Lögberg - 09.11.1916, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.11.1916, Blaðsíða 3
\ LÖUBEKG, FIMTUDAGINN 9. NOVEMBER 1916 EKKI ER ALT SEM SÝNIST Eftir Charles Garvice “Ó — hamingju? Er nokkur hamingja til í þessum heimi?” Hún leit til ungfrú Mazurku, sem var aS spjalla viö Emily. “Eg má ekki gleyma aö þakka henni”, sagöi hún meö láum rómi. “Hvers vegna hefir hún gert alt þetta? Hvers vegna hefir hún gert sér þessa miklu fyrirhöfn og ollaö sér svo margra óþæginda mín vegna?” Bertie heföi getað svarað: “Af þvi hún elskar lávarð Williars, sem elskar yöur”. En þaö var enn ekki búiö að rannsaka alt. "Hún er sérlega góö manneskja”, sagöi hann meö áherzlu. "Já, þaö er hún”, sagöi Jóan. Svo gekik hún hægt til ungfrú Mazurka og rétti henni hendi sína. “Þér hafiö veriö mér ósegjanlega góöar, ungfrú Mazurka”, sagöi hún stamandi. “Ó, minnist þér ekki á það”, sagöi hún fjörlega. “Eg hefi ekki staöið algerlega utan viö þetta málefni sjálf. Eg átti hr. Rayce grátt að gjalda fyrir dálitla smámuni”. "Ó, minnist þér ekki á hann”, sagöi Jóan meö hryll ingi. “Eg bið afsökunar”, sagði ungfrú Mazurka alúö- lega, "eg meinti ekkert ilt meö þessu — Mér varö ósjálfrátt aö nefna nafnið. Eg skil ofur vel aö þér viljið síður heyra nafn hans — eg hefi heldur enga ánægju af aö heyra þaö. Hann er mesti bófi. Þér— viö—erum sannarlega hepnar aö vera lausar við hann, ungfrú Trevelyan — ungfrú Ormsby, á eg við. Og haldið þér verulega að eg hafi verið yöur til nokkur gagns?” bætti hún viö. "Held eg”, sagöi Jóan hlýlega. “Eg skil enn þá ekki alt sem þér hafiö gert fyrir mig, en mig grunar þaö. Eg get aldrei—aldrei þalkkað yður eins og mér ber að gera”. “Og jú, þaö getið þér”, sagöi ungfrú Mazurka, “og eg skal segja yöur hvernig þér getiö það”. “Segiö þér mér þaö þá”, sagði Jóan. “Viljiö þér enn þá trúa mér og lávarði Bertie fyrir yður og málefni yöar um lítinn tima? Viljiö þér gera það?” spurði hún meö ákafa. “Já, meö ánægju og þakklæti”, sagöi Jóan. “Það er aö eins skylda mín aö gera það, þegar eg hugsa um að án yðar —” Hún þagnaöi og sneri höfði sínu frá henni með ofurlitlum hryllingi. Án hennar hefði hún oröið bundin viö Mordaunt Royce æfilangt. “Eg fel yöur á henduf alt saman”, bætti hún viö. “Eg veit alls ekki sjálf, hvað eg ætti aö gera — eg er alveg ringluð og utan viö mig —” "'Þaö er ágætt”, sagöi ungfrú Mazurka glaölega “Þé'r treystið okkur þá, og þér ráöist ekki í neitt án þes-s að tala um þaö við okkur fyrst? Já — eg krefst mikils af yður, ungfrú Ormsby”. “En þaö er alls ekki of mikið”, sagði Jóan alúölega “Og eg lofa ykkur því”. “Gott”, sagöi Mazurka. “Þá held eg sé bezt fyrir okkur að fara, lávarður. Ungfrú Ormsby hlýtur aö vera þreytt — þetta hafa verið haröar stundir fyrir hana, en hún er í góðum höndum, ungfrú Emily ann ast hana”. Þau gengu nú fyrst til Jóan og buöu henni góöa nótt, og Jóan tók hendi Berties og þrýsti hana innilega Svo rétti hún báöar hendur sinar að ungfrú Mazurka dró hana að sér og kysti á enni hennar samkvæmt skyndilegri hugkvæmni. “Eg óska ykkur allrar mögulegrar hamingju” hvislaði hún. “Við hvað eigið þér?” spurði Mazurka. “Eg á viö þegar þér—þegar þér eruö