Lögberg - 24.01.1918, Síða 2

Lögberg - 24.01.1918, Síða 2
2 LöGBERG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1918 Ef Þjóðverjar kœmu til Bandaríkjanna. Eftir Samuel G. Blythe. Hinn 25. ágúst gengu átta syngjandi, þýzkir hermenn nið- ur eftir North-Kansas strætinu í Topeka. peir báru gráleita ein- kennisbúninga og voru vopnaðir með byssum og byssustingjum. Tveggja ára gamalt bam hafði smogið undir rimlagirðinguna fyrir framan hús sitt, og komist út á miðja götuna til þess að sjá hermennina, er gengu tveir og tveir samhliða. þeir sem í far- arbroddi voru, gáfu baminu eng- an gaum, en maðurinn, sem í annari röðinni gekk vinstra meg- in, lagði byssustingnum gegn um saklaust, óvita bamið, varp byssunni svo um öxl sér og bar það þannig um 200 faðma. Litli sakleysinginn rak upp sárt hörm ungarhljóð. — pað heyrðist ekki lengi-----Bamið var dáið, og hljóðið líka. — En hermennimir þýzku hröðuðu göngu sinni og sungu fullum hálsi: “Deutsoh- land uber Alles”. pjóðverjar höfðu náð Topeka á sitt vald 19. ágúst; en Kansas borgina hofðu þeir tekið nokkm áður, með því að þeim hafði hepn ast að koma liði á land í New Orleans. Förin um Mississippi dalinn og til St. Louis, sóttist þeim greiðlega og þaðan höfðu þeir svo haldið í einni stryklotu alla leið vestur að Kansas-borg. Borgimar Jefferson og Sedalia og ýmsa fleiri staði, höfðu þeir rænt og brent. íbúamir í To- peka, höfðu í fyrstu veitt viðnám ■nokkurt, en urðu þó um síðir að gefast upp, og að kveldi þess 20. ágúst var borgin í höndum hinna þýzku ræningja, er höfðu aukið lið sitt með sex þúsundum al- ræmdra vígagarpa frá Lawrence Ekki kom mönnum yfirgangur pjóðverja þó á óvart með öllu; en þótt borgarstjórinn Jay E. House hefði gert allar hugsan- legan vamarráðstafanir og hvatt varðlið borgarinnar, eins og mest hann mátti, þá dugði það samt eígi til, — borgin féll í hendur pjóðverja, eftir snarpa og drengi lega vöm íbúanna. — Eftir að pjóðverjar þóttust hafa búið full-tryggilega um sig í borginni, tóku þeir höndum House borgar- stjóra og landstjórann, er Capper nefnist, og kváðust ætla að halda þeim í gisling. pjóðverjar sýndu af sér fádæma ruddamensku og heimtufrekju ; kröfðu þeir bænd- ur og búalið óspart um vistir og lausafé; dátamir þýzku tóku sér óboðnir dvalarstað v húsum al- mennings, en herforingjar þéirra bjuggust um í vegiigustu sam- komuhúsum borgar mar og að- alskrifstofubyggingu n Santa Fé jámbrautarfélagsins, sem em í námunda við ráöhúsið. Eldur og anðn. Næstu dagamir voru alt ann- að en glæsilegir. Flestar sölu- oúðir í Kansas-s1 ræti vom íændar og sumar j^rendar til kaldra koia. pjóðvei’jar vom s.irreiðir yfir því, að í borginni var lítt 'al ölfanga; er því sýnt að þeir voru allsgáðir, þegar þeir frömdu sum viðbjóðslegustu hryðjuverkin. Hús einstakra manna vom rænd; stolið öllu fémætu, reiðu- peningum, skrautgripum, kven- silfri og minjagripum, en allir munir, er voru svo erfiðir við- fangs, að eigi var auðvelt á brott að bera, voru tafarlaust brotnir í spón. Ailþýðubókasafnið var brent til ösku. Skrifstofu byggingar dagblaðsins “Topeka Capital”, sem var málgagn landstjórans, vom sprengdar í loft upp. Aðal- skemtigarður borgarinnar, kring um ráðhúsið var gjör skemdur, blómbeðin tröðkuð og eyðilögð, stór tré höggvin upp með rótum, flestir gluggar molaðir og Orpheum leikhúsið brent til agna Hverri einustu bifreið var stolið og all-flestum hestum líka, jafn- vel hálfblindum húðarbykkjum. Ekki vom margir myrtir af íbúunum í fyrstunni, þó lék orð á