Lögberg - 24.01.1918, Side 1

Lögberg - 24.01.1918, Side 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Tala. Garry 1280 Stofnsett 1887 Steele Sc Co., Ltd. MYNDASMIÐIR Horni Maiu og Banuatyne. WINNIPEG Fyrstu dyr vestur af Main MAN. 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1918 NÚMER 4 úr bænum til vígstöðvanna á mánudagskveldið. Hún fór sem hjúkrunarkona með St. John Ambulance Corps. Miss Paulson vann við Almenna bókasafnið hér í bænum, áður en faðir hennar og stjúpa fluttu vestur í land, en litlu síðar fór hún til Regina og vann þar við Bókasafn Saskat- chewan stjórnarinnar. Miss Paulson er með afbrigð- um vel gefin stúlka og vel mentuð; hún nýtur trausts og virðingar allra, sem henni kynnast. Nú hefir hún yfir- gefið ágæta stöðu, til þess að geta veitt fósturlandi sínu lið ------------------1----- í raunum þess, og þar sem það Miss póra Paulson. dóttir þurfti hennar mest með. — W. H. Paulson þingmanns í Lögberg óskar Miss Paulson Leslie, Sask. fór áleiðis héðan góðrar ferðar. MIKS ÞrtRA PAtLSOX L. Þjóðarhættan. Ófriðurinn. Tímarnir eru hættulegir. pór- dunur stríðsins berast oss að eyrum og neyðaróp þeirra, sem á ýmsan hátt eiga um sárt að binda, hljómar til vor í höf norð- ur. Hinn blóðugi hildarleikur liggur eins og siðferðisleg þján- ing á huga og hjarta margra ís- lendinga, þó þeir fái engu um þokað, og vér fáum eigi skihð vanmátt og sjúkdóm hinnar kristnu siðmenningar. en jafn- vel þó vér fáum eigi skilið þetta, og þó að vér vitum, að dýrmæt mannalíf séu eyðilögð í miljóna- tali, og efnum veraldarinnar sé rænt í miljarðatali; þó að vér heyrum, “að konungar faldi ná- blæjum” og landafræðin breyt- ist — þá finst oss að þetta komi ekki eins við oss, eins og úrlausn vorra eigin mála. — Og meira að segja sá ófriður, sem nú á sér stað, meðal hinna pólitísku flokka vors eigin ættarlands — jafnvel þó að hann sé hvimleiður og að ýmsu leyti ótímabær — sá ófriður nær þó ekki til alþýðunn- ar, sem fæðir og klæðir þessa menn, sem alt af eru að jagast -— nema að nokkru leyti. Fyrsta og dýpsta spurning fyrir ís- lenzku þjóðina í heild — einnig þegar öll veröldin logar í ófriðar- báli, og þeir sem völdin hafa í landinu eiga í sífeldum áflogum og ófriði — fyrsta og dýpsta spumingin er það; hvemig ís- lenzka þjóðin eigi að bjarga sér sjálfri og þá auðvitað valdhöf- unum um leið úr hinum hörmu- legu afleiðingum allra styrjalda útlendra og innlendra, sem liggja eins og martröð á framkvæmid- um hennar og starfsþrótti. Og það má ekki gleymast, að eins og það eru ekki makráðir milj- ónaeigendur og kænir stjóm- mála- og hermálagarpar, er lifa óhultir í stofum sínum í nautn og friði, er eingöngu leiða sigur- inn heim — heldur hennennim- ir á vígvellinum, sem fórna blóði sínu og lífsgæfú ástvina sinna — eins er það alþýða þessa lands, tramleiðendur á landi og sjó, er 8fera hinn íslenzka þjóðargarð frægan. Kyrlátir og alvörugefn- ir berjast þeir við hættumar á sjónum og erfiðleikana á landi. Metnaðargjamir, hugstórir og ramkvæmdasamir hafa þeir ii1-5* * bvert nytsemdarfyrir- ® ið af öðru, og landið hefir omgast, landsmönnum liðið vel og landsjóður fitnað. — Rýrtíðaruppbótin. Fn