Lögberg - 25.01.1917, Qupperneq 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR 1917
væri sú fjár upphæð gefin til Betel til minningar
látnum vini, sem annars hefði verið varið til blóm-
sveiga, þá gæti sú stofnun orðið voldug og sterk
innan skamms.
þess skal getið hér að lítill vísir hefir komið í
ljós í þessa átt nýlega. fslenzk stúlka lézt hér
nýlega — Kristjana Thorarensen. — Goodtempl-
arastúkan Skuld hafði ákveðið að senda blómsveig
á kistu hennar og falið Ásmundi Jóhannssyni að
framkvæma það; en í samráði við nokkra menn í
stúkunni hætti hann við það og lagði það til að í
þess stað yrðu $5 gefnir Gamalmenna héimilinu
til minningar um þessa látnu systur. Var það
samþykt í einu hljóði.
petta er nýmæli sem vel má vera að ekki falli
öllum í geð í fyrstu, en það er spá vor að ekki líði
mörg ár þangað til það verði all-títt og ekki marg-
ir tugir ára þangað til það verði orðið að fastri
reglu, eins og heima. Og þess erum vér fullvissir
að mættu hinir látnu líta upp úr gröfum sínum,
þá mundu þeir flestir kjósa það fremur en blóm-
sveigana. /
Manitoba-þingið.
pað kom saman fyrra föstudag, eins og fyr
var frá skýrt.
petta er annað þingið sem situr síðan Norris-
stjómin kom til valda. Aldrei í sögu Canada
hefir nokkurt þing afkastað eins miklu og þingið
í fyrra. Aldrei hefir neitt fylki afgreitt eins
mörg og eins þýðingarmikil mál.
Um margra ára tíma hafði hin stjómin eytt
þingi eftir þingi til þess að komast hjá því með
vöflum og vafningum og koma í framkvæmd
áhugamálum þjóðarinnar.
pessi nýja stjóm afgreiddi á einu þingi —
sínu fyrsta þingi — öll þessi sömu mál. Hún
samþykti og afgreiddi vínbannsmálið, sem hin
stjómin hafði haft að leiksoppi í 16 ár; hún af
greiddi og lögleiddi fmmvarpið um beina löggjöf,
sem í mörg ár hafði verið barist fyrir. Hún af-
greiddi sem lög kjörgengi og atkvæðisrétt kvenna,
sem langur tími og mikil fyrirhöfn hafði farið í
að berjast fyrir meðan hinir sátu að völdum og
neituðu um.
öll þessi mál voru fyrir fáum árum kölluð
“óbrezk”, “brot á brezkri stjómarskrá”, “landráð”,
“uppreist”, “óstjóm” og ýmsum álíka nöfnum.
En þessi stjóm veigraði sér ekki við að gera þau
mál að lögum á einu þingi, og hlýtur nú þakklæti
allrar þjóðarinnar fyrir að verðleikum.
pó hefir stjómin ekki látið þar staðar numið;
hún gerði meira og fleira á fyrsta þingi. Hún
bætti löggjöfina í verkamálum, og verður það
glöggar skýrt hér innan skamms. pá lét hún ekki
mentamál þjóðarinnar afskiftalaus. Dr. Thomton
mentamálaráðherra skýrði frá því í vikunni sem
leið, hverju stjómin hefði til vegar komið í þeim
efnum.
'Skólamálin voru hér í hinu argasta ólagi sem
hugsast gat. Enginn skóli var til í mörgum hér-
uðum og voru því þúsundir af bömum þessa fylkis
sem ekki gátu notið neinnar skólagöngu.
Auk þess var svo þröngt og alt svo ófullkomið
í mörgum þeirra skóla sem til voru að kenslunnar
urðu ekki hálf not, jafnvel þar sem kennaramir
voru góðir og vel að sér; en á það skorti víða til-
finnanlega.
Stjómin átti því erfitt verk fyrir höndum þeg-
ar hún tók við mentamálum fylkisins, í öðru eins
ólagi og þau vom. En hún byrjaði starf sitt með
einbeittum ásetningi og undir fomstu ágæts leið-
toga, Dr. Thomtons, og það sem henni hefir orðið
ágengt meðal annars eftir eins árs starf, er sem
hér segir:
Hún hefir látið byggja 18 aukakenslustofur,
þar sem of þröngt var í skólunum áður; hún hef ir
látið byggja 14 nýja skóla í löggiltum sveitahér-
uðum, þar sem áður hafði aldrei verið neinn skóli;
og auk þess hefir hún látið byggja 12 skóla í nýj-
um skólahéruðum.
