Lögberg - 24.01.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.01.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1918 r~ 1 Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Prets, Ltd.,Cor. William Ave. ðc Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARHY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE QOlUtyBI^ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, N|ati. Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR LOCBERC, Bðx 3172 Winnipog, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS. *^fe»27 ' • Fánamálið. í síðasta blaði voru gátum vér um afdrif fána- málsins, — þau að Danakonungur synjaði íslend- ingum um sérstakan siglingarfána, og má það furðulegt heita, eins og nú standa sakir í heimin- um. Fyrst og fremst vegna þess að ef Danir vildu líta á hagsmuni íslendinga, og þá líka unna þéim þeirra hagsmuna, þá finst oss að þeir hefðu hlotið að sjá þann hag, sem Mendingar urðu aðnjót- andi ef þeir hefðu fengið þessa sína ósk uppfylta. Vér eigum hér ekki við það spor, sem að sjáJfsögðu hefði verið stigið í sjálfstæðisáttina með því, ef að íslendingar hefðu fengið sérstakan siglingarfána. Danir hafa allatíð verið fjandsamlegir sjálfstæðis- kröfum og sjálfstæðishugsjónum íslendinga, og því vart hugsandi að þeim hefði snúist svo hugur alt í einu að þeir hefðu á þeim grundvelli viljað unna íslendinguim viðreisnar. En vér hefðum aldrei trúað því, að Danir væru svo þrællundaðir og þýzksinnaðir að þeir vildu heldur stofna þessari afskektu og fámennu þjóð, íslendingum, í beina hættu, en að iáta af höndum það frelsi, sem þeir höfðu ranglega af fslending- um tekið, og sem ísl. eiga tilkall til, sem frjáls- bornir menn. Stofna þeim í hættu sögðum vér og skal hér gjörð nokkur grein fyrir því, sem vér eig- um við. Setjum svo að Danir hefðu orðið eða yrðu að dragast inn í þetta stríð — setjum svo, eins og líka hvað eftir annað hefir verið minst á opinber- lega að J7jóðverjar hefðu tekið, eða yrðu að taka Danmörku, eða þá að Danmörk hefði dregist inn í ófriðinn með pýzkalandi. Mundi þá ekki hafa verið eða verða illa ástatt fyrir íslendingum? Hvert hefðu þeir þá átt að flýja til þess að fá björg fyrir sig og sína? Ekki til Bretlands, né heldur til Bandaríkjanna, þær léiðir hefðu þá verið bann- bannaðar, og beinlínis af því að þeir hefðu orðið að sigla undir Dönskum fána. í öðru lagi er það víst ekki leyndarmál að þeg- ar fslendingar leituðu til Bandaríkjanna um vöru- kaup stóð það þeim beinlínis fyrir þrifum, að á þá var litið, sem óaðskiljaniegan hluta Danmerkur og átti víst að sæta sömu kjörum hjá Bandaríkja þjóðinni og hinar Skandinavisku þjóðirnar, og það var fyrst þegar þeim, sem ráðin höfðu í Bandaríkj- unum var gjörð skiljanleg hin sérstaka afstaða íandsins, að þeim voru veitt þau hlunnindi er fs- lendingar hafa notið í sambandi við vörukaup sín um fram hin Skandinavisku löndin. í þriðja lagi er Dönum sjálfsagt ekkert ókunn ugt, um hvað verið er að berjast nú í heiminum. Leiðtogar þriggja stríðsþjóðanna, þeirra er sterk- astar eru á hlið samherja, hafa allvr Iýst því yfir skýrt og skorinort að sverðin skuli