Lögberg - 28.02.1918, Side 6

Lögberg - 28.02.1918, Side 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGLNN 28. FEBRÚAR 1918 Látið ekki Gophers - stela ágóðanum - Aður en nýju hveitistangirnar stinga upp höfðum, þá brúkið GOPHERCIDE Eitrið dálítið af hveiti af hveiti með því, dreyfið því kringum Gopher-holurnar, Það mun drepa þá strax Selt í lyfjabúðum og hjá kaupmönnum. Verið vist- ir um að fá Gophercide. Búið til af National Drug & Chemical Co. of Canada, Ltd.,>Montreal Otibú í Ve.turlandinu: Winnipeg, Regina, Calgary, Edmonton, Nelson, • Vancouver og Victoria. Endurminningar. Á ungdómsárum mínum voru maxgir hagyrðingar í Múlasýsl- um á íslandi, mundi eg þá nokk- uð af tækifærisvísum þeirra, hefi séð sumar þeirra birtar í Lögbergi, fleiri þó gleymdar. Mér datt í hug að rifja upp eitt- hvað af þeim er eg man, ef það mætti verða til þess, að þeir, sem betur muna, tæki við af mér. Jón Jónsson, alment kallaður söngur, hann mun hafa verið ættaður úr Lóni; maður fróður um margt, söngmaður góður, eftir því, sem kallað var á þeirri tíð; dvaldi mestan hluta æfi sinnar í Norður og Suður-Múla- sýslum. pj óðhátíðarsumarsum- arið 1874 orti Jón: Enn skín á bláum brautum hin blíða morgunsól, enn gróa grös í lautum og glitra blóm um hól; enn leikur hjörð í högum með hýrum gleðidans, á sælum sumardögum :|: um sveitir ísalands :|: pú Garðars eyja aldin í unnarfaðmi læzt, með jökulfríða faldinn og fjöilin röðulglæst: þér viljum allir unna þú ert vor móðir kær svo lengi ljómar sunna ■ :|: og lauf á kvisti grær. ':\: Níels Sigurðsson var Austan- póstur samfieytt 20 ár. peir sem þá tóku við af honum, voru aðeins fá ár í bili; einn þeirra var Sveinn Sveinsson, kallaður Sveinn Skotti. Sveinn var held- ur meir en meðalmaður á vöxt, þungfær til gangs, en úthalds- góður. Ekki hafði Sveinn farið margar ferðir, þegar hestur hans og hundur, hlutu sama auk- nefni. pá kvað Jón: Ríður of.holt og heiðar, hríðum þó mæti stríðum, Skotti með skapið létta, skeiðfráum þófameiði. Hraustan ber herra póstinn, hesturinn Skotta beztur, hundurinn Skotti skundar skjótur með álmabrjóti. Einu sinni kom Jón að Gauk- stöðum, til Hávarðar tengdaföð- ur míns, var það á afmælisdegi yngri dóttur hans og biður hún Jón að kveða um sig vísu. pá kvað hann: ■'* Liljan hringa ljós á brá, litla Kristín Helga, dygðin æ þér dafni hjá sem dagar og ár þín félga. pegar Jón var vinnumaður í Hnefilsdal, var það einhverju sinni að vinnukona þar, gætti ásauða; kvartaði hún um að þær væru óþægar, sagði þær hent-' ust upp á Háaf jall, inn á pverár-) nes og upp í skýin. pá kvað Jón: Allar saman æmar stökkva upp til skýja, þrátt mér eykur þraut ósmáa pverámes og fjallið háa. Svo bar við er Jón var vinnu- maður hjá Sigfúsi Stefánssyni Ámasonar prest frá Valþjófs- stað, er þá bjó á Víðivallagerði, að Sigfús misti gamlan áburðar- hest. Biður hann þá Jón að yrkja eftirmæli eftir Lassa; svo hét klárinn. pau eru þannig: Margur er búmanns baginn og böl um æfistund, nú er Lassi laginn, líka á snjófga grund, mínu þénti hann búi bezt, hvenær mun eg eignast eins afbragðs vænan hest. Hans 1 hugarleynum A hnugginn sakna eg æ, hann á hraustum beinum heim að mínum bæ, marga þunga byrði bar; mínu búi mikil stoð og máttarstólpi var. Víðirhólar í Jökulsdalsheið- inni höfðu um áraskeið í eyði verið, bygði þá Páll Pétursson, bróðir Péturs Jökuls og þeirra bræðra, þar einkar myndarlegan bæ, og reisti þar