Lögberg - 27.12.1917, Síða 7

Lögberg - 27.12.1917, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1917 7 Stúlkan brjóstveika ~T~ AS hætta 'sér á höf og fjöll, er hugumstórum gott, og þola bæöi 'þtirt og vott og þreyta skeiöin öll. Og viö þaö opnast veröldin og vitnast þetta og hitt, aö fara um lífsins langadal og líta hvern viö sitt. Þó endi gangan út viö mar, er ekki aö hörfa frá; um minninganna svalan sjá er sólskin hér og þar. Ef horft er niðtir i hafiö þaö — í hugans innri sviö — á djúpmiöunum dimmir aö og drýgir straum og niö. Á Hafiö þetta horfi eg nú, og liugur víöa fer v'iö andvökunnar undraljós, sem Aladín gaf mér um ekka þrungin andartök t einrúminu því, er 'gleymist alt sem manni er mætt, svo minningin er ný. Og æginiöur orra-storms, sem alla daga hrín, er dottinn niöur í dúnalogn, unz dagrenningin skín. Og dagsins önn, sem dvyiuö er um dægurstundarskeið: ^au villa nú ei sólarsjón af sinni kæru leið. En stirt er mér um túngutak og tregt um ljúfan hátt; af Jjúsund rökum þungar brýr um þessa hljóöu nátt. Æ, komdu vina og hrestu hug og hlúöu mínum þrótt, úr djúpi insta dularheims og dvel hjá mér í nótt. Og mál er nú að minnast þin, sem mér er einna bezt af öllum þeim sem eru í mold i endurminning fest. — Við tíu ára stormi og strit eg starði fram á haf, á meðan þú í þinni sæng í þagnarveldi svaf. II. Ag eiga ráö á eldi og sól er eínstaklingum bezt; en margur hlýtur kuldakjör og klaka i æfinest. — í meðalskapi er meiri snjór og meiri is og hríö, en Fjallkonan er orpin öll á einni vetrartíð. Og allur þessi ís og snjór er ótal barna kjör; þvi fæstum gefur sólarsýn i sinni æskuför. Og þaö er gróöri mesta mein ef mai sverfur að; en ekki er betra andans kal ef æskan bíður þaö. Frá vöggu þinni, unz vegi þraut, þú varst að kaila ein, og enginn að þér gætur gaf né greip úr vegi stein. Því eins og vant er innanlands: j>ú áttir hvorki fé, né ættingj.a með auð og völd, sem aðstoð léti í té. Um æsku ])innar öndverö spor er ekki margorð sögn. Um einyrkjann og alt hans fólk er æ hin dýpsta þögn; þvi skáldin kveöa sorgarsálm og söxin henda tvenn viö útför sérhvers efnamanns, en ekki um snauða menn. Og þá er ekki þar um rætt í þjóðmenningarreit, að gáfuö mær er alin upp í örbirgö rétt viö sveit. En oröa stirfinn Birkibeinn fær boriö hennar skjöld, sem hefir átt viö harðan kost og hríðarélja völd. ‘K»r: Eg veit og skil að þráin þín var þungu oki háð. Eg veit og hitt, að vizka þín í vængi gat sér náð, og lyft sér hærra en liklegt er, um lítils bónda mey, er vetrum prjónar sérhvert sinn og sumrum rakar hey. En ekki fékstu létta lund; að líkum þetta varð, því afskekt sál er eindregin að eignar vörzlugarð, og hJaða kringum sjáífa sig • og sinnar eigu reit — að hafa’ að námi huga sinn og hyggja þar á leit. Og mótdrægt alt sem mætti þér, þú með þér geymdir ein, og barst því fyrir brjósti þér, frá bernsku, þungan stein. Og þarna sötti alt af að er árafjöldann jók og einrúm þitt varð afhús læst, sem opið mangi tók. Að þjóðlegs anda þrá og siö um þúsund strauma láö: þú last }>að alt, sem íslenzk hönd í afdal getur náö. En þó að yröi þinni ment að þessum hlutum bót, }>ér varð það ekki aö v’opni í hönd né verju, berklum mót. Þvi einmitt þetta innilíf, sem andann göfgað fær og fóstrað liæstu og dýpstu dygö og drengskap, fjær og nær: það hristir vopn úr hendi manns, að heyja snarpa vörn, er hljóöur sækir hernám sitt ’inn harði sjúkdóms örn. Unv rök til þess og dulin drög að dauðinn gat þér náð, er örlög höföu að þér krept, er efa