nýja Skotlandi og Prince í Prince Edward Island; Restigouche í Nýju Brunsvík; Bellechasse, Montmagny, Brome og Nicolet í Quebec; Carleton, Austur Hamilton, Austur Gray og Lincoln í Ontario, Lisgar og Brandon í Manitoba, eða 15 alls í þessari deild, og 27 að hinum 12 meðtöldum. Þegar það er athugað hvernig á því stendur að sum þessara sæta eru auð, þá er það sem ranglætið kemur bezt og greinilegast í ljós. Tökum til dæmis það sem næst oss er; Mani- toba. Þar eru tvö sæti fulltrúalaus og bæði afar fjölmenn. Það er Branddn og Lisgar. Öllum er það Ijóst hvernig á þessu stendur. Sir James Aikins núverandi fylkisstjóri hér sagði af sér sambandsþingmensku í fyrra, til þess að reyna að komia í veg fyrir stjórnarskifti í Manitoba. Sama gerði Sharpe, sem nú er orð- inn herforingi. Þetta er annað árið sem þessi tvö stóni og mannmörgu kjördæmi hafa verið fulltrúalaus, og því útilokuð frá því að taka þátt í stjórn landsins. Og gjörræðið sem kjósendum er sýnt með þessu er svo gífurlegt að engum orðum verður að komið. Hverjir eru þessir menn, Aikins og Sharpe og aðrir þingmenn? Hvernig er afstaða þeirra til kjósendanna? Kjósendur hafa til boða atvinnu með ákveðn- um launum, þar sem ákveðnum störfum er að gegna. Þessir menn koma og bjóðast til að fylla þessa ákveðnu stöðu fyrir þetta ákveðna gjald um ákveðinn tíma (4—ú ár). Þeir eru ráðnir til þess og kjósendur treysta því að þeir svíki þá ekki í trygðum, lieldur leysi verkið sómasamlega af hendi allan þann tíma, sem þeir eru ráðnir fyrir. Kjósendur eíu þar atvinnu- veitandinn og þingmenn þjónar þeirra, sem ráð- ist hafa í þessa vist með ákveðnu kaupi. Nú stökkva þessir vinnumenn alt í einu úr vistinni án þess að gefa gildar ástæður, án þess að spyrja kjósendur hvort þeir gefi það eftir, án þess að setja aðra til þess að gegna störfum sínurn og meira að segja án þess að láta hús- bændur sína vita af því eða gera þeim aðvart um það. Er ekki þetta áheyrilegt? eru það ekki samn- ingsrof ? Eru það ekki hrein og bein svik? Hvað mundi sagt um þann mann sem samn- ing gerði til fjögra ára við eitthvert verzlunar- félag um það að vinna fyrir það ákveðið verk fyrir ákveðin laun og stykki svo úr vistinni— bryti þannig samning—í miðju tiímabili, án þess að gefa fyrirvara og án þess að gera félaginu oðvart og skildi stöðuna eftir mannlausa? Sjá ekki allir hvílíkt tjón gæti stafað af því? Og þó er þetta einskis virði hjá því að stökkva úr löggjafar og fulltrúasæti á þann hátt, þar sem fjallað er um helgustu mál þjóðarinnar. Kosningarlöguml landsins þarf að breyta þannig að kjósendur geti ekki verið þannig liafðir að leiksoppi af þeim sem þeir treystu. Við því þarf að reisa öflugar skorður. Lögin þurfa að telja það bindandi samning sem þingmaður gerir við kjósendur sína, þegar hann tekur við fulltrúastöðu fyrir þeirra hönd um ákveðinn áratíma mteð ákveðnum launum. Og það eiga að vera talin enn þá alvarlegri samningsrof að brjóta hann en nokkurn annan samning. Enginn sem þeim samningi hefir bundist ætti að hafa heimild til þess að ónýta hann, nema með fúsu og frjálsu samþykki kjósenda sinna. Og sé hann brotinn, eins og þingmennirnir fvrir Brandon og Lisgar gerðu, að ástæðulausu, þá á það ekki að varða sektum, lieldur blátt áfram fangelsi, alveg eins og þegar hermaður strýkur úr deild sinni. — Það brot er nákvæm- lega sama eðlis. Nú er verið að breyta kosningalögunum í Manitoba og bætn