Lögberg - 20.09.1917, Page 5

Lögberg - 20.09.1917, Page 5
5 OL .... ■ " karlmanna' sem ekki þurfa eða vilja neita sér um neitt þa8, sem þeir telja gæði lifsins, og nokkrir embættismenn sem þó alt af eru aö tönglast á launa- hækkun, séu ötulir andstæöingar bann- laganna, þá eru þessir menn ekki mik- ill liluti karlþjóöarinnar, hvað þá allrar þjóðarinnar. Önnur spurning kom einnig í huga núnn. Hvcirt er skaðlegra að bannlögin hafi riðspillandi áhrif á þá, sem ekki hat'a svo mikla samkend með breisk- um bræðrum sínum, taumhald á sínurn eigin fýsnum, eða viröing fyrir lóg- um lands sins, að þeir geti haldið þau lög, sem samþykt hafa verið af mikl- um meiri hluta 'karlþjóðarinnar i landinu, en gjöras lasabrotsmenn eða drekka skaðlega drykki, eða þá að vínið sé ótakmarkað og hafi siðspill- andi áhrif á alla bá, sem aðflutnings- bannið hefir frelsað frá böli drykkju- skaparins? iÞó það sé á allra vitorði að ýmsir, og það allmargir af svo kölluðum betri mönnum þjóðarinnar, brjfiti bannlögin, þá eru þeir þó fleiri, sem þau hafa frelsað frá eymd og böli drykkj uskaparins. Enginn getur sýnt þetta með tölum, en það dylst ekki þeim, sem hlutdrægnislaust lítur á málið. Þeir sem drekka skaðræðis drykki eru ekki aðrir en þeir, sem svo langt eru komnir á drykkjuskapar- brautinni að þeim hefði hvort eð var ekki orðið bjargað. Gróðinn af bannlögunum er því mikill; þrátt tyrir fórnirnar, sem þau krefja af þjóðinni. Er hægt að benda á nokkurt gott málefni, sem barist hefir verið fyrir í heiminum, sem ekki hefir krafist ótal fórna áður en það náði að festa rætur; nei. Aðt'lutningsbannsmálið er því þar engin undantekning. Brynhildur. —Vísir Frá Islandi. Sigurður Sigurðsson flutti frum- varp í þinginu um það að læknar skyldu kosnir eins og prestar, en það var felt með 15 atkvæðum gegn 9. í byrjun ágúst kom skip til Reykja- víkur m4 7000 tunnur af steinolíu frá Ameriku. Þorvaldur Björnsson fyrverandi lögregluþjónn hefir fengið 1500 kr. í árleg eftirlaun. Hækkun á verði á nauðsynjavörum segir “Vísir” 3 ágúst að sé orðin 141% síðan stríðið hófst. Mest er liækkunin á kolum 443% og kartöflu- injöli 447%, rúgbrauði 260% og kortjvöru frá 200% til 300%. Á borgarafundi 21. júlí í Reykja- vík var það samþykt að skora á lands- stjórnina að sjá um að bannlögin yrðu sem bezt et'ld og eftirlit aukið með þeim. Var tillagan samþykt með ^öllum greiddum atkvæðum gegn 3. “Vísir” frá 24. júlí segir að þrjú kola skip, öll rússnesk hafi komið þá um nóttina, þau heita. “Kirsemne- sky”, “Reinhard” og “Morton Gust”, og flytji samtals 1300 smálestir, en v'on sé á tveim í viðbót. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. SEPTEMBER 1917 ! Landsbankinn er fluttur í nýtt hús sem þeir hafa látið byggja Nathan & Olsen, er húsið við Pósthús stræti, er það þrþyft steinsteypu hús, veglegt mjög. Steinolíutunnan í Reykjavik kost- ar 67 krónur. “Vísir” frá 5. ágúst segir fjarska miklar vætur á suðurlandi og hey und- ir skemdum. Jens F. V. Knudsen. JTann var fæddur á Hólanesi á Skagaströnd þann 23. júni árið 18'>'J F'iitldrar hans voru Jens kaupm. Kniidsen, dansknr að ætt, og scinni kona hans, Elizabet Sigurðardóttir frá Höfnum á Skaga. A.;a bau 4 sonu, er allir náðu fullorðinsaldri • Séra Lúðvik Prudsen á Breiðabóls- stað í Vesturhópi í Hi.naþingi; Tómas, sem nú er til heimihs í Gloucester i M:\ssachusetts: Arni verzlunarm. á ■’ önduó=i og d utknaöi þar fyrir rúmum 10 árum síðan, og íens heitinn, er v'ar elztur þeirra bræðra. Er Jens heitinn var 10 ára gamall Jens Friðrik Valdeman Knudson. misti hann föður