ekki slíðruð þar til réttur smáþjóðanna sé viðurkendur til bess að búa að 3'nu, og njóta þess óáreittar í ljósi frelsis og framtíðarhugsjóna. En samt hafa Danir, sem ekki geta sjálfum sér bjargað, og eru upp i vernd og drengskap annara komnir með fjör sitt og framtíð, synjað fslendingum um þann rétt sem samtíðin krefst fyrir allar þjóðir bæði smáar og stórar. Og hvað gjöra svo íslendingar? Oss hefir skilist að í þessu fánmáli hafi ís- lenzka þjóðin verið á einu bandi — oss skilst að það sé vilji þjóðarinnar að fá að hafa sinn eiginn siglinga fána, oss hefir verið sagt að þegar um fánamálið var að ræða á síðasta alþingi fslendinga, að þá hafi nokkuð það komið fyrir, sem sjaldgæft sé í sögu landsins, að allir hafi orðið á eitt sáttir, að það hefði verið eindregin vilji allra þingmanna að fá þessu máli framgengt, og ef svo væri í reynd- inni að allir væru sammála þá virðist ekki vera mikill vandi á ferðinni í þessu máli — halda því hreint og alvarlega fram og ef að Danir eru ófá- anlegir til þess að láta undan, þá að segja hispurs- laust skilið við þá. En slík leið er ekki fær fyrir eins fámenna þjóð og íslendingar eru, nema þeir séu einhuga. Mál þetta, eins og það var afgreitt frá þings- ins hálfu, var ekki í frumvarps formi, heldur að eins þingsályktun, er svo hljóðar: “Alþingi álykt- ar að skora á stjómina að sjá um að íslandi verði þegar ákveðinn fullkominn siglingafáni með kon- ungs úrskurði, og ályktar að veita heimild til þess að svo sé farið með málið”. Meðferð þessa máls á þingi var sú, að í neðri deild var tillagan borin fram af Bjama Jónssyni frá Vogi, og hélt hann mjög greinilega ræðu málinu til skýringar, og var henni ekki mótmælt af neinum. f efri deild þings- ins var þessi ályktan, eða samhljóða ályktan þess- ari, borin fram af Karli Einarssyni og var þar af engum mótmælt. Ástæðan fyrir því að svona var búið um málið, en ekki á vanalegari hátt, var sú, að þingmenn höfðu hugmynd um, að konur.gi mundi málið þekk- ara í þessu formi, heldur en í vanalegu frumvarps formi. Að öðru leyti virðist það minstu varða, á hvera hátt málið er fram borið, ef það er á lögleg- an hátt gert. Eins og þingsályktanin ber með sér, var stjóminni falið að bera málið upp fyrir konungi, og það gjörði ráðherra íslands seint í nóvember síðastl., og getum vér ekki stilt oss um að taka hér upp ummæli ráðherrans, í sambandi við þetta mikilsvarðandi áhugamál íslendinga, er hann bar það upp fyrir konungi; þau eru á þessa leið: “Og fari svo að yðar hátign vilji eigi fallast á tillögu vora, leyfi eg mér til skýringar um hvemig þá muni víkja við, að láta þess getið, að þótt eg og samverkamenn mínir í ráðaneyti íslands ger- um ekki synjanina að fráfararefni, svo sem nú er ástatt, þá má ekki skilja það svo ....” o.s.frv. Auðmýkt mannanna getur verið kostur, þegar hún er á hæfilegu stigi og í ljósi látin þegar við á, en svo getur hún líka orðið til bölvunar, og það finst oss hún hafi orðið við framsögn þessa vel- ferðarmáls fslands fyrir hans hátign konungi Dana. Og ef að yfirstandandi tíð væri ekki eins alvöruþrungin eins og hún er og málið eins há- alvarlegt og það er, þá