Lögberg - 31.05.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.05.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verÖ sem verið getur. REYNIÐ ÞÁ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG S 5-59 Pearl St. Tals. Garry 3885 Forseti, R. J. BARKER Ráðsmaður, S. D BROWN 30. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FfMTUDAGINN 31. MAÍ 1917 NÚMER 21 STÓRTJÓN AF FELLI- BYLJUM SUNNAN LÍNU 250 manns missa lífið, 1200 limlestast þúsundir heimila eyðilögð. Akrar í flagi; skepnur dauðar í þúsunda- tali. Þriggja daga fellibylur í sjö ríkjum. “Samsæri milli Rogers og Kelly” í sambandi við bygging búnaðarskólans 413 manns farast á skipi. Einhver voðalegasti fellibylur, sem sögur fara af lengi, hefir geysaö yfir sjö riki Bandaríkjanna. Verstur var fellibylurinn á sunnu- daginn; hófst hann nálægt Willisville í suöurhluta Ulinois ríkis, fór í suöur yfir Ohio ána inn í Kentucky ríkin, niöur eftir Mississippi og inn í Ar- kansas oö Tennesse bygöir; síðan í austur til Albama og hætti þar. Fyrsti fellibylurinn kom á föstu- daginn í Andale í Kansas ríki og geröi stórtjón í byrjun, drap 26 manns og limlesti 60. Á laugardaginn byrjaöi bylurinn aftur á mais-svæðinu í Illinois. Var hann þar svo svæsinn aö 54 manns biöu bana, en 500 limlestust. Verstur varð bylurinn þar sem heitir Mattoon. í Charleston, sem er 10 mílur þar austur af mistu 37 manns lífið og 150 slösuðust. Áætlaö er aö eignatjón í þessum tveimur bæjum sé um $2,000,000. Síðar á laugardaginn fór aftur fellibylur þvert yfir Illinois 100 mil- Kelly skuldar fylk- inu eina og hálfa miljón dollara. í heilan mánuð hafa þeir unniö mennirnir, sem til þess voru v'aldir aö dæma um upphæö þá, sem Thomas Kelly skuldaði fylkinu í sambandi viö stjórnarbyggingarnar. En starfi þeirra var lokiö á laugardaginn og voru þá Thos. H. Johnsyni ráöherra afhentar skýrslur dómnefndarinnar. Bæöi Kelly sjálfur og stjórnin höföu fallist á að gerðardómur skvldi ákveöa upphæöina. Kaus stjórnin S. C. Oxton fyrir sina hönd; Kelly kaus H. J. Burt byggingameistara frá Chicago, en sem oddamann kusu þeir aftur R. H. Macdonald frá Montreal, sem er einnig byggingameistari. Eins og nærri má geta reyndi tals- maöur og fulltrúi Kellys alt mögulegt til þess aö lækka kröfuna sem mest, en samt komu þeir sér allir saman og skrifuðu undir skýrslu sína og tillögu í einu hljóöi. Komust þeir að þeirri niöurstööu aö Kelly skuldaði fylkinu i sambandi viö stjórnarbyggingarnar $1,207,351, sem hann heföi reiknaö of hátt; auk þess skuldaði hann vexti á þessa upphæö $181,000 eöa alls $1,388,351. Um málskostnað hefir enn ekki verið samiö. Stjórnin hefir hald á eignum sem Kelly á ekki minna en $1,000,000 virði. Skaðabætur þær, sem Kelly voru ákveðnar aö borga af nefndinni fyrir svikiö verk og kostnað við að finna það út og Iagfæra voru $831,119.78. Skýrsla nefndarinnar var þannig i aöalatriöum: 1. Ofborgaö til Kelly $1,680.956.84 2. Tap viö svikiö verk 831,119.78 Alls...........$2,512,076.62 Þar frá dragast: 1. Sanngjarnt verð fyr- ir verk unnið .. . . $1,059,252.31 2. Fyrir Verkfæri tekin af stjórninni .. .. 241,012.58 3. Fyrir verk rifið niöur vegna breytinga .. 