Lögberg - 22.03.1917, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ 1917
o
Dr. Robinson
Sérfræðingur í tannsjúkdómum
BETRI TANNLÆKNING FYRIR MINNI BORGUN
Ef þú ert í vafa um hvcrt tennur þínar séu heilbrigðar eða ekki þá þarft
þú að fá ráðleggingu tannlæknis. Sá tannlæknir ætti að vera maður sem
hefir gott álit á sér sem lœknir og sömuleiðis er það áríðandi að hann sé
*eins vel að sér í list sinni og nokkur getur verið. Nú á dögum eru þeir
fáir sem ekki viðurkenna þýðingu sérfræðinganna, hvort heldur er í al-
ménnum lækningum eða tannlækningum. Minnist þess að ef þér kom-
ið til vor þá verður traust yðar ekki ódrengilega notað, því allar vorar að-
ferðir eru reyndar og sannaðar og fólk veit um áreiðanleik vorn. Fyrir
tíu árum voru það margir af borgurum Manitoba sem trúðu mér fyrir
því að lagfæra tennur þeirra. Þessa fyrstu sjúklinga tel eg byrjun hinnar
miklu aðsóknar sem eg hefi haft síðan eg fór að stunda tannlækningar.
Svo vel hefir mér gengið að tugir tannlækna hafa sest að í nágienni mínu
Látið því ekki blekkjast þegar um það er að ræða að velja stað.
Permanent Crown og 7
Bridge Work, hver tönn . . H''
Og það var áÖur $10.00
BIRKS BUILDING,
WINNIPEG,
MAN.
1 2 Stólar
Whalebone Vulcan
ite Plates. Settið .
Opið til kl. 8 á kveldin
:. $io
Dr. Robinson
TANNLÆKNIR
Meðlimur Tannlækna Skólans í Manitoba.
10 Sérfræðingar 5 Kvenmenn
oka oss og land vort, hefir guði
þóknast að senda Rússlandi nýj-,
ar hörmungar og raunir. Inn-
byrðis óeyrðir ógna oss og hljóta
að hafa áhrif á stríðslokin ef
ekki er að gert. Forlög Rúss-
lands og heiður vorrar kæru
fósturjarðar krefst þess að
stríðinu verði haldið áfram hvað
sem það kostar, þangað til sig-
ur er hlotinn. Hinn grimmi ó-
vinur er að gera sínar síðustu
tilraunir og sá tími er í nánd
þegar vor harðsnúni her, í fé-
lagi við lið vorra ágætu sam-
herja, vinnur algerðan bug á ó-
vinum vorum.
Á þessum þýðingarmiklu
tímum í sögu Rússlands er það
skoðun vor að fólkið þurfi að
vera sem samheldnast og hlið-
stæðast þangað til sigur er unn-
inn. Af þessum ástæðum og í
samræmi við þing þióðhrinnar
höfum vér ákveðið og teljum
það heillavænlegast að segja af
oss stjórnarvaldinu á Rússlandi
og yfirgefa keisarastólinn. Vér
viljum ekki skilja við vorn ást-
kæra son og fáum því ríkið í
hendur bróður vorum, stórher-
toganum Michael Alexandro-
vitch. Vér biðjum guð að blessa
* þá stund þegar hann tekuð við
völdum á Rússlandi. Vér fáum
stjóm Rússlands bróður vorum
í hendur í fullu samræmi við
þingið og fulltrúa þjóðarinnar
og gjprum vér þetta með órjúf-
anlegum eiði í nafni vors elsk-
;aða fósturlands. Vér heitum á
alla sanna syni Rússlands og
trúa þegna að uppfylla trúlega
allar ættjarðar skyldur og að-
stoða bróður vorn og fulltrúa
þjóðarinnar til þess að hefja
Rússland til framfara og hag-
sældar og gengis.
Megi almáttugur guð halda
verndarhendi sinni yfir Rúss-
landi.”
1 Stjórnarbyltingin á Rússlandi
þóttu mikil gleðitíðindi í flestum
löndum bandamanna. pykjast
þeir hafa það fyrir satt að gamla
stjórnin hafi ekki verið sem holl-
ust eða ákveðnust í stríðinu og
búast við að það breytist nú alt
til batnaðar.