mundum vér varla geta gjört að oss að brosa ekki, þegar vér hugsum um æðsta valdsmann hinnar íslenzku þjóðar, flytjandi eitt af þýðingarmestu málum þjóðar sinnar og hann byrjar á því að segja hans hátign konungin- um, að ekki sé nú málið sér svo mikils virði, að embættið sé þó ekki meira. Þingsetning. Á fimtudaginn 17. þ. m. var Manítoba þingið sett af fylkisstjóranum Sir James Aikins, með venjulegum hátíðabrigðum, að viðstöddu fjöl- menni miklu. Hásætisræðuna las fylkisstjórinn og hófst hún með þakklæti til forsjónarinnar fyrir ársæld þá, er fylkisbúum hefði í skaut fallið, frá því er síð- asta þingi sleit. Var því næst drepið á nokkur helztu mál er þing þetta mun fjalla um. Fylkisstjóri mintist með fögmm orðum hetj- anna Canadisku, er hefðu á svo manndómslegan og óeigingjaraan hátt, fómað lífi og heimilisheill fyrir frelsishugsjónir þjóðarinnar, kvað hann kappa þessa hafa unnið þjóð sinni orðstýr þann, er lengi mundi í minnum hafður. Brýndi fylkis- stjóri þá fyrir þingheimi, þörfina á spamaði í hví- vetna og aukinni framleiðslu í landinu, og mintist þess sem sérstaks fagnaðarefnis, að þjóð, eins og Bandaríkin, skyldi hafa gerst samherji með oss í hinum ógurlega heims ófriði. Enn fremur drap fylkisstjóri á nokkur mál, er síðasta þing afgreiddi, og orðið hefði til mik- illar blessunar fyrir land og lýð, svo sem vínbanns- lögin, ekknasjóðslögin, landa-veðdeild Manitoba- fylkis og lögin um lán til sveitafélaga o. fl. Gekk þingforseti Hon. J. B. Baird þá til sætis síns og las upp lista sinn yfir fastar nefndir þings- ins, og fylgdi þar með nýmæli það, að sérstök fastanefnd var sett til þess að annast um málefni sveita og bæjarfélaga. Capt. A. W. Myles þingmaður fyrir Cypress fékk það hlutskifti í þetta sinn, að svara hásætis- ræðunni, en stuðningmaður var George McDonald frá Turtle Mountain. Dómsmálaráðgjafinn, Hon. Thomas H. John- son var fjarverandi. Nýir þingmenn eru þessir: A. R. Boivin, Iberville, W. J. Westwood, Roblin og Robert Jacobs þingmaður fyrir Norður-Winnipeg. Búist er við að þing þetta muni eiga skamma setu. petta er hið fimtánda löggjafarþing Mani- toba fylkis, en hið þriðja í röðinni, síðan að frjáls- lyndi flokkurinn tók við völdum, undir stjórnar- formensku Hon. T. C. Norris. F rá herstöðvunum. pað var fjöldi fólks saman kominn í fund- arsal Fyrstu lút. kirkju á mánudagskveldið var, til þess að hlusta á það, sem Lieutenant Walter Lindal sagði viðvíkjandi lífi hermannanna á víg- völlum Norðurálfunnar. pað er ekki undarlegt þótt fólk vilji frétta frá þeirri átt, þar sem svo margir af löndum vor- um eru nú þar. úr Fyrsta lút. söfnuði aðeins hafa nú gengið í herinn yfir 90 menn. Flestir þeirra eru famir til vígvallanna. Fjórir em fallnir, um 20 særðir og nú nokkrir komnir heim, svo bilaðir að heilsu, af sámm eða á annan hátt, að þeir geta ekki lengur tekið þátt í herþjónustu. Vér ætlum oss eigi að gefa nákvæman út- drátt úr ræðu Lieut. Lindals, en oss langar til að taka fram fáein atriði, sem ésrstaklega festust í minni vom. Ekki mættu menn halda að lífið þar hinu megin við hafið væri eintómt kvalræði og hörmungar. Einnig þar væm