Lögberg - 10.05.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.05.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MAí 1917 3 Pollyanna Eftir Eleanor H. Porter. “Nei, þaS getið þér ekki — þar eS eg hefi ekki hitt hann,” svaraöi John Pendleton stuttlega. “Hvers vegna spyrjið þér að því?” “Ekki af neinu. AS eins — að eins af því — já, sjáið þér, það er eitt af því, sem hún hugsar svo mikiö um, og þykir það svo afar leitt að hún getur ekki farið með hann til yðar nú sem stendur. Hún segist einu sinni hafa fari'3 með hann hingað, en hún heldur að hann hafi ekki veriS heppinn þann dag, svo hún væri hrædd um a'5 þér álituð, að hann gæti alls ekki haft áhrif “nærveru barns” á réttan hátt, segir hún. Þér v'itið máske hvað hún meinar með þessu, því eg skil það alls ekki.” “Já, eg skil — eg skil hvað hún á viS.” “Það er ágætt aö þér skiljiö það, eins og eg sagði, henni þykir svo leitt að hún getur ekki komið með hann til yðar einu sinni enn þá, svo þér gætuð séð að hann væri í raun og veru viðfeldin nærvera barns. Þessu hefir hún alt af verið að stagast á, veslings litla stúlkan—og það var af því, að eg vildi segja yður það. Verið þér sæll!” Og nú hraðaði Nancy sér i burt. Það leið ekki langur tími þangað til allir í héraðinu vissu, að hinn nafnkunni læknir frá New York hafði sagt, að Pollyanna Whittier gæti aldrei gengið á fótum sínum oftar. Og aldrei hafði nein fregn vakið slíka skelfingu og þessi. Allir þektu, að útliti að minsta kosti, litla, freknótta andlitið, sem ávalt hafði bros á boðstólum; og flestir, ef ekki allir, þektu “leikinn” hennar Pollyönnu. Og að hugsa sér að hér eftir fengi enginn að sjá ánægju- ríka andlitið, né heyra hreinu og glöggu röddina prédika um gleðina, sem hið nauðsynlegasta fyrir lifið. Fólkið talaði um þetta, hvar sem það mættist, á þjóðbrautinni og niðri í þorpinu, og margir tárfeldu — þeir gátu ekki varist því. Og ekki varð hluttekningin minni né tárin færri, við að heyra hina hjartnæmu frásögn Nancy um það, hvernig Pollyanna nú undir þessum hörðu lífskjör- um sínum, reyndi að leika leikinn sjálf, en gæti ekki leikið hann til hlítar —þegar þetta barst út á meðal manna. Það hefir hlotið að vera þetta, sem vakti nýja hugs- un hjá hinum mörgu vinum Pollyönnu. Að minsta kosti fékk Lindarbakki, ungfrú Polly til mikillar undrunar, aragrúa af heimsóknum — af fólki sem hún þekti, og fólki, sem hún ekki þekti — af körlum og konum og börnum — af óteljandi mörgum manneskjum, sem ungfrú Polly hafði engan grun um að Pollyanna þekti. Sumt kom og settist niður i fimm eða tiu mínútur. Sumt stóð vandræðalegt frammi í ganginum, og var ófá- anlegt til að koma inn. Sumt hafði bók með sér, sumt blómvendi og sumt eitt eða annað sælgæti. Sumt grét opinberlega, sumt sneri sér undan og snýtti sér röggsam- lega, en alt spurði það með ákafa og kvíðandi eftir liðan litlu stúlkunnar, og alt bað það að heilsa henni. Fyrst kom John Pendleton. Nú kom hann hækjulaus, að eins með prik í annari hendi. “Eg þarf ekki að segja yður hv'e hreldur eg er,” sagði hann næstum hörkulega, “en —er í raun og v'eru ekkert mögulegt að gera?” Ungfrú Polly hristi höfuðið. “Ó, við gerum alt, sem við getum. Dr. Mead hefir ráðlagt