Lögberg - 21.06.1917, Page 4

Lögberg - 21.06.1917, Page 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚNÍ 1917 Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre**, Ltd.,'Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manager Utanáakrift til blaðnns: THE OOLUMBIH PRES*, Ltd., Box 3172. Winnipog, H'ú- Utanáakrift ritstjórans: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, ^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriB. ■«►27 Eins og það á að vera. Oft er um það kvartað, hversu fáir bændur séu á þingi, bæði hér í landi og annarsstaðar. Búnaðurinn er undirstaða að velvegnan flestra landa; og sé þvi þannig farið um nokkurt land, þá eru það vesturfylki Canada. í Manitoba, Saskatchewan og Alberta er afar mikill partur þjóðarinnar bændur; ef til vill hlut- fallslega fleiri en í nokkrum öðrum hluta þessa lands. Af þessu leiðir það að bændur ættu að hafa fleiri fulltrúa á þingi., en nokkur önnur stétt; þeir ættu svo að segja að stjórna landinu. pví afar mikið ríður á því að stjórnin í hvaða landi sem er þekki og skilji þau málefni til hlítar, sem hún semur lög um. í Saskatchewan er eins og þjóðin hafi haft þetta hugfast; miklu meira en helmingur allra þingmanna þar er bændur og er það trygging fyrir góðri stjórn. Sumstaðar er því þannig komið fyrir að þótt bændur hafi marga fulltrúa á þingi, þá eru þeir ekki teknir í stjómina; þeim er ekki sýnd sú til- trú og það traust, sem þeim ber, og af því að þeir eru einhvemveginn útilokaðir frá ráðherrastörf- um og þess gætt að þeir séu aðeins óbreyttir þing- fulltrúar, þá koma þeir auðvitað litlu til leiðar. Meira að segja, svo langt er oft farið, þegar ráðherravalið fer fram að búnaðarráðherrann er jafnvel ekki bóndi, 3em þó ætti undir öllum kring- umstæðum að vera sjálfsagt. peir hafa þetta öðruvísi í Saskatchewan; þar má svo að orði kveða að sé blátt áfram bænda- stjóm, og mun það ekki ofsögum sagt að allmikið af þeim miklu og dæmafáu framfömm, sem þar hafa átt sér stað í búnaði, stafi af því hversu samvizkusamlega og vel valið hefir verið í stjóm- ina. Af átta mönnum sem stjómina skipa, em fjórir bændur; allir menn, sem frábæran dugnað hafa sýnt í búnaði og sérlega látið sér ant um að fræða bændur og bæta kjör þeirra. peir hafa allir verið þátttakendur í frumbýl- ingsbaráttunni og skilja því þarfir og ástæður bændanna öðrum betur, auk þess, sem þeir hafa praktiska búnaðarþekkingu. Af 44 þingmönnum í fylkinu alls em 30 bænd- ur, sem allir stunduðu búnað og flestir gera það enn, bæði sem hveitiræktarmenn og kvikfjár. pað er algengt þegar bændur þurfa á einhverri hjáíp eða upplýsingum að halda frá stjóminni, þá verða þeir að koma til viðkomandi ráðherra, sem nokkurs konar hærri og æðri vem, sem tæp- lega sé hægt að tala við nema í fjarlægð. Hér er um ekkert slíkt að ræða; hér fer aðeins bóndi til bónda, stéttarbróðir til stéttarbróður og talar við hann um vankvæði sín þannig að báðir skilja málefnið og báðir skilja hvor annan. petta er ef til vill leyndardómurinn að því hversu vel Saskatchewanfylkiði hefir þrifist og hversu miklum og fljótum framförum búnaður- inn hefir tekið þar. pessir fjórir ráðherrar í Saskatchewan, sem bændumir hafa úr sínum flokki eru: hinn alkunni og góðkunni W. R. Motherwell, George Langley, A. P. McNab og C. A. Dunning. pessara