4,460.08 Alls............$1,304,724.97 Þaö sem Kelly því skuldar..................$1,207,351.65 og auk þess vextir, sem nema........................ 181,000.00 eöa alls..................$1,388,351.65 Fjalla-Eyvindur “Washington Posten” segir frá því 18. þ. m. aö merkt leikfélag sé aö láta búa til kvikmyndir af “Fjalla- Eyvindi”. Sumar myndirnar á að búa til í Svíþjóö, en flestar á Islandi, undir umsjón Jóhanns Sigurjónsson- ar. Framtíð Islands. heitir alllöng grein í “Washington Posten”, sem út kom 18. man. Er þar talað tun ýmsa framtíðar mögu- leika, sérstaklega í sambandi viö vatnsafliö; er greinin tekin upp úr blaöinu “Verdens Gang” eftir eip- hvern L. L. ur norðar en um mitt ríkið og inn í Indiana; fórust þar 12 manns og 200 limlestust, en eignatjón varö mikið. I Mattoon-bæ varö tjónið mest. Allur noröurbærinn er gjöreyddur; þar á meðal allur verzlunarparturinn. 70 manns mistu þar lífið á laugar- daginn; 2,000 manns eru þar heim- ilislausir. I Dublin í Kentucky dóu 3 og 17 limlestust. í South Dyers- burg í Tennesse fórust 3 og 15 slös- uðust. 1 Blytteville í Arkansas dóu 9 og 14 meiddust. í Indiana fórust 24 og yfir 200 limlestust. 1 Birm- ingham í Albama fórust 31 og 109 limlestust. í Trozevant í Tennesse dóu 6 og 47 meiddust. Heljar mikið hagl kom sumstaðar á eftir fellibylnum og gjöreyddi þús- undir ekra af ökrum. Bærinn Modesto í Illinois er svo aö segja gjöreyddur. Ýfir höfuð eru skemdir og tjón á mönnum og eignum miklu meiri er. kunnugt er enn þá, því ófrétt er frá mörgum stööum. Loftskipafloti ræðst á England. 16 þýzkir loftbátar skutu sprengi- kúlum á Austur England 23. maí. Uröu þau um 75 manns aö bana, en særðu 200. mest konur og börn. Fimm loftskipanna voru skotin niður, en hin sluppu. Richards dómari látinn. A. E. Richard dómari í Manitoba andaöist að heimili sínu aö 222 May- fair Ave. á sunnudaginn. Hann haföi legiö rúmfastur í tvo mánuöi og var banamein hans krabbi. Richards dómari var fæddur 10. júlí 1848 i Toronto og var því næst- um sjötugur. Hann kom til Winni- peg 1882 og hefir verið hér siöan. Gegndi hann fjölda mörgum trúnað- arstöðum bæöi fyrir bæinn og fylkið og þótti í öllu hinn vitrasti og merk- asti maður, enda tók hann mikinn þátt í svo aö segja öllum félagsmál- um. Þaö eina, sem blöðin telja hon- um til lasts, er það, aö hann hafi verið of mildur dómari. Þess má geta aö Thos. H. Johnson lærði lögfræöi hjá Richards dómara. Fjölment þing. stendur yfir hér í bænuni. Þaö eru fulltrúar fyrir bæi og sveitafélög frá öllum hlutum Canada til þess aö ræöa um endurbætur á stjórnarfyrirkomu- lagi, bæöi bæjarstjórna, fylkjastjórna og sambandsstjórna. 200 manns voru þar mættir og hófst þingið á mánu- dagsmorguninn. Þrír menn buðu gestina velkomna; Sir James Aikins fylkisstjóri, Thos. H. Johnson ráö- herra, sem forsætisráöherra í fjar- veru Norrisar og Cockburn bæjar- ráðsmaður í fjarv’eru bæjarstjóra. Stórmerkilegt atriði, fagurt og eftirtektavert kom fram í ræðu Johnsons. “Þaö þykir ljótt. og fyrir það er hegnt”, sagði hann, “þegar þermaður svtkur og bregst stöðu sinni. En í mínum augum er það engu betra og verðskuldar engu væg- ari hegningu, þegar embættisnienn þjóðarinnar