Lögberg - 26.10.1916, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.10.1916, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FTMTUDAGINN 26. OKT&BER 1916 DAVID BOWMAN C0AL&LSLYC0 Við seljum eftirfylgjandi kc lategundir SCRANTON harð kol, Y0UGH10GHENY fyrir gufuvélar, POCOHONTAS reyklaus, VIRGINIA og LILY járnsmiðju kol Kol frá Canada fyrir gufuhitun: GREEN HILL, reykjarlaus kol tekin úr námum nálægt Crow’s Nest Pass. Til brúkunar í heimahúsum: Lethbridge Imperial Lump Kol Pembina Peerless Kol og| Maple Leaf Souris Kol Aðalskrifstofa: Yards: Confederation Life Bldg. 667 Henry Ave. 461 Main 8t. Tals. Main 3326 Ta.ls. Garry 2486 Heilbrigði. Um heilsuháska í barnaskólum og öðrum alþýðuskólum. Eftir G. Björnsson. Á öllum eftirlitsferðum mínum hef eg gert mér aö skyldu aö skoða skólahús alstaöar þar sem eg heí farið um og spyrjast fyrir bæöi hjá héraðslæknum og alþýðu manna um alþýðuskólana, bæöi fastaskóla og farskóla. Hef eg smámsaman orð- ið þess var, æ betur og betur, að heilbrigði þjóðarinnar stendur aug- ljós hætta, einkum berklahætta, af alþýðufræðsiunni, eins og henni er nú háttað. Þ-au eru orðin 9 ára gömul, fræðslulögin okkar (1ög nr. 59, 22. nóv. 1907, um fræðslu barna), og komin í gagnið í öllum sveitum landsins. Landinu er skift í skóla- héruð og fræðsluhéruð. Skólahér- uðin eru 51 talsins; í þeim öllum eru komin upp skólahús, flest ný og nýtileg; í þessum héruðum eru samtals um 3000 böm skólaskyld /10—14 ára), og kenslutíminn 6—7)4 mánuður á ári; þessir skól- ar eru nefndir fastaskólar. Frœðslu- héruðin eru 183 að tölu, eftir því sem næst verður komist; en í þeim öllum eru nú samtals 417 kenslu- staðir, og sérstök skólabús ekki til enn nema á 35 kenslustöðum. í fræðsluhéruðunum eru samtals um 5000 skólaskyld börn, og kenslutím- inn ekki nema 8—12 vikur á hverj- mn kenslustað, en það eru kallaðir farskólar; þeir eru sem sagt 417, nú sem stendur, af þeim eru 382 húslausir; bömunum er þá kent í bæjarhúsum, stundum í baðstof- unni—innan um fólkið — eða í afþiljuðu stafgólfi, eða í framhýsi, gestastofu eða samkomuhúsi, eða þinghúsi; einu sinni rakst eg á rjómaskála, sem hafður var fyrii barnaskóla á vetrum. Allir þessir 417 farskólar eru að meira eða minna Ieyti heimavistarskólar; börn af næstu bæjum ganga að vísu í skólann, en hinum, sem lengra eiga að sækja, er komið fyrir á farskóla- heimilinu eða næstu heimilum með- an á kenslunni stendur; þess ber að gæta að mjög margir af farskólun- um eru á sifeldum hrakningi; þeim er holað niður eitt árið á þessum bænum, annað á hinum, því ekki má setja þá niður með valdboði eins' oð aðra valdboða, heldur verða fræðslunefndir á hverju sumri að raanga til við bændur í sveitinm, hver vilji verða til að hýsa skóla- krakkana og kennara á komandi vetri. — Og alt gengur þetta í að- gæzluleysi. Kemur nauðasjaldan fyrir og óvíða, að fræðslunefndin ráðfæri sig við héraðslæknt um val- ið á vistarheimilum fyrir börnin, eða heilsu þeirra og kennaranna og heimafólksins