bú. Eftir nokk- urra ára dvöl þar dó hann, þá flutti ekkja hans Sigríður Vig- fúsdóttir, með böm sín þrjú að Hákonarstöðum, til Sigfinns Pét- urssonar tengdabróður síns. Að Víðirhólum flutti Bjami Rustik- usson, kallaður Rami Bjami. Honum þótti hinn reisulegi bær ekki svara til kröfum vetrarins í Jökuldalsheiði, og tók að byggja lágan og lítinn bæ. Svo var það einhverju sinni að Odd- björg kona Bjama var í eldhúsi, að flóa mjólk til skyrgerðar, féll þá inn aJimikill partur af þekju eldhússins og beið konan af því tjón nokkurt. Eftir það var bær sá kallaður Hruni. pá kvað Jón: Víðirhóli undi’ ei á iggur móinsfuna, bjó sig til og bygði þá bæinn litla Hruna. pegar Jón sá hundalöggjöfina. er ákvað að borga skyldi skatt af hundum, gramdist honum mjög og kastaði fram vísu þess- ari: peir sem vinna áttu að íslands sanna þjóðarfrelsi, hlaupa nú á hundavað, hundalögin sýna það, illir líkum eitumað, á oss leggja þrældómshelsi :|: þeir sem vinna áttu að íslands sanna þjóðarfrelsi. : Mikael Gellisson, ættaður úr Hálsþinghá Suður-Múlasýslu, kát ur og fjörugur, unni hann mikið kveðskap, hefði vel getað sagt eins og skáldið PáH ólafsson: “Áður en eg andann dreg, er þá vísan búin?” Ekki var hann að því skapi vandaður að kveðskap sínum, getur það hafa leitt til þess, að honum var ekki yfirleitt haldið á lofti. Samt er vel hugs anlegt að eitthvað af ljóðum Mikaels sé enn í minni hins eldra fólks, af því, sem nýtilegt kall- ast; væri mér sönn ánægja að sjá það koma á prent. Mikael var einn eða fleiri vetur sauða- maður hjá Sveini porsteinssyni. er þá bjó á Egilsstöðum í Fljóts dal. pá orti hann rímur út af sögu Egils Skallagrímssonar, hvert þær eru prentaðar, er mér ekki kunnugt, eitt erindi kann eg úr þeim og er það svona: Kallaður var hann Kveldúlfur, á kveldum sæfa firti. Haldinn var hann hamramur, hrökk upp þegar birti. pegar Mikael var vinnumaður á Valþjófsstað, var það eitt sinn að eg kom honum lítið eitt til liðs; næsta morgun vár eg í srniðju, stakk hann þá í vasa minn blaði með vísumi árituðum, og þótt æfinlega sé eitthvað ó- þægilegt við það, að birta lof um sjálfan sig, læt eg þær koma í ljósbirtuna: Lifðu án baga, blessaður, bæði hér og síðar. Um lyndis haga listugur lífs um daga Guðbrandur. Alt til sóma og æru sér um æfi stundar gera, þessa rómar ræðu hver rekkur frómi mannvalir. Alt vill græða aumt sem hann augum lítur sínum, og hressa svæði sáríhryggan, sál hefir gæða snildarmann. Stiltur, glaður, gætinn hvar, gæzku fús að sína, er heiðraður allstaðar ungur maður prýðinnar. Guð þig styðji góðsamur, svo gangi lukku brautir linna eður apaldur, Erlends niður Guðbrandur. /’ í æsku misti Mikael sjónina á öðru auga; litlu eftir að hann kom að Valþjófsstað, varð hann þess vís að vinnumaður og vinnu- konan á staðnum, voru einsýn; þá kvað hann: Valþjófsstaðar vinnuhjú víst eru nokkuð skrítin. Eineygð greyin eru þrjú, ekki eru mikil lýtin. Eiríkur Bjamarson, hans kona dóttir Jóns eldra í Papey (kall- aður það til aðgreiningar frá yngri bróður, er einnig hét Jón). Til lands þurfti að komast með brúðhjónin, svo hægt væri að framkvæma giftingaratihöfnina, en þann ákveðna dag var stríður austanvindur, svo braut á hverj- um boða. pá segir Mikael: pað er fjandi að fara í land, fyrir brandaþóra. Eiríkur botnaði vísuna þannig: Á er vandi um ektastand, ei má grand við slóra. pessi vísubotn bendir til þess að Eiríkur hefir hagmæltur verið. Á sama tíma