Lögberg - 28.12.1916, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.12.1916, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. DESEMBER 1916 Til íslands. Þó viljinn sé góður, mér vamað er máls í vöku og draumi hjá þér. Meö orötim eg næ ei þeiu hita til hálfs, sem hátign þín skapaði mér. Og aðeins þá huggun í útlegð eg fann að elska þig — vera þér trúr. Mitt hugtal við þig, frjófgar hjarta míns rann sem haglendið gróður skúr. Þú skáldanna drotning! Úr eldi og is þinn andi fékk tónana seytt —. Og höfuð þitt krýnir ’in heilaga dís er hefirðu’ í kappraunum þreytt, — þvi eins bjartar rúnir fær ekkert land rist, á alheimsins konunga stól. Þér hugsjónir bera á höndtim sér list frá hjartanu í miðnætur sól. Þú skyggir á landið sem lifi eg í, eg ljósara sé þig og finn. Þú ljómar í gegn um öll lífs míns ský og lýsir við dauða minn. Og verði’ ’ún ei islenzk hin eilifa strönd þar uni’ eg ei betur en hér. — Eg býst ekki við að þau blómskreyttu lönd þar breytt geti eðlinu í mér. Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Œfisaga Benjamíns Franklins Rituð af honum sjálfum. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Ralp þótti gaman að skáldskap; hann orti talsvert og efaðist ekki um að hann gæti unnið sér frægð og fé með því. Hélt hann því fram að beztu skáld hlytu að eiga eins margar villur i kvæðum sínum þeg- ar þeir byrjuðu og hann ætti. Osbome taldi hann af því að yrkja, og reyndi að fullvissa hann um að hann hefði enga skáld- hæfileika. Réði hann honum til að hugsa ekki um neitt nema starf þaö sem hann var alinn upp við. Kvað hann svo mega fara að þó hann væri eignalaus enn þá «gæti hann fengið stöðu sem umboðsmaður til að byrja með og byrjað svo á eigin reikning siðar. Eg hélt því fram að ekkert væri að því að skemta sér við skáldskap öðru hvoru; einungis í þeim til- gangi að fullkomna sig í málinu, en ekki meira. Eftir þetta var stungið upp á þvi að við skyldum hver um sig koma Hann hefir jafnvel gert það betur en það er í frumtextanum. Þégar hann mælir í daglegu máli er svo að heyra sem hann hafi mjög lítið orðaval; hann hikar þá og mistalar sig; en hamingjan góða; hvað hann skrifar vel!” Þegar við mættumst næst komst Ralp að því hvemig í öllu lá; og ekki var frítt við að brosað væri að Osboume. Þetta atriði varð til þess að sannfæra Ralph um það að hann gæti orðið skáld og ætti að verða það. Eg gerði alt sem í minu valdi stóð til þess að hafa hann ofan af þeirri hugsun, en hann hélt áfram að skrifa ljóð þangað til Pope læknaði hann. Hann varð samt sem áður allgóður rithöfundur í óbundnu máli. Meira verður sagt um hann síðar. En með þvi að ekki er vist að eg hafi tækifæri til þess að minnast á hina tvo aftur, þá skal þess getið hér að Watson andaðist í fangi mínu nokkrum ár- um síðar. Var hans mjög salknað því hann var ágætismaður. Os- boume fór til Vestur-Indlandseyj- anna; varð hann þar frægur lög- maður og græddi fé, en hann dó fram með ljóð eftir sjálfa okkur á ungur. Við höfðum gert þá al- næsta fundi og finna svo að hver varlegu samninga að hvor okkar hjá öðrum, kenna hver öðrum og læra hver af öðmm. Með því að málið'var það eina sem við tókum til greina, en skeyttum ekkert hug- myndum né Verulegum skáldskap, þá var það ákveðið að við skyldum