Lögberg - 28.02.1918, Qupperneq 7
LöGBERG, FIMTUDAGiNN 28. FEBRÚAR 1918
7
Æfiminning.
pann 5. desember síðastl. and-
aðist að heimili sínu Milton N.
Dak. ekkjan Ragnheiður Gísla-
dóttir 74 ára að aldri. Var jarð-
sungin 12. s.m. í grafreit safn-
aðarins þar af séra K. K. Ólafs-
son. Hún var fædd að Skinþúfu
í Vallhólmi í Hegranesþingi á
fslandi. Foreldrar hennar voru
þau hjónin Gísli Jónsson og Ingi-
björg Sigurðardóttir. Ólzt hún
upp hjá foreldrum sínum til
fimtán ára aldurs, eftri það var
hún sumpart hjá móðurfrænd-
um sinum eða í föðurf^rði, þar
til hún giftist árið 1866 Benedikt
Bjarnasyni ættuðum úr Eyja-
flrði, en þar eð þeim er þetta
skrifar er ókunnug ætt hans og
uppruni verður því ekki meira
um hann sagt hér og er hann dá-
inn fyrir rúmum 40 árum. Eign-
uðust þau einn dreng er Halldór
hét.
Litlu síðar, 1874, fluttist hún
til Canada með manni þeim, 'er
Gísli hét Gíslason frá Húsey í
áðumefndum hólmi og bjuggu
þau saman til dauðadags; er
hann látinn fyrir 16 árum. Börn
áttu þau fimm að tölu, er hétu
Kristján Konráð og Sigurlína,
sem bæði dóu í æsku, einnig fyr-
nefndur Halldór, en eftir lifa
þrjár systur: Sigurbjörg og Dýr
finna báðar giftar hérlendum
mönnum og lifa í Grand Forks,
U. S. A., þriðja Ingibjörg gift ís-
lenzkum manni er heitir Magnús
Davíðsson og lifir á eignajörð
foreldra sinna að Milton, sem fyr
er sagt. Hin framliðna átti 5
systkini, tvo albræður, er hétu
Halldór og Lárus, eru báðir dán-
ir á háum aldri heima á ættland-
inu og þrjú hálfsystkyni, er heita
Kristján Konráð, Helga og And-
rés, eru þau þrjú frá síðara
hjónabandi föður hennar, Krist-
ján býr heim á íslandi í Skaga-
firði, hin síðar nefndu í Canada
að Dog Creek P. 0. Manítoba.
Fyrstu búskaparár hinnar
látnu hér munu hafa gengið all-
erfiðlega, eins og fyrir fleirum
á þeim tímum. Fyrst munu þau
hafa dvalið um eins árs tíma í
Ontarío, siðan fluttust þau á-
samt fleirum vestur til Manitoba
og settust að í Nýja íslandi um
tveggja ára skeið, mistu þau þar
son sinn, Kristján Konráð, úr
bólunni, sem á þeim tíma gekk
þar yfir og hjó tilfinnanlegt
skarð í vom fámenna flokk. pað-
an fluttust þau til Winnipeg og
voru þar um hríð, þaðan fluttu
þau til Milton, N. D.; nam Gísli
þar land ei hann bjó á til dauða-
dags. par misti hin látna Hall-
dór son sinn, þá 12 ára á mjög
sorglegan hátt, hann varð úti í
hríðarbil er skall á mjog snögg-
lega, er hann var á leið í vinnu
þar í sveitinni, er ekki mun hafa
verið allskamt þar frá, mun það
hafa verið þyngsta sorgin, sem
fyrir hana kom á hennar löngu
og mæðusömu æfileið.
Ragnheiður sáluga var greind
kona stilt í lund og trúrækin og
hélt bamatrú sinni óbreyttri til
dauðadags. Hún var góð og um-
hyggjusöm móðir og kendi böm-
um sínum trúrækni og góða siði.
Blessuð sé minning hennar.
