Lögberg - 28.03.1918, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MARZ 1918
Hvað Bandaríkin hafa
gert fyrir Frakkland
f ræðu, sem André Tardien
sendiherra Frakka í Bandaríkj-
unum hélt í New York 6. febr.
síðastl. komst hann meðal ann-
ars svo að orði:
“Yður er kunnugt um hvað við
höfum orðið að líða. Nálega
20,000 fer-Kílómetrar af frjó-
samasta parti lands vors, er í
óvina höndum, með þrjátíu milj-
ónum af fólki voru, dálítið meir
en ein miljón hefir fallið, og
nærri miljón menn gjörðir með
öllu óvígir. Fýsir ykkur að vita
tölu hermanna Frakklands ? Tak-
ið þá eftir. 1. jan. 1918 var tala
hermanna vorra 4,725,000 og eru
þá ekki taldir innfæddir hermenn
frá nýlendum vorum, og ekki
heldur verkamenn í verksmiðj-
um vorum, af þessum 4,725,000
hermönnum, eru 3,000,000 á víg-
stöðvum vorum. petta er tala
hermanna vorra. Viljið þér
dæma um manndóm 'þeirra ? —
Hersvæðið á vestur vígstöðv-
unum er 755 kílometrar á lengd.
Belgíumenn verja 25, Englend-
ingar 165, Frakkar 565. Vér
verjum því þrjá fjórðu partana
af öllu þessu svæði, vér höfum
á móti okkur áttatíu þýzkait ber-
sveitir, og meira þó, með öllu
hjáparliði pjóðverja. pjóðverjar
ætla einni hersveit aldrei að verja
meira en sex kílómetra. Vér höf-
um þráfaldlega orðið að verja
níu. pér Amerikumenn, sem nú
eruð að fara til Frakklands! pess
ar tölur sýna yður hvað þér mun-
uð sjá þegar þér komið þangað.
— Pjóð sem hefir liðið, en sem
stríðið hefir stælt, og sem hefir
þroskast við hætturnar og hörm-
ungarnar.
Land, sem á fleiri menn á víg-
vellinum nú, sökum óviðjafnan-
legrar fórnfýsi og öflugs liðs-
safnaðar, heldur en það átti 1914
pjóð, sem h'vorki hefir mist
þrek, né móð og ekki heldur hef-
ir blætt til ólífis. — Pjóð með
sigurvon, — þjóð, sem hefir á-
sett sér að sigra.
Ef eg mætti gefa yður fleiri
tölur, þá vildi eg minna yður á,
að vér höfum 15,000 byssur af
öllum mögulegum stærðum á
vígstöðvum vorum, og á hverj-
um einasta degi eru fleiri en
300,000 kúlur búnar til í verk^
smiðjum vorum. Til þess að geta
búið til byssurnar, og kúlumar
þá urðum við að mynda atvinnu-
vegi, sem alls ekki voru til fyrir
stríðið, ekki einasta til þess að
hervæða okkur sjálfa heldur og
líka samiherja vora.
Án þess að taka það með í
reikninginn, sem vér framleið-
um handa ykkur, sem eru þó
nokkur hpndruð byssur á mán-
uði, þá höfum vér á síðastliðn-
um þremur mánuðum lagt ti!
samherjum okkar í Evrópu
1,350,000 rifla, 15,000 rifla er
hlaða sig sjáfir, 10,000 maskínu
byssur, 800,000,000 byssu kúlur,
2,500 storskota byssur og 4,750
flugvélar.
Og þegar hin veglynda ítalía
var í dauðans hættu, — hættu,
sem nú er liðin hjá, þá sendum
vér á nokkrum klukkustundum,
henni til hjálpar, bræðrasveit,
sem hefir reynst fjandmönnun-
um óyfirstíganlegur varaarmúr.