manna er minst annarsstaðar í blaðinu. Jafnvel sterk- ustu afturhaldsmenn, sem nokkra sannleiks- tilfinning hafa dirfast ekki að bera það fram, að hér sé ekki um færa, fróða, reynda og æfða, ráð- vanda og samvizkusama menn að ræða. Jafnvel rógburðartennur afturhaldsins hafa veigrað sér við að snerta þessa menn, þrátt fyrir góðan vilja. Fjögur stórmál. pegar um stjómmál alment er að ræða, kemur þar margt til greina. En venjulega em einhver atriði sérstaklega, sem mest er um vert. Saskatchewan er umfram alt landbúnaðar- fylki. pað er því meira áriðandi en alt annað þegar kosin er stjóm að þar sé hagur bænda og framfarir landbúnaðarins borinn fyrir brjósti. Stjómin þarf í mörg hom að líta í ungum land- búnaðarfylkjum, eins og Saskatchewan. Landið þarf að byggjast upp, því strjálbygð er niður- drep allra landa; bændur þurfa að fá þægileg lánskjör, því á því ríður að landið sé ræktað og auðæfi þess framleidd, en flestir bændur verða að fá lán til þess, og framtíð þeirra er að miklu leyti undir lánkjömm komin. Verzlunin þarf að vera frjáls; bændur þurfa að hafa sem óbundnastar hendar til þess að koma þeim vömm sem þeir framleiða á þann markað, sem bezt borgar fyrir þær, án þess að sæta fjár- sekt eða hegningu. Og síðast en ekki sízt þurfa bændur á því að halda að heldur sé greitt fyrir þeim en fótur sett- ur í veg þeirra, þegar þeir em að kaupa þau verk- færi, sem þeir þurfa til þess að vinna jörðina. pað er ekki nóg að fylkið hafi óþrjótandi land, nema því aðeins að fólk fáist til þess að flytja þangað; annars er landið einskis virði; það er ekki nóg að fólkið fáist ef það er með tvær hendur tómar og getur ekki fengið lán með bærilegum kjörum til þess að kaupa áhöld fyrir. pað er ekki nóg að hafa peninga, jafnvel þó þeir fáist með góðum kjörum, nema því aðeins að verkfæri faist fyrir þá með sanngjömu verði og það er ekki nóg að menn hafi verkfæri og fram- leiðslu tækifæri, ef okurtollar hamla mönnum arð- samrar verzlunar með eigin vörur. pessi fjögur atriði eru það, sem kjósendur í Saskatchewon verða að láta sér ant um við næstu kcsningar, og það eru þau atriði, sem núverandi stjóm hefir látið og lætur sér annara um en i ( kkuð annað, því þau eru fmmskilyrði almennra framfara. Hér skal farið nokkrum orðum um þau hvert fyrir sig. I. Landið. í Saskatchewan fylki eru 650,000 manns; fylkið er aðeins tólf ára gamalt og má því þessi fólksfjöldi teljast mikill, þegar tillit er tekið til þess hve fáir voru þar þegar fylkið var stofnað. En nóg land er í fylkinu til þess að bera miljón manna. Landið er enn óbygt svo mörgum miljón- um ekra skiftir, ágætlega fallið til akuryrkju og alls konar búnaðar. En hinir og aðrir prangarar og ýms auðfélög eiga stórar spildur af þessu góða landi, sem látið er liggja ár eftir ár ónotað í stað þess að fátækir og dugandi menn geti fengið það til afnota og framleiðslu sjálfum sér og þjóðinni til blessunar. petta er málefni, sem sambandsstjómin hefir átt að annast um og hefir hún verið margkrafin til framkvæmda, en ávalt daufheyrst. Saskatchewan stjómin vill ekki láta við svo búið standa og hefir hún því samþykt að semja skýrslu með greinilegum upplýsingum um hverja einustu jörð í fylkinu, og er það áform stjómar- innar, ef þjóðin sé þvi samþykk, að kaupa alt autt land sem fáist með sæmilegum kjörum