á meðan framleiðendur á andi og sjó kyrlátir og hagsýn- ]r n°tuðu sér hinar fyrstu afleið- mgar heimsstyrjaldarinnar til uukinnar velmegunar og fram- takssemi, en politísku flokkamir hnipruðu sig í bróðurlegri ein- ingu að landssióðnum hlýjum og eitum, komu afleiðingar styrj- a darinnar fram sem aukin efúa- agsleg þrengsli á þeim starfs- monnum hins opinbera, er voru þanmg settir, að þeir gátu ekki hagnytt sér verðhækkun fram- leiðslunnar, heldur þvert 4 móti guldu hennar. úr þessari nauð- syn bættu að sjálfsögðu þingin 1916 ’17 og 1917, og vörðu til Þess um 1 miljón króna. Með því skuldbatt þingið sig auðvitað td þess að haldaáfram þessari varðveizlu meðan þörf gerðist; og þingið gat þetta — því það vissi að peningana var mögulegt að taka úr landssjóði, eins og á stóð. Dýrtíðarlánið. En á þinginu sama sumar varð mönnum það einnig ljóst, að af- leiðingar styrjaldarinnar kreptu svo að almenningi, að þar varð einnig að liðsinna. Var sú hug- mynd þingsins góð og haldkvæm að öðru en því, að þinginu var ekki ljóst, hversu mikið fé þurfti til þessa, og því síður hver ætti a& taka það, og við það mun enn sitja — að stórmiklu leyti. Um þá hlið á þessum fram- kvæmdum þingsins: að gefa 1 'miljón króna úr landssjóði sterk ríkum embættismönnum, sem voru framleiðendur og nutu því jafnt hagsmuna framleiðslunnar og þeir, sem ekki voru embætt- ismenn — um þá hlið málsins skal ekki fjölyrt. En að eins benda á það hógværlega og þó í fullri alvöru, að dýrtíðarláns- hugmyndin einnig fyrir embætt- ismennina, sem þess þurftu, mundi hafa reynst varlegri fyr- ir landssjóðinn. Ástandið. Nú mun þá vera komið svo högum landsjóðs og mikils þorra þjóðarinnar, að til eindæma vandræða horfir. Embættis- mennimir munu þó vera saémi- lega trygðir — en landsjóður mikið meira en tómur af hand- bæru fé til dýrtíðarláns — og flestum atvinnuvegum stór- háski búinn. Geta má þess þó, til maklegra viðurkenningar fyr- ir þá, sem hlut eiga að máli, að sumir atvinnuvegir, t. d. kvik- myndasýningar, virðast ekki þurfa mikið að óttast í næstu framtíð. — Alt öðru máli er að gegna með landbúnaðinn og þó einkum og sérstaklega sjávarút- veginn. Landbúnaðurinn. Sumarið, sem leið, var á ýms- um stöðum landsins — Norð- Austurlandi og sumstaðar á Suðurlandi — mjög óhagstætt. Menn mistu víða svo mikið af l.eyjum, að hætt er við að ein- hver tilhæfaj muni vera í þeim röddum, er heyst hafa, að þörf og hagsmunavon og vogun hai'i orðið forsjálninni yfirsterkari hjá mörgum bóndanum. Er í því efni vandratað meðalhófið og vorkunn ekki lítil, þó treyst sé á það fremsta að varðveita nauðsynlegan bústofn, sem oft er minni en nauðsynlegur. En það þurfa bændur að muna — stoðir íslenzka landbúnaðarins — að ef þeir byrja nú á þann hátt, að setja ógætilega á sig — þá hrynur mikið. Og þar er verkefni fyrir landstjórn og bændur að vinna saman — og enn mun vera tími til þess að gera ráðstafanir úr að bæta, ef stjómin hefir eigi gert það, sem vel má vera. — pað má engin skepna á öllu land- inu falla fyrir fóðurskort á þess- um vetri. Einmitt á því svæði gilda hin alkunnu og viðurkendu orð skáldsins: að leggja í sölurnar hina dýrustu