Lögberg - 22.03.1917, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1917
f BTöqbciQ
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
utnbia Pre*s, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man*.
TALSIMI: CARRY 2156
V
SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor
J. J. VOPNI, Business Manaaer
Utanáskrift til blaðsins:
THE OOLllVJ3IA PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg,
. Utanáekrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS.
27
Stjórnarbyltingin á Rússlandi.
“og kongar aS sítSustu komast í mát
og keisarar náblæjum falda.”
borst. Erlendsson.
Allir muna eftir stjórnarbyltingunni miklu á
Frakklandi. Áhrif þeirrar byltingar urðu svo
mikil og yfirgripsvíð að engin þjóð í heimi hefir
farið varhluta af.
Síðan stríðið hófst fyrir hálfu þriðja ári hafa
engin tíðindi gerst, sem nokkuð kveður að, er
jafnist á við þá viðburði, sem skeðu á Rússlandi í
vikunni sem leið. s
Eitt allra stærsta og voldugasta heimsveldið
skelfur og nötrar frá rótum.
Einn alvaldasti maður jarðarinnar, sem stjóm-
að hefir stórum hluta alls heimsins og haldið í
jámgreipum sínum lífi og dauða svo margra
manna að hundruðum miljóna skifti, er rekinn af
stóli og sviftur öllum ráðum.
“Vilji hans var almátkur, orð hans lagaboð”,
mátti segja um þennan mann, en nú verður hann
sjálfur að beygja höfuð sitt í þögulu samþykki
eftir boðum annara og laga vilja sinn eftir þeirra.
Alþýðan, sem tæpast þorði að líta upp á hinn
volduga stjómanda, hefir nú risið upp og látið
hann hlýða boðum sínum.
pað er eins og allur heimurinn leiki á reiði-
skjálfi við þessar stórkostlegu fréttir og miklu
breytingar.
Sagan hefir endurtekið sig enn þá einu sinni.
Sannleikurinn sá að svo má lengi brýna deigt
jám að bíti um síðir hefir enn einu sinni komið í
íjós.
Undirokun, þrælkun, harðstjórn og réttleysi
hefir æ og ávalt endað þannig að fólkið hefir fyr
eða síðar tekið sjálft í taumana-þegar úr hófi hef-
ir keyrt og tækifæri hefir boðist.
Stjórnarbyltingar og uppreistir hafa aldrei
orðið og geta aldrei orðið án hörmunga og blóðs-
úthellinga, og þess vegna eru þeir margir, sem
veigra sér við að hvetja til þeirra eða hefja þær.
En hvað er slíkt samanborið við allar afleið-
ingar harðstjómarinnar? Hvað er það þótt á kýli
sé stungið og sársauki sé samfara á móti því að
líða langvarandi þrautir og lífshættu, sem af því
getur stafað að láta það ógert ?
Stjórnarbyltingarnar í heiminum hafa verið
hin stærsta blessun.
Sannleikurinn er sá að fólkið rís aldra upp fyr
en þolinmæði þess hefir verið svo misboðið að
ekki var lengur viðunandi.
En hitt er satt að þegar uppreist hefir verið
komið af st^ð, þá hefir henni stundum verið haldið
of langt áfram.
petta er eðlilegt; gremjan yfir óheyrðu rang-
læti og stjórnarfarslegum níðingsverkum hefir
átt svo djúpar rætur í vitund fólksins að ofvöxtur
hljóp í ávextina — hefnigimi.
En svo er einnig hins að gæta að smáræðis
óeyriðir duga ekki til £ess að brjóta upp aðra eins
heljar vél og stjóminá á Rússlandi. par verður
að safna til kröftum og þeirra verður að neyta af
alefli.
Stjómarbylting getur ekki komist á og upp-
reist er æfinlega bæld niður, sé hún ekki svo al-
varleg og ægileg að harðstjórnin sjái sitt óvænna.
petta hefir verið svo í öllum löndum, með öll-
um þjóðum, á öllum öldum.
