Lögberg - 10.05.1917, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MAí 1917
bcr g Gefið út Hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre$s, Ltd.ýCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor }. J. VOPNI, Business Manager Ltanáskrift til blaðsins: THE OOlUMBIit PRESÍ, Ltd., Box 3172, Winnipsg, MáT Utanáskrift ritstjórans: EDIT0R L0CBERC, Box 3172 Winnipeg, Man- VERÐ BLAÐSINS: %2.00 um árið.
Framtíð Canada.
‘ VarSar mest til allra or8a,
undirstaSan rétt sé fundin.”
III.
Til þess að láta sér þykja vænt um land sitt,
verður maður að þekkja það; þekkja eðli þess
og sögu þeirrar þjóðar, sem þar hefir búið.
Hinir eldri fslendingar þekkja yfir höfuð frem-
ur lítið það land, sem vér byggjum hér. Hinir
yngri læra það í skólunum.
Sá sem fyrstur sló eignarhaldi á þetta land
hét Jacques Cartier, frakkneskur siglingamaður.
Hann sigldi upp St. Lawrence flóann á St. Law-
rence dag 1534 og lýsti því yfir að Frans I. Frakka-
konungur væri eigandi og yfirdi'otnari Norður
Ameríku.
pað var ekki fyr en 1608 að bærinn Quebec
var stofnaður af manni, sem De Chaplain hét,
og fimtán árum seinna bygði sami maðurinn
virkið St. Louis.
f því vígi sátu stjómendur Frakka um 150 ár
og drotnuðu yfir ölíu svæðinu austur frá Nýja
Skotlandi, sem þá hét Acadia vestur að Superior
vatni og meðfram Mississippi vatninu, alla leið
til Florida og Louisiana.
Trúboðar ferðuðust um alt þetta svæði og liðu
alls konar hörmungar, en gáfust aldrei upp í því
starfi að reyna að snúa Indíánum til trúar. pess-
ir trúboðar eru fyrstu menn, sem lögðu grundvöll
að menningu hér í álfu; auk þess fundu þeir og
uppgötvuðu margt merkilegt á ferðum sínum.
Einn þeirra, sem Lasalle hét, fann Mississippi
dalinn.
Árið 1670 veitti Karl II. Pupert prinsi og fé-
lagi hans eilífan og takmarkalausan rétt til þess
að verzla á öllu svæðinu, sem frjófgun fengi frá
öllum ám og lækjum og vatnsföllum, sem renna
í Hudson flóann. petta félag hét Hudsonflóafé-
lagið.
Verzlunar- og herstöðvar voru nú bygðar hér
og þar og fjandskapur kom upp milli Frakkneskra
og enskra vrezlunarmanna.
Fór þetta oft svo langt að í blóðuga bardaga
var farið. Indíánar tóku stundum þátt í því;
voru Iroquois Indiánar herskáastir og óeirðar-
fylstir og fylktu þeir sér með Englendingum, en
Huron Indíánarnir, 'sem allra voru friðsamastir,
voru bandamenn Frakka.
Stríðin urðu tíðari og yfirgripsineiri og börð-
ust Frakkar og Englendingar um yfirráð landsins.
peim stríðum lauk árið 1759, þegar Wolfe
hershöfðingi Englendinga vann sigur á Montcalm
hershöfðingja Frakka, á hinum svo kölluðu
Abrahams sléttum. pá var Quebec hertekin og
Montreal næsta ár. Var þar með yfirráðum
Frakka hér Iokið.
Friður var saminn árið 1763, með þeim skil-
yrðum, að ríkja skyldi fvllkomið trúarfrelsi; hefir
Canada heyrt undir England síðan. Sama ár voru
sett ensk lög í nokkrum hluta landsins.
Canada var miklu víðáttumeira þá en nú, eins
og fyr segir, en árið 1783 voru af hendi látin stór
svæði sunnan af ríkinu og sameinuðust þau Banda-
ríkjunum um það leyti, sem borgarstríðinu lauk.
f þessu svæði voru sex ríki: Minnesota, Wisconsin,
Michigan, Ohio, Indiana og Illinois.