ýms lyf og ymsar meðferðir til að reyna hvort þaö geti nokkuð hjálpað, og Warren fylgir auðvitað bend- ingum hans nákvæmlega rétt. En, Dr. Mead gaf okkur litia von, og sjálfur mun hann enga hafa, er eg hrædd um. John Pendleton stóð snögglega á fætur, þó hann væri nýkominn. Hann var fölur i andliti og beit á vörina. Ungfrú Polly leit á hann, og skildi hvers vegna hann vildi hraða sér af stað. En við dyrnar sneri hann sér við. “Viljið þér flytja Pollyfönnu kveðju mína,” sagði hann, “og segja henni, að eg hafi talað við Jimmy Bean, •g að hann eigi að vera hjá mér hér eftir. Segið henni, að eg haldi að það gleðji hana. Líklega býst eg við að ættleiða hann með tímanum.,, Allra snöggvast rnisti ungfrú Polly sína vanalegu sjálfstjóm. “Þér ætlið að ættleiða Jimmy Bean?” spurði hún undrandi. John Pendleton leit upp og skaut neðri vörinni dálítið fram. “Já, það hefi eg hugsað mér. Eg býst við að Polly- anna skilji mig. Viljið þér vera svo góðar að segja henni, að eg hafi vonað að þetta mundi gleðja hana.” “Já, það skal eg segja henni — auðvitað,” stamaði ungfrú Polly. “Þökk fyrir,” sagði John Pendleton, hneigði sig og fór. \ Ungfrú Polly stóö á niiðju gólfinu. Hún stóð kyr og undrandi og starði á eftir þeim, sem burtu gekk. Hún gat naumast trúað því, sem íeyru hennar heyrðu. John Pendleton að ættleiða Jinnny Bean? John Pendleton, þessi ríki, óháði, hrottalegi maður, sem álitið var að væri sv'o yfirburða ágjarn og sjálfselskur — og að ættleiða svo lítinn dreng—og það slikan pilt, sem Jimmy Bean.” Polly sundlaði verulega, þegar hún gekk upp stigann til herbergis Pollyönnu. “Pollyanna, eg hefi kveðju til þín frá John Pendleton,” sagði hún. “Hann er nýfarinn héðan^ og hann bað mig að segja þér, að Jimmy Bean ætti að koma til hans o? vera hjá honum hér eftir; hann ætti að vera litli drengur- inn hans. Hann sagðist vona að þetta mundi gleðja þig.” Það var sem litla, angurværa andlitið hennar Polly- önnu, yrði að stóru geislahafi af þessari skyndilegu ánægju. “Glöð ? Já, glöð! Já, eg er sannarlega glöð. Ó. Polly frænka, eg hefi þráð svo mjög að fá pláss handa Timmy — og svo annað eins pláss og þetta. Og auk þess er eg svo glöð vegna John Pendletons sjálfs, því nú fær hann nærveru barns.” “Hvað fær hann?” Pollyanna stokkroðnaði alt í einu. Hún hafði gleynit því, að hún hafði ekki sagt frænku sinni frá þessari ósk John Pendletons, að hann v'ildi fá sig til að koma til sxn — og nú vildi hún heldur ekki segja henni, að hún hefði að eins fyrir mínútu síðan verið að hugsa um að yfirgefa hana — góðu, alúðlegu, blíðu Polly frænku. “Ó, það var að eins nærvera barns,” sagði hún fljót- lega. “Hr. Pendleton sagði einu sinni við mig, að það væri að eins kvenmanns hönd og hjarta og nærvera barns. sem gæti myndað — myndað heimili. Og nú hefir hann fengið það — nærveru barns.” “Ó, er það þannig,” sagði ungfrú Polly mjög alúð- lega; hún skildi meira en Pollyanna hafði nokkurn grun um. “Já, eg skil.” Og tár koiuu fram í augu hennar af viðkvæmni. Pollyanna, sem var hrædd um að frænka sín kæmi með fleiri hættulegar spurningar, flýtti sér að fara að tala um annað til þess, að losna við að tala um þetta — til þess að losan við að tala um Pendleton og