margar glaðar stundir meðal hinna ungu og hraustu manna. En aldrei væri gleðin meiri, heldur en þegar pósturinn kæmi með bréf og sendingar að heiman. Fólk hér gæti varla gjört sér í hugarlund hvað ein lítil sending að heiman gæti vakið mikinn fögnuð, hjá þeim sem hana fengi og riæstu félögum hans, sem oft- ast væri jafn heimilt það sem hún hefði inni að halda og honum sjálfum. Og bréfin öll frá ætt- ingjum og vinum og hverjum þeim, sem léti sér ant um þá, væru eins og geisli, sem vermdi og iífgaði hermanns hjartað. Auðvitað yrðu hermennimir stundum að sæta hörðu. peir gætu ekki æfinlega fengið mat sinn á réttum tíma og væru því stundum svangir. En þegar um hægðist og þeir fengju sínar máltíðir, þá nytu þeir þeirra með engu minni gleði, þó ein- faldar væru, en efnafólkið í Winnipeg, nyti hinna kostulegu máltíða á Royal Alexandra eða Fort Garry eða öðmm slíkum stöðum. Næstum tilfinn- anlegast findist sumum, að geta ekki fengið að sofa í góðu, hreinu rúmunum sínum, sem þeir voru vanir við að heiman. Einhver gamansamur Canada-maður hefði sagt, þegar hann gekk þreytt- ur til hvíldar, að fyrstu fjóra mánuðina eftir að hann kæmi heim, mundi hann lítið annað gjöra, en njóta hvíldarinnar í snjóhvítu og tárhreinu rúminu sínu. Mr. Lindal sagði lítið af hinum stærri orust- um. En hver sem sæi og tæki þátt í einni slíkri skelfinga orrahríð, sannfærðist betur en nokkru sinni fyr, um það, að þetta stríð hlyti að verða og mætti til að verða, síðasta stríðið, sem við jarðarbúar yrðum gegnum að ganga. Marga Canada-menn hefði hann spurt, hvort þeir sæju nú ekki eftir því, að hafa gengið í her- inn, en engan fundið, sem ekki hefði þótt vænt um, að hann hefði lagt fram sína eigin krafta í þarfir hins mikla og góða málefnis, sem þeir berðust fyrir og sem þeir allir tryðu, að sigur mundi vinna að lokum. peim, sem lítið þektu líf hermannanna, mundi koma það svo fyrir sjónir, sem það væri nokkuð óheflað og klúrt. Allmikið af ljótu orðbragði og jafnvel ruddaleg framkoma. En ef maður kæmist nærri þeim, þá fyndi maður að hjartalag þeirra væri gott og hugarfar heilbrigt og göfugt. Ef til vill kæmist enginn nær hinum göfugu hugsjón- um hins sanna kristindóms, heldur en hermaður- inn, sem stendur framarlega í fylking, andspænis hættum og dauða. Hinn ungi maður, sem af frjálsum vilja yfirgefur heimili sitt, föður og móður, systur og bróður, og oft unga atúlku, sem hann sjálfur heldur að sé yndislegasta stúlkan í heiminum og gengur fram í hið ógurlega stríð, kemst allra manna næst því, að feta í fótspor hans, sem kom, ekki til að láta þjóna sér, heldur til að þjóna öðrum. Mr. Lindal varaði við þeirri hugsun, að við værum ólánsöm að lifa á þessum tímum stríðs og þrenginga, fyrst þeir á annað bor6 urðu yfir heim- inn að ganga. Við nytum þeirrar ánægju, að hafa ^ekifæri til að leggja fram krafta vora, þegar mest þörf væri á þeim, til að vemda hinar göf- ugustu hugsjónir mannanna, þegar þær væru of- sóttar. Og lengra gætu menn ekki komist en að gefa sitt eigið líf, eða þeirra, er manni em kærast- ir, í þjónustu þess, er þeir þektu helgast og hrein- ast og himninum næst. Bréfkaflar. Skömmu