Herrar mínir slíkt er Frakkland
eins og þér skuluð þekkja það. —
pér sem eigið syni, sem nú bera
sverð og skjöld á franskri storð.
— Slík er hin franska þjóð, sem
í þrjú ár hefir beðið yðar, vitandi
fyrir víst að þér munduð koma
— og þér komuð. — Hveraig eru
ástæður yðar? Hvað hafið þér
gjört til þess að undirbúa yður
undir hina miklu og alvöru-
þrungnu skyldu, sem þér hafið
tekið yður á herðar? pað er
annað spursmálið, sem eg vildi
hugsa um í kvöld.
pessu spursmáli, eins og þér
vitið ætti mér að vera innan-
handar að svara, þar sem eg, eins
og þér vitið, hefi dag frá degi nú
upp í tíu mánuði fylgst með, og
tekið þátt í öllum herútbúnaði
yðar, þessari spuraingu vil eg
svara strax, með einni setningu
— einu orði: pað sem þér hafið
gjört er dásamlegt, samherjum
yðar, og yður sjálfum til sóma.
Til þess að geta með sanngirai
virt fyrir sér verk það, sem
Bandaríkin hafa afkastað, þá
verður maður að líta til baka aft-
ur í tímann nokkur ár. Hver var
þá kenning Bandaríkjanna ? Eng
ar tvísýnar stríðtilraunir; engin
þvingandi herlög. Eins lítið setu-
lið og frekast var unt. Takmörk-
un á alríkislöggjöf. Gefa héruð-
um og einstaklingum, sem mest
sjálfræði. Innan fárra mánaða
— innan fárra vikna voruð þér
neyddir til að fara út í stríð á
móti hinu Prússneska hervaldi,
eins og vér vorum fyrir þremur
árum síðan, og þér voruð neydd-
ir til þess að breyta ykkar hug-
sjónum, — ykkar lögum, ykkar
starfsaðferð — og hervæðast.
f fyrsta lagi vil eg minnast á
her Bandaríkjanna. Að safna
honum saman, þrátt fyrir mót-
stöðu hundað ára gamals vana
veigruðuð þér ykkur ekki við því
að setja á herskyldulög og það
tók ykkur ekki nema einn ein-
asta mánuð að ráða þetta við
ykkur, og með alþjóðar sam-
vinnu, og löghlýðni hefir lögum
þessum verið framfylgt, án þess
að þau mættu neinum mótþróa,
og er þetta pýðingarmesta at-
riðið undir eins og það er gleði-
ríkasti viðburður síðan stríðið
hófst.
f apríl 1917 höfðuð þið 9,524
herforingja og 202,510 hermenn,
nú hafið þið 110,00 foringja og
1,500,000 hermenn, og tala her-
manna yðar, sem á Frakklandi
er nú, er talsvert mikið meiri,
heldur en tala allra hermanna
Bandaríkjanna var áður en þau
fóru í stríðið.
Til þess að útbúa þennan her
með byssur og flugvélar, leituðu
þér til samherja yðar fyrst, en
byrjuðu sjálfir á sama tíma að
framleiða allar nauðsynjar yðar
í sambandi við herútbúnað. Sum-
ir menn, bæði í Evrópu og í
þessu landi, furða sig á því
hvers vegna þér hafið ekki út-
búið her yðar að öllu leiti sjálfir,
og er það í fyrsta lagi vottur
þess, að þessir menn hafa ekki
athugað það hve tíminn er dýr-
mætur á stríðstímum, og í öðru
lagi, það hve margbrotinn málin
eru og líka hve gífurlega mikið
þarf til þess að útbúa her á landi,
og í lofti, svo vel sé.
í sambandi við loftflotann vil
eg láta þá skoðun mína í ljósi,
að Bandaríkin hafa gjört meira
og betur en nokkur von var til.