og Mikael var vinnumaður á Valþjófsstað, var þar vinnumaður er Stefán hét Stefánsson, hálfbróðir Guðmund- ar Hallssonar í Bessastaðagerði og Guðrúnar Hallsdóttur, sem varð kona Benedikts Sigurðsson- ar á Setbergi í Fellum. Stefán var vel greindur, kunni vel að koma fyrir sig orði, bæði í bundnu og óbundnu máli. pess- ir tveir menn beittust einatt á spaugsyrðum, og létu þá óspart fjúka í kveðlingum, mundi eg sumt af þeim, en nú gleymt. pað leiddi til mikillar skemtunar, er þeir fundu upp á því, ef húskarla staðarins greindi á um eitthvert atriði, skildu þeir jafnan að- greining þann með glímu, og var hún nefnd hólmganga, skyldu þá hinir gefa upp vinnu, meðan hetjumar reyndu með sér. — Margur mundi ætla að þetta hafi tafið vinnubrögðin, en svo var ekki, töfin vanst upp tvö- faldlega, með því að allir voru í svo góðu skapi, og unnu því eins og frekast mátti verða. Ekki tóku menn þetta nærri sér á nokkum hátt, vom svo vanir glímum. Haust og vorvísu man eg eftir Stefán; em þær þannig: Sumars er bmgðið blóm, burt rósaprýði, vetur með veðrabljóm I víst hreyfir stríði. Sól hverfur blíð, sem oss þó mjög fákætir, skært gljáir ísa á, öll sjást fjöil hulin snjá, nú hjörð nauð sætir. Nú með sumri lifnar land, lukkustand, lukkustand, þegar voða vetrargrand víkur burt oss frá. Sæl að kemur bygðum björg, blessun mörg, blessun mörg. Veit eg svo að eymdin örg, aftur hverfa má. Einar á Hjalla í Hjaltastaða- þinghá var hagyrðingur. Eitt sinn var hann í samkvæmi, var Einar þá ungkarl; einhverjir kátir drengir voru að stríða hon- um á því að hann gæti ekki eign- ast konu, engin sitúlka vildi eiga hann. pá kvað Einar. Berhöfðaður burt eg fer, bráðum enginn fylgir mér :|: heim á staka Hjalia. :|: Eftir þetta árið eitt, öllu verður þessu breytt, :|: komin verður kona. :j: Hvað hún heitir og hver hún er hvomgt mun eg segja þér, :| :en samt gengur það svona. :|: Eitt sinn var Einar í brú.ð- kaupsveizlu og týndi þá hatti s'num. pá kvað hann. Horfinn burtu er hattur minn, hann eg ekki sjálfur finn, \T' •__•• I • iVi* timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegu^um, eeirettu, ogai.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrárins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna pó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co- --------------- Limited ------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG I H. SCHWARTZ & CO. | ■ paulvanir klæðskerar fyrir konur sem karla. ■ Dæmafá kjörkaup fyrir aðkomumenn sérstaklega, og P fj auðvitað fyrir alla. 1 ■ Vinnustofa vor, hefir vömr við allra hæfi. Vorið er ■ g í nánd, og búð vor er full af nýjum fataefnum, með alveg ■ | ótrúlega lágu verði. 1 Ef þér viljið fara vel með peninga yðar, þá lítið fyrst §§ inn á verkstofu vora. Oss er ánægja að komast í kunn- m ingsskap við yður. Vér höfum þrjátíu ára reynslu í iðn vorri í borginni. H. SCHWARTZ & CO. Karla og kvenna klæðskeri. 