Árið 1791 var Canada skift í tvent með tvenns-
konar löggjöf; voru frönsk lög í austurhlutanum,
en ensk lög í þeim vestari. »
Svo mikið sundurlyndi átti sér stað milli þess-
ara tveggja hluta að til vopna var tekið; en að
síðustu var komið á samræmi þannig að sameig-
inlegt lögjafarþing var stofnað fyrir báða parta
árið 1841. pá var Quebec kölluð neðri Canada og
Ontario efri Canada; en árið 1867 voru samin fyr-
ir alt landið ein allsherjar lög, sem nefnast
“Brezku lögin fyrir Norður Ameríku”.
Við efri og neðri Canada bættust þá Nýja
Skotland og Nýja Brunsvík og var alt nefnt
Canadaríki. Nýfundnaland vildi ekki vera með,
en að því fráskildu var öll norður Ameríka fyrir
norðan Bandaríkin innlimuð inn í Canadaríki.
Hudsonflóa félags landið var keypt af því árið
1868; British Columbia sameinaðist 1871, Prince
Edward eyja 1873.
Árið 1870 varð/uppreist í Rauðárhéruður^um;
var orsökin sú að búendunum þar fanst sem ó-
tryggar væru eignir sínar sökum skiftanna við
Hudsonflóa félagið. Sá hét Louis Riel, sem fyrir
uppreistinni stóð. Uppreistin var bæld niður af
herliði undir forustu Wolesley hershöfðingja.
Til þess að fullvissa íbúana um það að eignir,
sem keyptar voru af Hudsonflóa félaginu væru
tryggar, var myndað úr þeim nýtt fylki og kallað
Manitoba.
Árið 1871 voru þeir skilmálar gerðir í hinum
svokallaða Washington samningi að fiskiveiðarn-
ar í Canada og Bandaríkjunum skyldu heimilar
báðum þióðum í næstu 12 ár; en Canada átti að
fá árlega $5,500,000 í uppbót fyrir það hversu
fiskiveiðar þess lands væru meira virði en hins.
Árið 1884 varð aftur uppreist meðal kynblend-
inga og Indíána í Saskatchewan og Assiniboia
héruðunum út úr því hversu illa þeim gekk að fá
gild eignarbréf fyrir löndum sínum. Fyrir þess-
ari uppreist stóð aftur Louis Riel.
Uppreistarmennimir tóku stjórnarbúðimar í
Duck Lake og voru allmargir bændur drepnir við
Frog Lake. Herlið var sent gegn uppreistar-<
mönnum, undir forustu Middleton hershöfðingja,
voru það allmargar þúsundir hermanna, og bældu
þeir uppreistina niður. Uppreistarforinginn var
tekinn fastur. Riel var dæmdur til dauða og líf-
látinn 28. júlí 1885.
í því liði, sem til þess fór að bæla niður upp-
reistina voru nokkrir íslendingar.
pegar hinir svokölluðu Washington samningar
voru úti urðu allmiklar og tíðar skærur með cana-
diskum og bandarískum fiskimönnum. Voru skip
tekin föst á víxl, mönnum hamlað frá því að ná í
beitu og sló stundum í blóðuga bardaga.
Árið 1887 var kosin brezk-amerísk nefnd til
þess að ráða þessum málum til lykta. Samningar
voru undirritaðir í febrúar 1888, en þeim var
neitað, þegar þeir komu fyrir efri deild Banda-
ríkja þingsins. Árið 1887 var einnig sett nefnd
til þess að skera úr selveiða deilum milli Canada
og Bandaríkjanna og 10 árum síðar dæmdi sú
nefnd Canada í-vil. Árið 1903 var enn önnur
nefnd kosin til þess að fjalla um deilumál í Lund-
únaborg út af Alaska landamerkjunum og var þár
úrskurðað Bandaríkjunum í vil.
Árið 1910 kom upp deilumál um fiskiveiðam-
ar við Newfoundland, En því máli var ráðið til
lykta í Hague á Hollandi á friðarþinginu.