eign. Og nú þegar sagan berst um landið um sárs- aukafulla búmannsstrykið, sem Norður-pingeyjingar eru að framkvæma, að skera niður bú- stofninn sinn, þá hljóta ménn að fá samúð með þeim mönnum. pað er aflraun eigi lítil og skilj- anlega mörgum þungt fyrir brjósti. Erfitt og kostnaðar- samt sumarstarf, í baráttu við óhagstætt tíðarfar, og endirinn á öllu þessu: mörg hundruð hest- ar eyðilagðir og undir snjó, fóð- ur, sem nægja mundi til þess að láta ganga vel fram mörg þús- und fjár um það leyti, sem dagar langir eru vanir að bera sól í fangi og blóm við barm þangað norður. En hagur lands og lýðs og ábyrgðartilfinningin fyrir skyldum og sæmd bændastéttar- innar eykur þeim þrek og aflar þeim virðingar allra góðra og hugsandi manna. Sjávarútvegurinn pað virðist yfirvofandi hætta á ferðum, og stafar af þrennu: fyrst og fremst af hinu afskap- lega verði, sem er á öllu, sem að útgerð lýtur, í öðrulagi af því hve útgerðarmöguleikarnir eru takmarkaðir og í þriðja lagi af óvissunni, sem er á verðmæti s j ávaraf urðanna. Til þess að ráða bót á þessari þjóðarhættu, sem kyrstaða eða gereyðing sjávarútvegsins hlýt- ur að hafa í för með sér fyrir þjóðina, þarf að myndast heil- brigð og viturleg samvinna milli stjórnarinnar og framleiðend- anna. ófriður og sundrung má ekki komast þar að, því að það er staðreynt að alt slíkt tefur fyrir framkvæmdum góðra mála. Mönnum þarf að skiljast það að sjávarútvegurinn er svo mikill alfgjafi í', öllu framkvæmdarlífi þjóðarinnar, að það tjáir ekki að takmarka hann eða eyðileggja, fyr en einskis annars er úrkosta. Sala togaranna — með öllum hennar afleiðingum fyrir þús- undir manna — hlýtur að hvetja alla hugsandi menn til alvarlegr- ar íhugunar um hina stórfeldu þýðingu þeirrar atvinnugreinar fyrir landið. En togararnir eru seldir — og um það ekki frekar að ræða — og aukinn skipastól, togara, segl skip og báta heldur ekki um að tala. En það er til mikill skipa- stóll enn og það er spuming, sem úr þarf að leysa: hvort mögulegt sé að halda út þessum skipastól öllum og hvort það muni borga sig, og í samanburði við ein- hverja nýja framkvæmanlega atvinnugrein. Auðvitað er ekki mögulegt að gera þetta ítarlega í stuttri blaðagrein, en róleg um- hugsun og staðgóð rannsókn málsins ætti að geta leitt að við- unandi niðurstöðu og getur hin þarfa stofnun, Hagstofa lands- ins, gefið miklar upplýsingar í þessu efni. Samkvæmt fiski- skýrslum hennar árið 1916 hafa verið til það ár 161 fiskiskip, samtals 11,018 tonn br. Á sama ári stunda fiskiveiðar 391 mótor bátur (minni en 12 tonna) og 1,121 róðrarbátur. Á fiskiskip- unum eru 2,365 menn, á róðrar- b&tunum 5,148 og á mótorbátun- um 1,935 eða alls 9,448 menn. Árangur þorskveiðarinnar (allur fiskur) það ár er uim 23% miljón fiska alls á þilskip og báta, og þyngd alls aflans, miðuð við nýj- an, flattan fisk (400 kg. í skpd.) er 55,4 miljón kg. Vísast er ekki of hátt áætlað verðmæti hvers skpds., miðað við verð þetta ár, 100 kr. skpd. (80—90 kr. þorsk- ur, smáf. og ýsa) eða um 14 miljónir króna. pað má því telja ábyggilegt að árið 1915 hafi um 10,000 útgerðarmenn og sjómenn veitt þjóðinni tekjur, í fiski ein- um, er