og selja það síðan áreiðanlegum frumbýlingum með svo vægum kjörum og lágum vöxtum að þeim sé ekki ofvaxið að standa í skilum með verðið. Vegna þess að sambandsstjómin hefir umráð yfir löndum og innflutningi, hefir verið búist við að hún héldi áfram því verki, sem fram- sóknarflokkurinn hafði byrjað á. Innflutningur í landið hófst meiri en nokkru sinni áður þegar hann kom til valda 1896, en þótt einkennilegt sé brá svo við þegar afturhaldið kom til valda 1911 að svo að segja tók fyrir innflutninga. Afturhaldið hefir eytt miljónum dala til innflutninga, en á- rangurinn hefir orðið sára lítill. Landið er einskis virði ef fólkið er ekki til að hyggja það. Áður en innflutningar hófust var ekran í Saskatchewan ekki nema $1.00 virði, en er Laurierstjómin hóf innflutningastarf sitt og fólkið fór að streyma inn í landið, þá hækkaði verðið og fór á örstuttum tíma upp í $15—$30 ekran. pað er því lífsskilyrði fyrir framfarir lands og lýðs að fólkinu f jölgi. ÖII störf verða þar hæg- ari, sem samvinnan getur orðið meiri, en til þess er það nauðsynlegt að sveitimar séu fjölbygðar. Framsóknarstjómin hefir þetta í huga og hefir því krafist þess að fólkið fái umráð yfir öllum íandsnytjum; ætlar hún að heimta það fyrir hönd fólksins, ef það er því samþykt, eins og atkvæðin 26. þ. m. munu sýna að það er. pað að kaupa landið af auðfélögum og selja bændum það með sanngjömu verði og lágum vöxtum er þannig lagað spor að það hlýtur að efla sérstaklega búnaðinn. petta lætur afturhaldsflokkurinn sér ekki koma til hugar; mál fólksins og fjöldans eru ekki mál hans; það em auðfélögin og afturhaldið, sem sá flokkur hefir tekið sér fyrir hendur að verja. II. Bændalán. En það er ekki nóg að fólkið flytji inn í landið; aðal atriðið í huga allra samvizkusamra stjóma er það, að fólkinu líði vel, þegar það er komið og að það geti bjargast áfram bæði efnalega og á annan hátt. Bóndi úti á landi, með tvær hendur tómar, sem ekki hefir efni til þess að kaupa sér nauð- synlegustu'áhöld, er eins og sjómaður úti á regin hafi á áralausum bát. Hversu frjó og auðug sem jörðin er, verður hún ekki að neinum notum, ef ekki eru efni til að vinna hana. Sama er að segja um þá, sem griptrækt stunda, þeir þurfa einnig að fá aðstoð til þess að geta keypt sér stofn og áhöld. í Saskatchewan, eins og annarsstaðar hafa auðfélögin þrengt að kostum bænda í þessum efnum og ekki lánað fé né verkfæri nema með afar kjörum og okur vöxtum. Árið 1913 sá stjórnin að svo búið mátti ekki standa; hún bar hag bænda fyrir brjósti og samþykti því lög um það að veitt yrðu lán til bænda í fylkinu til jarðabóta, gripa- kaupa, verkfærakaupa o. s. frv. með lágum vöxt- um og lágum borgunarskilmálum. Vegna stríðs- ins var ekki hægt að framfylgja þessum lögum þá þegar. En nýlega voru samin lög af stjóminni og samþykt af þinginu, mjög lík hinum fyrri frá 1913, þar sem stjóminni veítist heimild til þess að hlaupa undir bagga með bændum með beinum lánum með vægum kjörum. pessum lögum stjóraar þriggja manna nefnd; þeir taka á móti peningaumsóknum og lætur stjómin þá hafa til úílána það fé, er þeir mæla með að veitt sé. Lánin eru veitt aðeins bændum gegn jarðaveði og eru vextir hafðir eins lágir og mögulegt er. Lánið er veitt til 30 ára, en endurborga má það hvenær sem er. petta er til þess að allir bændur