Lögberg - 09.11.1916, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.11.1916, Blaðsíða 7
LOGBEBG, FIMTbDAGINN 9. NOVEMBEK 1916 Ræða skólastjóra pórðar Guðnasonar við uppsögn bamaskólans í Hafnarfirði. . .,.. Kæru börn! Ekkert ylkkar er nú búiS að fá svo mikla upp- fræðslu aS óþarft sé við að bæta. Vonandi fer lekkert með þá hug- mynd úr skólanum, að nú séuð þið fær í flestan sjó og fyllilega nógu vel að ykkur ger. Slikt er hrapar- legur misskilningur. Það sem þið hafið nú lært er að eins dálitill undirbúningur, sem ætíð þarf á einhvem hátt að halda við og end uriiæta. Sál ykkar er ekki búin að ná fullum þroska fremur en likam- inn, og hún þarf ekki síður andlega næringu en hann likamlega. Eða haldið þið ekki að líkamsþrótturinn mundi þverra, ef þið ættuð hér eft- ir að búa við sult og seyru? Ef þið fengjuð aldrei ætan bita, en alt skemt og illa úti látið? Jú, vissu- lega mundu kraftamir þverra, og svo hefir stundum verið nærri geng- ið likamsþrekinu á þennan hátt, að menn hafa orðið óhæfir til allrar áreynslu, sumir jafnvel dáið af hungri. En svipað er þessu farið með sálarhæfileikana, þeir dofna og dragast upp, ef þeir fá ekki andlega næringu, og mennimir geta orðið einskonar andlegir horgemlingar. Og eins og skemd fæða getur sýkt líkamann, þannig geta slæm áhrif, sem sálin verður fyrir, spilt henni. fÞið kannist við sóttimar, sem stundum geisa yfir löndin og kvelja unga og gamla og leggja þá i gröf- ine svo hundruðum skiftir, og þið vitið að ótal læknar reyna að frelsa menn undan hörmungum þessara hræðilegu gesta. En eg efast um, að þið hafið eins ljósa hugmynd um andlegu pestimar, sem ganga heiminum, og það eru einkum þær, sem eg vil nú benda ykkur á og vara yklcur við. Andlegu pestirnar, ef eg mætti þannig að orði komast, eru ótal margar. Þær sýkja hverja sálina á fætur annari alveg eins og landfars- sótt hertekur hvern líkamann á fæt- ur öðrum, ef menn eigi vara sig. .Takmarkalaus ágimd, taumlausar fýsnir, hóflaus hégómagirni svik og prettir em alt algengir kvillar. Jafnvel styrjöldin mikla, sem nú geisar með þrumum og eldingum yfir löndin, er í raun og sannleika ein voðaleg andleg pest, sem gagn- tekið hefir drotnunargjarna ágimd- arseggi og sýkt ihefir heilar þjóðir og þjóðfélög. Og öll er andlega spillingin, hverju nafni sem nefnist, miklu hættulegri fyrir það, að, oít er örðugt að vara sig á henni í tíma; Það er því ekki síður þörf á læknum við andlegu meinunum heldur en þeim kvillum, sem kvetja og kremja likamann. Læknarnir hafa verið um langt skeið góð heimili, kirkjur og skólar, og svo einstakir menn, t. d. sum skáld og rithöfundar. Allir þessir læknar vilja forða lærisveinum sínum og sjúklingum frá andlegu spilling- unni, og reyna að efla hið fagra og góða í hverri mannssál og fá það til að reka alt saurugt og syndsam- legt á dyr. Hér í skólanum hefir t. d. verið reynt að kenna ykkur að elska sann- ieikann og hata ósannsöglina. Hér hefir verið reynt að vekja hjá ykk- ur háleitar trúartilfinningar og mannúð með öllu þjáðu og undir- dkuðu. Hér hafið þið lært að skilja margt í náttúrunnar ríki, sem ykk- ur var áður ráðgáta. Alt miðar þetta að því að gera hugsanimar skarpari, viljann öflugri og mann- kbstina meiri. Já, meira að segja hvert orð, hvert bros og hvert tár, sem þið verðið vör við, setur að einhverju leyti innsigli sitt á skaps- muni ykkar og hæfileika. Skiftir þess vegna geisimiklu hvað það er, sem fyrir augu og eyru ber. Mér dylst það ekki að áhrifin, sem mörg ykkar verða fyrir^ þegar þið erað farin héðan, verða í sum- um atriðum gagnólík og að líkind- um óhollari. Mér stendur stuggiir af öllum