velja 18. sálminn til yrkisefnis; er hann um guðdóminn, eins og menn vita. Þegar nálgaðist fundinn kallaði Ralp á mig og lét mig vita að hann hefði sitt kvæði til. Eg sagði hon- um að eg hefði verið önnum kafinn og þar sem þetta væri mér ekki mikið áhugamál, hefði eg enn ekk- ert gert. Sýndi 'hann mér þá kvæði sitt og bað mig að segja sér álit mitt um það; hrósaði eg kvæðinu eindregið, þvi mér virtist það vera sérlega gott. “Osborne viðudkennir aldrei að neitt sé varið í það sem eg yrki’’ sagði hann, “heldur setur hann alt út á það af eintómri öfund. Hann er ekki eins afbrýðissamur þegar um þig er að ræða; eg vildi þvi að þú tækir jætta kvæði og segðir að }>að væri eftir þig. Eg skal láta sem eg hafi ekki haft tíma-til jæss að yrkja og því ekkert gert. Ef þú gerir |>!etta ^kulum við sjá og heyra hvað hann segir.” \’ið komum ókkur saman um þetta. Eg sikrifaði levæðið upp taf arlaust, til jæss að það ðkyldi vera með minni hendi. Svo var komið saman á fundin- um. Kvæði Watsons var lesið. í J>ví voru ljómandi faHeg tilþrif, en j>að hafði marga galla. Síðan var kvæði Osboums lesið og var það miklu betra; Ralp dæmdi það sann- gjamlega; hann benti á nokkra galla, en lofaði mjög fegurð þess. Sjálfur hafði hann fekkert gert. Eg var eins og hálf feiminn; vildi helzt ekki koma með neitt; þóttist ekki hafa haft tíma o.s.frv. En engar afsakanir voru teknar gildar; eg varð að koma með kvæði. Mitt kvæði var svo lesið og endur- lesið. Watson og Osbome kváðust ékki komast í hálfkvisti við þetta og Iofuðu j>að mjög. Ralph gerði við j>að fáeinar athugasemdir og stakk upp á nokkrum breytingum. En eg hélt uppi svörum og varði. Osbome var á móti Ralph, og sagði hann að hann væri ekki meiri dómari en hann væri skáld; hætti hann því deilunni. Þegar j>eir urðu samferða heim lofaði Osbome enn þá meira kvæðið, sem hann hélt að væri eftir mig. Kvaðst hann hafa lofað það eins lítið áður og hann hefði getað, til j>ess að eg héldi ekki að hann væri að skjalla mig. “En hverjum hefði dottiö það í hug”, sagði hann, “að Franklin gæti gert svona vel? Þvílíkt mál- sem fyr dæi, skyldi heimsækja hinn ef unt væri, og láta hann vita hvemig umhorfs væri í heimi hinna dánu. En það loforð hefir hann ekki efnt. Ríkisstjóranum virtist falla eg vel í geð; bauð hann mér oft heim ,til sín og ámálgaði hann það í hvert skifti er við mættumst að hann ætl- aði að hjálpa mér til j>ess að setja upp prentsmiðjuna. Ætlaði hann að fá mér nóg meðmælabréf til vina sinna og auk jæss ávísanabréf, til }>ess að eg gæti fengið j>á pieninga er eg þyrfti til að kaupa fyrir stíl, vél, pappír o.s.frv. Til þess að fá jæssi bréf hafði hann sagt mér að koma hvað eftir annað og áttu 'þau J>á æfinlega að vera til, en j>égar til kom var altaf ákveðinn einhver timi seinna. Þannig gekk J>að þangað til skipið sem eg átti að fara rrteð var ferðbúið; og J>ó hafði því seink- að allmikið.. Þegar eg svo kom til j>ess að biðja um bréfin og fcveðja, kom Dr. Bard skrifari hans til mín og sagði að ríkisstjórinn væri álkaflega önnum kafinn sem stæði að skrifa emibættisbréf, en yrði kominn ofan að Newcastle áður en skipið kæmi |>angað og þá skyldi ihann fá mér bréfin. Þó Ralpih væri kvæntur og ætti eitt bam, hafði hann samt fast- ákveðið að fara með