giftar lávaröi Williars”, sagi Jóan. “Nú, einmitt það — hum. Já, eg vona að verða hamingjusöm þegar eg giftist honum”, svaraði hún þyrkingslega. F Svo fór hún og lávarðurinn, sem tók erfðaskrána meö sér, og Jóan og Emily urðu eftir. “Þá er ungfrú Trevelyan af flokki heldri kvenna sagöi Emily, sem stóð viö hliðina á legubekknum er Jóan hafði lagst á. “Eg hélt það alt af. Nú, það gleö ur mig sannarlega”. Hún reyndi aö brosa, en tár komu fram i augu hennar og varirnar skulfu. “Það lítur ekki út fyrir aö vel liggi á þér”, sagði Jóan og brosti einkennilega. “Ó, Emily, ertu í raun og veru hneigö fyrir aö hugsa ilt um mig?” “Ut? Viö hvaö áttu—eigið þér—ungfrú Ormsby?” “Orð þin ihafa svarað fyrir þig”, sagði Jóan “Hvers vegna kallar þú mig ungfrú Ormsby og horfir þannig á mig? Ó, Emily, heldur þú virkilega að það sem fram hefir farið muni á nokkum hátt breyta sambandi okkar?” spuröi hún ásakandi. Emily roönaði og horföi á hana rannsakandi augum. “Þaö hlýtur að gera þaö, — eg er að eins leikmær, og þú—þér—” “Er Ida Trevelyan við Cöronet leikhúsið, og þú ert nú eins og alt af áður, min kæra, kæra systir”. sagði Jóan um leið og hún sveiflaði örmum sínum um ungu stúlkuna og dró hana niður á legubekkinn við hlið sína. “Heldur þú í raun og veru að eg hugsi svo lágt og sé svo tilfinningalaus, að eg snúi baki við vin- um mínum sökum þessara ógæfusömu peninga. Ó, hve illa og lítið þú þekkir mig”. Og í fyrsta skiftið runnu tárin úr fögm, göfugu augunum. “Ó,' fyrirgefðu mér góða, góöa Ida”, sagöi Emilv og vafði örmum sínum um háls hennar. “Já, það er satt, eg hélt i raun og veru að eg væri búin að missa þig. En eg hafði rangt fyrir mér. Nú þekki eg þig betur. Ó, gráttu ekki; fyrirgefðu mér — eg skal al- drei aftur efast um trygð þina. Nei — ekki þó það kæmi í ljós aö þú værir Englands drotning”.’ Morguninn eftir sat Stuart Williars í herbergjum sinum í hótelinu. Hann Ikom til London samlcvæmt beiðni ungfrú Mazurka, en hann vissi ekkert um hvers vegna hún baö hann aö koma. Hann var henni svo skuldbundinn að hann hefði farið til Pat-agonia ef hún hefði beðið hann þess, og nú sat hann rólegur en frem- ur dapur og reykti vindil sinn. Eftir aö hólmgangan var afstaöin, voru hann og Bertie orönir beztu vinir. Án þess að segja honum af hvaða ástæðum hann lang- aöi til að skjóta kúlu í gegn um hjartað á honum. hafði Bertie beöið hann afsökunar og komiö fram sem sannur vinur hans. Stuart Williars var það augljóst, að Bertie og ungfrú Mazurka stóðu í einhverju leyndu sambandi, og að það var eitthvert samkomulag milli æirra sem snerti hann, en hann var hvorki forvitinn né óþolinmóður. Síöan hann misti sína heitt elskuöu óönu, var lífið orðið honum kvalarík byröi, og hann gat ekki hugsað sér aö neitt væri til, sem gæti vakið áhuga hans fyrir því aftur. “Mér er ofauikiö hér í heiminum”, tautaöi hann, um leið og hann leit út um gluggann og horföi á þá sem fram hjá gengu. Allar aörar manneskjur hafa eitthvað að lifa fyrir, — en eg — eg ætti helzt aö vera dauður. Þegar maöur er elskaður, þá er ómaksins vert að lifa — en annars —” hann kveikti í nýjum vindli og ætlaði einmitt að standa upp til að labba til