563 Portage Ave. - - Sími: Sh. 5574 illlHIIIIBIIllBIIIlMllllHIIllBHIHIilHlinmBtm leiðist mér að leita. Svona fer í drykkjudans, dofin verður skynsemd manns, vill því nokkur neita? Eg var að prófa huga minn, hvort ekkert gæti ryfjast upp í þundnu máli, sem vert væri á að minnast, og gerst hefði í mínum kæra Fljótsdal, verður þá fyrir mér 17 ára piltur, Bene- dikt Pétursson, einarðlegur, stendur hann upp til að mæla fyrir minni brúðhjónanna, brúð- hjónin vom porsteinn Jónsson, Pálssonar að Skriðuklaustri, brúðurin Sigurbjörg Hinriks- dóttir. Ummælin em þannig. Ofan frá himins bláu bygð blessun til vorrar jarðar streymi, alföður höndin ætíð geymi alla er stunda sanna dygð, — en einkum þó stílast óskin mín til ungu hjónanna í brúðarsæti, standi þeim lukkan föstum fæti fagra hvel meðan til vor skin. Framanskrifaðar hugleiðingar frá æskuárum mínum, vöktu upp hjá mér Ijúfar endurminningar; það er sem eg sjái Fljótsdalinn í sumarskrauti sínu, enginn dal- ur á fósturjörð minni tekur honum fram að fegurð og gæð- um. Dalsfólkið er sómi sveitar- sinnar. Aldrei hefi eg kynst betra fólki. í dalnum þeim hefði eg helzt kosið að ala aldur minn, en framundan mér og út úr dalnum lá braut, hana var eg knúður til að taka. Margir kaflar á brautinni hafa reynst mér unaðslegir, aftur aðrir kafl- ar steinóttir. Eg hefi látið mér ant um að ganga ekki fram hjá þeim að óreyndu, og hefir mér vonum fremur tekist að koma þeim út af brautinni. Nú er eg kominn að enda téðrar brautar, er liggur að útsænum mikla, á ströndinni handan við útsæinn blasir við mér góð lending, legg eg nú fram mína síðustu krafta að ná þeirri lendingu. Guðbrandur Erlendson. FRÁ ÍSLANDI. Reykjavík 23. jan. 1918. Vikuna nú að undanfömu hef- ir frost orðið enn hærra en áður á þessum vetri, hæst á mánudag- inn 21. þ. m., þá var það 25 stig C. hér, 26 st. á Seyðisfirði, 28 á ísafirði, 33,5 á Akureyri, 36 á Grímsstöðum, en ekki nema 12 í Vestmannaeyjum. Andvaka heitir nýtt tímarit, sem Bjami dócent Jónsson frá Vogi er farinn að gefa út, og er komið út 1. hefti, mestmegnis um fánamálið, ræður, sem hér hafa verið fluttar um það nú í vetur, kvæði um fánann og Fjall- konuna og smærri greinar um sama efni. Afli er sagður mjög góður við Vestmannaeyj ar. Frá ísafirði fékk stjómarráð- ið símskeyti 21. þ. m. með þeim fréttum, að þar í bænum væru 300 fjölskyldur algerlega matar- lausar og hafi ekkert heldur fyr- ir að kaupa. Er því skorað á landstjómina að hlaupa undir bagga og ihjálpa. r SÓLSKIN réttri era þar gróðurlausir sandar; kvíslamar og JökuLsá hyllir upp, og stórir einstakir steinar og klettar sýnast eins og hús og hestar, en alt er ó- greinilegt og bráðnar saman fyrir augana í tí- bránni, sem alt af er á iði. Slíkar hyllingar em alstaðar mjög tíðar á sandeyðimörkum. Náttúru- fegurðin verður enn áhrifameiri af því hér er ekk- ert sem glepur fyrir, og hugurinn verður þá næm- ari til þess að taka öllum áhrifum; sálin er eins og skuggsjá, sem grípur ósjálfrátt alt er við horfir; hið einstaka hverfur, en heildin verkar á tilfinn- ingauna, án þess hægt sé að gera sér grein fyrir, hvað það er eða ihvemig því er varið. DALAKÚTURINN. Einu sinni voru margir menn á ferð. peir tjölduðu á sunnudagsmorgun á fögrum velli græn- um. Veður var bjart og fagurt. Ferðamennimir lögðust niður að sofa, og lágu í röð í tjaldinu. Sá, sem fremstur lá við dymar í tjaldinu, gat ekki sofnað, og horfði hann til og frá um tjaldið. Sá hann þá bláleitan gufuhnoðra uppi yfir manninum sem instur lá. Gufuhnoðrinn leið fram eftir tjald- inu og út. Maðurinn vildi vita hvað þetta gæti verið, og fór á eftir gufunni. Hún leið hægt og hægt yfir völlinn, og kom loksins þar að, sem lá skininn og gamall hrosshaus. Var hann fullur af maðkaflugum, og suðuðu þær mjög. Gufan leið inn í hrosshausinn. Að góðum tíma liðnum kom hún út aftur. Leið hún þá enn eftir velhnum, þangað til hún kom að dálítilli lækjarsprænu, sem rann um