nokkrum háð; en ef til vil! þín ástarþrá, sem ávöxt neinn ei bar, áð afdrifunum undirrót og orsök dýpsta var. Eg hef’ þar aö eins hugboð mitt, því harm þinn barsíu ein. Það mein, sem grefur aldrei út, er oftast banavnein. Svo djúpt er oft á duldri sorg í dölum okkar lands, að athyglinni yfir sést og augum fjölda manns. Þvi margur sá er háan hlær, á harm í brjósti sér. Og margur þögull sára sorg i sinum huga ber. 1 Og harmi mörgum helzti lág er himinlivelfing sú, og grunt það dýpi ösku og elds, sem á var barnatrú. m. Þú bygðir, mærin, háa höll, sem hilti og fgurt skein. Úr skýjum var sú bjarta borg; þú bygðir hana ein. Um sólarveldi sýni gott af svölum hennar var; og nægtalífi andlegs yls var æfin helguð þar. Og honum, sem að hjartað þitt í hljóði bundið var, var konung-dæmið ætlað alt og yfirráðin þar. Við logana, sem löngunin þar lagði að og bjó, — hann átti að sitja aftan hvern i ástarsælu ró. En konungurinn kom ei þar og l<rýning varö ei nein. 1 hallargöngum þinnar þrár var þitt aö ganga ein. — 1 brjósti þínu eldur óx, sem enginn ræður viö. Ef elnar logans undirrót, þá eykst hans brunasvið. IV. Og eldur ]>essi óx því meir’ sem ástundun var beitt og kröftum til að Jcæfa hann, því kraftar tjóa ei neitt aö bæla niður insta eld og ástum vísa á bug; það eyðileggur allan kjark og yfirlit og dug. En eins og gröfin þú varst þögJ. Og þegar nóttin lá á eggi sínu okkar jörð með yfirrjáfrin blá, þú áttir tal viö mána mög, sem mjöllum yfir skein, og ilæddist inn um lítinn glugg, er lástu og vaktir ein. Og baðst hann um: að bera þig í bláinn — eitthvað langt, í líknarhendur lausnarans, sem læknar hjarta krankt. En fyrir mána flóka dró og faldi þinni sýn, — og lét í órækt Ijóra þinn — og lokuð sundin þín. En þó varð stundum þér* í vild hin þögla, dimma nótt, er augu gaf þér undra skygn, og ærin vængja þrótt. — í vöku-leiöslu og drauma-dul þú dvaldir fyrir þér, er digurbarki drjúgum hraut og draumlaus velti sér. Á sumarkvöldin saztu oft við sjáv'armáliö ein og augum leiddir öldusog viö ægi-l>arinn stein. — Og jörð og himinn urðu eitt hjá endimörkum dags, er rökkvi kvöldsins vestur vék að viðum sólarlags. Á haustnóttum þú horfðir enn á hafiö kvöldin öll. Og sjóinn baðst að sækja þig í sina kristalshöll. — En enginn kom, og ein þú sazt viö Ægismeyja gráð. og fjöllin uröu fönnum rend og foldin mjölium stráð. -■ V. Þaö vildi til á vxtrartíð, i veðra skyndi-gjóst, að veiki þín kom loks í ljós og leið þér fyrir brjóst; ér setiö haföi sína tíð við sinn hinn dula keip. i einni svipan á þér vann og yfirtökin greip. Og vetrarnepjan fór um fold að færa sanninn heirn, og bláan fölva bar til þín og býtti höndum tveim. En merkin þau á magri liönd og munniun kringum sá, og ennþá mest á enni og hlýr og undir dökkri brá. % Og þessi merki sástu sjálf, þú sást ’inn harða leik: að lff þitt v'arð sem litiö skar —sem litið skar á kveik. Og hryglan varð þér hörð og sár og hörð þin andartök. Og hjartað átti vörn í vök, og vonin: gömul tár. Þó flýgi bylur fjalla leið og færi um dalsins lönd, í hugskotinu lifði ljós og lýsti þinni önd, er andvakan var örðug þér, sem ein í myrkri lást. Og Iítið var það ljós á vöxt, en lifði og eigi brást. Um þúsund ára þrautatið við þinna mæðra barm var blysið þetta ljósa ljós i lýðsins gleði’ og harm: Við ömmu þinnar kreptu kné þú kendir lióssins yl og erfðir það úr hennar hönd er hún fór sinna til. Á augnablikum leiðslu-lifs er lengst og næmast séð, i.myrkrið dýpst, í ljósiö lengst írá lægsta kramarbeð. f Og geisla-merlað