Lögberg - 02.05.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.05.1918, Blaðsíða 6
ff ..OGBERG. FIMTUDAGINN 2. MAf 1918 Fyrir rúmum mánuði síðan barst ihingað sú fregn að kona þessi væri þá nýskeð önduð, að heimili systurdóttur sinnar aust- ur í Norðampton í Massachu- setts í Bandaríkjunum. Hún var amerísk í báðar ættir, en ein af íslandsvinum, þessarar álfu, með al hérlendu þjóðarinnar. Um eitt skeið, nú fyrir fjórð- ungi aldar síðan, átti hún heima hér í Winnipeg, á meðal vor fs- lendinga, og kyntist þá mörgu fólki er enn mun til hennar muna og minnast hennar með hlýjum huga, frá þeim árum. pað var fremur ótítt á þeirri tíð að hérlent fólk, karlar eða kon- ur, tækju sig upp frá sínum til þess að gjörast eitt af oss, telj- ast til þjóðar með oss, útlend- ingunum. Enda vorum vér lítt á legg komnir þá, þó liðin væri nær því 20 ár frá því þeir komu hingað, er fyrstir voru. En Jennie Elizabeth Pétursson var ein í þeirra tölu, þessara fáu, og snertir æfi hennar sögu þjóð- flokks vors á þessum tíma, á mjög fagran og einkennilegan hátt. Hún var þá kona, all- nokkuð komin yfir miðjan aldur, er hún kom hingað og settist hér að. Fram til þess tíma hafði hún átt beima í bænum St. Paul í Minnesota ríkinu, fluttist þang- að árið 1859 með systur sinni Mrs. William H. Grant og fólki hennar. St. Paul var þá lítið þorp á austurbakka Missisippi- fljótsins og að byrja að byggj- ast að heita mátti. Fyrir og eftir árið 1880 lágu leiðir íslendinga um St. Paul, þeirra er áður höfðu staðnæmst austur í Wisconsín-ríkinu, 'og annara er að heiman komu og leituðu sér bólfestu í Minnesota og Dakota kíkjunum. Munu þeir hafa orðið kunnir bæjarbúum og vakið all-nokkra eftirtekt. pá var orðin all-fjölmenn bygð Norðmanna, Svía og Dana, í St. Paul og iþó öllu fremur í ná- granna bænum Minneapolis,vest- anvert við fljótið. Meðal þeirra var helztur leiðtegi, skáldið góð- fræga, Kristófer Jansen, er and- aðist heima í Kristjaniu í Noregi á þessum síðastliðna vetri. Kom- ust ýmsir íslendingar í kynni við hann, og meðal annara, fyrver- andi alþingismaður Bjöm Pét- ursson prests á Valþjófsstað, Jónssonar. Var Björn einn þeirra er hingað kom snemma, — árið 1876. Ritaði hann fyrstur manna um nýlendustæðið íslenzka í Dakota — “Rauðárdalinn”. Var lýsing þessi prentuð og' send til ísland. Orti þá Páll ólafsson um hana vísuna: “pú ritar mikið um Rauðárdalinn o. s. frv.” Voru þeir vinir miklir Björn og Páll, og Björn kvæntur systur hans. Olavíu, er andaðist hér snemma á árinu. Eru hin gullfögru minningarljóð Páls um hana, er hann nefnir “Systurminningu”: “Fyrir vestan fjöll og höf fullkomnað er skeiðið; Systur minni er grafin gröf gleymist bráðum leiðið”, Lýsir hann svo yngri árum þeirra systkina, skilnaði þeirra, er þau fóru úr foreldra húsum og trúartrausti hennar: “Bundum fast í æsku ást, sem engum tókst að slíta; hvar sem annað okkar sázt æ var hitt að líta. &L Svo kom móðurmissirinn minnisstæða sárið; svo við skildum systkinin sama dauðans árið. 1 Blessað trúartraustið þitt, takmarkalaust var það, hálftrúaða hjartað mitt til himins jafnan bar það”. Um það leyti sem þeir kyntust |Jansen og Björn, var Jansen prestur við Unitarasöfnuði Norð- manna í Minniapolis. Hafði hug- ur Björns lengi hneg^t í frjáls- lyndisátt, í trúarefnum, og byrj- aði hann þá nokkru seinna á Un- itarisku trúboði meðal íslend- inga hér í bænum, undir umsjón Ameriska Unitariska kirkjufé- lagsins. Myn Jansen að ein- hverju leyti hafa verið hvata- maður þess, er hann fann hvem- ig skoðunum Björns var farið og mentun hans. Sneri Bjöm nú ýmsum ritum