En hverjum eru stjómarbyltingamar og upp-
reistir af þessu tagi að þakka? pær eru ekki ein-
ungis ávextír af verki þeirra manna, sem svipuna
létu dynja á harðstjóranum, þegar honum var að
síðustu hrundið af stóli. Nei, aðalverkið hefir
verið unnið af öðrum; unhið af þeim, sem löngu
eru lagstir til hvíldar að loknu dagsverki.
pað er hinn eilífstarfándi andi Leos Tolstois
og annara siðbótamanna, sem hér hefir unnið að-
alverkið. peir hafa með Ijóðum sínum, ritum,
sögum og særingum, smám saman styrkt hugsun
þjóðarinnar og gefið henni þrek og þor.
. peir hinir látnu rithöfundar og siðbótamenn
hafa smám saman skarað að eldi óánægjunnar
með penna og tungu, þangað til hann var orðinn
óslökkvandi bál, sem logaði og blossaði með óþol-
andi hita umhverfis hásæti ins harðráða og
miskunarlausa stjómanda — og hann varð að
flýja-
'pað var andi Leos Tolstois sem talaði fyrir
munn þjóðapinnar rússnesku á fimtudaginn í
Pétursborg, þegar hún kallaði svo að segja einum
munni: “Niður með keisarann!”
pótt Tolstoi væri lagstur lágt voru bækurnar
hans lesnar og um þær hugsað. par voru fyrir
mönnum uppmálaðar myndir af hörmungalífi
Síberíufanganna. par blasti við fólkinu svívirð-
ingin, á hinum hæstu stöðum í allri sinni viður-
stygð.
pað var andi Tolstois sem talaði fyrir munn
fulltrúanna í rússneska þinginu á föstudaginn,
þegar það var ákveðið að ekki keisarinn né gæð-
ingar hans skyldu stjóma fólkinu, heldur fólkið
sjálft.
pað var andi Tolstoie sem talaði fyrir munn
fólksins á laugardaginn í Moskva, þegar það hróp-
aði: “Keisarinn er ekki fulltrúi vor! hann hefir
ekki vald sitt frá guði; guð er ekki svo vondur að
hann hafi getað sent oss svo harðan og óréttlátan
fulltrúa; niður með keisarann; burt með hann;
sendið hann til Síberíu!”
Vér byrjuðum á því að segja að stjómarbylt-
ingin á Frakklandi og uppreistin þar væri öllum -
kunn og hefðlJjaft áhrif á alla veröldina.
Vér viljum enda með því að óska að uppreistin
og stjómarbyltingin á Rússlandi hefðu svipuð
áhrif og sömu afleiðingar — aðeins í stærri stíl
fyrir þá sök, að nú geta menn betur fært sér slíkt
í nyt en áður.
Megi samskonar uppreist og samskonar stjórn-
arbylting verða með hverri þjóð og í hverju landi
þar sem þess er þörf — og það er víða.
Góður árangur.
Eins og menn muna birtist grein í síðasta
Lögbergi út af fyrirpsurunm frá manni í Saskat-
chewan, þar sem óskað var eftir skýringum á því
hvernig varið væri því fé, sem gefið væri 223.
herdeildinni.
Ritstjóra Lögbergs hefir borist allítarleg
skýrsla frá foringjum deildarinnar um það hvem-
ig þeim sé varið, og er það vel farið að málið var
svo nákvæmlega skýrt og nú hefir verið gert —
eða er gert hér á eftir.
Vér álítum að deildinni hafi verið unnið þarft
verk með greininni, því flestir höfðu víst þá skoð-
un að stjómin kostaði deildina að öllu leyti.
Upplýsingar þær sem deildarforingjamir gefa
sýna það ótvírætt að stjómin hefir farið svo að
ráði sínu í sambandi við liðsöfnunina að til stór-
hnekkis hefir verið. Skal sýnt fram á það síðar
á eftir skýringunum. pær eru aðallega þessar:
Hver einasta herdeild í Canada hefir sérstak-
an bankasjóð, sem kallaður er deildarsjóður. Pen-
ingar í þennan sjóð koma ekki frá stjóminni,
heldur em þeir prívat fé sérstakra deilda og er
notað þeim til þarfa. Allar gjafir og fjárfram-
lög til deildar fara í þennan sjóð og allur liðsafn-
aðar kostnaður og önnur útgjöld eru borguð úr
þessum sérstaka sjóði.
