Alþýðublaðið - 15.07.1960, Síða 14
ÍBH sigrar Reyni
Framhald af 11. síðu.
fyrir innan hana. Þetta olli hins
vegar lei'ðindatöfum og leik-
stöðvun hvað eftir annað, með
an verið var að „ihreinsa frá“
og þurfti lögreglan að koma
tii skjalanna.
FYRRI HÁLFLEIKUR 1:0
Reynir byrjar með aðeins 9
menn, en brátt koma þó þeir
tsreir, sem á vantaði' fulla tölu,
eða eftir um 3 mínútur. Fyrstu
mín. leiksins sækja Hafnfirð-
iugar fast á, en ekki tekst þeim
þó að koma neinu skoti' á mark,
sem að kvæði. Það var ekki
fyrr en á 28. mín. ieiksins að
fyrsta markið kom, eftir all-
laglegan samleik, þeirra Ás-
geirs miðherja og Garðars h.
útiherja, sem síðan sendi fyrir
markið, en Bergþór skoraði.
Rúmum 10 mínútum síðar er
Gunnlaugur h. innherji Reynis
í góðu færi til að jafna, en
skaut yfi'r. Síðustu 5 mínútur
h.ilfleiksins voru mest spenn-
andi í leiknum. Þá skiptast
bæði liðin á hörðum sóknarlot
um. Magnús bakvörður Reynis
bjargar tvívegi's á línu. Mark-
vörður Reynis missir knöttinn
frá sér ,en Eiríkur miðfram-
vörður bjargar aftur á línu. Þá
eiga Reynismenn tvívegis góð
færi. V. innlherjinn skýtur fram
hjá og miðherjinn skýtur y-fir
ökömmu síðar úr góðri send-
ingu Gunnlaugs. Hálfleiknum
lýkur með einu marki gegn
'engu fyrir IBH.
SÍÐARI HÁLFLEIKUR 2:0.
Á 23. mínútu kom fyrsta
matktæki’færi hálfieiksins, fram
að þeim tíma hafði verið þæft
irnest um .miðbik vallarins. Það
var Bergþór, sem þá var í
dauðafæri við markið opið, en
skaut yfir. Spyrnti undir knött
inn svo hann flaug 'hátt í loft
íþróttir — 2
upp. Fjórum mínútum síðar
tókst honum hins vegar betur,
er Ragnar óð fram með knött-
inn og út að endamörkum og
sendi' hann vel fyrir til Berg-
þórs sem potaði honum rétt lag
lega inn. Nokkrum mínútum
síðar áttu Reynismenn gott
tækifæri til að minnka bilið
að no'kkru, en v. innherjinn mis
notað aðstöðuna og skaut fram
hjá. Loks á 35. mínútu bæta
Hafnfirðingar þriðja markinu
við. Var það Henning v. inn-
herji, sem undirbjó það mark
með mjög góðumeinleik upp að
endamörkum og síðan skoti fyr
ir, þar var þá Bergþór staðsett
Uir og rak tána í 'knötti'n og skor
aði, eftir að markvörður hafði
haft hendur á honum en misst
hann frá sér.
Leikurinn í heild var stór-
skorinn á köflum', gætti þar oft
ar mei'ri krafta en fyrirhyggju
í spyrnum og viðbrögðum.
Mátti þar sjá margt „tungskot-
ið“ og stórsendingar, sem að
öUum jafnaði höfnuðu hjá vörn
um beggja aðila. Við og við brá
þó fyrir snöggum og stuttum
samlei'k, meira þó hjá Hafnfirð
ingum. En beztu menn í þeirra
liði voru m. a. Ásgeir Þorsteins
son, Ragnar Jónsson og Henn-
ing. í liði Reyni's vakti sérstaka
athygii markvörðurinn, Gott-
skálk Ólafsson, sem þrátt fyrir
mörkin, sýndi oft ágætan leik-
og gott auga fyri'r réttum stað
setningum, en hann og Eirik-
ur miðframvörður voru beztu
menn varnarinnar. I framlín-
unni var Gunnlaugur Gunn-
laugsson h. innherji og mið-
herjinn Hörður Jóhannsson
beztu lei'kmennirnir. En yfir-
leitt var það áberandi hversu
leikmenn beggja voru oft ó-
öruggir að spyrna til knattar-
ins og með þeim afiei'ðingum að
knötturinn þaut útundan sé!r
eins og rammfælinn Mi og oft
I öfuga átt við það, sem ti'l var
ætlast. Þetta m. a. torveldaði
oft tilraunir til 'samleiks,
enda gekk leikurinn mik-
ið fyrir sig með hörkuhlaupum
og háloftaspyrnum. En þetta
stendur vonandi allt til bóta,
hér var á báða bóga um röska
pi'lta að ræða, sem sýnilega
skorti efcki áhugann.