bregöast því trausti, sem til þeirra var borið”. í þessari setningu er nóg efni i heila bók og hana stóra. Ef allir embættismenn hefðu slíkar skoðanir og breyttu samkvæmt þeim, þá væri þjóðin betur komin en hún er. íslendingar treysta því aö Thos. H. Johnson sýni í framkomu sinni hvernig embættismenn eiga að vera. Herskyldan. Tæplega er nú mn annað talaö í Canada en herskyldumáliö. Fundir eru haldnir víösvegar um ríkið í öll- um fylkjunuin, ýmist til þess að mæla með því eða á móti. í Quebec kveður þó mest aö þeim fundar höldum; eru Frakkar flestir eindregnir á móti og telja sjálfsagt að leyfa þjóöinni atkvæði um rnáliö. Hér i Vesturfylkjunum eru skoð- anir skiftari. Fjölda margir einstak- lingar og félög hafa lýst eindregnu fylgi sínu við herskyldu tillöguna. Verkamannafélögin eru þó mörg and- stæö henni. Málið kemur upp til umræöu í þinginu í Ottawa á morgun og er erfitt aö segja hvernig þaö muni fara. David Lloyd George [Höf. greinar þessarar, er ræöir um Bretlands “mesta mann” hefir dregist á þaö viö “Iðunni”, aö lýsa nú í næstu heftunum stórmennum Frakklands og Þýzkalands.] 1 byrjun desembermánaðar síöast- liöið ár varð David Lloyd George forsætisráðherra á Stór-Bretlandi. Stjórnmálaferill hans er einkar merki- legur og svo samtvinnaöur hinum stórfeldu umbótanýmælum, sem kom- ið hafa fram með Bretum á síðari árum, og hinum ægilega vopnabúnaði þeirra síðan heimsstyrjöldin hófst, að enginn núverandi maöur er jafn- þjóðkunnur Lloyd George í öllum enskumælandi löndum. Hann er fæddur í Manchester áriö 1863 og misti þriððja vetra gamall föö.ur sinn, er var lýökennari. Ekkja hans, mkil ágætiskona, ættuö frá Wales, stóð þá uppi allslaus og ein- mana með þrjú börn. En þá skaut bróðir hennar, Richard Lloyd, skjóls- húsi yfir þau. Hann bjó í þorpi einu í Noröur-Wales og þar ólst David litli og systkini hans upp, og móð- urbróðir þeirra gekk þeim aö öllu leyti i föður stað. Hann var mesati sæmdarmaður í hvívetna. Taldist liann til trúarflokks þess, er Campbell- skírarar nefnast. Þeir eru menn siðavandir og iðjusamir og telja rétt, að prestar þeirra hafi sjálfir ofan af fyrir sér, og greiða þeim engin laun. Richard var mikilsvirtur prédikari i söfnuði sínum, en hafði ofan af fyrir sér með skósmíði. Þegar Lloyd litli fluttist til Wales, gekk rík trúar- og þjóðreisnaralda yfir landið. Allur almenningur þar er af keltnesku bergi brotinn og hefir til skamms tíma átt aö búa við mikið misrétti, er einna mest hefir borið á í kirkju- og fræðslumálum. Má telja víst- að þau hin misjöfnu kjör, er alþýða manna í Wales átti að sæta, hafi gert Lloyd George þegar frá æsku kröfuharðan fyrir hennar hönd og fylgjandi um- bótum á högum hennar. Á heimili fástra síns gafst honum og kostur á að hlýöæ á allskonar umræður trúar- legs og stjórnmálalegs efnis. Og þegar David litli stálpaðist átti hann og nokkrir félagar hans málfundi með sér í smiðju þorpsins. Segist honum svo sjálfum frá, aö þeir hafi rökrætt þar um stjórnmál, guöfræði, heimspeki og raunvísindi, og hafi ekki [iótt neitt viðfangsefni vera sér um megn. Hann varð og oft að skýra vinum frænda síns frá efni enskra blaðagreina, er þeir gátu ekki skilið, af þvi