á farskólaheimilun- um. Það er víst veit eg nú orðið — að menn með smitandi (opin) berklamein hafa alloft verið ráðmr t'l barnakenslu bæði í fastaskólum og farskólum; það er efalaust, að böm með smitandi sjúkdóma hafa oftsinnis verið vistuð með heil- brigðum börnum og látin sofa sam- an sjúk böm og heilbrigð; og það er augljóst, að þetta aðgæzluleysi er stórhættulegt. Varnir gegn berklaveiki eru t. d. að öllu öðru leyti komnar í bærilegt horf; en héi er um nýja og mikla berklahættu að ræða, þar sem alþýðuskólamir nú eru, einkum þessir svonefndu far- skólar, á annari hvorri þúfu. 1 vetur sem leið gerði eg land- stjórninni ljósa grein fyrir þessum vandræðum og lagði til að fyrirskip- uð yrði læknisumsjá á öllum al- þýðuskólum. Og nú hefir stjóm- arráðið aðhylst þær t'llögur mlnar, sem sjá má á auglýsingu i Lækna- blaðinu til héraðslækna. Þó hefir stjórnarráðið ekki séð sér fært að aðhyllast eitt af því, sem eg lagði til: Eg fór fram á að læknar fengju borgun úr landssjóði fyrir eftirlits- ferðir sinar, sem hér ræðir um, en nú er ákveðið að þeir skuli fá borg- unina úr skólasjóðum fræðsluhér- aðanna. Mér er það fullljósf að þessi læknisumsjá verður erfið og að ýmsu leyti ónóg fyrst um sinn, enda ógerlegt að fara mjög hart í sak- imar. En hálfnað er verk þá hafið er. Og eitt er víst: fræðslumála- stjómin er mér alveg samdóma um þessa brýnu nauðsyn. Okkur kem- ur saman um það, að allir alþýðu- skólar, bamaskólar, unglingaskólar, kvennaskólar, hússtjórnarskólar, búnaðarskólar o.s.frv. eigi og verði að komast undir fast eft'rlit fræðslumálastjómar og heilbrigðis- stjómar landsins. Þð er lika að segia frá því að mjög margir af héraðslæknum landsins hafa — eins og eg hefi gætur á skólunum og oft haft orð á því við mig að þetta megi ekki svo til ganga, en jafnframt sagt mér að þeir hafi ekkert getað aðhafst, engu fengið áorkað, þar sem þeir hafa reynt að leegja orð i belg um farskólaflaustrið. Ve t eg að þeir fagna þessari byrjun til læknisumsjónar. Mér er Ijóst að betta verður bæði vandasamt og vanþakklátt verk fvr- ir héraðslækna, og mun revndin verða sú, sem endranær. að ekkct vinst á með hörknbrögðnm, en a't um siðir með lægni og linurð. Heilsan er meira verð en ment'’nin. Það er jafnan mitt orð+ak i þessu máli — og það skilst ölltim he 1- vita mönnum, ef laglega er farið að þeim. Eg vona og býst við að betta mál verði rætt vel og lengi í I.ækna- blaðinu. En áður en eg skil við bað að bessu sinni vil eg minnast á tvö háislenzk sjcólamein. Það er þá fyrst, að eg tel- öHuneis ófært að kenna börnum í samkom'itl'ís”m og hafa kenslustofur eða leikskála i barnaskólum fyrr samkomustaði. En það genest mjög víða við á landi hér. Þau hús eru auðþekt: gólfin svört. trosmið, slitin og fúin, eins og flór í fjósi. Núna í snmar kom eg í eitt nýlegt bamaskólahús, þar sem gólfin í kenslnstof”nni voru grómtokin og gatslitin eftir fund- atraðk og dansskelli. 