E. B.
Olíubinding
Framhald af 4. síðu.
in á framanskráðri aðferð,
sökum þess 1) að hún er mjög
einföld í útfærslu, 2) að hún
byggist á notkun amina-efna,
sem bæta viðloðunareiginleika
bindiefnanna við steinefni'n,
en skortur á viðloðun hefur
fremur öUu öðru spiht malkik
uðum vegum hér á landi, og
3) að hún byggir á notkun leir
snauðra o.faníburðarefna, en
einmitt leirskorturinn er ein-
kennandi fyrir ísl. ofaníburð.
Af þessu má sjá, að líkur
eru til þess að aðferðin, sem-
greint hefur verið frá, henti
vel íslenzkum aðstæðum, og
væri því eðlilegt, að hafizt
væri handa með raunhæfar
prófanir á því hið 'a'llra
fyrsta.
Eiginmaður minn
JÓN B. VALFELLS, kaupmaður
landaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkurbæjar, þriðj.udaginn 11. þ. m.
Svava Valfells.
Frá SÞ
Framhald af 2. síðu.
Committee, hafa fíefið Hjálp-
arstofnun SÞ fyrir Balestínu-
flóttamenn 25 000 barnablæðn
aði' með tilheyrandi hlutum.
Síðasta sendingin kom til Bei-
rut ekki alls fyri rlöngu. í
hverjum barnaklæðnaði eru
teppi, handklæði, 6 pör af
smáfoarnafötum, sápustykki' og
4bleyjur. Frá þessum sömu
samtökum hefur Hjálparstofn
unin hefur árlega þörf á 30000
kílógrömmum af klæðnaði og
15 000 nýjum skólafoúningum
síðan árið 1956. Hjálparstofn-
unin hefu rárlega þörf á 30000
smáfoarnaklæðum, og útgjöld-
in fyrir þei'm getur hún ekki
greitt úr þeim sjóðum, sem
hún hefur til umráða.
Banna Njarð-
víkingar
Framhald af 11. síðu.
urgjalds leyft Keflvíkingum af-
not af grasvelli sínum. Hefur
jafnan hingað til farið mjög vel
á með þessum nágrönnum og
íþróttasamiskipti þessi verið báð
um til miki'ls hagræðis.
En nú bregð.ur svo við allt í
einu að Njarðvíkingar meina
Keflvíkingum öll afnot grasvall
ar síns. Verði' fast við þetta
haldið af Njarðvíkinga hálfu er,
ekki um annað að ræða en láta
I. deildar leikina, sem leika á í
Keflavík, fara fram á malarvell
inum þar.
Á sunnudaginn kemur reyni'r
á það hversu fast Njarðvíkingar
halda við bannið um að leyfa
ekki Keflvíkingum afnot vallar
síns. En iþann dag fer fram
seinni leikur ÍBA og ÍÐK í I.
dei'ldinni.
Kennedy
Framhald af 4. síðn.
„Forseti Bandaríkjanna er
ekki einungi's maðurinn sjálf-
ur, heldur einnig þeir, sem á
bak við hann standa. Þeir, sem
standa bak við Kennedy, eru
færi'r menn og gáfaðir. En
Kennedy er auðsjáanlega mik
ill foringi, og það kæmi mér
ekki á óvart þótt hann reynd-
ist sá maður, sem Bandaríkin
og heimurinn allur þarfnast.“
_____________ H.Ó.
Hilmar 10,4
Frh. af 11. síðu.
Karl Hóhn, ÍR 3,20
Brynjar Jensson, HSH keppti
sem gestur og stökk 3,60
Kringlukast:
Hallgrímur Jónsson, Á 48,43
Þorsteinn Löve, ÍR 46,73
Friðrik Guðmundsson, KR 46,55
Bogi Sigurðsson, Á 41,41
Sleggjukast:
Friðrik Guðmundsson, KR 50,41
Þórður B. Sigurðsson, KR 49,73
Gunnlaugur Ingason, Á 41,62
Jón Ö. Þormóðsson, ÍR 37,32
Slysavarffstofan
er opin allan sólarhringhm.
Læknavörður fyrir vitjanir
er á sama stað kl. 18—8. Síml
15030.
o-----------------------s
Gengin. Kaupgengl.
1 sterlingspimd .... 106,65
1 Bandaríkjadollar .. 38,00
1 Kanadadollar .... 39,93
100 danskar kr......551,40
100 norskar kr...... 532,80
100 sænskar kr...... 734,70
100 vestur-þýzk mörk 911,25
o ■ o
Ríkisskip.
Hekla fer frá
Gautaborg í kvöld
til Kristiansand.
Esja kom til R.-
víkur í morgun
að austan úr
hringferð. Herðubreið fer frá
Rvík á morgun vestur um
land í hringferð. Skjaldbreið
er á Vestfjörðum. Herjólfur
fer frá Hornafirði í dag til
Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er Archangelsk.
Arnarfell átti að fara 11. þ.
m. frá Archangelsk til Swan-
sea. Jökulfell er væntanlegt
til Hull í dag, fer þaðan til
Rvíkur. Dísarfell er í Dublin,
fer þaðan til Cork og Esbjerg.