klúbbsins síns, þegar þjónninn sagði lávarö Dewsburj' og ungfrú Mazurku vera komin. Stuart Williars brosti. Samtök þeirra hlutu nú aö vera svo langt á leiö komin, að þau mættu nú bráöum opinberast honum. “Nú”, sagöi hann, þegar hann haföi þrýst hendur þeirra, “hvers vegna eruð þiö tvö alt af á feröinni eins og þið væruö í samsæri, og móti hvaöa stjórn er- uð þið aö vinna? Hvort ykkar hefir sprengitundur í vasanum? Máske þér hafiö þaö í töskunni þama, ungfrú Mazurka?” “Eg hefi ekki sprengitundur, en eg hefi slæmar fregnir til yöar, lávarður Willars”, sagöi hún alvarleg. ‘Er það svo?” spurði hann og brosti ofurlítið. “Hverjar eru þér? Eg er vanur lélegum fregnum. Bertie, viljiö þér ekki drekka sódavatn og konjak? Ungfrú Mazurka, drekkiö þér eitt glas af víni, það styrkir yður til að framkvæma skyldu yðar. Ekki? Nú — það hljóta þá sarmarlega að vera slæmar fregrt- ir. Hverjar eru þær? Er vður á móti skapi aö eg reyki ?” “Nei”, sagði Mazurka hátíðlega. “Tóbak er mjög ihughreystandi — er þaö ekki? Og þér þurfið brátt huggunar meö”. “Þökk fyrir, nú, svo þess þarf eg? En verið nu ekki svona hátíðlegar. Og hafiö þér alls ekkert aö segja, Bertie?” spurði hann með angurværu brosi. “Þáð er hún sem á að tala”, sagði Bertie með varkárni. “En eg staðfesti fyrirfram alt sem hún segir”. “Orð ungfrú Mazurku þurfa engrar staðfesting- ar”, sagði Stuart Williars og brosti vingjamlega. “Nú byrjið þé'r þá, ungfrú. Eg er við öllu búinn”. Hann hallaði sér aftur á bak í legubekknum og brosti til þeirra. “Það er alvarlegra en þér haldið”, sagði ungfrú Mazurka stillilega. “Þér eruö nú eigandi Arrowfields auösins, lávaröur?” “Já, því ver”. “Hvaö er þetta — því ver?” spurði hún. “Af því eg veit ekki hvaö eg á að gera við hann — annað, en aö eyða honum viö spilamensku í Monte Carlo”, svaraði hann brosandi. ‘En haldið þér áfram, byrjunin er góö”. “Það er mjög mikill auöur, er þaö ekki?” “Jú, afarmikill”, sagöi hann. “Urðuð þér ekki hissa*, þegar þér heyrðuð að hann var skilinn eftir handa yöur?” spuröi Mazurka. “Ó, ekki svo mjög”, svaraði hann eftir augnabliks umhugsun. “Eg haföi ávalt búist viö því að lávarðui Arrowfield — nánasti ættingi minn — myndi arfleiða mig, en hann var mjög sérvitur, og þau tímabil komu íyrir í lífi hans, aö honum gat komið til hugar að arf- leiða annan — einkum nánari ættingja, ef hann væri til”. “En, var hann þá ekki til?” “Þaö veit eg sannarlega ekki. Eg veit aö eins, að hann skildi alt eftir handa mér-’, svaraði Williars með meiri alvöru. “Hann skildi alt eftir handá mér — að minsta kosti samkvæmt erföaskránni sem fanst — en þaö var undarlegt atvik í sambandi við hana —” “Og það var?^k “Bréf, sem hann skrifaöi mér áður en hann dó, og í því bréfi tilkynti hann mér aö hann heföi gert mig arflausan”. “Er þaö mögulegt?” “Já”. “Hafið þér eyðilagt það bréf?” “Eyðilagt það. Nei”, svaraði Stuart Williars kuldalega. “Eg hefi nákvæmlega geymt þaö og hefi það í vasa mínum nú. Það hefir þýðingu ef önnur erföaskrá finst”. “Hum”, sagöi Mazurka. “Og ef nú önnur erfða- skrá fyndist, munduö þér þá missa auðinn Mynduð þér þá—fyrirgefið mér—veröa aftur fátækur maður. lávaröur?” “Já”, svaraði