svarar 14 miljónum króna með þessa árs verði, að ótöldu lýsi og síld. Að vísu er nú, eins og áður er framtekið, mikið hug- um breytt, en ef hugisanlegt væri að þessi atvinnugrein gæti veitt landinu hlutfallslegar tekj- ur á næsta ári, þá er ógætilegt og óverjandi að stöðva þá fram- kvæmd eða takmarka ef ekki er önnur atvinnugrein til, sem á- byggilega gefur slíkar tekjur í aðra hönd. En þó að vissa færi fyrir þess- um eða líkum sjávarafla, gæti cilkostnaðurinn við að reka út» veginn orðið svo mikill að fleiri eða færri hikuðu við að gera út áætlanir um hana nú er sérstak- lega erfitt, meðal annars vegna þess, að engin vissa er f'yrir að nægilegt sé og verði til af kolum, olíu og salti og útgerðin því stöðvist þegar verst gegnir. Til þess að komast að ábyggilegri niðurstöðu um þetta atriði þarf stjómin annars vegar og útgerð- armenn hins vegar' að rannsaka og upplýsa ástandið eins og það er nú. pað þarf að upplýsast, hversu mikið er til áf þilskipum, ANDLÁTSFREGN, Frú Oddný Jónína Jakobsdóttir, kona hr. Árna Eggerts- sonar, Iézt að heimili sínu 766 Victor stræti, hér í borginni, klukkan hálf ellefu á mánudagskvöldið var. Banamein frú- arinnar var nýrnabólga. — Henni hafði fæðst dóttir á sunnu- dagsmorguninn. Dóttirin lifir og heilsast vel. Hr. Eggertsson var staddur í New York, við störf sín, fyrir landsstjórnina á fs/andi, er andlát konu hans bar að höndum. Er hann á leiðinni til borgarinnar, og er væntan- legur á föstudagsmorguninn. mótorbátum og árabátum, er sjó geta stundað á næsta ári. pá þarf að upplýsa, hve mikið1 af kolum, veiðarfærum og salti þarf til þess að útgerðin verði rekin með nægilegri og sjálfsagðri framsókn. pá mundi og auðvelt að upplýsa, hversu mikið af öllu þessu væri til í landinu bæði í vörzlum stjómarinnar, útgerðar- manna og kaupmanna — og þá jafnframt gera nokkum veginn áætlun um, hvers vænta mætti til viðbótar. pá er og sú hlið málsins, er takast þyrfti til skjótrar og rækilegrar meðferð- ar, hversu miklu verði Englend- ingar vilja kaupa fiskinn. Alt þetta er virðingarvert og nauð- synlegt samvinnustarf stjórnar og þjóðar og ólíkt vænlegra til góðs árangurs á þessum óham- ingjutímum en ófriður og flokka drættir, sem æfinlega hlýtur að leiða til meii*a og minna úrræða leysis og jafnvel ráðþrota. Til skilningsauka á því hversu afarnauðsynlegt það er að allrar varúðar og framsýni sé gætt í þessu máli og hve afar mikils- varðandi það er, vil eg leyfa mér að benda á nokkur atriði í út- gerðarkostnaðinum, sem öllum er svo ljós, að ekki geta orkað tvímælis: Togaraútgerðin er með réttu talin lang-arðvænlegasta grein sjávarútvegsins; e i »f tonnið af kolunum fæst ekki íyrir minna en 300 kr., þá kosta einungis kol- in (c. 8 tonn) um 2400 kr. á sól- arhring. pegar við þetta er bætt um 50 kr. á skpd. af fiskinum í salti (tonnið talið 280—300 kr.), þá er hér um svo gífurlegan kostnað að i*æða, að eðlilegt er að varlega sé farið.. En þegar kemur til vélabát- anna, er áhættan ekki síður lýð- um ljós. í “Landinu” frá 30. f. m. er sýnt fram á það, “að með meðalafla bíður útgerðin á mótor bátum 3,294 kr. tap á 2 mánuð- um — beztu mánuðum ársins. Mun með því dæmi