J?ú látin er systir og liðin þér frá
lífsins nú sérhver er mæða.
pótt bannaði fjarvist oss fundum
að ná
við finnumst í ljóssölum hæða.
En hugrökk þú varst, og þín
hreintrúuð önd,
þótt hörðum oft kjörum þú sættir
Gott var þitt hjarta og gjafmild
þín hönd,
með glaðsinni marga þú kættir.
Mæðu og sorg á langri leið
var líf þitt jafnan háð,
en nú við æfi endað skeið,
er æðra marki náð.
Bróðir hinnar látnu.
Andlátsfregn.
Hallur Hallsson bóndi við Sil-
ver Bay, norðan Manítobavatns,
lézt að heimili sínu nóttina fyrir
31. des. 1917.
Hallur var fæddur að Sleð-
brjót í Jökulsárhlíð í Norður-
Múlasýslu 30. ág. 1834, var hann
því 83 ára og 4 mánuðum betur
er hann dó. Faðir hans var Hallur
Sigurðsson bóndi á Sleðbrjót.
Bræður Halls hins eldra vora
þeir: Einar, faðir Halls á Rangá,
Sigurðar á Grímsstöðum og
Bjöms á Kóreksstöðum. Annar
bróðir Halls var Björn á Ketils-
stöðum í Jökulsárhlíð, faðir
Stefáns sýslumanns í ísafjarðar-
sýslu, síðast í Ámessýslu. Móðir
Halls hins yngra var Guðný, ein
af hinum mörgu dætrum séra
Sigfúsar Guðmundssonar að Ási
í Fellum í Norður-Múlasýslu.
Bræður Halls vora Sigurður, Sig-
fús og Eiríkur, bjuggu þeir allir
á Sleðbrjót. Eiríkur síðast (dá-
inn 1894). Dóttir Sigfúsar, bróð-
ur Halls var Anna tengdamóðir
Dr. ól. Stephensen frá Winnipeg
sem nú er herlæknir á vígstöðv-
unum í Norðurálfunni.
Hallur ólzt upp hjá foreldrum
sínum á Sleðbrjót þar til hann
var rúmlega tvítugur, en þegar
Sigurður bróðir hans druknaði í
Lagarfljóti, og lét eftir sig fá-
tæka ekkju með þrem bömum í
ómegð, þá tók Hallur að sér að
vinna fyrir fjölskyldunni, og eft-
ir nokkur ár giftist hann ekkj-
unni, Sigurbjörgu Pálsdóttur.
(pað er missögn frá minni hendi
í Landnámssögu Narrows-bygð-
ar að Sigurbjörg væri Sigurðar-
dóttir). Áttu þau tvo sonu Eiríl:
og Sigfús, lifir annar þeirra,
Sigfús, enn, og er í Fljótsdal í
Norður-Múlasýslu á íslandi. ’pau
Sigurbjörg og Hallur bjuggu
mörg ár á Sleðbrjót og áttu oft
við erfiðan hag að búa, og nutu
oft styrktar af sveitinni. Eftir
að Sigurbjörg^Ió, brá Hallur búi
og réðist í vinnumensku um
nokkur ár, græddist honum þá
talsvert fé, og endurgalt þá aft-
ur sveitinni, sem hafði styrkt
hann, gagnstætt því er margir
aðrir gjörðu, og átti þó svo mik-
ið afgangs að hann gat reist bú,
þó í smáum stíl væri. Bjó hann
þá í Grófarseli, sem er afbýli
frá Sleðbrjót. Um þær jnundir
giftist hann aftur, eftirlifandi
ekkju sinni Sigurveigu Jónsdótt-
ur ættaðri úr Eiðarþinghá. Ná-
lægt 1890 réðist Hallur til ferðar
vestur um haf. ELMr að vestur
kom fluttist hann nonður til Nar-
rows og dvaldi þar það sem eftir
var æfinnar, fyrst sem vinnumað
ur lítinn tíma, og síðan sem bóndi
Leið honum þar vel, þótt hann
hefði ei stórt bú, og nam síðustu
árin land við Silver Bay,. og bjó
þar farsædu og skuldlitlu búi,
enda sýndi kona hans dugnað og
þrautsegju með honum í frum-
byggjastríðinu. pau Hallur og
Sigurveig áttu einn son, Hall að
nafni, sem nú býr með móður
sinni og 4 dætur, Sigurlínu, er
dó nokkrum vikum á undan fóð-
ur sínum, var hún gift Guðmundi
Sigurðsyni að Silver Bay. önn-
ur dóttirinn Guðný, er gift Alex
Finney á Asham Point vestan
Manitöbavatns, og hin þriðja
Jónína gift Sigurði Sigurðssyni
við Silver Bay, bróðir áðumefnds
Guðmundar. Fjórða dóttirin Sol-
veig, fósturdóttur Eiríks bróður
Halls, er gift heima á íslandi og
býr við góðan hag í Grófarseli,
þar sem faðir hennar bjó síðast
á íslandi.