heimili hans. “Hr. Chilton segir þetta líka,” sagði hún — “að það þyrfti kvenmanns hönd og hjarta og nærveru barns til þess að mynda heimili.” Ungfrú Polly sneri sér snögglega við. Chilton læknir! Hvernig veiztu það ?” “Jú, hann sagði það. Hann sagði það í það skifti, sem hann sagðist búa í nokkrum herbergjum — en ekki á heimili, þú skilur.” Ungfrú Polly svaraði engu, hún horfði út um glugg- ann. “Og svo spurði eg hann, hvers vegna hann útvegaði sér það þá ekki — kvenmanns hönd og hjarta og hitt annað — til þess að eignast heimili.” “Pollyanna!” Ungfrú Polly hafði snúið sér við aftur, og var blóð - rjóð í framan. “Jú, Polly fi-ænka, eg spurði hann um það af því, að hann var svo sorgmæddur.” “Hvað — hv'að sagði hann þá?” Ungfrú Polly kom með þessa spurningu, eins og eitt- hvað fyrir utan hana þvingaði hana til þess. “Já —• fyrst sagði hann ekkert. Og svo loksins sagði hann svo lágt, að eg heyrði það naumast, að það væri ' ekki alt af fáanlegt, jafnvel þó maður beiddi um það.” Nú varð stutt þögn. Ungfrú Polly horfði aftur út um gluggann, og kinnar hennar voru enn þá óeðlilega rauðar. Ppllyanna stundi. “Hann vill eflaust ná í einhverja, sem honum þykir vænt um, það er eg viss um. Og eg óska þess af heilum hug að hann geti fengið hana.” “En Pollyanna, hvernig getur þú vitað það?” “Af þvl hann einu sinni nokkru seinna sagði, og talaði mjög lágt, en eg heyrði það samt. Hann sagði ið hann vild'i gefa alt heimsins gull til þess, að hann ætti eins kvenmanns hönd og hjarta. En góða, hvað er þetta?” spurði hún undrandi, því Polly frænka stóð snögglega á fætur og gekk að glugganum. “Ekkert, góða Pollyanna. Eg ætla aðeins að flytja þenna krystals þrístrending,” sagði ungfrú PoIIy, blóð- rjóð í framan. Leikurinn og þeir sem léku hann. Litlu eftir hina síðari heimsókn John Pendletons korn lika Milly Snow síðdegis. Milly Snow hafði aldrei áður komið að Lindarbakka. Hún blóðroðnaði og varð mjög feirnin, þegar ungfrú Polly kom inn í dagstofuna, þar sem Nancy hafði vísað henni, til sætis. “En — eg er að eins komin til að heyra hvernig ung- írú Pollyönnu líður núna,” stamaði hún. “Þökk fyrir, það er vel gert. Já, hún er því sem næst alveg eins. Og móðir yðar, hvernig líður henni ?” “Já, það var nú einmitt af þeirri ástæðu að eg kom hingað, til að segja yður frá því — ef þér vilduð vera sv'o góðar að segja ungfrú Pollyönnu frá því,” sagði Milly fljótlega og ógreinilega. “Okkur finst það svo voðalegt — alveg skelfing hræðilegt, að þetta fjöruga. skemtilega barn skuli — skuli aldrei geta gengið eftir þetta. Og alt sem hún hefir gert fyrir okkur — já, fvrir mömmu, eins og þér skiljið — kent henni að leika leikinn og alt því um líkt. Og þegar við heyrðum, að hún mundi ekki einu sinni geta leikið hann sjálf — sem er svo eðli- le'gt, veslings litla stúlkan; hvernig ætti hún að geta það núna, þar sem hún liggur — svo mundum við eftir öllu því bljða og góða, sem hún hafði sagt við okkur, og svo hugsuðum við, að ef hún að eins vissi hv'að hún hefði gert fyrir okkur — að það gætí samt sem áður verið hjálp íyrir hana núna, af þvi það mundi gleðja hana — dálítið að minsta kosti — svo það væri eins og að leika ögn af Ieiknum, átti eg við —” Milly