eftir að ítalía sagði Mið-veldunum stríð á hendur í maí 1915, skrifaði Enzo Valentine, 18 ára gámall drengur, frá Perugia, og sonur borgarstjórans þar, sem gengið hafði í herinn þetta bréf til móður sinnar. “Móðir mín elskuleg:—Innan fárra daga legg eg af stað í stríðið. pín vegna skrifa eg þessar kveðju línur, sem eg bið þig að geyma, og lesa ef eg skyldi falla. pær eiga þá líka að vera mín síðasta kveðja til föður míns og systkina, — til allra þeirra, sem hafa sýnt mér hlýléik og velvild. pér, móðir mín, vom allar mínar þakklætis hugs- anir helgaðar í lífinu, og það er því til þín sem eg sný mér með mína síðustu bón. pér er kunnugt um það, hve heitt eg unni öllum fögrum listum, en þó einkum skáldskap, og þér var það einnig Ijóst hve marga vini og velunnara eg átti, þeirra bið eg þig nú að minnast, með því að senda hverj- um þeirra fyrir mig, eitthvert lítilræði sem eg átti. pér treysti eg til þess að ráða fram úr því, hvað hver og einn fær, aðeins bið eg þess, að það séu þeir hlutir sem þér sjálfri finst að þú bezt geta mist. Mig aðeins langar til, að þeir eigi eitthvað til endurminningar um vininn, sem er horfinn—jdáinn, til þess að rísa eins og geisli morgunsólarinnar—laus við líkamsbönd, í heim- kynni frelsis og friðar, hjá föður aldanna. Eg legg hér innan í nafnaskrá þeirra, er eg hefi minst hér að framan. Reyndu móðir mín að gráta ekki. Hafðu það ávallt hugfast, að þótt eg komi ekki aftur, þá er eg samt ekki dáinn. Líkaminn er forgengi- legur og deyr, en sálin, sem er eg sjálfur, deyr aldrei — getur aldrei dáið, vegna þess að hún er frá guði — kom frá guði — verður hún aftur að fara til guðs. Eg dvaldi stutta stund hér á jörð- unni til þess að njóta fullkomnunar þeirrar, sem þrengingum er sífelt samfara, og nú er eg farinn til þess að njóta enn meiri fullkomnunar í eilífð- inni. Dauðinn er frelsisgjafi minn, — morgun hins sanna lífs — lending í friðarins höfn. Gráttu ekki yfir mér, láttu hugsjón þá, sem eg hefi með glöðu geði og af fúsum vilja gefið— fómað líkama mínum fyrir—Jiugga þig, ef þú get- ur. En ef þér er það um megn, ef móðurhjartað verður að gráta, þá grát þú. — Tár móðurinnar eru heilög tár, sem guð varðveitir og teiur, og skína sem kristallar í kórónu sjálfs hans um alla eilífð. Vertu hughraust, móðir. úr eilífðinni kveð- ur hjartkæri drengurinn þinn þig — hann kveður móður, föður, og bræður og alla þá, sem þótti vænt um hann og voru honum góðir. Hann son- ur þinn, sem fómað hefir Iíkama sínum á altari þjóðar sinnar, svo fjandmenn hennar fengju ekki slökt ljós vona hennar, býður þér—Góða nótt!” Hér fer á eftir kafli úr bréfi frá þessum sama manni til kennara síns. pví lengur sem eg dvel hér, því meir heillar hin tignarlega fjallasýn sál mína. Hin töfrandi áhrif fjallanna eru kannske ekki eins seiðandi eins og áhrif hafsins, en hpn er haldbetri. Hver Iíðandi stund, hver einasti morgun klæðir hin tignarlegu Alpafjöll í nýjan, glitrandi töfrabún- ing, svo áhrifamikinn og dýrðlegan, að hinn til- finningasljóasti á meðal vor verður snortinn af hinni töfrandi dýrð þeirra. Eg sagði ekki að þessi áhrif séu varandi. pau vara máske