Frá því 1854 til 1866 höfðu gagnskiftasamn-
ingar verið milli Canada og Bandaríkjanna; þá
var þeim sagt upp af hálfa'Bandaríkjanna á móti
vilja Canada. Upp frá því var stöðugt barist um
það í Canada af báðum flokkum að fá samningana
endurvakta, en Bandaríkin neituðu ávalt, þangað
til árið 1911, þá létu þau undan; var þá liberal-
flokkurinn við völd, en þótt undarlegt megi virð-
ast, settu conservativar sig nú upp á móti því,
sem þeir sjálfir höfðu barist fyrir í hálfa öld og
fengu því til vegar komið að því var neitað, þegar
loksins var mögulegt að fá það.
Nú hefir þó verið endurvakinn þessi gagn-
skiftasamningur að því er hveiti snertir — til
bráðabyrgða að minsta kosti.
Islendingar .lítilsvirtir.
í>að er Lögbergi æfinlega gleSiefnþ þegar þaö getur
flutt einhverjar góðar fréttir um ísiendinga. f>egar þeir
hljóta viðurkenningu fyrir vel unnið starf, í hvaða efni
sem er. Hver grein, sem ensku blöðin hér flytja, þar
sem íslendinga er að góðu getið aflar oss gleði.
En það eru oss ekki siður sársauka fréttir, þegar þjóð
v’or verður fyrir einhverju hnútukasti; einhverjum ákúr-
um; einhverri lítilsvirðingu.
Það er gott að fá áð heyra það, sem vingjarnlega og
hlýlega er sagt'; en það er ekki síður nauðsvnlegt að
heyra hitt, sem manni fellur miður.
Lögberg telur það skyldu sína, að láta íslendinga
vita, hvernig þeim er borin sagan; hvernig þeir eru
málaðir af hériendu fólki. Og það væri rangt, að tína
upp alt lof, sem um landann. er sagt, en láta hann ekki
vita um hitt, sem honum er gert til vanvirðu og lagt ti!
ámælis. Sérstaklega á hann heimtingu á því að blöðin
beri honum þá dóma, sem um hann eru feldir — ekki
síður sleggjudóma en aðra: ekki síður last en lof.
Eins og vér öli vitum, hafa íslendingar ekki lagt sig
eins einhuga fram um neitt v'erk um langan tíma og það
að vinna að heill og velferð 223. herdeildarinnar. Þar
hafa þeir komið fram svo að segja með óskiftum kröft-
um i öllu tilliti.
Þangað hafa þeir safnað mörgpm sínum efnilegustu
sonum; mörgum þeim er þeir bygðu á sínar björtustu
vonir. Þangað hefir móðirin horft á eftir syni sinum,
konan eftir manni stnum, systirin eftir bróður sínum,
dóttirin ertir föður sinum, unnustan eftir elskhuga sin-
ufn o. s. frv.
Til þess að styrkja þá deild, hafa íslendingar iagt á
sig meira fjárhagslega, en til nokkurs annars fyrirtækis.
Og ]tað var með stolti samfara sársauka, seni allur fjöldi
íslenskra manna og kvenna kvaddi hinn prúða hóp, þegar
hann lagði af stað héðan nýlega.
Þótt þetta starf væri ekki leyst af hendi í eigingjörn-
um tilgangi af fjöldanttm, þá er það vist að fremur var
til þess ætlast og við því búist að oss yrði talið það til
sóma en lagt það til ámælis.
En hvað skeður ?
Eitt af vikublöðunum í Canada, sem mjög er útbreitt,
kastar slíkri hnútu að Islendingum í sambandi v'ið þessa
deild að vér höfum aldrei hlotið annan eins snoppung
siðan vér komum hér til lands. Blaðið heitir “Jack
Canuck” og er gefið út í Toronto. 1 eintaki þess, sem
út kom 21. apríl birtist grein með fyrirsögninni: ‘Tlt ásig-
l^omulag í skandinavisku deildinni”.
Greinin er stutt og hljóðar ])annig:
“Fyrir nokkru var leyfi gefið til þess að stofna
skandinaviska herdeild í Vestur Canada. Þessi herdeild
—223.—var lögheimiluð fyrir ári í febrúarmánuði síðastl.,
hún hefir stöðvar sínar í Portage la Prairie og eftirfylgj-
andi upplýsingar um þessa “einkennilegu ’ deild eiga ekki
illa við og geta ef til vill veitt nokkra skemtun.