í Canada er sjálfboða fyrirkomulag, eins og
allir vita. Ekki einasta innritast menn af fúsum
vilja, heldur borgar hver maður, sem vald er gefið
til hersöfnunar allan kostnað úr eigin vasa. Her-
safnaðar kostnaðurinn er alls ekki borgaður af
ríkisstjóminni, heldur af foringjunum, sem safna
liði í hinar sérstöku deildir, eins og Capt. Lindal
og Capt. Thorson skýrðu í nýafstöðnum ferðum
lúðraflokksins. Stjórnin borgar ekkert fyr en
hermaðurinn er virkilega innritaður og hefir tek-
ið eiðinn, þá borgar stjómin ferðakostnað til að-
alstöðvanna, fæðu, áhöld og mála. En allur
kostnaður upp að þeim tíma er borgaður af deild-
ínni sjálfri.
petta er ekki þannig með 223. deildina einung-
is, heldur á það við hverja einustu herdeild, sem
safnað hefir verið til í Canada. pess vegna verð-
ur hver deild að nafa liðsöfnunarsjóð eða deildar-
sjóð, sem svo er nefndur, til þess að borga þennan
kostnað. Upp að þessum tíma hefir 223. deildin
kostað $14.000.00 og hefir $12,000.00 af því þeg-
ar verið safnað, er því skuld deildarinnar $2,000.00
pessir $12,000.00 hafa fengist á þann hátt, er
hér segir:
Ágóði af deildarverzlun................$2,200.00
Gjafir frá Manitobastjóminni........... 1,000.00
Gjafir frá Saskatchewanstjórninni . . . 300.00
Gjafir frá Albertastjórninni............. 500.00
Fyrir skemtanir og dansa o.s.frv...... 3,200.00
Aðrar gjafir frá vinum deildarinnar . . 4,800.00
Alls......... $12,000.00
Hefir hver einasta herdeild í Canada aflað fjár
til þess að standast kostnað við hersöfnunina.
Ýmist hefir deildarstjórinn borgað úr eiginn
vasa eða hann hefir látið embættismenn deildar-
innar borga það. (Og þetta hefir veríð gert að
nokkru leyti í 223. deildinni), eða hver deild hefir
auðuga hjálparmenn, sem hafa lagt fram fé.
pær upplýsingar eru einnig gefnar, að 197.
deildin hafi safnað fé, þó öðru vísi sé frá skýrt í
Lögbergi. Sú deild safnaði $1,000.00 hjá kom-
kaupmönnum á fáum dögum í fyrra vor. Lt.-Col.
Fonseca, sem nú hefir verið látinn fara úr hemum
fyrir ákveðna ástæðu, safnaði yfir $7,000.00
sjálfur og hafði auk þess nokkra auðuga styrkt-
armenn í Winnipeg. 212. deildin safnaði einnig
yfir $1,000.00 hjá kornkaupmönnum, 190. deildin
hefir þegar kostað yfir $15,000.00, og hefir þó
færri menn en 223. deildin. 90. deildin kostaði
yfir $20,000.00 samkvæmt skýrslu, sem hún gaf
út, áður en hún fór frá Canada. Ein deild í Sask.
skuldaði $9,000.00 þegar hún fór frá Hughes her-
búðunum í fyrra haust. önnur deild skuldaði yfir
$3,000.00 þegar hún fór frá Hughes herbúðunum
í fyrra sumar.
pað væri hægt að fara yfir bækur allra deild-
anna og sjá það að sjóðir þeirra hafa aðallega
myndast af gjöfum og tillögum frá vinum þeirra;
og getur hver sem efast um fengið fullvissu sína
frá hvaða deildarforingja sem er.
Heimilað er að stofna deildimar og þeir sem
bera ábyrgð á þeim verða að borga kostnaðinn,
og þeir verða .að afla fjárins á þann hátt, sem
þeim bezt gengur. pað var ekki fyr en 1. febr.
að sambandsstjómin veitti nokkra hjálp ,til lið-
safnaðarsjóðs. Hingað til hefir 223^ herdeildin
aðeins fengið $250.00 frá sambandsstjómipni, og
er það tiltekið hvemig þeim peningum skuli varið.
Margt er það auk þess sem getið hefir verið,
sem borga þarf.