sinn. Ólst hann upp hjá móður sirini, er bjó í Ytri- og Syðri ey á Skaga, er voru eignar- jarðir föður hennar. Giftist hún aftur Gunnlögi Gunnlögssvni frá Vatnshlíð og eignuðust þau einn son, Ragnar Smith, er heima á í Ashern hér í fylkinu og veitir forstöðu rjóma- búi bygðarinnar. Meðan Jens var enn innan við fermingaraldur, kom móðir hans hon- um fyrir að að-læra almenn fræði til Árna bónda á Þverá í Hallárdal. Hélt hann heimakennara, hinn al- kunna barnakennara Norölentjinga, Sigvalda skáld JónssonJ Hjá honum nam Jens skrift og reikning og al- gengustu fræði, og svo hjá stjúpa sinum, sem áður var nefndur. Um tvítugsaldur var honum komið\suður til Reykjavikur til að nema trésmíði hjá Einari timburmeistara Jónssyni. Að því loknu hvarf hann heim aftur og reisti bú á Eyjarkoti, eignarjörð móður hans, og við því búi tók með honum Sigurlaug Gunnlögsdóttir Guðmundssonar frá Vatnshlíð og Sig- urbjargar Eyjólfsdóttu ® frá Gili í Svartárdal. Höfðu þau verið hvort öðru heitbundin um langt skeið og þekst frá því þau voru unglingar. Voru þau gefin saman af séra Eggert Briem á Höskuldsstöðum á Skaga- strönd 23. sept. 1888. Varð sjóna- band þeirra hið ástúðlegasta. Árið 1889 fluttust þau alfarin til Ameríku og dvöldu fyrstu fjögur árin í Brandon en þar næst ffuttu þau norður að Gimli og hafa dvalið þar siðan. Jens heitinn var alla æfi fremur heilsutæpur, en fjörmaður og elju- maður mikill og var sívinnandi. Hann var glaður og kátur í viðmóti og oft fyndinn og skjótur í svari. Lífs- kjörin voru lengst fremur þröng og varð hann því stundum að leggja á sig meira en kraftarnir leyfðu. En lundin var þýð og létt og ókvíðin við hvað sem var að etja. Banamein sitt tók hann nú fyrir rúmu hálfu öðru*ári siðan. Og and- aðist eftir langa legu þann 25. júlí s. 1. Útförin fór fram frá heimilinu þann 27. s. m. og var hann jarðsettur i gimli grafreit. að viðstöddum all- mörgum nágrönnum og vinum. Flutti séra Rögnv’. Pétursson líkræðuna. — Hann lætur eftir sig ekkju og fóstur- son, Björn Einarson Knudsen, er þau hjón ólu upp og hafa gengið í for- eldra stað frá því að hann var árs gamall. Er hans sárt saknað af ætt- ingjum hans, er nú blessa honum fundinn frið og fengna hvíld og þakka samleiðina og liðinn daginn. R. P. ('Fyrir hönd ekkjunnar.) Æfiminning. Eins og fyr var getið i þessu blaði andaðist að heimili foreldra sinn á Gimli, þann 12. ágúst, konan Sigurey Goodman. Hún var fædd á Oddeyri i Eyjafjarðarsýslu 11. marz 1885 og Mrs. Sigurey G&odman. var því að eins rúmlega 32 ára gömul Hún fluttist til Ameríku fyrir 12 ár- um og giftist það sama ár eftirlif- andi manni sínurn Ólafi Guðmunds- syni frá Eyrarlandi í Eyjafirði. Þau hjón eignuðust 3 böm og hafa mist eitt en 2 lifa o& syrgja ástríka móður ásamt manni hennar og öldruðum foreldrum, systkinum og mörgum vinum er sárt syrgja hina elskuverðu I góðu konu. Sigurey er fimta dóttirin sem þau hjón hafa orðið á bak að sjá og er því stórt skarð höggvið i vina- hópinn. Guð blessi minningu hinnar látnu. ÆFIMINNING. Fyrir skömmu siðan baret sú fre^gn frá vígstöðvunum á Frakklandi, að sonur okkar Jón Gilbert hefði fallið þar 11. ágúst síðastl. Var það hér um bil jafn snemma að bréfið hans síðasta kom hingað vestur, er hann ritaði heill heilsu. Hann var fædciur í Winnipeg 15. sept. 1898, en dvaldi mestan hluta sins stutta aldurs i Álftavatns-bygð að heimli foreldra sinna og systkina. Hann naut almennrar skólafræðslu hér i bygð og í Winnipeg og var þar í 11. bekk undirbúningsdeildarinnar er hann innritaðist í herinn í janúar 1915. Gekk hann í 107 