'f'il allrar blessunar eru mjög óvíða t'1 1eik- skálar, þvi þar er bessi sóðaskapur vitanlega langmeinlegastur. Þó kom eg í sumar i reisu1e<rt skó'ahús; eru skólas+ofumar nrvð- isþrifleuar: en kjallarinn hafður fvrir leikskála — og þm'rhús og fundahús, og gólfið hrvlli1e<rt. Þá er það annað. sem við l^knar verðum að veita fulla athv<rli hér á landi. Eg hef tnttugu ára reynshi fyrir mér í bví, að böm þola vfir- le;tt miög illa langaró—7 tíma — skólasetur á hverium depá í skamm- deginu. þau verða fjörlaus, lvstar- laus, föl og guegin og ónýt til náms- ins; hér í Rvík verður t. d. jafnan að taka mjög mörg börn úr skó’a i s'kammdeginu, af því þau þola ekki þessa miklu ániðslu, að sitia í skólafangelsi milli myrkra, meðan dagarnir eru skemstir. Þessu verður að breyta. Er þá annaðhvort að fækka kenslustund- unum, t. d. frá 15. nóc. til ianúar- loka, fækka þe'm um helming, eða þá að láta ekki böm koma í skóla ti'ema annaðhvom dag, og það ráð- ið er að mínu áliti langhyggilegast og hollast í a'lla staði, bæði fyrit heilsuna og námið. Og brýnust er þessi nauðsyn í fastaskólum, þar sem bömin ganga í skóla allan vet- urinn. En það er líka víst, aö bömum er oft ofþjakað í farskól- unum, þó að kenslumánuðirnir séu þar miklu færri. Það er annars vert fyrir okkur lækna að gefa fullan gaum að því, að farskólarn- ir eiga það til í sér að geta orðið beztu bamaskólarnir hér á landi. Mörgum okkar beztu barnafræð- urum ber saman um það, að börn- in mentist fult eins vel í þriggja mánaða farskóla eins og í sex mán- aða fastaskólum. Þetta má undar- legt virðast, en mun stafa af því, að farskólamir reynast miklu áhugameira af því námstími þeirra er svo stuttur, og svo eru þau all- víðast ekki nema 10—15 saman um kennara, en 20—30 i bekk i fasta- skólunum. — Höfuðmein farskól- anna er húsleysið — og þar með þetta, að þeir eiga víðast engan fastan samastað í sveitunum, eru á sífeldum flækingi. Menningu og heilsu komandi kynslóða er ekki borgið fyr en komið-er upp góðum skólahúsum yfir börnin í hverri sveit á landinu og börnunum fengn- ir góðir kennarar og strangt eftirlit á kenslurúmi og aðbúnaði bamanna. Það kemur okkur vel saman um, vini mínum Jóni fræðslumálastjóra og mér. Én meðan við eigum í þessum vandræðum, þá má aldrei gleyma því, sem eg segi — að heils- an er meira verð en mentunin. —Læknabl. Aths.s — Þess; góða ritgerð Guð- mundar Björnssonar landlaöknis á auðvitað ekki við hér hjá oss að öllu leyti, en bæði er hún svo vel rituð, eins og alt eftir Guðmund og svo lærdómsrik og auk þess á þar margt við sveitaskólana hér hjá oss að vér töl !um rétt að láta prenta hana. — Ritstj. Manntalí Canada. Það er nýafstaðið og þykir ýmis- legt við það að athuga. Enn þá hefir ekki frézt um tölu alls ríkisins', en aðeins úr bæjum og sumum héruð- um. I Winnipeg voru 136,025 ár- ið 1911, en er nú 162,999; hefir fólki því fjölgað þar síðan um 26,971 og telja Winnipegbúar þær skýrslur rangar; segja að fjölgun- 'n hljóti að vera meiri og bera þar til margar líkur, sem þeir kalla sannanir. Þetta er aðeins 20% vöxtur