þau, er öllum boðið að koma fram með tillögur sem til bóta megi verða, og því lofað að þæ|r skuli teknar til greina og ræddar. Lögberg kemur með þá tillögu að lögunum verði breytt í þá átt, sem hér hefir verið bent á. En fáist það ekki, að þá sé það að minsta kosti skylda að kjósa tafarlaust þegar sæti losnar. Undir núverandi kringumstæðum er þing- sætið aðeins haft fyrir skálkaskjól, sem hægt sé átölulaust og ábyrgðarlaust að yfirgefa hvenær sem er, og afleiðingarnar eru þær að stór part- ur þjóðarinnar er fulltrúalaus. Einstakt í sögunni. Það mun vera einstakt í sögunni að hátt- standandi fulltrúi þjóðarinnar hagi sér eins ósaunilega og Robert Rogers gerði fyrir rann- sóknarréttinum í Winnipeg. Þannig liggur málið fyrir: Grunur leikur á því að stolið hafi verið pen- ingum úr fjárhirzlu fylkisins svo hundruðum þúsunda skiftir í pambandi við opinbera bygg- ingu. Stjórnin skipar nefnd til þess að rannsaka máíið, eins og skylda hennar var að gera. 1 þá rannsókn var skipaður einn af dórnur- um landsins—maður sem á sér hefir almennings álit fyrir sanngirni og samvizkusemi og engan blett á mannorði sínu. Svo hefst rannsóknin. Maður sem Carter heitir og samning hafði við stjórnina gömlu um )>að að byggja part af búnaðarskólanum, segir frá J)ví ótilkvaddur að hann hafi hækkað verðið sem liann bað um fyrir verkið um $8,700 eftir uppástungu Roberts Rogers. Annar maður sem Dancer heitir og var að- stoðar ráðlierra fyr meir, segir frá því hvernig venjulega sé farið með bvggingatilboð, og ótil- kvaddur skýrir hann frá því að sér liafi verið boðin staða hjá sambandsstjórninni sama dag- inn sem hann var kallaður til þess að bera vitni í málinu. Þriðji maður heitir D. E. Sprague; hann var einn aðalforkólfur afturlialdsflokksisn hér. Hann segir frá því að hann hafi heimsótt Cart- er rétt eftir að hann (Carter) hafði fengið þessa $8,700 viðbót og beðið hann um $7,500 fyrir kosniúgasjóð afturhaldsflokksins, til þess að hjálpa áfram því þingmannsefni sem Rogers vilji koma að. Þetta var svo að segja öll hækk- unin. Aðeins hafði Carter $1200 fyrir ómakið. Svo er Rogers sjálfur kallaður, eða öllu heldur liann býðst sjálfur til að mæta þegar liann fréttir að sér muni verða stefnt. Og hann mætir. Framburður hans er sá að liann hafi stungið upp á því við Carter í símasamtali að hann skyldi hækka tilboðið um $8,700. Kvaðst hann hafa óttast að Carter tapaði á verkinu og farið þar eftir upplýsingum frá Hooper, þáver- andi byggingameistara fylkisins. Carter aftur á móti sór það að liann hefði alls ekki verið hræddur um að hann tapaði á samningnum og kvað þessa hækkunaruppá- stungu hafa komið eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Símskeyti sem Rogers sendi sýndi það að annaðhvort var hann vísvitandi að fara með ósannindi eða minni hans var mjög ábótavant. Dagbók Hoopers, fyrverandi byggingameist- ara, sem nú er dáinn — mannsins sem Rogers kennir um að hafa stungið upp á hækkuninni — kemur blátt áfram sem vitni á móti Rogers og sýnir að hann fer með rangt mál. Rogers gefur stjórninni þá skýrslu að Carter hafi boðið í bygginguna fyrir $68,000, samkvæmt auglýsingu. Þetta sannast rangt að vera. Rogers hefði að sjálfsögðu átt að láta með- stjórnendur sína vita að hann hækkaði samn- inginn, það gerði hann ekki. Galt dómari rannsakaði málið kurteislega og sanngjarnlega, en einarðlega og samvizkusam- lega, án þess að beinast persónulega