eftir Jansen á ís- lenzku og voru þau gefin út hér í bænum, á árunum 1886—89. Ennfremur flutti hann fyrir- lestra og messur um þessi efni bæði hér og í Dakota. pað mun hafa verið í sambandi við þetta trúboðsstarf að hann fyrst kyntist hinni nýlátnu merkiskonu er hér um getur. Hún var mjög trúrækin og trú- j arsterk kona, en afarvíðsýn í þeim efnum. Hún var ein af stofnendum Unitarasafnaðarins í St. Paul, og hafði á hendi um mörg ár útbreiðslumál safnaðar- ins ásamt fleirum er að því unnu Var hún sístarfandi í þarfir þess- ara skoðana, eftir því, sem oss hefir sagt Dr. Samuel M. Croth- ers, er þar var prestur um langt skeið, en er nú prestur við Fyrstu Unitara kirkjunni í Cam- brigde í Mass. pessi viðkynning dróg til nánara sambands milli þeirra er framliðu tímar, unz að þau giftu sig árið 1890. Mun þá fyrir henni hafa vakið einnig, að með þessu móti mundi hún geta orðið til enn meiri styrktar þess- ari nývöktu hreyfingu meðal íslendinga hér. Fór hjónavígsl- an fram hér í bænum og voru þau gefin saman af Dr. Jóni heitnum Bjarnasyni þann 11. marz. Hér átti hún svo heima um 4 ára skeið. Lagði hún nú hina mestu rækt ,við starf manns síns, flutti fyr- irlestra um þessi efni og hélt uppi messum í forföllum hans. Áður en árið var liðið, var mynd- aður söfnuður, “Hinn fyrsti ís- lenzki Unitarasöfnuður í Winni- peg”, er stofnaður var 1. febr. 1891. pótt að hún væri hérlendrar þjóðar og margt af hinum fyrstu félagssystkinum hennar lítt tal- andi á enska tungu, varð sam- vinnan samt hin alúðlegasta. Varð hún brátt elskuð og virt af öllum sem henni kyntust og það þó utan þessa litla félagsskapar væri. Hún var hlý og látlaus í öllu viðmóti, kurteis og hóglát í allri framkomu og vakti hver- vetna traust og tiltrú. Manni sínum og öllum ættmennum hans sýndi hún hið' mesta ástríki. Börn hans voru þá öll komin til fulltíða aldurs, en einkum voru það þó tvö systkinin, þau frú pórunn, kona Stígs kaupm. Thor- valdsonar á Akra í N. Dak. og Olafur læknir Bjómsson hér í bænum er henni urðu nákomn- ust, enda sýndu þau henni ást og ræktarsemi í öllu fram til hins síðasta. Hefir Olafur lækn- ir farið ótal ferðir austur í ríki til að finna hana, eftir að hún fluttist héðan og bréf hafa þeim á milli farið, allann þenna tíma. En samvistartími þeirra hjóna varð skemmri en hún hafði von- að. Veturinn 1893 veiktist Björn heitinn og andaðist þá um sum- arið. Fór útför hans fram frá kirkju Unitarasafnaðarins hér í bænum. Yfir honum talaði vin- ur hans og mágur Jón ritstjóri ólafsson er þá átti hér heima, en líkið var flutt suður til Dakota og jarðsett þar í graf- reit Víkursafnaðar (Mountain). Hélt hún nú áfram verki manns síns með óþreytandi elju og dugnaði, þangað til vorið eftir, að hún flutti héðan alfari, fyrst til St. Paul, og svo þaðan, eftir þríggja ára veru, til Chelmsford í Mass., til elztu systir sinnar, Mrs. Morton, er hún stundaði í hennar síðustu veikindum. En hugur hennar var alt af hér, meðal þeirra vina er hún hafði eignast og eftirlátið. Frá Chlemsford fluttist hún til Northampton til bróður síns og konu hans og var hjá þeim unz þau bæði dóu. Fór hún þá til systur sinnar Mrs. Sarah W. Carr og dóttur hennar og var með þeim unz þær einnig dóu báðar, önnur í janúar 1914, en hin í nóvember 1916. Eyddi hún þannig síðustu árum í að stunda systkini sín í þeirra síðustu veik- indum, og voru þau öll á undan henni dáin, er kallið kom að henni sjálfri. pann 6. febrúar þessa árs, fékk hún slag. Var hún þá orð- in mjög hrum og hafði litla fóta- vist haft um tíma. Til heimilis |var hún hjá systurdóttur sinni, Helen