fylkisins, sem þess þurfa, geti fengið lán, sem eins auðvelt sé fyrir þá að höndla og mögulegt sé. pað er eftirlátið kjósendum sjálfum til úr- skurðar, hvort þeir vilji ekki láta frjálslyndu stjómina halda þessu verki áfram, sem svo vel hefir berjað. Bændumir vita það að þeir eiga ekkert skjól öruggara, en hjá þeim, sem þá stjóm skipa; bændakomhlöðumar, sem stjómin kom í fram- kvæmd er eitt af hinum stóru sporum þeirrar stjómar. pá er annað atriði í sambandi við þetta. Bank- amir hafa veitt bændum bráðabyrgðalán, en kjör- in eru ekki sem aðgengilegust og vextimir afar- háir. Vegna bankalaganna, sem ákveða að þau séu öll í höndum sambandsstjómarinnar, hefir stjóm- in ekki vald til að hafa á hendi þess konar Ián. Hún hefir því krafist þess að bankalögunum verði þannig breytt að fylkisstjórinnni veitist heimild til þess að hjálpa bændum í þessu atriði. Ætlar stjómin að gangast fyrir stofnun bæmdabanka, sem sint geti kröfum fylkisbúa eftir því sem við á í hvert skifti og í hverju héraði. pað er ekki líklegt að bændur fylkisins greiði atkvæði á móti þeim, sem þessi mál hafa með höndum fyrir hag þeirra. III. Toll-Iækkun. Hér hefir verið talað um það að fá góða inn- flytjendur og gera þeim það mögulegt að rækta landið og hafa blómleg bú. En þao er ekki nóg. Eins lengi og auðfélögin í austur Canada hafa höndina í vasa bóndans í vesturlandinu með vernd sambandsstjóraarinnar, og ræna þaðan miklum hluta ágóðans af erfiðis- laununum með ranglátum og óforsvaranlegum tollum, eins lengi og bændur fá ekki að verzla sektalaust með sínar eigin vörur, getur þeim ekki liðið vel og geta þeir ekki verið ánægðir. Árum saman hafa bændur vesturlandsins bar- ist fyrir verzlunarfrelsi; árum saman hafa þeir sent nefndir til Ottawa og krafist umbóta í því máli; ár eftir ár hafa bændafélögin lýst yfir gremju sinni og vanþóknun gegn tollakúguninni, en allar þessar raddir hafa mætt daufum eyrum þar eystra. Framsóknarflokkurinn hefir stöðugt fylgt bændum í þessari baráttu, og hann gerir það enn. pað sem hann beitir sér fyrir og krefst fyrir hönd bænda er. 1. Alfrjáls kornverzlun fyrir Saskatchewan við Bandaríkin og öll önnur lönd, sem slíkir samningar fást við. 2. Algert afnám tolla af öllum akuryrkju- verkfærum og öllum þeim tækjum, sem til búskap- ar eru nauðsynleg. 3. Lækkun tolla á öllum lífsnauðsynjum. 4. Enn þá meiri lækkun tolla á vörum flutt- um hingað frá Bretlandi, og afnám slíkra tolla með öllu innan skamms. pað sem framsóknar- og afturhaldsmönnum ber á milli er of kunnugt til þess að þörf sé á að skýra það. Afturhaldsliðið er eindregið á móti öllum tolllækkunum; það er verndarflokkur auð- valdsins o gverksmiðjueigandanna í Austur Can- ada; það er flokkur sem daufheyrist við bænum og kröfum bændanna; það er flokkur, sem ekki ber fyrir brjósti hag landsins heldur sinn eiginn. Pessu til sönnunar er nóg að benda á aðfarimar 1911, þegar gagnskiftasamningurinn var feldur. Afturhaldsfolkkurinn neitar bændum um rétt til frjálsrar verzlunar; afturhaldsflokkurinn telur það landráð að leyta verzlunar við Bandaríkin; afturhaldsflokkurinn kallaði framsóknarmenn föðurlandssvikara 1911 fyrir það að vilja leyfa bændum að verzla með eigin vöm án sekta. Um þetta geta engin deiluefni verið, það er skrifað svart á hvítu í sögu þjóðarinnar. Tollbaráttan er