og er það lítið þegar það er borið saman við næsta tímabil á undan; því i 10 árin frá 1906 11 19x6 hefir fjölgað um 80%. t Regina, höfuðbænum í Saskat- öhewan eru 21,065 manns, eru það 4000 færra en 1911; aftur á móti hefir fólki fjölgað bæði 1 Moose Jaw og Saskatoon. I Alberta^ær Calgary mannflest; þar eru 56,302 manns, en I Edmon- ton 53.794- Hér er skýrsla sem sýnir mann- fjölgun í ýmsum bæjum vestur- fylkjanna, sem hafa 1500 íbúa og þar yfir. MANITOBA: 1901 1906 1911 1916 Wíi. uipo.g ..4? 340 90,153 136,035 162.999 Brandon . 5,620 10.408 13,839 15,225 St. Boniface .. 2,019 5,119 7,483 11,022 Minnedosa .. 1,052 1,299 1,483 1,831 SourlB .. 839 1,413 1,854 1,845 Virden 901 1,471 1,550 1,618 Dauphin .. 1,135 1,670 2,815 3,200 Neepawa .. 1,418 1,895 1,864 1,854 Portage la Pr 3,901 5,106 5,892 5,860 Selkirk . .. 2,188 2,701 2,977 3,399 Tramcona 3,357 SASKATCHEWAN: 1901 1906 1911 1916 Moose Jaw .... .... 1,558 6,249 13,823 16,889 N. Battleford 824 2,105 3,145 Prince Albert.. 1,785 3,005 6,254 6,436 Regina 2,249 6,169 30,213 26,105 Saskatoon .... 113 3,011 12,004 21,054 Weyburn 113 996 2,210 3,054 Melville 1,816 2,100 Estevan 181 887 ALBERTA: 1,981 2,140 Calgary 4,398 11,967 43,704 56,302 Edmonton 2,626 11,167 24,167 53,794 Lethbriilge . 2,072 2,313 8,050 9,437 Medicine Hat.. . 1,570 3,030 5,608 9,269 Red Deer 323 1,418 2,118 2,203 W'etasklwin 550 1,652 2,411 2,048 Coleman 915 1,557 1,559 MacLeod 796 1,144 1,844 1,811 Camrose 412 1,586 1,692 Cactor 1,659 755 Raymond 1,568 1,465 1,206 ÞAÐ BORGAR SIG EKKI að kaupa lélegar vörur til heimanotkunar, hversu lítil- fjörlegur sem hluturinn er. Það er með eldspýtur eins og með alt annað að það borgar sig að kaupa það bezta. EDDY’S . “SILENT PARLOR” spara þér tíma og óþægindi, því auðveldlega kviknar á þeim, þær eru hættulausar, áreiðanlegar og hljóð- lausar. Biðjið altaf um “EDDY’S" - —.... -- -. ■ -- - - -» Hugsunarsemi. Oft getur það komið séý illa að vera hugsunarlaus, og margt gott getur af því stafað að taka eftir því sem fyrir augu og eyru ber. flér er eitt dæmi þess. Maður heitir Ögmundur Sigurðs- son og á heima hér í bænum. Hann er Sjöunda dags “aðventista” trúar og hefr verið að ferðast fyrir þann flokk um tíma að selja bækur þeirra; hefir hann farið svo að segja um allar bygðir íslendinga i Canada og Dakota, og komið á hvert heimili svo að segja. Hafði ögmundur skrifað minnisbók og þar á meðal það hversu mörg heim- i'li eru í hverri bygð; hefir hann góðfúslega látið Lögberg hafa þær upplýsingar og eru þær sérlega fróðlegar. Um það hlefir rætt að reyna að taka íslenzkt manntal hér i álfu, en aldrei hefir orðið neitt af þvi. Þessi skýrsla ögmun^lar gefur talsverðar bend- ingar Uin það hversu margmennir íslendingar muni vera hér. Skýrsla Ögmundar er þessi: Stony Hlll Howe Otto !