Alt þetta hefir stjómin látið gera á einu ári,
í þem pörtum Manitoba, þar sem ekki er ensku-
mælandi fólk.
Alls eru þetta 44 skólar og kenslustofur, sem
við hafa bæst á einu ári, og má stjómin sannar-
lega vera upp með sér af dugnaði mentamálaráð-
herrans. að meðaltali rúmar hver kenslustofa 50
nemendur, og verða það því alls 2,200 böm fleiri
en áður, sem nú'geta notið fræðslu. pað eru alt
böm Pólverja og Galiciumanna, Rússa, Gyðinga,
Skandinava og annara svokallaðra útlendinga.
Borgaralegt og mentalegt gildi þessara fjöru-
tíu og fjögra skóla getur enginn reiknað.
Mentunin er hinn sanni grundvöllur hverrar
þjóðar, og sú þjóð er lánsöm, sem góða menn og
færa hefir til þess að stjóma mentamálum sínum.
Stjómin sáði góðu sæði á síðasta þingl í menta-
akur þjóðarinnar og hún sér þess mikinn árangur
þegar þingið kemur saman í ár.
Þörf á mótmælum eða
bre^’tingu.
% — '
Sögur þær sem ganga ljósum logunum viðvíkj-
andi meðferðinni á Thomas Kelly í Stony Moun-
tain eru óviðfeldnar.
Eitt af aðal grundvallaratriðum heilbrigðs
stjómarfars er sú sjálfsagða sannfæring borgar-
anna að allir séu jafnir fyrir lögum og dómi.
Ekkert eitt atriði út af fyrir sig feykir út í
veður og vind allri tiltrú og trausti þjóðarinnar
á stjóm landsins eins og það ef sú sannfæring
haggast eða veikist eða tapast.
Sé hægt að telja alþýðunni trú um það; sé
hægt að sannfæra hina fátækb og lítilsigldu um
það; sé hægt að sannfæra þá útlendinga sem eru
að semja sig eftir siðum vorum um það, að auðug-
ir og voldugir borgkrar landsins komist hjá þeirri
lagahegningu, sem þeir vita að þeir sjálfir yrðu að
þola ef þeir kæmust í hendur laganna, þá er hætta
á því að jafnvel í siðsömu mannfélagi eins og hér,
sé kominn uppreistarandi, og óstjóm liggur fyrir
dyrum.
pað er ekkert til sem gjördrepur eins fljótt
alla virðingu og ást borgaranna á þjóðinni og land-
inu, eins og það þó ekki sé nema að grunur falli
á að réttvísin sé í óhlutvandra manna höndum, eða
að sumum sé hlíft við réttmætri hegningu, sem
aðrir undir sömu kringumstæðum verði að þola.
pað er mönnum ekki áhugamál að berjast fyrir
ríki, sem gerir upp á milli borgara sinna þegar um
hegningu og lög er að ræða.
Lögbrotamenn, hvort sem þeir eru ríkir eða
fátækir, mentaðir eða óupplýstir, voldugir eða
vesalir ættu að þola sömu hegningu fyrir sömu
afbrot.
Ef Thomas Kelly fær sérstaka tilhliðrun og sér-
staka meðferð, eins og orð leikur á, ætti því tafar-
laust að vera breytt og sá að vera rekinn úr em-
bætti sem að því er valdur, hvort sem það er ráð-
herra í stjóminni eða einl^er annar embættis-
maður.
Sé þetta aftur á móti ekki satt, þá ætti að lýsa
því yfir, rannsaka málið og rekja það til róta,
og sanna það svo greinilega, að enginn efi gæti
leikið á og orðrómurinn gæti ekki vaknað upp
aftur.
(Free Press 11. jan.).
Sannur hermaður.
A. G. Fonseca foringi 197. herdeildarinnar er
kominn af stað austur til Englands. Deildinni var
allri sundrað og yfirstjómin þar af leiðandi tekin
af Fonseca.
