Lögberg - 28.03.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MARZ 1918
3
Dœtur Oakburns
lávarðar.
Eftir MRS. HENRY WOOD.
Fyrsti kafli.
Daginn eftir skrifaði Jana föður sínum. pað
var áform hennar að lifa eins kyrlátu lífi og mögu-
legt væri, sagði hún honum, hún vildi að eins hafa
tvær vinnukonur — Judith til að þjóna sér og aðra
til matreiðslu og annara starfa — og hún nefndi
að eins mjög litla upphæð, sem hún mundi þurfa
til að geta komist þar af. En lávarður Oakbum
var örlátari og tvöfaldaði upphæðina; í svari sínu
sagði hann henni, að tekjur hennar yrðu í öllu falli
fimm hundruð pund um árið.
En mótlætið, sem hún hafði orðið fyrir hafði
þau áhrif að hún veiktist. Hr. John Grey var
kallaður til hennar. Hann sá undir eins að veik-
indi hennar voru meira andleg en líkamleg, og
vissi að tíminn einn var fær um að lækna þau.
“Kæra lafði mín, ef eg tæki yður að mér, sem
sjúkling, gerði eg það að eins til að græða peninga
frá yður”, sagði hann við hana í annað sinn sem
hann vitjaði hennar. “Hressandi lyf? Jæja, það
skuluð þér fá, ef þér vilj ið það; en bezta lyfið er
tíminn”.
Hún gizkaði á að hann grunaði hve andstæð
gifting jarlsins hefði verið henni; nýung þessi
hafði vakið allmikla hreyfingu í South Wennock.
Hefði einhver annar látið orð falla í þessa átt, þá
hefði Jana reiðst; en það var eitthvað við Grey,
sem kom henni til að líta á hann sem vin. Hún
sat við borðið í litla ferhymda samkomusalnum —
lítill í samanburði við þau herbergi, sem hún hafði
vanist við í seinni tíð — og studdi hönd undir höf-
uð sitt. Hr. Grey sat við hina hlið þess beint á
móti henni. Rökkrið var að byrja, og rauða loga-
birtan féll á föla andlitið hennar Jönu.
“Já”, viðurkendi hún, “það er að eins tíminn,
sem getur gert nokkuð fyrir mig, held eg. Eg
finn — eg finn að eg muni aldrei verða ánægð eða
glöð hér eftir. En mér þykir vænt um að geta
fengið eitthvert styrkjandi lyf, hr. Grey”.
“pér skuluð fá það, lafði Jana. Eg ímynda
mér að þér séuð ekki vel hraustar að eðlisfari”.
“Mjög hraust er eg máské ekki. En eg hefi
alt af haft góða heilsu. Hefir nokkur breyting átt
sér stað í South Wennock?” sagði hún, ekkert
hnuggin yfir því að geta hætt að tala um sjálfa sig
“Nei, það held eg ekki”, svaraði hann, “hér
hefir engin sérleg umbreyting átt sér stað, sem
þór munuð skeyta um. Fáeinar manneskjur hafa
dáið, nokkrar hafa gifst, eins og alstaðar er til-
fellið”.
“Hefir hr. Garlton mikið að gera?” spurði
hún, og tókst snöggvast að bæla niður viðbjóðinn,
sem hún hafði á honum, til þess að komast eftir
hvemig honum og Lauru liði.
“Hann hefir all-mikið að gera”, sagði Grey.
“Tilfellið er, að menn hafa fengið óvild á bróður
mínum, og hr. Carlton nýtur ávaxtanna af því”.
“pað skil eg ekki”, sagði Jana.
“Fólkið virðist hafa fengið óbeit á bróður
mínum, sökum hins ógæfusama viðburðar í Palace
Street”, sagði hann. “Eða réttara sagt, vantraust
á honum, svo það vill ekki lengur hafa Stephen
Grey til að hjálpa sér. Ef eg get ekki komið,
hleypur það eftir hr. Carlton, og hann hefir á þann
hátt fengið marga af okkar fyrverandi sjúkling-
um. South Wennock er voðaleg kjaftakompa; hver
og einn verður að hnýsast inn í kringumstæður
nágranna síns. Einmitt núna”, bætti hann við '
með glaðlegu brosi, “talar fólkið mikið um það, að
lafði Chesney lét sækja mig til sín í stað Carltons,
sem er eiginmaður Lauru systur hennar”.