þær voru ritaðar á ensku. Er orð á því gert, hversu vel honum lét það starf. og hefir það vafalaust átt þátt í að glæða eftirtekt lians og dóm- greind. David Lloyd George var snemma námfús og metnaðargjarn, en naut í æsku ekki annarar fræðslu en lýð- skólinn og frændi hans létu lionum í té. Móöurbróðir hans vildi aö hann legði fyrir sig guðfræði, en hugur hins unga manns hneigðist að ver- aldarsýslunum og mannaforráöum. Hann fastréð að nema lög, til þess að greiða sér götu til gengis og frama. Stundaði hann laganámiö með frábærri alúö og elju og fékk brátt mikið orð á sig fyrir skarpleika og dugnað. Þegar hann stóð á tvítugu, hafði hann leyst af hendi öli sín próf. Hann gerðist nú málaflutn- ingsmaður og fór það starf vel úr hendi; fékk hann allmikið aö starfa, en tekjurnar uxu ekki aö sama skapa, og efnahagur hans var enn svo þröngur, að hann gat ekki keypt sér kjól fyrir 3 pund sterlinga, til þess að mega fara meö mál í London. Hann dvaldi því enn nokkur ár í Wales og aflaðr sér mikilla vinsælda fylgis hjá almenningi meö mál- færslustörfum sinum, en þótti hins v’egar ákaflega ónærgætinn og óvæg- inn við andstæðinga sína og dómend- ur, þegar því var að skifta. Hann var nú eindregið fylgjandi jafn- réttiskröfum velskra þjóðernismanna [NationalistsJ og hinir framúrskar- andi yfirburðir hans: hugprýöi og snarræði, þrek og þrautseigj a sam- fara miklum vitsmunum, frábærri málsnild og lægni að koma sér viö, skipuðu honum brátt á bekk meö helztu forkólfum þeirrar stefnu. Þegar Lloyd George var 26 ára að aldri, var hann kjörinn þingmaður í kjördæmi einu í Wales, er Carnarvon heitir. Átti hann að þakka kosningu sína eiginleikum þeim, er áöur voru nefndir, svo og ötulli baráttu fyrir af- námi ríkiskirkjunnar í Wales og ein- dregnu fylgi við bindindismálið. Hann fylti þá á þingi flokk hinna v'elsku þjóöernismanna og gerðist áöur en langt um leið foringi þeirra, en fylgdi að öðru leyti frjálslynda flokknum að málum, þótt leiðtogum hans þætti hann stundum erfiður í taumi og allkröfuharður fyrir hönd Walesbúa. f fvrstu lét Lloyd George ekki mik- ið á sér bera á þingi. Hann Iagði nokkra hrið lítið til málanna, en kostaöi kapps um aö kynnast mönn- um og málefnum. Þegar hann svo þóttist hvergi vanbúinn, réðst hann meö frámunalegri ófeilni aö tveimur helztu mönnum andstæöingaflokksins, Randolph Churchill lávaröi og helj- armenninu Josef Chamberlain. Hef- ir Lloyd George vitanlega ekki dulist, aö vegur hans innan þings og utan myndi vaxa að miklum mun, ef sókn- in tækist vel. Chamberlain, sem var allra manna stiltastur, þó leitaö væri á hann, brást viö stórreiður; en Lloyd George lét sér hvergi bregöa við gagnsókn hans. Þótti þá sýnt aö frjálslyndi flokkurinn ætti, þar sem Lloyd George v'ar, jafnoka Chamber- Iains í rökfimi og orðasennu. Eftir þetta fóru áhrif Lloyd George óöum vaxandi. Hann var einhver sárbeitt- asti andstæðingur ihaldsstjórnarinnar, sem fór með völdin 1895—1903, og átaldi harölega ýmsar geröir hennar, einkum aöfarirnar við Búa. Höfuö- leiötogar frjálslynda flokksins^ þá voru annaðhvort heldur fylgjandi ófriðnum eöa létu hann óátalinn, sennilega af því aö þeir töldu þaö hollast fyrir