mér í jæssa ferð. Var j>að skoðun manna að hann hugsaði sér að komast t bréfa- viðskifti og fá vörur til 'j>ess að selja sem umboðsmaður. En síðar fann eg }>að út að sökum óánægju við konuna hugsaði hann sér að yf- irgefa hana og koma aldrei aftur. Eg kvaddi vini mina, og sérstaklega ungfrú Read, hétum við hvort öðm trygðum og hugði eg gott til framtíðarinnar. Síðan fór eg frá Philadelphia á skipinu og lenti t Newcastle. Ríkrsstjórirín var kominn þangað, en jægar eg fór að finna hann j>ar Setm hann hélt til, kom skrifari hans til min með þau kurteisis boð frá honum að hann hefði svo mi'kið að gera að hann hefði engan tima til að tala við mig. Fylgdi það boðunum að hann skyldí senda bréfið út á skip til mín ; óskaði hann mér heilla á ferðinni og hamingjtlsamrar heimkomu. Eg fór út á skip, fann til dálít- illa vonbrigða, en efaðist enn þá ekki um einlægni rikisstjórans. Maður sem Andrew Hamilton hét og var frægur lögmaður í Philadelphia hafði tekið sér far með þessu sama skipi ásamt syni sínum. Með j>eim var kvekari nokkur sem Detrham hét og var kaupmaður og auk jyess Onion og Russel jám- steypueigendur frá Maryland. verk! Þvílíkt afl! Þvílíkur eldur! Þessir menn höfðh leigt fyrsta farrými. Við Ralph urðum því að gera okkur gott af því að vera á öðru farrými. Enginn lifandi maður á skipinu j>ekti okkur, og veitti enginn okkur neiná sérstaka eftirtekt. En Hamilton og sonur hans (sem James hét og varð síðar ríkisstjóri) fóru aftur frá New- castle til Philadelphia. Hafði Ham- ilton verið beðinn að koma til þess að Verja mál í sambandi við skip sem tekið hafði verið lögtaki. Rétt áður en við fórum af stað kom French hershöfðingi út á skipið; veitti hann mér meiri athygli, og eftir það gerðu aðrir það sama. Var mér og Ralph eftir það oft boðið til ihinna, og svo var okkur sagt að við gætum flutt okkur inn á fyrsta farrými, því nú var þar orðið nógu rúmt. Við fluttum því þangað. Gjafir í minningarsjóð Dr. Jóns Bjarna- sonar, safnað af séra Rúnólfi Mar- teins'syni, á síðastliðnu siunri og hausti. Frá Wild Oalk, Man.; B. Ingimundarson...........$25.00 H. Daníelson................ 5.00 Árni Johnson .............. 10.00 J. Johnson.................. 5.00 E. G. Erfendson............ 5.00 Jákob Jónasson.............. 5.00 Hallgr. Hannesson........ i.oö Ólafur Egilson........... 10.00 Ónefndur................... 25.00 G. .Thorkelson............ 5.00 Sigurður Tómasson........ 5.00 Gísli Johnson..............100.00 Sigfús Bjarnason........... 50.00 Davið Valdemarson........ 25.00 Frá Beckville, Man.; Mrs Stephens................ 1.00 B. Tliordarson.............. 1.00 Gunnar Kjartansson....... 25.00 S. Anderson................ 10.00 G. J. Anderson.............. 5.00 Jón Loptson............ . .. 5.00 Jón Thorsteinsson........... 5.00 E. Johnson............... 10.00 B. G. Kjartanson........... 25.00 Jöhannes Baldwinson .. .. 50.00 G. S. Sigurðson............. 5.00 Jón Sigurðson.............. 25.00 S. Bergson................ 10.00 Frá Langruth, Man.; Th. Goodmanson............. 12.50 J. A. Johannsson........... 25.00 John Thordarson............ 25.00 Böðvar Johnson............. 50.00 P. Jacobson................ 25.00 Ágúst Eyjólfsson........... 50.00 M. Johnson................. 