F. Morton, og hjá henni andaðist hún 18. marz síðastl. rúmra 80 ára að aldri. Lýsir systurdóttir hennar and- láti hennar og útför á þessa leið, í bréfi til ólafs læknis Björns- sonar, dagsettu 27. marz: “Eft- ir að eg skrifaði þér á sunnudag- inn varð engin breyting á sjúk- dómi frænku minnar, nema hvað meðvitundjn og þrótturinn smá- íénaði. Frá iþví á sunnudags- morgun varð eg eigi þess vör að hún mælti orð af munni. Eftir hádegi á mánudaginn þýngdi henni, var þá læknirinn aftur sóttur, gaf henni deyfandi meðöl, varð þá andardrátturinn aftur léttari. En er kvelda tók fann eg að andaj’drátturinn var að breytast, unz að hann hætti með öllu og var naumast hægt að merkja hvenær breytingin varð” “Dauði hennar var svo frið- sæll og fagur og hún sjálf virt- ist svo sæl og ánægð, að það væri alls ekki rétt að bera hrygð hennar vegna, þó vér sem eftir erum, berum söknuð- okkar sjálfra vegna og getum ekki að því gjört. En lífskoðanir mínar veita mér þá vissu von að kær- leikurinn missir aldrei það sem hann hefir átt. Eg hryggist ekki, en finn miklu heldur að eg ætti að samfagna með henni yf- ir því að hún hefir nú samtengst þeim sem unnu henni og hún elskaði, í hinu gleðiríka og stærra lífi er fyrir handan bíður. Eg vildi að þú hefir getað fundið friðinn og sæluna sem hún hefir eftirskilið hjá okkur. Hún er unaðsleg og fögur.” “útfarar athöfninni stýrði prestur únítarakirkjunnar hér, vinur okkar. Hún var ofur ein- föld. Lesnir nokkrir ritningar- kaflar, kvæði og bæn. Engin líkræða. Orðanna þurfti ekki með, æfin bar tryggast vitni um hver hún var. Hún hafði beðið mig þess að láta brenna lík sitt, varð eg því að láta flytja það tií Springfield. En askan er geymd og verður grafin í Cheknsford”. Hún var fædd í þorpinu Fran- cestown í New Hanipshire rík- inu þann 16. marz 1838. Hétu foreldrar hennar David McCaine ,og Mary Bickford. Var hún yngst systkinanna. Er hún var að eins tveggja ára gömul misti hún móður sína. Fór hún þá í fóstur til móðursystur sinnar er heima átti í smábænum Henni- ker þar í ríkinu, og var með henni unz að hún dó. Hvarf hún þá heim.aftur til föður síns og dvaldist með honum þangað til hún fluttist til St. Paul, eins og áður er sagt. David McCaine var af skozk- írskum ættum. Var hann tal- inn maður framúrskarandi frjáls lyndur og víðsýnn í trúarefnum, eftir því sem þá gjörðist og virð- Heilræði. Kræktu’ í alt með klóm og tönnum hvorutveggja’ er sterkt. Haltu þig með heldri-mönnum heimskur þó þú sért. Kúnstin er að kasta ryki, hvar sem um þú fer. Bolatað og Bolsheviki, bezt mun reynast þér. Staka. “Margt er það sem geðið gremur” granni minn til orða tók; en flest af mannsins meinum kemur frá maga hans og vasabók. S. J. Sch. XI ^ • •• 1 • \i* thnbur, fialviður af öllum Njrjar vorubirgðir Kgumiumi grireth„ os ai. konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og flugnahurðir. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limitad HENRY AVE. EAST WINNIPEG ist eins og dóttir hans hafi erft hann að því. Hann var eindreg-. inn andimælandi þrælahaldsins, og þótti þar ganga feti framar en flestir. Vandist hún því snemma jafnaðar og mannúðar- hugsunum, er henni urðu hjart- fólgnar og hún helgaði starf sitt um æfina. Áhugasöm var hún um alt sem hún.tók sér að gjöra og sérstaklega skyldurækin. Hún var ráðholl og trygglynd og hélt vináttu sína vel, við þá sem hún tók trygðum við. pað mun vera einsdæmi að nokkur kona af annari þjóð, hafi á jafn stuttum tíma, náð eins mikilli hylli eða getað sett sig eins inn í kjör vor íslendinga hér, eins og hún gjörði þessi 4 ár