Lögberg - 28.03.1918, Blaðsíða 5
LOGBERG, FIMTUDAGINN 28. MARZ 1918
HEIMSINS BEZTA
MUNNTÓBAK
Kaupmannahafnar
Hefir góðan
keim
Munntóbak sem
endist vel
Hjá öllum tóbakssölum
mestur, eða um 600 skilvindur hvort árið, en 1908 fluttust ekki inn
nema tæplega 100, síðan fer innflutningurinn hækkandi. Um
sláttuvélar er fyrst getið í verzlunarskýrzlum 1911. J?að ár voru
fluttar inn 30 sláttuvélar; jafnmargar hafa verið fluttar inn 1914,
eu 48 árið 1912 og 38 árið 1913.
Af heimilismunum allskonar keyptu landsmenn árið 1914 fyrir
722 þÚ8. kr. og til andlegrar framleiðslu fluttust inn vörur fyrir
rúmlega 200 þúsund krónur.
Útfluttar vörur.
Fiskafurðir eru aðalútflutningvaran. pær námu 15% milj.
króna árið 1914 eða fram undir % af verðhæð allrar útfluttu vör-
unnar. Síðan um aldamót hefir verðupphæð útfluttra fiskafurða
þrefaldast, því að árið 1901 var hún að eins rúmlega 5 milj. króna
eða 56% af verði allar útfluttu vörunnar þá.
útflutningur af fullverkuðum saltfiski var mestur 1911
(21, 300 smál.); síðan hefir hann minkað, en verðupphæðin hefir
næstum haldist, vegna mikillar verðhækkunar. Árið 1914 voru
útfluttar 13.700 smál. af fullverkuðum fiski, fyrir 6% milj. kr.
Síðustu árin hefir aukist mest útflutningur á hálfverkuðum og
óverkuðum fiski, þar með talinn Labrador fiskur. pó var hann
heldur minni 1914 en árið áður, en verðupphæðin hér um bil sú
sama, eða um 3]A milj króna. Fyrir 1909 náði þessi útflutningur
aldrei 100 þús. kr.
Síldarútflutningur hefir aukist stórkostlega og árið 1914 var
hann miklu meiri en nokkru sinni áður, eða nálega sexfaldur við
það, eem hann var 1901. Síldarlýsis var fyrst getið í verzlunar-
skýrslum 1911. pá voru flutt út 581 þús. kg. fyrir 164 þús. kr.,
en 1914 voru flutt út 1316 þús. kg. fyrir 500 þús. kr.
Útflutningur á þorskalýsi var 1827 þús. kg. árið 1912 (467
þús. kr.) en 1690 þús. kg. 1914 (505 þús. kr.). útflutningur á há-
karlslýsi hefir minkað mikið. Árið 1912 nam hann 348 þús. kg.
(103 þús. kr.), en 1914 að eins 144 þús. kg. (33 þús. kr.).
Árið 1907 voru fluttar út hvalafurðir fyrir rúmlega 2 milj.
króna. Nú er útflutningur á þessu ekki teljandi, enda var þá að
eins ein hvalveiðastöð hér, á Hesteyri í ísafjarðarsýslu.
Útfluttar afurðir af veiðiskap og hlunnindum námu 1914
rúml. 200 þús. kr. Eru það aðallega æðardúnn (125 þús.), rjúpur
(30 þús.) og selskinn (30 þús.).
Landbúnaðarafurðir voru útfluttar 1914 fyrir rúml. 5% milj.
króna, en árið 1901 nam útflutningur þeirra eigi nema 1.9 milj.
króna. Hefir verðupphæðin því nær þrefaldast síðan um aldamót.
Hrossaútflutningur var með mesta móti 1914 (4426 en 1913 3139)
en annars var útflutningur landbúnaðarafurða minni heldur en árið
áður, en verðið var hærra.
Af iðnaðarvörum var ekki annað flutt út en prjónles fyrir
rúml. 16 þús kr.
Síðustu 10 árin hefir útflutningur á lifandi skepnum aukist úr
449 þús. kr. í 491 þús., kjöti, smjöri feiti o. fl. úr 704 þús. kr. í
2058 þús., ull úr 948 þús. kr. í 1666 þús. og gærum, skinni og húð-
um úr 231 þús. kr. í 1066 þús.
—ísafold.