Hallur heitinn var lágur á velli
en þéttvaxinn vel, “péttur á velli
og þéttur í lund”. Kraftamaður
var hanh, eins og hann átti kyn
til í föðurætt, og glímumaður
með afbrigðum á yngri árum. Eg
sá hann pft horfa á glímur, eftir
að hann hætti að glíma, af því
að hann hafði eitt sinn gengið
úr liði um öxlina, og titraði þá í
honum hver taug af glímu-
skjálfta. Hann var allra manna
glaðlyndastur, og þótt hann vær
skapmikill að eðlisfari, þá stilt’
hann skap sitt vel. öllum vildi
hann gott gjöra hvenær sem at-
vikin leyfðu. Eg hefi áður minst
á Hall í blaðagrein, sem eg hefi
nú ekki við hendina, og hef þar
litlu við að bæta. Eg mun hafa
sagt eitthhvað á þessa leið um
hann: Hallur er einn af þeim
er eg man bezt þeirra ertfullorðn
ir voru á æskuárum mínum.
Hann bjó á næsta bæ við föður
minn, og var tíður gestur. Eg
hlakkaði ætíð til er hann kom.
pað var eins og gleðin fylgdi
honum ætíð, þó hann ætti varla
til næsta máls þá mælti hann al-
drei æðraorð, og kom öllum til
að hlægja seim umhverfis hann
vora, enda varð honum oft gott
til hjálpar. Ekki. var glaðlyndi
hans af því að hann léti sér í
léttu rúmi liggja um velferð fjöl-
skyldu sinnar. En það var karl-
mannleg ró og látlaust glaðlyndi
sem mótaði skap hans. — Eg
spáði því þá að glímumaðurinn
gamli mundi ganga með bros á
vörumum til síðustu glímunnar,
og eg hef ástæðu til að ætla að
spá mín hafi ræst. Einn af vin-
um hans skrifar mér nýlega:
“Nú er gamli Hallur dáinn. Eftir
að lífsafiið sýndist þrotið og
hann lá náfölur, þá lék samt
gleðibrosið um varir hans og að
honum látnum hvíldi karlmann-
leg heilög ró yfir ásýndum hans”
Farðu vel gamli góði vinur!
Látlaus gleði, og norræn karl-
menska, mannúð og mannhylli
voru fylginautar þínir á lífsleið-
inni. Er þá ekki vel lifað?
^Sigluues P. O. 26.jan. 1918.
Jón Jónsson
frá Sleðbrjót
Frá íslandi.
TAROLEMA lœknar ECZEMA
GylliniæS, geitur, útbrot, hring-
orm. kláða ög aðra húÖsjúkdóma
Laeknar hösuðskóf og varnar hár-
fallii. SOc. hjá öllum lyfsölum.