ekki enduð; hún er rétt að byrja; hún endar aldrei fyr en bændur, hinir sönnu synir landsins, fá sínum sanngjömu kröf- um framgengt. Æsingar geta afturhaldsmenn nefnt allar til- raunir til frjálsrar verzlunar; æsingar hafa verið nefndar allar umbóta tilraunir í byrjun; æsingar kallar afturhaldið og hnefarétturinn alt það, sem ekki segir já og amen og hallelúja við öllum höft- um og þrælatökum einokunarinnar. pannig var það á dögum Neros; þannig var það í Rússlandi, þannig er það í pýzkalandi og þannig er það í Canada. En það er ef til vill ekki rétt að taka hart á afturhaldsflökknum fyrir þetta. Hann hefir til- veru sína fyrir náð auðvaldsins; auðvaldið segir við hann, ef þú leyfir okkur að sjúga út hús ekkna og föðurleysingja hindrunarlaust, ef þú leyfir okkur að ræna nokkmm tugum þúsunda úr vasa hvers bónda í Vesturlandinu í hvert skifti sem hann kaupir akuryrkjuáhöld; ef þú sérð um að við getum náð í meiri hluta af öllum árangri starfsamra handa og frjósams lands þama vestur frá, þá skulum við aftur á móti stinga upp í þig bragðgóðri dúsu. petta varð að samningum sér- staklega 1911 og þeir samningar standa enn ó- haggaðir og trúlega haldnir. Haultain-svikin eru ógleymd enn — og gleym- ast aldrei. Afturhaldsflokkurinn í Saskatchewan hlýðir og verður að hlýða afturhaldsvaldboðunum austur í Ottawa. peir verði að fara eftir skipun- um hins alþekta Rogers; þeir eru ekki sínir eigin herrar; það hefir sagan sýnt. Samningamir 1911 sýndu það og sönnuðu óhrekjanlega að þeir eru aðeins verkfæri í hendi stærri óaldarflokks á móti þjöðarheill og frelsi. Hver einn og einasti afturhaldsþingmaður sveik bænduma í Vestur Canada árið 1911, og það verður ekki reiknað hversu mikið tjón af því leiddi; tapið í öll þessi ár síðan nemur miljónum dala úr vasa bænda. peir sem sviku þá, eru ekki síður vísir til að svíkja nú; þeir stjómast allir af sömu höndinni í Ottawa nú eins og þeir gerðu þá. IV. Bænda verkfæri. Eitt það, sem bændum ríður á frekar en flestu öðru, er það að þeir eigi kost á að kaupa verkfæri með viðunanlegum kjömm. Saskatchewanbúar em framleiðslufólk. Aðal framleiðslan er af akuryrkju og henni fleygir fram ár frá ári, ef ekki em settir steinar í veg fram- leiðandans. >m... ................. ,, SÓNHÆTTIR (Sonnets). IV. Duldraumar. Hún gaf sig þér með allri sinni ást og allri von og trú. En mannleg sál, — þótt sameign verði’ um sérhvert einkamál — á sérrétt þann, er hyggju margoft brást. — Hún gaf þér alt? Nei, aldrei öfl þau nást, sem inst og dýpst í vitund tendra bál. pví verður stundum reyndin reynzlutál og rökin hulin skyggja’ á þau sem sjást. — Hún gaf þér alt sitt þekta — óþekt ei, pað enginn getur. Lífið fram það ber sem ámar gullsand. Neminn í hann nær. — pú stóðst þar næst, en verður fjársins fjær ef fanstu’ ei meira’ en gjöf, sem veittist þér. pá getur ást þér orðið brottsiglt fley. P• P- P. X 4- •f •f X ♦ T* ! X ♦- -♦ THE DOMINION BANK STOFJÍSETTUR 1871 Cppborgaður höfuðstóU og varasjóður $13,000,000 Allar eignlr - 87,000,000 Beiðni bœnda um lán tii búskapar og gripakaupa sérstakur gaumur gefinn. Spyrjist fyrir. Notre Dame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager. Selklrk Branch—M. 8. BOROER, Msoafer. I f X ■ t ♦ •f ♦ t ♦ ♦ ♦ X ♦ t 4- NORTHERN CROWN BANK Hofuðxtóll löggiltur $6,000,000 Varasjóðu.. HöfuSstóll graiddur $1,431,200 ...