Opið bréf
til séra F. J. Bergmanns.
Winnipeg, 24. marz 1918.
Heiðraði vinur!
í “Hugðarmálum” yðar í síð-
asta blaði “Heimskringlu” (21.
marz), hafið þér birt sendibréfs-
korn, er eg reit yður nýlega, og
aftan í það hnýtið þér svo nokkr-
um athugasemdum eins og til
svars eða skýringar á afstöðu
yðar gagnvart máli því, er á-
minstar linur frá mér fjalla um.
Eg bjóst naumast við, að þér
færuð að gera þessa vináttu-
kveðju frá mér að opinberu
blaða-máli, allra sízt í þeim
anda, sem niðurlag svars yðar
birtist í. Eins og til sjálfsvam-
ar neyðist eg því til að senda yð-
ur fáar línur í opinberu blaði og
með því gera kunnan tilgang
minn með línunum til yðar um
daginn.
Hvernig sem á því stendur,
þá virðist þér, vinur minn, líta
sVo á, að einber rétttrúnaðar-
gorgeir hafi valdið því, hvernig
eg kemst að orði í bréfi mínu til
yðar, og eruð þér einkar sár yfir
því blinda dómsorði, er þar komi
í ljós hjá mér um skoðanir yðar
og annara, er líkt hugsi.
Eg get nú fullvissað yður um
það, vinur minn, að ekkert slíkt
bjó mér í huga er eg reit yður
línumar um daginn, og eg hygg
að naumast verði sá andi út úr
þeim dreginn af neinum þeim
manni, er hlutdrægnislaust les
þær og athugar.
pað var þvert á móti bams-
legur fögnuður yfir ummælum
yðar um mannkyns frelsarann,
er mér virtust bera þess ljós
merki, að ef hjarta yðar fengi
að njóta sín, myndi það syngja
lausnaranum lof með sama lagi
og þeir Pétur og dr. Marteinn,
Hallgrímur og dr. Jón. petta
vermdi huga minn gagnvart yð-
ur, og mér fanst eg mega til að
segja yður frá því.
pað eykur mér nú enn meiri
fögnuð, að þér í svari yðar til
mín staðhæfið, að þessi sami
andi hafi ávalt ráðið í stólræð-
um yðar og húskveðjum, að þér
hafið ætíð haft þann metnað
mestan að gera guðdómsdýrð-
ina frelsarans sem skýrasta í
hugum tilheyrenda yðar, — að
þér með öðrum orðum, hafið
einlægt dvalið á hinni heilögu
háfjalls-brún hjá Jesú, þótt
augu vor, fomvinanna, hafi ver-
ið svo haldin. að vér tæ>.:um ekki
eftir því. persi yfirlýsing yða:
er mjög hi gðn;e«n. og vekui- a
sjálfsögðu fögnuð hjá mér og
öðrum íornvinum.
Fúsíega skal það nú játað, að
eg að minsta kosti og, að því er
eg hygg, margir aðrir af fom-
vinunum, hafa litið á afstöðu
yðar og annara ný-guðfræðinga
í öðru ljósi; oss hefir virzt þoku-
slæðingur dreifast yfir trúar-
himininn og dýrðarljósið lausn-
arans verða óskærra en áður var,
einmitt vegna þess sem frá yður
og öðrum ný-guðfræðingum hef-
ir komið fram á prenti í tímarit-
um, blöðum og bæklingum. pær
ekýringar á “ensku” guðfræðinni.
sem þér svo nefnið, hafa ekki
orðið að því bjarta ljósi oss til
leiðbeiningar, sem yður finst að
þær hefði átt að verða; hafa alls
ekki skinið eins bjart fyrir sál-
arsjón vorri og ljós það er oss
var kveikt í æsku, og sem fom-
vinimir, er þér hurfuð frá, búa
enn við. Ef til vill er skilnings-
leysi voru um að kenna og því,
að vér 'höfum ekki gert oss
meira far um að kynna oss þá
hlið á málinu — ræður yðar og
húskveðjur—, þar sem dýrðar-
mynd guðdómsins í Jesú Kristi
hefir, að yðar eigin sögn, verið
höfð að hjartablaði.
