Lögberg


Lögberg - 22.03.1917, Qupperneq 2

Lögberg - 22.03.1917, Qupperneq 2
 LÖGBERíí, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1917 V estur- Islend mgar. íslenzka þjóðin er ekki stór og þó minni fyrir það, að hún veit naumast sjálf hve stór hún er. pað skiftir t. d. ekki litlu máli, hvort íslendingar eru taldir 90,000 eða 120,000, en það fer eftir því, hvað menn skilja við orðið islendingur. Hingað til munu flestir hafa haldið, að islendingur væri hver sá maður, sem af íslenzku bergi er brotinn og talar íslenzka tungu. peir hafa haldið, að íslendingur táknaði þjóðemið, eins og Dani, Norðmaður, Svíi, Eng- lendingur o. s. frv., en það ekki, hvar maðurinn byggi eða hvers ríkis borgari hann væri. Eg hefi aldrei heyrt bomar brigður á það, að t. d. Jón Eiríksson, Jón Sigfússon, Konráð Gíslason, Finnur Jónsson, Guðbrandur Vigfússon, Eirík- ur Magnússon og fjölmargir aðrir, sem dvalið hafa mikinn hluta æfi sinnar í öðmm löndum, væru íslendingar, og aldrei hefi eg heyrt neinn neita því um landa vora í Vesturheimi fyr en Magnús Jónsson prestur á ísafirði gerir það í riti sínu: Vestan um haf. Smávegis um Ame- ríku og Landa vestra. Rvík 1916. Hann segir þar, bls. 28—29: “Vestur-íslendingar er rang- nefni vegna þess, að þeir eru í rauninni alls engir íslendingar lengur. Eg á þar ekki svo mjög við það, að þorri þeirra Alur hefir yfir- gefið fsland fyrir fult og alt og gjörst borgarar annara ríkja, þó að það eitt væri ærið nóg til þess að fyrirgjöra réttindum til nafnsins, því að “íslendings”-heitið er þó dregið af nafninu “fsland”, heldur á eg við hitt miklu fremur, að fslendings-einkennin eru að mestu horfin frá þeim flestum. Jafnvel þeir, sem fluzt hafa vestur uppkomnir, eru breyttir, eru orðnir að annari þjóð. pað finnur bezt hver sá, sem að heiman kemur”. Og á bls. 57 segir hann enn- fremur: “Og ætti mönnum nú að verða það ljóst, að það er ekki nema fum og fimbulfamb, þegar talað er um “þjóðarbrotin íslenzku, vest- an hafs og austan”. pví að það er ekki til nema ein íslenzk þjóð, og hún á heima á fslandi”. Eg hefi síðastliðið sumar átt því láni að fagna að fara um flestallar bygðir íslendinga í Vesturheimi hérna megin Klettafjalla, flytja fyrir þeim erindi um viðhald íslenzks þjóðemis í Vesturheimi, tala við þá og kynnast þeim, þó á ferð og flugi væri, og þegar eg hugsa um fólk- ið sem eg kyntist þannig og svo les þennan dóm Magnúsar prests, þá veit eg naumast hvort eg á að hlæja eða reiðast, svo mikil og ósanngjöm fjarstæða virðist mér hann vera. Á hverju þekkjum vér þjóðemin að? Fyrst og fremst á því, að menn af sama þjóðemi geta talað móðurmál sitt hver við annan, eiga sam- eiginlega ætt og sögu, sameiginlegar bókmentir, sameiginlegan menningararf, cg skilja því hver annan greiðlegar og betur en menn af óskildum þjóðemum. En að þetta eigi alt við um “þjóð- arbrotin íslenzku, vestan hafs og austan”, því getur enginn neitað með sanni. pað er ekki nema eðlilegt, að flokkur manna sem flytur í aðra heimsálfu, sezt þar að meðal annarar þjóðar, stundar nýj .r atvinnugreinir og lærir nýtt mál, sem beita verður undir eins og kemur út fyrir vébönd heimilisins, fái að nokkru leyti nýtt snið á sig, nýtt fas, nýjar venjur og í sumum efnum nýjan hugsunarhátt. petta er alt einskonar hamur, sem skapast ó- sjálfrátt af samlífinu við umheiminn. Og í þessum ósjálfráða ham kemur í rauninni lítið fram af frumlegu eðli mannsins: "Því siðir og hugsanir dagsms í dag þar drotna ineð óskoruð völd. Sem friunbygðin sprettur upp fortíðarlaus og