kærulitlum, andlegum lít- ilmennum, sem á vegi ykkar verða. Eg er myrkfælinn við allar slúður- sögumar og alla sleggjudómana, sem sumar ónærgætnar smásálir hafa einkum gaman af að hampa á tungu sinni. Eg er satt að segja hræddur um, að alt þetta lami hina göfugu, saklausu og bliðu strengi í sál ykkar og geri ykkur að andleg- um örkvisum. Mig hryllir við ef kaupstaðaþvættingurinn á að vera ykkar belzta andlega fæða hér eftir, og eg vil því eindregið ráðléggja ykkur að leita einhvers' annars, sem meiri uppbygging er að. Eg veit líka að mörg ykkar muni gera það. Vonandi gerið þið það öll. í Hafnarfirði er þetta hægra en víða annarsstaðar. Hér tekur Elens- borgarskólinn tveim höndum þeim, er þangað vilja leita sér mentunar og ekki ætti neinu ykkar að bland- ast hugur um að verja vetrarmán- uðunum fremur þar, heldur en í yðjuleysi hér á götunum. Margir meðal merkustu borgara þessa bœjar hafa stundað nám í Flens- tx>rg og mun þess aldrei yðra — þvert á móti. Þeir eru ætíð nógu margir sem slæpast mikið af vetr- inum, sem ekki dettur í hug að fullkomna sig í nokkrum sköpuðum hlutum, nema ef vera kynni óregl- unni, sem ekki þokast einn þumlung nær lífstakmarkinu hvert árið sem hleypur, og sem oft hafa ekkert lífstakmark eða ærlega hugsjón að berjast fyrir, að sízt er á þann flokk bætandi. En ef þið hafið nú ekki efni á að ganga í neinn skóla hér eftir, þá gætuð þið þó að minsta kosti spar- að ykkur nokkra aura og keypt nyt- sama bók eða bækur fyrir og aflað þeirra á annan hátt og lesið i tóm- stundum ykkar til gagns og gam- ans. Eitt get eg og bent ykkur á enn, sem enga peninga kostar sérstak- lega að notfæra sér, lítinn tíma og enga fyrirhöfn, en sem þó getur orðið til þess að halda við einni af jýðingarmestu námsgreinunum, sem þið hafið lært. Það er kirkjan. í hana getið þið gengið og hlustað á það málefnið, sem mestu varðar hverja manns sál. Eg veit það vel, að margir unglingar láta sig trú- málin litlu skifta, meðan þeir þekkja ekki mótlætið í neinni mynd, og hafa ekki nema örlítið brot af lífsreynslu, meðan þeir eru heima í foreldra húsum, þar sem allir eru þeim velviljaðir. En þegar þeir eða þið sjálf farið eitthvað út í buskann og eigið að vinna fyrir Pétur og Pál, f jarri öllum æskuvin- um og ættingjum, og orð og gerðir ykkar verða af mörgum hártoguð og misskilin, stundum alveg rang- færð og kastað öfugum framan i ykkur aftur, og ef heilsan svo bilar og gæfan virðist ætla að snúa við ykkur bakinu, þá trúi eg ekki öðru en ykkur verði kærar allar þær stundir, sem þið hafið lyft hugan- um upp í hæðirnar, til gjafarans allra góðra hluta, og ykkur veitist auðveldara að fá frið og huggun, því oftar sem 'þið hafið snúið ykk- ur til guðs. Það er ekki vert að kviða eða spá mjög misjöfnu, því að það er víst, að þá mun fátt ólán henda, sem stöðugt kappkosta að líkjast frelsaranum, og þeir munu sjaldan harn/hýsa til lengdar, sem á hann trúá. Þeir vita hvar hugg imina er að finna. Að endingu vil eg minna ykkur á náttúru-.a sjálfa með öllum henn- ar margbreytta unaði og dýrð. Minna ykkur á stjörnublik binna þéttstirndu vetrarkvelda og á geislavönd vormorgun sólarinnar. Minna ykkur á blómskrúð blað- anna, á fossaniðinn og fuglaklið- inn. Mér finst svo hörmulegt, þegar menn verja sínum siðasta eyri fyrir fánýtar skemtanir og hé- góma, en fara að mestu á mis við þann unað, sem náttúran sjálf læt- ur ókeypis í té, hverjum sem hafa vill. Menn öfunda þá, sein ge+a skreytt sig gulli og gimsteinum, ien fótum troða þó alveg eins og naut og sauðir, blessuð blómin, Jæssa lifandi gimsteina, sem fósturjörð in okkar ber í sumarskrúðanum, og sem allir, hversu fátækir sem