í blaðinu “Free Press” á laug-
ardaginn er það beint og blátt
áfram sagt að þeir, sem bezt
viti í Montreal og öðrum bæjum
Canada dragi engar dulur á að
Rússastjórn hafi verið að undir-
búa sérstakan frið við pjóðverja
og hafi þess vegna setib hindr-
anir í veg fyrir vopna og vista-
flutning. Er því haldið fram að
hergagna félögin í Canada hafi
átt mjög erfitt með að fá rúss-
nesku eftirlitsmennina til þess
að samþykkja hervörurnar eða
taka þær gildar, og muni það
vera að undirlagi stjórnarinnar
rússensku. Segja menn að hún
hafi orðið að senda hingað pant-
anir til þess að láta svo líta út,
sem verið væri að gera sitt bezta
í stríðinu með bandamönnum.
Nicholas II. Rússakeisari var
fséddur 8. maí 1868 í Pétursborg
á Rússlandi, og var hann elzti
sonur Alexanders ITI. Árið
1890—9U ferðaðist hann um
Indland, Kína og Japan og var
reynt að myrða hann í Japan,
átti hann þá líf sitt að launa
frænda sínum, heljarmenninu
George Grikkjakonungi. Á þeim
ferðum sínum kyntist hann mik-
ið Austur Rússlandi, Manchuriu
og Síberíu. Keisarinn var ment-
aður vel í æsku og lærði meðal
annars ensku, frakknesku og
þýzku. Hann var gæfur, góð-
lyndur og atkvæðalítill.
pegar hann zok við ríkinu eft-
ir lát Alexander III. föður síns
1894 virtist hann ætla að verða
atkvæðamikill stjómari. Sama
ár gekk hann að eiga Alix dótt-
ur stórhertogans af Hessen og
tók hún sér síðar nafnið Alex-
andra Feodoroyna. peim hjón-
um hefir orðið fimm barna auð-
ið; fjögra dætra og eins sonar.
Dætur þeirra heita Olga,
Tatjana, María og Anastasía;
er sú elzta 31 árs en sú yngsta
15. Sonur þeirra er yngstur
bamanna og heitir Alexis. —
Samfarir þeirra keisarans og
konu hans hafa ávalt verið hin-
40 Lagasafn Alþýðu
þeim við í sérstökum skrifuðum samningi, er báðir
samningsaðilar undirrita, og skal það þar greini-
lega tekið fram að hin önnur atriði hins upphaf-
lega samnings haldi gildi sínu og þar á meðal
sektarákvæðið.
55. ógilding samninga. pegar einhver hef-
ir með svikum eða táldrætti verið flæktur inn í
það að gera samning eða einhverju hefir verið
lýst rangt eða blekkingar hafðar í frammi og um
kaup á fasteign eða munum er að ræða, þá getur
hann sagt upp samningnum. Og hafi hann borg-
að peninga í sambandi við slíkan samning getur
hann krafist þess að þeir séu endurborgaðir. En
hann verður að gera þetta tafarlaust þegar hann
kemst að því að svik hafa verið höfð í frammi, og
skila aftur eða bjóðast til að skila aftur eign
þeirri eða hlut, sem hann þannig keypti, í eins
góðu ásigkomulagi og hann tók við því.
Blekkingin eða svikin verða að vera þannig að
þau hafi verulega þýðingu og séu villandi í raun
réttri.
Sá sem ónýta vill samning á þessum grund-
velli verður að geta skilað aftur því sem hann
keypti. Ef hann fer með hlutinn eða eignina eins
og sitt eigið (framyfir það sem til þess þarf að
geyma það vel) eftir að hann hefir orðið svikanna
var, þá getur hann ekki skilað því aftur og krafist
þess sem hann borgaði fyrir það. Ef nokkur hluti
þess sem keypt var hefir verið notaður áður en
svikin urðu kunn, þá verða dómstólar að skera úr
því hversu mikils virði sá hluti hafi verið, ef í
Lagasafn Alþýðu 37
ingurinn má ekki vera sviksamlegur og (7) Sumir
samningar geta verið munnlegir, aðrir verða að
vera skriflegir og enn aðrir innsiglaðir.