ekki nema stutta stund hjá sumum, en þau vara nógu lengi til Jpess að sýna oss og sanna, að dýrð guðs á end- urskin í sálum allra manna, og að sálir mannanna halla sér stundum kannske ósjálfrátt að upp- sprettulind dýrðarinnar — að guði sjálfum. Dagarnir líða hér, hver öðrum líkir, án við- burða eða æfintýra. Maður freistast til þess að óska að haustið tæki aldrei enda. Hinni djúpu ró næturinnar, sem hér ríkir, verður aldrei með orð- um lýst, og síst nú, þegar tunglið umvefur alt með silfurtærri birtu sinni. J?að koma hér fyrir dagstundir, að vísu, þegar sólin baðar alt í geisla- flóði sínu og unaðsleg þögn og kyrð breiðir sig yfir lög og láð”. 22. október, 1915, stóð orustan við Sono di Mezzodi. f þeirri orustu féll Enzo Valentine. pegar hersveit sú er hann var í, lagði til atlögu, var hann fremstur allra sinn'a manna, með hin ódauðlegu stríðshvatningarorð sinna manna á vör- um sér “Savoia Italia!” pegar valurinn var kann- aður, fanst Enzo Valentine með fimm kúluför á brjósti. Ekki var hann samt dauður, er hann fanst, en lézt skömrnu síðar, og er grafinn á strönd- inni við Messala vatnið, þar sem hann naut svo margra ánægju stunda. Karl Adolf Gjellerup. Bókmentaverðlaun Nóbels fyrir árið 1917, hafa verið veitt danska rithöfundinum og skáldinu Karli Gjellerup. — Hann er fæddur árið 1857 að Roholte á Sjálandi, og var því rétt sextugur, er honum veittist viðurkenning þessi. Gjellerup gaf sig snemma vlð ritstörfum og orti þegar í æsku mörg gullfalleg kvæði, er voru bæði formfögur og hlý; þó var honum borið á brýn að hann væri eigi nógu frumlegur, og sumir jafn- aldrar hans, er vitrir þóttust, töldu harla vafa- samt, hvort hann mundi nokkumtíma verða skáld. Samtímis Gjellerup átti danska þjóðin hina glæsilegu skáld-snillinga Draohmann og rithöf- undinn Kragh. pótt hinn síðamefndi væri norsk- ur að uppruna, þá ól hann mestan sinn aldur í Danmörku og reit þar öll sín fegurstu verk. Báðir voru menn þessir mjög á dagskrá þjóðarinnar, enda mikið riðnir við samkvæmislíf og opinber mál, og eigi ólíklegt að skáldfrægð þeirra hafi í THE DOMINION BANK ! STOFNSETTUR 1871 Höfuðstóu borgaður og varasjoour . . $13.000,000 Allar eignir...................... $87.000,000 Bankastörf öll fliótt og samvizkusamlega af hendi leyst. Dg áherzla lögð & aS gera skiítavinum sem þægilegust viSskiftin. Sparisjóðsdeild, Vextir borgaðir eða þeim bætt við innstæður frá $1.00 eða. meira, tvisvar á ári—30. Júní og 31. Desember. 384 Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðatóll greiddur $1,431,200 Varaajóðu........ $ 848,554 fonnaður Capt VV M. ROBINSON Vice-President - - JOHN STOVELi Sir D. C CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWIiF E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMI’IiEIiL, GEO. FISHER Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relknlnga vlð elntrtakllnga eða félög og sanngjarnlr skilmálar veittlr. Avlsanlr seldar til hvaða staðar sem er á Islandi. Sérstakur gaumur gefinn sparirlóBelnnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar viB á hverjum 6 mánuBum. T- E. THORSTEIN9SON, Ráðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St.. - Winnipeg, Man. um