Var um tvent fyrir hann að gera, annað hvort
að verða eftir og fara úr hemum eða taka lægri
stöðu og lægri laun og fara með hinum. Hann
tók síðari kostinn: “peir geta gert mig að óbreytt-
um liðsmanni, ef þeim sýnist,” sagði Fonseca, “eg
fer samt. Eg hefi lofað piltunum mínum því að
sama skyldi yfir okkur alla ganga, og það skal
efnt. Eg |?efi farið um og safnað liði, ekki fyrir
það einungis að því fylgdu háar virðingar og góð
laun, heldur af þeim ástæðum að eg taldi það
skyldu mína að leggja fram þá krafta sem eg átti
yfir að ráða, þjóðinni og landinu til gagns, og
hvetja aðra til hins sama. Ef eg yrði eftir þegar
þeir menn fara sem eg hefi fengið í deildina,
mundi eg bera höfuðið svo lágt að eg gæti upp á
engan mann litið. pá vissu þeir það og allir aðrir
að eg hefði teymt þá í herinn undir fölsku flaggi
— en falskt flagg skal aldrei blakta á stöng
Víkingadeildarinnar. ”
petta eru ekki einungis drengileg orð, heldur
sérstaklega hermannlegar framkvæmdir. Ef allir
þeir sem að Jþer og stríði vinna sýndu það eins
glögglega að hugur fylgdi máli og Fonseca hefir
gjört, þá færi betur en farið hefir.
pað er vonandi að embættismenn 223. deildar-
innar taki þennan mann sér til fyrirmyndar og
verði ekki eftir þegar sú deild verður kölluð, þótt
þeir verði að leggja niður tign sína. Vonandi að
aldrei blakti falskt flagg á stöng Skandinavisku
herdeildarinnar fremur en Víkinganna.
Áö senda m^nn sína austur á blóðvöllinn eða
fylgja þeim þangað eftir að þeir hafa verið fengn-
ir í herinn og yfirgefa þá þar, er í vorum augum
bæði vottur um hugleysi og varmensku, ef ekki
liggja til einhverjar sérstakar og óviðráðanlegar
ástæður.
Hvert stefnir?
pannig hljóta menn að spyrja þegar þeir lesa
ríkisskýrslumar í Canada og íhuga hina ægilegu
skuldabyrði.
pegar stríðið hófst var bein skuld ríkisins
$330,000,000; við lok ársins 1915, var skuldin
komin upp í $501,668,167, en í lok fjárhagsársins
1916 (síðasta nóvember) var ríkisskuldin $706,-
128,082, eða með öðrum orðum Ifún hafði meira
en tvöfaldast á tveimur árum.
Hér er þó ekki talið alt það sem Canada herinn
hefir kostað í Evrópu, og verður því bætt við síðar.
Áætlað er að $300,000,000 verði varið til her-
kostnaðar þetta fjárhagsár, og er þá komið hátt
upp í $1,000,000,000.
Rentur af þessari skuld eru um $50,000,000 á
ári og að viðbættum eftirlaunum o. s.frv. verjður
þjóðin að borga á hverju ári 1 allri framtíð að
minsta kosti $75,000,000, án þess að geta borgað
eitt einasta cent af skuldum sínum.
Er þetta svo þung byrði fyrir 7,000,000 manna
að margir munu spyrja: hvert stefnir.
Sambandskosningar ?
Eru þær í nánd ? Eða er það líklegt að liberal-
ar samþykki framlenging kjörtímabilsins í annað
sinn? Hafa þeir lagalegt vald til þess, spyrja
sumir? Og því verður líklega að svara játandi.
En hafa þeir siðferðislegt vald til þess? pað er
aðalatriðið. Er það afsakanlegt að þeir leyfi ann-
ari eins óstjóm og hér hefir verið að halda áfram,
án þess að fólkið fái að segja til hvort það treysti
henni eða ekki?
Að voru áliti hefir þessi stjórn staðið svo illa
í stöðu sinni að engin afsökun er fyrir því að líða
henni að vera við völd áfram. Ekkert annað en
kosningar ætti að geta komið til nokkurra mála.
Fólkið á að segja til hvemig því skuli stjórnað
og hverjir því skuli stjóma. Og ef nokkru sinni
hefir verið áríðaijidi að skifta um þá er það nú.
Sumir hafa á móti kosningum á meðan á stríð-
inu stendur, en það er heimska. Einmitt yegna
stríðsins ríður á áð vel sé stjómað; og einmitt af
því að illa hefir verið stjómað þarf að skifta um.