fóstruð af samtíðaröld. Og framförin mikla og menningin hér við minningar ei befir töf. Ef endistti að plægja, þú akurland fær; er uppgefst þú: nafnlausa gröf.” Meðan landnemamir eru að krafsa í bakk- ann upp á líf og dauða og reyna að koma fótun- um undir sig á hinni nýju strönd, hafa þeir lítinn tíma til að hugsa um ytra borð daglega lífsins og að sníða það eftir andlegum vexti sínum. peir fara að eins og maður sem vantar fötin utan á sig, en hefir hvorki tíma né fé til að fara til skraddara sem saumar eftir máli: Hann tekur fötin tilbúin í næstu búðinni. Og ekki er þao nein furða, þó smáblettir komi á tunguna í öllu þessu volki. pað er erfitt fyrir mann sem kemur mállaus í nýja heimsálfu að læra útlenda málið á skotspónum, og það er ekki nema mannlegur breyskleiki, að hann verði dálítið upp með sér, þegar hann fer að geta fleytt sér í málinu, og verði þá stundum á að sletta þeim orðum sem eru hcnum lykillinn að samvinnu við þarlenda menn. Og jafn-skiljan- legt er hitt, að slíkar breyskleikasyndir geti óðar en varir orðið að vana sem erfitt er að leggja niður í snatri. Sé nú litð á Vestur-íslendinga, þá má ef- laust benda á ýmislegt smávegis í fari þeirra, sem af þessum rótum er runnið. Séra Magnús Jónsson bendir t. d. á, að þeir fari öðruvísi að því að trúlofa sig en vér hér heima, líkklæðin séu og önnur, áhuginn á kappleikjum annar, samkvæmissiðir breyttir — sérstaklega frá- breyttir — og kaffið vont (eg fékk þar víða ágætt kaffi). En sé þjóðemið fólgið í slikum og þvílíkum smámunum, þá hafa íslendingar eflaust oft skift um þjóðemi síðan þeir settust að á íslandi. Ekki get eg heldur séð vott um nýtt þjóðerni í því, þótt sumir Vestur-fslendingar líti ekki eins björtum augum á ættland sitt, er þeir yfir- gáfu fyrir mörgum áratugum, og vér gerum nú, sem fylgst höfum með framförum síðustu ára. Og ekki vil eg dæma þá af þjóðeminu fyrir það, þótt þeir séu orðnir vinnusamir, hag- sýnir og alvörugefnir, eða þá kominn í þá “vindur” sá er Magnús prestur talar um. Lund og skoðanir einstaklinga og heilla þjóða breyt- ist oft á ýmsan veg á skömmum tíma, án þess að nokkmm detti í hug að telja það þjóðemis- missi. Um íslenzkuna vestan hafs segir séra Magnús meðal annars: “fslenzkan vestra er að sönnu slettótt, en þó hika eg ekki við að halda því fram, að hún sé eftir atvikum furðu góð í sveitunum” (bls. 69). Og er hann hefir gert grein fyrir örðugleikun- um á að viðhalda íslenzkunni, segir hann: “pað er nú engin von að íslenzkt mál geti verið hreint undir þessum kringumstæðum, og tel eg því miklu furðulegra, hve mikið er eftir af ís- lenzku, jafnvel hjá yngri k/nslóðinni. Allir tala þar þó íslenzkuna viðstö'iulaust. og flestir með nokkumveginn íslenzkum hreim” (bls. 61). petta kemur alveg heim við mína reynslu. Meðan eg var á ferð um íslendingabygðir, tal- aði eg aldrei annað en íslenzku við nokkum landa, né hann við mig, og mér fanst miklu meira til um það, hve gott'mál menn töluðu, heldur en enskuslettumar, sem langoftast era nöfn á einstökum hlutum, nöfn sem vel mætti takast að leggja niður á nokkrum árum, ef menn tækju sig til. Hvað vantar þá þetta fólk til að teljast ís- lendingar? Eg hefi ekki fundið það, og það er sannfæring mín, að væru allir Vestur-íslending- ar komnir heim til fslands og búnir að vera þar eitt misseri, þá yrði erfitt að greina allan þorra þeirra frá þeim sem aldrei hafa héðan farið að öðru en því, að þeir hefðu aðra lífs- reynslu, annan sjóndeildarhring og ef til vill nokkur merki þess að hafa lifað í öðra loftslagi. Er