skeið varpað hulu yfir verk ýmsra annara rithöfunda. Gjellerup barst lítið á og hafði sig eigi í fraanmi, var hann lang-tímum saman erlendis, á pýzkalandi, ítalíu og víðar. Auðgaði hann anda sinn stómm á ferðalogum og samdi ferðasög- ur, leikrit og ljóð af kappi; fór hann þá smátt og smátt að fá viðurkenningu og komast í tölu stærri spámannanna. — Hann er maður söngelskur mjög, og var tíður gestur á söngleikhúsunum í Berlín, og dáði sérstaklega Richard Wagner. Helztu ritverk Gjellerups eru þessi: Árið 1879, skrifaði hann gullfallegar ferðasögur, sem hann nefndi “Hin unga Dan- mörk”. Leikritið “Brvmhildur”, “Saint Just”, 1886. “Thamyris”, 1887. “Arkadisk Legende”, 1887. “Hagbarð og Signý” 1888. Minna reit hann 1889, og sama ár “Rómúlus. “Ástarkvæði”, 1890. Leikrit hans eru lærdómsrík og göfgandi, en hafa eigi þótt að sama skapi vel sniðin fyrir leik- svið. Sögur hefir hann ritað margar, flestar stuttar, sem hafa brent sig djúpt inn í sál þjóðarinnar; þó eru kvæðin ef til vill einna bezt; þau eru hvert öðru hugljúfara og blæfegurra. Viðurkenning sú, sem Gjeller- up nú hefir hlotið, gerir nafn hans kunnugt um allan hinn mentaða heim og stækkar drjúg- um nafn Danmerkur út á við. Arið 1917. (Framhald). Eyðilegging Serbisku kirkjunnar pað er kunnugt að náttúru- gripasafnið í Belgrad var eyði- lagt undir eins og Austumkis- menn náðu haldi á þeim parti landsins, svo var og með mann- fræðasafn þjóðarinnar ómetan- lega dýrmætt, ekki eitt einasta þjóðemislegt eða sögulegt minn- ismerki fékk að standa er Aust- urríkismenn gátu eyðilagt. Sama er að segja um Búlgara, nema hvað þeir gengu skör framar með því að taka alla Serbiska presta og flytja þá til Búlgaríu, tóku síðan öll kirkjumál í sínar hendur og settu kirkjulega kennimenn úr sínum eigin flokk í öll héruð er þeir höfðu náð yf- irráðum í. öllu fémætu var rænt úr kirkjum og kaustrum og öll nöfn eða áletrun, sem gáfu til kynna nöfn og stofnár bygging- anna voru höggin eða skafin af, tvö af þeim klaustmm, sem harð ast voru leikin voru Ravanitza og Manassia, sem bæði hafa stað- ið síðan á 13 öld, og friðhelg hafa verið hjá öllum mönnum, jafnvel Tyrkjum. Allar bækur, blöð og handrit, sem fundist hafa í þeim hémðum sem Búlg- arar ráða yfir og rituð voru á Serbnesku hafa verið brend og svo hafa þessir vargar lagt mikla alúð við þetta verk sitt, að þeir hafa leitað í hverju einasta fjöl- skylduhúsi, kirkjum, söfnum og dómhúsum, látið greipar sópa, og brent öll blöð og bækur, sem á tungumáli Serba fundust. Sein- ast fengu þeir boð frá verzlunar- málaráðherra 'Búlgaríu manna, uim að senda alt, sem eftir væri óbrent af bókum og blöðum til Soffia, og þar skyldi það notað til pappírsgerðar. Undir eins og Búlgarar náðu yfirráðum á Serbíu, neyddu þeir alla er báru ættamöfn, sem end- uðu á “itch”, sem þau flest gera, til þess að breyta þeirri endingu, og setja í staðinn “off”, sem er endirinn á flestum ættamöfnum Búlgara. pað var einnig í Bel- grad, sem Serbiskir skólakenn- arar voru settir í gæzluvarðhald, en í þeirra stað voru kennarar frá Búlgaríu og tungumál Búlg- ara