CLARK CHEMICAL CO.,
309 ðomerset Block, Wlnnipeg
Rvík
kona
16. des 1917 andaðist í
frú Anna Magnúsdóttir,
Sigurðar Jónssonar barnakenn-
ara, en dóttir Magnúsar heitins
bónda á Dysjum á Álftanesi.
Hafði hún lengi verið veik af
berklum. Hún var kenslukona
hér við barnaskólann, væn kona
og vel látin. Frú Anna var syst-
ir Konu Kristjáns Goodman mál-
ara hér í bæ.
pau tíðindi eru sögð austan úr
Landeyjum, að þar hafi tvö
hross frosið í hel, standandi í hag
anum eina nóttina. — Hefir frost
grimdin verið svo miklu hærri
þessa dagana en menn muna
dætmi til, eins og annarstaðar á
landinu, og hross þar óvanari
miklum kuldum en t. d. nyðra.
Hér í Reykjavík gengur fjöldi
hrossa úti dag og nótt, en þau
geta leitað sér skjóls milli hús-
anna og má vera að þau bjargi
þeim sumum, sem ekki þyldu
kuldann úti á víðavangi.
Um 90 höfrungar, sem komu
upp í vök í ísnum á Eyjafirði,
undan Látraströndinni, voru
reknir þar á land núna í vikunni
og drepnir. Kjötið af,þeim er
selt á 11 aura pundið.
Meiri þörf fyrir
Hraðritara og Bókhaldara
pað er alt of lítið af vel
færu skrifátofufólki hér í
Winnipeg. — peir sem hafa
útskrifast frá The Success
Business College era ætíð
látnir setja fyrir. — Suc-
cess er sá stærsti og áreið-
anlegasti; hann æfir fleira
námsfólk en allir aðrir skól-
ar af því tagi til samans,
hefir tíu útibú og kennir
yfir 5,000 stúdentum ár-
lega, hefir aðeins vel færa
og kurteisa kennara. Kom-
ið hvenær sem er. Skrifið
eftir upplýsingum-
SUCCESS BUSINESS COUEGE
ILIMITED
WINNIPEG, MAN.
Wm. H. McPherson,
Uppboðshaldari og
Virðingamaður . .
Selur við uppboð Landbúnaðaráhöld. a.».
konar verzlunarvörur, húsbúnað og fleira.
264 8mith St. Tals. M. 1 781
LÁTIÐ OSS SOTA
SKINNIN YÐAR
Skinnin eru vandlega súfuð og verkuð
VÉH erum þaulvanir sútarar.
AHÖLD vor skara fram úr allra annara.
VERK vort er unnlð af aefðum mönnum.
VÉR höfum einn hinn bezta sútara I Canada.
VÉR sútum húðir og skinn, með hári og án hárs, gerum þau mjúk,
slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvað sem menn vilja.
VÉR spörum yður peninga.
VÉR sútum eigi íeður i aktýgi.
VÉR borgum hæsta verð fyrir húðir, gærur, ull og mör.
SKRIFIÐ OSS REINA LEIÐ EFTTR VERBSKRA.
W. BOURKE & CO.
505 Pacific Ave., Brandon
Meðmæli:
Dominion Bank
“Andvaka” heitir nýtt tímarit
sem Bjarni Jónsson frá Vogi er
er farinn að gefa út. Fyrsta heft
ið er komið út, og er aðalefnið
um fánann og fyrst kvæði til
fánans eftir porkel Erlendsson.
Á kápunni er fagurlega gerð
mynd (eftir R. J.)! á henni sést
nýi tíminn spretta upp af þeim
gamla, og þeytir hann fánalag
Sigfúsar við kvæði Einars Ben.:
Rís þú unga o. s. frv., á lúðuf.
Laugardagsmorguninn 17. þ.
m. fundust hjónin á Kröggólfs-
stöðum í ölfusi meðvitundarlaus
rúmum sínum. Segja sumir,
að ofn háfi rokið svo mjög í
herbergi þeirra um nóttina, en
aðrir segja ljósreyk orsökina.