átt við útgerð hér nálægt. En það mun ekki fjarri sanni, t. d. 4 Austurlandi, að þeir vélbátar, sem ætlaðir eru til fullrar sjósóknar þar, með alt að 10 tíma “stími” á ystu mið, eyði einu fati af olíu í róðrinum. Og sé-gengið út frá 80 róðrum á tímabilinu maí—nóvember, til þess- að fá meðalafla, um 200 skpd., er mun láta nærri, þá er olían ein, með um 80 kr verði á fati..............kr. 6,400.00 Salt, um 30 tonn á kr. 280.00 . . . . kr. 8,400.00 Veiðarfæri og beita um.............kr. 8,000.00 Mannhald (hvort heldur reiknað er kaup eða hluti af afla) um . . . . kr. 8,000.00 eða alls um kr. 30,800.00 * Arsfundur Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, var haldinn á þriðjudagskveldið var, og var fjölmennur. • Skýrslur fulltrúa safnaðarins sína að hann stendur efnalega í blóma. Tekjur á árinu voru . .$5,355.82 útgjöld............. 5,346.96 í sjáði við áramótin ... .$8.86 Sunnudagsskólinn. Innritaðir alls: Kennarar og hjálparmenn 23 Nemendur, fermdir . . . . 79 Ófermdir . 177 Alls . 279 Aðsókn: Flest á einum sunnudegi 199 Fæst 43 Meðaltala 132 Fyrir alla sunnudaga, alls 6854 Viðstödd á hverjum sd. 14 Mistu að eins einn sd. . . 4 Inntektir og útgjöld: f sjóði í byrjun árs .. . .$ 21.51 Samskot alls 237.94 Banka rentur 1.51 $260.96 Útborganir alls 233.09 f sjóði nú...............$27.87 Prestsverk. Skímir..................... 27 Fermingar ................. 13 Hjónavígslur .............. 15 Greftranir .....,......... 22 Altarisgöngur............. 370 Fulltrúar fyrir næsta ár voru kosnir: J. J. Vopni Kári Fredrickson Hinrik Hinriksson Frecl Bjamason Jóh. G. Thorgeirsson. Djánar voru kosnir: Miss Theodora Hermann Mrs. J. Júlíus Miss Guðbj. Johnson Arinbjörn S. Bardal Kristján Vopnfjörð. Samþykt var, sökum dýrtíðar, að auka laun rrestsins um $300 á ári. Bœjarfréttir. Jón Halldórsson frá Lundar var á ferð í bænum í vikunni sem leið. Og er þó ótalin vátrygging og margt fleira. Og þegar svo þar við bætist óvissan um hvað fæst fyrir aflann — hvort þess 200 skpd. gefa í aðra hönd 20,000 eða 30,000 kr. — þá er það sýnilegt gð hér er nauðsyn á skjótum og góðum ráðum og framkvæmd- um; því það er hinn mikli leynd- ardómur sjávarútvegsins, að jafnvel þrátt fyrir þennan feikna kostnað, getur hann borgað sig, ef vel gengur, allra atvinnuvega bezt. Hann færir landinu árlega tugi miljóna króna, fæðir og klæðir og veitir lífþægindi, menn ing og mentun þúsundum manna á honum hvílir velmegun lands- sjóðsins og framtíð íslendinga sem siglingaþjóðar; yfir honum blaktir íslenzki fáninn á höfnum ættarlandsins og undir vexti hans og viðgangi er komin vel- megun lands og lýðs í nútíð og framtíð. pað er því fullkomin þjóðarhætta, ef stjórn og þjóð bera eigi gæfu til að ráða farsæl- lega fram úr því vandamáli. En til þess að geta ráðið fram úr því þarf einlægni, hleypidómalausa og flokkadráttalausa samvinnu stjómarinnar og landsins hæf- ustu manna — og sú samvinna má ekki dragast,—-J. H. —Lögrétta. Eins og kunnugt er þá gekst kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðarins fyrir því að safna jóla- gjöfum handa gamla fólkinu á Betel. Öllum þeim, sem gjafir sendu til kvennfélagsins