Innan sex mánaða hafið þér full-
gjört hinn svo kallaða Liberty-
mótor, sem er, ef ekki betri, þá
er hann að minsta kosti jafn að
gæðum þeim allra beztu vélum,
sem nú eru þektar, og verður
undir eins og ágæti hennar er
viðurkend smíðuð, og notuð í
stórum stíl. Og sérfræðingar
þeir, sem eg hefi mér til aðstoð-
ar segja mér að flugmannaskóli
yðar sé ágætur með öllu leyti, og
að nú séu þaðan útskrifaðir
menn í hundraða tali, sem bíði
eftir því að taka pláss sitt á víg-
stöðvunum.
Ef þér hefðuð gengið inn á að
nota byssur vorar og önnur tæki
án breytingar, hefði að líkindum
nokkur tími unnist, þær breyt-
ingar, sem þér hafið farið fram
á valda að líkindum nokkurri
tímaeyðslu, en vér viðurkennum
að þær allar stefna að meiri
framkvæmdum og fullkomnara
takmarki. En eins og vér höf-
um komið oss saman um, þá
flytjið þér hið óunna efni til
Frakklands og höfum vér þá
undirgengist, og vonandi getum
verið búnir að búa til, og verið
búnir að afhenda yður byssur og
önnur hergögn 1. júlí næstkom-
andi til þess að fullnægi tuttugu
sveitum hers yðar, og má því
með sanni segja að þeim söknm
sé vel borgið.
Á tíu jnánuðum hafið þér lán-
að samherjum yðar $4,236,000,-
000, og til þess að veita þeim
þessa peningalegu hjálp, án þess
að hamla yðar eigin þörfum, þá
hefir þjóðþing yðar í fjárlögum
sínum heimilað að veita $22,000-
000,000 til útgjalda. f öðrum
efnum hafið þér og veitt sam-
herjum yðar mikla hjálp og má
þar til nefna hinar þörfu vista,
járnbrautar, skipabyggingar og
hermála framkvæmdir, sem þér
hafið hrint á stað, og sem eg hefi
dagsdaglega verið í sambandi
við, og er því kunnugur, bæði
erfiðleikum, sem þér hafið mætt
í því sambandi, og eins því, sem
unnist hefir.
f desember höfðum vér ástæðu
til þess að benda á mál, sem
samherjum yðar stafaði hætta
af, skorti á gasoline. Nú hafið
þér algjörlega bætt úr þeirri
hættu, að minsta kosti í bráð.
f janúar, þegar eg kom til
þessa lands, þá lágu þrjátíu og
sjö skip, sem til Frakklands áttu
að fara, hlaðin vörum á höfnum
þessa lands, og gátu ekki siglt
sökum kolaleysis, þegar eg fór
í burtu, þann 22. jan., voru þau
öll farin, og var það að þakka
ötulli framgöngu eldsneytis-
nefndar Bandaríkjanna.
Nýlega fann eg mig knúðan
til þess að benda Mr. McAdoo og
Mr. Hoover á að hætta gæti staf-
að af því, hve seint gengi að
flytja korn yfir jámbrautirnar
til hafnstaðanna ;undir eins tóku
þessir menn ráð, er svo hag-
kvæmt virðist ætla að verða, að
engu þurfi framar ^að kvíða í
þessu efni.
Og í einu orði, og af allri ein-
lægni get eg sagt, að Banda-
ríkin eigi fyllilega lof það skilið,
sem nú er á þau lokið, af sam-
herjum þeirra og heimsmenning-
unni, sem vér allir erum eð berj-
ast fyrir.
F réttabréf.
Swan River, 15. marz 1918
Ritstjóri “Lögbergs”,
J. J. Bildfell.
Góði vinur!
Hef ekki margt að segja þér
hér úr sveitinni, af því, sem les-
endur Lögbergs munu kæra sig
um að lesa. Alstaðar er sama
sagan efst á baugi, stríðið her-
skyldan og fyrirsjáanlegur vista-
skortur fyrir stríðandi, líðandi
stóran part af fólki þessarar
veraldar. Mikið tala blessaðir
stjómmálamennimir um meiri
framleiðslu, ekki láandi, en
minna um hagkvæmlega aðferð
hvemig eigi að auka hana.