gjört að skyldunámsgrein í öllum skólunum. Bömunum var þröngvað til þess að syngja Búlg- ariska þjóðsöngva, og alt sem laut að stríðinu útlistað fyrir þeim frá sjónarmiði Búlgara, og öll stund lögð á, að telja þeim trú um að héðan í frá yrðu þau Búlgarar. Á ýmsum þægilegum stöðum vora lestrasalir stofnaðir er báru nöfn merkismanna Búlg- ara, og í sambandi við þá reynt að breiða út á meðal fólksins Búlgariskan þjóðemisboðskap, og á þann hátt reynt að uppræta hjá Serbum, ungum sem göml- um, Serbiskar þjóðemistilfinn- ingar, en setja í staðinn sínar eigin þjóðemiskenningar, öfga- fullar og illgjamar. Liðsafnaður Búlgara. í október 1916 mótmælti for- sætisráðherra Serbíu þeirri grimdarfullu aðferð Búlgara, að neyða Serba til að innritast í Búlgara herinn, og bera vopn á móti sínu eigin fólki, og föður- landi. pessari kæru á hendur Búlgurum hefir aldrei verið mót- mælt, enda er ekki að búast við því, sannanir fyrir þessari þræl- mensku Búlgara em óhrekjan- legar. Grimdarverk framin I Serbíu, pegar Búlgarar náðu yfirráð- um í Makedóníu, var það fyrsta verk þeirra, að taka af lífi öll yfirvöld í borgum og bæjum. pessi óskiljanlega heift náði há- marki sínu í sambandi við út- flutning manna úr héruðunum í Makedóníu, sem nefnd eru hér að framan, og eftir að svo var búið að i'ara með yfirvöldin, var fólkinu safnað saman og rekið í burt í stór hópum, eins og þá er vér rekum hjarðir nauta eða fjár til slátrunar; fáklætt og í flestum tilfellum berfætt ráku Búlgaríu hermennimir fólkið á- fram í nístings kulda, og börðu það með byssuskeftum sínum eða þá stungu það með byssustingj- unum. — Alt þetta og þaðan af verra urðu hinir hjálparlausu Serbar að þola, menn konur og böm, og öll sú næring sem þeir fengu var hálft ofnbrauð á viku hver maður. Sama er að segja um Austur- ríkismenn og framkomu þeirra í þeim héruðum Serbíu er þeir réðu yfir, þar létu þeir greipar sópa á sama hátt og Búlgarar. peir ráku fólkið í burt úr heim- kynnum sínum í stór hópum, bömin sem seinfara þóttu.stungu þeir með byssustingjum sínum, svo mörg þurfti að flytja á sjúkrahús, og konur, sem að því voru komnar að verða mæður, voru hlífðarlaust reknar áfram og máttu sséta sömu grimd og aðrir fangar, sem herteknir vom pví fólki, sem komst undan með þvi að flýja, sem fátt var, varð varnað bréfaviðskifta og allra sambanda við skyldmenni sín og heimaland. Vér höfum athugað allar þess- ar sakir, og ákærur vorar í sam- bandi við þær, af meiri ná- kvæmni, en vanalega4rj örist, sér- staklega til þess að á þeim verði hægt að byggja sannanir fyrir ódáðaverkum þeim, er menn þessir hafa framið á saklausu fólki, og dómurinn, sem ]æir hvorki mega, né heldur geta hjá komist verði á þeim bygður. Standandi hermálanefnd hlut- lausu landanna: Niermeijer, forseti, De La Farell, innanríkisritari Diepenbrock, utanríkisritari. pótt sumum kunni máské að finnast að nóg sé nú komið, og það sé þess vegna að bera í bakkafullann lækinn að bæta meiru við þær hörmungar, sem Serbar hafa mátt líða, og líða enn, getum vér eigi stilt oss um að birta kafla úr ræðum sem ný-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.