En, vinur minn, meðan þetta
ljós “ensku” guðfræðinnar hefir
ekki þrengt sér inn að hjartarót-
um fomvinanna, megið þér ekki
áfella þá fyrir það, þótt þeir í
einfeldni hjartans haldi dauða-
haldi í það ljósið er þeim finst
heilagt og alskært, þar sem guð-
dómsdýrðin lausnarans og eilífð-
armálin hans birtast þeim skýr-
ast. Frá mínu sjónarmiði er
það því einkar eðlilegt að fögn-
uður vakni hjá íþeim, er þeir
þykjast koma auga á foma vini
og félagsbræður, er þeir hugðu
fjarlæga, enn stefna í sömu átt
og svo áð segja fast við hlið
þeirra. — Slík fagnaðar-tilfinn-
ing var það, sem knúði mig til
að senda yðúr fomvinar-kveðj-
una áminstu. Og sú bamslega
von hreyfði sér í huga mínum,
að ef til vildi gæti þetta orðið
yður hvöt til að láta eitthvað
fleira birtast frá yður á prenti,. birtan, sem þeir nú búa við, get-
er leitt gæti til samvinnu við, ur orðið til þess, að leiða þá að
félagsbræðurna fomu, er þér h;iarta Guðs fyrir Jesúm Krist,
ekki alls fyrir löngu mæltust til( Ja> “hvað skal þá segja?”
svo ákveðið í grein yðar um sam- Væri nú ekki hugsanlegt, vinur
PURITY FLOUR
(Government Standard)
er ekki “Stríðsmjöl”, heldur
Canada “Stríðstíma hveiti”
Notið það við alla brauðgjörð
PURITV
FLOUR
”MORE
BREAD
AND
BE.TTER
BREAD”
sýningar á laugardag. — Hreinn
ágóði af leik þessum gengur til
“The Great War Veterans As-
sociation”.
en þeirrar lútersku, einkum þar
sem aðal-forkólfur hinnar
“ensku” hefir nú að sögn horfið
frá ýmsum af sínum eigin bók-
stöfum, sem hann áður taldi
bygða á vísindalegum sönnunum.
pað get eg þó fullvissað yður um,
vinur minn, að engan mann í
lút. kirkjufélaginu íslenzka og
fáa aðra, sem nokkuð þekkja til
stefnu þess, fáið þér til að líta
svo á, að vér í trúar-efnum fylgj-
um bókstafnum í þeim þrönga
skilningi, sem seytjánda-aldar
kirkjan lifði við. Slíkar stað-
hæfingar eru eins og ryk, sem
þyrlað er upp allra snöggvast, en
óðar er horfið óg gleymt. Og
ekki get eg ímyndað mér að
“enska” guðfræðin skýrist neitt
í hugum manna við þá rökfræði.
Stæði eg ún í yðar sporum,
vinur minn, og væri mér ant um
samvinnu við fomvinina, eins og
áminst svar yðar til mín bendir
til að yður sé, finst mér eg myndi
fara að dæmi íslands-biskupsins
og hugsa eitthvað á þessa leið:
Úr því fomvinirnir eru svo ó-
glöggir að þéir fá ekki séð hið
skæra ljós, er “enska” guðfræðin
hefir brugðið upp, og ef Ijós-
og ýmsu, sem alla fýsir að fræð-
ast um. Sömuleiðis verður sýnd
myndin: “By Right of Pur-
chase”. Ákaflega tilkomumikil
sýning.
Walker.
Alveg húsfyllir var á Walker
leikhúsinu á mánudagskveldið
síðasta, til þess að horfa á og
fagna hinni ungu, ágætu leik-
konu Elsu Ryan, í hinum hríf-
andi leik “Out There”. — Munu
fáir leikir hafa hlotið aðra eins
hylli og þessi. Eru og leikendum-
ir hver öðrum betri.
Á þriðjudaginn í næstu viku
ætlar Opera Oompany Dr. Ralph
Horners að skemta borgarbúum
á leikhúsi voru með sérlega fall-
egum söngleik, sem heitir “A
Country Girl”. parna er tæki-
færi fyrir alla íslendinga, sem
söngelskif em. Leikurinn verð-
ur sýndur sex sinnum alls, tvær
Orpheum.