flokkinn, eftir því sem á stóö, eöa treystu sér ekki aö rísa mót almenningsálitinu, sem var víð- ast hvar eindregið með ófriðnum. Llyod George var staddur í Canada, þegar ófriöurinn hófst 1899. Hann hélt þegar í staö heim á leið til þess aö hefjast handa gegn styrjöldinni, er hann taldi smán fyrir land og lýö. Hann kvaö írjálslynda flokkinn Svlkja orð sín og eiða, ef hann risi ekki öndverður gegn þessari óhæfu. í fyrstu friðarræðunni, er Lloyd George flutti í Carmarthen í Wales komst hann meðal annars svo að orði: “Ef eg notaði ekki hvert færi, sem inér býöst, til þess aö andmæla því, sem eg kalla háöung, myndi eg telja mig níðing gagnvart guði og mönnum. Og eg ber hér fram mótmæli mín í kveldt jafnvel þó eg verði að fara vinuria firtur burtu frá Carmarthen á morgun.” Síðan ferðaðist liann borg úr borg og úr einu héraði í annað og flutti friðarboöskap sinn. Á friðarstefnum þessum lá honum oft við meiöslum og einu sinni ef ekki oftar fjörtjóni. En hann kunni ekki að hræðast, og þó hann ynni ekki á í svipinn, er það samt ætlun merkra og athugulla rit- höfunda, að verndartollabarátta Chamberlain's og friðarleiðaðngur Lloyd George's' hafi stutt mest og bezt að því, að frjálslyndi flokkurinn hófst til valda 1905. Þegar berserks- gangurinn tók aö renna af brezku þjóðinni, fór mönnum aö finnast mikið um hina djörfu og einörðu framkomu Lloyd George’s. Ymsir málsmetandi menn í frjálslynda flokknúm fóru nú að gefa litla mann- inuni meö ‘mikla og gáfulega höfuð- ið’ gaum sem ráðherra-efni, og þeg- ar Camploell-Bannerman tók við stjórnarforræðinu af Balfour í árs- lok 1905, gerði hann Lloyd George að viðskifta- og verzlunarráðherra, til þess að tryggja sér fylgi hinna framgjörnustu umbótamanna. Em- bættið var afarörðugt, \ og margir, sem þektu ekki starfskrafta og starfs- þol Lloyd George’s, drógu mjög í efa, að hann væri stöðunni vaxinn. En það er skemst aö segja, aö enginn fyrirrennari hans hefir gegnt em- bættinu meö annari eins röggsemi og stjórnsemi og hann þau tvö ár, sem hann hafði það á hendi. Hann bætti rekstur málanna i stjórnardeildum sínum og gerði rekstur málanna skjótari og óbrotnari, enda fékk hann að kunnugra manna frásögn komiö á meiri og fleiri umbótum á tveimui árum en fyrirrennarar hans á tíu. Hann þótti ekki aö sínu leyti óör- uggari til varnar í ráðherrastólnum en hann haföi verið sóknharður á þingmannabekkjunum og var þvi jafnað til hins frækna hershöfðingja Búa og kallaður ‘The Liberal De Wet'. Hann þótti laginn á að koma fram fyrirætlunum sínum við hvern sem var aö skifta, og þaö v'ar haft að orðtaki, aö menn sem sæti á ráð- stefnu með Lloyd George skildu venjulega sannfæringtina eftir í vasa hans. Af mikilsvarðandi málum, sem hann leiddi til farsælla lykta í þessari ráðherratíð sinni, má nefna lögin um siglingar, um hlutafélög og um einka- leyfi. Hann dró yfirráð hafnar- og skipakvía í London úr höndum ein- stakra auðmanna og undir umsjá stjórnarinnar, og þótti það svo vel ráööið, aö jafnvel ákveðnir mót- stöðumenn hans kváðu það ‘hin mestu úrslit’. Hann fékk og mikið orð á sig fyrir hvað hann kæmi vel og lið- Iega fram í sættagerðum milli verka- manna og vinnuveitenda; einu