vér svo minnumst þess, að Vestur-íslending- ar hafa frá öndverðu lagt drjúgan skerf til ís- lenzkra bókmenta, fylgt með áhuga öllu sem gerðist hér heima og á ýmsan hátt, bæði í orði og verki, sýnt oss bróðurþel, þá er hart að deila um það vió nokkurn mann, hvort þeir eigi að teljast fslendingar eða ekki, Vestur-fslendingar eru ennþá lifandi kvist- ur á þjóðarmeið íslands, og þeir eru það oss sem heima búum að þakkarlausu, því að þeir hafa starfað að viðhaldi þjóðernis síns upp á eigin spýtur og enga teljandi hjálp til þess fengiö héðan að heiman. Jafrframt hafa þeir áunnið sér traust og virðingu þeirra þjóða sem þeir hafa átt saman við að sælda. f erindi því er eg flutti á 32 stöðum í íslendingabygðum í Vesturheimi hélt eg því fram, að Vestur-ís- lendingar ættu að reyna að viðhalda íslenzku þóðerni þar svo lengi sem unt væri og reyna að sýna fram á, hver hagur þeim gæti verið að því og hverjar leiðir væru helztar til þess. Og það er §annfæring mín, að sé rétt á haldið, að geti íslenzk tunga og þar með íslenzkt þjóð- erni haldist enn all-lengi í Vesturheimi, eink- um í sveitunum, þó engir teljandi fólksílutn- ingar verði héðan vestur um haf, sem eg ekki býst við. Og eg skal nú drepa á hitt, hvaða hagur oss íslendingum hér heima væri að því, að íslenzk tunga og þjóðemi héldist þar sem lengst. Fyrst er þá að líta á það að bókmentum vor- um er mikill styrkur að Vestur-fslendingum. peir leggja ekki að eins sinn .-kerf til íslenzkra bókmenta með því sem þeir ruu, heldur kaupa þeir og mikið íslenzkar bækur og auka þannig bókamarkað vom. en aðalatriðið virðist mér þó það, að Vestur-íslendingar eru í ýmsum efnum landnámsmenn fyrir bókmentir vorar og menningu. pað er svo um hverja þjóð, að stærð hennar annars vegar og náttúra landsins hins vegar veldur miklu um það, hvaða gáfur koma helzt í ljós hjá bömum hennar. pví að menn- imir skapa sjálfa sig á verkunum sem þeir vinna. En verkefnin koma að mestu utan að og verða mismunandi á ýmsum stöðum. pess vegna liggja oft þær gáfur í dái sem verkefnin kalla ekki á, og hjá fámennri þjóð eru þau fá- breyttari en með stórþjóðunum. Með land- námi í nýju landi fær þjóðin ný viðfangsefni, og við að fást við þau losna gáfur úr Iæðingi, sem áður gætti iítt eða ekki. Af landnámi sprettur ný menning, og þarf ekki að nefna fjarskyldara dæmi en bygging íslands. Menn- ing íslendinga varð önnur en Norðmanna, og væri gaman fyrir sagnfræðing að bollaleggja um það, hver áhrif það hefði haft á sögu Noregs, ef Norðmenn hefðu frá öndverðu tekið þá stefnu að færa sér sem bezt í nyt þær nýj- ungar sem íslenzk menning kom með. En lít- um heldur á þær nýjungar scm Vestur-íslend- ingar hafa auðgað oss með. Par verða fyrst bókmentir þeirra fyrir oss. peir hafa frá upphafi vega svarið sig í ættina með bókmenta- viðleitni sinni, og verður varla annað sagt, en að skerfur þeirra sé vonum meiri, þegar litið er á allar aðstæður. pví miður hafa bókmentir Vestur-fslendinga ekki verið rannsakaðar svo sem skyldi og sýnt fram á kosti þeirra og lesti og þar með hið nýja sem þær hafa til brunns að bera. pað væri allmikið verk og þyrfti að gerast sem fyrst. En hvemig sem dómurinn verður að öðru leyti og þótt margt verði vegið og léttvægt fundið, þá er enginn efi á því, að í tímaritum Vestur-íslendinga hafa birst marg- ar greinar sem áttu erindi hingað og vöktu til umhugsunar og að sum Ijóðskáldin og sögu- skáldin íslenzku vestan hafs hafa lagt ný óðul undir íslenzkuna. Guðm. Friðjónsson hefir fyrir löngu skilið þetta rétt og bent