25.00 ívar Jónasson........... .. 5.00 S. Hjaltdal................. 2.00 Steini B. Olson............. 7.00 Mrs. Anna Baker............ 25.00 Sigurður Bergson............ 5.00 Lilja Thorkelson Alfred .. 5.00 Frá Amarauth, Man.; F. Sigurðson............ 25.00 S. Friðbjörnson.......... 25.00 Frá ísafold, Man.: Árni Hannesson........... 5.00 Árni Jónsson............. 25.00 Grímur Guðmundson .. .. 25.00 O. G. Johnson............. 25.00 Amason Bros................ 15.00 Jón A. Magnússon........... 10.00 Frá Woodside, Man.: Syeinn Árnason.............. 3.00 Frá Gladstone, Man.: Peter Anderson........... 5.00 Guðmann Bjarnason .. . . 10.00 Frá Silver Bay, Man.: Mrs. Laura Freeman .... 25.00 Olafur Magnússon......... 25,00 Guðm. Sigurðson.......... 25.00, Hiallur O. Hallson....... 30.00 Guðm. Stéphanson......... 20.00 Bjöm T. Jónasson........... 30.00 Þórður Zoega............... 20.00 Jóel Gíslason.............. 25.00 Mrs. Elin Scheving......... 10.00 Hallur Hallson.............. 2.00 Mrs. Petra Guðmundson .. 1.00 Lárus Scheving Freeman .. 2.00 Jón Björnsson............... 5.00 Frá Dolly Bay, Man.: Hjörtur B. Hördal........... 5.00 Olafur Thorlacius..........100.00 Frá Siglunesi, Man.: B. J. Mathews......... .. 50.00 M. J. MatJhöws............. 25.00 Mrs. F. J. Eyford .. .... 25.00 Ólafur Magnússon........... 25.00 Eggert Sigurgeirsson . . . . 5.00 Mrs. Sttefanía Mathews . .. 1.00 Jón Hávarðson............... 2.00 Frá Hayland, Man.: Kr. Pétursson.............. 25.00 Met. Guðmundson............ 1O.00 Hávarður Guðmundson .. 25.00 Davið Gíslason............. 25.00 Sigurgeir Pétursson...... 50.00 Gunnar J. Holm............. 25.00 Frá Dog Creek, Man.: Bened. Magnússon........... 25.00 Jlólhannes Jónsson......... 25.00 Þlorst. Jónsson............. 5.00 Börn Jóhannesar Jónssonar 35.00 Ásgar Sveistrup............ 25.00 Mrs. Sigr. Gíslason......... 5.00 A. J. Arnfinnsson........... 5.00 Stephan Stephanson . . . . 25.00 Margrét Sigurðardóttir . . . 1.00 Guðm. ísberg................ 5.00 Sigurður Framar .. .. .. 2.00 J. K. Jónasson............. 50.00 Frá Oak View, Man.: Eyjólfur Sveinsson .. .. 10.00 Stefán Brandson............ 25.00 Einar Sigurðson............ 25.00 P. R. Peterson............ 25.00 Frá Narrows, Man.: Paul Kjernested............ 25.00 Frá Winnipeg, Man.: Miss Guðrún Jóhannsson .. 25.00 Samtals .. . . $1,855.50 Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið til úr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Heilbrigði. Eftir Philip B. Hawk, Ph. D. Próf. í lífeðlis- og efnafræði í Jeffersons læknaskólanum í Philadelphia. Mjólk. Mjólk er fullkomnasta fæðuteg- und sem til er í náttúrunni óbreytt. Er það fyrir margra hluta sakir; þar á meðal vegna þess að í henni eru öll hin þrjú aðalnæringarefni sem vér þurfum: eggjahvítuefni, fita og sykur, auk vatns og kalk- efna. Og ijæssi efni em þar í slík- um hlutföllum að }>að verður líkam- anum að fullum notum. Stórt glas af mjólk er að næringu jafngildi Já af nautaketspundi. Frægur sérfræðingur hefir sagt að mjólkurglas, sem drukkið sé á hverjum degi auk venjulegra mál- tíða geti aukið þyngd mannsins um 24 pund á einu ári. Þó mjólk sé mikilsverð fyrir fullorðna þá, er hún enn þá nauð- synlegri fyrir börn og gamalmenni. Það er