Lögberg - 25.01.1917, Síða 6

Lögberg - 25.01.1917, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR 1917 6 Lagasafn Alþýðu í Prince Edward Island $30, en í Quebec, British Columbia, Manitoba, Saskatchewan, Alberta, North West Territories, Newfoundland og Yukon $50. pessi lög eru tekin eða samin eftir þeim sem staðfest voru á Englandi undir stjóm Jakobs kon- ungs II. 1678. pau eru enn í gildi á Englandi óbreytt, en hér hafa verið gerðar á þeim lítils- háttar breytingar. Munnlegir samningar eru einnig bindandi þeg- ar um leigu á fasteign er að ræða, sem ekki sé fyrir lengri tíma en eitt ár; og undir sérstökum kringumstæðum þó tíminn sé alt að þremur árum. Munnlegir samningar milli þjóns og vinnuveit- anda, sem ekki ná yfir lengri tíma en eitt ár eru bindandi. 3. Skráðir samningar eru þeir samningar kall- aðir sem annaðhvort eru skrifaðir eða prentaðir, eða prentaðir að nokkru og skrifaðir að nokkru. Stundum eru þar sett fram öll atriði samninganna eða skilyrðanna og þeir skráðir á þar til gerð skjöl, en stundum eru þer aðeins í bréfum, sem hlutaðeig- endum hafa farið á milli. f fyrra tilfellinu eru þeir kallaðir formlegir, í hinu síðara óformlegir, en hvorirtveggja geta verið gildir. 4. Samtímis skráðir og munnlegir samningar. Venjulega hafa munnlegir aukasamningar ekkert gildi þegar um skráða samninga er að ræða um sama efni milli sömu hlutaðeigenda á sama tíma. Heilbrigði. T annpína. Hvemig stendur á því að hér eru menn orSnir tannlausir áður en þeir eru orðnir miöaldra? Hvemig stendur á því að hér hafa menn tannpínu þegar þeir eru böm og svo alla æfi, þangað til hver tannrót er dregin burt? Þetta er óeðlilegt. Það orsakast af einhverju, sem ætti að mega koma í veg fyrir. Heima á Islandi má sjá sjötuga menn og konur með hvítar og heil- ar tennur. Þar er fjöldi fólks sem aldrei finnur til tannpínu þótt það verði áttrætt. Eða svo var það. Hvemig stendur á þessu? Ástæðan er sú að hér skilja menn ekki ætlunarverk tannanna. Þess ber að gæta aS þeim er ætlað á- kveðið starf, eins og öllum öðrum líffærum vorum. Tennumar þurfa að hafa á- reynslu. Það er svo með hvert einasta liffæri að ef það er ekki notað eða ef það er ekkert látið hafa ti3 að vinna þá veikist það og visnar. Það verður sjúkt og í- stöðulaust af aðgerðaleysi. Skoðið hina vöðvasterku hand- leggi jámsmiðsins. Af hverju eru vöðvar hans svo sterkir ov stórir sem þeir eru? Af því að þeir hafa æfingu og áreynslu. Berið handlegfi jámsrniðsins sam- an við renglurnar á iðjuleysingjun- um með lopavöðvana. Munurinn er sýnilegur og ástæðumar liggja í augum uppi. Sama máli er að gegna með tenn- umar. Heima voru þær látnar glima við alls konar erfiði, svo sem að naga “hraun”, harðan fisk, herta þorskhausa o.s.frv. Hér aftur á móti em alls konar verkfæri höfð til þess að vinna það verk sem tennumar hafa verið skapaðar til að vinna og þær verða því iöjulausar oð þar af leiðandi þroskalausar, veiklaðar og sjúkar, og deyja eða rotna. Þetta er illa farið fyrir margra hluta sakir. 