hann rólegur. “Það yröi eg — eg mundi verða enn fátækari en áöur, því þá yrði eg aö endurborga þaö sem eg hefi eytt af eignunum. En hversvegna talið þér um þetta? Hefir yngri' erfða- skrá fundist?” “Já, hún er fundin”, sagði Mazurka. Hann þagði augnablik, svo sagði hann: “Nú, jæja, mér þykir vænt um það. HVar hefir þessi erföaskrá fundist?” “t ihúsmunum hins framliöna lávarðar”, sagöi Bertie. “Og hver fann hana?” “Eg fann hana af tilviljun”. “Sannreyndin er furöanlegri en skáldritin”, sagð Williars brosandi. “Svo yngri erfðaskrá er fundin. Nú, jæja, þaö er eléki svo undarlegt, bré'fiö bendir óbeinlínis á tilveru hennar. Og eg er þá ekki lengur cigandi The Wold”. “Jú, þangaö til nýi erfinginn gerir kröfur sínar gildandi”, sagöi Bertie. “Þaö veröur fyrirhafnarlítið f-yrir hann”, sagði Stuart Williars rólegur. “Undir eins og hann hefir sýnt mér lagalega heimild sína, getur hann tekið við öllu. Því kemur hann ekki strax meö kröfur sínar ” “Erföaskráin er nýlega fundin”, sagði ungfrú Mazurka. “Þér ætliö þá aö sleppa tilkalli til arfsins undir eins' og kröfur nýja erfingjans eru löglega sann- aðar?” “Á sama augnabliki ’, sagði hann. “Hver er þessi nýi erfing’? Eg þekki rngan nánari ættingja lávarðar Arrowfie'ds en sjálfan i úg”. “Það er ekki ‘hann” þaö er ‘hún’,” sagöi un^frú Mazurka. “Þaö er dóttv rdóttir hans”. Stuart Williars hugsaði sig ofurlítið um. “Dótturdóttir hans? Dóttir dóttur framliðnu greifafrúarinnar, sem hanrt skildi viö? Jæja. Nú, eg óska henni til hamingju. Eg vona að peningarnir verði henni til meiri gæfu en mér. Hvað heitir hún?” “Ida Trevelyan”, sagði Mazurka hiklaust. “Einmitt það”, sagöi Williars og leit á Bertie. “Var það af því, aö þér hélduð aö eg ætlaði að ræna þessa ungu stúlku eign hennar, að þér vilduð endilega skjóta mig, Bertie?” Bertie þagöi. “Nú, jæja, þér gerðuð mér rangt. Eg hefi mörg- um sinnum leitaö þessarar erfðaskrár. Eg hefði undir eins afhent henni hana, ef eg hefði fundið hana, tii þess að hún gæti tekið við eign sinni. Þér gerðuft mér rangt”. “Já — eg geröi það”, stamaði Bertie, þegar hann var búinn að líta til ungfrú Mazurka. “Hafið þéú séð erfðaskrána ?” “Já”, svaraði Bertie, “eg hefi séð hana. Hún er í alla staöi fullkomin. Lögmennirnir Scovell & Humber hafa séð hana og segja aö hún sé óaðfinnanleg”. Eg þekki Scovell & Humber”, sagöi Williars. “Þeir eru eflaust áreiðanlegir. Þeir segja þá, aö hún sé óhrekjanleg? Er eg nefndur í henni?” “Já, þér erfið nokkra peningaupphæð, en —” “En hvaö ?” “Eg er hræddur um aö hún endist aöeins til þess, aö endurgjalda þá upphæð sem þér hafið eytt af arf- inum”. Jæja — eg er þá fátækur aftur. Og þessi unga stúlka, hvernig er hún?” “Hún er mjög fögur og vel mentuð, eins og eigandi The Wold á að vera”, sagöi Bertie alvarlegur. “Mér er ánægja að því. Það hefði hrygt mig ef gamla höllin hefði lent í höndum óverðugrar persónu. Er hún vinstúlika yðar. Ætlið þér — afsakið spurn- ingu mína — að giftast henni?” “Nei”, svaraði Bertie meö lágri raust og blóðroðn- aöi, “það geri eg ekki. Eg er aö eins vinur hennar. En enda þótt eg ætli ekki aö giftast henni, vinn eg i hagsmunaskyni fyrir hana meö hennar