Gísli læknir Péursson á Eyrar-
bakka var þegar sóttur, og tókst
honum að lífga konuna en ekki
manninn. Á sunnudaginn fór
Konráð læknir Konráðsson héð-
an á stað austur í bíl, og var þá
enn talið tvísýnt um líf bóndans.
En bíllinn komát ekki nema
nokkuð hér upp fyrir, vegna
skafla á veginum. Bóndinn and-
aðist kl. 4 á mánudaginn. Hann
hét Engilbert Sigurðsson og kon-
an heitir Sigþrúður Eggertsdótt-
ir. Engilbert var bróðir þeirra
ögmundar skólastjóra í Flens
borg og Kristjáns áður ritstjóra
“Lögbergs”, var oddviti í ölfus
hreppi, dugnaðar- og myndar-
maður.
21 jan. andaðist Guðmundur
kaupm. Olsen, varð bráðkvaddur
í verzlunarbúð sinni við Aðal-
stræti um ki. 6. Hann hafði verið
lasinn tvo undanfama daga.
Guðmundur Olsen var fæddur og
uppalinn Reykvíkingur og einn
af mætustu mönnum þess bæjar.
21. jan. barst stjóminni sím-
skeyti frá ísafirði um alvarlegt
neyðarástand þar.
Segir í skeytinu, að þar í bæn-
séu 300 fjölskyldur algerlega
matbjargarlausar og hafi ekkert
til að kaupa mat fyrir.
Verzlanir hafa einhverjar mat
vörubyrgðir, en neita að lána vör
urnar og vísa til landsverzlunar-
innar og bæjarfógetans. En
landsverzlunin á engar vöra-
birgðir þar. — Hefir þess vegna
verið símað til stjórnarráðsins
og skorað á það að hjálpa.
0 Eins og kunnugt er brást út-
gerðin ísfirðingum algerlega í
sumar og nú getur enginn sótt
þar sjó fyrir ís. — Og engri björg
verður komið þangað að svo
stöddu. Verður stjóminni því
nauðugur einn kostur, að semja
við kaupmennina á ísafirði og
kaupa af þeim vörur, eða láta fá-
tækrastjóm bæjarins gera það.
Konu á Njálsgötu var saknað í
gærdag. Vissu menn það seinast
til hennar, að hún hefði verið að
hengja út þvott í gærmorgun.
Hafði verið leitað að henni í all-
an gærdag eftir að hún hvarf, en
árangurslaust. — Og í morgun
var hún ekki komin fram.
Landstjómin kvað hafa skip-
að nýjan umboðsmann er á að
gæta hagsmuna landsins í Ame-
ríku. Er það Gunnar Egilsson
skipamiðlari. Mun hann fara
með skylduliði sínu vestur um
haf með “Gullfossi” nú í mánað-
arlokin. Nánara um erindi hans
hefir “Vísir” ekki frétt enn þá.
Haraldur Sigurðsson píanóleik
ari er orðinn yfirkennari við song
listaskólann í Erfurt á pýzka-
landi.
—Vísir.
Silvur PLATE-O fúgun
SílfurþeKur um leið.
Lætur silfur á muni, t staö þess aö
nudda það af. paC lagfærir alla núna
bletti.
NotaCu þaC á nikkel hlutina á
bifreiS þinni.
Litlir á 60 cent StóHr á 80 cent
Winnipeg Silver Plate Co., Ltd.
136 Rupert StreeL
The Seymour House
John Baird, Eigandi
Heitt og kalt vaín ! öllum herbergjum
Fæði $2 og 82.50 á dag. Amerie-
an Plan.
Tals. G. 2242.