Jana hristi höfuðið. “Eg ber mikinn persónu-
legan viðbjóð til hr. Carltons”, sagði hún. “pó
hann hefði ekki komist inn í fjölskyldu okkar til
að vekja þar ósamlyndi, hefði eg samt ekki getað
liðið hann. En þetta hlýtur að olla hr. Stephan
Grey mikillar sorgar”.
“pað orsakar mikla gremju. En mig furðar
stundum að Stephen tekur þessu með svo mikilli
þolinmæði. ‘pað leiðir tíminn í ljós, þó seinna
verði, að eg er saklaus’, er alt sem hann segir”.
“Hafa menn fengið nokkrar upplýsingar um
þessa ógæfusömu konu, sem dó?” spurði Jana.
“Alls engar. Hún liggur í króknum á St.
Marcus kirkjugarðinum, vesalings manneskjan,
óbreytt og óþekt”.
“En hefir maðurinn hennar aldrei komið til
að spyrja eftir henni?” sagði lafði Jana undrandi.
“Eg man eftir því, að þá var sagt að hann væri á
ferðalagi um útlönd. Hann hlýtur eflaust að vera
kominn aftur?”
“pað hefir alls enginn komið”, var svar hr.
Greys. “Hvorki hann eða neinn annar. í fáum
orðum sagt, lafði Jana, án hinnar látlausu grafar
og baknagsins, sem bróðir minn hefir orðið fyrir
mætti álíta þetta alt vera skröksögu eða draum-
óra”.
“Finst yður ekki alt þetta vera í meira lagi
undarlegt, dularfult?” sagði lafði Jana eftir stutta
umhugsun. “Málið í heild sinni á eg við”.
“Jú, stórkostlega. pau áhrif hafði viðburður-
inn á mig, miklu meiri en bróður minn”.
“Manni getur næstum dottið í hug, að þessi
vesalings unga stúlka hafi engan mann átt”, sagði
lafði Jana. “Ef það er ekki af meðaumkunarleysi ,
að maður segir það”.
“pað er sú skoðun sem eg hallast að”, sagði
John Grey; “bróður minn vill samt ekki aðhyllast
hana. Hann er sannfærður um, segir hann, að alt
er eins rétt og það getur verið að því leyti. Og án
eins atviks vildi eg óhikað fallast á þá sköðun og
halda mér fast við hana, að hún hefði sjálf bland-
að eitrinu í lyfið”.
Og hvert er það atvik?” spurði Jana með
innilegn hluttekningu, þrátt fyrir sína eigin sorg.
En þessi sorglegi viðburður hafði frá byrjun haft
mikil áhrif á hana, eins og á hvem annan í South
Wennock.
“Að hr. Carlton sá andlit í stigaganginum”.
“En eg hélt að hr. Carlton hefði eftir á haldið
því fram, að hann hefði ekkert andlit séð þar —
að það hefði að eins verið ímyndun hans?”
“pér getið reitt yður á það, lafði Jana. að hr.
Carlton sá þar andlit. pau áhrif, sem hann fékk
þar þá, voru, að þar væri andlit — karlmanns and-
lit skulum við segja — sem þar var til staðar, og
eg held að það hafi í raun og veru verið tilfellið.
Efinn um það vaknaði seinna hjá honum af því.
hve ósannsýnilegt það var, og sökum einnar ástæðu
verður hann að álíta að þetta hafi verið missýning,
og jafnvel að telja öðrum trú um það”.
“Af hvaða ástæðu ætti hann að óska þess?”
spurði Jana.
“Af því hann hlýtur að sjá það, að það var
um of kærulaust af honum að rannsaka þetta ekki
strax, til þess að hrinda burt öllum efa. Að sjá
mann dvelja jafn lævíslega og dularfult í nánd við
herbergi veikrar konu, hefði fyrir aðra lækna ver-
ið næg ástæða til að komast eftir hver hann var
og hvers vegna hann var þar. pað hefði líka átt
að vera tilfelllð með hr. Carlton, og hann ásakar
sig nú án alls efa fyrir það, að hann ekki gerði
það”.