gerist þá hið grimuskygða torg, og þá er margt í koti karls, sem kongs er ekki í borg. A draumavængjum dáleidd sál í dularheiminn fer. Og sælan hennar er þar öll, sem augað neitt ei sér; þar lifir von hins veika manns, á vængjum flögrar hún ur dauðans-myrkvu dala þröng — úr dimmu morgunbrún. VI. Sá 'langi vetur liðin er. Eg lít þig hverja stund í þinni frónsku sjúkdómssæng í svefni og dvala blund. Og vökudægrin v'erða mér, að vonum, minnisstæð, og augna þinna eintal hvert frá efstu sjónarhæð. En vorið kom með vinda hreim og vatnastrengja fjöld, og árnar kváðu indæl lög, frá óttu, fram á kvöld. Um allar nætur ymur dátt í eyrum niður sá og hrifur hvern, sem hlusta vill, og heyrnarskynju á. Og fjöllin urðu geira-græn, og gróin hlíðin öll. Og lóan æfði sönginn sinn í. sólarljóssins liöll. I>á langar þann, sem liggur, út ] í lífsins morgundögg, | þó dauðinn berji að dyrum lians sín drungalegu högg. Er sunna tók að gera gull úr gráum jökulham, hún sendi, beint frá sólargrunn, úr suðri: bláa ull. Og unnin vóru úr efni þvi af allra handa þrám hin vænstu klæði, er verða sén með vefjartyglum blám. í ljósmóðunni landið hló, í lofti tvíbrá kvik, og hillingarnar hófu sig um haísins spegilblik. Um alla dali elfur rann, við elda sumardags að ægi blám, frá óttu stund, og alt til sólarlags. En þú varst sjúk á þínum beð, og þreyttir Iangvint strið, er blómin gréru og sv'anur' söng og sólin skein í hlíð. Og áin rann og elfur kvað, og eyna hilti úr sæ. En þú varst nærri liðið lik í lágum moldarbæ. % í þúsund greinum lífið lék í ljósi, er vermdi og skein. í þrætu bendu þjóðin sat, en þú varst svo sem ein. Og alt varð loft í aftanglóð, og eyna hilti úr sæ. En þú varst alveg liðið lík i litlum moldarbæ. Á sólmánuði sá eg þig i svefni, fölva rós, þá glóði við þér geisli sá, er gefur “meira ljós”, — er gefur von um lengra ljés, en lífið getur veitt, í þokubygðum þrætuheims og þýðir varla neitt. Þú varst að deyja árið alt — nei, ár að lifna við! og auka’ að göfgi anda þinn og innra lífsins frið. Eg græt það ei, né gremst af því að gröfin heimti sitt, þvi orðin varstu öll að sál við endadægur þitt. VII. Þú minnir á hinn særðan svan, er syngur ekki neitt. En tiguleiknum er þó ei né íturvexti breytt. Ef banasending hefir hitt ’inn hvíta fugl sem snjá, ’ann beygir fram sinn hvíta háls og hnígur svo í dá. Með breidda vængi’ á báruflöt hann bíður dauða sinn og kvakar að eins klökkri rödd að kæra skotvarginn. En engi veit hvort hefir heyrst til himins ykkar neyð, þvi upp til guðs er örðug för og engin simaleið. Þú mæltir varla æðru orð, er itm þig feigðin bjó, og hélzt þér fram að hinztu stund sem hrísla undir snjó, en næfra sina á þó enn og alt isitt greinafax, en skortir stöðu, brum og bar og blóma sitmardags. í voru landi verður það, sem vonin þevgi kýs: að vorgróðurinn visnar oft í veðra gjósti’ og ís; þvi ónærgætin er að sjá vor allra hæsta stjórn, og tekur því hinn mæta mann og margra dýra fórn. VIII. Með þöglum v’örum, hcitum hug eg hugsa oft til þin — uni æsku þína, örbirgð, neyð, og andlát, v’kia mín! En liðin er sú þunga þraut, er þig til grafar bjó, cg voðalegan veg þú barst nteð veikum kröftum þó. t þinni fátækt þú varst rík; í þyngstu sjúkdómssönn hver hugsun þín var heit og skir og há og djúp og sönn. Af Bragaguili og sagnaseint var sál þín efnuð vel; i æfintýra undra sæ TAROLEMA lœknar EGZEMA GylliniæS, geitur, útbrot, Kring- orm. kláða ög aðra húðsjúkdóma Læknar hösuðskóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá ölium