að Rogers á nokkum liátt. Sannanirnar komu fram við rannsóknina hver á fætur annari ómótmælan- legar — sannanir fyrir því að Rogers hefði látið taka fé úr fjárhirzlú fólksins svo mörgum þúsundum skifti, fengið það í hendur vissum manni og svo hefði annar starfsmaður lians komið til þessa ákveðna manns og beðið um meiri part fjárins með þeim ummælum að því ætti að verja til þess að fá kosinn mann er Rogers vildi koma að. Þetta er alt svarinn framburður. Nú fór að grána gamanið. Rogers var þarna í augum allra sannaður að sök — sannaður að því að láta taka hátt á níunda þúsund dali úr fylkisfjárhirzlunni. Sumir geta blátt áfram ekki gert neinn siðferðislegan greinarmun á því að taka fé úr fjárhirzlu ríkisins og hinu að stela peningum úr banka; nema hvað það sé ljótara og iilkynjaðra að taka það fé sem trúað ha.fi verið fyrir. Rogers var kominn í klípu. Halnn stóð þarna frammi fyrir dómaranum sannur að sök; frammi fyrir alíri alþýðu manna sannur að sök, og eftir því sem heint liggur fyrir að halda fyrir sinni eigin samvizku sannur að sök. Hvað átti hann nú að gera? Rogers er ekki maður sem því uni að lög landsins gangi yfir hann jafnt og óbrotna borgara. Hann mátti ekki yfirgefa réttinn ])annig að allra augu störðu á hann sem óbótamann, er sannur væri að ])eirri sök að hafa rétt langa fingur og óhreina djúpt niður í ríkisfjárhirzluna. Hann mátti ekki yfirgefa réttinn þannig að allír hlytu að benda á hann og segja: “Þetta er maðurinn sem tók peningana sem við unnum fyrir og treystum honum til að geyma!” Ila.nn mátti ekki yfirgefa réttinn án þess að finna upp eitt- hvert ráð til þess að draga athygli fólks frá að- alefninu — peningahvarfinu. — og aðalmann- inum — Rogers. Nú voru góð ráð dýr; nú varð að finna upp nýjar “Fullertons kærur”, eitthvað til að draga athygli fólks frá því virkilega og að einhverju tilbúnu. Og ráðið sem honum dettur í hug er ]>að að ráðast á dómarann. Koma fram með nýjar kærur til þess að draga athygli frá þeim gömlu. Hann tapar ekki stjórn á sjálfum sér að því er stillingu snertir; hann er vanari leiknum en svo; heldur eys hann úr sér óbótaskjömmum yfiir dómarana — ekki einungis þann dómlara sem um var að rafóa, heldur dómara landsins vfir höfuð, og gerir það með því rólynda blygðunar- leysi, sem þeim einum er gefið sem slíkt eðli hafa og slikum meðulum beita, sem verkamála- ráðherrann í Canada lætur sér sæma. Blöðin hans tvö stökkva að sjálfsögðu upp til handa og fóta og blása í þá átt sem herrann vill vera láta. Þau ráðast á dómafa Jandsins og taka undir*með samskonar blygð- unarleysi og Rogers hafði gert.. Þegar dómarinn hafði heyrt allar sannanir fyrir sekt Rogers og hann (Rogers) hafði neit- að því að málið snerti sig, lýsti dómarinn því vfir að ekki einungis væri Rogers fla‘ktur í málið í smáum stíl heldur stórkostlega. Og þrátt fyrir alt moldrokið og augnasand- inn; þrátt fyrir allar árásir á dómarann og rétt- arhaldið; þrátt fyrir allar skammir blaðanna og tilraunir þeirna til þess að leiða athygli fólks frá aðalmálinu, er það öllum lýðum ljóst að Rogers er sannur að sök. Vitnisburður Carters, Dancers, Spragues og Rogers sjálfs sanna allir sekt hans. Þeim sem vitnisburðina lesa getur ekki blandast hugur um það. Setjum sem svo að dómarar ættu ekki að vera í rannsóknamefndum líkum þessari, hvernig stóð þá á því að Rogers hafði aldrei fundið það út fyrri? Það var þá fvrst þegar