leyfi”. “Það er gott. Og þér eruð kominn tii að bera upp skilyrði?” “Já. Ef þér án mótmæla sleppið kröfu yðar til auðsins, þá er hún fús til aö gera enga kröfu til pen- inganna, sem þér hafið eytt, og auðvitaö borgar hún yöur peningana sem yður erti ánafnaðir í erföaskránni”. “Þetta eru mjög frjálsleg skilyrði”, sagði Williars. “Ef eg vildi mótmæla erfðaskránni, gæti eg máske í mörg ár komið fyrir að hún næði rétti sínum”. “Já, þaö gætuö þér, svo sögðu Scovell & Humber”, svaraði Bertie. “En l>aö ætla eg ekki að gera”, sagöi lávarður Williars. “Sannfæriö mig—sannfæriö Craddock um aö erfðaskráin sé ósviikin, og eg skal undir eins sleppa tilkalli til arfsins”. “Við erum búin aö sannfæra Craddock; hann las erfðaskrána í morgun; við komum beina leiö frá hon- sagöi Bertie. um “Þið vinniö meö dugnaöi-’, sagði Williars og hló kuldahlátri. “En þaö líkar mér vel. Nú, eg skal tala viö Craddock. — Þá er eg aftur orðinn fátækur ó, já, já”. Nú varð augnabliks þögn, svo sagði ungfrú Mazurka: “Finst yöur það mjög leiöinlegt, lávaröur?” “Nei”, svaraöi hann eftir litla umhugsun. “Þaö finst mér ekki; eg var aö hugsa um hve slæmt það hlýtur að hafa verið fyrir vesalings stúlkuna, að vera rænd eign sinni allan þenna tírfia, og hve mjög hún muni þrá að taka við henni. Geriö svo vel aö segja henni, að eg skuli gera alt sem í minu valdi stendur til aö hjálpa henni til að ná eigninni. Þaö er það minsta sem eg get gert fyrir hana”. Bertie leit til ungfrú Mazurka, og litlu síðar sagö hún: “Langar yður dkki til aö sjá ungu stúlkuna, sem hefir rænt yður arfinum, lávarður Williars “Jú”, svaraði liann, “mig langar til aö sjá hana. Viljið þér segja henni þaö?” “Það skal eg gera”, sagöi Bertie, "og eg skal sjá um aö þér finnið hana. Viljið þér mæta henni í The Wold í Deercombe á mánudaginn kemur?” “Já” , sagöi Stuart Williars, en stundi um leið. Hvílikar endurminningar mundi ekki gamla plássiö vekja hjá honum? Hvernig átti hann aö geta þolað aö sjá klettana, þar sem ihann og Jóan höfðu gengið sér til skemtunar með unaðssælum dagdraumum? “Já”, endurtók hann, “eg vildi heldur mæta henni hvar sem helzt íinnars'staöar — en, nú jæja, eg skal mæta henni í ,The Wold “Það er gott”, sagði Bertie. “Svo skal eg sjá um alt. Craddock skal vera þar og umboðsmaður fyrir Scovell & H)umber, og svo skulum við sjá um alt Mér þykir þetta alt saman svo leitt yðar vegna Williars”. “Ó, það gerir mér ekkert mein”, sagöi Stuart VX’illiars og þrýsti hendi hans. “Eg er veikur og þreyttur af peningunum og mínu eigin lífi. Eg hefi þráö aö eitthvað skyldi koma fyrir, og nú er eg mjög ánægður yfir úrslitunum. Má eg biöja yöur að bera ungfrú Trevelyan kveöju mína og segja henni, aö eg voni að imn ætli að búa á gamla höföingjasetrinu, ' og aö eg óski aö þaö færi henni meiri gæfu en það hef- ir veitt mér”. Hann sneri sér burt meö þungri stunu, því mynd Jóönu brá fyrir hugskotssjónir hans. XLII. KAPÍTULI. Fyrirgefanlegt samsæri. Hin mikla nýjung féll niöur í Deercombe eins og vígahnöttur. Hún kom til Oliver ofursta með bréfi frá Craddöck gamla, sem Bertie og ungfrú Mazurka héldu fast í eyrun á.. Fyrir ungfrúnni bar gamli maö- urinn mikla