Nú s^em stendur kostar það $15.00—$20.00 að
innrita hvem hermann inn í deildina, auk þess
sem stjómin horgar.
Hér er skýrsla um það hvemig þeim $14,000.00
sem að ofan eru nefndar hefir verið eytt.
Lúðraáhöld, nótur, viðgerð o. fl.....$2,000.00
Leiga fyrir liðsafnaðar skrifstofur í
Winnipeg og Vestur Canada . . . . 850.00
Fyrir símskeyti......................... 500.00
Talsímaskeyti í fjarlægð................. 50.00
Talsíma gjöld........................... 100.00
Trumbur o. fl.......................... 400.00
Viðgerð á hljóm áhöldum................. 150.00
Auglýsingar........................... 1,000.00
Skrifstofuáhöld......................... 200.00
Prentun og skrifföng.................. 1,000.00
Ritvélaleiga og ritvélar................ 200.00
Viður .. ;.............................. 700.00
Tjald................................... 300.00
Kostnaður við liðsöfnun, þar á meðal
ferðakostnaður liðsafnaðarmanna milli
bæja; endurborguð jámbrautargjöld,
hótelkostnaður, flutningar, auglýsing-
ar í sérstökum blöðum, fargjöld fyrir
hermenn, sem afskektir voru, funda-
húsaleiga o.s.frv. við liðsafnaðarfundi 6,550.00
Alls.............$14,000.00
Alt er þetta borgað úr sjóði delldarinnar; ekki
einn einasti dollar af því er borgaður af sam-
bandsstjóminni. Auk þessa ber hver deild
ábyrgð fyrir sambandsstjórninni á því, sem for-
görðum kann að fara við deildarverzlunina af
fötum og áhöldum.
pað sem deildin verður að borga sjálf og
stjómin borgar alls ekki fyrir er þetta:.
1. Hljómleikaáhöldin og nóturnar og alt sem
lúðraflokknum tilheyrir.
2. Skrifstofuleiga. Hefir þessi deild borgað
hana í Winnipeg meira en ár og auk þess í öðrum
pörtum í Cahada svo sem í Port Arthur, Weybum,
Edmonton, Calgary, Vancouver og víðar. Síðan
1. febr. borgar stjórnin lítið eitt fyrir skrifstofu,
en hvergi nærri nóg.
3. Símskeyti og talsímar. petta nemur miklu
fé; ekkert af því borgar sambandsstjómin; deild-
in verður sjálf að sjá um það.
4. Trumbur og lík áhöld. Til þess borgar
stjórnin nokkuð, en ekki nærri nóg.
5. Auglýsingar. Upp til 1. febrúar borgaði
stjórnin ekkert af þeim, en síðan aðeins nokkum
hluta. Fyrir þetta borgaði 223. deildin aðeins
$1,000.00, en margar aðrar hafa borgað miklu
meira t. d. 197., 200., og 190 deildimar.
6. Prentun og skrifföng; það verður deildin
alt að borga sjálf.
7. Skrifstofuáhöld. pau leggur stjórnin alls
ekki til og verða því deildirnar að kaupa þau fyrir
sitt eigið fé.
8. Ritvélar. Leigu fyrir þær verða deildirnar
að borga.
9. Viður. Deildin hefir orðið að kaupá heil-
mikið af honum þegar hún var í Hughes herbúð-
unum til þess að byggja deildarbúðina og hann
einn kostaði $500.00; auk þess þurfti mikið í
Portage til þess að laga herbúðirnar.
10. Tjald til borðhalds varð að kaupa þegar
verið var í Hughes herbúðunum til þess að þæg-
* indi væru fyrir mennina við máltíðir, en þeir yrðu
ekki að vera undir beru lofti í hvaða veðri sem var.
Sjálfir borguðu hermennirnir lítinn hluta af verði
tjaldisns, en mest af því var borgað úr sjóði
deildarinnar.
11. Langmesti kostnaður allra deilda er við
liðsöfnun. Margir koma beint að heiman til
deildanna og verða deildimar að borga ferðakostn-
að þeirra úr eigin sjóði. Allur kostnaður liðsafn-
aðarmanna verður að borgast þaðan. Menn sem
bíða flutnings frá deildinni til annara staða verður
deildin að fæða og hýsa á eiginn kostnað o. fl. í
marga daga.
