Alþýðublaðið - 15.07.1960, Page 13

Alþýðublaðið - 15.07.1960, Page 13
Þeir hlaupa uppi SKAFTAFELLI, 13. júlí. FYRIR nokkrum dögum gerði hér rigningu og urðu vatnavextir talsverðir af þeim sögum. Skemmdust vegir í sveitinni, svo að ófært varð sumsstaðar. Virkisá brauzt t. d. gegnum fyrirhleðsluvegg austan við brúna og skemmdi veginn. Þá skemmdist brúin yfir Kvíá, svo að hún er ekki öku- fær. Unnið er að lagfæringu á veginum við ‘Virkisá þessa dag ana, en í undirbúningi er að gera við brúna á Kvíá. SELVEIÐAR Á SKAFTA- FELLSFJÖRUM. Talsvert hefur veiðzt af sel hér á söndunum í sumar. Um 100 selir vefddust á Skaftafells fjöru og reytingur annars stað- ar. Er veiðin með betra móti í ár. Selurinn er aðallega veiddur þannig, að menn hlaupa hann uppi og rota Einnig er dálítið veitt í nætur í Skeiðarárósum. Gott verð er á selsskinnum, en þau eru það eina, sem hirt er af skepnunni DAUF HEYSKAPARTÍÐ. Þurrkar eru frekar daufir þessa dagana og gengur hey- skapur lítið. Annars er yfirleitt vel sprottið hér um slóðir. Vet- urinn var góður og vorið gott, svo að ekkert skortir nú nema góðan þurrk til að árið allt sé gott fyrir búskapinn. - R.S. Verzlunarmanna- samband Norður- landa á fundi ÞANN 5.—7. þessa mánaðar var haldinn fundur í Verzlunar- mannasambandi Norðurlanda. Slíkur fundur er h'aldinn árlega og var hann að þesu sinni hald- inn í Þrándheimi í Noregi. — Fundinn sóttu fulltrúar frá verzlunarmannasamböndum allra Norðurlandanna fimm. Það er í fyrsta skipti sem full trúar frá Landssambandi ísl. verzlunarmanna sitja slíkan fund, en LÍV gerðist aðili að samtökunum frá og með 1. jan- úar 1960. FuUtrúar LÍV á fundi'num voru þeir Sverrir Hermannsson formaður LÍV og Björn Þór- hallsson gjaldkeri þess. Höfuðverkefni fundarins var að ræða ástand og horfur í kaup og kjaramálum verzlunarfólks og félcigsmál tþess almennt. For- menn samtakanna í hverju landi. fluttu ýtarlegar skýrsilur, sem síðan voru ræddar og skipzt á skoðunum um hversu snúast skyldi vi'ð hinum ýmsu vandamálum. Þá var samstarf við aliþjóðasamtök launþega rætt, tryggingamál, fjárthagsmál o. fl. I verzlunarmannasamtökun- um á Norðurlöndum eru nú um 250 þúsund manns. Formaður Verzlunarmanna- sambands Norðurlanda er Alget Jönsson, form. sænsku verzl- unarmannasambandsins. Næsti fundur sambandsins verður haldinn í Sviþjóð í ág- ústmánuði 1961. Skógrækt ríkisins fær góbar gjafir í GÆRMORGUN gekk sendi herra Þjóðverja á íslandi, Dr. H. R. Hirsehfeld ásamt prófess- or dr. Herbert Hesmer frá skóg- ræktarháskólanum í Bonn á fund landbúnaðarráðherra Ing- ólfs Jónssonar og afhenti hon- um mikla bókagjöf og verkfæra gjöf til Skógræktar ríkisins. Enn fremur sagði' sendiherr- ann að vestuiþýzka lýðveldið vildi bjóða heim tveim íslenzk- um skógfræðingum síðar í sum- ar til að kynnast þýzkri skóg- rækt. Að auki mundi' hann af- henda innan skamms 10 þús- und marka gjöf til þess að gróð- ursetja skóg hér á landi. Ráðherrann þakkaði 'þessa ó- væntu gjöf með hlýjum orðum, og Gunnlaugur Briem ráðu- neytisstjóri og Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri þökkuðu ei'nnig fyrir og kváðust mundu gera sitt ýtrasta til að sú gjöf kæmi vel niður. Um hádegi hélt ráðherra boð fyrir sendiherrann og próf. Hes- mer í ráðheri-aibústaðnum í Tjarnargötu. Gufubaö og hest- feröir FYRIR tæpu ári tóku tveir ungi rmenn, þeir Óli J. Ólason og Sverrir Þor- steinsson, við rekstri Skíðaskálans í Hveradöl- um. En skálinn er eign Skíðafélags Reykjavíkur. Á þessum tíma, sem þeir félagarnir hafa rekið Skíðaskálann, hafa þeir gert á honum töluverðar breytingar. Sett befur ver ið þar upp gufuhað fyrir gesti og ný húsgögn í gisti herbergi, sem eru bæði smekkleg ogþægileg. f skál anum eru alls ellefu gisti- herbergi, eru átta þeirra með tveim rúmum, en hin eru ætluð fyrir stærri hópa. Sitthvað fleira hafa þeir félagar í huga tað fram- kvæma gestum sínum