virðingú, næstum því lotningu. A hverj- um degi fór ungfrú Mazurka til Chain Court til þess að gefa honum skipanir sínar. Hann varð að gera alt sem hún sagði, annars yrði hann kærður fyrir lög- reglunni og fengi hegningu. Hann mátti livorki minn- ast á erfðaskrána né Jóan Ormsby við nokkurn mann, hann varö að hlýða ungfrú MazuHka og Bertie í blindni, gera alt sem þau skipuðu, annars átti hann alt þaö versta í vændum. Craddock gamli varö rnjög skelkaöur þegar níðingsverk hans og Mordaunt Royc- es uröu uppvís, og í hvert sinn sem ungfrú Mazurka kom inn í skrifstofu hans og festi björtu, skörpu aug- un á honum, varð hann kvíöandi, órólegur og hræddur. “Þér eruð gamall og voöalegur níöingur”, sagöi hún viö hann meö opinberri hreinskilni, er vakti hjá honum hrylling, “og við vanrækjum í raun réttr: skammarlega skyldur okkar, með þvi aS hlífa yður. En viö gerum þaö heldur ekki, nema þér hlýöið okkur í einu og öllu”. “Þér megið óhultar treysta mér, min kæra ungfrú Mazurka”, sagöi gamli maöurinn og stundi. “Eg veit það”, sagði ungfrú Mazurka styttingslega. “Eg get treyst yöur, af þvi eg hefi yður á mínu valdi, og það vitiö þér. Setjið þér yöur nú niður og skrifiö bréf til þessa Oliver ofursta, sem þér hafið sagt mér frá, og segið þér honum að það sé misskilningur aö Jóan Ormsby hafi druknað, hún sé bráölifandi og sé nú sem stendur hjá vinum sínum, og ætli sér fyrst um sinn að vera þar kyr, en að hún ætli sér að koma til Deercombe næsta mánudag kl. sex. Skipið svo fyrir aö The Wold — er það ekki nafnið á þessu höfð- ingjasetri — veröi að vera íbúðarhæft fyrir mánudag- inn næstkomandi”. “Á mánudaginn kemur”, sagði gamli maðurinn og stundi hátt. “Á mánudaginn”, endurtók ungfrú Mazurka og stappaði meö fætinum á gólfiö, svo Craddock hrökk við. “Meö peningum má alt gera — er þaö ekki? Jæja, látið þér þá gera þaö. Sendið þangað tíu eöa tólf þvottakonur, og látið kveikja eld í öllum eld stæöum. Hagiö því eins og yður þóknast, en látið alt vera tilbúið til íbúðar á mánudaginn. Ungfrú Ormsby flytur þangað þann dag, og þá verður alt að vera undirbúið til að 'taka á móti henni. Heyrið þér þetta ?” Já, Craddock haföi heyrt það, og hann ætlaði líka að láta gera það. ‘Eg ætla sjálfur að fara þangað”, sagði hann og nuddaði saman höndunum. ‘Já, þaö verður líklega bezt. En munið nú — ekki eitt orð til nokkurs manns. Ef einhver spyr yöur um eitthvað, þá segist þér ekkert vita. Ef þér viljið fá skrifað umboö frá ungfrú Ormsby, þá skuluð þér fá það”. ‘Nei, auövitað eru orö ungfrú Mazurka meira en fullnægjandi”, sagði hann. ‘Já, það eru þau sannarlega”, sagði hún, “og þegar ungfrú Mazurka segir eitthvað, þá meinar hún það. Þér eruð orsök allmikils af þessari ógæfu, og nú gef eg yður tækifæri til aö bæta úr nokkru af því aftur”. Svo settist Craddock niöur og skrifaði ofurstanum bréf með mikilli varkámi, og þetta bréf fékk hann á meðan hann lék knattleik á boröi í klúbbnum sinum, og þaö kom honum til aö fara strax heim. “Nú fáið þið fregnir, Emmeíina og Júlía”, hróp- aði hann um leið og hann kom þjótandi inn í daglegu stofuna, þar sem systurnar sátu, satunuðu og þrættu, eins og siður þeirra var. “Það