“Eg hélt að hann hefði rannsakað þetta þá”.
“Já, að nafninu til. Hann sótti Ijós og leit í
kringum sig. En hann hefði átt að vera kyr í
stigaganginum, og kalla til þeirra, sem voru niðri,
að koma með ljós, svo að hann gæfi manninum
ekki tækifæri til að sleppa. Auðvitað hefir honum
ekki dottið neitt ílt í hug”.
“Og þér setjið þenna mann í samband við
slysið?”
“Já, það geri eg”, svaraði John Grey, um leið
og hann stóð upp til að fara. “Eg er í engum vafa
um að þessi maður var valdur að dauða frú
Crane”. (
XII. KAPÍTULI.
Dutlungar Friðriks Grey.
Að mikið vantraust hafði lifnað í öllum South
Wennock bænum gegn Stephen Grey, var ómögu-
legt að neita. Eftir yfirh'eyrsluna viðyíkjandi
dauða frú Crane, var hin almenna skoðun hlynt
■honum; það var sem fólkið skammaðist gín fyrir
að hafa grunað hann fyrir jafn ógæfusöm misgrip
og sýndi Stephen Grey virðingu og lotningu. pann-
ig gekk það eina eða tvær vikur, en svo breytti
straumurinn stefnu sinni. Einn lét efa sinn í
ljós, annar að Stephen hefði verið ófyrirgefanlega
kærulaus; hinn þriðji sagði að hann hefði verið
drukkinn. Og straumurinn brunaði áfram á móti
lækninum, þangað til að hann var orðin að dynj- .
andi fossi, sem út leit fyrir að ætlaði að gleypa
hann í straumhvirfla sína.
önnur óhrekjanleg staðreynd var sú, að Carl-
ton vann mikið að því að vekja og örva þessa skoð-
un. pað var hann, sem blés að eldinum. pað var
nú raunar ekki alment þekt; því Carlton fram-
kvæmdi þetta með leynd; en samt barst það manna
á milli, sérstaklega til Greys. Að ástæða Carl-
tons var með þessu að auka starf sitt, var alment
viðurkent; en 'þar eð þetta var gert svo lævíslega,
sauð reiðin í Friðrik Grey yfir barma sína af
þessu.
Á legubekk einum í húsi Stephens Grey, Já
kona með fölt andlit en fallega drætti þess. pað
var kona Stephens Grey. Hún var nýlega komin
heim eftir sjö eða átta mánaða dvöl í heilsu-
hæli á meginlandinu, sem hún hafði heimsótt
ásamt systur sinni, sem var velmegandi ekkja, í
von um að sér mundi batna þar; því frú Grey
þjáðist af verk í bakinu.
Friðrik laut niður að henni. Hann elskaði
ekkert á jörðinni jafn heitt og móður sína. Hann
sagði henni frá öllum viðburðum, þægilegum og
óþægilegum, sem átt höfðu sér stað í South
Wennock í fjarveru hennar, sérstaklega um hinn
sorglega viðburð, er átt hafði sér stað í Palace
Street, og sem auðvitað var markverðasti viðburð-
urinn. Um hann hafði enginn skrifað neitt til
frú Grey.
“pað er eins gott að trufla hana ekki með
óþægilegum sögum”, hafði Stephen sagt í það
skifti. Hún varð all-æst yfir þessari frásögn og
settist upp á legubekknum, um leið og hún horfi
fast á son sinn.
“petta get eg ekki skilið, Friðrik. Annað
hvort hefir faðir þinn blandað ópíum í lyfið —”
“Blásýru, mamma”.
“Blásýru. Hvað kom mér til að hugsa um
ópíum? — líklega svefndrykkurinn. Annaðhvort
blandaði faðir þinn blásýrunni í lyfið, eða hann
gerði það ekki-----”
“Bezta mamma, sagði eg þér ekki, að hann
blandaði henni ekki í lyfið? Eg sá hann búa lyfið
til. pað var ekki meira eitur í þvi heldur en í þcssu
vatni, sem er í glasinu^rétt hjá þér”.