Sýningarnar á Orpheum verða
alveg dæmalaust margbreytileg-
ar fram að helginni og alla næstu
viku. Stjóm leikhússins hefir
safnað að sér úrvals kröftum í
leiklist, söng og dansi. Meðal
annars, sem telja má í fyrsta
flokki, er “The Japanese Flower
Dance”, “The Moon” og “Love
Walts”, “A 20th Century Elo-
ment” o. fl. — pað mætti vera
dauður maður, sem ekki gæti
skemt sér á Orpheum. — pá
verða eins og að undanförau
sýndar myndir úr herlífi Breta,
sem enginn má án vera.
CANADRÍ
FINESt
THEATW
ALLA pESSA VIKU
Siðdegis á miðvikudag, föstu-
daginn langa og laugardag.
Verður þá aftur og í síðasta sinn
“Out There”
Með hinni ágætu leikkonu
Elsa Ryan.
f 5 kveld, byrjar þriðjud. 2 apríl
Síðdegis á laugardag
Dr. Ralph Horner’s Opera leik-
félag sýnir þá hinn fræga söng-
leik Jas. J. Tanner’a
“A Country Girl”.
60 ágætar söngraddir.
Meir en
Verð: $1.00,
75c, 50c og 25c.
steypu kirknanna.
pað er og hefir ávalt verið
sannfæring mín, að vér íslend-
ingar hér megum ekki við því
að hanga einlægt hver í annars
hári um félagsmálin, og þá allra
sízt þegar um eilífðarmálin —
málefni lffs og dauða — er að
ræða.
par sem eg er ekki guðfræð-
ingur, heldur að eins ólærður og
lítt ritfær almúgamaður, dettur
mér ekki í hug að þrátta við yð-
ur um það, í hverju munur sá
liggur er aðgreinir gömlu stefn-
una frá hinni nýju, um slíkt
væri eg alls ekki fær; né heldur
skal eg dæma neitt um það hvort
vér, sem fylgjum stefnu Dr.
Jóns, séum meiri bókstafsmenn
en þið hinir, sem lengra þykist
komnir. En frá mínu sjónarmiði
er engu betra að rígbinda sig við
bókstaf “ensku” guðfræðinnar,
mmn, að slagbrandurinn, sem
þér eruð að kvarta um að fom-
vinirnir hafi bmgðið fyrir, sé
að einhverju leyti í yðar eigin
höndum, ajpiar endinn, að minsta
kosti ? 'tjj
Fomvinur.
Dominion
ódýrasta og lang bezta skemt-
unin, sem nokkur imannleg vera
getur orðið aðnjótandi, er sú, að
horfa á hinar fögm hreyfimynd-
ir, sem sýndar eru um þessar
mundir á Dominion leikhúsinu
pað er eiginlega eini staðurinn,
þar sem mönnum gefst æ og
æfinlega kostur á að sjá hin
meistaralegu tilþrif Mary Pick-
ford. í þetta sinn birtist hún í
afar einkennilegum leik, sem
nefnist “Amarilly of Clothes
Line Alley”. par koma fram
góðar lýsingar á þvottakonu æfi
Þœgilcgar, léttar og
endingargóðar TENNUR
y Góðar tennur tryggja heilsuna {
ALUMINUM PLATES
fyrir þá sem hafa átt örðugt með að nota aðrar tcgundir. Vér höfum
•íðustu cfni og aðferðir þegar vér
FYLLUM OG DRÖGUM ÚT TENNUR
Mitt verð er sanngjarnt. Skoðun og áætlun yður að kostnaðarlausu,
Dr. C. C. JEFFREY,
,,Hinn varfaerni tannlæknir'*
Cor. Ave. og Main Street, Winnipeá
Hog‘? U11 LODSKINN
Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og hæsta verði fyrir ull og lcðskir.n.tkrifið
Frank Massin, Brandon, Man.
Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum.
SÓLSKIN
4
nýjan konung. Hinn glaðværi og hóflausi skemti-
maður ar orðinn þögull og kyrlátur, þó hann væri
ekki eldri en 25 ára. Hann talaði lítið og var löng-
um einn saman. pað heyrðu menn, að hann fór
hverja nótt um óttuskeið inn í sængurherbergi
Sónaide og var þar oft langa hríð. Enginn maður
sá Sjatar konung brosa, en jafnan var hann þýður
og vingjamlegur við hvern sem leitaði hans.
petta er sagan af harmi Sjatars konungs, eins
og hvert bam sagði öðru hana á Indíalandi.
Framh.
HVER?