Siðan í febrúar 1916 hefir þessi deild draslast áfram
í stjórnleysi og á hundavöðum. Foringjarnir hafa legið
í sífeldum ófriði innbyrðis og hafa nokkrir fslendingar
átt mestan þátt í rifrildinu.
Loksins leiddi þetta til þess að aðalherforinginn, Lt,-
Col. Albrechtson, sem er danskur maður, sagði af sér;
en hann var æfður herforingi.
Hver einasti maður í Vestur Canada lítur svo á að
tilraunir til þess að íylla þessa herdeild sé ekkert annað
en skrípaleikur eða blekking.
223. herdeildin er skandinavisk að þvl er yfirmennina
snertir, en þegar litið er á hermennina sjálfa og þá, sem
embættislausir eru, þá eru þar hér um bil allar þjóðir
aðrar en Skandinavar. Og nú koma háværar kvartanir
frá rúmum 90 brezkum mönnum og rúmum 80 Bæheims-
mönnum, sem eru óbreyttir liðsmenn og embættislausir
herlærðir menn. Halda ]>eir því fram að þeir hafi verið
fengnir til að innritast með svikum. Þeir halda því fram
að hinum brezku hermönnum hafi verið lofað því að
yfirmenn þeirra skyldu vera brezkir og að Bæheims-
mönnum hafi verið Jofað því að yfirmenn þeirra skyldu
vera Bæheimsmenn.
Þessi 223. herdeild hefir nú nægilega marga yfirmenn
til þess að stjórna heilli deild og þó er álitið að deildin
geri vel, þegar hún hefir 300 manns á Jieræfingagöngu.
Margir þeirra geta jafnv'el ekki talað óbjagaða enska
tungu, og að því er herkunnáttu og hæfileika þeirra snert-
ir, þá eru þar fæst orð bezt.
Brezku hermennirnir í deildinni og Bæheimsmenn
hafa farið fram á það að þeir séu settir í aðrar deildir;
Bretar i Canadiska herdeild og Bæheimsmenn i einhverja
deild, sem er viljug að veita þeim móttöku og bráðlega
fer austur. Enn seni komið er hefir ]>etta leyfi ekki
fengist og hefir auðvitað risið út af því óánægja.
Hermálatsjörnin ætti að skerast í leikinn og gæta þess
að hér væri tekið í taumana eftir þörfum og það tafar-
laust; hermálastjórnin ætti að hafa það hugfast að einn
ánægður hermaður getur verið meira virði en hundrað
óánægðir.
Auk þess er ]>að að athuga að Bæheimsmenn eru, eins
og allir vita, frá liéraði í miðju Austurríki. Þeir eru í
raun réttri sannir Austurríkismenn, og sjálfir hafa þeir
lýst því yfir að flestir þeirra hafi verið látnir innritast í
Bandaríkjunum; að beir hafi verið fluttir til Canada og
klæddir einkennisbúningi án þess að taka nokkurn tíma
!x>rgarabréf, eða án þess að liafa tækifæri til þess að vera
nógu lengi í landinu til þess að geta orðið canadiskir
borgarar. Þeir lýsa því yfir að skjöl sín séu dagsett
mánuði áður en þau v'oru gerð. Sé það satt, þá lítur
svo út, sem canadiskum peningum hafi blátt áfram verið
stolið til þess að borga með járnbrautargjöld og lífeyri
þessara Bæheimsmanna, þegar þeir voru fluttir hingað.
Yfirmenn, sem sekir kunna að finnast um þetta sví-
virðilega brot á lögum landsins ættu að vera reknir tafar-
laust.
Þessir Bæheimsmenn hafa kostað Canada 'ógrynni
fjár, og það er vafasamt hvort brezku yfirvöldin leyfðu
Bæheimsmönnum að fara í skotgrafirnar.
Ef það illa ásigkomulag, sem óneitanlega á sér stað í
223. herdeildinni er liðið framvegis, aðeins vegna þess að
þessir tveir Islendingar hafa áhrif hjá hinum háu apa-
köttum í Ottawa, þá er tími til kominn að þau áhrif væru
minkuð.”