52. Hvað samningur þýðir. prátt fyrir það
þótt ætlast mætti til að þeir, sem samninga gera
skilji hvað þau orð þýða, sem þeir viðhafa í slík-
um samningum og noti þau orð, sem glögglega
gefa til kynna það, sem þeir ætlast til, þá kemur
það samt oft fyrir að út af því ber. pess vegna
hafa verið ákveðnar vissar reglur til þess að
skera úr því hvaða þýðingu sérstök orð eða orða-
tiltæki hafa ef þau þykja óljós eða mismunandi
álit rís upp. Hér fara fáein slíkra orða á eftir og
eru þau tíðust og þýðingarmest.
1. Tilgangur semjenda þegar samningamir
voru gerðir, er tekinn til greina, fremur en bók-
stafleg þýðing orðanna; en tilgangurinn er feng-
inn með því að taka tillit til orðalagsins eins mikið
og hægt er.
2. Venjur og siðir í viðkomandi atriðum og á
viðkomandi stöðum eru tekin til greina þegar orða-
lag samningsins er vafasamt.
3. Vísindalegum orðum og setningum er gef-
in sú þýðing, sem þau hafa í því sérstaka atriði,
sem um er að ræða.
4. Mismunur á því sem skrifað er og prentað:
þegar nokkur hluti samningsins er skrifaður, en
annar prentaður og þeim ber ekki saman, þá er
það talið gilt sem skrifað er. Sama máli er að
gegna með víxil eða ávísun.
5. Sanngjarn skilningur. pegar orðalag í
ar beztu, hefir hann dvalið öll-
um stundum heima hjá konu
sinni og börnum, þegar hann gat
komið því við. Hann hefir ver-
ið fyrirmyndar heimilisfaðir og
eiginmaður, en andstæður öllum
umbótum og frelsishreyfingum.
Hefir hann kent syni sínum að
hata siðbætur og trúa eindregið
á guðlegan rétt konunga og keis-
ara.
Keisarinn vildi auka verzlun-
artækifæri Rússlands bæði með
því að fá aðgang að Kyrrahaf-
inu ogv byggja jámbrautir.
Hann Ijjt taká bæði Port Arthur
og Dolly og byggja Síberíubraut-
ina í gegnum Manchuriu. Leiddi
þetta til afbrýðissemi af hálfu
Japana og varð stríð milli þeirra
þjóða,í sem Rússar biðu ósigur
í eins og kunnugt er.
pess má geta að keisarinn |
hefir verið ( einn af aðal tals-!
mönnum heimsfriðar, og var |
hann frumkvöðull fyrsta friðar-1
þingsins í Hague' á Hollandi i
1898.
Sagt er að keisarinn sé hjá-
trúarfullur fra n úr hófi og sem
dæmi þess á hann að hafa borið
á sér gamlan pening í mörg ár
með þeirri trú að hann yrði ekki
myrtur á meðan hann hefði
hann á sér.
Keisarinn er maðal auðugustu
manna heimsins; hann á 100
hallir og notar ekk nema fjórar;
laun hans voru $5,000,000 á ári
og tekjur af eignum hans $10,-
000,000; haf ði hann 30,000
manns í þjónustu sinni, sem
hann borgaði kaup sjálfur.
Drotning keisarans var að
nokkru leyti alin upp hjá
Victoriu drotningu eftir að hún
misti móður sína. Svo glöð og
léttlynd var hún þegar hún var
bam, að hún var altaf kölluð
“Sólskinið”. En eftir að hún
giftist keisaranum varð hún
þunglvnd mjög. Var það bæði
fyrir þá sök að hún var í nokk-
urs konar varðhaldi vegna þess
aö sífeld hræðsla vaf um það að
keisarinn yrði myrtur, og í
öðru lagi vegna þess, að hún
eignaðist ekki son, sem ríkis-
•jn;æp amupjup. anpiaq ‘ufSuijja
pangað til 1904. En eklii birti
yfir æfi hennar við sonar fæð-
inguna. Hvert samsærið á fæt-
ur öðru komst upp, til þess að
myrða bæði mann hennar og
son og varð hún loksins vitskert
með öllu; hefir hún verið brjál-
uð altaf síðan 1907, en þegar
stríðið hófst hefir henni batnað
til muna; hefir hún fundið frið
í því að stunda særða menn og
veika.