deildina og fór af stað til Englands 13. sept 1916. Hernúmer hans var 718371. Hér þýðir ekkert að fjölyrða uin það þó við líðum það sem þúsundir annara foreldra líða á þessum tím- Gilbcrt Johnson. um, það er saga sem svo margir hafa að segja. En hugarléttir er það að muna að hann reyndist áreyðanlegur drengitr í -hernum, sem heima, eftir þeim skeytum sem okkur berast frá herstöðvunum í sambandi við fregn þessa. Minningarathöfn eftir hann liðinn var haldin i kirkju Grunnavatns- safnaðar 16. þ. m. Þökkum við hjart- anlega öllum þeim sem þar heiðruðu minningu hans með nærveru sinni. Stony Hill P. O. 17. sept. 1917. Philix Johnson bórdís Johnson. Fallinn á Frakklandi. Cilbert Johnson Þú vinur í fjarlægð ert fallinn. Hve fregnin var döpur og sár, hún nístandi heltók vor hjörtu, við hrygðar því fellum nú tár. Svo ungur, en öruggur fórstu þar áleiztu skyídunnar braut, með hugprýði hefurðu gengið mót hættum og sérhverri þraut. FAR VEL MEÐ TENNURNAR' Eitrið frá skemdum tönnum eyðileggur góða heilsu. Vfeu F.RUM SfeRFRÆDIft- GAR í AIjI.S- KONAR TANN- LEKNINGU. AIjT ER GERT EINS SARSAITKA IjfTIf) OG MÖGFIjEGT ER Et fér komíS Inn I tannlækninga-stofu vora, þá sannfærist þér um aS alt er hjá oss samkvæmt allra nýjustu aSferSinni; vér notum áðeins nýjustu áhöld. SkoSun og áætlanir ókeypis þegar entthvaS or gert. Ábyrgst aS fólk sé ánægt. Garry 3030—„HINN VARFÆRNI TANNLÆNIR"—Garry 3030 Horni Logan og Main Inngangur á Logan. Dr. G. C. JEFFREY, ---------FAR VEL MEÐ TENNURNAR Á æsku og vonanna vegum, þig vinur eg þekti og sá; hve ást þin á öllu þvl góða var einlæg og göfug og há. Á skólabekk sátum við saman og seint mun eg gleyma hve þá varstu ötull og iðinn við starfið, og einbeitt þín hugsun og þrá. Mér ógna þeir örlaga dómar, sem engan um vald hafa spurt, og íslenzka ungmennið kæra frá ættingjum kölluðu burt. Og stutt var, en göfug þín ganga og geymd verður minningin hér; í ástvina hjörtum og allra, sem átt hafa samleið með þér. Of hafið eg saknaðar sendi þér siðasta kveðjuóð minn og ljóðið bið fuglinn að flytja við fjarlægan hvilustað þinn. Bergþór P. Johnson. ORPHEUM. Þar er búist við fjölmenni næstu viku. Næsta mánudag . byrjar þar sýning sem heitir “Submarine F” og er það eftir Henri de Vries. Er þar sýnd aðferð neðansjávarbátanna eins greinilega og horft væri á þá sjálfa. “^he Foxes Trot” og “I am going away from you” eru gleðisöngvar sem þar verða til tilbreytingar og sömu- leiðis ástarsöngurinn “There is Egypt in your dreamy cyes”. Þá kannast flestir við “Peg O, My Heart”. Þetta verður þar alt sýnt næstu viku. Eins og frá er skýrt í blaðinu fer fram skólasetning Jóns Bjarnasonar skóla á mánudagskveldið í Fyrstu lútersku kirkjunni; verður þar baéði hátíðleg athöfn og skemtileg og ætti að verða mjög fjölmenn, því hún er með öllu ákeypis, þrátt fyrir það þótt vel hafi verið til hennar vandað. Skólinn hefir þegar áunnið íslending- um heiður með því hversu vel nem- endur þaðan reyndust við prófin í vor, og er hann að ná vináttu al- mennings að v'erðleikum. Sem sýn- ishorn þess má taka það fram að einn bóndi vestur í Vatnabygðum— Friðrik Guðmundsson á Mozart— sendir þrjú börn sín á þennan skóla í vetur. — Sannleikurinn er sá að eftir því reynzlu sem skólinn hefir þegar fengið og eftir þá sönnun sem fyrir því er að kenslan sá þar eins fullkomin og á beztu hérlendum skól- um af sama tagi, ætti enginn íslenzk- ur nemandi að velja annan skóla. Það er ekki einungis vel til fallið, heldur er það sjálfsagt að sækja sínar eigin stofnanir þegar þær standa fyllilega jafnfætis öðrum. pakkarorð. öllum