því, að konum hefði verið sýnt ofbeldi, í útjöðmm borgarinnar, og lík einnar heldri konu hafði fundist í götukrók nokkrum, hörmulega leikið — brjóstin ver- ið skorin af. Varðlið borgarinn- ar, sem eftir fræga vöm, fékk eigi lengur rönd við reist, var lokað inni í smiðjum Santa Fe jámbrautanna, og þar var mönn um haldið í nokkra daga. Eng- inn gat fengið útgönguleyfi, hvað sem við lá og viðurværið var vatn og brauð, og hvort- tveggja af skomum skamti. Tuttugu og fjórar klukku- stundir höfðu liðið, áður en nokkur maður í smiðjunum fékk þesvsa fyrgreindu hressingu. Tveir Topeka borgarmenn, höfðu komist undan með byssur sínar; sættu þeir lagi og skutu á hóp nokkum þýzkra hermanna, sem verið höfðu á næstu grösum og gerðu þar talsverðan usla. En svo fóru leikar að hinir þýzku spellvirkjar náðu mönnum þessum á sitt vald, krossfestu þá og notuðu byssustingina í stað nagla. Síðan hjuggu þeir af þeim hendur og*fætur, og höfðu svo fáránlegar svívirðingar í frammi við líkin, að eigi er unt með orðum að lýsa. Píslarvottar þessir hétu Johnson og Frown.— Varð hinn þýzki her nú óður og uppvægur og drýgði hvem stór- glæpinn á fætur öðrum. Létu foringjamir festa upp auglýs- ingar á strætum og gatnamótum er hljóðuðu á þessa leið: “óvið- jafnanleg ódáðaverk framin af Amerískum stigamönnum. Ef að þýzkum hermönnum verður nokkursstaðar á nokkum hátt sýndur minsti mótþrói, bera borgarbúar allir fyrir einn og einn fyrir alla, ábyrgðina á af- leiðingunum. Allar dyr skulu opnar standa nótt og dag, og ljós loga í glugga hverjum, er að al- faravegi snýr. Engir af borgar- búum meiga út fyrir húsdyr ganga, frá því klukkan 7 að kveldi til 8 að morgni. —” Margir hinna helztu höfðingja andlegu stéttarinnar vora hnept- ir í varðhald; sömuleiðis David Mulvane, Charles Blood Smith og ritstjórinn að “The State Joumal”. — pjóðverjar kváðust halda öllum þessum möúnum í gisling. Hinir þýzku ofbeldis- menn skiftu niður borginni á milli sín og rannsökuðu hvert einasta hús; skutu þeir samstund is til bana mann hvem, er byssu hafði eða eitthvað annað vopn í fóram sínum. Hjálp í vændum. Að kveldi hins 24. ágúst fór að kvisast að Ameríku menn væru á leiðinni að vestan, og tóku þá pjóðverjar í Topeka all-mjög að ókyrrast. Sendu þeir sam- stundis hraðskeyti til herfor- ingja sinna í L^wrence og skor- uðu á þá að senda nýjar liðsveit- ir tafariaust til borgarinnar; varð þess og eigi lengi að bíða, því stuttu eftir dagsetur komu lestirnar er herinn fluttu, inn á járnbrautarstöð Santa Fe félags- ins, og þyrptist skarinn í fylk- ingum umhverfis ráðhúsið. Slökt var samstundis á öllum stræta ljósum og borgin skilin eftir í kol-níðamyrkri. Tvö skyndileift- ur rafu náttmyrkrið, fyrst grænt en síðar rautt, og jafnskjótt tóku pjóðverjar að senda kúlur frá ráðhúsinu; skothríð þeirri var svarað rækilega úr áttinni, þar sem Kansas stræti liggur. — En það sem einkennilegast var, að þarna skutu pjóðverjar niður sína eigin menn. Orðrómurinn, sem flogið hafði út um borgina, um komu Amer- íkumanna, hafði truflað svo mjög hinn þýzka her, að menn- imir vtssu eigi fyr en all-löngu seinna, að liðið, sem svarað hafði fyrstu skotum þeirra, var af þjóð flokki þeirra sjálfra, hópamir er komið höfðu með síðustu lestinni frá Lawrence. Alt lenti í uppnámi á meðal sjálfra þeirra innbyrfeis og liðið var nokkuð af dagmálum, er reglu varð aftur komið á herinn. En þá byrjuðu brennur og rán. Æddu pjóðverjar þá hús úr húsi, heltu steinolíu á gólfin og báru eld að og týndu sumir af þeirra mönnum