Kostnaður við ferðir um landið til liðsafnaðar
er afar hár og þar sem jámbrautir eru verða deild-
imar sjálfar að kosta ferðimar. pegar menn
koma í herinn frá Bandaríkjunum verður deildin
að borga ferðakostnað þeirra, því stjórnin borgar
engan jámbrautarkostnað fyrir- menn utan Can-
ada. Á þessu sést það að kostnaðurinn við lið-
safnað er afar mikill, sérstaklega nú. Allar
deildimar eiga erfitt uppdráttar, og það er sómi
223. deildinni hversu vel henni hefir gengið.
Fyrri hluta marz mánaðar fékk 223. deildin
helmingi fleiri menn en nokkur önnut.
Yfir deildarsjóðnum ráða þrír af embættis-
mönnum hennar. Allar borganir eru með ávísan
og verða kvittanir að geymast fyrir öllu, sem út
er borgað. Skýrsla verður að vera haldin yfir
allar gjafir deildarinnar; er það samkvæmt skipun
frá Ottawa. Yfirskoðunarmenn eru sendir frá
aðalstöðvunum á hverjum mánuði til þess að yfir-
fara reikninga, verður því að færa nákvæmlega
inn allar tekjur og gjöld. Hver einasta herdeild
sem stofnuð hefir verið í Canada hefir orðið að
borga allan sinn kostnað við liðsöfnuðinn, án
nokkurrar hjálpar frá stjórninni.
pað er heiður yfirmönnum hinna sérstöku
deilda hversu vel þetta hefir gengið.
petta svar ætti að nægja þeirri fyrirspurn,
sem birtist í síðasta blaði; það skýrir málið og
sýnir hvemig því er varið.
Auk þess er herdeildarstjórinn reiðubúinn að
svara hverri spumingu, sem menn vilja spyrja í
þessu máli og skýra allan misskqning.
Enn þá er nauðsynlegt að safna $2,000.00.
íslendingar hafa þegar lagt fram $3,000.00 og
þörf er á meiru til þess að halda verkinu áfram
og láta það fara vel úr hendi.
pannig eru upplýsingar þær, sem vér höfum
fengið frá yfirmönnum deildarinnar. petta eru
vafalaust þær allra merkilegustu fréttir, sem ís-
lendingar að minsta kosti hafa nokkru sinni feng-
ið í sambandi við herinn og stríðið, og teljum vér
grein vora og fyrirspurn Vatnabygðarmannsins
hafa borið góðan árangur.
peir voru margir, sem ekki vissu annað, en að
stjómin borgaði flest af því, sem hér er talið upp
að ofan og skijdu það því ekki til hvers verið var
að safna fénu.
Fyrirspumin, greinin og svarið hefir leitt það
í ljós hvílíkt verk það er, sem hersafnaðarmenn- ’
irnir verða að leysa af hendi og eru víst allir mjög
þakklátir fyrir hinar mörgu upplýsingar. En það
er annað, sem hér kemur í ljós, sem í myrkrunum
hefir verið hulið. Samkvæimt þessum skýringum
er sambandsstjómin sek um þá óhæfu, sem þjóð-
in getur ekki fyrirgefið. pað er samkvæmt þessu,
látið draslast hvort deildarforingjunum hepnast
að ná inn nógu miklu fé til að kosta deildirnar
eða ekki. Gangi fjársöfnunin illa verður deildin
að vera lúðraflokkslaus og skrifstofulaus, verður
ð neyta matar undir beru lofti hvemig sem viðrar;
hún getur ekki auglýst, hversu mikið sem henni
liggur á, ekki sent símskeyti; ekki talað í síma
þó nauðsyn beri til, ekki vélritað bréf, ekki sent
út mienn til að halda ræður og fá menn í deildina
og ekki náð mönnum þangað sem deildin er þó
þeir vilji koma. Deildin getur ekki bygt skýli
yfir sig eða lagfært það, hún verður að sitja
stóla- og skrifborða laus, þó hún geti fengið hús-
rúm fyrir skrifstofu. í stuttu máli sagt, deild-
inni er gjörsamlega fyrirmunuð liðsöfnun og
jafnvel tilvera nema því að eins að þannig slemp-
ist að einhver yfirmaður hennar eigi einhvem
ríkan vin, sem fari ofan í eigin vasa, eða að hægt
sé að ná fé saman frá almenningi fyrir utan alla
skatta og álögur — og samt kostar stríðið Canada
miljón dollara á dag, fyrir utan alt þetta.