þagnaði, eins og hún byggist við því að ungfrú Polly myndi hjálpa sér. Ungfrú Polly hafði setið kurteis og hlustað á hana, eu hún leit nokkuð vandræðalega út, eins og hún hefði ekki skilið hana. Hún hafði líka naumast skilið helming- inn af því sem Milly sagði. Hún sat og hugsaði með siálfri sér, að hún hefði raunar alt af heyrt að Millv væri “mjög einkennileg”, en sér hefði aldrei til hugar komið að hún væri reglulegt flón. En á annan hátt gat hún ekki litið á þenna ósamanhangandi, undarlega, inni- haldslausa orðastraum, sem rann frá Milly. Þegar hún þagnaði og leit feimnislega 'til hennar, sagði hún því i i'ólega:: “Eg held eg skilji yður ekki alveg, Milly. Hvað er það, sem þér viljið að eg segi systurdóttur minni?” “Jú, það er það”, svaraði Milly óðagotslega, “að þér létuð hana skilja hvað hún hefir verið fyrir okkur. Auð- vitað hefir hún séð margt meðan hún kom til okkar, og hún veit að mamma er öðruvísi. En eg vil að hún fái að vita á hvern hátt hún er öðruvísi—'Og eg líka. Eg er öðruvísi. Eg hefi líka reynt að leika þenna leik — dálítið aö minsta kosti.” Ungfrú Polly hristi höfuðið,. hún ætlaði að spyria Milly við hvað hún ætti með “þessum leik”, og hv'aða leikur ]xað væri, en hún gat það ekki. Milly hélt áfram að rausa. “Þér vitið að rríömmu líkaði enginn hlutur áður fyr: ekkert fanst henni vera rétt. Hún vildi ávalt hafa alt öðruvísi en það var. Og það hefir máske ekki verið ó- sanngjarnt af henni heldur — eins og henni leið. En nú lætur luin mig lyfta blæjunum frá gluggunum,og hún veit- ir hlutunum i kringum sig eftirtekt, og hvernig hún lítur út sjálf og náttkuflinn hennar og alt því um líkt. Og nú er hún raunar farin að prjóna dálítið—tauma handa börn- um og í-ykþurkur og annað því um líkt. Og hve áköf hún er við þetta, og svo glöð, af því hún getur það. Og alt þetta er ungfrú Pollyönnu að þakka, sjáið þér, af þvi hún sagði við mömmu, að hún gæti í öllu falli verið glöð yfir því, að hún gæti hreyft hendur og handleggi, og þá datt mömmu í hug hve heimskulegt það va'r, að hún notaðði ekki þessar hendur og handleggi til neins. Og svo byrj- aði hún á því, skiljið þér — að prjóna, skiljið þér. Og þér getið alls ekki ímyndað yður hvernig alt er orðið breytt hjá okkur núna — bjart og snoturt, og með glerþrí- strendingana í gluggunum, sem hún gaf henni, og svo reglulegt og viðfeldið, að maður verður eins og að öðruni manni þegar maður kemur inn. Áður fanst mér vera svo leiðinlegt inni hjá mömmu, svo dimt og drungalegt. Og mamma sjálf er svö — já, stúrin og óviðfeldin, eins og þér skiljið. Og þessvegna vildi eg að þér segðuð ungfrú Pollyönnu, að okkur er vel Ijóst að það er henni, sem viö eigum að þakka fyrir alt þetta. Og gerið svo vel að segja henni, að við erum svo glaðar yfir þvíí að þekkja hana, og að við höldum, að þegar hún heyrði það, þá mundi hún líka verða dálítið glöð yfir því, að þekkja okkur. Og — og— já, svo var það ekki meira.” Milly stóð snögglega upp. “Já, já, viljið þér flytja henni kveðju okkar og segja henni þetta?” bætti hún við. “.Jú — jú; já, það skal eg gera,” svaraði ungfrú Polly kurteislega, um leið og hún hugsaði, að hún vissi sannar- lega ekki hve mikið af þessu orðagjálfri -hún