í þessu sambandi er Lögberg beðið að færa innilegustu þakkir. Hr. Grímur Laxdal, bóndi ná- lægt. Kristnesi, Sask.; kom til bæjarins í, vikunni. Hann fór norður til Gimli að heimsækja dóttur sína, Mrs. Dr. Sv. Björns- son. Sigríður Sveinsdóttir Bjarnason. . Hinn 19. des. s.l. andaðist hér í bænum eftir langa vanheilsu Sigríður Sveinsdóttir Bjamason. Hún var fædd 17. marz 1851 á Valdalæk á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu; dóttir Sveins bónda Guðmundssonar er þar bjó, og konu hans ólafar Gísladóttur prests frá Vesturhópshólum, en kona Gísla og nfcðir ólafar var Ragnheiður dóttir Vigfúsar sýslu manns á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Sveinn bóndi á Valdalæk varð ekki langlífur, bjó ekkja hans Ólöf um nokkurra ára skeið á Valdalæk að honum látnum, og kom þar bömum sínum til þroska Um 1880 fluttist Sigríður á Suðurland og 1884 giftist hún Gissuri Bjamasyni söðlasmið á Eyrarbakka; ættuðum frá Steins mýri í Skaftafellssýslu. Skömmu síðar keyptu þau hjón jörðina Litlahraun á Eyrarbakka og bjuggu þar góðu búi. Vom þau þar til 1903 að þau fluttust til Reykjavíkur. En 1906 fluttust þau til Hafnarfjarðar og lézt Gissur þar 1907. Var Sigríður eftir það í Hafnarfirði með böm- um sínum, þar til hún fluttist hingað til Winnipeg sumarið 1913. Með henni fóru dætur hennar; Kristín og Ingibjörg, en synir hennab Skúli og Sveinn vom þá hingað komnir fvrir tæpu «ári og hafa þau systkin jafnan búið hér öll saman síðan, ásamt tpóður sinni. Er Skúli elztur þeirra systkina; kvæntur fyrir rúmu ári síðan, Margréti Oddgeirsdóttur prests í Vest- manneyjum. peim Gissuri og Sigríði varð sex bama auðið. Auk þeirra fjögra er hér hafa nefnd verið, áttu þau tvo sonu, Bjama og por- vald, sem dmknuðu báðir af fiskiskipum úr Reykjavík, og voru þá um tvítugs aldur. Drukn- aði Bjarni árið 1903, en por- valdur 1906. Voru þeir báðir hinir vænlegustu menn, og vanda mönnum þeirra hinn mesti harm ur kveðinn í láti þeirra. Kjarki og dugnaði Sigríðar var viðbragðið og hefir lengi verið í minnum höfð, bæði um Húnavatnssýslu og víðar á fs- landi, framganga hennar við bæj- arbrunann á Sveðjustöðum í Mið- firði. Sigríður var þá um tvít- ugt. Eldurinn kom upp um miðja nótt og var fátt eða ekki karlmanna heima, þeirra er dug- ur væri í. Hríðarveður var á, með fannkomu mikilli og frosti. Komst Sigríður fyrst manna út um baðstofugluggann, og særð- ist hún við það, svo að hún bar sum örin eftir, alt til dauðadags. Fólk annað, það er inni var bjargaðist gegn um gluggann og komst í fjósið. Nokkru af hús- munum fékk Sigríður bjargað með aðstoð kvenna þeirra ann- ara er þar voru. Skamt frá bænum stóð hest- hús eitt og var þar inni reiðhest- ur góður, þann tójc Sigríður og reið í hríðinni og náttmyrkrinu, alt hvað af tók, þar til hún kom til Meltsaðar — en það er á fslandi kölluo löng bæjarleið — kom hún þai síðari hluta nætur, fannbarin o $ fáklædd, vakti þar upp og var iikjótt brugðið við til hjálpar fólki því hinu nauðstadda þar á Sveðjustöðum. Sigríður var í hærra meðallagi á vöxt, þéttvaxin og limuð vel, kvenna skörulegust í framgöngu allri, svipmikil og sviphrein. Hún var ljósbrýn og ljóshærð og kvenna háf%úðust. Vinföst var hún og lundiu'OÍTi og hélt einurð sinni fullri við hvem, sem um var að eiga. Vandamönnum _?