lyfsölum. GLARK CHEMICAL GO., 309 Somerset Block, Wlnnipeg Umboðsmenn Lögbergs. Jón Pétursson, Gimli Man. Albert Oliver, Grund, Man. F. S. Fridreckson, Glenboro, Man. S. Maxon, Selkirk, Man. S. Einarson, Lundar, Man. D. Valdimarson, Wild Oak, Man. Th. Gíslason, Brown. Man. ' Kr. Páturson, Haylánd, Man. Oliver Johnson, Winnipegosis, Man A. J. Skagfeld, Hove, Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. J. A. Vopni, Swan Rive, Man. Björn Lindal, Markland, Man. Sv. Loptson, Churchbridge, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. T. Steinson, Kandahar, Sask. Stefán Jónsosn, Wynyard, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. Jón Ólafson, Leslie, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. Guðm. Johnson, Foam Lake, Sask. C. Pálson, Gerald, Sask. Guðbr. Erlendson, Hallson, N -Dak. Jónas S. Bergman, Gardar, N.-Dak. Sigurður Jónsson. Bantry, N.-Dak. Olafr Einarson, Milton, N.-Dak. G. Leifur, Pembina, N.-Dak. K. S. Askdal, Minneota, Minn. F. X. Frederickson, Edmonton, Alta ’O. Sigurðson, Red Deer, Alta H. Thorlakson, Seattle, Wash. Thorgeir Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash. J. Ásgeir J. Lindal, Victoria, B.C. Silvur PLATE-O fágun Silfurpekur um leið. Lætur silfur 4 muni, í stað þess að nudda það af. paC lagfærir alla núna blettl. Notaðu það 4 nikkel hlutina 4 bifreiB þinni. Litlir 4 50 cent Stórir 4 80 cent Winnipeg Silver Plate Oo., Ltd. 136 Rupert Street. þú áttir perlu skel. Þú áttir lífsins æðstu þrár í innilegri sál. Og sjón og heyrr. var þannig þín, að þýddir huliðs mál. Þú áttir vin — sem aldrei fékk af ástum þínum blæ, þó veðrin kendi ýms og ill af úfnum tímans sæ. En svo fór það: að sástu djúpt í sorga undirheim. Og útsýn þín var oftast nær um okkhr hulda geim. í harma þinna djúpadal þú dvaldir marga stund, og sár þitt varð, ef sé eg rétt, að sjávardjúpri und. Eg fylgdi þér á fremstu nöf i fjaðralausum hjúp, cg fótum stakk í fjörumál við fal'ins tima djúp. Og eilíf þögnin að þér laut við aftanroða glóð, og byrgði þig í barmi sér. Hún ber þig nú í sjóð. IX. Þö vöngurn sínum vtelti jörð og verði stundum dimt og birti aftur, brosi sól og blási siðan grimt, þó ýmsu viðri út í frá og ýmsu blási ’um mig: úr mínum huga máist ei hið minsta orð um þig. Við sáumst, þegar sólin gekk úr súðri út í haf, og aftanroði eldi brá í yzta skýjatraf. og þú varst eins og sólin sjálf um sumars dýrðar kveld, en undir gömlum héluham eg huldi sjálfs mín eld. 4fr Og önnum var eg orpinn þá, með eirulausan fót, að elta skugga alla leið í yztu dægra mót. A morgunbjarma mændi’ eg þó; en mér var gangan treg um aftanroða og óttu lönd og áfram sólarveg. Á krossgötum eg kyntist þér; eg kom og leit á þig; úr þínum augum þagnarmál eS þýddi, fyrir mig. En ástin þín var eins og guð: sem andi dulin svn. Og eg var þöguU alveg eins; eri yrki nú til þín. Þú horfðir á mig dul og djúp, og drógst þig svo í hlé, og byrgðir hjartans þrá með þögn, unz þú í valinn hné. Og árutn saman einn var eg með ærið veilum móð, en kem nú loks með krans til þín og kveð þér — erfiljóð. Og andblær mjúkur einmitt nú í andlit kemur mér, sem að mér lúti einhver sál, sem ástúð til mín ber. Á götur þær sem liggja lengst V í ljósið vorri sál, eg hofi nú um hljóða nótt, og hlusta, — en brestur mál. X. í dái liggur vilji vor, en v'aknar stundum skjótt; i viðburðunum viðrar sig og vakir dag og nótt. V’ið tíu ára drauma djúp eg dvel nú fyrir mér. Með veikum burðum stend á strönd og stari — eftir þér. 1906—10. Guðm. Friðjónsson. —Skirnir The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt vaín í öllum herbergjum Fæði $2 og S2.50 i dag. Americ- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg ALVEG NÝ og UNDRAVERÐ UPPFUNDING Eftir 10 4ra erfitSi og tilraunir hefir Próf. D. Motturas fundiS upp meðal búitS til sem 4bur8, sem hann 4byrgist aS lækni allra verstu tilfelli af hinni .