Winnipeg
ALVEG NÝ og
UNDRAVERÐ
UPPFUNDING
Eftir 10 ára erfiði og tilraunir
hefir Prúf. D. Motturas fundið upp
meðal búið tll sem áburð, sem hann
ábyrgist að lækni allra verstu tilfelli
af hinr i ægilegu.
og svo ödýrt að allir geta keypL
Hvers vegna skyldu menn vera að
borga læknishjálp og ferðir t sérstakt
loftslag, þegar þeir geta fengið lækn-
ingu heima hjá sér. það bregst al-
drei og læknar tafarlaust.
Verð $1.00 glasið.
Póstgjald og herskattur 15 cent
þeas utan.
Elnkaútsúlumenn
M0TTURAS LINIMENT Co.
WINNIPEO
P.O. Box 1424
Dept. 9
JOSIE & McLEOD
Gera við vatns og hitavélar
í|húsum. Fljót afgreiðsla.
353 Notre Dame Tals. G. 4921
Dr. R. L. HURST,
Member of Royal Coll. of Surgeons,
Eng„ útskrlfaður af Royal College of
Physlclans, London. Sérfræðlngur 1
brjftst- tauga- og kven-sjúkdftmum.
—Skrifst. 306 Kennedy Bldg, Portage
Ave. (á mðtt Eaton’s). Tals. M. 814.
Helmlll M. 2696. Ttml til vlðtata:
kl. í—6 og 7—8 e.h.
Brown & McNab
Selja Í heildsölu og smásölu myndir,
myndaramma. Skrifið eftir verði ó
stækkuðum myndum 14x20
175 Carlton 3t. Tals. tyain 1357
Williams & Lee
Reiðhjól og bifhjóla stykki og á-
höld. Albkonar viögerSir.
BifreiSar skoðaðar og endurnýjað
ar. Skautar skerptir og búnir til
eftir máli. Alt verk gert metS sann-
gjörnu veröi.
764 Sherbrooke St. Horni Hotre Datne
Hvað er á seyði.
Whaleys blóðbyggjandi
lyf
VorifS er komiö; um þaö leyti er
altaf áriöandi afi vernda og styrkja
likamann svo hann geti staSið gegn
sjúkdómum. Það veröur bezt gert
rr.eð því að byggja upp blóðiS.
Whaleys blóöbyggjandi meCal gerir
þaS.
Whaleys lyfjabúð
Hornl Sargent Ave. og Agnea S£-
Stjómin hefir, eins og kunnugt
er, veitt sér heimild til þes-s með
bráðabirgðaflögum, að leggja
undir sig skipakost landsmanna.
Hvað mun nú vera á seyði ?
Hver er sú. brýn þörf, sem
knýr stjórnina til þess einmitt
nú?
Allmiklar byrðir eru þegar
komnar til landsins af nauðsynja
vöru. Skipin, sem hér getur ver-
ið um að ræða, Eimskipafélags-
skipin, eiga að halda áfram
Amerikuferðum ef nokkuð fæst
þaðan að flytja. Til þess þarf
ekki að beita félagið neinni nauð-
ung. Og vafalaust má telja, að
ef stjómin þyrfti að fá annað
hvort skipið í einhverja ferð fyr-
ir sig sérstaklega, að samningar
gætu tekist um það.
En hvaða nauðsyn knýr þá
stjórnina til að veita sér slíka
heimild með bráðabirgðalögum ?
pað er allsendis óheimilt og ó-
verjandi og beint brot á stjóm-
arskránni, að grípa til slíks ráðs,
ef ekki er af brýnni þörf al-
j mennings.
það hefir heyrst að stjóminni
hafi lengi mishkað það, hve lágt’
farmgjöld Eimskipafélagið hefir
tekið, og að hún hafi jafnvel fært
það í tal við stjóm þess, hvort
hún vildi ekki hækka þau.
Mundi það þá vera ætlun
stjómarinnar að taka skipin af
félaginu til þess eins að hækka
farmgjöJdin? Skrif “Tímans”
benda í þá átt. Og allir vita, að'
stjóminini hefir lengi sviðið það,
að kaupmenn hafa selt ódýrari
vörur en landsverzlunin.
Um hag almennings er ekki
verið að hugsa.