lífi í þeim atlát- um. Voru þá all-mörg heimili brend til ösku, svo og verzlunar- búðir og kirkjur margar. Ráð- húsið var' að mestu leyti látið ó- skemt, en glerkassar, sem við innganginn stóðu, og flagg það var geymt í, er Kansasbúar höfðu borið í borgarstríðinu, vora brotnir í smátt og flaggið fyrst skorið í tætlur, en síðan brent á báli í skrautgarðinum fyrir framan bygginguna. pama fóru fram nokkurs konar Njáls- brennur; alsaklausir borgarar landsins, brendir inni eins og melrakkar í greni, án dóms og laga, en aðrir voru skotnir á strætum úti.—Fylkingar þýzkra hermanna, ráku konur og böm á undan sér, hundruðum saman, inn í ráðhúsgarðinn að húsa- baki, með byssustingina til taks, ef einhverju kynni að verða ó- hlýðnast. Vegimir, er upp að ráðhúsinu lágu, vora stráðir lík- um. pann tírna, sem fangamir voru í ráðhúsinu, var þeim skip- að þannig niður, að konur og böm skyldu aðsetur hafa í norð- urhluta byggingarinnar, en karl- ar geymdir í hinum syðri. pjóð- verjar voru langtum óvægilegri við konur og böm. Bankastjóri einn, mikilsmetinn í borginni, var tekinn og bundinn við stólpa nokkum, er stóð við kirkju, skamt frá íbúðarhúsi hans; þar var hann látinn vera sjónarvott- unað því, er pjóðverjar bára eld ao húsi hans og brendu til kaldra kola; að því loknu var hann marg særður með byssustingjum og því næst skotinn. Sonur hans var líka skotinn til bana um sömu mundir. pjóðverjar sögðu að úr húsdyrum þeirra feðga, hefði þýzkur dáti verið skotinn til dauðs. — Níðingsverkin vora alveg einstök í sinni röð. Sex starfsmenn strætisvagnafélags- ins, voru teknir af lífi, er þeir reyndu að ná til heimila sinna. Og fjöldi borgara vora teknir fastir við vinnu ,sína, hendur bundnar á bak aftur, höfð um þá hæðandi smánarorð, þeir síð- an leystir og skotnir tafarlaust, um leið og þeir ætluðu að komast undan. Kona nokkur, er var á ferð um strætið, var sniðin sund- ur í miðju, með byssusting. Hóp- ar manna voru reknir eins og sauðir til slátrunar upp að ráð- húsinu einungis til þess að sýna þeim lík hinna myrtu vina og samborgara. Einkunnarorð hinna þýzku morðingja voru þessi: “Hundar! Svín!” um leið og þeir skutu niður saklaust fólkið. í kofa einum fátæklegum lá sjúk- ur maður og máttvana, er enga björg gat veitt sér; þeir lögðu eid að kofanum og brendu hvort- veggja, mann og hús! Karlægum öldungi, um nírætt, var kastað t á strætið, og lést hann á sj úkra húsi daginn eftir. Lögregluþjón- um, sem reyndu að verja hús sín, var hrundið á bálið og Íétu þar líf sitt. pó tók út yfir allan þjófa- bálk meðferðin, er kvennfólkið var látið sæta. — Dans hörmungar og dauða. Verki eyðileggingarinnar var haldið áfram mestan hluta næt- ur, en er lýsti af degi, tóku fall byssur þær, er pjóðverjar höfðu komið fyrir, framundan ráðhús- inu, að láta til sín heyra fyrir al- vöra; hélt skothríðin þannig á- fram um langa hrið, þar til varla sást steinn yfir steini. — Um klukkan sex, ráku pjóðverjar. landstjórann Capper og House borgarstjóra upp að ráðhúsinu, ásamt þeim hinum öðrum, er þmr þóttust halda í gisling, og neydcfu þá til þess að lýsa yfir því, að ef nokkur vogaði séy framvegis að skjóta á þýzkan hermann, þá skyldu hörmungar hinnar um- liðnu nætur, verða margfaldaðar gagnvart borgarbúum. Hér um bil sex hundruð fangar voru saman komnir í einum hnapp á þessum stöðvum; af þeim voru hundrað skotnir. Föngunum var skipað í raðir og sjötti hver mað- ur skotinn. prír kaþólskir prest- ar voru af lífi teknir, sökum þess að pjóðverjar kváðu þá hafa æst