Swan River, sveitin okkar,
hefir nú, eftir því, sem eg bezt
veit, fengið viðurkenningu fyrir
að vera einhver frjósamasti part-
ur eða sveit í Manitobafylki,
hvað landgæði snertir til fram-
leiðslu, má heita að hér sé upp-
skéra í ríkum mælir nú árlega,
síðan landið fór að fá meiri
vinslu og skógamir að hverfa.
Hér er því vissara fyrir fram-
leiðslu, til lífsbjargar, en víða
annarstaðar, ef tekið er tillit til
hvað bygðin er ung, má undrum
gegna að sjá hér yfir víðáttu
mikil akurlendi, sem fyrir 15—16
árum var mest alt viði vaxið
og sýndist ofvaxið mannlegum
kröftum að gera að frjósömu
akurlendi á stuttum tíma, menn-
irair hafa hér ekki leigið á liði
sýnu,allrar orku hefir verið neytt
gufu og hestaflið hefir hin sí-
starfandi mannshönd tekið sér
tiL hjálpar, til að gera hinar
viltu eyðimerkur að frjósömu
akurlendi, sem framleiðir nú
björg og blessun í stórum stíl,
ekki sízt nú, þegar hungrið er að
læsa hrömmum heilar þjóðir og
allan þann mikla herafla, sem
hrúgað hefir verið saman á viss-
um pörtum, til vamar frelsi og
mannréttindum. Nú þegar ungu
mennimir eru að taka við af
feðrum sínum, sem eins og eg
sagði áður, hafa gert framleiðslu
að lífsstarfi sínu, sem sýnist nú
meiri þörf fyrir en nokkuð ann-
að, sem gert er, kemur hervaldið
og sópar burt þessum hraustu
og ungu bændasonum. Hvað
geta menn gert, þegar búið er að
sópa burtu mönnunum, sem mest
höfðu þrekið til vinnunnar, og
kunnáttunna til að stjóraa öllum
vélum, sem bændur hafa nú í
sinni þjónustu? Heilar akur-
breiður hljóta að standa ósáðar,
sem menn eru búnir að verja lífi
og kröftum til að rækta, en
hungrið og dauðinn á hælum
manna fyrir bjargarskort, býzt
við að þetta verði kallað svart-
sýni, en sannleikur eigi að síður.
Hér í sveitinni eru bændur að
selja bústofn sinn og verkfæri,
við opinbert uppboð, 4 í þessum
mánuði, sem nú er tæplega hálfn-
aður.sjáandi fram á mannleysið
sem mun vera aðal-orsökin. Hér á
borðinu hjá mér liggur bækling-
ur með nafninu: “Farming í
Manitoba” frá 1916. Fremstur
á blaði Mr. A. J. Cotton, bóndi
hér í sveitinni, mjög merkur
maður, sem gefur lýsingu hér á
dalnum og segir frá uppskéru
sinni haustið 1915, sem var alls
35,000 mælar, þar af rúm rúm
23,000 mælar hveitis, sem gerðu
að jafnaði 36 mæla á ekruna,
hafrg-r 86 mælar af ekru, bygg
48 mælar af ekru; þessi umgetni
bóndi gat nú í haust lánað bless-
aðri stjórainni $25,000 í skild-
ingum, annar sem eg veit um
lánaði $24,000, set þessi dæmi
hér, til sönnunar máli mínu, um
framleiðslu hér í dalnum og hvað
bændur hafa handa á milli til að
kasta í hítina þegar á liggur.