myndi til að endurtaka. En þessar heimsóknir John Pendletons og Milly Snows voru að eins þær fyrstu af langri röð; og alt af var margt. sem átti aö segja Polyönnu — kveðjur, sem oft voru svo undarlegar að innihaldi, að þær komu ungfrú Polly i vandræði. Einn daginn kom lítil kona, ekkja frú Benton; ung- frú Polly þekti hana vel, þó hún hefði aldrei við hana talað. Hún var álitin að vera ömurlegasta manneskjan í öllu héraðinu — sú eina sem alt af Var svartklædd. í dag hafði ekkjufrú Benton samt litla, ljósbláa borðalykkju um hálsinn, enda þótt andlit hennar væri mjög sorgþrungiðð og tár í augunum. Hún talaði um hve undrandi og sorg- bitin hún væri yfir þessu óhappatilfelli. Svo spurði hún hikandi hvort hún mætti heilsa Pollyönnu. Ungfrú Polly hristi höfuðið. “Nei, því ver, það getið þér ekki. Enn þá má enginn koma inn til Pollyönnu. En máske — seinna —” Ekkufrú Benton þurkaði augun og stóð upp til að fara, en í dyrunum sneri hún sér við og kom hvatlega inn. “Máske þer vilduð segja henni fáein orð frá mér, ung- frú Harrington?” stamaði hún. “Já, með ánægju, frú Benton. Litla konan hinkraði við og hugsaði sig um. Svo sagði hún: “Viljið þér gera svo v'el og segja henni, að eg — að eg hafi látið á mig þessa“ — hún lagði hendina á ljós- bláu borðalykkjuna. Og þegar ungfrú Polly leit á hana txndrandi, bætti hún við: “Litla xxngfrúin hefir svo lengi reynt að koma mér til að hætta að bera svartan klæðnað, og þess vegna hélt eg að það myndi gleðja hana — þegar hún fengi að heyra að eg væri byrjuð að — að bera dálitla liti á mér. Hún sagði að Freddy myndi verða svo glaður ef eg gerði það. Þér vitið að Freddy er alt sem eg á eftir nú. ÁU^r hinir eru—” litla konan leit niður og sneri sér undan, “Já,” sagði hún svo litlu síðar, “þetta var að eins það, $em- eg vildi biðja yður um—-að þér vilduð flytja PolIyé>nn,i kveðju mína, og segja henni það sem eg hefi sagt: húxí skilur það eflaust.” Og sv° lokaði ekkjan dyrunum á eftir sér. Ni)kkru síðar sama daginn kom önnur ekkja — að minst^ k'osti v'ar hún svartklædd og leit út sem ekkja. Hana þgkti ungfrú Polly alls ekki; og furðaði sig á þvt livar Pollyanna hefði kynst henni. Þessi'ókunna kona kvaðst heita "frú Tarbell.” “Eg t-‘r yöur eflaust ókunn,” sagði hún, “en eg er ekki ókuxjn systurdóttur yðar, henni Pollyönnu litlu. Eg hefi dv.HMÉ^u hótelinu hérna í alt sumar og á hverjum degi hefi eg gengið langar leiðir vegna heilsu minnar. Það var á einni slíkri göngu að eg mætti systurdóttur yðar — hún er ein af þeim indælustu börnuni. Eg vildi að eins að eg gæti látið yður skilja hvað hún hefir verið fyrir mig. Eg var svo sorgþrungin þegar eg kom, hingað; eg hefi orðið fyrir svo miklu andstreymi; — og litla, hreinskilna andlitið hennar og glaða framkoman, minti mig á litlu stúlkuna m'na, sem eg misti fyrir nokkr- um árum. Eg v'arð næstum örvingluð, þegar eg heyrði um slysið sem henni vildi til. Og þegar eg seinna varð þess vís, að þetta elskulega barn mundi ekki framar geta gengið, og að hún væri svo hrygg yfir þvi að geta nú ekki verið glöð lengur— blessað góða barnið — þá fanst mér að eg yrði að fara til yðar.” “Það er mjög vingjarnlega gert af yður,” tautaði ung- frú Polly. “Nei, það er