1 fyrsta lagi segir mál- tækið að enga prýði hafi munnurinn meiri en fagrar tennur, og fegurri tennur fást ekki en þær sem skap- arinn lætur af hendi ef vel er með þær farið. í öðru lagi eru það ekki litlar þjáningar sem þessari sífeldu og almennu tannrotnun fylgja. Tann- pína sviftir margan manninn ótöld- um ánægjustundum og friðartím- um. I þriðja lagi er það ekki lítið fé siem fólk verður að kasta út fyrir aðgerð á tönnum og nýjar tennur. Er slikt svo tilfinnanlegt að margir fátæklingar ganga tannlausir og tannsjúkir svo árum skiftir, sökum þess að þá brestur fé til að kaupa sér fyrir nýjar tennur. í fjórða lagi er heilsu manna að öðru leyti stórkostleg hætta búin þegar tennumar geta ekki unnið verk sitt og eru sjúkar. rFrh.j. Lagasafn Alþýðu Ef ætlast er til að skráði samningurinn inni- feli í sér alt það sem um er samið, fást dómstólar sjaldnast til þess að taka til greina munnlega aukasamninga, sem í því skyni væru gerðir að sýna nokkuð annað en það, sem hinir skráðu samn- ingar bera með sér. Ef skráðir samningar aftur á móti eru ekki þann ig úr garði gerðir að þeir taki fram öll atriði sem um er að ræða, eða ef þeir bera það með sér að eitthvað hafi gleymst eða einhverju verið slept, þá eru munnlegir aukasamningar sem trúlegir þykja venjulega teknir til greina. 5. Innsiglaðir samningar eru einnig kallaðir sérstakir samningar. Engin borgun þarf að hafa átt sér stað til þess að þeir séu gildir. Innsiglið er talið vottur þess að meiri alvara hafi fylgt þeg- ar slíkir samningar voru gerðir, en venjulegir samningar; og fyrir því er ráð gert að hlutaðeig- endur hafi gert þá með fullum skilningi og vitund um það sem í þeim er. Á því er það bygt að ekki er. síðar hægt að losna við slíka samninga með því að halda því fram að innihaldið hafi ekki verið full- ljóst eða þeir nægilega íhugaðir. Einu má gilda hvað það er sem límt er á skjal fyrir aftan nafn í stað innsiglis; t. d. partur af frímerki, eða eitthvað því líkt. En til eru einnig sérstök innsigli til þess gerð. dyggilega að bindindismálum. Einn >eirra ferðaðist hér um bygðina, með bænarskrá um vínibann eða “Local option” í Argyle. Gekk það vel og komst mótstöðulaust í gegn. Enda var lítiö um víndrykkju á >eim árum, frá 1880 til 1886—. En >á var lögð jámbraut hingað vest- ur; og meðfram henni risu upp simábæir, og vínsölu hótel komust fót. — Það var ekki fyr en á siðastliðn- um árum að “Local Option” bygð- uim f jölgaði að mun; og að hug- myndin um algjört vínbann í fylk- inu kom til sögunnar. Sem hafði þær afleiðingar, að stjómmálamenn settu það í stefnuskrá sína: að leggja vinbannsmálið fyrir almenn- ing til endilegs úrskurðar. Þótt það væri ekki gert með einlægni eða svikalaust, fyr en núverandi stjórn komst til valda. Og eins og kunnugt er komst vínbannið þá gegn •— svo langt sem lög þessa fylkis ná — með miklum meiri hluta atkvæða. Þetta var að vísu mikill sigur fyrir bindindismenn; en langt er frá að vér megum láta hér við staðar nema. Vér verðum fyrst og fremst að vinna að þvi; að það verði algjörlega afnumið: að nokk- ur maður eða félög, geti flutt inn eða meðtekið vin, innan landa- merkja Manitoba fylkis. Látum Borden og stjóm hans sjá það, og finna greinilega við næstu sam- bandskosningar, að hann og fylgi fiskar hans, em ekki á réttri leið í vínbannsmálinu og ýmsu fleiru. — \T .. 