er þaö ótrúlegasta sem þið hafið nokkru sinni heyrt —” “Lofaðu okkur að heyra hvað það er, pabbi”, sagöi Júlía gremjulega. “Hvað hefir komiö fyrir?” “Já, nú skal eg segja ykkur þaö”, tautaði hann. “Hugsiö ykkur, — Jóan er alls ekki druknuð — það segir að ininsta kosti gamli þorskurinn”. “Er Jóan—ekki—druknuð ?” “Nei”, sagði ofurstinn og lét augnaglerið falla, sló svo með hægri hendi á opna bréfiö, sem hann hélt í hinni vinstri. “Hún er eikki druknuð. Og heyrið þið nú að eins — hafiö þiö vitað slíkt? Eg trúi því ekki — það getur ekki verið satt”. “Það er eflaust satt”, sagöi Emmelína hörkulega. “Gamli Craddock er enginn heimskingi. Stelpan hefir komið í ljós aftur”. “Ef það er tilfellið, þá er þaö blátt áfram skömnt”, sagði Júlía og beit á vörina. “Stór skömm. Hvar hefir hún verið allan þenna tíma?” “Hjá vinurn”. “Þá ætti hún aö vera þar kyr, viö söknum hennar ekki. Öllum manneskjum er það kunnugt, að hún strauk í burtu með lávarði Williars. Hafi hún ekki mist alla sómatilfinningu, þá getur hún ekki komið hingað aftur”. “Þetta er nú að sönnu satt í heild sinni”, sagði ofurstinn. “Það er auövelt aö segja, aö hún geti ekki komið hingað aftur, en hann skrifar að hún ætli að koma, og það á mánudaginn kemur —þ að er tæp vika þangað til”. “Þaö er svívirðilegt”, muldraöi Emmelina milh tannanna. Það er meira en viö getum þolaö. Er ekkert annað í bréfinu? Er ekkert minst á hvemig þessi misgrip uröu uppgötvuð?” “Nei, ekkert*’. “Þessi stúlka er alls ekki Jóan, ef til vill. Hún er máske svikari —” “Svo þú heldur að gamli Cradd'ock láti svikara tæla sig”, sagöi ofurstinn. “Nei, þaö er eflaust Jóari en eg skil ekki hvemig þeir hafa gert misgrip á Jóan og annari stúlku. Já, hver grefillinn — eg hélt eg væri laus við alla þessa fyrirhöfn, en nú veltur hún yfir mig aftur. Eg er sá ógæfusamasti maður í heim inum. Fyrst hverfur Tiún og lætur svo fregn út ganga um að hún sé dauð, og svo kemur hún alt í einu í ljós aftur. Þaö er enginn friöur í þessum heimi — að minsta kosti ekki fyrir mig”. “Heyrðu nú pabbi”, sagði Júlía, “það getur ekki komiö til mála aö Jóan komi til okkar aftur. Ef þú ert í raun og veru svo óstaðfastur aö leyfa það, þá getum við ekki þolað þaö — eða, getum við það Emmelína ?” “Það er nú út af fyrir sig”, tautaöi ofurstinn, “en eg er því ver f járráðamaður og ábyrgðarmaður henn ar, og hvað á eg þá að gera ?” MARKET J^OTEL Vi5 sölutorgiC og City Hall $ 1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fumiture Overland Frá íslandi. Farið er að byggja hús yfir listasafn Einars Jónssonar. Þaft verður veglegt hús og stendur sunnan í skólavöröuholtinu; hefir Einar valið þann stað sjálfur. ísafold frá 7. október segir frá því að þau hjón H. Shiött á Akur- eyri og frú hans hafi haldið gull- brúðkaup sitt 5. f. m. Segir blaðið að þau hafi dvalið á Islandi í 48 ár og altaf á Akureyri og séu frá- bærlega vinsæl. Anna dóttir þeirra er gift Klemenz Jónssyni landrit- ara. Sama blað segir frá því að annan október hafi látist Vigfús Sigfús- son veitingamaður á Akureyri; var hann á áttræðisaldri, fjörmaður mikill og vinsæll mjög. Hann dó af heilablóðfalli. Bæjarstjómin í Reykjavík hefir