þeirn sem heiðruðu útför Okkar elskulegu dóttur, Sigureyu Goodman, og sýndu okkur hluttekn- ingu á einn eða annan hátt í okkar þungu sorg viljum við hér með votta okkar innilegasta þakklæti, og sér- staklega viljum við nefna Mr. og Mrs. Carl J. Olson, sem svo hjartanlega tóku þátt í okkar miklu sorg, ásamt mörgum fleirum er sýmju okkur mikla alúð og hluttekningu á þeim tímum. Guð launi öllu því fólki. Gimli, Man. 15. sept 1917. Mr. og Mrs. Einar Sveinson... Til skemtunar Tveir Englendingar voru að vinna saman og töluðu um stríðið: “Þetta ætlar að standa yfir eilífð- ar tíma”, sagði annar “Já”, svaraði hinn: Þjóðverjar taka ógrynni af rússneskum föngum á hverjum degt og Rússar taka dag- lega ótal þýzka fanga; loksins kemur þar að allir Þjóðverjar verða komnir til Rússlands og allir Rússar til Þýzka- lands. Og svo byrja þeir á leiknum aftur”. “Ella, hafið þið Jón ekki verið nógu lengi trúlofuð til þess að fara að gifta ykkur?” “Langt of lengi, hann á ekki eitt einasta cent eftir”. Maður er á þinignu i Washington sem stamar'alt af nema þegar liann flytur ræðu eða talar í talsíma. Einu sinni talaði hann í talsíma við kunn- ingja sinn í fjarlægð: “Hver er að tala?” sagði kunnr.igi hans. “Það er Tom Smith”, svaraði þingmaðurinn. “Nei, nei; þetta er ekki Tom Smith!” svaraði hinn. “Hann stamar”. Já, en heltiurðu virkilega að eg stami þegar hvert orð kostar dollar, flónið þitt?” svaraði Smith. Betlari barði að dyrum. Húsmóð- irin kom út. “Eg hefi mist annan fótinn”, sagði betlarinn feimnislega og ætlaði svo að halda áfram: “Hann er ekki hérna” -iaraði konan og skelti hurðinni afvur. Hann var ungur maður og vanur að fara seint að hátta. Hann var kallaður í stríðið og kvaddi eðlilega unnustu sína áður en hann fór:“Viltu horfa á þessa stjornu, elskan mtn, og hugsa um mig á hverju kveldi þegar eg er farinn ?” sagði hann. “Já, það skal eg gera, góði minn”, svaraði stúlkan. “Ef eg þyrfti nokk- uð til að minna mig á þig þá mundi eg einmitt velja þessa stjörnu til þess”. “Hvers vegna?” spurði pilturina forviða. Af því hún sezt svo seint á kveld- in og er svo föl á morgnanna”, svar- aði stúlkan. ALLA ÞESSA VIKU Eftirmiðdagsleikur miðvikudag og laugardag Hinn hrífandi söngleikur "The Million Dollar Doll’’ ALLA NÆSTU VIKU Eftirmiðdagsleikur miðvikudag og laugardag Sýndur i fyrsta sinn í Winnipeg Mikill nýr leikur byrgður á frægum gömlum leik A. H. Woods kemur með þenna leik “Potosli and Perimutter in Socicty’’ bað er stöðugur hlátur frá upphafi til cnda þessa leiks. Sætasala byrjar á föstudaglnn Verð að kveldinu 25c til $1.50. Eftirmiðdag 25c til $1.00. Hogir.’.Un LDDSKINN Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðalu og haesta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. I4LIKIV hafið myndað sjóð, sem þið kallið “Sólskinssjóð”, til að sýna að seðlamir, eða sólskinsgeislarnir eru verulegir, ósviknir. Jlví ac allir seðlar (banka- seðlar), án þess að gull eða silfur séu til í sjóði, eru sviknir, ónýtir. — “Takið yður dæmi af þessu fíkjutré”, segir meistarinn mikli (þið vitið hver hann er). Eins ættuð þið, kæru ungu .vinir, að taka ykkur dæmi af hinu litla frækorni, sem ritr stióri Lögbergs Dr. Sig. Júl. Jóh^nnesson sáði eitt sinn í hjörtu ykkar. Hversu það fékk góðan jarð- veg og hve fljótt og vel það blómgaðist. Honum hefir mjög sennilega tæplcga dottið það í hug að hið litla frækom, eða talað orð og þvínæst skrifað, myndi fá jafn góðan sáðreit eins og það fékk í ykkar litlu og saklausu hjörtum. (pegar talað er um “hjarta” í svona sambandi er það