1 • timbur, fjalviður af öllum Nýjar VOrilbirgOir tegundum, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Deor Co. Limit.d HENRY AVE. EAST WINNIPEG áfram góðverkum og siðbótar kenn- farið aö jafna þessu niður í krónur, mgum sinum. Því þótt víninu sé rutt úr vegi, er samt eftir nóg af illum áhrifum, freistingum og ginn- ingvun, sem geta leitt eldri og yngri afvega, til ógæfu og spillingar. — Eg treysti því að þið, B. M. Long, Arinbjöm Bardal, og fleiri bind- indishetjur haldi áfram góðverkum sinum og gjöri sitt bezta í því til- liti, meðan f jör og þróttur endist. Svo enda eg þetssar línur, með innilegasta og bezta þakklæti til Goodtemplara fyrir ánægjustund- imar, sem eg varð aönjótandi með- al þeirra. — Laugardagskv. 5. Jan. 1917 Með vinsemd og virðing. Ami Sveinsson. Fallega gert og mœlt. Bindindisstarf semin - Glenboro, 16. jan. 1917- Dr. Sig. JúJ. Jóhannesson! Kæri ritstjóri: Eg má ekki láta hjá liða, að senda þér nokkrar línur, til að þakka þér, og hinum háttvirtu vin- um minum í Winnipeg, fyrir hin- ar alúðlegu og höfðinglegu viðtök- ur, sem eg varð aðnjótandi, meðan eg dvaldi meðal þeirra: frá 4. til 9. janúar. Það var sannarlega ánægjulegur tími; einkanlega þó föstudagskveldið, á 29. árs-afmæl- ishátið stúkunnar Heklu. Já, það gladdi mig að sjá slikan fjölda bindindismanna; og þar á meðal svo mörg imgmenni og börn. Svo var mjög ánægjulegt, að heyra hin- ar snjöllu og fræðandi ræður, sem þið B. M. Long fluttuð; og eins að sjá og heyra, hvað bömin komu myndarlega fram, og leystu sitt verk vel af hendi, bæði á ensku og islenzku. Eg vona að bindindis- menn leiði svo mörg börn og ung- menni sem mögulegt er inn í Goodtemplarastúkumar og gjöri sitt bezta, til að leiöa þau inn á menningar og meinta brautimar; og vinni lika að því, að þau læri og viðhaldi, voru kæra feðra máli — íslenzkunni. — Þ’egar eg nú lít yfir þau 40 ár, sem eg hefi veriö í Manitoba, og íhuga félags-störf íslendinga hér; dylst mér ekki að þeir hafa verið, og eru yfirleitt, máttarstólpar bind- indis og Goodtmeplara. Og einnig flestra framfara og framkvæmda í siöferðislegu og kristilegu tilliti. Og þótt oft hafi verið skiftar skoðanir viðvíkjandi ýmsum málefnum; og svo því, hver vinnuaöferöin væri farsælust, til að leiða sem flesta, frá hinni voðalegu spillingar og lasta braut ofdrykkjunnar, á rétta leið, hefir áhugi og vinna allra, vana- lega stefnt að sama takmarkinu, nefnil. algjörðu vínbanni, sem er til góðs fyrir almenning; og til upp- byggingar og blessunar, fyrir rílaS og þjóðfélagsheildina. Ef aldrei hefði verið hér bind- indi eða bindindisstarfsemi; er al- veg víst: að vínsaJa, ofdrykkja, og allskonar " óregla hefði enn verið hér í fullum blóma. — En hverjir byrjuðu bindindisstarfsemina í Manitoba? Voru það hinir svo- kölluðu leiðandi stjómmálamenn, eða stjómendur fylkisins? Nei, langt frá! Eftir því sem eg veit sannast, voru þaö innlendir prest- ar, sem þá voru svo að segja, ný- komnir frá feðralandinu. Sem þurftu að vinna sig upp og, áfram í gegn um alla erfiðleika