lýðin til mótþróa. Fleiri kennirnenn armara kirkjudeilda voru líflátnir. Hinir blóðþyrstu þýzku stigamenn, ruddust í á- kefð fram og aftur um strætin með hrópum og skotum og skutu til beggja handa á vamar- lausan almenning. Og er að kveldi leið, vora strætin þakin blóðgum val, en tala hinna her- teknu hafði aukist svo þusund- um skifti. Fjöldi fanga voru reknir út í ýmsa smábæi, með harðri hendi, og hótað bráðum dauða, ef þeir reyntju að snúa til baka; flest vora þetta konur og, böm, er þar var hrúgað saman, án nauðsyn- legrar fæðu og fata, enda hrundi fólk þetta niður unnvörpum. Hver einasti maður úr varðsveit- um þeim, er fyrst tóku á móti pjóðverjum og reyndu að hnekkja framgangi þeirra, var af lífi tekinn. — Að morgni hins 27. var gefin út auglýsing um það, að Topeka skyldi eyðilögð vera með öllu, og var fólkinu skipað að safnast saman á flöt- inni framan við ráðhúsið, komu þar um tólf þúsundir manna, kvenna og barna, var þeim síðan skift niður í fjórar deildir og ráku pjóðverjar hópana með brugðnum byssustingjum út á eyðimerkur, matarlausa og án nokkurs skýlis. Síðan var hermd- arverkunum haldið áfram, brotn ir upp bankar, búðir rændar og kirkjur allar brendar til kaldra kola. Borgarar voru skptnir við vinnu sína og konur beittar of- beldi. Hinn 1. september, var gefin út ný fyrirskipun, eftir að meira en helmingur borgarinnar hafði verið eyðilagður, um að fólk það, er á lífi væri, og rekið hafði verið brott úr borginni skyldi tafarlaust flutt til baka, ■ og látið byrja á að hreinsa borg- ina, grafa hina föllnu, og taka upp störf sín. Á tólfta hundrað hús, höfðu þá verið brend og brotin, svo sem flestar bygging- ar á Kansas stræti, Santa Fe skrifstofumar og smiðjumar, bókasöfnin, kirkjur og skólar. Ráðhúsið stóð enn, þó var þar flest úr lagi fært, svo að margar vikur liðu, áður en það var not- hæft að fullu. Meðan á þessu stóð, var verið að koma nýju og fullkomnara skipulagi á her Ameríkumanna og útbúa vamarirki fyrir norðan pg vestan. Viðbúnaður mikill og liðsafnaður var í Newton, Kansas Grand Island og Nebraska, og lengra austur bæði í Lincoln og Omaha, til þess að geta yeitt viðnám hinum þýzku yfirgangs- seggjum að sunnan og austan. Fregnir af viðbúnaði Ameríku- manna bárast skjótt til her- stöðva pjóðverja í Kansas borg- inni, og íétu þeir þá samstundis kalla þangað lið sitt frá Topeka og Lawrence og bjuggust um mjög. — pýzki herinn í Law- rence eyðilagði hina fögru há- skóla byggingu og fleiri stórhýsi, en Topeka hersveitimar hröðuðu för sinni hið mesta um North Topeka, Meriden, Valley Falls, Nortonville Cummings og Atchi- son, og þaðan til Kansas borgar, sem Ameríkumenn höfðu géfið upp, eftir fyrstu atrennuna við pjóðverja. Á för þeirri sköruðu svívirðingar pýzkarans, langt fram úr öllu, er áður hafði heyrst eða sést. Allstaðar sama sagan — rán, morð og skelfingar. — Háöldruð kona í North Topeka var lögð í gegn á heimili sínu með byásustingjum og ung stúlka brytjuð niður í smá-agriir. Borg- arstjórinn í Valley Falls, var skotinn til bana, á leiðinni heim að húsi sínu. Kona ein fanst dáin á strætinu, með tólf spjóta- lög í gegn um bakið, og ungur sveinn hafði verið lagður spjóti í gegnum munninn. yerkamaður nokkur í Cum- mings, hafði sloppið fram hjá pjóðverjum, án þess þeir yrðu hans varir. Höfðu 1 þá all-flest heimili verið brend; var , hús hans eitt hinna fáu, er stóð á grunni sínum. En er hann kom inn úr dyrunum fann hann á gólf inu lík foreldra sinna og systk- ina, sundurtætt og marin, með afhöggna