- Vestfold Oak Point 84 Doe Creek I Siglunes I 35 Silver Bay Oak View Hayland 5° Reykjavík I Reckville J 40 T angrnth Westbourne Wild Oak 65 Brown Baldur 26 Glenboro Cypress 150 Yarboe I Tantallon f 26 Lögberg I Thingvalla ( 60 Swan River Winnipegosis Alt Nýja fsland Allri NorSur Dakota 25 38 455 285 Þetta eru alls 1,381 heimili og er þá ótalið í W'nnipeg, Selkirk, Brandon, á allri Kyrrahafsströnd- inni, i Chikago, allri Minnesota og svo er hrafl af íslendingum hér og þar í allri Vesturálfunni. Sé gert ráð fyrir 5 manns í heimili, eins og venja er til við slík- ar áætlan r, þá verða íslendingar í þessum bygðum sem Ögmundur hefir heimsótt náltega 7,000, eða 6,905 manns. Ögmundur segist víða hafa verið spurður að því hvar honum þætti fallegast í íslenzku bygðunum. Þvi kvaðst hann eiga erfitt með að svara, sökum þess að sinn háttur sé á landslagi og svip í hverri bygðinni fyrir sig. Segir hann eins og fle'ri íslendingar að sér þyki yfir höfuð fallegast þar sem hæðótt sé og döl- ótt. Sömuleiðis þyki sér tjarnir og ræktarlegir skógarrunnar prýða mikið ; en af þessu öllu sýndist hon- um vera mest í Argyle bygð og í Kandahar (nema þar brestui Skóga). Á Gardar ,og Mountaiti þótti hpnum e nnig sérlega fallegt, og þegar hann kom vestur í f jalla- briinirnar kvað hann sér hafa kom- ið í hug Kambar heima á Fróni Þótt nokkuð brysti á að það næði þeirri fegurð sem þar var. Undur fallegt þótti honum í Swan River bygðinni. Þótt þar séu landarn'r fámennir og strjálir, þá fanst honum landslag líkast þvt sem fegurst er heima. Ögmundur biður Lgberg að flytja öllum tslendingum beztu kveðju og þakklæti fyrir þá frá- bæru gestrisni, er hann átti að maéi hvarvetna; fyrir alla þá aðstoð sen. honum var sýnd á þessum ferðum og fyrir góðar undirtektir. Hann seldi mikið af bókinni “Tákn tim- anna” og vonast til að allir hafi fengið pantanir sínar afgreiddar. Gat hann þess að hvar sem hann hefði komið hefði sér verið tekið eins og hann væri gamall heima- ntaður. Verðlaun fyrir fegurð. Blaðið “Tribune” hét nýl'ega verðlaunum til stúlkna fyrir feg- urð. Áttu tvær að fá fría ferð til California, en 63 aðrar fengu einn- ig verðlaun, stærri og smærri. Myndir stúlknanna birtust i blað- inu á laugardaginn var og lítur út fyrir að 3—4 þeirra að minsta kosti séu íslenzkar; þær hafa allar meira eða minna íslenzkuleg nöfn, þótt öll séu afbökuð. Þær eru þessar:: Evelyn V. Austman, Olga Gillis, og M. Segurt- son. Má vel vtera að þær séu fleiri þótt nöfn'n bendi ekki til þess. Allir ánægðir. “Allir eru ánægðir með lyf þitt. Vinur minn þjáðist af gigt. Eg pantaði handa hon- um Triners Liniment og nú er hann heill heilsu.” ' Þannig skrifar Mr. J. Petrich Murray í Utah, 25. sept. 1916. Triners Liniment er einnig bezta meðal við taugagigt, tognun, bólgu o. s. frv. Verð 70 oent. Ágætt handa fólki sem liefir kvef, hósta, hálssæri og andarteppu er Triners hóstameðal Verð sama. SÓLSKIK 8 ó I/ S K X N dauðveikur af lungnabólgu eitt haustið og hefir aldrei verið vel hraustur síðan. pegar hann útskrifaðist af æðri skóla í Reykjavík fékk hann ágætis vitnisburð og síðan varð hann kennari við einn stærsta unglingaskól- ann á íslandi; hann er í bæ sem er skamt frá Reykjavík og heitir Hafnarfjörður. Ekki var þessi maður búinn að kenna lengi þegar tekið var eftir því að hann var ágætur kennari og lét sér fjarska ant um börnin. Og þó hann sé ekki nema 24 ára gamall er hann nú orðinn skólastjóri í Hafnarfirði. pessi duglegi ungi maður heitir pórður Guðna- son. Hann er fæddur 12. marz 1892. Faðir hans hét Guðni pórðarson og var bóndi á Ljótastöð- um í Rangárvallasýslu, en móðir hans heitir Guð- rún Magnúsdóttir og er bróðurdóttir porvaldar Bjömssonar á porvaldseyri. Faðir porvaldar var aíbróðir Halldórs föður Ingunnar, sem er móður Halldórs Hermannssonar bókavarðar og fræði- manns í New York. pegar faðir pórðar dó flutti móðir hans til Reykjavíkur með böm sín. pegar þangað kom byrjaði pórður að kenna Áma porbimi bróður sínum undir skóla og er hann nú kominn langt áleiðis í mentaskólanum í Reykjavík. pórður á móðurbróður í Mikley sem heitir porbjöm Magnússon. pið getið séð það á því hvemig þessi fátæki piltur gat orðið “stór” að þó þið séuð lítil enn, þá er það ekki ómögulegt fyrir ykkur að verða “stór” líka, en til þess verðið þið að vera viljug að læra og dugleg. Ella litla. Jjað var nýbúið að borða kveldmat. Ella litla 12 ára gömul var búin að þvo upp alla disk- ana og bollana, láta þá alla vel þvegna og þurk- aða í eina hrúgu á borðið, sem þeir áttu að vera á, og breiða yfir þá hvítt lín, svo ekki skyldu flugur ná þeim né falla á þá ryk. Hún kom inn til mömmu sinnar, seftist á stól og krosslagði fæturna fram á gólfið og lagði hendur í skaut, eins og hún var stundum vön að gera þegar hún var þreytt. “Heyrðu manna”, sagði hún. 1 ‘Eg hefi svo oft verið að hugsa um söguna, sem var í “Sól- skini” hérna um daginn af músinni litlu, og stúlkunni sem hjálpaði henni. Er það satt, sem hann Valdi bróðir sagði mér, að það væri ekk- ert ljótt, og mundi ekki vera nein synd að drepa mús eða mýs? og ekki heldur aðrar skepnur, til dæmis kindur, kýr og hesta, því að pabbi láti gera það sjálfur. Svo hafi hann sagt sér að hafa músagildru úti í geymsluhúsi til að veiða í mýs. “Þessu er ekki fljótlega svarað, Ella mín. Það er alt eftír því hvernig á stendur í það og það skiftið. — Sé um sjálfsvörn að ra‘ða á ein- hvern hátt — að koma í veginn fyrir skemdir á eignum sínum, eða af umhvggju fyrir skyldu- liði sínu, að menn þurfi ekki að líða skort eða hungur, — þá líklega er ekkert ljótt eða synd að drepa skepnur, eða fyrra þær lífi, einkum ef það er gert eins fljótt og hreinlega, og eins sársauka lítið'fyrir skepnuna og hægt er. Og svo ef það er gert einnig til að fyrra skepnuna sjálfa yfir- vofandi hættu eða komandi hungri; eða öðrum kvölum. En svo, góða Élla mín, segir nú sam- vizkan okkur alt um þetta.” “Mamma, hvað er samvizka?” “Ó, góða barnið mitt, veiztu það ekki enn. Samvizka er talandi og ásakandi guðsrödd í hverjum óspiltum manni miðaldra, ungum og gömlum, I sem segir okkur hvenær við gerum ilt eða ljótt, og hvenær gott eða fallegt. Hinu fvrra, hinu vonda og ljóta, þegar