til þæginda og skemmtunar. Nú í sumar er ráðgert að fara í hestaferðir frá Skíða skálanum, og ríða þar um nágrennið. Ferðir þessar verða farnar einu sinni í viku til að byrja með og verður sú fyrsta nk. fimmtudag. Fararstjóri verður Kristján Jónsson úr Hveragerði. Þessar ferð ir verða ekki eingöngu fyr ir gesti Skíðaskálans, held ur getur hver sem er tekið þátt í þeim, aðeins þarf að hringja í skálann daginn áður og tilkynna þátttöku. Reiðfólki mun séð fyrir nestispökkum í Skíðaskál- anum. Farið verður í nm fjögurra stunda ferðalög, sem mun vera hæfilegur tími fyrir þá, sem óvanir eru hestum. Umhverfi Skíðaskálans er viða fal- legt og séreknnilegt. Á- kveðið er að fara fyrstu reiðtúrana lað Hengli og í Marardal, en í hann er að- eins ha^gt að komast á einum stað, um mjótt stigi, eru margir slíkir stað ir þama í nágrenninu, sem skemmtilegt er að ferðast um. Er ekki að efa að ferðalög sem þessi verða eftirsótt af þeim, sem vilja eiga skemmtilega helgi á fallegum stað. Myndin er af þeim félögum fyrir utan skálann, t. v. Óli J. Ólason og Sverrir Þorsteinsson. Ferðamála- sérfræðingur í heimsókn FERÐAMÁLAFKLAG Rcykja- víkur hefur fengið hingað til lands franskan sérfræðing í ferðamálum til þess að gera at- huganir og tillögur um ýmis- legt, sem pð þessum málum lýt ur. Heitir hann Georges Lebr- ec og kom hingað til lands |,is 4. þ. m. ásamt konu sinni. Mun hann dveljast hérlendis til 29. þ. m. Georges Lebrec hefur ferðazt nokkuð um landið síðan hann kom og mun fara norður í land á næstunni, Áður en hann fer af landi burt mun hann skýra fréttamönnum frá niðurstöðum sínum. Lebrec hefur starfað að ferðamálum í ýmsum löndum, t. d. dvaldist hann 5 mánuði í Nespal í boði ríkisstjómar landsins við athuganir á ferða- málum. Franski sendiherriann á ís- landi, Brionval, hafði milli- göngu um heimsókn Lebrec. — Þakkar Ferðamálafélagið hon- um, flugfélögunum og öðrum aðilum, sem gerðu heimsókn sérfræðingsins mÖgulega, og tel ur, að ábendingar hans geti orð iS mikilsverðar á sínum tíma. Formaður Ferðamálafélags Reykjavíkur er Gísli Sigur- björnsson, forstjóri. Húsmæðrafutidir samvinnumanna í ÞESSARI viku leggja þær Olga Ágústsdóttir, húsmæðra- fulltrúi SÍS, og Guðbjörg G. Kolka, húsmæðrakennari, í fræðsluför um landið norðan- og vestanvert á vegum Hús- mæðrafræðslu SÍS. Munu þær halda fundi með húsmæðrum á vegum kaupfélaganna við Skagafjörð, Húnaflóa, á Strönd um og á Vestfjörðum. Á fundunum verður einkum fjallað um hraðfrysti'ngu mat- væla. Fram hafa komið óskir um, að þetta efni yrði tekið til meðferðar, bæði frá húsimæðr- um og frystihússtjórum. Sýnd verður litkvikmynd um hraðfrystingu og samvinnukvik myndin „Landið í norðri“ en er ein sú fegursta, er samvinnu menn hafa gert. Er hún í li'tum og með íslenzku tali. Á fundunum verður dreift bæklingi, er inniheldur leiðbein i'ngar um hraðfrystingu mat- væla. Einnig verða fOjutt stutt ávörp og konunum að siðustu boðið til kaffidrykkju. Þegar hafa verið haldnir þrír fundir með iþessu sniði á Höfni í Hornafirði, og vöktu þeir al- menna ánœgju meðal bús- mæðra á staðnum. WASHINGTON, 13. júlí. 68.589.000 Bandaríkjamenn höfðu vinnu ( júní — og er það nýtt met og nærri 1.400.000 hærri tala en í maí. Richard Beck skreppur til Noregs PRÓFESSOR Richard Beck, sem verið hefur á ferðaLagi norð ur í landi og f arið út í Grimsey, er nýkominn til borgarinnar. Hann flutti ræður á ýmsum samkomum norðanlands, meðal annars á 30 ára afmjæMssam- komu Skógraéktarfélags Eyfirð- inga, sem haldin var í Vagíla- skógi, og við guðsþjónustu í Matthíasarkirkju á Akureyrí. Dr. Beck fer til Noregs á laug- ardaginn, en kemur hingað aft- ur þ. 27. og mun þá ferðast víða um landið, svo sem í átthaga sína á Austurlandi, áður en hann hverfur vestur um haf í fyrstu vi'ku £ september. Alþýðublaðið — 15. júlí 1960 |_3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.