á það í grein sinni um Stephan G. Stephansson í Skími 1907 (bls 205). Hann segir: “Eg á við það, að þeir sem flutt hafa vestur hafa fengið nýjar hugmyndir í nýju veröldinni. Stephan G. Stephansson fer vestur um haf með mikinn„f jársjóð íslenzkrar og norrænnar tungu — sögu, skáldskapar og málfræði. pegar hann kemur vestur, leggur hann undir sig ný lönd: nýja náttúra, nýtt þjóðlíf, nýjar bókmentir. Hann er konungur yfir fjársjóðum tveggja þjóðanna. Ef Stephan hefði setið heima í dalnum sínum mundi hann hafa orðið skáld að vísu. En hann hefði áreið- anlega náð minni þroska. pá mundi hann aldrei kveoið hafa “Á ferð og flugi”, sem eitt sér. mundi gera hann ódauðlegan í landi bókmenta vorra þótt hann hefði ekkert k ðið annað, sem snild væri á. Kvæði hans standa reyndar á íslenzkum merg, mörg þeirra. Orðgnóttin' og málsnildin, sem leiftrar víðsvegar í sumum þeirra, er drukkin með móðurmjólkinni heima í dalnum, og náttúrulýsingarnar eru teknar úr heimahögunum öðru hverju. En fjöldi yrkis- efna er og vestrænnar ættar og kemur þar fram í því ljósi, sem Vesturheimsskin verpur á þau. Margt þessu líkt mætti og segja með sanni um annað skáld vestan hafs, þótt minna sé: Jó- hann Magnús Bjamason”. petta er ágætlega sagt og maklega. Aldrei hefi eg betur skilið hve mikið landnám Steph- ans er, en á ferðum mínum vestra, því að mér fanst nú íslenzkan eiga þetta alt saman: “Um sléttur og flóa ber eimlestin oss í áttina norðrinu mót. Á vinstri hliö silalegt aurana óö iö óslynga, skoluga Fljót. Sem lyfti ei fæti í foss eöa streng — því fjör. jafnvel straumanna, deyr, Aö vaga um aldur meö fangiö sitt fult af flatlendis svartasta leir.” Svo kom kvöldið: . “Eg stóö úti á pallinum v'agntengslin við, mig viöraöi í dragsúgnum einn. Og vélin spjó eisu viö andköfin djúp, sem iöaöi í loftinu og brann; En sléttan flaug blækyr og biksv'ört í kring sem barmalaust, öldulaust flóö. Sem glóöþrunginn Naglfari lestin var löng þann lognsæ af náttskuggum óð.” Eg gekk um skógarborgina: “Undir neistum glóöar-lampa Rafljósa, sem gljá og glampa Glærum, jökul-hvítu köldum”. Eg kom út í lundinn að húsabaki á bænda- garði úti í sveit: “Þar grásilfrað bæki frá riöaöri rót Sig reisti meö blaöa-hvolf vítt, Og mösur í ösktigrám, upphleyptum bol Með útskoriö laufadjásn nýtt, Og dimm-leggjuð eikartré dökkgrænu typt Og djúprætt, meö ára-tal hæst. En svo tóku kornekrur vorgrónar viö Um v'alllendur skrikaöar plóg.” Alstaðar var Stephan G. Stephansson mér andlega nálægur á ferðinni. Eg sá það alt með hans augum og óskaði mér ekki annara betri. Eg fann að eg var heima, í landnámi íslenzk- unnar. Og þegar eg ók um blómlegustu ís- lendingabygðirnar — En hlööumar dumbrauöu hilti yfir jörö Sem hraunborgir vítt úti um sveit, þá gladdist eg yfir því að sjá hvað íslenzkar hendur höfðu þar afrekað, en þó meira yfir hinu, að íslenzkt skáld hafði farið eldi orðspek- innar um Vesturheim og helgað oss landið. Stephan G. Stephansson er að vísu mesta skáld Vestur-ísle ídinga og sá sem menn þekkja bezt hér heima, en þeir eiga ýms önnur skáld sem ort hafa falleg og einkennileg kvæði. Og J. Magnús Bjamason er einkennilegt söguskáld og söguefni hans ný í bókmentum vorum. pað væri þarft verk að safna í eina heild og gefa út hið bezta sem skrifað hefir verið af íslending- um vestan hafs í bundnu máli og óbundnu. En varksvið andans er meira en skáldskap- ur. Landnámið getur ekki síður orðið í vísind- um, stjómmálum, fjármálum og verklegum framkvæmdum. Á öllum þeim sviðum starfa íslendingar nú í Vesturheimi og sýna vonandi betur og betur hvað þeir hafa þar til brunns að bera. Nokkri ’ íslendingar eru kennarar við háskólana. Eg veit um einn í íslenzku, annan í mælskufræði, þriðja í efnafræði og fjórða í stjömufræði. Bæði í prestastétt, læknastétt og lögfræðingastétt eru ýmsir mikilhæfir menn meðal íslendinga vestra. pá hafa þeir og tekið myndarlegan þátt í stjómmálum, og margir hafa renyst hygnir f jámiálamenn. Vestur- heimur er land þar sem hugvitið er í hávegum haft og borgar sig betur en víðast hvar eða al- staðar annarsstaðar, því að verkefnin eru þar stórfeld, en féð nóg til framkvæmda. Lítil tækifæri hygg eg að landi vor C. H. Thordarson í Chicago hefði fundið fyrir hugvit sitt hér heima, en í vesturheimi hefir þuð fengið byr undir vængina. En hvaó sem þessir menn eða afkomendur þeirra vinna sér til frægðar, þá fellur sú frægð á kynstofn þeirra meðan þeir af sjálfum sér og öðrum eru taldir íslendingar. peir eru full- trúar vorir í heilli heimsálfu og sýna þar hvað í oss býr. Og eins og eg tók fram í erindi mínu, finst mér það horfa beint við, að Vestur-íslend- ingar ættu í öllum efnum að vera milliliður milli íslenzkrar og amerískrar menningar, koma því sem vér eigum dýrmætast í íslenzkri menningu í álit og gengi meðal enskumælandi þjóða, og veita aftur hollum nýjungum úr enskri menning, andlegri og verklegri, inn i þjóðlíf vort. Hverjir ættu að koma því sem bezt er í íslenzkum bókmentum að fornu og nýju á enska tungu, að svo miklu leyti sem það er ógert enn, ef ekki einmitt þeir menn, sem tala og rita báðar tungumar eins og móðurmál sitt? pað eru synir Vestur-íslendinga, sem ættu að koma hingað heim, stunda norrænunám við háskólann okkar og leggja síðan undir sig alla norrænu- og íslenzku-kenslu við háskólana í Canada og Bandaríkjunum. peir stæðu í því efni öllum öðrum betur að vígi. Hvað eigum vér íslendingar hér heima þá að gera í þessu efni? Vér eigum fyrst og fremst að skilja það, að fjórðungur íslenzku þjóðarinnar býr í Vestur- heimi. Og vér eigum að sjá, að oss má ekki á sama standa, hvort sá hluti þjóðar vorrar hverf- ur innan skamms inn í þjóðahafið eða heldur áfram að bera ávöxt fyrir íslenzka menningu og frægð. Vér eigum að taka það til rækilegr- ar íhugunar, hvað vér getum gert til að styðja þá menn er berjast fyrir viðhaldi þjóðemis vors vestan hafs, og eg vona að oss skiljist þá, að vér gætum með litlum tilkostnaði greitt götu þeirra á ýmsan hátt. Fyrst og fremst með því að láta Vestur-fslendinga jafnan njóta sann- mælis, og henda ekki á lofti hvern skammsýnan hleypidóm í þeirra garð. En þar næst með því að koma á samvinnu milli íslendinga vestan hafs og austan, um þjóðemismalið. Með bein- um samgöngum milli íslands og Vesturheims ætti það að verða margfalt auðveldara en áður. pað mætti t. d. hugsa sér félag, er hefði sýna deild hvoru megin hafsins og starfaði að þessu. Gæti það gefið út tímarit sem flytti eingöngu það sem bezt væri ritað af íslendingum vestan hafs og aflað því útbreiðslu jafnt hér og þar. Héldi það á loft öllu því sem íslendingar gera sér til frægðar vestra. Vér gætum greitt götu vestur-íslenzkra nemenda við háskólann héma og sent frægustu menn vora einn og einn til að flytja erindi vestra um fsland, bókmentir þéss og sögu. Ungum íslenzkum malfræðingum — ef vér þá eignumst nóg af þeim — ætti að vera það gott að kenna um skeið við Jóns Bjaraason- ar skólann í Winnipeg. íslendingar austan hafs og vestan ættu að heimsækja hvorir aðra á víxl og æskulýðurinn að vestan að dvelja hér á sumrum upp til