limi. — Sama var á- standið í Atchison, morð og rán. — Tvær komungar stúlkur voru á harða hlaupum á brott frá brennandi núsi; þýzkir dátar óðu að þeim, lögðu þær í gegn með byssustingjum og köstuðu þeim þannig útleiknum á bálið. — Konur vora negldar við stólpa og stauragirðingar, og þar sem áður var Fort, Leavenwarth voru tvær stúlkur allsnaktar festar upp í háu tré. AUir prestar voru myrtir, eftir að hafa sætt lang- varandi píslum. Menn þeir, er pjóðverjar þóttust halda í gisl- ing, voru því nær allir líflátijir. í Nortonville var ungbam kross- fest við innganginn á húsi einu á fjölfömum vegi. Sérkennileg hryðjuverk. pjóð- verja. Landið alt á þessum stöðvum var í auðn og eyðilegging. Hús og heimili friðsamra bænda rænd og brend, án minstu saka. Ekki var skotið á pjóðverja, er um svæði þessi fóra, því öllum voru kunnugar hörmungarnar, er To- peka menn höfðu orðið að þola, og allir vissu hvers vænta mátti. pegar pjóðverjar komu í ná- munda við bóndabýli eitt, skaut eigandinn Charles Gravely, á- samt húskörlum sínum að hinum þýzku ránsmönnum frá hlöðu sinni. Jafnskjótt og pjóðverj- ar örðu þess varir, ruddust þeir heim á bæinn, tóku bónda af lífi og sonu hans tvo. Á bæ þessum voru staddar ellefu konur úr ná- grenninu, létu pjóðverjar skipa þeim í hnapp, og skutu svo á þær úr öllum áttum. — Mrs. Gravely hélt yngsta bara inu í faðmi sér; bamið handleggs brotnaði og skaddaðist mjög á höfði, og kúla sneið stykki úr vörum móðurinnar og blindaði hana á öðra auga. önnur kona, sem eigi var skotin til bana, varð að þola þær skelfingar, að sjá son sinn fjórtán ára, er stóð við hlið hennar skotinn, og heila hans slett á klæði hennar. pama voru fimm ungmenni af lífi tek- in; hið elzta 18 ára, en það yngsta rúmra tveggja. Að eins þrent af öllu því fólki, er á bæn- um var statt, komst undan heilt á húfi. — petta, sem hér hefir talið ver- ið að framan, eru að eins nokkur sýnishom, af þeini fádæma hryðjuverkum, er pjóðverjar höfðu í frammi, á ofbeldisför sinni frá Topeka til Kansas borgar. — Eftir að pjóðverjar höfðu komið til Kansas og sest að í borginni, og eftir að borgarbúar, þeir er enn áttu þar heima, höfðu höfðu gert áætlun nokkra um spell þau, seín gerð höfðu verið á húsum manna og eignum, kom það í ljós, að 2441 hús höfðu brerid verið til kaldra kola, 251 af heimafólki teknir af lífi, þar af rjmt hundrað bama og kvenna; hátt á níunda hundrað kvenna var hertekið af pjóðverjum, flutt á brott, kvalið og smánað og látið ganga fyrir hinum þýzku fylkimgum, er til orustu kom og mest varð mannhættan. — En um sama leyti og ógnir þessar dundu yfir vesturhluta ríkjanna, hafði pjóðverjum tek- ist að koma á land óvígum her, á suðurströnd Long Island, í nánd við Sagaponack. — Aðal- bækistöð tóku þeir sér í Bridge- hampton, og dreifðu sér í smá- flokkum um nærliggjandi héruð. Einn af flokkum þessum, liðugt hundrað manns, með þremur for- ingjum, kom að búgarði miklum í Southhampton héraðipu. — Foringjamir skildu datana eftir að húsabaki, en gengu sjálfir upp að fordyram hússins. peir mæltu á enska tungu og heimtuðu kampavín, en er húsráðandi kvaðst enga slíka vöra hafa, miðaði einn foringjanna á hann skambyssu og hótaði að drepa hann umsvifalaust, ef hann eigi seldi sér í hendur lyklana að öl- fanga klefanum. Húsráðandi varð að láta undan, og skipuðu illræðismenn þessir honum á- samt tveim þjónum, að flytja alt vín úr kjallaranum upp í stof- una, og skyldu þeir hafa lokið verkinu innan hálfrar klukku- stundar, ella hreppa skjótan