við höfum gert það, fylgir ásökun, sársauki. kvíði oe: óró- semi. Hinu síðara, þegar við höfnm valið það fylgir unun, gleði, ljós, ylur og friður. — Einusinni þegar eg var lítil stúlka, eins og þú ert núna, fór eg með fleirum stúlkum, jafn- öldrum mínum, og svo nokkrum drenginm, út í grasið alla vega út frá húsinu til að veiða fiðrildi, og létum þau öll lifandi í stórt glas, settum því næst tappa í og létum það undir f jöl heima við húsið. Svo fórum við öll út í mvri og fórum að veiða froska bæði stóra og smáa, sem við létum í stútvíða flösku, settum svo í hana tappa og létum hana í eitt hornið í f jósinu. Svo fórum við heim að borða og vorum hin glöðustu yfir þessari veiði okkar, sem okkur fanst að hafa gert okkur svo mikil og dugleg. Og svo fórum við svstkinin öll að hátta. En þegar eg var búin að leggja aftur augun til að fara að sofa, þá heyrði eg rödd svo þíða og kær- leiksríka segja við mig (það var samvizkan): ‘ ‘ Þú grimmúðuga barn! ’ ’ Orðin voru svo hörð, en röddin var svo mjúk og full af umhyggju. Og þá fanst mér að fallegu fiðrildin, sem eg lét í glasið fljúga í einlægum hringjum fyrir aug- um mínum; og mér fanst þau segia: “Þú svift- ir mig frelsinu, sem eg elska, sólskininu, sem eg lék mér í, og andrúmsloftinu, sem eg þarf til að lifa.” Svo fór eg að hugsa um aumingja froskana, sem eg hafði troðið niður í flöskuna, þeir voru svo aumkunarlegir, og mér fanst ]xeir vera að deyja úr loftleysi. Eg mundi eftir litlu sögunni, þar sem að einn froskanna sagði (eða var látinn segja), þegar drengir nokkrir voru að vasla innan um tjörn eina til að veiða froska: “Minnist þess, drengir, að ykkar gaman er okk- ar dauði. Eg bylti mér í rúminu og gat ekki sofnað, röddin sagði svo alvarlega: “Þetta var illa gert, góða barn!” Eg gat ekki legi? lengur kyr. Allir voru sofnaðir, eg læddist upp úr rúminu eins hægt og eg gat svo enginn skyldi vakna, fór í skóna mína og fór ein út í myrkrið. þó eg að upplagi værí dálítið myrkfælin, fann glasið undir fjölinni, tók úr því tappann og skildi ekki við það fyr en öll fiðrildin voru flogin út. Svo fór eg út í fjós og slepti öllum froskunum úr fangelsi, þannig að eg fór ineð þá alla leið út í mýri. Svo fór eg heim, upp í rúmið mitt, og sofnaði vært, eins og eg sofnaði værast, þegar eg var ennþá minni en þú 0£ mamma mín klappaði sem allra Ijxífast á vanga minn. Nú veizt þú, Ella mín, hvað er samvizka. Það var hún, sem að rak mig hrædda og sjálf- andi um hánótt upp úr hlýu rúminu mínu alla leið út í fjós til að bæta fyrir það, sem hún sagði mér að eg hefði misgjört, og það var hún, sem lét mig finna til friðar og gleði, þegar eg var búin að því.” — “En hvað segir þú, góða mamma, um flug- urnar ? Ilann Bjössi fullvrðir að það megi drepa þær,” hélt Ella áfram að spyrja, og horfði stöðugt eins og ástfangin framan í móð- ur sína. “Það er um það eins og annað, ef að um sjálfsvörn er að gera. Ef að flugurnar hindra hreinlæti og þrifnað, bera eiturfrumlur úr ein- um stað í annan