líkingamál, og á að merkja sálarástand eða tilfinningalíf mannsins). Takið ykkur, ungu vinir, dæmi af þessum fáu orðum, þessum fáu sáðkornum: “Ef þið börn viljið leggja í sjóð, getur hann orðið mikill” — og hversu góðan jarðveg þau fengu í hjörtum yðar. Verið því ætíð varasöm hverju þið sáið. — 111 orð geta náð að festa rætur eins og góð orð. En um sáðjörðina vitum við ekki fyr en seinna, hvað hún kann að hafa verið móttækileg eða frjó. Kappkostið því einlægt að tala góð orð og bæt~ andi, huggandi og kætandi og þannig að létta undir byrði samferðamannanna í gegn um lífið. pakka ykkur fyrir öll bréfin ykkar og fallegu breytnina, sem þið vitið hver er, því guðs rödd talar í ykkur eins og hverjum manni, og segir ykkur hvenær þið breytið illa og hvenær þið breytið vel. Gimli, 11. september 1917. J. Briem. Sólskins-sjóðurinn „Margt smátt gerir eitt stórt.” Norman Oliver, Amarauth............................$1.00 Sigurjón Marino Siguröson, Beckville.................5(1 Stefán Th. Eyjólfsson, Riverton.......................50 Óli Jónasson, Árnesi..................................15 Valdimar Jónasson, Árnesi........................... J5 Þórey Jónasson, Árnesi............................ V/ Mrs. líelga Magnúsdóttir, Wild Oak..................1.00 Guðrún Hólmfrrður Sigurbjörnsson, Leslie........... .50 Anna Margrét Sigurbjörnsson, Leslie ............ .. .50 Sigurbjörg Sigurbjörnsson, Leslie.....................50 Gyða Sigurbjörnsson, Leslie...........................50 Guðmundur Sigurbjörnsson, Leslie.................... 50 Magnea Sigurðsson, Leslie...........................1.00 Ragnheiður Á’rnason, Leslie...........................25 Bergþór Árnason, Leslie........................ .25 Ingibjörg Ámason, Leslie..............................25 Rósa Arnason, Leslie................................1.00 Rannveig Jakobson, Geysi............................1.00 Kristjana Þóra Magnússon, Árborg......................50 Fanney V. Magnússon, Árborg...........................25 Arnbjörg Magnússon, Árborg ....'......................25 George Stanish, Hecla.................................25 Elenor Stanish, Hecla.................................25 Jón Th. Bergman, Riverton •...........................10 Skafti Sigurðsson, Oak View.........................1.00 Bergþóra Ragnheiður Sigurðsson, Oak View..............50 Þórunn Sigurðsson, Oak View...........................50 Halldóra Svava Sigurðsson, Oak View...................25 Tón Sigurðsson, Oak View . . .........................25 Sigurður Sigurðsson, Oak View.........................25 Bergrósa Christianson, Blaine ......................1.00 Finna Swanson, Selkirk.............*..................20 Fríða Swanson, Selkirk................................20 Jón Swanson, Selkirk..................................20 Jónina Swanson, Selkirk...............................20 Mundi Swanson, Selkirk................................20 Kristján Cecil Josephson, Wynyard.....................50 Thordur Jakob Carl Josephson, Wynyard................50 Magnús Sigurðsson, Lundar.............................10 Johann S. Sigurðsson, Lundar..........................10 Jensina Eiríksson, Lundar.............................10 Hallgrímur Eiríksson, Lundar......................... 10 Guðrún Eiríksson, Lundar..............................10 Marja Jean Eiríksson, Lundar.........................1 (þ* Veiga Johnson, Baldtir r-............................50 Frida Johnson, Baldur............................. .50 Ester Hallgrímsson, Baldur...........................25 Gústa Hallgrímsson, Baldur......................... .25 Halli Hallgrímsson, Baldur...........................25 Thora Hallgrímsson, Baldur........................... 