veitt 20,000 kr. til þess aö byggja ný íbúðarhús; svo mikill hefir hús- næöisskorturinn verið að vandræfti hafa stafað af. Sömuleiðis hefir I>æjarstjórnin skorað á landstjóm- ina að gefa út bráðabirgðalög er ákveöi hámark húsaleigu þar í bæ; sé það miðað við húsaleigu 1915 og megi ekki fara hærra en 10% yfir það sem þá var. Bæjarstjórnin í Reykjavík hefir samið við botnvörpunginn Marz að stunda fiskiveiðar daglega til >ess að sdja bænum stööugt nýjan fisk meö sanngjömu verði. ísafold frá 11. október segir þá frétt aö í Arsukfirði, skamt frá Ivigtut á Grænlandi hafi fundist bautasteinn letraður rúnum; sé hann kominn til Kaupmannahafn- ar og hafi Finnur Jónsson prófessor þýtt rúnirnar á þessa leift : “Hér liggur össur Ásbjamarson”. Þáma er því auðsjáanlega um is- lenzkan mann að ræða frá land- námstíð íslendinga á Grænlandi. Segir blaðið aö væntaniega verði gerðar ráðstafanir til þess að flytja steininn heim til Reykjavíkur á >jóðmenjasafniö þar. Vilmundur læknir Jónsson er settur læknir í Þistilf jaröar héraöi; en Guðmundur læknir Thoroddsen í Húsavikur héraöi fer utan í haust °S Jón Jóhannesson læknir gegnir störfum hans á meðan. Brunabótafélag Islands tekur til starfa 1. janúar í vetur og era það miklar framfarir og góðar. Sveinn Bjöms'son lögmaöur er formaöur félagsins. , . Hildibrandur Kolbeinsson í Nýjabæ i Reykjavík dó úr blóð- eitrun 8. október á Landakots- spítalanum. Páll Asgeirsson veitingamaftur frá Stað í Hrútafirði lézt á Landa- kotsspítalanum 9. október. Vilmundur Jónsson læknir og Kristin Ólafsdóttir læknisnemi frá Hjarðarholti vora gefin saman í hjónaband 9. október. J>ýzki neðansjávarbáturinn U-52 sem flestum skipum sökti bæöi vift strendur Bandaríkjanna og víöar var sagður tapaður; átti hann að hafa náðst ög verið skotið á Iiann þangað til hann sökk. Fyrra mið- vikudag kom áreiðanleg frétt um l>aö aö þetta var ekki þannig; er báturinn löngu kominn inn á höfn í Newport, og hefir fariö út þaðan aftur til þess aö sökkva fleiri skip- um. 100 manns geta fenglð að nema smtCar og aðgerBir á btfreiðum og flutningsvögnum í bezta gasvjela- skólanum í Canada. Kent bæði að degi og kveldi. Vér kennum full- komlega að gera við bifrelSar og vagna og að stjórna þeim, sömuleiðis aliskonar vélar á sjó og landi. Vér búum yður undir stöðu og hj&lpum yður til að ná 1 hana, annað hvort sem bifreiðarstjórar, aðgerðamenn eða vélstjórar. Komið eða skrifið eftir vorri fallegu upplýslngabók.— Hemphill’s Motor Schools, 643 Main St., Winnipeg; 1715 Broad St., Re- gina; 10262 Pirst St„ Edmonton. Vér þiirfuni mcnn að læra rakara- 'iðn. Rakaraskortur er nú allsstaðar meiri en nokkru sinni áður. Vér kennum yður tðnina á 8 vikum, borg- um gott kaup meðan þér eruð að læra og ábyrgjumst yður stöðu að þvt loknu fyrir »16 til $25 & viku eða vér hjálpum yður til þess að byrja fyrir sjálfan yður gegn lágri mánaðarborg- un. Sérstök hlunnindi fyrlr þá 50. sem fyrstir koma. Skrifið eða komlð eftlr ókeypis upplýsingabók. Hemp- hill’s Moler Barber Colleges, Pacific Ave., Winnipeg. Útibú. 1715 Broad Str., Regina og 10262 Pirst St., Ed- monton. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.