sem hún dvaldi hér. peir sem hér áttu heima þá, og enn eru á lífi, minnast ljúfmensku hennar og hve hún lét sér ant um sæmd og heiður þjóðar vorrar á allann hátt, sem væri það hennar eigin. Koma hennar hingað og dvöl hér á meðal vor, verður eitt af æfintýrunum fáu, en fögru, er eigi verður fráskilið, en fléttast inn í fyrri ára sögu vora, hér í álfu. R. P. OPINBER TILKVNNING gefst hér með almenningi, að á eftir- töldum lögboðnum helgidögum,verður öllum búðum lokað Victoría Day, Maí 24. Dominion Day, 1. Júií / Labor Day, 2. Sept. Christmas Day, 25. Des. Undirskrifað að Lundar, Man. 26. dag apríl mán. 1918 Maple Leaf Creamery, Lundar Trading Co. Ltd., Breckman Bros. Halldórsson Bros. Skúli Sigfússon, J. M. Ayre. Búðum lokað kl. 7 að kveldi, þriðjud. fimtudag og laugaidag, en 8 og hálf, mánud., miðvikud. og föstudaga. 2 SÓLSKIN SÓLSKlN S Reiðhestar mínir. Eg hefi lengi verið hestavinur, þótt eg hvorki hafi lært hesta að temja eða hestum að ríða, eins og reiðmenn kalla það. Árin sem eg dvaldi í Odda átti eg, eins og lög gjöra ráð fyrir, ekki fáa hesta, og meðal þeirra tvo eða þrjá, sem afbragðgóðir þóttu. Einn þeirra hét Skálkur. Hann var ljós- grár, mikill og sterkur, vitur og vegvís, óragur og hinn áreiðanlegasti. Ekki mátti hann fljótan kalla né fjörugan, en var þó jafnan talin með gæð- ingum. Hestur þessi var ljónstyggur í haga og hið mesta fól á stalli við alla nema þá einu, sem góðir voru við hann, og mér var hann ótrúlega auðsveipur. pennan hest fékk eg að gjöf af Snorra presti, sem síðast þjónaði Hítarnesþingur; var þá hesturinn orðinn roskinn að aldri; Hann var ætt- aður austan úr Mýrdal, og frétti eg að mannfól eitt hefði þar hvekt hann ungan og spilt skapi hans í tamningu. Loksins lét eg slá af Skálk og skoða vandlega innan. Fanst þá mein nokkurt eða sullur í hjartanu. pessi hestur stakk sér af ísskör niður í flugstraum, iþó vatnið tæki í tagl- mark og fórst vel, en væri voði fyrir, þó eg sæi hann ekki, stóð hann jafnan kyr. Annan hest eignaðist eg í Odda, og á enn, sem Eyja-Gráni heitir. Hann veiktist eftir sund í pjórsá og> hefir ekki enn náð fullri heilsu aftur. Röskvara hesti hefi eg aldrei á bak komið. Hann er ljósgrár, fremur smár, en vel vaxinn og knáleg- ur, hesta sterkastur og fimastur í fótum. pegar hann veiktist í fótum og eg reið honum, var það nokkrum sinnum að hann datt með mig, svo eg varð skyndilega undir honum. En aldrei meiddi hann mig, heldur var því líkast, sem sæng eða svæfli væri kastað yfir mig, svo léttan gjörði hann sig. Einu sinni hraut eg af honum og festist í báðum ístöðunum og hékk svo með höfuðið niður. En í sama bili stóð Gráni graf kyr og beið góðan tíma meðan eg var að vega mig upp og losa mig. Einu sinni reið eg honum yfir Lágaskarð einum í ofviðri miklu í fangið og var ill færð. pað var á vordegi. Eg hleypti frá fylgdarmann mínum og lét hest minn ráða, en hann þuldi mikinn hluta heiðarinnar ofan að Kolviðarhóli í spretti. Undr- aðist eg loksins og steig af baki. Greip hann þá óðara í gras og sást varla draga nös. J?á var hann sjö vetra gamall. Hestur þessi var ágætlega vel uppalinn, enda er hann bæði vitskepna og mann- elskur, en fjör hans og þrek er nú miklu minna en áður en hann veiktist. priðji góðhestur minn hét Jarpur; eg fékk hann gamlan hjá Tómasi lækni Hallgrímssyni. Hainn var úr Landeyjum, eins og hin fymefndi, og var allra hrossa vakrastur, ramur að afli og fræg- ur sundhestur. Einu sinni kom eg að sunnan um vetur og heimti ferju frá Laugardælum. pótti ferjumönnum áin ófær sökum vaxtar og jakaferð- ar. Eg bað þá fara með hesta mína