þeir eru, eiga kost á að hafa sér til ánægju, ef þeir hefðu hu^ann á þvi. Eg hefi ekki víða farið eða mikið séð af heimsglysinu, enda hefi eg aldrei horft jafn hugfang- inn á neitt lystaverk mannanna, þótt úr gulli hafi verið, gert, eins og sum blóm, sem eg hefi skoðað i stækkunarglerinu mínu. Þó er þa > ekki stærra en fingurgómur og kostar ekki meira en io—20 cigar- ettur, en ljósið scm það bregður yfir blómin er í vissum skilningi miklu meira virði en allar oigarett- ur heimsins til samans. Kæru börn. Lærið að hlusta á náttúruna og tala við hana. Henn- ar raddir veita ljósi í sálina og friði og fögnuði í hjartað. ’Hún talar við aUa, sem hafa opin augu og eyru og gerir þá hygnari og betri. Eg ætla því að vona, að þið, sem nú eruð að kveðja þennan skóla fyrir fult og alt, farið með einhvem andans sjónau'ka héðan, svo að ykkur takist nú að skoða náttúruna og höfund hennar í bjartara 07 dýrðlegra ljósi, heldur en þegar þið komuð hér fyrst, og ykkur takist að sjá, ekki aðeins gimsteinana, sem hún ber í skauti sinu og i skraut- hýsunum skína, heldur einnig þá, sem blika i ikærleiksverkum hins minst virta munaðarkysingja. En þar vill mörgum förlast sýn. Við eigum oft svo bágt með að skoða orð og gerðir annara í svo björtu ljósi, að við sjáum jafnt kostina sem gallana. Okkur sýnast menn- irnir oft verri en þeir eru og eerum lítið úr góðverkum smælingjanna. Við tökum nefnilega oft ekki eftir því blóminu, sem lítið ber á og undir steininum er falið, þótt við kynnum að koma auga á það í höll- um höfðingjanna. Þess vegna þurfum við öll að fullkomna okkar andlega sjónauka og gæta þess vandlega að láta veraldarsorpið ekki ryka hann né bletta. Þá verð- ur hægara að sjá þá götuna, sem okkur ber að ganga og það mark- mið, sem við eigum að keppa að. Eg segi ykkur það satt að það er voðalegt ef veraldarsollurinn nær tökum á yklcur, því ef blindur leið- ir blindan, þá munu þeir báðir falla í gryfjuna, þess vegna er afar-áríð- andi að volja sér þá að vinum í æsku, sem einhver uppbygging er í að vera með og forðast þá sem teyma unglingana út i kviksyndi siðspillingarinnar. En þegar þið eruð orðin stór og sterk á svellinu, þá er síður ástæða til að sneiða hjá þeim, sem lent hafa í lastafeninu. Þá er vert að nota hvert tækifæri til þess að bjarga öllum, sem bjarg- að verður, og visa þeim leið, sem vilst hafa. Og það er mín heitasta ósk á þessari stundu, að þið kveðjið þennan skóla með þeim ásetningi, að láta ykkur að kenningu verða sem flest af þeim hieilræðum, sem hér hafa kend veriö. Að þið minn- ist þess jafnan, að þroskun sálar- innar má ekki nema staðar við fullnaðarpróf hér. Minnist þess að hver sem vill með réttu teljast nýt- ur maður, verður að fegra og gerið það með því að senda nokkra ylgeisla inn í hjörtu þeirra, sem á vegi ykkar verða, hvort sem það eru vinir og vandamenn, eöa örvasa og óviðkomandi aumingjar. Með því að vekja fleiri bros en beisk tár meðal samferðamannanna, likt og segir í vísunni: Láttu jafnan líknaryl leiða, hugga, bæta; varastu að verða til vasælan að græta. Ef þið hafið alt þetta hugfast og breytið eftir því, þá mun æfiskeið ykkar verða fagurt, þótt það kunni að verða magurt, og ykkar af mörg- um að góðu getið .... —Morgunblaðið. Frá Wynyard. Wynyard Advance getur þess að 13. þ. m. verði f jölmennur fundur haldinn í Goodtemplara stúkunni; verði þar tvö mál til umræðu, ann- að flutningur stúkunnar en hitt vín- sölubannsmálið i Saskatchewan. Templarar virðast vera vel vakandi í Wynyard og er það gleðiefni. Sama blað getur þess að þrjátíu manns hafi safnast saman 27. ökt. að heimili þeirra hjóna O. G. Peter- son og konu