Lögberg - 06.06.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.06.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1918 8 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. J7RIÐJI KAFLI. “pér sögðuð að þér ætluðuð ekki að koma hingað í dag, Lucy”. “Eg hélt heldur ekki að eg mundi gera það. Mamma sagði að það mundi verða of heitt. En hún breytti skoðan sinni. Við fengum bréf frá Sir Stephen í morgun”. “ó, og um hvað?” “Hann hefir fengið upplýsingar um þýzku laugamar. J7ær eru mjög góðar, og mamma segir að hún vildi nú heldur hafa farið þangað, en ti! Seaford”. Þau litlu hvort á annað, hún dálítið feimin, en hann með svo meiningarfullu tilliti, eins og hann hefði látið skoðun sína í ljósi með orðum. Lucy leit niður. Lafði Oakbum að ferðast til hinna þýzku lauga í staðinn fyrir til Seaford, það hefði ekki verið þægilegt fyrir hvorugt þeirra. “En fyrst að lafði .Oakbum er hér, þá verður hún líklega kyr?” sagði hann. “Það held eg. Það er enn þá júlímánuður, svo það er nógu snemt að fara til Þýzkalands seinna. Mamma segir að við verðum að vera kyr einn mánuð, af því hún hefir skrifað Jönu, og beðið hana að koma hingað til okkar. Við verðum að minsta kosti að vera kyrrar, ef Jana þiggur heimboðið. “Það vona eg að hún geri ’ ’, sagði Friðrik ósjálfrátt. “Vitið þér, Lucy, hvort Sir Stephen hefir skrifað nokkuð um það, að liann komi á laugardaginn kemur”. “Nei, það veit eg ekki. Eg las ekki bréfið hans. Mamma las það fyrir mig, en eg veit ekki hvort hún las það alt. Sir Stephen-----” “Hr. Friðrik Grev. Helen bað mig að spyrja, hvort þér hefðuð gleymt því, að hún bíð- ur. Hún segir að yður sé það máske ekki hent- ugt að efna loforð yðar núna”. Friðrik Grey sneri sér við, og sá litla stúlku, á að gizka tíu ára, systur Helen Vaughan Helen Vaughan hafði horft á þau, sem töluðu saman gröm í skapi. Það var meira en hennar æstu geðsmunir gátu þolað, svo hún kallaði á svstui’ sína frá hinum skemtilega leik í sandin- um, og sendi hana með boðin. Hún gekk sjálf með hægð á eftir litlu stúlkunni. Þegar fViðrik sneri sér við, var Jnin nærri komin til þeirra. Barnið hélt aftur af stað til að lialda áfram leik sínum, en Helen ávarpaði hann. “Yður er það máské óhentugt núna, lir Grey?” “Nei, alls ekki mér er ánægja í því, að fylgja yður”. Ungu stúlkurnar stóðu kyrrar og horfðu hvor á aðrá rannsakandi augum, bíðandi, að því er virtist, eftir því, að hann kjmti þær livora annari. Hann vissi að staða ungfrú Vaughans, sem dóttir yfirhershöfðingja, heimilaði hon- um það. “Ungfrú Vaughan, lafði Lucy Chesney”. Tvær kaldar en stillilegar kveðjur, og venju reglan var afstaðin. Dóttir yfirliershöfðingj- ans talaði fyrst. “Ekki ungfrú Vaughan, heldur ungfrú Helen Vaughan. Eg á eldri systur. Hún er ekki heilsusterk, og varð eftir í Montreal, en ætlar að koma seinna”. Montreal? Vaughan? Nöfnin vöktu lengi gleymt atvik í huga Lucy í sambandi við ungfrú Beauchamp nokkura, sem ferðast ltefði til Montreal senl kennari, og sem seinna reyndist ekki að vera Clarice. Hún gerði samt enga at- hugasemd né fyrirspurn; henni geðjaðist ekki að hinu drenibilega andliti ungu stúlkunnar. Máské ekki heldur alúð hennar og einlægni við Grey. Fáein köld og kurteis orð, tvær stillilegar kveðjur og ungu stúlkurnar skildu, og ungfrú Vaughan gekk burt í áttina til bæjarins við hliðina á Friðrik Grey, vonlítil en ánægð samt þetta augnablik. “Mér geðjast ekki minstu vitund að henni” hugsaði Lucy, um leið og hún gekk burt. “Mér þætti gaman að vita hve lengi Friðrik hefir þekt hana?” A rólegum stað, afskektum frá öðrum, sat lafði Oakbum. Þessi sTðustu sjö ár höfðu haft lítil áhrif á hana, hún leit næstum þtí eins ung- iega t, eins og þegar hún var ungfrú Lethwait, og enn þá fegurri heldur en þegar hinn aldraði jarl bað hana að vei*ða konu sína. Djarflegt fyrirtæki máské, en