“Góði minn, eg er ekki að bera á móti því; eg ,
imundi verða alveg hissa að heyra, að faðir þinn
hefði verið nógu kærulaus að gera slíkt. pað sem
eg vildi vita, er þetta. Með þínum vitnisburði í
sameiningu með vitnisburði Johns föðurbróður
þíns, með þekkingu þeirri er menn um mörg ár
bera til föður þíns, og með dómi hinna eiðsvörnu
manna, sem menn verða að álíta réttan, hvers
vegna hefir þá fólkið fengið þetta vantraust á hon-
um?”
“Af því að iþað er heimskt”, svaraði Friðrik.
“Eg held að hér séu naumast tíu menn, sem vilja
biðja pabba hjálpar. pað gerir John frænda svo
graman”.
“pað hlýtur að veita honum mikið aukastarf”,
sagði frú Stephen Grey.
“Hann eyðileggur sig næstum á vinnunni.
Sumir af okkar sjúklingum hafa leitað hjálpar
óvinarins, hr. Carltons. pað er hann, sem er aðal-
maðurinn til að vinna á móti pabba. Og hann gerir
það á svo lævíslagan og lélegan hátt. “Mér þykir
leitt að vera sóttur í stað hr. Stephen Greys”, seg-
ir hann. “Enginn getur borið meiri virðingu fyrir
honum en eg, eða vorkent ógæfusömu misgripin
jafn alvarlega. Eg get ekki haldið annað, en að
hann á ókomna tímanum verði forsjálli. pó, þeg-
ar líf þeirra, sem við elskum, barna okkar og
mæðra þeirra, er í hættu---------”
Frú Grey gat ekki varist því að grípa fram í
með hlátri; Friðrik hermdi eftir Carlton svo ná-
kvæmlega, að sá, sem heyrt gat til hans, en ekki
séð, hefði eflaust álitið það vera Carlton sjálfan
sem talaði.
“Hvernig veizt þú að hann segir þetta við
fólkið, sem hann vitjar?” spurði hún.
“Mikil fjöldi af því gæti sannað þessa stað-
reynd, mamma. Og það hefir alt of mikil áhrif”.
“Og hver er ástæða hr. Carltons til þessa ?”
“Að ná sjúklingum okkar frá okkur, auðvitað.
Nú þegar hann hefir gifst jarlsdóttur, getur hann
ekki lifað af sínum litlu tekjum. Eg skrifaði þér
að hann hefði strokið með ungfrú Lauru Chesney.
pau urðu fyrir ýmsum óhöppum á flótta sínum,
köstuðust út úr vagni Carltons ofan í bleytuna,
og ungfrú Laura misti annan skóinn sinn. Hún er
lafði Laura nú, og var það í rauninni þá líka, hefði
hún. að eins vitað það; menn fullyrða þó að Carl-
tön hafi vitað það. pau voru gift í Gretna Green
eða einhverjum álíka þægilegum stað, og þegar
þau komu aftur til South Wennock, voru þau gift
aftur. pú hefðir átt að sjá St. Marcus kirkjuna
þann dag. Einn hópur tróð sér inn á eftir
öðrum”.
“Og þú hefir væntanlega verið þar líka”,
sagði frúin.
Friðrik hló. “Carlton var eins hvítur og ný-
■ fallinn snjór og horfði ávalt um öxl sér, eins og
hann væri hræddur við einhverja truflun. Lélegar
manneskjur eru alt af heiglar. pað er satt. Lafði
Jana er komin aftur í húsið á Bakkanum”.
“Eg held þú sért alt of beiskur við hr. Carl-
ton, drengur minn. pað var auðvitað ekki rétt að
strjúka með ungu stúlkuna, en það snertir okkur
ekki, og það er líka rangt að æsa fólk á móti föður
þínum, ef hann á annað borð gerir það; en þrátt
fyrir alt þetta hefir þú naumast heimild til að
kalla hann léleg'an mann”.
“ó, en þetta er ekki alt”, svaraði Friðrik
“Mamma, eg hata hr. Carlton! Hvað það snertir
að vera beiskur gegn honum, þá óska eg þess, að
eg gæti með því verið til einhverra nota”.
“Friðrik!”
Pilturinn knéféll að hálfu leyti til þess, að
andlit hans væri beint á móti móðurinnar, og
lækkaði rödd sína til að verða að hvísli.
“Eg held að það hafi verið Carlton, sem
blandaði blásýrunni í lyfið”.