ægilegu. Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrlfaSur af Royal College of Physicians, London. SérfrætSlngur 1 brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum. —Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (4 móti Baton’s). Tals. M. 814. Helmili M. 2696. Ttmi til viStals: kl. 2—5 og 7—8 e.h. G I G T og svo ódýrt aS allir geta keypt. Hvers vegna skyldu menn vera aS borga Iæknishj41p og ferSir i sérstakt loftslag, þegar þeir geta fengiS lækn- ingu heima hj4 sér. þaS bregst al- drei og læknar tafarlaust. Verð Sl.00 giasið. Póstgjald og herskattur 15 cent þess utan. Einkaútsólumenn M0TTURAS LINIMENT Co. WINNIPEG P.O. Box 1424 Dept. 9 JOSIE & McLEOD Gera við vatns og hitavélar í|húsum. Fljót afgreiðsla. 353 Notre Dame ' Tais. G. 4921 Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara J?að er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. •— Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa. og kurteisa kennara. Kom- ,ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum SUCCfSS BUSINESS COLLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. Tals. M. 1738 Skrifstofutími: Heimasimi Sh. 3037 9f.h. tilóe.h CHARLE6 KREGER FÓTA-SÉlRFRÆÐINGUR(Eftirm.Lennox) Tafartaus lækning á hornum, keppum ^og innvaxandi nöglum. Hraðnudd og fleira. Suits 2 StobartBI 190 Portaga ^ve., Wimjipag Whaleyi blóðbyggjandi lyf Voríö er komið; um það leyti er altaf áríðandi að vernda og styrkja líkamann svo hann geti staðið gegn sjúkdómum. Það verður bezt gert með því að byggja upp blóðið. Whaleys blóðbyggjándi meöal gérir það. Whaleys lyfjabúð Horni Sargent Ave. og Agnes St. HVAÐ sem þér kynnuð' að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA OT 1 HÖND eða að LANI. Vér höfum ALT sem til húshúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., hotni Alexander Ave. Williams & Lee Reiðhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viðgeröir. Bifreiðar skoðaðar og endurnýjað- ar. Skautar skerptir og búnir til eftir máli. Alt verk gert með sann gjömu verði. 764 Sherbrooke St. Hopoi Notre Oame Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur viðuppboð Landbúnaðaráhöld. a.s- konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira. 26* Smith St Tals. M.1781 Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & Wiliiam ' TKI.KPHONK GARSV 8*0 ! OrricB-Tf-MAit: a—3 H«lmili: 776 Victor St. Tklbphokk oarrv 8*1 Winnipeg, Man. Vér leggjutr. sérstaka áherzlu 4 aS j selja meðöl eftir forskriftum lækna. i Hin beztu lyf, sem hægt er aS fé. eru notuB eingöngu. þegar þér komiS meS forskriftina tíl vor, megiS þér j vera viss um aS f4 rétt þaS sem j læknirinn tekur tll. COLCLECGU A CO. Notre Datne Ave. og Sherbrooke St. I Phones Garry 2690 og 2691 Gtftingaleyfilbref seld. | ’ »r. O. BJORNSON j Office: Cor, Sherbrooke & William tKI.BraONR, GARRT 3S* 1 Office tímar: 2—3 HKHMILI: 76« Victor 8t. «et I'BI.KPUONK, OARRV T83 Winnipeg, Man. Dr J. Stefánsson ♦01 Boyd Building COR. P0RT/\CE ATE. & EDMOfHOþ IT.> Stundar eingöngu augna. eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h.— Talsimi: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. Talsími: Garry 2815. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklaaýki l og aSra lungnasjúkdóma. Er aB ) finna 4 skrifstofunni kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif- | stofu tals. M. 3088, Heimili: 46 i Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3158 jyjARKET ffOTEL ViC sölutorgiö og City Hall $1.00 tíl $1.50 á dag EÁgandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Streot Talt. main 5362. The Belgium Tailors Gera við loSföt kvenna og karlmanna. Föt búin til eftir máli. Hreinsa, pressa og gera við. Föt sótt heim og afhent. Alt verh ábyrgst. Verð sanngjarnt. 329 William Ave. Tnls. G.2449 WINNIPEG JOSEPH TAYLOR, LÖGTAKSMAÐUR lleimills-Tnls.: St. John 1644 Skrifstofn-Tals.: Main 7»7« Tekur lögtaki bæSi húsaleiguskuldlr, veSskuidir. vlxlaskuldlr. AfgreiSlr alt sem aS lögum lýttðr. Itoom 1 Corbett Blk. — «15 Moln SL Talsímið Main 5331 hopps a Co. BAILIFF* Tökum Iögtaki, innbeimtum skuldir og tilkynnum stefnur. Room 10 Thomson BL, 499 Main Fred Hilson l'ppboðslialdari og virðlngaAtaður HúsbúnaSur seldur, grlpir, JarSir, fast- eignir og margt fleira. Hefir 100,000 feta gólf pláss. UppboBssölur vorar 4 miövikudögum og laugardögum eru orSnar vinsælar. — Granite Gallerles, milli Hargrave, Donald og Ell'ice Str. Talsimar: G. 455, 2434, 288» Lightfoot Transfer Co. Húsbúnaður og Piano flutt af mönnum sem vanir eru því verki. Tals. Garry 5071 544 Elgin Ave. Dagtals. St.J. 474. Næturt. St.J.í 866. Kalll sint 4 nótt og degi. DR. B. GERZABEK. M.R.C.S. ír4 Englandi, L.R.C.P. frú London, M.R.C.P. og M.R.C.8. fr4 Manitoba. Fyrverandi aSstoSariæknlr / viS hospítal í Vínarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospítöl. Skrifstofa í eigin hospltali, 415—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími fr4 9—12 f. h.; »—6 og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks elgið hospítal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslentkir logfræBiagar. Skmfstofa:— Room 8n McArtbur Building, Portage Avenoe Ákitcn: P. o. Box tðAb. Telefónar: 4503 og 4504. Winntpes Gísli Goodman TINSMIÐUR Hornt Toronio og Notre Dame Phone tleimllU irry 2088 Garry 899 J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá uro leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 Hle K rnsingt ,m, Pon. AHrn I tl, Pbone Main 2597 A. S. Bardal 8*S Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um útfarir. Allur úthúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimilia Tala. - Oarry 1161 Skrifatofu Tale. - Garry 300, 37B Giftinga og , ,, Jarðarfara- blom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Canadian Art Gallary 585 MAIN 8T. WINNIPEG Sérstök kjörkaup & myndastæklmn Hver sem lætur taka af sér mynd hJ4 oss, fær sérstaka mynd geflns. S4 er lætur stækka mynd fær gefins myndlr af sj41fum sér. Margra ára íslenzk viðsklftl. Vér 4byrgjumst verkiB. KomiB fyrst til okkar. CANADA AHT GAIiLEHY. N. Donner, per M. Malitoskl. Brown & McNab Selja i heildsölu og smésölu myndir, myndaratnma. Skrifið eftir verCi á stækkuðum myndum 14x20 17S Carlton St. Talt. Kfaln 1S67 Fyrir hátíð góðviljans Ef jóla- og nýárs-hátióimar Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215^ PortageAv i gamla Queens Hotel G. F. PKNNY, Artist Skrifstofu talsimi ..Main 2065 Heimilis talsimi ... Garr / 2821 pú getur reitt 1. paó vamat- mörgum öðrum. Verð 75 cent Fæst hjá Jos. Triner,Mgf, Chem ist, 1333—1343 S. Ashtend Av»f. Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.