$ 715,600 Vara-formaður..................... - Capt. WM. ROBINSON Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G. J. H. ASHDOWN, W. R. BAWLF & F. HCTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELL, JOHN STOVELi Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relkninga vi8 einstaklinga eSa félög og sanngjarnir skilmálar veittlr. Avtsanir seldar tll hvaSa staSar sem er á Islandi. Sérstakur gaumur gefinn sparlsjóSslnnlögum, sem byrja má meS 1 dollar. Rentur lagSar vlS á hverjum 6 mánuSum. T- E. THORSTEINSSON, Ráðamaður Cor. William Ave. og SKerbrooke St., - Winnipeg, Man. /éÝir^éÝÝéÝr^aÝÝéST^iéVfaÝÝéVoýéÝýéV'Ýé^ýéS'MýéÝýéV'ýáÝýéNTCéWéÝýéST/éAT^éSaÝéSiýéÝtiillýiÝýéS'ýéÝýéÝ'.ÝéÝ.ýéSiÝéÝr; Læknaðist án meðala eða uppskurðar . . . Um langan tíma höfum vér veriS að lækna hundruö manna, sem þjáSst hafa af ýmaum efnislegum sjúkdómum — ekki fáa, sem taldir hafa veriS ólæknandi af frægum læknum og sérfræSingum á sjúkrahúsum. Vér höfum hina einföldu og eSlilegu lækninga- aSferÖ, sem kallast “CHIROPRACTIC” Og vér tökum ekkert fyrir ráðleggingar og ekki einn einasta dollar fyrir verk, nema því aS eins aS oss hepnlst þannig aö sjúklingar vorir séu algerlpga ánægSir. 1930 Elgin Ave., Winnipeg 2. febr. 1916. Dr. Munroe:— Eg tel þaS skyldu mlna að senda þér noklcrar línur til þess að þakka þér fyrir aS þú veittir mér sjónina aítur, eins fullkomlega og eg hefi hana 1 dag. SíSan I aprll 1909 hefl eg þjáSst af þvl, sem augnalæknar kalla “diplopia”, og haföi sjún minni stöSugt fariS hnignandi. Mér var sagt aS fá mér gleraugu og hnýddi eg þvl. Stundum sá eg svo llla aS eg varö áð láta le’iða mig. Eg þektl stund- um ekki skil dags og nætur og varð að hætta aS vinna og vera heima, stundum nokkra daga, stundum svo vlkum skifti. pessu fór fram I þriggja ára tlma. Loksins var mér sagt aS eg væri læknuS, en þrátt fyrir þaS fékk eg köstin enn þá tlSari, þangaS til áriS sem leiS aS mér var sklpaS aS hafa tvenn gleraugu á sama tlma. Eg gekk meS þau I alt fyrra sumar þangaS tll í september, þá varS eg aS hætta aS vinna aftur. Vinir mlnir eggjuSu mig á áS fara og finna Dr. Munroe. Loksins gerSi eg þaS. Nú eg er orSinn svo frlskur aS eg get stundáS atvinnu mlna og unniS fyrlr heimilt mlnu. Eg sé betur nú en eg hefl gert I mörg ár. Nú hefl eg sjaldan gleraugu -— þökk sé “Chiropractic”. Fólk sem þekklr mig er hissa á þvl aS sjá mig gleraugnalausan, og öllum ber saman um aS eg hafi aldrei veriS eins hraustur til augnanna. Eg á engin orS til þess aS þakka þér eins og vert er, fyrir þolinmæSl þína og staSfestu og mun eg vissulega mæla eindregiS meS lækinngaaöferS þinni viö alla, sem þjást af sömu veiki og eg geröi. pér er fullkomlega heimilt aö nota þetta bréf til vitnisburðar eða á hvaöa hátt, sem þér sýnist. Hver sem efast kynni. þarf ekki annaö en aö skrifa eða koma og tala viö mig á þeim stað, sem til rr tekinn hér aÖ ofan. Meö beztu þökkum fyrir þaö hvemig þér læknuðuð mig, er eg þinn einlægur, William Harford. Skrifið eftir upplýslngum. Drs. MUNR0 & McPHAIL, 204 CARLTON BUILDING, WINNIPEG. — Talmími: M. 234. En aðal skilyrðið fyrir óhindr aðri framleiðslu er afnám tolla á búnaðaráhöldum: Plógar, herfi, sáðvélar, þreskivélar, sláttuvél- ar, hrífur o. s. frv. petta er það sem bóndinn þarf á að halda. Verðið