Síðastliðið haust var Swan River
búum sagt að þeir þyrftu eng-
ann að kjósa til sambandsþings-
ins, enda var það ekki gjört, bara
menn gætu lagt fram nóga pen-
inga til hins svokallaða opinbera
Hervaldið var stjóminni veitt til
þess að hefta framleiðsluna, sem
er nú svikalaust fylgt eftir. Sein-
ast býst eg við að okkur verði
sagt að verða að smjöri, svo |
hægt sé að borða okkur upp með
öllu saman, mikið líklegt að ein-
hver hafi hugmynd um, að hér
sé gott undir bú og hugsi sér
gott til glóðarinnar, verðugt að
geta þess sem vel er gert, þó al-
drei nema það komi frá stjórn-
inni; tel sálfsagt að dagblöðin
okkar styðji þá tillögu, enda sýn-
ast þau býsna vel mörkuð stjóra-
arstimpli, þó misjafnt sé,verða
auðvitað að synda milli skers og
báru og aka seglum eftir vindi,
svo höfuðskepnumar loki ekki
öllum náðarbrunnum sínum svo
stjóraarkussa geldist og hætti að
mjólka þurfalingum sínum. .
11. desember s.l. var milli 40
og 50 ungum mönnum, sem beðið
höfðu um undanþágu frá her-
þjónustu, hér úr dalnum, stefnt
til Dauphin, fylgdu þeim margir
feður og víst ein, ef ekki fleirí
mæður og svo lögmaður hér úr
Swan River bænum. Að eins
4—5 fengu undanþágu; sumir
hafa farið alla leið inn til Winni-
peg og haft með sér lögmann
héðan og ekkert dugað, stjóm-
in sér ekki eftir peningum bænd-
anna. Héðan úr dalnum var far-
inn fjöldi manna áður en her-
skyldan skall á, voru æfðir hér í
bænum Swan River 1916 um 100
sjálfboðar, en mest mun hafa
farið til Winnipeg til æfingar,
héðan fóru margir 1915, síðan
hefir manneklan verið tilfinnan-
legri með ári hverju, þó nú taki
út yfir, ekki furða þó menn séu
með þungum huga, fyrir fram-
tíðinni, og finnist stjórain veita
þungar búsyfjar með manntöku
frá framleiðslunni, þar sem um
jafn frjósamt land er að ræða og
mikið akurlendi, eins og hér er
orðið í Swan River. Ekki má þó
gleyma að einstaka sinnum kem-
ur hér þó laus maður til hjálpar
bændum í neyðinni. Nú nýlega
kom hér einn frá Winnipeg, ekki
veit eg hverrar þjóðar hann var,
um fimtugsaldur, vigtaði 90
pund, beiddi um $45 um mánuð-
inn harðasta tíma ársins og nátt-
úrlega bezta fæði o. s. frv., svo
átti kaupið náttúrlega að marg
faldast þegar hlýnaði í veðrínu,
svo hafði aumingja maðurinn
ekki nokkra hugmynd um hvern
ig átti að láta aktýgi á hest, hvað
þá annað, er að bændavinnu þén
aði, þetta hefir sjálfsagt verið
eitthvert gersemi stjóraarinnar,
sem hún hefir sent okkur, af
góðvild sinni, þó við kunnum
ekki með að fara. Hingað í dal-
inn streymir nú meira af fólki,
en átt hefir sér stað fyrir lang'
an tíma áður, til að kaupa óunn-
ið land, en það bætir ekki úr þörf
þeirra, sem fyrir eru með mann
hjálp. Við íslendingar, sem hér
erum eigum von á tveimur ísl
fjölskyldum hingað í sveitina til
okkar frá Winnipeg, herra Jóni
Eggertsyni og Sigurði Sigurð-
syni, tengdabróður Jóns með fjöl
skýldum sínum. Fögnum við
landar yfir komu þessara merk-
ismanna í okkar fámenna ísl
félagsskap og segjum þá vel-
komna.