upp að háhotói því, sem er kyppkom upp með ánni og reka þá þar út í. peir báðu mig ábyrgjast og gjörðu sem eg sagði. pótti mér þá sviplegt að horfa á sundfarir þeirra Jarps og Eyjar-Grána. Alls voru hestamir 4, en þeir tveir fóru fyrir og völdu veginn. Bárust þeir brátt fram á ferju-miðið, og það eins fljótt og hvötustu fuglar, og þegar þar niður fyrir; en þá nálguðust þeir háfaða þá, sem þar taka við og eru langt yfir ófæru. Leizt mér þá ekki á blikuna; og þá snúa þeir allir við og stefna til baka. Varð mér nú illa við og taldi hesta mína alla af. En í þeim svifum snýr Jarpur aftur stefnunni þverbeint aust- ur yfir og syndir ákaflega, en Gráni þegar eftir. og þar næst hinir spölkom aftar. Komast hinir fremri vel af, en hina aftari bar á jaðar háfaðanna, en það barg þeim, að þeir tóku niðri og óðu í land. Haustið eftir bað eg vin minn, Bjarna sál. Thor- erensen, að skjóta Jarp og hélt í taum hans á með- an. paö var fyrir framan hólana í Odda. pegar eg kom heim samdi eg þessar erfivísur eftir Jarp: Verður ertu víst að fá vísu, gamli Jarpur, aldrei hefir fallið frá frækilegri garpur. Margan fórsu frægðar sprett fákurinn ítur-slingi, því er skylt að skarpt og slétt skáldin um þig syngi. Harmar látinn lífhest sinn læknir Tómás prúði, fyrstur hann á frækleik þinn og fagra kosti trúði. Hversu marga fremdarför fórstu skepnan rakka, þegar skauzt sem ástar-ör Eru þetta lífs þíns laun, út á fagran Bakka! listaklárinn góði! pá var taða þá var skjál, þá var fjör og yndi, þá var æska, þá var sól, þá var glatt í lyndi. Æskan — hún er örvar-skeið, Eyrarbakka-slétta; Ellin — hún er löng og leið leið um hraun og klella. Hvorki getur lyf né list læknað hestum elli; sendur varstu í súra vist suður á Rangárvelli. Skotið small, en gaus upp glóð, greip þig dauðinn bleikur; bólgið hræ á hehljar slóð hjúfraði kaldur reykur. — Hélt jeg gneypur heim á braut, hvísaði vindur skarpur: “Nú áttu’ eftir þína þraut, — þarna liggur Jarpur! — örlög mín og efstu þraut ei skal hér um klifa, en á minni minnisbraut, máttu, Jarpur, lifa. Hugði máske herra þinn hér sé kraftatungan sú er geti góðhest sinn gjört að nýju ungan! Hvorugur okkur ódauðleik annan gefa má eg, eins og lán er vonin veik, vissu dauðans á eg. Nei, nei, kostaklárinn minn, kraft minn spottar elli, klár og skáld sú kerlingin keyrir jafnt að velli. En þó löngu liðið vor og lífs þíns gleði væri bar mig aldrei blakkur spor betur en þú, minn kæri. Sorg í minni sálu bjó, svip þinn nam eg skoða, horfðir þú með hugar-ró heliar móti voða. Qkvttan stóð og studdi hlaup stí'lt við þína krúnu, sf hér hvorki datt né draup, dýrinu hreysti búnu. TTvað þér bió í hyggju rann heitt mig vita fýsti, eitt eg sá að samvizkan "vknu þinni lýsti. r ivv>«’ifnr rpfiraun — innti eo' í hlióði — Hvíldu, Jarpur, hægt og rótt, hver veit nema’ um síðir endi loks hin langa nótt lengi þótt þú bíðir. Og á baki Edenlunds oss þú berð sem áður. (Milli manns og hest og hunds hangir leyni-þráður. Kondu þar á blómstur blett > bak við heljar váðir; á á þér skeiga skarpt og létt skulum við Tomas báðir! Matth. Joch. FJALLIÐ. Fyrir nokkrum árum fór eg einn sunnudag um miðsumars skeið inn í Hvalfjörð með mörgu fólki; við vorum á gufubát og lentum hjá J?yrli. J?ið munið eftir pirlinum, hvað hann er hár og snarbrattur. J?ó fór einhver að hreyfa því, að við ættum að ganga upp á J?yrilinn, þar mundi vera fagurt umhorfs; en flestir héldu að það væri ó- kleift. Gamla fólkið vildi ekki heyra það nefnt; það settist niður og fór að opna malsekkina sína.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.