mjög erfitt verk að ala vel upp ungviði einnar dýrategundar á mjólk annarar. Það verkefni er stundum erfitt viðureignar fyrir lækna, þegar }>eir eru að útbúa hæfilega fæðu ihanda sjúklingum sínum. Jafnvel þegar kúamjólk er sem allra nákvæmlegast blönduð til þess að líkja eftir konumjólk, er langt frá að hún komist til jafns við hana fyrir bömin. Skýrslur sýna það að brjóstbam byrjar lífsbaráttu sína með miklu meiri líkum til sigurs en hitt, sem alið er upp á öðru. Þegar vér tókum að safna skýrsl- um um jætta atriði vomm vér svo lánsamir að fá í samvinnu við oss mann, sem hafði öllum öðrum meira tækifæri til þess að köma með prufur af fæðu úr maga, án þess að þurfa að nota magapumpu — það er að segja fæðu sem kastað var upp Þessi ágæta hjálp við rannsóknir vorar var oss að ágætu liði, og höf- um vér getað fengið sérlega ná- kvæma jækkingu á því hvernig mjólkin hagar sér í heilbrigðum eða sjúkum maga. Niðurstaða vor er skýrð í svör- unum við þeim spumingum sem hér eru bornar fram á eftir. Er það satt að mjólkin ysti þegar hún kemur í magann? Já, vökvinn sem er í maganum hefir í sér efni (hleypir), sem kall- að er ystiefni. Það vinnur á mjólkina og myndar drafla úr ost- efninu í henni. Tilraunir vorar sýna það að þetta verður stundum tafrlaust þegar mjólkin er Ikomin í magann. Stærð og eiginleikar draflans eru mismunandi, eftir því hvernig mjólkin er, og því hversu lengi mjólkin h'efir verið í maganum. Enn þá meiri mismunur getur orðið á j>essu ef mjóllkinni hefir eitthvað verið breytt svo sem með því að sjóða hana eða láta eitthvað saman við hana. í sambandi við tilraunir vorar höfum vér látið búa til Ijósmyndir sem sýna mjög greinilega mjólkina á mismunandi stigum þegar hún er að meltast. Fyrst hleypur hún í heild, en síðan breytist hún í lítil draflastykki, mismunandi stór. Draflastykkin smástækka og fljóta síðast í brúnleytum vökva (mysu). Þessi draflastykki smádragast saman og mynda styrri stykki, sem Joksins leysast upp og verða að gruggkendri leðju. Er auðveldara að melta mjólk sem hægt er drukkin. Beztu Iæknablöð og beztu vis- indamenn ráðleggja oss að sötra mjólkina — það er að segja drekka hana mjög hægt og seint. Oss er sagt að þegar hún sé drukkin þann- ig, j>á hlaupi hún í smádraflastykki í maganum, og að hægra sé að melta þessi litlu draflastykki en þau stóru sem myndist þegar mjólkin sé drukkin fljótt. Þetta lætur skynsamlega í eyrum, en samt sém áður er það ekki rétt. Til- raunir vorar hafa sýnt það að draflastykkin verða eins stór þeg- ar hægt er drukkið og }>egar drukk- ið er fljjtt. Þetta var svo greini- lega sýnt og sannað að enginn efi er á. Einu sinni létum vér mann dreikka mörk af mjólk á 10 sekúnd- um og næsta dag á sama tíma drakik hann jafnmikið af mjólk á 10 minútum. Eftir hálftíma var hann látinn kasta upp báða dag- ana; ekki einungis voru drafla- stykkin stærri þegar maðurinn hafði drukkið hægt, heldur einnig var allur draflinn til samans þyngri en þegar mjólkin var drukkin fljótt. Er erfiðara að melta flóaða mjólk en óflóaða? Spurningin um það hvort flóuð mjólk eða óflóuð væri betri fæða, sérstaklega handa börnum, hefir verið mikið rædd svo árum skiftir, án þess að menn hafi ikomist að nokkurri niðurstöðu, sem allir sættu sig við. (Frh.J. Umboðsmenn