dauðadaga. Að verki því loknu flýtti búandi sér upp á loft, þar sem húsfreyja hafði falist. pví næst skipuðtr pjóðverjar þjónunum að bera út allar vín- byrgðimar og koma þeim fynr á vögnum, að undanskildum tíu flöskum, er þeir opnuðu sam- stundis í stofunni. Settust þeir þar að drykkju og buðu til öðr- um herforingjum, er þá vora ný- komnir; gerðist þá svall mikið, og er mjöðinn þraut inni, heimt- uðu þeir að þjónarair skyldu bera inn meira drykkjar af vögnun- um. Jókst þá ölteitin svo mjög, að úr öllu hófi keyrði. pví næst tóku þeir húsgögnin og höfðu að skotspæni; mölvuðu glugga, lampa og leirvarning og skipuðu þjónunum, að leiða hús- ráðendur í stofu. Húsfreyja var hrædd og þorði eigi að ganga inn, en bóndi hennar kvað eigi duga mundu móti að mæla og bað hana að ganga með sér á fund þeirra. En jafnskjótt og konan kom inn úr dyrunum, spratt einn herforingjanna upp úr sæti sínu og skaut á hana með skammbyssu og féll hún sam- stundis dauð til jarðar. pá skip- uðu þeir manni hennar að grafa hana undir eins, stóðu níðingam- ir yfir honum með brugnum sverðum, á meðan hann tók gröf- ina. lagði líkið í hana og jós moldu. Foringjamir höfðust við í hús inu þar til undir morgunn, létu þeir svo kveykja í því, um það leyti er þeir lögðu af stað, höfðu þeir með sér olíu og önnur eld- fim efni og vættu gólf og veggi, sóttist brennan því greitt. Næsta kvöld lögðu þeir eld í Southhamp ton þorpið, og skildu við það í i’ústum; kváðu pjóðverjar íbúa- þess hafa skotið ófyrirsynju að þýzkum mönnum, sem á ferli hefðu verið í friðsömum erind- um um strætin. ógnir og morð. Um það leyti er pjóðverjar óðu yfir þorp og bæji í Long Is- land héruðunum, söfnuðu þeir venjulega saman dálitlum hópum af heimafólkinu og tóku brott með sér. Fangar þessir voru fluttir á afvikna staði, hingað og þangað fyrir utan Bridgehamp- ton. par máttu þeir sætta sig við að vera reknir fram og aftur eins og skepmir, urðu þeir að halda hönaum fyrir ofan höíuð sér, var harðbannað að láta þær nokkru sinni i’alla niður með hliðunum. Fyrsta kvöldið, sem fangamir voru látnir koma saman á ákveðn um stað, var þeim tafarlaust skip að í raðir. Las yfirforinginn þá upp áfellisdóm yfir fólki þessu, þess efnis að það hlyti lögum sam, kvæmt að sæta refsingu, með því að það hefði gert sig sekt í mótþróa við þýzka menn og skotið að þeim. Og dómurinn 'var á þá leið, að af fangahópi þessum, skyldi þriðji hver maður skotirin verða til bana. Foring- inn tíndi úr hópnum tuttugu menn, lét reka þá eins og sauði upp á dálitla hæð, og þar var sex dátúm skipað að skjóta þá, þrjá og þrjá í einu. Rétt um það er hermdarverki því var lokið, kom annar hópur fanga, sjötíu og fimm menn alls; af þeim var sjötti hver maður af lífi tekinn. Allstaðar þar sem pj óðverjar fengu því viðkomið, létu þeir taka höndum og lífláta, helztu valdamenn borga og bæja,brendu og rændu stórhýsi og verzl- unarbúðir, en slóu eign sinni á vistir og varning allan, er nokkru verðmæti nam. — Ávalt þar, sem pjóðverjar létu skjóta þriðja hvem fanga, píndu þeir þá tvo, er fengu að halda lífi, til þess að taka gröfina og jarða glóðvolgt líkið. Og alt af létu þeir lýsa yfir, að aftaka fanganna stafaði af því og engu öðra, að íbúamir hefðu skotið á friðsama og sak- lausa pjóðverja. — ófagur leikur. Um það leyti, sem pjóðverjar fóru með báli og brandi um Long Island heruðin, slóst í för með þýzkur Ameríkani, er lengi hafði búsettur verið í Sag Harbor. Var maður sá bakari, en hafði oft og einatt lokað búð sinni langtím- um