Hafi Islendingar nokkru sinni verið bomir alvarleg-
um sökum, þá er það í þessari grein.
Þegar þjóð v'or hefir lagt í sölurnar líf og fé fvrir
þetta land, þá eru þetta kaldar kveðjur og einkennilegar
þakkir, og litt til þess fallnar að leiða til samvinnu eða
vináttu vorrar við enskumælandi fólk hér, söm undan-
tekningarlaust lætur þessu ómótmælt. Vér fáum ekki
skilið annað en að það sé skylda stjórnarinnar að taka
í taumana og hegna þeir, er slikan óhróður ber á vissa
menn og vissan þjöðflokk—Islendinga. Og geri hún það
ekki, þá vitum vér landamir hversu ant henni er um
sanngirni gagnvart oss.
,,Scst í gegnum sauðargœruna.”
j t íiðasta blaði var sögð saga baráttunnar í Canada
fyirir ]>ví að fá toll numinn af hveiti og fleiri nauð-
synjuin.
, Lesendur blaiisins eru bcðnir og ámintir um að lesa
vef þ; sögu og íhuga hana.
'Þegar núverandi sambandsstjórn hefir drýgt flestar
þær stórsyndir, sem einni stjórn er mögulegt j.ð drýgja;
• bæði ásetnings- og yfirsjónar syndir, og komið er að
þeiin t:ma, að dómur verði upp kveðinn af fólkinu, þá
gripur hún til þess úrræðis að kasta sauðargæru yfir
úlfinn og koma fram með sakleysissvip.
Er þá skotið á klikufundi þeirra nianna, sem við
stjórn eru, án samþykkis fólksins, og ]>ar er ákveðið að
taka toll af hveiti í bráðina.
Þing stóð yfir, þegar þetta var gjört, og þótti flestum
það einkennilegt, að ekki skyldi jafn mikilsvert mál og
]>etta vera borið ]>ar upp, rætt og samþykt.
En stjórnin og talsmenn hennar kváðu ákvæði á stjórn-
arfundi vera nægileg og hér þyrfti urn enga einlægni að
efast.
Þegar á þing kom var sýnt fram á það af lögfróðum
mönnuin og stjórnvitrum að það, sem aðeins væri ákveð-
ið á stjórnarnefndarfundi mætti afnema aftur eins fyrir-
varalaust og umsvifalaust á stjórnarfundi. En til þess að
nema úr gildi lög, sem á þingi væru samþykt, þyrfti aftur
þingsamþykt.
Þess vegna var það að Turriff þingmaður kom fram
með ]>á tillögu að gerðir stjóróarinnar í þessu máli Væru
sam]>yktar á þingi, til þess að bændur Vesturlandsins
hefðu tryggingu fyrir því að tollafnámið yrði varanlegt,
en ekki væri hægt að smella tolli á aftur ]>egar minst varði
eftir geðþótta.
Hefði stjórnin verið einlæg og ætlað sér að afnema
tollinn framvegis, þá hefði hún að sjálfsögðtt verið þess-
ari tillögu samþykk.
En hvað gerir hún í því efni?
Stjórnin sjálf berst á móti því og skipar fylgifiskum
ísnum að greiða atkvæði á móti því að þingið samþykki
hennar eigin gerðir.
Þarna sást í gegn uni sauðargæruna.
Þetta er einhver hlægilegasti iblekkingaleikur, sem
fram hefir komið i pólitískum málttm hér í landi, og þó
hafa þeir margir verið fyr og síðar.
Stjórn landsins gcrir ákvaSi viðvikjandi niáli, sctn
snertir alla þjóðina; andstœðingar hcnnar gera tillögn
mn að gerðir stjórnarinnar scu sanuþyktar af þinginu;
stjórnin berst á móti því, allir andstœðingar greiða at-
kvœði mcð, en hún sjálf og allir hennar fylgifiskar á
mðti!!
Þetta verður ekki á annan veg skilið en þann að
stjórnin hugsi sér að sæta hændum Vesturlandsins í
ntunni rétt fyrir kosningarnar með þvi að taka snögg-
lega tollinn af hveitinu, en setja hann á umsvifalaust
aftur ef hún verði við völdin.