nýbyggj- ara lífsins; og jafnframt læra mál og störf útvaída framtíðarlandsins, sem átti að vera ættjörð bamanna og afkomenda þeirra. —- Auðvitað gekk bindindis starfsemin hægt og seint í.byrjun. “En hálfnað er verk þá hafið er”. — Og ekfci náði hún verulegum þroska fyr en Good- templara stúkunnar komú til sög- unnar. Þá fyrst tók bindindisstarf- semin miklum framförum. Þótt auðvitað væri við nóga mótspymu að stríða. Innlendu prestamir unnu Ef almenningur hefir frjálsar hendur; og engin rangindi komast að, vona eg að Bakkus verði sem fyrst gjörður útlægur úr öllu Can ada ríki. Og þá, en ekki fyr, hafa bindindismenn algjörðum sigri að hrósa. Og þótt fullkomið vínbann verði lögleitt í Canada, ætti Goodtempl- ara félagsskapurinn engan veginn að falla niður; heldur eflast og styrkjast við hvem sigur; og halda Herra Jón Sveinsson að Mark- erville, Alberta, ritaði nýskeð skrif- ara Eimskipafélagsins, á þessa leiö: “Eg þakka þér kærlega fyrir öll bréfin þin og alla þá umhyggju, sem þú hefir fyrir Éimskipafélagi íslands. Eg get sagt þér það í ein- lægni að einmitt fyrir það að þú varst við þetta mál riðinn hefi eg af fúsum vilja lagt fram þær 1500 kr., sem eg þegar hefi lagt til hluta- kaupa í félaginu. Og nú legg egj ef þá stendur á stöku eða vantar úr hlut, þá láttu mig vita, og skal eg reyna að bæta úr því. Ekki dettur mér í hug að tapa kjark þó “Goðafoss” Iiafi farist. Það var stærra spor stigið af sum- um fátækum íglenzkum innflytjend- um á frumbýlingsárum þeirra hér, þegar þeir réðust í að kaupa sér kú, heldur en nú er fyrir alla íslenzku þjóðina að kaupa 1 eða 2 skip. Ef okkur Vestur-íslendingum verður veittur kostur á að kaupa fleiri hluti í Eimskipafélaginu, þá má vera að eg taki einhvem þátt í þeim kaupum, ef eg lifi við heilsu. Ekki mundir þú þurfa að eggja mig lengi til þess. Það er einhver hlý- leiks' þráður inst í meövitund minni, sem nær til þín, síðan við vorum að svamla yfir hafið forðum. Og síðan eg náði hér lendingu hefi eg einatt borist á mínum eigin f jöðrum en ekki annara. —” Aths.: Hér er drengilega hugs- að og íslendingslega mælt; en í það er mest varið hversu óhrekjanlega verkin sýna að hugur 'fylgir máli. Nei, íslendingar ættu ekki að missa kjarkinn þótt “Goðafoss” færi, heldur ætti þeim að aukast við þaö umhyggja fyrir þessu sameig- inlega barni Austur- og Vestur-ís- lendinga. Betur að margir væru hér með 180 dollara, og þegar þið' eins og Jón Sveinsson. — Ritstj. 8 ó L 8 K IN I máske fallegri en fuglanir þínir.” Tók hann þá til að blása út úr sér dökkblárri gufu, sem fljótlega dreifðist í óteljandi smákúlur, og voru þær líkastar sápukúlum, er krakkar leika sér oft að. pá sló á þær allavega litum blæ, og litu þær mjög ginnandi út. Hann lék sér að því að grípa þær allar á lofti, hverja af annari og kasta þeim aftur til ýmsra hliða. En í hvert skifti sem hann kastaði þeim, þá sprungu þær, og heyrðist þá hár hvellur og jafnframt tvístruðust smá eldneistar í allar áttir út frá þeim, sem báru þó enga birtu, heldur sýndist hvar sem neisti kom niður, að þar myndaðist stór skuggi er sveim- aði til og frá. pegar hann hafði kastað