LAND TIL LEIGU
Guðm. Christie, Suite 11,
ari upplýsingar.
Umboðsmenn Lögbergs.
Jón Pétursson, Gimli Man.
Albert Oliver, Grund, Man.
F. S. Fridreckson, Glenboro, Man.
S. Maxon, Selkirk, Man.
S. Einarson, Lundar, Man.
D. Valdimarson, Wild Oak, Man.
Th. Gíslason, Brown, Man.
Kr. Páturson, Hayland, Man.
Oliver Johnson, Winnipegosis, Mai
A. J. Skagfeld, Hovef Man.
Joseph Davidson, Baldur, Man.
J. A. Vopni, Swan Rive, Man.
Björn Lindal, Markland, Man.
Sv. Loptson, Churchbridge, Sask.
A. A. Johnson, Mozart, Sask.
Stgr. Thorsteinson, Wynyard
Torfi Steinsson, Kandahar,
Dafoe, Sask.
G. F. Gíslason. Elfros, Sask.
Jón Ólafson, Leslie, Sask.
Jónas Samson, Kristnes, Sask.
GuSm. Johnson, Foam Lake, S
C. Pálson, Gerald, Sask.
Olafr Einarson, Milton, N.-Dak.
G. Leifur, Pembina, N.-Dak.
K. S. Askdal, Minneota, Minn.
F. X. Frederickson, Edmonton, i
O. SigurSson, Red Deer, Alta
H. Thorlakson, Seattle, Wash.
Thorgeir Simonarson, Blaine, W;
S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash.
lir Dr. B. J. BRANDSON - Office: Cor. Sherbroeke & William Ur Tslephoni oarrv 3ao — OFFICB-TtMAH: 2—3 Halmili: 778 Victor St. Tki.kpuonk carry 881 Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka áhenlu á að selja meðöl eftir forskrlftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er að fá. eru notuð eingöngu. þegar þér komlð með forskriftina til vor, meglð þér vera vies um að fá rétt það sem — læknirinn tekur tll. — COLCLEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Glftingaleyflsbréf seld.
1 Dr. O. BJORN5DN Office: Cor. Sherbrooke & William “ t'HLRniONB.ðAIIT 32( Office-tímar: a—3 HKIMILI: 784 Victor St.cet rHLKPHOSKi QARRY Tfl3 Winnipeg, Man.
Dr- J. Stefánsson 401 Boyd BuildirtK COR. P0RT/\CE A»E. & EDM0|iT0(l *T. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frá kl. 10 12 f. h. eg 2 5 e. h.— Talaími: Main 3088. Heimili 105 Olivia St. TaUími: Garry 2315.
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng — Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýki og aðra lungnasjúkd6ma. Er að S finna á skrifstofunnt kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif- Stofu tals. M. 3088. Héimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3168
]y[ARKET ]_[OTEL
ViC sölutorgiB og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL.
J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 1 614 Someraet Block Cor. Portage Ave. *g Donald Street Tals. main 5302. )
The Beléium Tailors i Gera við loðföt kvenna og karimanna. b Föt búin til eftir máli. Hrein»a, pressa og gera við Föt sótt heim og afhent. p Alt verk ábyrgst. Verð sanngjaint. _ 329 William Ave. Tala. G.2449 ; WINNIPKG g
JOSEPH TAYLOR, LÖGTAKSMAÐUR HeUuiIis-Tals.: St. John 1844 Skrifstofu-Tata.: Main 7978 Tekur lögtakl bæði húsaleiguskuldir. veðskuldtr, vtxlaskuldir. Afgreiðlr alt sem að lögum lýtur. Iloom 1 Corbett Blk. — *15 Matn SL
———— — ( Talsímið Main 5331 HOPPS & Co. BAILIFFS Tökum lögtaki, innheimtum skuldir og tilkynnum stefnur. 1 Room 10 Thomson BL, 499 Main
Fred Hilson Uppboðshaldari og vlrðingamaður Húsbónaður seldur, gripir, jarðlr, fast- eignir og margt fleira. Hefir 100,000 feta. gftlf pláss. Uppboðssölur vorar á miðvikudögum og laugardögum eru ? orðnar vinsælar. — Granite Gallerles, milli Hargrave. Donald og Elllce Str. Talsímar: G. 455. 2434, 288»
k Lightfoot Transfer Co. k. Húsbúnaður og Piano k- flutt af mönnum sem k. vanir eru því verki. Tals. Garry 5071 544 Elgin Ave.