sveita. “Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið,” og eg efast ekki um, að slík samvinna gæti leitt margt gott af sér fyrir báða aðila. Allar spár um það, að íslenzkt þjóðemi hljóti að vera bráðfeigt í Vesturheimi, eru út í bláinn, og sízt sæmir oss hér heima að binda því helskó með slíkum hrakspám. En ekki komu Vestur-íslendingar mér svo fyrir sjónir sem þeir mundu alment fúsir að fylgja Skafn- örthngi fyrir Ættemisstapa. Guðm. Finnbogason. —Skímir. Þegar askan Iagöi Brú í eyöi, fanst mér fótunum kipt undan mér, og mér fanst eg hvergi eiga keima. Náttúruöflin voru mér ofurefli aö etja kappi viö. Þó elska eg ætíö land- ið. Hugsunin fól i sér söknuð; var manninum samsvarandi og samboðin. Hann unni öllu fremur Mettinum þar sem hann var fæddur og upp- alinn, blettinum sem forfcöur hans um fleiri mannsaldra höföu búiö á, og hann þá haföi bygt ýmsar æsku vonir á. Hann sá í bráöina engan blett, sem hann gæti fest yndi á, og honum fanst náttúruöflin hafa beitt sig yfirgangi, sem hann þó ekki kunni sig mann til aö etja kappi við. — Að hann elskaði landið, og var heitur fyrir því að þjóðarbrotiö hér megin hafs, gerði sitt ýtrasta til þess aö viö- halda tungunni og þjóðerninu, duld- ist engum sem við hann átti tal um þau efni. í þau 7 ár sem Björn sál. bjó í Raseau, mun hann lítið hafa aukiö efni sín, og voru til þess ýmsar ástæö- ur; þó einkum ill árferði, erfiöleikar sökum illra vega og langleiðir til kauptúna, svo erfitt var að koma bús- afurðum í verö. Heimilisrausn og gestrisni mikil og önnur hjálpsemi út á við meiri en alpient tíökast. Þó mun honum meö ráðdeild sinni og sl- vakandi starfsemi hafa tékist, — flestum fremur,—aö auka frekar en rýra bú sitt á þeim árum. Þegar hann áriö 1903 flutti hingað áasmt Haraldi syni sínum, var hann kominn á sjötugs aldur, og hafði þá Haraldur tekið við bústjórn allri, en þrátt fyrir það, gat aldrei að líta hann iðjulausan, og mun bú sonar hans lengi bera menjar stjórnsemi hans og reglusemi, þrifnaðar og hagsýni, samfara árv’ekni og stund- vísi til allra verka. ákki var það verk, sem Birni sál. óx í augum, hversu torvelt sem í byrjun sýndist aö koma því í fram- kvæmd; enda var uppáhalds máls- háttur hans: “Hálfnað er v'erk þá hafið er". — Væri betur að fleiri vildu gefa gaum aö þeim mikla sann- leik er felst í þessum fáu oröum. — Honum á eg aö þakka aö mér eru þau orðin ljós. Björn sál. var hár maöttr og herða- breiður, ennið hátt og brúna mikill. í augunum mátti lesa stillingu og rannsakandi hugsun og vortt þau oft drevmandi, en þó sem sæju þau lengra en alment gerist; þegar hann átti tal ttm áhugamál sín fjörguöust augun og var þá sem þau skiftu lit- utn. Hann var maður sérstaklega orö- var, en hreinn og beinn meö ákveön- ar skoðanir og varði þær vel og stillilega þegar því var aö skifta. Frjálslyndur var hann jafnt í verald- legum sem andlegum efnum, en þó trúmaður mikill. 1 samræöum var hann skemtinn og skýr og ktmni frá mörg-u að segja, þvi hann haföi lesiö mikið og var athugull, enda minniö sérstakt, eins og hjá mörgttm eldri íslendingum. Skilvís og hreinskiftinn var hann í öllum viðskiftum og skal í því efni bent á þaö, aö hann v'ar einn af þeim fáu, sem, þegar hann flutti frá Nýja íslandi borgaði stjórninni aö fullu lán það, er hann haföi af henni þeg>^> jafnvel {tó þá af litlu sem engu væri aö taka. Sem heimilisfaöir var hann fyrir- mynd. Þau hjón eignuðust 6 börn, hvar af 4 börn í æsku. Dóttur, Hróönýju aö nafni gifta Friðriki kaupm. Vatnsda! í Wadena mistu þau fyrir 11 