saman, og vissi þá enginn hvar hann var niðurkominn. En sjálfur mun hann þó hafa gefið út, að hann væri á söluferðum fyrir iðn sína. En sannleikur- inn var sá, að maður þessi var verkfæri í höndum hinna þýzku yfirgangsbófa. Var hann jafnan í för með yfirmönnum hersins þýzka, og kom þeim í kynni við helztu menn landsbúa í hverju þorpi um sig. Létu pjóðverjar jafnan taka menn þessa af lífi og brendu heimili þeirra til ösku Mjög var sá siður almennur á þessum stöðvum, þegar pjóð- verjar ráku fanga sína um stræti og torg, að þeir létu staðar num- ið, þar sem láu lík Ameríku- manna, og neyddu fangana til þess að klappa saman höndum svo sem í leikhúsi væri, og hlýddu þeir ekki tafarlaust, var dauðinn vís. Annar siður, er pjóðverjum virtist næsta hug- þekkur var sá, að kveykja í vindlingum sínum og stinga log- andi endanum inn í nef og eyra fanganna. Margt fleira þessu líkt létu pjóðverjar sér sæma að hafa um hönd, hvar sem leiðir þeirra lágu. í héraðunum kringum Shinne- cock hæðimar veittu Ameríku- menn viðnám nokkurt, en urðu þó undan að láta, eftir að hafa rofið nokkur skörð í fylkingar óvinanna. Létu pjóðverjar eitt yfir alla ganga, brendu og rændu pg myrtu bændur og búalið. Skutu þeir í atrennu þeirri tólf konur og var karlmaður jarðað- ur fneð hverri konu. — Vagn- stjóri einn reyndi að komast und- an með tvö ung böm húsbónda síns í Southampton; maðurinn lenti í bardaga við sex pjóðverja og fóru svo leikar að bæði bömin voru skotin til bana. Á öðrum stað kom kona ein út með brjóst- mylking úr húsi sínu, og varð sjónarvottur að því, er pjóðverj- ar skutu mann hennar, óð hún að ódáðamönnunum og rispaði einn þeirra í andliti með nagla; var hún þá tafarlaust rekin í gegn með byssusting, en bamið rotað; síðan bára illvirkjamir eld að húsinu og fleygðu líkun- um á bálið, bentu nokkrum föngum á þau og sögðu: “petta gerum við yður til aðvörunar. Ef að pjóðverja ber að garði yð- ar, þá eigið þér að hlýða skipun- um Jians undir eins!” Að eins skifti á nöfnum manna og staða. Ef til vill kunna sumir að halda að hryðjuverka lýsingar þær, er að framan hafa skráðar verið, séu eigi annað en tómur hugarburður. — Að því er stað- háttu snertir, hefir vitanlega verið um líkingu að ræða, en at- burðimir sjálfir eru sannir! Hver einasta lýsing, hvert ein- ast hermdarverk er ómótmælan- legt og marg sannað. Ekkert falsvitni hefir komist hér að og enginn ósönnuð ákæra verið fram borin. Alt þetta hefir gerst í Belgíu og Frakklandi. — 0g það eru pjóðverjar, sem verkin hafa unnið. Og öll hafa þessi firn verið sönnuð með fjölda vitna. Heimildimar era teknar eftir skýrslu Bryce lávarðar, Toynbee Bland, Chambry, Morgan, Struyken, og sextán annara nafn kendra manna, að viðbættum þeim upplýsingum, er fengist hafa úr þýzkum bréfum og blöð- um, er komist hafa í vorar hend- ur. Og meira að segja, eins og háskólakennari Amold J. Toyn- bee í Oxford hefir sannað með ritum sínum um svívirðingar pjóðverja í Belgíu og Frakklandi, er sjaldnast hinum þýzku dátum einum um að kenna, heldur bera hin þýzku hermálavöld ábyrgð- ina, með því að undirmenn hers- ins hafa orðið að hlýða í einu og öllu skipunum yfirboðara sinna, hverrar tegundar sem voru. pessi dæmafáu illræðisverk sýna hvernig pjóðverjar haga sér í ófriði. Og þessi háttsemi er sérkennileg og séreign pjóð- verja. Sjálfsagt munu sumir menn, er lítt hugsa, telja óviðeigandi að rita um svona atburði í sam- bandi við Bandaríkin; og hálf- brjálaður eða vel það, mundi maður sá hafa verið talinn, er spáð hefði nokkru um ógnir þær, er gerst hafa í Evrópu, fyrir ágúst byrjun 1914. Og hrein- ustu fjarstæðu mundu þeir sömu menn hafa talið það, ef einhver hefðiTátið sér detta það í hug að pjóðverjar gætu komið til Banda ríkjanna og gert þar spell, önnur eins hafvídd og er þó á milli þeirra þjóða. En hver mundi líka hafa látið sig dreyma um að pjóðverjar væru megnugir þess að halda veröldinni i stöðugu, fjörutíu mánaða blóðbaði? 