hans og gefið þeim húsgögn ('fimm stykkja stofusæti). Alls konar skemtanir fóru fram og var gleðibragur á öllum, eins og venjulegt er í sveitinni við slik tækifæri. Sama blað getur þess að 27. okt. hafi þau hjón séra Sigmar og kona hans haft heimboð fyrir kunningja sína og vim í minningu um það að ár var liðið frá giftingu þeirra. Sama blað flytur þá fregi að Jónatan Halldórsson faðir Halldórs kaupmanns í Wynyard hafi látist 29. okt.; hann var 86 ára að aldri, hafði verið blindur um mörg ár, en altaf hress og skrafhreifinn. Jóna- tan var einn þeirra er allra fyrstir fluttu til Wynyard; kom hann þangað árið 1905 frá Dakota. Hann lætur eftir sig háaldraða ekkju, einn son (auk Halldórs) og tvær dætur. Hann var jarðsettur fyrra laugardag af séra H. Sigmar. Sama blað segir að Jón Búason bóndi í nánd við Wynyard hafi flutt til Winnipegosis 1. nóvember og ætli að stunda þar fiskiveiðar um tíma. Sama blað segir að Elinborg Bjámason, sem Lögberg gat um að hefði legið á hospítali í Saskat- chewan eftir uppskurð, sé nú kom- in heim aftur við bærilega heilsu og á bata vegi. Smágrein birtist í Wynyard Advanle 2. nóvember á íslenzku Það er framför og vel til fallið, ef sú regla yrði þar tekin upp, að birta ýmislegt smávegis á íslenzku. Miklu meira en helmingur héraðs- búa eru íslendingar og talsvert margir sem ekki lesa ens'ka tungu Dr. R. L. HURST, Member of Royal CoII. of Surgeons, Eng., útskrll’aður af Royal College of Physícians, London. SérfræSingur I brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum. Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á mðti Eaton’s). Tals. M. 814. Heimili M. 2696. Tlmi til viStals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Peningum skilað aftur. Carter-Halls-Aldinger félagið hef- ir þegar skilað fylkinu aftur $3,500 af því sem borgað var fyrir eina bygrginguna af búnaðarskólanum; er það fyrsti árangur af rannsókn- inni, hvað sem siðar verður. MUNICIPALITY OF BIFRÖST ABSTRACT STATEMENT OF RECEIPTS AND EXPENDITURES FROM January lst 1916 to October 31st 1916. RRCEIPTS. Jan. lst. Cash on hand.................$ 285.94 Taxes collected .. .... .. .. 7971.50 Discount @ Bank...............17042.00 Provinciál Govemment of Road & Bridge Act.............. 1173.41 Provincial Goverament on Wolf Bounty Account............. 370.00 Redemptions.................... 598.29 Hospital Accounts collected .. 80.00 Stefan Gudnason Estate, Rent 14.00 Miscellaneous Revenue Items . 74.91 Cheque lost and recredited to Revenue..................... 34.02 Seed Grain Accounts collected 403.70 EXPENDITURES. Bills payable @ Bank, Principal Interest . Schools: .$3718.70 . 787.37 $ 4506.07 Total........$28047.77 Ames .$ 282.80 Ardal . 2259.00 Bjarmi . 490.60 Big Island . . .324.40 Frámnes . 581.20 Fyrer . 1160.40 Geysir . 512.60 Hnausa . 531.00 Laufas . 430.40 Leeland . 146.00» Lowland . 674.00 Lúndi . . 1392.60 Rembrandt 15.00 Sambor . 164.00 Tarno . 596.75 Vestri . . 399.80 Vidir . . 453.00 Woodglen . . 150.00 Yaraslaw . . 1146.51 $11710.06 fards: Ward 1 ..$1141.40 ” 2 . . 732.41 ” 3 . . 73.63 ” 4 . . 717.73 ” 5 . . 1117.33 ” 6 44.95 Arborg Village . .. .. 207.63 Riverton ” .. . . 36.78 $ 4071.86 Municipal Commissioner......................$ 766.92 Hospitals.............$1252.40 Charity Aid............ 421.68 Health.................. 36.50 ‘$ 1710.58 Salaries, Sec.-Treas., Assess. & Const. $833.22 Indemnity to Council................. 363.02 Fees paid Solicitors................. 270.39 Elections............................. 37.93 Noxious Weeds......................... 91.50 Wolf Bounties........................ 