Margt hefir stjórnin orðið sek um, en er nokk-
uð til, sem jafnast á við þetta? Er það virkilega
vilji þjóðarinnar að svona sé farið illa með dreng-
ina, sem í herinn fara og leggja líf og limi í hættu
fyrir þjóð og land?
í
♦
♦
♦
I
♦
♦
♦
♦-
■f
♦
THE DOMINION BANK
STOPN SETTUR 1871
HöfuðstóU borgaður og varasjoour . . $13.000,000
Allar elgnlr................. $87.000,000
Beiðni bœnda um lán
til búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn.
Spyrjist fyrir.
Notre Dame Branch—W. M. HAMJX/TON, Manager.
SeUcirk Branch—M. 8. BURGER, Manager.
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðitóll löggiltur $6.000,000 HöfuSstóll gr«iddur $1.431,200
Varasjóðu..... $ 715,600
Formaður - -- -- -- - Sir D. H. McMHjIíAN, K.O.M.G.
Vara-íormaður --------- Capt. WM. R0BIN80N
Slr D. C. CAMERON, KT.M.G. J. II. ASIIDOWN, W. R. BAWIjF
E. F. HTJTCHINGS, A McTAVTSH CAMPBEDIj, JOHN STOVEIj
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vlð einstaklinga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avísanir seldar til hvaða
staðar sem er & íslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlögum,
sem byrja má með einum dollar. Rentur lagðar við á hverjum sex
sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum.
T- E. THORSTEIN3SON, Ráðsm«ður
Cor. William Ave. og SKerbrooke St., - Winfiipeg, ManT
Hver dagur er Purity-
Flour-Dagur matreiðslu-
konunnar, sem ánœgð er
aðeins með bezta brauð
og kökur.
PURITy
FLOUR
"MORE
BREAO
AND
BETTER
BREAD”
1441
Móðir
Mig dreymdi eg sjálfan mig deyjandi leit
og dapurt var inni.
Það huggar og gleður eg vaka þig veit
hjá v’öggunni minni.
Og lifi eg móðir, þá liðin ert nár,
þér lotning skal sýna.
Og fái eg grátið, þá gefa skal tár
á gröfina þína.
A. E. Isfcld.
Er ekki þessi aðferð beinlínis
til þess að hindra liðsöfnun og
koma í veg fyrir að nægilegur
þáttur verði tekinn í stríðinu?
Er það ekki sjálfsagt að beint
úr ríkissjóði sé borgaður allur
kostnaður við liðsöfnun?
Nú sést hvernig á því stendur
hversu illa gengur að safna liði.
Hermönnunum er stór vorkunn;
það er aðdáunarvert að þeir
skuli geta eins mikið og þeim
tekst, þegar stjórnin sjálf kast-
ar í veg þeirra öllum þessum
steinum — fer svona illa með
þá.
Stjórnarbylting á Litla Rússlandi.
(Eftir síðustu loftskeytum).
Peir gefa út blað í Litla
Rússlandi. peir nefna það stóru
nafni og kenna það við allan
hnöttinn.
Loftskeyti bárust þaðan ný-
lega á þessa leið.
Hluthafamir voru ekki sem
ánægðastir með ritstjórann.
Peir skrifuðu því öðrum í fjar-
lægð og réðu hann til aðstoðar.
Átti sá að læra verkið og taka
við þegar hinn væri rekinn; en
það átti að verða á næsta hlut-
hafafundi. Maðurinn kom og
alt gekk vel. Svo kom að hlut-
hafafundinum. par átti að
greiða atkvæði um hvort rit-
stjórinn yrði kyr eða ekki. Allir
mættir hluthafar greiddu at-
kvæði á móti honum. En rit-
stjórinn var hluthafi sjálfur;
hann var því á fundinum. Hafði
hann fengið umboðsrétt til þess
að greiða atkvæði fyrir alla
fjarstadda hluthafa og var það
nægilegt til þess að hann hafði
meiri hluta og kaus hann því
sjálfan sig. Nú fóru hluthafar
af fundi sneyptir og lúpulegir,
en ritstjórinn hló hátt þegar
hann kom heim til vina sinna.