(Lileinkað “Litlu May”
Hver hefir gefið blómum líf og lit ?
er ljóssins geisli vekur þau í högum.
Pú heyrir lífsins þýða vængja þyt
er þýtur áfram eftir vissum lögum.
Við dagrenning, í austri logans lit
er lítur þú á morgun-skýja-drögum,
þú héyrir lífsins þýða vængja þyt
er þýtur áfram eftir vissum lögum.
Að kveldi dauðans, bleikra ljósa lit
er lítur þú í vestur-skýja-drögum,
þé heyrir lífsins þýða vængja þyt
er þýtur áfram eftir vissum lögum.
Aftanblærinn.
pá hækka skuggar, fækka taka fet,
við fytjum út í hinzta aftanblæinn,
— pví sólarlagi aldrei gleymt eg get
er gyðja nætur sveipar liðinn daginn.
A. E. ísfeM.
TRYGGUR VINUR.
Af öllum þeim mörgu og góðu vinum, sem eg
hefi átt, og á, hefir mér virst mállaust skepnan
vera tryggust. Dettur mér þó ekki í hug að gera
htið úr vináttu hinna mörgu og góðu vina minna,
en mállausu skepnunni er ætlað svo lítið og álitin
svo ómerkileg af mörgum, sem ekki hefir kynt sér
þær vel. Nú ælta eg að segja ykkur sögu af
ketti, sem eg átti þegar eg var lítill drengur, þá
Uíðu foreldrar mínir í Nýja fslandi. Einn morg
n voru foreldrar mínir úti við, en eg var lasinn
og var í rúminu, og fór ekki á skóla þann morgun.
Kisa mín lá á koddanum hjá mér, eins og hún
gerði vanalega, allar nætur. Komu þá inn til mín
tveir skólabræður mínir á líkum aldri og eg, og
fóru að stríða mér, svo eg fór að skæla. En þegar
kisa mín sá það, flaug hún á drengina og reif þá
svo hroðalega að þeir urðu að flýja, svo stökk
kisa mín upp í rúmið til mín aftur og vildi fara að
sleikja mig allan í framan, en mér þótti nú tungan
í henni heldur snörp. Svona vildi hún reyna að
hugga þennan vin sinn, sem henni þótti svo vænt
um, en gat ekki talað við hann. Svona eru mál-
lausu skepnumar, einlægur og tryggur vinur, en
við verðum að veita henni nákværrta eftirtekt til
þess við getum skilið hana, af því hún getur ekki
talað við okkur, og hefi eg oft haft mikla ánægju
af að veita háttum mállausu skepnunnar athygli.
Eg get sagt ykkur margar sögur líkar þessari,
sem sönnun þess að það borgar sig að vera góður
við allar skepnur, en eg má ekki taka meira rúm
úr blaðinu ykkar núna, eg kannské seigi ykkur
aðra sögu seinna, og hún verður um hænu. Svo
munið þið litlu vinir að vera æfinlega góð við allar
mállausar skepriur. pær eru manninum meira
virði en margur heldur.
Jack Frost.
Dýravinur.
Sólskinssjóður.
Frá Hecla P. O. Man.:
Jósefína Kristín Austfjörð..............$ .25
Guðrún Austfjörð.............................25
Jón Ásgeir Karl Austfjörð...................25
ögmundur Sigurður Austfjörð.................25
porvaldur Frederickson, Beresford, Man. .. J.00
Frá Framnes P. O., Man.: v
Guðný Valgerður Hólm, ......................25
Stefán Hólm.................................25
Kristín Hólm ...............................25
Björgvin Hólm.............................. 25
Sig. Vopnfjörð............................ .25
Nú alls.............$ 3.25
Áður auglýst .... $951.75
Samtals .... .. $955.00
Drýpur, drýpur
dögg á fold við hinsta lóu-hljóm.
Krýpur, krýpur
guðs að fótskör lítið lautar-blóm. ^ i
j
Mjúka, mjúka
mildin kvöldsins kveður liðinn dag. *
Strjúka, strjúka
strengi dísir eftir sólarlag.
Sofa, sofa,
svanir rótt við heiðarvötnin blá.
Lofa, lofa
lifsins föður þúsund þögul strá.
Dreymir, dreymir
dal og heiði sumarfrið og sól.
Streymir, streymir
blíða guðs um mold og mannaból.
Guðm. Guðmundsson