*> um unni hún heitt og fór það að skaplyndi hennar, því hún var örlynd og tilfinningarík. fslenzk var hún í anda, hafði hið mesta yndi af skáldskap og mat íslend- ingasögur mest allra bóka; svip- aði henni og all-mjög til kvenna þeirra sumra, er þar er um getið og höfðingkonur þóttu. Stefán Stefánsson. Meðlimunt Jóns Sigurðssonar félagsins I.O.D.E. er hér með til- kynt að á fundi, sem haldin verður í sunnudagsskólasal Fyrstu lút. kirkjunnar á hominu á Bannatyne og Sherbrooke St. verða afhentir “Honor Pins” (heiðurs nælur) til þeirra, sem samkvæmt reglum félagsins eiga tilkall til þeirra. pann 13. þ. m. voru þau Páll Pálson og Jónína Borgf jörð bæði til heimilis í Iæslie, Sask. gefin saman í hjónaband að heimili systur brúðurinnar Mrs. H. G. Nordal í Leslie af séra Halldóri Jónssyni. Brúðguminn er sonur Valdimars Pálsonar bónda ná- lægt Leslie, en brúðurinn er dótt- ir Jóhannesar Borgfjörðs bónda að Leslie. Eru þeir Valdimar og Jóhannes nágrannar og þar ná- lægt setjast ungu hjónin að, á eignariandi brúðgumans.- Eimskipafélag íslands. útnefningar og fundarboð. Samkvæmt 24. gr. í grundvallarlögum Eimskipafélags fslands, ber vestur-íslenzkum hluthöfum þess, að tilnefna tvo menn í það stjómarsæti félagsins, sem herra Ámi Eggertsson hefir skipað á því tveggja ára tímabili, sem end- ar með ársfundi félagsins í júní næstkomandi. Með lögum félagsins er kjörfundur Vestur-íslendinga ákveðinn í Winnipeg í febrúar mánuði, og skulu þar kasnir tveir menn í stjómamefndina, en ársfundur félagsins, í Reykjavík, úrskurðar hvor þeirra skuli skipa stjómarsætjð á næsta tveggja ára tímabili. Vestur-íslenzkum hluthöfum tilkynnist því hérmeð að hlutasölunefndin hér í borg hefir, samkvæmt tilmælum beggja vestur-íslenzku stjómendanna, Áma Eggertssonar og J. J. Bíldfells, tekið að sér að boða þennan kjörfund og hefir ákveðið að' hann skuli haldinn kl. 8 að kveldi þess 27. febrúar næstk., á þeim stað, sem síðar verður auglýstur. Nú er því hérmeð hluthöfum félagsins boðið að til- nefna í stjómarsætið hverja þá tvo menn, sem þeim þókn- ast og að senda þær tilnefningar til undirritaðs, svo timan- lega frá sér, að þær verði komnar í hans hendur ekki síðar en þann 5. febrúar næstk., svo hægt sé í næstu blöðum á eftir, að auglýsa hverjir tilnefndir hafa verið, og svo að nægur tími veitist til að greiða atkvæði um þá og að hafa þau hingað komin ekki síðar en þann 25. febrúar—tveimur dögum fyrir kjörfundinn. Herra Ámi Eggertsson hefir tilkynt nefndinni að hann sé í kjöri til endurkosningar, ef hluthafar óska að hann halcli stjómarstarfinu áfram. Eins skal þess getið, að það er þýðingarlaust að tilnefna í stöðu þessa aðra menn en þá, sem vissa er fyrir að við því séu búnir að rækja starfið, ef þeir ná kosningu, og að borga sjálfir allan kostnað leiðandi af ferðum þeirra til íslands, til þess þar að mæta á ársfund- um félagsins. í umboði hlutasölunefndarinnar, 21. Janúar, 1918. B. L. Baldwinson. ritari. 727 Sherbrooke St., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.