Frú Grey hrökk við og skalf; hún varð ótta-
slegin og næstum reið yfir dirfsku Friðriks, og
gat að eins starað á hann.
“Sjáðu”, sagði hann mjög æstur. “Lyfið fór
út úr okkar húsi eins og það átti að vera, það veit
eg, og drengurinn skilaði því eins og það var sent.
Hvers vegna tók Carlton þá lyfið, þegar það kom.
þefaði af því og sagði að það væri blásýrulykt af
því ? pað gat ekki verið blásýrulykt af því þá, eða
hafi það verið, þá hafa galdrar átt sér stað”.
Frú Grey vissi að sonur sinn var hneigður til
ímyndana, en hún hafði aldrei séð hann jafn á-
kveðinn í þá átt eins og í dag. Hún lyfti hendinni
til að stöðva mælsku hans.
“petta gagnar ekki, mamma; eg verð að segja
það sem eg ætla; þessi grunur um Carlton lifn-
aði hjá mér það kvöld. pegar við heyrðum um lát
hennar, hljóp föðurbröðir minn og eg niður í
Palace Street. Carlton var í herberginu, þar sem
framliðna konan lá, og fór að tala um það, sem átt
hefði sér stað, og sína eigin hlutdeild í viðburðun-
um, hvemig hann hefði fundið eiturlyktina í lyf-
inu, þegar það kom þangað, hvernig hann hefði
gengið beinaleið til Stephens til að spyrja hann
um hvort alt væri rétt, og að því búnu farið heim
til að blanda annað lyf, og að lokum, að hann hefði
komið of seint með það. Hann sagði okkur frá
öllu þessu viðstöðulaust og með mælsku mikilli,
og hr. Lycett og frændi tóku þetta fyrir góða
og gilda vöru, en það gerði eg ekki. Eg var sann-
færður um að hann var að leika leik. Hann var of
opinskár, of mælskur, það var alveg eins og hann
væri að lesa upp sögu, sem hann hefði lært utan
að; eg fullvissa þig um það, að eg sannfærðist þá
um það, að hann hefði blandað eitri í lyfið”.
“Pú gerir mig hrædda”, sagði móður hans.
“Hefir þú íhugað hve voðalegar afleiðingar þetta
getur haft fyrir Carlton, ef það breiðist út á meðal
manna?”
“Eg ætla ekki að tala um það við aðra en þig;
en mamma, þér varð eg að segja það, það hefir
sært tilfinningar mínar svo mikið, alt af síðan
þetta kvöld. Eg þori ekki að minnast á þetta einu
orði orði við pabba eða John frænda; þeir myndu
kalla það draumóra mína og segja, að eg væri
bezt komin á vitlausramanna hæli. En þú veizt
hve oft þú hefir orðið alveg hissa á því, hve oft eg
hefi lesið í ihuga manna og séð tilgang þeirra, og
þú hefir kallað það góðar gjafir frá guði. Að
Carlton var að villa okkur sjónir þetta kvöld, er
eg alveg viss um; hvorki í augum hans né á vörum
hans var neinn sannleiki. Hann sá líka að eg hafði
grun um þetta, og vildi helzt að eg væri rekinn út
úr herberginu. Nú, þetta var hinn fyrri hluti
grunsemdar minnar; hinn kom fram við aðferð
hans við réttarhaldið. Sama lævísin, sama til-
búna sagan, sem hann las upp úr sér viðstöðulaust.
Líkskoðarinn hrósaði honum fyrir það, hve blátt
áfram og glöggur vitnisburður hans væri; en eg
vissi að eg las lýgi í honum, frá byrjun til enda”.
“Svaraðu einni spurningu minni, Friðrik.
Hvað hefir vakið hjá þér þenna mótþróa gegn
Carlton ?”
“Eg bar engan kulda eða óvild til hans í byrj-
uninni. Eg fullvissa þig um það mamma, að þeg-
ar eg gekk inn í herbergið, þar sem vesalings kon-
an lá dauð, hafði eg ekki, og hafði aldrei áður haft
neinn ama á Carlton. Eg hafði þvert á móti glaðst
yfir því, að hann settist hér að, af því að pabbi,
John frændi og Whittaker höfðu ofmikið að gera.
pað var þegar hann talaði um svefndrykkinn, að
eg varð ósjálfrátt sannfærður um að hann var
falskur og talaði ósatt, og að hann vissi meira um
þetta en hann vildi segja”.