sinni afstýröi hann allsherjarverkfalli, sem brezkir járnbrautarþjónar stofnuöu til, þegar verst gegndi. Hann gat sér í stuttu máli almenningslof fyrir embættisdugnað sinn. En Lloyd George var og aöalfrömuður hinna margvíslegu umbótum á hag alþýöu, er Campbell-Bannermans-ráðaneytið bazt fyrir. Beindust þær einkum að því, aö tryggja verkamenn fyrir áföllum og slysum, koma á fót sjúkra- sjóðum og lögleiða ellistyrk að dæmi Þljóðverja, aö ala önn fyrir munað- arlausum börnum og gera úr þeim nýta borgara, bæta stööu kvenna að lögum og veita þeim kosningarétt til stjórnar bæja- og sveitafélaga og loks aö ráða bót á eymdarkjörum verkamanna til sveita og hinna smærri leiguliða. Sakir þessarar viö- leitni Lloyd George’s hefir fyrver- andi andstæöingur hans, Bonar Law, valiö honum heitið “hinn litli bróðir smælingjanna’’, og þykir það rétt- nefni. (Framh. á 2. bls.). Svo segir Galt dómari. Kelly skuldar $302.789 Galt dómari hefir gefið skýrslu um rannsókn sína í sambandi við búnaö- arskólann og er þar margt fróðlegt þótt ljótt sé. Kvaðst dómarinn hafa fundið þaö viö rannsóknina aö Robert Rogers hafi gengið í samsæri við Thomas Kelly áriö 1911 til þess aö svíkja eða stela fé úr fylkisfjár- herzlunni bæði til kosninganna þá og Kelly til eigin nota, og ef til vill í öörum tilgangi einnig, sem enn þá sé ekki komið í ljós. Segir dómarinn aö ótrúlegt sé aö ekki hafi fleiri ráð- herranna vitað um þetta svikasam- særi, því það hafi sannast að sams konar aðferð hafi verið beitt af þeim árin 1912, 1913 og 1914 til þess aö stela fé í kosningasjóð. Þeir sem þátt tóku í samsærinu segir dómarinn að séu þessir: Thomas Kelly, synir hans, sem með honum voru í félagi, Robert Regors, Roy Worthington, Victor Horwood, D. E. Sprague og Dr. R. M. Simpson og sömuleiðis þeir ráöherrar, sem komu á eftir Rogers; en tveir þeirra segir dómar- inn að séu dauðir jog hinir bíöi dóms; láti hann þaö því vera að tala freka; um þá. Skipsferðir frá Islandi Þær eru nú tiöar milli Reykjavíkur og New York. Skipið “ísland” kom nýlega vestur og fór heim aftur á föstudaginn. Með því fóru þeir Árni Eggertsson fulltrúi Vestur-ls- lenginga á Eimskipafélagsfundinn í Reykjavík og Stephan G. Stephans- son skáld. Gullfoss fór frá New York á laug- ardaginn og með honum nálægt 20 farþegar héöan, en Lagarfoss kem- ur til New York í dag og fer aftur eftir rúma viku. Enginn póstur er leyföur á skipunum. Nýlega bárust fréttir um þaö aö skipið “Transylvania” sem haft var til hermannaflutninga hafi verið skotiö af þýzkum neðansjávarbáti 4. maí hlaðið mönnum. Þetta var í Miðjarðarhafinu. Fórust þar 29 yfirmenn og 373 hermenn. Sömuleiö- is fórst skipstjórinn, sem hét S. Bernell og einn annar af yfirmönn- um skipsins, auk 9 manna annara af skipshöfninni. Sömuleiöis skaut neðansjávarbát- ur á frakkneska flutningaskipiö Sontay 16. apríl og fórust þar 45 manns, en alls voru 344 á skipinu. Vel byijað Fréttir frá Nýja íslandi segja að kvenfólk hafi komið í stórhópum á skrásetningarstaðina til þess að koma nöfnum sínum á kjörskrá; er sagt að örfáar muni þær hafa verið, sem ekki fóru. Það er vel byrjað. Gjörrœði á gjörræði ofan. Frank Oliver lagði þaö til