Með öðrttm orðum, það er svikabrella—kosningabeita.
Getur nokkur skýrt það á annan veg? Hvað gat
stjórninni gengið til þess að vera á móti því að þingið
samþvkti það, sem hún sjálf hafði gert? Hvaða skýring
getur verið á því önnur en sú, sem hér er bent á?
Bændur í Vestur Canada svara því vtmandi með at-
kvæðum sínum þegar til kemur.
V ORBLÆRINN.
Hann kemur enn með “sætan svana klið”
hann svipast eftir hverju ungu blómi,
hann létt það kyssir, syngur við og við
og vaggar því með angurblíðum rómi.
KÆRLEIKURINN.
tnn læðist inn á lífsins köldu svið,
nn leitar eftir hverju frosnu blómi;
xih létt það faðmar, stynur við og við,
xann vekur það með ástar blíðum rómi.
A. E. fsfeld.
4
4-
4
-f-
•í*
4-
>i*
4-
>1-
4-
•f>
4-
4
4-
•i-
4-
+
4-
•i-
4-
•i*
4-
•4
4
THE DOMINION BANK
SIR EDMUND B. OSLER, M.P.
President
W. D. MATTHEWS,
Vice-Pre»ident
Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið
Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega *
í
4-
J.
Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Managw. >
*
Selkirk Brsnch—M. 8. BUR6ER, M&nager. {
X44'4'f44'4'f4'f4'f44'44'44'4'f4'f4't'44'4'f4'f4'‘f44'44'44'444'f4'f4'P4'f4X
NORTHERN CROWN BANK
Höfuðstóll löggikur $6,000,000 Höfuðstóll greiddur $1,431,200
Varasjóðu......$ 715,600
Formaðnr...........- - - Slr D. II. McMHjIxAN, K.O.M.U.
Vara-formaður ......... Capt. WM. ROBINBON
Sir ». C. CAMERON, K.C.M.G. J. H. ASHDOWN, AV. R. BAWXiF
E. F. HCTCHINGS, \. McTAVISH CAMPBEIxD, JOHN STOVKL
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vlð elnstaklinga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Ávlsan'ir seldar til hvaða
staðar sem er & Islandi. Sérstakur gaumur gefinn sparlsjóCsinnlögum,
sem byrja má meC 1 dollar. Rentur lagCar viC & hverjum 6 mánuCum.
T" E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður
Cor. William Ave. og Sherbrooke St., . Winnipeg, Man.
?syr?'4S;ríiii)'4?:rjiírí»tí»i"is\'rr4'\iiiSI|ys'ÍH^iSsí:/éí:?'4S',r?4Y:?éY,lv
Hvaða meiningu
Ieggið þér í nafn?
Spyrjið. matreiðsl-
umanninn,
uJWl
PURITO FLOUR
More Bread and öetter Bread
Heilbrigði.
Krabbamein.
Engin veiki er eins algeng og
krabbamein í fólki sem komið er yfir
fertugsaldur.
Svo reiknast mönnum til eftir
skýrslum að áttundg hver kona og
fjórtándi hver maður, sem kominn er
yfir fertugt, deyi úr krabbameini.
Krabbamein er meðal þeirra sjúk-
dóma, sem ekki eru nægilega þektir
enn að uppruna til og því stður 'hafa
menn fundið nokkurt það lyf, sem
að nokkru gagni sé.
Krabbamein heyrir til þeim sjúk-
dómum, sem svo að segja altaf byrja
á einhv'erjum vissunt stað likamans
og eru takmarkaðir. Taugaveiki,
skarlatsótt o. s. frv. eru í öllum líkam-
anum þegar í byrjun, en krabbamein
eru það ekki í byrjun, en geta orðið
það ef þau komast langt,
Vegna þess að krabbamein er tak-
markaður sjúkdómur, er venjulega
hægt að lækna það, ef það er gert
nógu snemma.
Én það er að eins eitt nteðal til
við krabbameini — hnífurinn. Alt
annað er til einskis, nema til þess að
tefja fyrir því að rétt leið sé farin
og stofna sjúklingnum í hættu.