Areiðanlegustu Eldspíturnar í heimi
og um leið þær ódýrustu eru
EDDY’S “SILENT 506”
AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að
eldspítan slokknar strax og slökt er á henni.
ÓDÝRAbTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en
aðrar eldspítur á markaðinum.
Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka
þín mælir með því að þú kaupir EDDYS
ELDSPÍTUR
l.OBSRtN'X Bscndur, VeiSimennn og Vei’slnnarineiin IjOÐSKINN
A. & E. PIERCE & CO.
(Mestu skliinakaiipnienn í OtmsUa)
213 PACIFIC AVENUE...................WINNII’EG, MAN.
Ha-sta verð borstað íyrir Gsmir Húðir, Senecn rætur.
SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU YÐAR.
LÁTIÐ OSS SÚTA
SKINNIN YÐAR
Skinnin eru vandlega sútuð og verkuð
VÉR erum þaulvanir sútarar.
ÁHöJjD vor skara fram úr allra annara.
VERK vort er unnið af æfSum mönnum.
VÉR höfum einn hinn bezta sútara I Canada.
VÉR sútum húðir og skinn, meö hári og án hárs, gerum þau mjúk,
slétt og Iyktarlaus, og búum til úr þeim hvaC sem menn víija.
VÉR spörum ySur penmga.
VÉR sútum eigi leður I aktýgt.
VÉR borgum hæsta verð fyrir húðir, gærur, ull og mör.
SKRIFIÐ OSS BEINA IÆIÐ EFTTR VERÐSKRA.
W. BOURKE & CO.
Dominion líunk 505 Pacific Ave., Brandon
ii
ii
ii
11
PASKA
Kj ö rkaup
Stórir legubekkir (Davenports) og smærri
Sófar, af nýjustu og beztu gerð; fallegir og
sérlega vandaðir; fyrirtaks sæti á daginn og
ágætis rúm á nóttunni.
ii
ii
i
ii
ii
ii
i i
ii
ii
ii
ii
j
ii
ii
ii
Bekkir þessir eru klæddir með allavega litu
leðri og framúrskarandi vel stoppaðir.
Ef þig vantar borðstofu-húsgögn — heilt
sett eða einstaka muni, eða svefnherbergis-
muni, og hvaða tegund sem er, þá skaltu
ávalt geyma það í fersku minni, að vér selj-
um hvort heldur sem menn vilja, fyrir pen-
inga út í hönd, eða þá með svo vægum af-
borgunum, sem allar fjölskyldur geta ráðið
við og engum er um megn.
Over-Land House Furn-
ishing Co., Ltd.
580 Main St. Cor. Alexander Ave.
li
í!
Í!
ii
ii
Tveir bankar sameinast.
páú tíðindi gerðust fyrir
skömmu, að Royal Bank of Can-
ada keypti Northern Crown
Bankann, sem hafði aðalskrif-
stofu sína hér í bænum og marg-
ir íslendingar þekkja til.
Northem Crown bankinn var
stofnsettur hér í Winnipeg 1905
og hét þá Northern Bank of
Winnipeg, en árið 1907 keypti
Northern Bank of Winnipeg, The
Crown Bank of Toronto, og var
síðan nefndur Northern Crown
Bank. Uppborgaður höfuðstóll
beggja þessara banka var
$1,750,000. Hluthafatala North-
em Crown bankans var um 1,300
TAROLEMA lœkner ECZEMA
Cylliniæð, geitur, útbrot, hring-
orm, kláða ög aðra Kúðajúkdóma
Læknar Kösuðskól og varnav hár-
fallii. 50c. Kjá öllum lyfsölum.
CLARK CHEMICAL CO.,
309 Somerset Block, Wlnnipos
og átti hver þeirra að jafnaði
10—11 hluti. Royal bankinn
gaf $200 fyrir hvem hlut og var
, kaupverðið því hátt á 3 miljón
dollara. Royal bankinn er ann-
ar sterkasti bankinn í Canada,
eignir bankans em sagðar að
vera $348,396,000, hinn er
Montreal bankinn og em eignir
hans $392,625,00.