árum, er þvi Haraldur einasta eftirlifandi barn þeirra. Að einkunnarorðum haföi Björn sál. valið sér þessi orö: “Þaö sem þér viljið að mennirnir geri yöur, þaö skuluö þér og þeim gera”, og hjá honum var þetta meira en orðin tóm, því allir sem til hans þektu munu v'era mér samdóma um það, aö vísvitandi gerði hann engum manni rangt, hvorki til orða eður verka. Björn sál. var jarðsunginn af séra Haraldi Sigmar, föstudaginn þann 2. marz að viðstöddum einhverjum þeim mesta mannfjölda, sem hér héf- ir verið saman kominn viö sltk tækifæri og má óefaö staöhæfa aö minning hans er í heiöri höfö og hans sárt saknað, ekki einasta af hinni aldurhnignu ekkju og syni þeirra, sem hér hafa átt á bak aö sjá ástríkum ektamaka og fööur, heldur einnig af öllum þeim, sem þektu hann. Blessuð sé minning hins framliðna. Æfiminning. Þann 25. febrúar síðastl. andaöist, —að heimili sonar stns og tengda- dóttur Mr. og Mrs. Haraldar B. Ein- arssonar hér aö Kristnesi, — bænda öldungttrinn Björn Einarsson eftir aðeins þriggja daga legu. Björn heitinn var fæddur á Brú á Jökuldal i Norður-Múlasýslu þann 18. desember 1842. Foreldrar hans v'ortt þau Einar Einarsson, Einarssonar bónda á Brú og Anna Stefánsdóttir frá Gilsárvöll- um í Borgarfirði í sömu sýslu; voru þau hjón talin í röö merkustu bænda jiar i bygö, og þó víðar væri fariö. Björn sál. ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann árið 1867 kvæntist og gekk aö eiga eftirlifandi konu sina Jóhönnu Jóhannesdóttur og byrjuöu þau þá þegar búskap á Brú. Bjuggu þau hjón þar farsælu og rausnarlegu búi, þartil um vorið 1875 aö askan féll og lagði þá jörö í eyöi, ásamt fleiri jöröum á Jökuldal; fluttu þau sig þá aö Fossi í Vopnafiröi, en bjuggu þar aðeins eitt ár. Árið 1876 fluttu þau hjón ásamt fjölda annara Vopnfiröinga hingað til Ameríku og settust aö t Nýja Is- landi, vestur af þar sem nú stendur Gimli bær. — Þar bjuggu þau hjón í 3)4 ár. — Þau ár sem líklega hafa i sér fólgnar þær mestu þrautir og hörmungar, sem landnámssaga Is- lendinga hér vestan hafs getur tilfært. Árið 1880 fluttu þau hjón sig ásamt fleiri íslendingum til Norður Dakota og námu land nálægt Mountain. Þar bjuggu þau í 16 ár, eða til 1896 aö þatt tóku sig enn upp og fluttu til Raseau í Minnesota og bjuggu þar þangaö til árið 1903 aö þau ásamt Haraldi syni sínum fluttu hingað i Foam Lake bygöina og tóku þeir feögar þá lönd þar sem nú er pósthúsið Kristnes. — Ef rekja skyldi til hlitar æfiferil og starfsemi þessa merka öldungs, sem nú er til grafar genginn, eftir mikið og trúlega unniö æfistarf, yröi þaö meira efni en timi og rúm nú leyfir; hér skulu jjví áðeins tilfærð einstök atriði, sem sérstaklega ein- kendu hann, störf hans og framkomu gagnvart einstaklingum og félags- heildinni. Þegar litiö er á ofantalda flutn- inga hans frá einum stað til annars, verður manni ósjálfrátt aö hugsa til hinna fornu víkinga, sem leituðu staö úr staö og land úr landi eftir frægð og frama; enda var hann og sannur víkingur til allra framkvæmda og gekk aldrei af hólmi þó hart blési á móti og erfiður væri róöur eöa ill- kleifa erfiöleika væri við aö stríöa. Það sem aðskildi hann frá forn- aldar víkingunum, v'ar þaö; að yfir- gang sýndi hann engum manni; því hann hataði allan yfirgang og alt ó- réttlæti, og vildi heldur líða órétt en gera hann öörum; enda er óhætt aö fullyrða, aö hvervetna er hann fór gat hann sér margra vina en óvina hvergi. Sem dæmi upp á einbeittni, starfs- þrek og þrautseigju Björns sál. skal þess getið, að á árunum 1878 til 1880 fór hann