völlinn. Hún fór niður með læknum, og sýndist manninum eins og hún væri að leitast við að komast yfir um hann. Maðurinn hélt á svip- unni sinni, og leggur hann hana á lækinn, því hann var ekki breiðari en svo, að skaftið náði yfir um hann. Fór þá gufuhnoðrinn út á svipuskaftið, og leið á því yfir lækinn. Leið hann svo áfram um hríð, og kom loks að þúfu einni á vellinum. par hvarf gufan ofan í þúfuna. Maðurinn stóð skamt frá og beið þess, að gufan kæmi aftur. Hún kom og bráðum. Leið hún þá sama veg til baka, sem hún var komin. Maðurinn lagði svipuna sína á lækinn, og fór gufan á henni yfir um, eins og áður. Fór hún nú beint heim að tjaldinu, og nam ekki staðar fyrr en hhún var komin upp yfir insta manninn í tjaldinu. par hvarf hún. Lagðist þá maðurinn niður og sofnaði. Að áliðnum degi risu ferðamennirnir upp, og tóku hesta sína. Töluðu þeir þá margt á meðan þeir vora að leggja upp. Meðal annars segir sá, sem instur hafði verið í tjaldinu: “Eg vildi eg ætti það sem mig dreymdi í dag”. “Hvað var það, og hvað dreymdi þig?” segir sá, sem gufuna hafði séð Hinn segir: “Eg þóttist ganga héma út um völl- inn. Kom eg þá að húsi einu fallegu og stóm. par var fjöldi manna saman kominn, og sungu þeir og spiluðu með allra mestu kátínu og gleði. Eg var býsna lengi inn í húsinu. En þegar eg kom út, gekk eg lengi m slétta velli og fagra. Kom eg þá að móðu einni stórri, sem eg leitaðist lengi við að komast yfir, en gat ekki. pá sá eg hvar kom ógn- arlega stór risi. Hann hafði geysistórt tré í hend- inni, sem hann lagði yfir móðuna, og fór eg á því yfir um hana. Eg gekk enn lengi lengi, þangað til eg kom að störum haug. Haugurinn var opinn og gekk eg inn í hann. par fann eg ekkert annað en stóra tunnu fulla með peninga. par var eg ósköp lengi að skoða peningana; því slíka hrúgu hef' eg aldrei séð. Síðan fór eg út, og gekk sama veg til baka, sem eg var kominn. Eg kom að móðunni, og þá kom líka risinn með tréð, og lagði það yfir um hana. Komst eg svo yfir á trénu, og fór þá heim aftur í tjaldið.” Maðurinn sem elt hafði guf- una, fór að verða kátur með sjálfum sér, og segir við hinn manninn, sem dreymt hafði: “Komdu lagsmaður, við skulum snöggvast sækja pening- ana.” Hinn fór að hlægja og hugsaði að hann væri ekki með öllum mjalla, en fór þó. Gánga þeir nú sama veg og gufan hafði farið. Koma þeir að þúf- unni, og grafa hana upp. par fundu þeir kút full- an af peningum. Fóru þeir síðan aftur til lags- manna sinna, og sögðu þeim upp alla sögu um drauminn og gufuna, og sýndu þeim dalakútinn. KONGSDÓTTIRIN f FíLABEINSKASTALANUM * ________________ Einu sinni var keisarinn í Kínaveldi einn á veiðum, hann var búinn að ganga lengi, lengi, og var orðinn bæði þreyttur og þyrstur þegar hann kom að læk einum og var vatnið í læknum silfur tært. Keisarinn beygði sig niður að vatninu og af því að hann hafði ekkert til að drekka úr, rak hann hendina ofan í vatnið og ætlaði að drekka úr lófa sínum. En þá varð honum litið ofan í vatnið, og sá mynd af gullfallegri stúlku speglast í vatn- inu. Keisarinn hélt að stúlkan mundi standa fyrir I SÓLSKIN / aftan sig, rétti sig upp og leit við, en sá engan, aftur beygði hann sig niður að vatninu, og sá í því mýndina af sömu fallegu stúlkunni; keisarinn leit upp og alt í kring um sig og sá enga lifandi mann-, eskju neinstaðar í í kring, en alt af þegair hann leit í vatnið sá hann stúlku myndina. Keisarinn gat ekki með nokkm