ta Art Craft Studios Montgomery Bldg. 215^ PortageAv i gamla Queens Hotel h- G. F. PENNY. Artiat Skrifstofu talstmi Main 2005
Dagtals. St.J. 474. NæturL SLJ.: 866.
Kalll sint á nfttt og degi.
DR. B. GERZABKK.
M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá
London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá
Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknlr
við hospital i Vinarborg, Prag, og
Berlln og fleiri hospitöi.
Skrifstofa I eigin hospitall, 416—417
Pritchard Ave„ Winnipeg, Man.
Skrifstofutími frá 9—12 f. h.; 3—6
og 7—9 e. h.
Dr. B. Gerzabeks eigiS hospítal
415—417 Prttchard Ave.
Stundun og lækning valdra sjúk-
iga, sem þjást af brjftstveiki, hjart-
iki, magasjúkdftmum, innýflavelki,
ensjúkdómum, karlmannasjúkdftm-
THOS. H. J0HNS0N og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
fslentkir lógfræflimgar,
Skmfstofa:— Room 8u McArthuf
Building, Portage Avenua
ámiTutt: P. O, Box 1668,
Telefónar: 4303 og 4304. Winnipeg
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
IRKSTŒSI:
Horni Toronto og Notre Dame
Phone —: UelmUle
trry ÍMI Oarry Ml
J. J. Swanson & Co.
Veizla með faateignir. Sjá um
leigu á húeum. Annaet Un og
eldeábyrgtSir o. fl.
694 Ttte KoLslngton.Port.ASniltb
Pbene Maln 2597
A. S. Bardal
848 Sherbrooke St.
Selur likkistur og anna.t um útfarir.
Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann alakonar minniavarða
og legsteina.
Heimllie Tale. - Oarry 2151
Bkrifatsfu Tale. - Qarry 300, 375
Gifiinga og b,6
Jarðartara-
með litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tals. 720
ST. JOHN 2 RING 3
Canadian Art Gallary
585 MAIN ST. WINNIPEG
Sérstök kjiirkanp á myntlasLekkun
Hver sem lætur taka af sér mynd
hjá oss, fær sérstaka mynd gefins.
Sá er lætur stækka mynd fær
gefins myndir af sjálfum sér.
Margra ára fslenzk viðskifti.
Vér ábyrgjumst verkið.
Komið fyrst til okkar.
CANADA ART GALLERY.
N. Donner. per M. Malltoski.
CHARLE8
Skrifstofutími:
9 f b. til 6e.K
KREGER
[eiður þeim sem heið-
ur ber.
Hversvegna þúsundir fólks
J?að læknar fljótt og
Nú í þess\i bréfi 27.
1, segir hann: “Eg
can Elixir fyrir það. — Guði sé
lof fyrir heilsuna. Ein flaska af
Triners American Elixir of Bit-
ter Wine hjálpaði mér. pér get-
ið fengið það í öllum lyfjabúðum
Verð $1.50. — J>essi kaldi vetur
hefir gefið mörgum tilefni til að
horfa sér eftir meðali, sem lækn-
aði frostbólgu. f þeim tilfellum
og líka við tognun, gigt o fl„ er
Triners Liniment bezta meðalið.
Fæst í lyfjabúðum. Verð 75c.
Joseph Triner Vompany Mfg.
Chemist, 1333—1343 S. Ashland