gagnstætt, það eruð þér serp veitið mér vinsemd. Viljið þér flytja henni kveðju mína.” “Með ánægju.” “Viljið þér vera svo góðar að segja henni, að frú Tar- bell sé glöð nú orðið. En — já, eg bið yður afsökunar, niér er nauðugt að koma með nokkra skýringu.” ömur- legir drættir komu í Ijós x kringum munn ókunnu kon- unnar, og augun brostu ekki lengur. “Systurdóttir yðar mun skilja við hvað eg á, að mig langaði svo mjög til að láta hana vita þetta. Þökk, þúsund þakkir. Og afsakið mig, ef vður finst eg hafa verið of nærgöngul,” sagði hún um leið og hún kvaddi. Nú var ungfrú Polly í algerðum vandræðum. Hun flýtti sér upp stigann til herbergis Pollyönnu. “Pollyanna/’spurði hún, þegar hún var komin inn til litlu stúlkunnar, “segðu mér hvort þú þekkir nokkra frú Tarbell ?” “Já, það geri eg raunar, og mér þykir vænt um hana; hún er veik og svo voðalega sorgmædd. Hún á heima niðri á hótelinu og gengur langar skemtigöngur. Við göngum út saman — já—,eg—eg á við við vorum vanar a'ð ganga út saman áður------” Pollyanna þagnaði, sneri höfðinu við og fól andlitið í koddanum. Ungfrú Polly greip í hálsmálið á treyjunni sinni, og flýtti sér að segja: Frú Tarbell var hér rétt núna, Pollyanna mín, og hún sendi þér kveðju sína—-en hún vildi ekki skýra fyrir niér þýðingu hennar; húu 'oað mig að eins að segja þér, að frú Tarbell væri glöð núna.” Poliyanna leit fljótlega upp, og gleðin fór að skína á andliti hennar, eins og þegar blómin opna faðm sinn móti sólskini. “Nei, sagði hún það? Sagði hún það í alvöru? Ó, hvað mér þykir vænt um það!” “En Pollyanna, hvað þýðir það? Við livað átti hún?” “Jú, góða Polly frænka, það er leikurinn, það er—” Pollyanna þagnaði alt í einu, roðnaði og lokaði vörunum. “Hvaða leikur?” “Ó, það er ekkert, Polly frænka; það er að eins —',nei, það er það sem eg get ekki sagt frá, nema eg minnist á — nei, eg get ekki —eg get ekki talað um það, Polly frænka. T ráðum byrjar ný saga í Lög- bf *i er heitir: “Dætur Oakburns Lá?arðar.” Skemtileg saga. Efnafrœðislega sjálfslökkvandi Hvað þýða þessi orð fyrir þig? pau þýða meira öryggi á heimilinu. — það er vissulega atriði, sem þú lætur þig varða, meira en lítið. Ef til vill hefir þú tekið eftir þessum orðum og setn- ingum: “Enginn eldur eftir þegar slíkt hefir verið” á vorum nýju, hljóðlausu stofu eldspýtnakössum. Hver einasta spýta í þessum kössum er gegn vætt í efnafræð- islega samsettum legi, sem breytir þeim í óeldfiman þegar búið er að kveikja í þeim og slökkva aftur, og hætt- an á bruna frá logandi eldspýtum gerð ein slítil og mögu- legt er. öryggi fyrst, og notið ávalt Eddys hljóðlausu 500s J. N. Sommerville, Lyfsali Horni William & Isabel, Winnipeg Tals. Garry 2370 Vér mælum með eftlrfylgjandi hressingarlyfum að sumrinu Beef, Iron & JVine Big 4 D Compound sem er blóðhreinsandi meðal. Whaleys blóðbyggjandi lyf Vorið er komið; um það leyti er altaf áríðandi að vernda og styrkja líkamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. Það verður bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjandi meðal gerir það. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215] PortageAv í gamla Queens Hotel G. F. PENNY, Artist Skrifstofu talsími ..Main 2065 Heimilis talsími ... Garry 2821 C. H. NILSON KViNNA- og KARLA SKRADDARI Hin stærsta skandinaviska skraddarastofa 208 Logan Ave. 1 öðrum dyrum frá Main St. Winnipeg, . Man. Tals. Garry. 117 Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð Landbúnaðaráhöld, als- konar verzlunarvörur, búsbúnað og fleira. 264 Smith St Tals. M, 1781 SAMSKOT til gamalmenna-heimilisins Betel safn- að af Mr. M. M. Jónasson, Vidi. Frá Vidi P. O., Man.: M. M. Jónasson...............$ 5.00 Steingrímur Sigurðsson ... .. 2.00 Haraldur Hólm................. 1.00 Magnús Jónasson . . .-. ... .. 3.00 Björn Bjarnason............... 1.00 Einar J. Jónasson............. 1.00 Franklin Péturson............. 2.00 Björn Ólafson................. 1.00 Magnús Frederickson........... 3.00 Lárus Sölvason................ 1.00 Þorleifur Sveinsson.......... 2.00 Ármann Magnússon.............. 1.00 Asm. B. Austmann.......... .. 1.00 Ólafur T. Jónasson............ 1.00 Björgvin Björnsson............ 1.00 Halldór Björnsson............. 1.00 Magnús Ásmundsson............. 2.00 S. T. Halldórsson..............1.00 Jónas J. Jónasson............. 1.00 Jón Sigurðsson................ 5.00 Sigurður Eyjólfsson..............50 J. L. Sigvaldason............. 1.00 Bjöm Erlendson................. .50 W. S. Eyjólfson................ .50 Óskar Erlendson..................50 Sigvaldi Jóhannesson...........1.00 Sigurður Sigvaldason.......... 1.00 Gunnl. Hólm................... 1.00 Björn Jóhannsson.................50 Albert Wilson................. 1.00 Björn I.Sigvaldason........... 1.00 Snorri Pétursson................500 Kristjón Finnsson................50 Þórarinn Kristjánsson ...........50 Kvenfélagið “ísafold”.........10.00 Frá Framnes P. O., Man.: Árni G. Anderson ............. 1.00 Þorgrímur Pétursson..............25 ATagnús Gíslason.............. 1.00 Frá Hnausa P. O., Man.: S. V. Sigurðsson.............. 1.00 Finnb. Finnbogason..........., 1.00 H. J. Hildibrandsson.......... 2.00 John Elliott, Sylvan P.O., .... 1.00 Sveinn Thorvaldson, Riv'erton 25.00 Frá leikfélagi Skuldar, Wpg .. 15.00 Samtals .. . . ..$103.75 Rex Gleaners LITA, HREINSAog PRESSA FÖT Búa til ný föt, gera við föt Föt preesuð meðan þér standið við...............SKc. Karla og kvenna fatnaður hreinsaður fyrir.........$1.50 Einnig viðgcrðir á loðskinnsfötum 332] Notre Dame Ave. Tals. G. 67 Winnipec Vér ábyrgjumst ekki föt sem ei er vitjað innan 30 daga - TAROLEMA lœknar ECZEMA Gylliniæð, geitur, útbrot, hring- orm. kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. CLARK CHEMICAL CO., 309 Somerset Block, Wínnipeg Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- liöld. Allskonar viðgerðir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar fyrir sanngjarnt verð. Barna- vagnar og hjólhringar á reiðum höndum. 764 Sherbrooke St. Horni Nstre Dsme Steel & Co., Limited MYNDASMIÐIR Myndir teknar eftir nýjum og göml- um myndum og stækkaðar, hvaða stærð sem er með olíu eða vatnslit eða India hleki og rammari settir utan um ef um er beðið. Áætlánir gefnar. Horni Main og Bannatyne Str. Fyrstu dyrum vestur af Main Tals. Garry 1280. Winnipeg Stofnsett 1887.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.