Michael stórhertogi. sem nú
tekur við völdum til bráða-
birgða, er einkabróðir keisarans
og yngri en hann; fæddur 22.
nóv. 1878. Hafa þeir engir
vinir verið um langan tíma.
pangað til Alexis fæddist 1904
var Michael ríkiserfingi eftir
bróður sinn og var ekki búist
við að keisarahjónin mundu
eignast neinn erfingja, því kon-
ur eru ekki til ríkis fæddar á
Rússlandi. Hann er uppáhalds-
sonur Mariu Feodrovora drotn-
ingar systur Alexöndru Breta-
drotningar. Hann hefir verið
mjög á móti þýzkum áhrifum í
Rússlandi.
Altaf hafði verið grunt á því
góða með þeim bræðrum, en þó
fór það fyrst gersamlega út um
þúfur þegar Michael gekk að
eiga Mme. Shermetlevakaia. sem
var lifandi manns ekkja. Lýsti
hann því yfir um leið að hann
slepti tilkalli til ríkiserfða á
Rússlandi, en árið 1913 rak
keisarinn hann í útlegð og var
hann sviftur* öllum embættum;
var það alt vegna hjónabandsins.
pegar Evrópustríðið hófst var
hann kallaður heim aftur og
gerður hershöfðingi.
pjóðin hefir haft mikið dá-
læti á Michael og borið til hans
traust, má því vel vera að hann
verði við stjórn framvegis með
takmörkuðu valdi.
Orpheum.
MAIN’S
sem er ein af betri hatta verzl-
unum W innipeg-borgar
Yður er boðið að koma og skoða vorar byrgðir af
NÝJUSTU NÝTÍZKU HÖTTUM
Main’s Hattabúð SLfÍTS
Búðin er skamt frá SKerbrooke St.
Vikuna sem bvrjar tnánudaginn 26.
marz, verbur mikib um dýrSir á Or-
pheum. Herminc Shone kemur þar
þá frant í “Mary Ann" undir for-
ustu Ralph Dunhar. í þessum sýninga-
íeik sjást öll helztu atribi í æfiferli
stúlku frá vöggunni til grafarinnar.
Ipeir sent muna eftir “The Last of
the Quakers” ættu ekki aS efast uni,
að hér verði skemtun á ferSum, sem
borgar sig aö sjá.
Herbert Ashley og Kack Allman
koma þar fram í “The Dawn of the
new day”. Ethel MacDonough leikur
á gýgj,u alla- vikuna og er hún nafn-
fræg fyrir list sína.
• IðLSEIN
En á heiðarbýlinu, eina heiðarbýlinu á allri heið-
inni, ríkti heimilisylurinn, hjarta-ylurinn og
gleðin. (Á.H.B. þýddi).
—Iðunn.
HESTURINN TALAR VIÐ HÚSBÓNDA SINN.
Mundu það, vinur minn, að eg er með holdi og
blóði og finp til eins og þú. Vertu góður við mig
og þolinmóður, ef eg skil ekki strax hvað þú vilt
eg gjöri, því eg vil gera alt, sem þú segir mér,
en hefi ekki eins mikið vit og þú. Gáðu að því að
aktýgin meiði mig ekki, því eg get ekki sagt þér
það. Láttu mig ekki hlaupa langt eða hart í sprotti
því eg mæðist og verð þreyttur eins og þú. Mundu
það að þó eg verði fjörugur og herði á mér þegar
þú slærð í inig með svipunni, er það engin sönnun
þess að eg sé ekki þreyttur, heldur aðeins að eg
hefi tilfinningu eins og þú og hræðist svipuna.
Bittu mig ekki úti á vetrardag við staur, m,ér get-
ur orðið kalt eins og þér; svo er það mjög ómann-
úðlegt að láta mig bíða úti bundinn við staur, sem
flutti þig með trú og dygð, á meðan þú ert inni að
hita þér og máske að hressa þig á heitum drykk.
Pegar þú lætur mig inn í ókunnugt fjós, þá
breiddu á mig hlýtt teppi, ef kalt er, svo ekki setji
kulda að mér, og gefðu mér tuggu af heyi; þá
líður mér betur og er rólegri að bíða eftir þér,
þangað til þú ferð heim. Berðu mikið af þurrum
hálmi eða strái í básinn minn svo eg hvílist betur.