þeirri seinustu segir hann við Ijósmeyna: “pú kant ekki að búa til svona margbreytileg gull. Lofaðu mér nú að sjá hvað þú ert fjölkunnug.” “Nei”, segir Ljósmæi’in, “eg er ekki fjölkunn- ug og vil ekki vera það. Fjölkyngi er ekki annað en ljótar hugsanir, sem framleiða ljót verk og vondar afleiðingar. En ef þú bara vildir vera góð- ur drengur og hugsa aldrei nema fagurt, þá gætir þú búið til fallegri gull og þá mundi eg leika mér við þig; þá yrðir þú líka að fara úr svörtu kápunni þinni og fara í hvít klæði, eins og eg. Jæja, nú ætla eg að reyna að kenna þér að hugsa um alt sem er gott og háleitt, því þá líður þér betur, og alt þetta dökka sem þér fylgir hverfur, því það umkringir þig af því þú ert ekki búinn að læra að reka það frá þér. Og nú ætla eg að sýna þér hvað falleg gull eg get búið til með því að hugsa fallega. Svo tilti litla ljósmærin sér á tá og leit í kring um sig og klappaði saman lófunum. Kom þá stór hópur af yndislega fallega litum litlum fuglum, sem sungu með svo töfraríkum hljóm að jafnvel Skuggabaldur glaðnaði við og varð bjart- ari og rólegri á svip. Allir þessir fuglar röðuðu sér í kring um Ijósmeyna, sumir settust á höfuð henni, aðrir tiltu sér á axlir hennar og varð hún næstum því alþakin af þeim, og sýndist þá eins og hún hefði sveipað um sig silfur og gullbúnum hjúp, sem birta stafaði af í allar áttir. Svifu þeir svo allir í loft upp með sínum unaðsfulla söng og dreifðu sér út um geiminn með sinni geislandi birtu, sem lýsti alt, bæði nær og fjær. “Hvar hefir þú geymt þessa fugla, Ljósmær?” segir Skuggabaldur. “peir væru fallegri, ef þeir væru ekki svona b.jartir.” “Eg hefi geymt þá í huganum”, segir Ljós- mærin. “pegar eg var ósköp lítil, þá gaf mamma mér alla smáu brauðmolana sem til féllu og eg gaf litlu fuglunum þá í vetrarhörkunum, þegar þeir gátu ekkert fundið til að tína í sig úr frostn- um snjónum. Eg elska þá, og þess vegna koma þeir tii mín, þegar eg kalla á þá og hugsa hlýtt til þeirra. Næst ætla eg að sýna þér dálítið af gull- unum mínum. Sérðu hópinn af fólkinu, sem fylg- ir þessum tveimur mönnum eftir, sem koma þarna eftir veginum og hafa fanga á milli sín,'sem þeir eru að fara með í tukthúsið. Hann hefir verið kærður fyrir illvirki, en er saklaus, og nú ætla eg að opna augu þeirra svo þeir sjái það og gefi honum frelsi. Eg ætla að senda til þeirra eitt af gulluum mínum.” Tók hún þá úr barmi sér ofur lítinn hvítan hnoða og rakti hann niður til hálfs og blés svo undir flækjuna. pyrlaðist hún þá í loft upp og breyttist í eins marga ljósgeisla eins og fólkið var margt og stefndi ein ljósrák að hverjum manni. En út frá því sem eftir var af hvíta hnoðanum í hendi hennar myndaðist svo fagur og marglitur friðarbogi að allur manngrúinn stanzaði til þess að horfa á hann og dáðst að honum. Altaf smá tognaði úr honum, þar til hann náði til fangans. Kom þá ástaguðinn dansandi eftir friðarboganum og leysti böndin af fanganum svo hann stóð frjáls og óhindraður. Hrópuðu þá allir í einu hljóði: “Já, sannarlega er hann saklaus, látið hann fara í friði. Guð hefir sent þetta teikn.” Breyttist þá alt í einn stóran