25 • Ellen Hallgrímsson, Baldur..........................25 Sigga Thorbergson, Baldur............................25 Inga Frederickson, Baldur.............................10 Ellen Frederickson, Baldur...........................10 Thelma Frederickson, Baldur...........................10 Bernice Playfair, Baldur..............................10 Lloyd Playfair, Baldur................................10 Eyfi Anderson, Baldur ................................25 Jónas Oliver, Baldur................................ 10 21.10 Aðtir auglýst............$381.95 t — Alls......................$403.05 Talsvert af nöfnum verður að bíða næsta blaðs; af- sköunar beðið á því, en það er óhjákvæmilegt vegna rúms- ins. SÓLSKIN Barnablað Lögbeigs. V II ÁR. WINNIPEG, MAN. Sannur barnavinur Jóhann Magnús Bjarnason Sólskin hefir fært ykkur myndir af nokkrum barnavinum bæði hér og heima. í dag sjáið þið framan í mann sem ef til vill er mestur barnavinur meðal íslendinga hér fyrir vestan. J?ið munið sjálfsagt öll eftir sögu sem nýlega birtist í Sól- skini, sem hét : “íslenzkur blaðadrengur.” það er sjálfsagt einhver fallegasta sagan sem Sólskin hefir flutt. Hún var eftir þennan barnavin Jóhann Magnús Bjarnason hefir haft mikið saman við börnin að sælda. Hann hefir verið skóla kennari síðan hann var ungur maður og er nú víst um fimtugt. Fjölda margir piltar og stúlkur, sem komin eru til fullorðinsára hafa lært það sem þaú kunna hjá Magnúsi Bjarnasyni, og þó leitað væri með 20. SEPTEMBER 1917 NR. 50 logandi ljósi vwri ómögulegt að finna mann, sem hann hefir kent og ekki þykir vænt um hann. pað er áreiðanlegt að enginn íslenzkur kennari hér í álfu hefir náð jafnmikilli vináttu allra nem- enda sinna og hann. Enginn íslenzk bygð er til í Vesturheimi þar sem ekki séu menn eða konur, piltur eða stúlka. sem segi: “Magnús Bjaniason var kennari minn og okkur krökkunum þótti svo ósköp vænt um hann.” “Af hverju þótti ykkur svona vænt um hann” var kona spurð einu sinni. “Af því,” svaraði hún, “að hann var öðruvísi en allir aðrir kennarar. Hinir kennararnir margir komu bara í skólann og unnu að kenslunni eins og hverju öðru verki, af því þeir urðu að gera það til þess að þeir fengju kaupið sitt og mistu ekki stöð- una; en hann Magnús BjarnasorT var öðruvísi. Hann var alveg eins og hann væri einn af okkur á milli kenslustundanna; hann lék við okkur og sagði okkur sögur og vísur og skrítlur og við gleymdum því að hann væri kennari okkar; það var eins og hann væri einn af drengjunum. En svo þegar kenslan byrjaði þá vissi hann alt sem við spurðum hann að og skýrði alt svo vel fyrir okkur. Og svo var eitt; við fundum það að honum þótti svo vænt um okkur; ekki bara um eitt eða tvö, eins og er með suma kennara, heldur þótti honum vsönt um okkur öll — þess vegna þótti okk- ur líka öllum vænt um hann og þykir alt af. pað var alveg eins og hann væri bróðir okkar, sem væri talsvert eldri og miklu lærðari en samt ekkert montinn af því. Já, eg vildi að öll börn ættu eins góða kennara og hann Magnús Bjama- son.” petta sagði konan, og svona hugsa margir af gömlum nemendum hans. Magnús Bjarnason er skáld; hann hefir skrifað margar fallegar sögur og þær eru sumar þannig að hvert barn eða unglingur skilur þær og hefir gam- an og gagn af þeim. Hann hefir líka ort mörg falleg kvæði, og sum þeirra eru regluleg bama-

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.