í þing- inu í Ottawa að lækkaðir væru tollar alment; tollar alveg teknir af akur- yrkjuverkfærum og öllum þeim fæðu- tegundum, sem Bandaríkjamenn vildu leyfa tollfrium hingað. Um þetta var lengi rætt, og lok- ins greidd um þaö atkvæði. Var það felt meö 65 atkvæöum gegn 38. Allir Afturhaldsmenn voru á móti; allir framsóknarmenn með. Þegar fólkiö stynur undir oki dýr- tíðarinnar, gerir stjórnin sitt bezta til þess að hjálpa okurkörlunum aö þjaka alþýðunni. Símskeyti segir "Washington Post- en” að komið hafi frá Islandi nýlega meö þeirri frétt aö Hafliði Guð- mundsson hreppstjóri á Siglufirði sé látinn, hálfsjötugur að aldri; mesti atkvæða- og dugnaðar maður. Bœjarfréttir. Fundur verður haldinn í aðstoðar- félagi 223. deildarinanr miðvikudags- kveldið 6. maí kl. 8 að heimili þeirra Th. Borgfjörðs 132 Broadway. All- ar félagskonur ámintar um að mæta. Björn Gislason lögmaður frá Minneota var hér á ferð á þriðjudag- inn. Fallinn er í stríðinu P. Jóhannes- son frá Baldur. Gleymið ekki að koma og heim- sækja Jóns Sigurðssonar félagið laug- ardaginn 2. júní í Kennedy bygging- unni á Portage Ave, beint á móti Eatons; þar verður allra handa góð- gæti á boðstólum. Mrs. A. Eggerts- son að 766 Victor St. stendur fyrir útsölu á hannyrðum við þetta tæki- færi og biður alla þá, sem vilja gefa eitthvað að senda það heim til lienn- ar einhvern tíma á föstudaginn. “Eimreiðin”, "Skírnir” og “Iðunn” eru nýkomin vestur, öll vönduð og vel úr garði gerð. Nánar minst síð- ar. Islendingadagurinn Nefndin hefir þegar haldið fund og skift með sér verkum. Dr. Brand- son er formaður, sem fyr, J. J. Swan- son endurkosinn ritari, en Hannes Pétursson féhirðir. Eftir þvi sem nefndin byrjar er útlit til að ekki verði síður vandað til hátíðarinnar í sumar en að und- anförnu. Að líkindum verður hátíðin enn þá islenzkari, en hún hefir nokkru sinni veriö áður. Druknun Maður sem Carl Sveinsson hét frá Gimli druknaði skamt frá Winnipeg- osis í fyrradag. Voru þar tveir ís- lendingar á báti og fóru báðir í vatn- ið, en hinn bjargaðist. Hafði hann gert miklar tilraunir til þess að bjarga Sveinssyni, en ekki tekist. Móðir Sveinssonar þess er drukn- aði á heima á Gimli, en bróðir hans mun vera Marteinn aktýgjasmiður Sveinsson á Elfros, sem hér var í Winnipeg. BITAR “Guði sé lof að nú hefi eg rétt til þess að greiða atkvæði á móti bölv- aðri afturhaldsstjórninni”, er sagt aö einhver kona hafi sagt í Nýja Is- landi, þegar nafnið henanr var komiö á kjörskrá — hún hefir talað það, sem fleiri hugsuðu. Grein um Tolstoj verður að biða næsta blaðs. Vér höfum þegar feng- ið æfiágrip nokkurra fleiri æsinga- manna, svo sem Lloyd George, Björn- stjerne Björnssonar, Steph. G. Stephanssonar o. s. frv. og er eftir- tektarvert að þegar stefnur þessara manna hafa orðið ofan á, þá verða þeir vinir þeirra senx mest níddu þá áður. Doherty dómsmálaráðherra í Ottawa lýsti því yfir í þinginu ný- lega að kona sé ekki persóna — og Borden kvað það rétt vera. Hvernig gætu bindindismenn í Saskatchewan greitt atkvæði á móti þeirri stjórn, sem fyrst allra stjórna hér í landi gaf þeim fylsta vínbann. sem lög leyfa? Hvernig gætu konur í Saskatchew- an greitt atkvæði