móti skilið í þessu. Hann fór því og sótti alla frægustu vísindaimenn, sem vom þar í nágrenninu, fór með þá að læknum og sýndi þeim myndina af fallegu stúlkunni, sem enn þá sást í vatninuf petta er drottningin í Fílabeinskastalanum”, sagði elzti vísindamaðurinn. “En enginn lifandi maður veit hvar sá kastali er”. “Eg skal finna hann”, mælti keisarinn, “enda þótt eg verði að leita að honum alla mína æfi. Svo fór keisarinn á stað og ferðaðist land úr landi, og þegar hann hafði verið á ferðalagi þessu í þrjú ár, þá kom hann einu sinni að stóru vatni og þegar hann leit ofan í það, þá sá hann í því mynd af fjarska fallegum Fíiabeiniskastala. Keisar- inn leit upp og í kring um sig, og hélt að hann mundi sjá kastalann standa á hæðinni, sem var hinu megin við vatnið, en sú von brást, hvemig sem hann horfði, sá hann ekkert nema kletta og klungur og stór tré. Hann hugsaði sig um dálitla stund þangað til hann sagði: “ó! hvað eg hefi verið heimskur, nú sé eg hvað eg hefði átt að gjöra”. Og að því búnu steypti hann sér niður í vatnið, og niðri á botni fann hann Fílabeinskastalann og var drotningin fagra í honum og beið eftir keisaranum, því hún hafði líka séð hann í læknum og felt ástarhug til hans. Síðan tók keisarinn drotninguna og synti með hana í land og tók hana heim með sér til Kína og gjörði að drotningu sinni, og þau bjuggu lengi þar í Kína og áttu mörg böm. VINNUKONURNAR pRJÁR. Einu sinni var bóndakona, sem þurfti að ráða til sín vinnukonu. prjár stúlkur fréttu um vist- ina og ásettu sér að sækja um hana, svo þær lögðu á stað, og þegar sást til þeirrar fyrstu frá bænum, þar sem konan átti heima á, er vinnukonuna vildi fá, þá kemur húsbóndinn að máli við konu sína og segir: / “Nú skal eg sýna þpr hverja af þessum stúlk- um, sem koma, að þú áxalt ráða fyrir vinnukonu”. Að svo mæltu tók hann sóp, sem stóð þar í hús- hominu og fór með hann út og lagði hann þversum yfir götuslóða, sem að lá frá aðaiveginum og heim að húsinu, þar sem hann vissi að þær mundu ganga; fer síðan heim í hús og stendur með konu sinni við glugga og bíður átekta. pegar sú fyrsta kemur að sópinum, setur hún í hann fótinn, svo hann hrekkur úr vegi hennar. “Ekki dugir þessi”, mælti bóndi, “hún er of löt til þess að beygja sig eftir sópnum og taka hann upp”. pegar þessi var farin tekur bóndi sópinn og leggur þversum yfir brautina aftur. Eftir litla stund sér til annarar stúlku. Hún gekk sem leið lá heim að húsinu. pegar bóndi sá að hún steig yfir sópinn, en tók hann ekki upp, segir hann “pessi stúlka er jarðvöðull, hún hirti ekki um að taka sópinn frá fótunum á sér. Ekki dugir hún” f þriðja sinn leggur bóndi sópinn á brautina og bíður svo. Eftir stundarkom kemur sú þriðja, og þegar hún kernur þar að, sem sópurinn íá, tók hún hann í hönd sér, gengur að húsinu og setur hann við húsvegginn. “petta er stúlkan, sem við skulum taka, hún er hreinleg, vinnugefin og ihugsunarsöm”. Og hún var tekin í vistina. “Berðu litla busann þinn”. é------- Nú er gamli Gráni minn gríðarlega þreyttur! Ert’ ekki alveg uppgefinn? En hvað þú ert sveittur. Löng og brött var brekkan öll, byltust hjól um steina. pau eru ervið þessi fjöll, það fær Gráni’ að reyna. Kæri góði Gráni minn, gaktu inn í kofa, hvíldu þreytta hrygginn þinn — og hertu þig að sofa! Geturðu’ ekki Gráni minn, góða fyrir borgun, borið litla busann þinn á bakinu á morgun?

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.