559.86 Printing, Postage & Stationary .. .. 474.63 Redemptions of Land from Tax sale . 488.70 Refund................................161.84 Registrations Vit. Stat...............140.50 Stefan Gudnason Estate,...............121.60 Sundry Expence Account............... 694.12 $ 4237.31 Cash in Bank...........$811.66 ” on hand ........... 233.31 $ 1044.97 Total...........$28047.77 Certified correct. B. MARTEINSSON, Secretary-Treasurer. ' MUNICIPALITY OF BIFRÖST FINANCIAL STATEMENT FOR TEN MONTHS, ENDING OCTOBER 31st 1916 ASSETS Cash on hand and in Bank .. $ 1044.97 Taxes.................... 64050.17 Seed Grain Notes.......... 137.42 Hospitals................ 2400.15 Real Estate............... 525.00 Tax sale Certificates..... 667.92 St. Gudnason Estate....... 170.30 Office fumiture........... 421.50 Road Machinery and Fire Engine.............. 1247.50 v LIABILITIES. Bills payable @ Bank, a) Principal $17042.00 b) Interest 1024.50 $18066.50 Municipal Cimmissioner.................... 4804.80 Total........$70664.93 fullkomna sál sína eigi síður en líkamann. Ef ykkur kynni að langa til þess að launa okkur kennurunum ein- hverju starf okkar hér í vetur, þá Schools: Ames.................$ 354.63 Ardal................ 2050.00 Bjarmi................ 722.37 Big Island............ 434.80 Framnes.............. 536.00 Fyrer................. 817.00 Geysir................ 554.00 Hnausa................ 562.20 Hayek................. 540.00 Laufas................ 358.00 Leeland............... 155.82 Lowland............... 599.20 Lundi ........... .. 1630.00 N. Meridian........... 242.99 Okno.................. 925.00 Rembrandt.............. 36.00 Sambor................ 435.82 Sylvan Glade.......... 423.00 Tamo.................. 523.50 Vestri................ 381.60 Vidir................. 560.34 Woodglen.......... .. 832.58 Yaraslaw .. .. .... 1320.37 Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telbphone GARRV 3Sl> Office-Tímar: a—3 Heimili: 776 Victor St. Tklephone garry 381 Winnipeg, Man, Vér leggjum sérstaka áherzlu á a8 selja meSöl eítir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. pegar þér komiS meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um aS fá rétt þaS sem Iæknirinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Damc Ave. og Slierbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Giftingaleyfisbréf seld. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslengkir lógfræ8i«trar, Skrhfstofa:— Room 8ii McArthur Building, Portage Avenue Aritun: P. O. Box 1058. Telafónar: 4303 og 4504. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Korni Toronlo og Notre Dame PhOOLC __ u . 0«rry 2088 dar^ÍL J. J. BILDFELL fastkionasali fíoom 520 Union Bank - TEL. 2085 Selur hús og lótKr og annast ait par aölútandi. Peningaián ....... Dr. O. BJORNÖON Office: Cor. Sherbrooke & WUliam l'El.EniOSWOíRRÍ 32} Office-tímar: 2—3 HEIMILI: 764 Victor 6t,«et rRLKPUONKt OARRV T63 Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building C0R. PORT^CE A»E. ðc EDM0(iT0fi ST. Stuadar eingöngu augna, eyma. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frá kl. I0 - Í2 f. h. og 2 5 e. h.— Talsími: Main 3088. Heimili I05 Olivia St. Talsimi: Garry 2315. NORTHWEST GRAIN CQMPANY H. J. LINDAL, Manager 245 Grain Exchange, Winnipeg Islenzkir hveitikaupmenn Skrifið eftir upplýsingum. Til íbúanna í Saskat- chewan. J. J. Swanson & G). Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. Ttve Soulii|tai,ri Phooe Mala »1? A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimilis Tals. . Qarry 9151 Skrifatotu Tals. - Garry 300, 375 FLUTTIR til 151 Bannatyne Ave Horni Rorie Str. í stærri og betri verkstofur Tals. Main 3480 KanalyElectricCo Motor Repair Specialist Búnaðarráðherrann hefir tilkynt mér að vegna hinnar óhagstæðu veðráttu sé enn þú ekki meira en Ys, af þreskingu ldkið í fylkinu. Ef svo kynni að fara að veturinn byrjaði eins snemma í ár og 1915, verður ef til vill hundrað miljón dollara virði af komi óþreskt. Nema því að eins að ekki félli snjór til muna í vetur yrði þetta að bíða til næsta vors óþreskt. Þegar þess er gætt að tilfinnan- legur skortur er á vinnukrafti og ofan á það bætist að um 75% af uppskerustarfsmönnum hafa farið austur vegna óhagstæðs veðurs, þá er um mjög alvarlegt málefni að ræða. í landinu alment og hér í fylkinu sérstaklega er ástæða til þess að reyna að vernda hveitiuppskeruna sem bezt í ár; vildi eg því skora á hvern einasta vinnufæran mann og ungling að leggja fram sitt bezta við þreskinguna, því annars verða margar vélar mannlausar og þar af leiðandi iðjulausar. Þeir sem hjálp geta veitt á þann hátt og frekari upplýsinga æskja, ættu að komast í samband við vinnuráðninga deild fylkisstjómar- innar í Saskatoon, Moose Jaw og Regina. Regina, 31. október 1916. W. M. Martin. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tals. main 5302. $14995.22 Stríð nauðsynleg. Wards: Ward 1...............$1074.27 ” 2............... 3499.16 ” 3................ 882.04 ” 4............... 1030.74 ” 5............... 1009.31 ” 6................ 377.33 Arborg Village......... 177.67 Riverton............... 208.14 $ 8258.66 SURPLUS ASSETS OVER LIABILITIES.........$24539.75 $70664.93 Certified correct. B. MARTEINSSON, Secretary-Treasurer. Sir William Robertson eftirmað- ur Kitcheners flutti langa ræðu ný- lega þar sem hann heldur því fram að stríðið sé nauðsynlegt og bless- un fyrir mannkynið. “Ef engin stríð væru” segir hann, “þá yrði þjóðfélagið eins og óhreinn stöðu- pollur sem ekkert afrensli hefði, en stríðin hreinsa það og bæta.” Þetta er einhver ljótasta og versta kenn- ing, sem nokkru sinni hefir heyrst. Umboðsmenn Lögbergs. Jón Péturson, Gimli, Man. Albert Oliver, Grund, Man. Fr. Frederickson, Glenboro, Man. S. Maxon, Selkirk, Man. S. Einarson, Lundar, Man. G. Valdimarson, Wild Oak, Man. Th. Gíslason, Brown, Man. Kr. Pjeturson, Hayland, Man. Oliver Johnson, Wpgosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Joseph Davíðson. Baldur. Man. Sv. Loptson, Churchbridge, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. Stefán Johnson, Wynyard, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. Jón Ólafson, Leslie, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Guðm. Johnson, Foam Lake, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. O. Sigurdson, Burnt Lake, Alta. 5. Mýrdal, Victoria, B.C. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. Jónas S. Bergmann, Gardar, N.D. Sigurðuiy Johnson, Bantry, N.D. Olaf ur Einarson, Milton, N.D. G. Leifur, Pembina, N.D. K. S. Askdal, Minniota, Minn. H. Thorlakson, Seattle, Wash. Th. Símonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash. Að létta vinnuna. pér kaupið áhöld til þess að létta vinnuna og flýta henni, svo sem ritvélar, saumavélar o. s. frv. Engin I ástæða er til þess að lofa slíka hygni. En það að gera vinnuna síhæga og afkasta- mikla fæst með því að nota Triners American Elixir of Bitter Wine. pað skerpir hugsunina og örfar starfs- þrekið. pað hreinsar inn- ýflin og nemur burtu á- stæðurnar fyrir melt- ingarleysi, taugaslappleika, svefnleysi, máttleysi og drunga. Verð $1.30; fæst í lyfjabúðum. Joseph Triner Mfg Chem- ist 1333—1339 S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.