tvisv'ar fótgangandi frá Nýja Islandi til Norður Dakota í landaleit, og þegar hann flutti sig al- farinn frá Nýja íslandi til Dakota áriö 1880 fór hann einnig fótgang- andi alla léið og bar þá á bakinu litla eldstó meiri hluta leiðarinnar; — mun það hafa verið þyngsti hluti búslóð- ar hans er hann hvarf þaðan; — en auk þess þurfti hann að snúast við aö reka 7 eöa 8 nautgripi, sem þá var aleiga hans af lifandi peningi. Þegar Björn sál. kom til Dakota tók hann þar tvö lönd í byrjun, en seldi bráðlega annaö þeirra og hafði mjög lítið upp úr því, en með sinni stöku elju og atorku samfara hyggni og ráðdeild græddist honum brátt fé nokkurt og kom hann sér upp mynd- arlegu búi, þrátt fyrir ýmsa erfið- leika, sem á þeim árum voru sam- ferða nýbyggjara Iífinu og sem j^eir bezt þekkja, sem á ]>eim árum voru aö ,brjóta sér þar braut og hv'ergi verður betur lýst en séra Friðrik hefir gert í landnámsþætti Dakota bygöar í Almanaki O. S. Þorgeirs- sonar. í þau 16 ár, sem þau hjón bjuggu í Dakota má óefaö staðhæfa aö heim- ili þeirra var fyrirmynd aö gestrisni, reglusemi og snyrtilegri umgengni, enda voru j>au bæöi skemtin og skraf- hreifin við gesti og sérstaklega sam- hent til allrar starfsemi og þrifnaðar. Sem dæmi þess, hve Bjöm heitinn beitti sér fyrir því að koma áhuga- málum bygöarinnar til framkvæmda, skal }>ess getið, aö þegar byggja átti hina fyrstu kirkju aö Mountain, ætl- aði fyrirtæki þaö aö stranda á því aö efni í hana fékst ekki utan gegn peningaborgun eða tryggu veði; þá bjargaði hann því máli þannig viö, að hann ásamt öðrum bónda, Indriða Sigurðsyni, bauö fram land sitt til tryggingar efninu, og kom þannig því máli til fljótari framgangs en ella heföi oröiö, og sýnir þetta ljóslega að hann lét ekki eigin hagsmuni hamla sér frá að koma í framkvæmd málefnum sambygöarmanna sinna. Hann geröi þetta líka af fúsum vilja, (>ví hann áleit aö meö ]>essu legöi hann hornstein undir félagsskap þann, sem traustastur ætti aö vera í hverju bygðarlagi; félagsskap til guðsdýrkunar og góös siðferðis. Þegar Bjöm sál. árið 1896 flutti frá Dakota, þar sem hann þó var kominn í góö efni og leið vel, munu hafa verið þær ástæöur: I fyrsta lagi það, aö honum mun hafa fundist of þröngt um sig þar; þar sem hann þá haföi afhent tengda- syni sínum Fr. Vatnsdal hálfa land- eign sína til ábúðar, en í Raseau fékk hann rétt fyrir nýju heimilisréttar- landi. í öðru lagi sú, að hann vildi ekki slíta félagsskap viö ýmsa vini og vandamenn, sem til Roseau fýstu aÖ fara og nema þar lönd. í þriöja lagi hvötin til að sjá meira og ryöja sér nýja braut; því áfram Iengra, var hugurinn stöðugt. En svo var máske ein ástæöa enn, og hún var sú, aö hann virtist hvergi til lar.gframa una, eftir aö hann kom til þessa lands, og er mér nær að halda að hann hafi saknað stöðvanna heima á Fróni, þó hann þar um væri fá- orður, sem um annað. Ræö eg þetta * af fáum orðum sem fóru okkar á milli; þá er eg eitt sinn spuröi hann, hvers vegna hann heföi flutt hingað til Ameríku, þar sem hann þó heföi haft öll skilyrði til þess aö veröa stórbóndi á Islandi. Svaraði hann mér þá með þessum setninguni: Grímur Loxdal. 50 ára afmæli Canada. Norris stjórnarformaður bar fram tillögu í þinginu, studda af formanni andstæðinga um þaö aö hátíö yröi haldin hér L júlí til minningar um þaö aö þá eru liðin 50 ár frá þvi aö Canada varö ríki. Kaupmannahafnar Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsins bezta munntóbak. Munntóbak Búið tilúr Kin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.