á öllum þessum áhöld- um er óþolandi vegna þeirra tolla, sem á þeim hvíla. í hvert skifti sem bóndinn kaupir vél, ræna auðfélögin hann stórri fjárupphæð. Framsóknarflokkurinn krefst þess fyrir hönd bænda að þeim leyfist að kaupa verkfæri sín þar sem þau fáist ódýrust og það er í Bandaríkjunum. Framsóknarstjómin í Saskat- chewan hefir byrjað á að rann- saka athæfi auðfélaganna í Austur Canada, sem hafa sam- bandsstjómina í höndum sér í sambandi við hið mikla ránsverð á vélum sem seldar eru þangað vestur. pessari rannsókn held- ur stjómin áfram hlífðarlaust og má nærri geta hversu ant aft- urhaldsstjóminni í Ottawa og auðvaldinu í Austur Canada er um að koma þeirri stjóm fyrir kattamef, sem slíkt verk hefir með höndum. Lesið þessa grein vel og íhug- ið hana þangað til 26. þ. m. Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin Greinarkafli eftir itarfsmann alþýðumáladeildarinnar. MEÐFERÐ RJÓMA HEIMA FYRIR Fyrlr skömmu birti búnaöardeildin í þessu blaöi nokkrar leiöbeiningar um þaö, hvernig halda mætti hreinni og ðskemdri mjólk heima fyrir. Svo gæti þó viljað til að öll hreinindi væru viðhöfð þegar mjólkaö er, en rjóminn skemdist á eftir. Hér fylgja fáeinar reglur fyrir þá að fylgja, sem mjólk hafa meöferöis, og sérstaklega fyrir þá, sem selja rjóma á smjörgerðarhús. 1. Far tafariaust með mjólkina úr fjósinu, þegar búið er að mjólka, sla hana og skilvinda hana ef skilvinda er á heimilinu, og ger þaö eins vel og hægt er á meðan mjólkin er ný og volg, því þannig skilst hún bezt. 2. Geym skilvinduna þar sem hreint er og hreinsið hana vel í hvert skifti sem hún er notuð. Gætið þess að skilvindunni sé snúið mátulega hart og aö hún snúist stööugt. Sé þáð gert skilst mjólkin betur og vélin endist lengur og vinnur betur. 3. Takið nokkuð þykkan rjóma; rjóma með 35%—ekki minna en 30% —af smjörfitu, sem gerir fjögur pund af smjöri úr fjórum pottum (gallon). Til þess þarf venjulega 100 pund af mjólk I 10—12 pund af rjóma. Slíkur rjómi helzt lengur óskemdur, strokkast betur, ef hann er mátulega volgur og úr honum kemur gott smjör. 4. pegar búið er að skilja þarf aö kæla rjómann tafarlaust svo hann verði 50 gráður eða minna og þárf að hafa hann I sérstakri könnu þangaö til það er búið. Haf lok yfir könnunni. 5. pá má láta rjómann saman við, annan rjóma. Rjómlnn ætti aS vera hafður kaldur þangað til hann er fluttur til smjörgerðarhússins. Hrær altaf I rjómanum, þegar nýjum rjóma er bætt I. 6. Bezta aðferðin til þess að kæla rjóma og haida honum köldum er sú að láta hann I kassa með köldu vatni; helzt með Is I. Kælikassi með verjum á milli brunns og vatnsrennu. Byrgja ætti yfir kassann. I.ýsing kassans. Hliðar og botn kassans, sem hér er sýndur, eru búin til úr 2x4 þuml. plönkum, en látinn pappi og einfaldur viður, sem fellur1 vel, bæði innan á og utan, slðan er 4 þumlunga bilið fylt með þurum hefiispæpum eða sagf. • pá er kassinn fóðraður með galvaniseruðu járni. % plpa ætti að vera I botnin- um á kassanum, með krana til þess að tæma kassann þegar þörf er a. Dýpt kassans og krana hæðin þarf að vera eftir stærð kannanna. Lokið á kassan- um er búið til úr tvöföldum viði, með rakaheldum pappír á milli og málað með límkvoðu (shellac) að neðan. Efra lagið I lokinu á að vera langsum,

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.