Láttu ekki vera neinn súg á mér, því hann er
mér skaðlegur eins og þér, en nóg af hreinu lofti
þarf eg. Lofaðu mér að velta mér að kveldi dags,
einkanlega ef eg hafi unnið erfiða vinnu og orðið
sveittur; það liðkar mig og mér líður betur yfir
nóttina. Láttu mig aldrei vinna svo mikið að eg
verði mjög magur, það veiklar mig og svo er það
þér til minkunar að láta sjá mig svoleiðis. Láttu
börnin þín aldrei sjá að þú farir illa með mig eða
misbjóðir mér á nokkurn hátt, heldur láttu þau
sjá og skilja að þér þyki vænt um mig og að þú
viljir fara eins vel með mig og þyr er framast
unt. pað mun gera þau að betri mönnum og kon-
um. Kendu þeim að elska og virða mállausu
skepnuna, sem erfiðar fyrir því að þú og þínir
geti lifað og liðið sem bezt, og mundu það að eg
er mállaus og get ekki kvartað þó eitthvað sé að
mér, og treysti því á manngæzku þína, að þú
s.iáir um að ekkert ami að mér, sem þú getur að
gert. Láttu ekki það traust mitt á þér bregðast,
því mundu það að eg á sama guð uppi yfir mér
°g þú, sem verða mun dómari milli mín og þín.
Vertu góður við allar mállausar skepnur og
farðu vel með þær, og misbrúkaðu ekki það vald,
sem þér hefir verið gefið, svo ekki fari fyrir þér
eins og hinum rangláta ráðsmanni.
Jack Frost,
dýravinur.
Hensel, N. D., 19. marz 1917.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson.
Kæri herra:—
Mig hefir oft langað til að skrifa þér og þakka
þér fyrir Sólskin. pað er svo gaman að taka
vikublaðið og lesa þann part af því, sem er prent-
aður sérstaklega handa börnunum. Eg er 10 ára
gamall og er fæddur á Hofi á Höfðaströnd í
Skagafirði á íslandi og kom til Ameríku 25 júlí
1914. Eg hefi gengið á skóla síðan eg kom og
þarf að ganga tvær mílur. Eg hefi oftast farið
á skíðum í vetur. Eg býst við að komast í þriðja
bekk í vor. — Hér með sendi eg þér dálitla sögu,
sem mér þætti gaman að sjá í næsta Sólskins-
blaðinu. Vinsamlegast.
Magnús Hjálmarson.
SAMSÖNGUR.
Helga gamla átti eina kú. pað var innangengt
úr bænum í fjósið og kom það sér vel, einkum að
vetrinum.
Eg verð að geta þess, þó að saga þessi gerist
að áliðnu sumri. Gamla konan skrapp einn morg-
un út fyrir tún að sækja ærnar sínar. Hún ætlaði
að mjólka þær fyrst og kusu svo á eftir. Hún
þorði ekki annað en loka mig inni í kotinu, svo
að eg færi mér ekki að voða. Hún lokaði líka
Skoppu og kisu inni, þær áttu að vera mér til
skemtunar. Mér fór nú að leiðast, svo eg hljóp
fram í bæjardyrnar. Eg gat ekki opnað dyrnar
og varð að hýma þarna í göngunum. Ekki kemur
Helga, og nú fer eg að hágráta. pá komu þær
Skoppa og kisa og tóku undir með mér. í sama
vetfangi fer kusa að baula. Henni mun hafa þótt
mál til komið að komast út í góða veðrið. Söngur-
inn var nú orðinn fjórraddaður. Eg grenjaði
“diskantinn”, kisa mjálmaði millirödd, Skoppa
spangólaði “tenór” og kusa öskraði bassann með
drynjandi röddu. pegar Helga gamla opnaði bæj-
ardymar var söngurinn á enda. Skoppa hljóp út
á hlað og dinglaði rófunni, kisa fór að mala af
ánægju. Kusa þapaði, þegar Helga fór að mjólka
hana; en eg brosti gegn um tárin meðan eg þamb-
aði spenvolga nýmjólkinu.
SÓLSKIN
Barnablað Lögbergs.
II. ÁR. WINNIPEG, MAN. 22. MARZ 1917 NR. 25
Jólin hans Vöggs litla
Eftir Viktor Rydberg.
Vöggur varð nú að vera eftir í sleðanum, á
meðan Skröggur fór inn, og ekki sagði hann Vögg
litla á eftir neitt um það, sem hann hafði séð.