og sjúkdómsefni frá einum manni til hins, þá er ekki einungis sjálfsagt að eyðileggja þær, heldur einnig skylda. En það er með aumingja flugurnar eins og öll önnur dýr, að það má ekki vísvitandi kvelja þær, né á neinn hátt að svala gamni sínu eða grimd á að dxæpa þær. Eins og þú, Ella mín, ert búin að venja þig á að hafa diskana og bollapörin hreint og falleart, og sópa eins vel úr hornunum, eins og af miðju gólfinu, þannig skalt þú jafn- an revna að hafa hreina og óflekkaða sál af því að hafa aldrei misboðið neinni skepnu, hvorki ineð skeytingarleysi né afskapa bræði,” sagði mamma hennar og stóð upp og klappaði á kinn- ina á EIlu, um leið ogvhún gekk fram. Daginn eftir þetta samtal þeirra mæðgnanna var afmælisdagur Ellu, og var hún komin í ný- an. fallegan kjól. Mamma hennar var búin áð baka mikið af pönnukökum, og það átti að gefa öllum kaffi, og allir í húsinu voru glaðir, og ekki æzt afmælisbarnið sjálft. En um það byl, sem átti að fara að setjast, til að drekka kaffið, kom Ella inn í húsið með augun full af tárum: P13™1113' e£ er nlveg veik af því sem eg sa sagði hún. “Það var maður að berja hesta íyiir aftan húsið hérna á móti. Hann kipti hvað eftir annað svo voðalega fast í taumana að það kom blóð úr munnvikunum; svo barði hann hestana um höfuðið og hálsinn svo fjarska mikið, og talaði svo óttalega Ijótt. Alt af því að blessaðar ske)inurnar skildu ekki strax hvað hann vildi og ætlaðist til. Því lætur guð svona vonda menn lifaf” “Góða mín, það er alt leyndardómur” sagði móðir hennar. “En einhverntfma kunna að opnast augun á þessum voðalega hugsunarlausu fautum, og þeir á einhvern hátt taka út, eins mikinn sársauka, eins og allar blessaðar ske)>n- urnar, sem hafu orðið að ]>oIa þegjandi hið ó- stjÓrnlega æði þeirra og hluttekningarleysi. Eg þvkist vita, Ella mín, hver þetta er sem var að berja hestana. I>að er líklega hann Sveinn hérna á móti, og þó er hann ekki talinn vondur maður. Hann til dæmis bauð mér að aka með okkur inn að Hvammi, sem er sjálfsagt einar 28 mílur, og vildi enga borgun taka fyrir það. Svo hefir hann gert mörgum ýmsan greiða, sem hefir komið sér vel, og er glaður og viðfeldinn við alla.” — “Æ, góða mamma! Hvernig -á að koma mönnunum til að vera góðir við skepnurnar, eða að minsta kosti að misþyrma þeim ekki, og kvelja þær ekki?” sagði Ella og vafði hendlegg- ina um herðar og háls móðúr sinnar. “Eg veit ekki, væna mín. Það er að koina þeim (mönnunum) til að muna stöðugt eftir* því að þeir eru menn, — eiga að vera sannir menn gæddir kærleika og sál, en ekki eins og grimm, ótamin dýr.” Svo endar sagan á því að kaffikannan var tóm, pönnukökudiskarnir auðir og allir voru glaðir, sem setið höfðu afmæli EIlu. Áhöldin öll, bollapör, diskar og hvað eina, eftir lítinn tíma alt hreint, vel uppþvegið og þurkað og komið á sinn stað. Á meðan hafði Ella einlajgt verið frammi í eldhúsi hjá mömmu sinni, en enginn sá neitt á nýa kjólnum. ,/. Briem.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.