Vissum pörtum líkamans er hætt-
ara við að fá krabbamein en öðrum;
helzt "eru það þeir partar, sem verða
fyrir einhverjum núningi eða erting-
um. Tíðust eru krabbamein í vörum,
brjóstum, maga, getnaðarfærum, enda
þarmi o. s. frv.; þó geta þau komið
hvar sem er.
Krabbamein geta byrjað margvís-
lega; með vörtu, sári, hrúðri, bólu
þrimli o. s. frv. Þegar krabbamein
byrjar eru því sjaldan þrautir sam-
fara.
Þetta á þó einungis við þegar
krabbinn er útvortis. Innvortis
krabba verSur oft ekki vart fyr en
Lann fer aS valda ]>rautum. Margt
er þaS þó, sem getur gefiS bending-
ar um innvortis krabba áSur en svo
langt er komiS. StöSugt meltingar-
leysi, samfara holdmissi og litar-
breytingu er altaf grunsamt einkenni.
Pegar þannig stendur á ætti ætíS aS
leita læknis og láta skoSa sig ná-
kvæmlega.
SömuleiSis ætti aldrei aS fresta því
lengi aS finna lækni þegar ncdckur
grunur er tim útvortis krabbamein;
ekki bíSa þangaS til þrautir koma:
þá er tækifæri til lækninga orSiS
minna.
Margir veigra sér viS aS fara til
læknis fyr en þeir eru sjálfir orSnir
vissir um aS þeir hafi krabbamein:
en ]>á er þaS v'enjulega orSiS of
seint; þaS hefir orSiS mörgum mönn-
um og konum aS fjörtjóni.
Margir hlaupa eftir alls konar
skrumauglýsingum þeirra, sem þykj-
ast geta læknaS krabbamein meS meS-
ulum og alls konar kynjum, en slíkt
er hreinasta heimska.
MuniS þau átriSi, sem hér fara á
eftir; þau eru áreiSanleg og sönn.
1. Krabbamein má oftast lækna,
ef þaS er gert rtógu snemma.
2. Krabbamein er ólæknandi ef
ekki er, vitjaS læknis í tíma.
3. 'Krabbamein verSur ekki lækn-
að meS neintt öðrtt en uppskurði.
4. Lyfjatilraunir viS krabbameini
eru að eins til ]>ess aS stofna sjúk-
lingnum í hættu.
5. Stofnið ekki lífi ySar í hættu
meS því aS trúa skrumauglýsingum
og hlaupa eftir þeim.
6. Fárra daga dráttur getur orðiS
til þess aS gera lækningartilraun
árangurslausa.
SPARIÐ PENINGA Á MEÐALA
. . . KAUPUM YÐAR . . .
Hvern föstudag; og: laugardag hefir “Ligget's Gordon Mitchell Drug
Stores’’ sérstök kjörkaup á því, sem fólk helzt þarfnast í baCherbergi.
petta eru aðeins fáir munir af þvi, sem vér seljum meC kjörkaupum.
45c Peroxide P.D. 16 oz. Bottle 35c
25c Calox Tooth Powder .....19c
35c Java Rtce Powder .......27c
50c Absorbent Cotton .......33c
60c Enos Fruit Saits ...... 55c
15c Hygrade Glycerine Soap 3 á 25e
65c Syrup of Hypophosphite ....39c
15c Velvet Talcum Powder 3 á 25c
$1.50 Clarks Blood Mixture $1.25
12c Chloride of Lime ..........09c
75c Beef Iron & Wine . ........39c
Einnig ssetindi, vindla og það
sem fyrir ungbörn þarfnast alt með
sérstöku verði. Sjáið bóðarglugga
vora.
’sSnSfflli
THIS COUPON «A
IS WORTHÍV
KomiS með þennan “Coupon” og ó cent til ein-
hverra af Liggett Gordon Mitchell lyfjabúSum og
fáiS fyrir einn 15 centa bauk af “Velvet Talcum”.
I
(>76 MAINE STREET
nálægt C.P.R. sköðinni.
215 PORTAGE AVENUE
Old Queens Hoíel
526 MAINE STREET
nálægt City Hall.
336 PORTAGE AVENUE
nálægt Eaton.