THE DOMINION BANK STOPNSETTUK 1871 000‘000‘i8 ... jjuSja johv 000‘000‘CIS .ingofsujn.v So |[oisynjoq .iiiQnJíJoqdd i Bankastörf öll fljótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögtS á að gera skiftavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild. Vextir borgaSir eða þeim bætt við innstæSur frá $1.00 eSa meira. tvisvar á ári—30. Júnl og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMHiTON, Manager. SeUdrk Branch—M. S. BUKGKK, Manager. rannsaka átti mál hans sjálfs, sem hann fann það út. Þegj- andi hafði liann lesið um rann- sóknir dómaranna, svo árum — jafnvel tugum ára —- skifti og ekkert þótt athugavert við. Athugasemdalaust bauðst hann til þess að mæta fyrir þessari nefnd og viðurkendi þar með að hún væri lögleg. Hefði ekkert komið fram til þess að sanna sekt Rogers sjálfs, þá hefði hann að líkl indum aldrei fundið það út að dómarar mættu ekki skipa slíka rannsókn. En það var óíög- legt í augum Rogers að finna nokkuð saknæmt í fari hans sjálfs, og sá réttur sem opin- beraði það fyrir alþjóð að hann hefði farið óráðvandlega með landsfé hlaut í hans augum að vera ólöglegur, eða með öðrum orðum þannig varð að reyna að láta það líta út. Rogers hafði einnig afskifta- laust látið það viðgangast í tugi ára að dómarar fengju aukagjöld fyrir slíkar rann- sóknir; hans eigin stjórn hafði skipað tugi dómara í samskon- ar nefndir og borgað þeim auk- reitis fyrir og Rogers þótti ekkert athugavert við það. En þá var öðru máli að gegna; þá var verið að rannsaka mál ann- ara manna og þess vegna kom honum það ekkert við þótt hans eigin stjórn og hann sjálfur þar með bryti lög í tvö- földum skilningi. Nú var aftur á móti verið að rannsaka hans eigin gerðir og þá opnuðust fyrir honum heil- ir heimiar réttlætis og sam- vizkusemi. Þá mátti það ekki eiga sér stað að hársbreidd væri vikið frá því rétta. En hvernig stóð bá á einu? Hvers vegna stakk Rogers ekki upp á því að mál hans væri tekið úr höndum þessarar ólög- legu nefndar og rannsakað blátt áfram fyrir lögrefflurétti eins og hvert annað glæpamál — því það er það? Þannig fóru þeir að sem kærðir voru í Saskatchewan og flýtti það stórum fyrir málunum. Ef Rogers trúði því sjálfur og vissi það fyrir samvizku sinni að hann var saklaus af þeim glæp sem á liann var bor- inn og mönnum finst vera sann- aður fvrir réttinum, og ef hann á sama tíma taldi þennan rétt ólöglegan, þá var það auðvitað fyrsta sporið sem hann átti að kref jast að málið yrði rannsak- að til hlýtar fyrir lögreglurétti til þess að sakleysi hans sann- aðist. Hví gerði hann það ekki? Ef hann aftur á móti vissi það með sjálfum sér að hann var sekur, var þá ekki eðlilegt að hann færi að einmitt eins og hann gerði? reyndi að láta málið falla niður, reyndi að koma í veg fyrir að það yrði rannsakað og dæmt? Þetta mál liggur svo opið fyi-ir öllum, að engum getur blandast hugur um hvernig því er varið. Það er áreiðanlega einstakt í sinni röð að fulltrúi þjóðarinn- ar geri sig sekan í því sem hér er um að ræða. Móti |verzlunarstríði. I>ing einskattsmanna var nýlega haldið í Toronto. Þar var fjöldi manns saman kominn og margar samþyktir gerðar. Þar á meðal sú aS vera eindregiS á móti því aS bandamenn byrjuöu verzlunarstríð það, sem þeir hafa hótað þegar yf- irstandandi stríði er lokið. Grein um þetta efni birtist í þlaðinu ‘‘The Single Taxer” (októ- berblaðið). Greinin er þannig: “Tillaga var