sólskinsblett og fanginn gekk leiðar sinnar, sem frjáls maður, en ekki sem fóm- arlamb fyrir annara gjörðir. Sneri þá Skuggabaldur sér snögglega undan og kallaði birstur til Ljósmærinnar: “Farðu frá mér með alt þetta sólskin, eg get ekki opnað augun fyrir birtu.” En Ljósmærin talaði blíðlega til hans og sagð- ist skyldu kenna honum að horfa í birtuna, ef hann aðeins vildi hlusta á hvað hún segði og ekki vera svona birstur: “Eg ætla að senda litla ástaguðinn minn”, sagði hún, “með smyrsli til að bera í augun á þér, svo dökka hulan hverfi frá þeim og þú getir horft í birtuna og séð hvað ólík við erum. Eg er altaf að reyna að hugsa og breyta rétt, en þú hefir gaman af að leika þér að því sem ljótt er. En mig langar til að þú verðir góður, og þá getum við bæði leikið okkur að fallegu gullunum mínum, því mér þykir vænt um þig og eg vil að þú verðir eins glaður og eg.” Og svo brosti hún blíðlega til hans 0g sendi honum ástaguðinn sinn, en hann veifaði hendinni á móti honum og sagðist ekki vilja hann strax til sín með smyrslin. Svo litli ástaguðinn hröklaðist til baka og hjúfraði sig undir vanga Ljósmærinnar. 8 ð L S K I N S “Jæja, góða nótt, Ljósmær,” kallaði Skugga- baldur í mildari róm. “Og komdu aftur annað kveld, þegar tunglið er farið að gefa sína daufu birtu. Máske eg reyni að læra eitthvað af kunn- áttu þinni, ef þú vilt sýna mér hana aftur.” Um leið og hann sagði þessj orð, hrökk eg upp af þessum hugleiðingum, og hvarf mér þá þessi undra sýn. Kæru litlu Sólskinsböm, reynið þið að vera eins góð og litla ljósmærin. Og gleymið því ekki að það eru líka til fullorðin böm, sem þið getið sýnt birtuna og sem em mikið óþroskaðri andlega heldur en sum ykkar eru, sem lesið litla Sólskins- blaðið. Sumir segja að ekki sé hægt að stjóma hugs- unum sínum, en það er af því að þeir hafa ekki fest hugann nógu mikið við það bjarta og vilja þess vegna ekki horfa í ljósið, fremur en Skugga- baldur. Eg vildi að eg gæti sent ykkur öllum Ijósmeyna, þegar þið eigið eitthvað bágt eða þeg- ar skuggamyndir slæðast inn í huga ykkar, þá mundi ætíð vera bjart þar. En munið það líka að Ljósmærin tilheyrir hvíta deplinum, en hann Skuggabaldur hinum svarta, sem eg sagði ykkur einu sinni frá. Við skulum því öll hjálpa til að útrýma svarta deplinum, svo alstaðar verði bjart, því nú er þörf á ljósi í heiminum. Yðar einlæg, Yndó. ___________________________ Lára pama situr litla Lára, leikur hún sér stundum ein; hún er tæpra tveggja ára, trítlar hún þó ekki sein inn í stofu eins og píla upp í legubekkinn fer. þreyttum sælt er þar að hvíla þegar augað syfjað er. Ekki er systir hennar heima: hún fór burt í skólann sinn, bað hún litlu Láru að geyma ljóta, gráa ketlinginn. litla. ______________________________ Svo kom einhver inn og skildi opnar dyr í hálfa gátt; ketlingurinn kátur vildi komast út og leika dátt. Hann var sloppinn. Litla Lára leitaði hans, en hvergi fann, þungur straumur tregatára títt af hennar augum rann. Djúpa sorg í sinni bar hún, sofnað hafði og kisu dreymt; broshýr aftur vöknuð var hún; vandræðunum hafði gleymt.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.