Litlafell er í olíuflutningum í
Faxaflóa. Helgafel er í Lenin
grad. Hamrafell kom til Hafn
arfjarðar um hádegi í dag.
Jöklar.
Langjökull er í Rvík. Vatna
jökull er í Hafnarfirði.
Hafskip.
Laxá er á Akureyri.
Eimskip.
Dettifoss fer frá Akranesi
á morgun til Liverpool, Grims
by, Gautaborgar og Gdynia.
Fjallfoss kom til Rvíkur 13/7
frá Hull. Goðafoss fór frá
Hamborg í gær til Antwerp-
en, Gransk og Rvíkur. Gull-
foss kom til Rvíkur í gær frá
Khöfn og Leith. Lagarfoss fór
frá Akranesi 10/7 til New
York. Reykjafoss fór frá Im-
mingham í gær til Kalmar,
Ábo, Ventspils, Hamina, Len-
ingrad og Riga. Selfoss kom
til Rvíkur 9/7 frá New York.
Tröllafoss fór frá Rvík í gær-
kvöldi til Keflavíkur. Tungu-
foss er í Reykjavík.
Styrktarfélag vangefinna: —
Minningarspjöld félagsins
fást á eftirtöldum stöðum
í Reykjavík; Bókabúð Æsk-
unnar, Bókabúð Braga Bryn
jólfssonar, Bókaverzlun
Snæbjörns Jónssonar, Verzl
uninni Laugavegi 8, Sölu-
turninum við Hagamel og
Söluturninum í Austurveri.
Verndið dýr
gegn meiðslum og dauða
með því að hirða vel um girð
ingar og skilja eigi vírspotta
eða vírflækjur eftir á víða-
vangi. — Samband Dýra-
verndunarfélags íslands.
Kttx-m,
Flugfélag
íslands.
Millilandaflug:
Gullfaxi fór til
:£Si j| Glasgow og K,-
hafnar kl. 8 í
f morgun, væntan
Sk ^ | legur aftur til
I Rvíkur kl. 22.30
kvöld. Flugvél
: in fer tii Osló,
' Khafnar og Ham
borgar kl. 10 í fyrramálið.
Millilandaflugvélin Hrímfaxi
er væntanleg frá London kl.
14 í dag. Flugvélin fer til Glas
gow og Khafnar kl. 8 í fyrra-
málið. Innanlandsflug: í dag
er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (3 ferðir), Egilsstaða,
Fagurhólsmýrar, Flateyrar,
Hólmavíkur, Hornafjarðar,
ísafjarðar, Kirkjubæjarklaust
urs, Vestmannaeyja (2 ferð-
ir) og Þingeyrar. Á morgun
er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (2 ferðir), Egilsstaða,
Húsavíkur, ísafjarðar, Sauð-
árkróks, Skógasands og Vest-
mannaeyja (2 ferðir).
Loftleiðir.
Edda er væntanleg föstu-
dagsmorgun kl. 3.30 frá New
York. Fer til Osló, Gautaborg
ar, Khafnar og Hamfoorgar kl.
5. Er væntanleg aftur kl. 19
frá Hamlborg, Khöfn og Osíó.
Fer til New York kl. 20.30.
Minningarkort
kirkjubyggingarsjóðs Lang
holtssóknar fást á eftirtöld-
um stöðum: Verzl. Anna
Gunnlaugsson, Laugavegi 37.
Langholtsvegi 20. Sólheimum
17 Vöggustofunni Hlíðar-
enda. Bókabúð KRON, Banka
stræti.
Samúðarspjöld Minningar-
sjóðs Sigurðar Eiríkssonar
og Bryndísarminning eru af
greidd í Bókabúð Æskunn-
ar.
Tilkynning frá Tæknibóka-
safni IMSÍ. — Yfir sumar-
mánuðina frá 1. júní til 1.
sept. verður útlánstími og
lesstofa safnsins opin frá kl.
1-7 e. h. alla virka daga
nema laugardaga kl. 1-3 e.h.
Silungsveiðimenn,
kastið ekki girni á víða-
vang. Það getur skaðað bú-
smala. — Samband Dýra-
verndunarfélags íslands.
Frá Mæðrastyrksnefnd.
Skrifstofa nefndarinnar er
flutt á Njálsgötu 3 Sími
14349.
Útvarp.
13.25 Tónleikar. 20.30 Ferða-
þankar I: Úr austurvegi (dr.
Páll ísólfsson). 20.55 Frá tón
leikum rússneska fiðluleikar
ans Olgu Parkhomenko í Rvk
sl. vetur. 21.30 Útvarpsagan:
„Djákninn í Sandey.“ 22.10
Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði
menn“, sögulok. 22.35 í létt-
um tón.
LAUSN HEILARRJÓTS:
Leynilögreglumaðurinn opn
aði gluggann til að horfa út.
Til þess að fremja sjálfs-
morð, þá hefði heldsalinn
sjálfur þurft að opna hann.
3,4.. 15, júlí 1960 — Alþýðublaðið