Veturinn hefir mátt heita hér
góður, sem er nú að telja tvo af
einum, heilbrigði og góð líðan
með það sem guð og náttúran
geta veitt börnum sínum til lífs-
ins viðurhalds, en helja stendur
með reiddann brandinn og hegg-
ur af blómknappa bygðarinnar,
og svíkst ekki um að nota það
vald, sem henni er gefið, ekki
frá guði, heldur spiltu manneðli,
stjómendum þessarar veraldar.
Vona að allir góðir fslendingar
láti ekki lífakkeri trúar og vonar
slitna upp úr hjarta og sál í haf-
róti hörmunga og dauða. Með
blessunaróskum til allra íslend-
inga, er eg þeirra einlægur.
Halldór Egilsson.
Dánarfregn.
Jórunn Jónsdóttir, 84 ára, and-
aðist þann 7. marz s.l. við Bumt
Lake, Alberta. Var greftruð 12.
s.m. í Tindastóls grafreit.
Fædd 4. sept. 1834 á Núpum
í ölvesi, á fslandi. ólst þar upp
hjá ömmu sinni, Valgerði Jóns-
dóttur frá Ásgarði (systur ög-
mundar, föður Jóns hreppstjóra
á Bíldsfelli), til fermingar ald-
urs. Fluttist 15 ára vistferlum
að Bessastöðum. paðan giftist
hún—rúmlega tvítug—að Landa-
koti á Álptanesi, Grími útvegs-
bónda Sigurðarsyni. par bjó
hún síðan yfir 40 ár. Grímur,
maður hennar druknaði 1879;
eftir það bjó hún með sonum
sínum. Fyrst með Sigurði, þar
til hann flutti vestur um haf
1887; síðan með Sveini. — Brá
búi 1898 og fluttist ásamt Ellisif
fóstru sinni til Reykjavíkur; en
1900 fluttust þær vestur um haf
til Sigurðar bónda Grímssonar,
að Bumt Lake, Alberta, sonar
Jórunnar. par dvaldi hún síðan
til dánardægurs.
Jórunn hefir víst snemma ver-
ið þrekmikil, sem sést af því, að
15 vetra ræðst hún í vist á einu
stærsta heimili Suðurlands. En
eftir að hún fór að eiga með sig
sjálf skorti hana sízt lífsreynslu
til viðhalds andlegum og líkam-
legum kröftum; en of viljasterk
til þess að láta undan síga. -
Eignaðist 9 böra með manni sín-
um; misti 5 þeirra í berasku og
það 6.—piltur 14 ára—druknaði
með föður sínum. Hinum þrem-
ur, Sigurði, Sveini og Halldóru,
kom hún mjög vel til manns. ól
og upp sonardóttur sína, Ellisif.
Á sjötugs aldri ræðst hún vestur
um haf, sennilega með þeim til-
gangi að taka sér verðskuldaða
hvíld, sem þó fór á annan veg.
Skömmu eftir að hún kom til
Sigurðar sonar síns, misti hann
konuna frá 5 bömum. Tók þá
Jórunn við húsforráðum sonar
síns, og hafði hún þann starfa
á hendi að öllu—eða nokkru leyti
þangað til 1915. Var það starf
því umfangsmeira, sem Sigurður
er öðrum fremri í búsýslu og
framförum, en miðkona hans var
ekki heilsuhraust að sama skapi
sem hún var ástrík tengdadóttir
og móðir; en hið mikla mann-
gildi Jórunnar kom því Jjetur í
ljós. —
Aðeins tvö síðustu árin naut
hún verulegrar hvíldar undir
hjúkrunar hönd mikilhæfrar
tengdadóttur og umkringd af
auðsveipum stórum — unglinga-
hópi. —
P. H.
Dánarfregn.
Til skáldsins
Stephans G. Stephansonar
(Orkt við heimkomu hans frá Islandi).