samþykt af þinginu frá Alan C. Thompson í Toronto, Studd af A. B. Farmer í Toronto um það að mótmæla eindregið hreyfingu þeirri sem komið hefði frá eigingjömum prívat félögum 1 ]iá átt að halda áfram bölvun stríðsins þannig að því yrði breytt úr hermanna stríði í verzlunarstríð, eins og frá er skýrt í uppástungu framborinni í Parísarborg. Þess konar strið hlyti aö verða td þess •að hækka verð á lífsnauðsynjum og þyngja enn meira byrði fólksins með því að hindra í stærri stíl en gert er verzlun og viðskifti. Annað atriði sem þar var rætt var afnám verzlunarófrelsis eða afnám tolla. Var sýnt fram á að striðið sem yfir stendur sé beinar afleiöingar af hindraðri verzlun og tollum. M. Hienri Lambert, fræg- ur belgiskur sérfræðingur hefir skrifað mikið um það mál og var vitnað í ihann á þinginu. Eftirfar- andi orð eftir hann birtast í blað- inu “Single Taxer”: “Vér getum haldið áfram að berjast í tvö eða þrjú ár enn þá, heimska vor og fá- vizka (Tremur en ilska) getur orðið hundrað miljónum manna, kvenna og bama að bana í Evrópu af öll- um þjóðum með sulti, sjúkdómum og morðvopnum. Vér getum hald- ið áfram þangaö til vér höfum eytt vorum síðasta skilding, franka marki eða rublu; vér getum horft á uppreistir; vér getum jafnvel unnið algerðan sigur á óvinum vor- um eða oröiö sigraðir af þeim. Alt þetta getur komið fyrir, en það er eitt sem fram hlýtur að koma hvern- ig sem fer og það er algerlega frjáls verzlun fyrir allar þjóðir, annað- hvort þegar stríðinu endar eða inn- an io—15 ára .eftir þaö. Sá mikli sannleikur að þetta voða stríð séu beinar afleiöingar af hindraðri verzlun og tollum verður viður- kendur áður en langt líður.” Mannfall Breta. Mannfall Breta í septembermán- uði var yfir 3,800 á dag að meðal- tali, og er það talsvert lægra en i ágúst. Alls hafa fallið á mánuð- inum 119,549, þar af 5,439 yfir- menn og 114,110 liðsmenn. í ágúst mánuði féllu 127,945. Atkvæði um atkvæðisrétt. Til tals kvað það hafa komiö að almenn atkvæði verði greidd innan skamms í fylkinu um það hvort ekki skuli það bundið ]>ekkingar- skilyrðum að menn hafi atkvæðis- rétt. Þ'etta hefir verið hugsjón margra um langan tíma og hefir tvær hliðar, þar sem margt má segja með og móti. Á móti herskyldu. Verkamannaþingið, sem endaði 3. sept. í Toronto, greiddi atkvæði í einu hljóði á móti herskyldu eða nokkru því sem skylt væri her- skyldu; svo sem skrásetningu í því skyni að geta skyldað menn í stríðiö. Mwríov irXwnk.'w/v^ii. timbur, fjalviður af öllum INyjar vorubirgöir tegundum( geimttur Qg ai.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarin*. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------Limited ------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG NORTHERN CROWN BANK HafuSstóU löggiltur $6.000,000 Hafuðstóll gr.iddur $1,431,200 Varasjóðu..... $ 715,600 Formaður.............- - - Sip D. H. McMHjDAN, K.O.M.O. Vara-íormaður................... - Capt. WM. ROBINSON Str D. C. CAMERON, K.O.M.G., J. H. ASHDOWN, E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBEIL, JOHN STOVED Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða staðar scm er á Islanai. Sértakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum, sem byrja má mcð einum dollar. Rentur lagðar viðá hverjum sex mánuðum. T. E. TH OR3TEIN 9SON, Ráðsmaður Cor. William Ave. og SherbrookejSt., - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.