pá gerðust ný tíðindi. Maður
kom fram og bar út óhróðurs-
sögu um náungann. Sannaðist
það fyrir dómi að sagan var
ósönn frá rótum. En sá sem
söguna smíðaði var sammála
þeim Litlu Rússlendingum í
stjórnmálum. Ritstjórinn sagði
frá því hiklaust, að enginn
flugufótur væri fyrir sögunni
og vítti þann er óhróðurinn
spann.
pegar prentari hafði sett
grein þessa kemur Rússakeisari
hinn minni niður í kjallara
prentsmiðjunnar og sér próförk-
ina, tekur stílinn og kastar í
gólfið. Prentarinn fer til rit-
stjóra og segir frá. Bregst hann
reiður við og skipar að setja
greinina aftur. Prentarinn
hlýðir. Aftur fer Rússakeisari
hinn minni niður í kjallara; aft-
ur sér hann greinina setta og
aftur kastar hann henni í gólfið
og brennir próförkina. Aftur
fer prentari og segir ritstjóra
tíðindin.
Sígur þá í Vitstjórann; fer
hann beint inn til keisarans og
skipar honum að hugsa um það
starf eitt, sem honum tilheyri,
en láta sitt verk afskiftalaust.
“pessi grein kemur ekki í blað-
inu,” segir keisarinn. “pá kem-
ur blaðið ekki út,” svarar hinn.
Og hann vann sigur. Blaðið
kom út með greininni.
Einn þeirra Litla-Rússlend-
inga var fylkisstjóri og fjár-
málamaður fjarri höfuðstaðn-
um. Hafði hann mikil völd og
var í vinfengi við keisarann.
pegar blaðið kom með greininni,
fékk hann sting í hjartað. parna
var því lýst yfir að maður af
hans sauðahúsi hefði ekki sagt
satt og þarna var andstæðingi
hans unnað sannmælis. petta
mátti ekki viðgangast. Hann
bregður við skjótt, sendir sím-
skeyti til annars fylkisstjóra
og framkvæmdarmanns þeirra
Rússlendinga og mætast þeir í
höfuðbænum. Var þar skotið á
leyniráðstefnu; brýndi það hver
fyrir öðrum hvilík hætta stafaði
af ef sú stefna yrði tekin upp að
segja satt. Var það í einu
hljóði samþykt að reka ritstjór-
ann, til þess að slík skyssa
skyldi ekki koma fyrir aftur.
Pess konar ódæði mátti ekki líð-
ast í Litla Rússlandi.
Lengra náðu loftskeytin ekki;
má vera að gleggri fréttir fáist
síðar.
óskað eftir jörð.
Maður óskar eftir landi meS bygg-
ingum á til leigu, helzt á sVæÖinu frá
Gimli til Winnipeg Beach, sem allra
næst vatninu. Eða ef sjíkt land væri
til sölu þá vill hann kaupa það fyrir
húseign í Winnipeg. Ritstjóri Lög-
bergs gefur allar upplýsingar. Skrif-
i» sem fyrst.
Uppreistin á Rússlandi o.s.frv.
(Framh. frá 1. bls.)
5. Kosning yfirlögreglu-
manna, sem ábyrgð beri á gerð-
um sínum fyrir fulltrúum þjóð-
arinnar.
6. Kosningu til þings og ann-
ara opinberra starfa, þar sem
almennur atkvæðisréttur ráði„
7. Sama frelsi fyrir hermenn
til skemtana og þátttöku í fé-
lagsmálum og aðra borgara.
pegar keisarinn hafði verið
svo að'segja neyddur til þess að
leggja niður völd, skrifaði hann
ávarp til þjóðarinnar, og er það
á þessa leið:
“Vér Nicholas II. af guðs náð
stjórnandi alls Rússaveldis, keis-
ari Póllands og stórhertogi
Finnlandso.s. frv. gjörum kunn-
ugt öllum vorum trúu þegnum:
Að á tímum hinnar miklu bar-
áttu gegn útlendum óvini, sem
hefir í þrjú ár reynt að undir-