Velkominn ver þú heim,
vinur, með frægð og seim,
fslandsför úr! —
Bæn mín nú uppfylt er:
ekkert fékk grandað þér,
voðinn þó virtist mér
vart kleifur múr.
Hugglaður heilsa’ eg þér,
ihamingjan með þér er,
skáld-jöfur skýr.
Sigurför sannnefnd var
sigling þín ausii’r um Mar.
“Gullfoss” þig góður bar;
Græðir var hýr.
Leizt þér vel landið á,
landið með fjöllin há,
framkvæmd og fjör?
Mentun og mannvitið:
menningar-ástandið,
efnahag, útlitið,
alþjóðar kjör?
Vill þjóðin verða frjáls,
viðjum sér kasta’ af háls,
fánann sinn fá?
Dani laus verða við,
verði það gjört með frið,
frjáls verða’ að fornum sið:
fullveldi ná?
Heldur þú henni að
hepnist um síðir það?
Hvað segir höfn? —
Réttlæti ráða ber:
rík og smá þjóðin hver
stjóma á sjálfri sér,
sjálfstæðis jöfn!
pjóð okkar þakkir á:
þér bauð hún heim að sjá
góð-feðra grund!
sem fagnar sveini snót
svo tók hún þér á mót:
heil og af hjartansrót,
höfðings með lund!
Velkominn ver þú heim,
vinur, með frægð og seim,
handan um haf! —
óðsnjalli andinn þinn
yngst hefir, Stephán minn:
eldmóð í annað sinn
ísland þér gaf!
(Nóv. 1917).
J. Ásgeir J. Lindal.
. Á jóladaginn (25. des.) 1917
varð bráðkvaddur á heimili sínu
í Toronto, Ontario, ólafur Guð-
mundsson, fæddur 1850 á Ytri-
Löngumýri í Húnavatnssýslu.
Hann var alinn upp hjá Erlendi
Pálmasyni í Tungunesi og tré-
smíði lærði hann hjá Jóni Stef-
ánssyni á Akureyri. paðan fór
hann vestur um haf, settist að í
Toronto, og dvaldi þar meðan
hann lifði. ólafur sál. var vand-
aður maður til orða og verka, j
ætíð glaður og spaugsamur, og
mesti reglumaður í öllu, sterkur
trúmaður, en seinni hluta æfi
sinnar tilheyrði hann kaþólsku
kirkjunni með lífi og sál, og hún
mun hafa náð undir sig nær því
öllum hans eignum, sem að voru
miklar. ólafur sál. var ógiftur
alla æfi og átti engin skildmenni
í þessu landi.
Blessuð sé minning hans.
Vinur hins látna.
&
Sérstakt Páska-snið og Óviðjafnanleg
PÁSKA-KJÖRKAUP
á Kjólum Kvenna og Yfirhöfnum,
Sparikjólar og Treyjur, Sports Fatnaðir,
Glófar, Sokkar og Allrahanda Stáss.
Vér höfum fullkomnustu byrgðir af öllum þessum tegundum, frá þeim óheyrilega ódýrustu, en þó ágætu,
upp til þeirra allra fínustu tegunda sem til eru.
Vér getum boðið viðskiftavinum vorum, vörur sem allir verða ánægðir með, á því verði, sem er við allra
hæfi. Einnig höfum vér í stóru úrvali, einstök föt, sem skara fram úr öllu. Oss er því hin mesta ánægja
að/ því að sýna yður vörur vorar, hvort sem þér kaupið nú strax, eða seinna, og þér getið boiið saman vörur
vorar og verð, við það sem þér sjáið annarsstaðar.
‘Ágætar vörur en ódýrar’'
Holt, Renfrew & Co., Ltd.
Cor. Portage & Carltcn, Winnspeg, Man.
ÉUiilíliilliHHIjlflUHfflUnmilllHtliyiliHHIIilllímiUIIHIiliiliniHUtilliiliilKli!!
DHIi
UIIIIIMI