móti þeirri stjórn, sem fyrst varð til þess að veita þeim atkvæðisrétt ? Hvernig gætu bændur í Saskat- chewan greitt atkvæði gegn þeirri stjórn, sem hefir látið sér eins ant um hag þeirra og núverandi stjóm ? Hvernig gætu bindindismenn í Saskatchewan greitt atkvæði á móti þeirri stjórn, sem berst fyrir algerðri útilokun áfengis úr öllu ríkinu? Hvernig gætu konur í Saskatchew- an greitt atkvæði á móti þeirri stjórn, sem krefst þess að þær fái atkvæði í sambandsmálum ? Að greiða atkvæði með aftur- haldsflokknum í Saskatchewan er sama sem að styrkja Borden-klíkuna, og hv'ernig getur nokkur kona látið sér slíkt til hugar koma? Hvernig getur nokukr bóndi i Saskatchewan greitt atkvæði með þeim, sem hafa neitað bændum um frjálsa hveitiverzlun við nágranna- þjóð þeirra? Hvernig geta bændurnir gleymt þvi þegar Haultain sveik þá 1911? Hvert væri eðlilegra við kosning- arnar í Saskatchewan að konur greiddu sín fyrstu atkvæði með stjórn- inni sem veitti þeim atkvæðisrétt eöa á móti henni? Til kvenfrelsislconunnar Margrétar J. Benedictssonar (Ort í tilefni af komu hennar til Victoria, B.C., vorið 1911) Já, hvað er nýtt, og hvernig lízt þér á þig, og hvernig líður þér nú yfirleitt? Eg hélt þú mundir eigi ætla að sjá mig, svo orðin værir þú nú mikið breytt. — Það gleður mig að sjá þig, mæti svanni, og sjá þig hér — í þessum fagra bæ, sem geðjast hverjum glöggum ferðamanni, og gimsteinn mestur er við — Kyrra-sæ ! Haf beztu þakkir fyrir frjálsa skoðun, sem flutt þú hefir nú um langa hríð. Oft hart þú barðist, fyrir frelsis-boðun, mót’ fólum örgum, sem þér ristu níð. Þú, greind og djörf, samt mistir aldrei móðinn. sem mátti næstum heita kraftaverk. — Og störf þín lengi þakklát geymir þjóðin, því þau hún sjálf-sagt, jafnan telur merk. Eg óska’ og vona’ að vel þér ávalt líði, og verk þú leysir þarft af hendi enn. Þig konur allar styðji’ í frelsis-striði, þér stuðning, einnig, veiti góðir menn. — Já, karlmenn ættu konum rétt sinn veita; — þær krefjast, aðeins, þess, sem tókum vér —; því eins og menn vér ávalt skyldum breyta, og ávalt gjalda hverjum það hans er. Það heiður er oss Húnvetningum öllum, hve hóp vorn skipar ágætt manna-val; þar margt er jafnan konum af og körlum, sem kveður að í — bókmentanna sal. — Þar áttu, Margrét, innarlega sæti, sem afbragðs konan, Bríet, frænka min. — Æ kenning ykkar kjörin illu bæti, unz konum öllum — frelsis-röðull skín! J. Asgeir J. Lindal. (Apríl 1911J. KIRKJUÞING. Samkvæmt því, sem auglýst hefir verið í “Sameining- unni”, verður kirkjuþingið í ár haldið í Minneota. pað byrj- ar fimtudaginn 14. júní. Lagt verður af stað frá Winnipeg með Great Northem járnbrautinni kl. 5 síðdegis 12. júní. Fargjald frá Winnipeg er um 12 doll. Sérstakur svefnvagn flytur kirkjuþingsmenn alla leið til Marshall og þurfa þeir, sem taka sér fari í þeim vagni aldrei að skifta um lest á leið- inni. Aukaborgun fyrir þau hlunnindi er $2—$2.50. peir sem vildu tryggja sér rúm í þeim vagni ættu að gera aðvart um það nokkru fyrirfram—helzt sem fyrst. í því efni má snúa sér til J. J. Vopna. Búist er við að marga fýsi að fara þessa skemtilegu ferð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.