En eg veit það og því get eg sagt frá því. Hann
sá pilt á aldur við Vögg; hann var kvikur á fæti
og fríður drengur, og það sá Vöggur fyrir af for-
vísi sinni, að hann mundi verða fóstbróðir og
tryggasti samherji Vöggs litla á lífsleiðinni í bar-
áttunni fyrir því, sem væri satt, fagurt og gott.
En í vöggu leit hann lítið stúlkubam, og var munn-
ur þess eins og ofurlítill útsprunginn róshnappur.
Um telpuna vissi Skröggur það, að%* hún væri
gift og manni gefin, mundi hún nefna Vögg ástina
sína.
Nú óku þeir til konungshallarinnar, sem var
miklu stæirri en höfuðból herramannsins. “Hér
á eg nú að gefa konungssyninum gjafir nokkrar,”
sagði Skröggur; “en ekki verð eg lengi að því,
enda eigum við nú eftir að aka til fjallasjólans,
yfirboðara míns, og síðan heim til ömmu þinnar,
hennar Geirþrúðar gömlu.”
Aftur lauk Skröggur upp kistu sinni, og það
sem Vöggur hafði áður séð, komst ekki í hálfkvisti
við það, sem hann nú sá. Á silfurskildi einum
miklum mátti sjá fjölda ríðandi og fótgangandi
hermanna, og er sveif var snúið, hófu hermenn-
irnir sverðin og héldu sumir til hægri og sumir
til vinstri handar; en 'hestarnir prjónuðu og um
leið brugðu riddararnir sverðum sínum. Á öðr-
um skildi, er átti að tákna hafið, sáust herskip
með fallbyssum, og er sveifinni var snúið, riðu
skotin af byssunum á vígi eitt í landi, en frá víg-
inu var aftur skotið á skipin. pó var þriðji skjöld-
urinn aðdáunarverðastur. par mátti sjá óteljandi
býli, stór og smá, akra og engi og fjölda fólks
bæði úti og inni, en alt var þetta svo smátt, að
það sást ekki almennilega nema í stækkunargleri.
En þá mjunaði lika um það, sem maður sá. parna
mátti sjá fólk að slætti og allskonar útivinnu,
smiði og múrara, vefara, skraddara og skóara og
marga aðra iðnaðarmenn við marga aðra sýslu.
Svo mátti sjá konur, sem voru að dunda hitt og
þetta, breiða dúka á borð og kalla á börn sín til
máltíða. En þar gaf líka að líta hungruð börn og
sjúk og hryggar mæður, er naumast áttu málungi
matar.
Skröggur fór nú inn í höllina á fund konungs-
sonar með þessi einkennilegu barnagull. “Prinz!”
sagði hann, “hugsaðu ekki eingöngu um hermenn-
ina og herskipin, heldur líka um alþýðuna og henn-
ar súra sveita. Bið þú guð að blessa hana, og er
þú verður konungur, þá láttu það verða helzta
áhugamál þitt að bera hag hennar fyrir brjósti
þér og bæta kjör hennar. pá mun hinn mikli
dómari geta sagt við þig á efsta degi: — “pað
sem þú hefir gert þeim sem minstur var brseðra
minna, það hefir þú og mér gert.”
Að svo mæltu kvaddi skröggur og fór. En
nú fóru farskjótarnir að frísa og hneggja. Skrögg-
ur tók nú aftur við taumunum og settist hjá Vögg,
og svo þutu þeir af stað eftir dimmum skógi.
“Hvert er ferðinni nú heitið?” spurði Vöggur.
“Til fjallajsólans,” svaraði Skröggur.
Vöggur litli var nú orðinn hálf-stúrinn á svip-
inn. Stundarkorn sat hann þegjandi, en spurði
síðan: “Er nú kistan tóm ?”
“pví sem næst,” sagði Skröggur og brá pípunni
í munn sér.
“Allir hafa nú fengið jólagjafir nema eg,”
sagði Vöggur.
“Og ekki hefi eg nú gleymt þér; jólagjöfin þín
liggur á kistubotni.”
“Lof mér að sjá hana, þá ertu vænn.”
“pú getur nú beðið, þangað til við komum
heim til ömmu gömlu.”
“Nei, góði Skröggur minn, lof mér að sjá hana
strax,” sagði Vöggur litli með töluverðri ákefð.
“Nú, hana þá!” sagði Skröggur um leið og hann
sneri sér í sæti sínu, lauk upp kistunni og tók upp