í Eftir því sem alvarlegri mál em í höndum stjóm-
arinnar, eftir því ríður meira á að hún sé starfi
sínu vaxin. ,
Ef sjúklingur er að deyja ,í höndum óhæfs
skurðlæknis, þá er eina ráðið að láta hann fara og
velja annan til bjargar. Með því eina móti er
björgun möguleg og eins er með þetta.
Almennar kosningar eru það eina hugsanlega
og sjálfsagða.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦
| THE DOMINION BANK l
X
♦
X
STOFNSETTUU 1871
Höfuðstóll borgaður og varasjoour
Allar eignir........................
$13.000,000
$87.000,000
t
♦
♦
♦
+
♦
♦•
♦
♦
Beiðni bœnda um lán
til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn.
Spyrjist fyrir.
Rotre Dame Brancb—W. M. HAMH/TON, Manager.
Selklrk Brancfa—M. 8. BUROER, Manacer.
HRET.
Eg stóð við gluggann og starði út
er stormurinn framhjá þaut
með snjó í fanginu’, og fölva jörð
í fannalíns klæddi skraut.
Og einstæðings fugl eg flögra sá
um fönnina’, í kafalds-hríð.
Eg feldi tár, mér við hjarta hneit
að horfa’ á hans bitra stríð.
Mig langaði’ að rétta’ honum hjálparhönd,
og huggunar-mæla-orð
við hann, svo hann vissi’ að hann væri’ ei einn
og vinlaus, á kaldri storð.
En gleði þeirrar mér vamað var,
hann vissi’ ekki hvað eg leið;
en einmana barðist við frost og fjúk.
Hann fann það víst hvað hans beið.
Og svona’ er það einnig um suma menn,
við sífelda kvöl og þraut
þeir hrekjast í stormi hér og þar
um hjamið, á lífsins braut;
og stríða við dagsins köldu kjör,
meðan kraftamir vinnast til.
Og fáir tárast þótt farist þeir
á fjallvegum lífs, í byl.
pví margur í dag svo 'annríkt á
við allskonar tízku-störf,
að naumlega fær hann tíma til
að taka’ eftir slíkra þörf.
pótt auminginn felli frostköld tár
meðan fjöldinn í kringum hlær;
þeir komast ei við af högum hans,
því hver er sér sjálfum nær.
Maria G. Arnason.
Vestan hafs.
fFrh.).
I.
I fyrsta kafla fyrirlestursins
getur höf. þess, aS j>ekking manna
heima fyrir á Ameríku hafi veriS
ófullkomin, þar sem annars vegar
hafi veriS öfgafullir agentar og
villandi vinaþféf til þess' aö gylla,
en hins vegar staSIausar skammii
heirna til þess aö níða Ameríku og
draga úr vesturförum.
Um iþetta efni fer höf. svofeldum
oröum.
“Fróðleikur um Ameríku hefir
verið næsta báglborinn. Agentam-
ir gyltu alt og lofuðu. Flærðarlaust
sveitafólk gat ekki varað sig á því
að hér væru á ferðinni menn sam
borgað væri fyrir að segja ósatt
og ýkja.”
Þótt hér sé auðsjáanlega þannig
að orði komist að ætlast sé til að
það dragi úr vesturflutningum og
þótt hér séu allharðlega bomar
sakir á umboðsmenn Canadastjóm-
arinnar fyrir ósannsögli, þá ber því
ekki að neita að höf. hefir talsvert
til sins máls.
Vér hinir eldri, sem vel minnumst
j>eirra ummæla, er umboðsmenn að
vestan létu sér um munn fara fyrir
20 árum, gæturn ekki með góðri
samvizku haldið því fram að höf.
færi hér með alveg rangt mál.
Það er satt að þessir menn gerðu
sitt ýtrasta til j>ess að fá fólk veít-
ur; ]>að er satt að j>eir gripu stund-
um til orða, sem reyndin kendi
mönnum siðar að ekki voru að öllu
sönn.
Vesturfara umboðsmennirnir voru
í ærlegri stöðu í sjálfu sér. Þ'eir
voru til þess' kjömir að leiða hugi
manna að j>essu landi með öllum
j>ess tækifærum, öllum þess gæðum
og öllu J>ess frelsi (\x'> síðasta at-
riðið sé fremur imyndan en virki-
leiki). Það er ærlegt að vinna fyrir
}>að land og þá þjóð, sem maður
hefir gerst borgari hjá; j>að er ær-
legt að vilja fjölga þar vinnandi
fólki frá góðum þjóðum.