Lögbergs. ■Jón Péturson, Gimli, Man. Albert Oliver, Grund, Man. Fr. Frederickson, Glenboro, Man S. Maxon, Selkirk, Man. S. Einarson, Lundar, Man. G. Valdimarson, Wild Oak, Man Th. Gíslason, Brown, Man. Kr. Pjeturson, Havland, Man. Oliver Johnson, Wpgosis, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Joseph Davíðson, Baldur, Man. Sv. Loptson, Churchbridge, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. Stefán Johnson, Wynyard, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. Jón Ólafson, Leslie, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Guðm. Johnson, Foam Lake, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. O. Sigurdson, Burnt Lake, Alta. S. Mýrdal, Victoria, B.C. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. Jónas S. Bergmann, Gardar, N.D. Sigurður Johnson, Bantry, N.D. Olafur Einarson, Milton, N.D. G. Leifur, Pembina, N.D. K. S. 'Askdal, Minniota, Minn. H. Thorlakson, Seattle, Wash. Th. Símonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash. HUÐIR SeljiS ekki húSir ykkar heima fyrir—þvl þlð fáiS ekki bezta verS þannig. SendiS þœr til mín og skal eg borga 17c til 24c fyrir pundiS. — SkrifiC eftir verSlista og merkimiSum til F. W. KUHN »08 Ingersoil St., Wlnnipeg. ♦ HÆTTU AD VINNA LÁTTU hœnurnar gera það. Þú ætt- ir að hugsa, láta heilann vinna. Til hvers er það að vera að vinna þegar þú þarft þess ekki? Ef þú átt lítinn búgarð í British Col- umbia og stjórnar honum, þá geturðu grætt stór fé með því að vinna sáralítið. Þegar eg er að skrifa þessar línur hefi eg fyrir framan mig blaðið Vancouver World frá 1 5. Nóvember 191 6 og er eg að lesa lið fyrir lið vöruverðskrána. Ný egg eru 80 cent tylftin. Til hvers ert þú að vinna, þegar þú getur látið hænurnar gera það fyrir þig? Það er viðurkendur sannleikur að það kostar ekki yfir 20 cent að framleiða eggja- tylftina að meðaltali; ef þú því selur þau fyrir80 cent, þá græðirðu 60 eent á hverri tylft. Ef þú seldir aðeins eina eggjagrind á dag með 30 tylftum eggja, þá græddirðu $18.00 á hverj- um degi. Slátraðir fuglar seljast fyrir 35 cent pundið í Vancouver. Auk hænsaræktar geturðu ræktað kartöflur. Þær seldust í Vancouver í nóvember í haust : $2.00 100 pundin, eftir mark- aðsskýrslum. Vér höfum hér hjá oss sönnun þess að fólk ræktar yfir tíu tunnur á ekrunni. Það eru $400 ef ekrunni. Auk hænsaræktarinnar kostar eldiviður þig mjög lítið og þú þarft enga leigu að borga ef þú átt einn þessara litlu búgarða, sem þú getur keypt fyrir $100 út í hönd og afganginn með vægum skilmálum. Alls kostar búgarðurinn aðeins $375. Ef þú hugsar þér að ifá í einn þessara litlu búgarða, þarft þú að gera það tafarlaust. Það væri betra fyrir þig að koma inn á skrifstofu vora og sjá þessar tölur þar með eigin aug- um og kaupa hænsaræktar tímarit. Lærðu sjálfur. Það þarf mjög litla peninga til þess að kaupa einn af þessum litlu búgörðum og þeir eru í hjarta heilnæms lands, þar sem er bezti jarðvegur. Þar er þéttbygt, talsímar, skólar, kirkjur og búðir. Komdu inn á skrifstofu vora og fáðu frekari fræðslu. Vér erum þar frá kl. 9. f. h. til kl. 9 e. h. Opið á kveldin og þar fást allar upplýsingar SCOTT, HILL& CO. 22 Canada Life Building

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.