0g hvað hefir ir svo skeð í sambandi við Rúss- land ? Hvað gat ekki komið fyrir ítalíu? Hver urðu örlög Belgíu Póllands og Serbíu? Óvinirnir, sem vér berjumst gegn Á þessum tímum er ekkert ó- hugsandi — ekkert! pó vonum vér að sjálfsögðu eindregið, að pjóðverjum takist aldrei að koma herliði til Bandaríkjanna, en ó- hugsandi er það samt ekki. — pað er hemaðarlegur möguleiki, að svo gæti orðið. En til þess kemur aldrei, ef þjóðin er vak- andi og skilur hlutverk sitt; aldrei ef þjóðin rekur á dyr, kjarkleysið og hugþreytuna, sem því miður hefir náð haldi á alt of mörgum einstaklingum víðs- vegar um landið ;aldrei ef þjóðin fer inn í ófriðinn óskift og sam- hugsa og skilur til hlítar þörfina miklu á sjálfsafneitun og sjálfs- fóm. Nei, pjóðverjar koma aldrei til Bandaríkjanna, ef með- vitund Bandaríkja þjóðarinnai' allrar, er nægilega ljós á þeim höfuðlærdómi, að alt annað en fullkominn sigur, sé aukaatriði, og að framtíðar trygging þjóð- emisins hvíli eingöngu á sigri þjóðarinnar í stríðinu. Enginn minsti vafi leikur á því, hvað fyrir þjóð vorri liggur ef pjóðverjar sækja oss heim. Hörmungadæmin, sem bent hefir verið á hér að framan, taka af allan efa. Meðferð sjálfra vor, kvenna vorra og bama mundi verða nákvæmlega hin sama og Frakkar, Serbar, Póllendingar og Belgíumenn hafa orðið að sæta. Vér höfum enga réttmæta á- stæðu til þess að halda, að hin þýzku herglæfra-villidýr, mundu breyta nokkuð um háttsemi sína til batnaðar, ef þeim gæfist tæki færi á að ná sér niðri á þjóð vorri Foringjamir eru hinir sömu, með sama innrætið. pama hafið þér þá myndina af óvini þeim, sem vér berjumst gegn. — pess fyr, sem þjóðin vaknar til meðvitundar um það, að tilvera sjálíra vor og framtíð af- komenda vorra krefst sigurs í hildarleik þessum, því fyr má og sigursins vænta. Bandaríkja- þjóðin er skyldug að leggja fram síðasta peninginn, síðasta mann- inn, síðustu sjálfsfórnina í stríði þessu. Annars getum vér tapað. Og ef vér töpum, bíðum vér, kon- ur vorar og böm, hinna sömu ör- laga og ávalt afa beðið allra í löndum þeim, þar sem pjóðverj- ar hafa orðið ofan á eða munu verða. * Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara pað er alt of lítið af vel færu skrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hafa útskrifast frá The Success Business College era ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans. hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS CQLLEGE LIMITED WINNIPEG, MAN. SJÚKAR tenndr eru orsök sóttkveikju-gerla VÍSINDIN hafa sannað að margir hættulegir sjúkdómar eiga rótsinaað rekja til veiklaðra tanna. En til þess að hafa góðar tennur, er nauðsynlegt að hafa góðan tannlæknir.Eg býð yður hina beztu að- ferð, er þekst hefir í tann- lækningalistinni og á- byrgist að þér verðið á- nægðir. Dr. C. C. Jeffrey Hinn samvizkusami tannlæknir Horni Logan&Main Inngangur frá Logau Ave. Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð LandbúnaÖaráhöld, a.a- konar verzlunarvörur, húsbúnað og íleira. 264 8mith St. Tals. M. 1 781

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.