Um j>að efumst vér held'ur ékki,
að þessir menn hafa verið einlægir
i j>ví að vilja jæim vel er þeir ráð-
lögðu vestur för. Þieir hafa óefað
haft þá sannfæringu að menn
heima bættu kjör sín með því að
flytja hingað og reynslan hefir
sýnt það og sannað að margir hafa
virkilega komist hér til efna, vegs
og virðinga, sem dkki áttu þess kost
heima á þeim tímum.
Reynslan hefi sýnt það og sann-
að að vesturflutningar hafa orðið
emstaklingum til heilla og þjóðinni
í heild sinni til blessunar; ekki ein-
ungis þeim parti þjóðarinar, sem
hér býr, heldur einnig þeim sem
heima eru; heim hafa komið
straumar ýmsra áhrifa, sem þjóð-
inni hafa orðið til góðs og þeir
Stækka og hitna með ári hverju
sem héðan af líður.
Þáð er satt að blóðugt er að sjá
vinnukraftinn fara burt úr lartdi,
sem allra fátækast er af fólki. Það
er satt að i augurn ættjarðarvina er
þjóðlikaminn þá eins og honum hafi
yerið opnuð æð og lífsblóð hans lát-
ið renna 'brott svo hann liggi eftir
fölur og máttþrota. En þarna hefir
farið eins og i allri náttúrunni á sér
stað; þetta blóð sem barst út frá
þjóðarhjartanu fór aðeins um stund-
ar .sakir og hlóðst lífslofti, en dróst
svo að því aftur, þrungið nýju lifi
og lét hjartað $lá kraftmeiri slögum.
Alhrif Vestur-íslendinga á þjóðlíf-
ið heima eru þegar mikil, en þau
verða meiri.
yesturfara umboðsmennirnir hafa
j>vi að vissu leyti ekki einungis unn-
ið þarft verk hinum einstöku mönn-
um mörgum hverjum er hingað
fluttu fyrir jæirra áhrif, heldur ís-
lenzlcu þjóðinni upp til hópa.
Hinu verður ekki neitað að með
þessa nytsömu og virðulegu stöðu
var oft farið miður en skyldi.
Lofdýrðin og lofsöngvamir um
Ameriku voru oft hóflausir og stað-
lausir. Öfgamar í lasti sumra
}>eirra um Island og hrósi jæssa
lands, eiga engar sanngjaniar af-
sakanir. Færu menn frá einhverju
Evrópulandi hér um bygðir sem um-
boðsmenn erlendra stjóma og flyttu
jafn gyllandi fyrirlestra um lönd sín
og jafn niðrandi um ]>etta land og
vesturfaraumboðsmenn fluttu gif-
urleg lastyrði um ísland og stað-
laus lofsyrði um jætta land, J>á
mundu j>eir tafarlaust teknir fastir
og settir í fangelsi.
Þetta segjum vér ekki sem nein-
ar getgátur heldur sem vissu. Vér
heyrðum með yorum eigin eymm
mörg ummæli um vort kæra móð-
| urland, sem aldrei gleymast og al-
drei fyrirgefast, er féllu af vörum
umboðsmanna. Og vér heyrðum
einnig af vorum eigin eyrum um-
mæli um þetta land í hina áttina,
sem ieuga sanngirni nálguðust.
Um leið og vér j>ökkuni því um-
boðsmönnunum annars vegar fyrir
NORTHERN CROWN BAN K
Höfuðstóll lðggiltur $5.000,030 Höfuðstóll greiddur $1,431,200
Varasjóðu..... $ 715,600
Formaður - Slr D. H. McMlLIiAlí, K.C.M.O,
Vara-formaður - -- -- -- -- Capt. WM. ROBTNSON
Sir I>. C. CAAfF.RON. K.C.M.G. .1. JI. ASHDOWN, W. R. RAWT.F
F>. F. HXJTCHINGS, A. McTAVJSH CAMPBEIiR, JOHN STXJVFI.
AIU'< irrar 5>>k»itörf afgreídd. Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða
félög og sanngjarnir skilmilar veittir. Avísanir seldar til Kvaða staðar scm er
á Islandi. Sértakur g»um ir gefinn soarisjóðsinnlögum,. sem byrja má með
einum d illar. Rentur lagðar við á hverjum sex mánuðum.
T. e. TdlIiríltmOM, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og SHerbrooke St„ - Winnipeg, Man.