það fékk góðan endir. Lafði Oakburn var svo góð stjúpa, að varla finst ein af þúsundi sem er henni jafn góð. Við hlið henn ar sat frú Delcie nokkur, sem hafði liraðað sér þangað til að krefjast kunningsskapar hennar þegar hún heyrði frásögn Friðriks Grev. kunningsskapur þeirra var mjög lítill. Þær höfðu fundist einu sinni eða tvisvar í hinum tolksríku samkomusölum Londonborgar; en það er ekki hver einn af okkur, sem hefir tæki- færi til að sýna vinum vorum við sjávarlaug- arnar, að við séum svo kunnugir greifainnum, að við getum gengið til liennar hiklaust til að tala við hana. Frú Delcie lét sem hún væri heima, og sagði lafði Oakburn frá öllum helztu viðburðum þar á staðnum. “Þú ert þreytuleg, góða barnið mitt”, sagði lafði Oakburn þegar Lucy kom til hennar. “Það er heitt héra. Viltu lieldur koma heim”. “Eg er ekki hið minsta þreytt, mamma. Eg er hrædd um að Frank verði það, eins og hann hieypur viðstöðulaust aftur og fram”. “Hann hefir gott af því að hlaupa og hreyfa sig”, svaraði lafði Oakburn. “Þú veizt hvað Stephen hefir sagt, að hreyfing undir beru lofti gerði hann hraustan”. “Er það Sir Stephen Grey, sem þið talið um?” spurði Delcie. “Þekkið þér Greys per- sónulega ? ’ ’ “Við þekkjum liann mjög vel”, svaraði lafði Oakburn. “Eg þekki þá ekki; en mig langar til að þekkja þá. Eg verð að reyna að láta kynna mig lafði Grey. En hvað sonur þeirra er falleg- ur og ungur maður. Hann sleppur naumast laus við örvar ástaguðsins frá Seaford”. Þessi orð voru töluð með skörungsskap, og lafði Oakburn leit upp nokkuð forvitin. Lucy, sem sezt hafði við hlið móður sinnar, laut niður og byrjaði á uppáhalds starfi sínu, að draga myndir í sandinn með sólhlífinni sinni, um leið og hún lilustaði á samtalið. “Fallega stúlkan, liún Helen Vaughan, er á‘ veiðum eftir honum, síðan að hann kom liingað, og liann er ekki ófús að ganga í gildr- una”, sagði Delcie. “Sumir halda að þau séu nú þegar lieitbundin, en það veit eg samt ekki”. “Þetta finst mér ekki sennilegt”, sagði lafði Oakburn. “Hvers vegna?” “Eftir því að dæma, sem eg þekki Friðrik Grey, þá er liann ekki sá maður, sem velur sér konu eftir að eins fjórtán daga kynningu”. “Yrður myndi finnast það sennilegra ef þér sæuð þau saman. Hann er alt af hjá henni; niður við fjöruna, á skemtigöngubrautunum, í samkomusölunum sér maður hann alt af við hlið Helenar Vaughans. Sumir ímynda sér að staða hans muni verða hindrun í augum föður hennar; það held eg nú samt ekki, þar eð baróns nafn- bótin bætir úr því. Það er vonandi að hann velji sér hana, því hún er afar-ástfangin af honum ’ ’. Andlit Lucy varð náfölt, og sólhlífin henn- ar dró línur í sandinn eftir eigin þóknan. Var þetta satt? Síðustu mánuðina liafði hún lifað í imaðsælum draumi, sem hiin hafði eigi hugsað um að gera sér grein fyrir. Alt sem hún vissi var, að fótatak Friðriks Grey kom blóði hennar til að renna hraðara gegnum æðarnar, að nær- vera lians heillaði hana og gerði hana glaða. líödd lians var henni kærari en hinn indælasti hjjóðfærasöngur, og snerting lianda hans kom öllum taugum Irennar til að titra. Hið sólríka vor ástarinnar var runnið upp hjá Lucy Ches- ney, og hún gladdist yfir því að það mundi aldrei enda. . II. KAPITULI. Breytingin. Lafði Jana Chesney sat í rólegu dagstof- uni sinni í gamla húsinu á Bakkanum. Bakkinn var nú orðinn mikils verður útbær; á lionum voru bygð stór liús og skrautleg, einlyft hiTs með tveimur dyrum; bústaðir með litlum dyravarð- arhíbýlum, og önnur stór og myndarleg hús. Sjö ár gera stundum miklar breytingar. Þau höfðu samt ekki ollað miklum breyt- ingum hjá Jönu Chesney. Hinn fyrverandi kvíði, vonbrigði og nagandi sorg hafði rénað. og síðustu rólegu og friðsamlegu árin höfðu sléttað hið blíða andlit hennar, í stað þess að gjöra það hrukkótt og hörkulegt. Það var nú að eins eitt sem amaði lienni — kvíðinn fyrir Clarice systur sinni og afdrifum hennar. Jafn undarlegt og það var, hÖfðu þær enn þá ekkert heyrt af lafði Clarice Chesney. Ekki eitt ein- asta orð, enga bendingu um hana, hafði Jana fengið þessi hin síðustu sjö ár. Frú West — eini hlekkurinn, sem Jönu virtist vera á milli tilveru Clarice og hvarfs hennar — var horfin. Ekki í sama skilningi og Clarice var liorfin. Frú West var farin úr Gloucester Terrace, og hafði sezt að á meginlandinu, til þess að börn hennar gætu notið betra uppeldis. Maður liennar hafði farið með henni. Hann hafði verið heppinn með starf sitt og viðskifti, og safnað viðeigandi upphæð á tiltölulega stvttri tíma, heldur en flestir aðrir viðskiftamenn gera, og að því biínu liætti hann algjörlega við það. Jana hafði því ekki fundið Y^est síðan daginn eftir dauða föð- ur liennar, þegar hún fann og talaði við hr. West stutta stund. Nei, Clarice Chesney var liorfin; forlög hennar voru ein af lífsins ma,rgu gátum. Tím- inn hafði breytt hina styrkjandi vængi sína yfir tilfinningar Jönu. Kvíðinn og sorgin áttu nú lieima í liðna tímanum. Það var að sönnu til- fellið, að nú komu enn þá við og við hnugnar stundir fyiir Jönu, eins og Degar við vöknnm stundum á morgnana, þegar öll gamla skelfing- in réðist á hana aftur, hið einkennilega hvarf, hinn voðalegi draumur, liin kveljandi æsing, þegar hún og jaílinn leituðu að Clarice, og þá mundi hún, að hún liafði lofað föður sínum að gera leitina að Clarice að aðal lífsstefnu sinni. A jiessu augnarbliki spurði hún sjálfa sig — liefi eg efnt þetta loforð? En satt að segja, hún gat ekki séð að mögulegt væri að gera neitt; því alt sem mögulegt var að gera, var búið að f ram- kvæma. Ef nokurt atvik benti á að liugsanlegt væri að ráða þessa gátu, þá ætlaði Jana að gera alt sem í hennar valdi væri til þess, að það yrði gert. Stundum fanst henni eins og einhver dul- in rödd innvortis segði henni að sá tími mundi koma. En þessi sjö ár voru liðin án þess, að koma með nokkuð í þá átt, og sjö ár finast mönnum langur tími, þegar menn eru á aldri lafði Jönu. Sorgarmerkin voru horfin af andliti hennar, það var rólegt og alúðlegt, og tilveran, þegar hún var róleg, hafði enn þá aðdráttarafl sitt lianda Jönu Chesney. M eð þessu er ekki sagt, að ekkert mótlæti liafi átt sér stað; eg þekki engan, sem er alveg laus við það. Einmitt þenna morgun er nokkuð komið, sem fellur þungt á Jönu, þar sem liún situr í skuggaríku svalandi dagstofunni sinni, þar sem sólskinið leitar ekki inn fyr en eftir há3 degisbilið. Hún hefir fengið bréf fní Seaford, frá greifainnu Oakburn, og innihald þess kom henni í vandræði, meðan hún laut niður til að lesa það hér um bil í tíunda skifti. Lafði Oakburn hafði skrifað henni nokkr- ’im dögum áður, og boðið henni að koma og dvelja lijá þeiin í Seaford. Jana hafði neitað því. Hana langaði alls ekki til að fara að heim- an um þetta leyti, skrifaði hún, en ef alt gengi vel, æltaði hún máské að vera hjá þeim um jólin í London. Óvild Jönu til greifainnunnar var nú horfin; hú bar sanna virðingu fyrir henni og þær voru beztu vinur. Neitun hennar var send á réttum tíma, og fáeinir dagar voru liðnir síð- an; en þenna morgun kom aftur bréf frá lafði Oakburn, innihaldandi ' nokkur áhrifamikil, lijartnæm og biðjandi orð. “Komið þér um- fram alt undir eins, kæra lafði Jana. Eg bið vður um það vegna Lucy. Hún er alveg heil- brigð; en eg verð að fá að heyra ráðlegging vð- ar henni viðvíkjandi. Þessi orð komu Jönu í vandræði. Lafði Oakburn liafði sjáanlega skrifað með kvíða í huga sínum, með sárri tilfinningu, hélt Jana, og í flýtir. Bréf hennar voru annars alt af svo skvnsamleg og svo róleg, að nú var engin efi um að eitthvað alvarlegt, óvanalegt hafði truflað hana, og að það snerti Lucy. “Eg fer strax af stað”, sagði Jana við sjálfa sig, um leið og hún í síðasta sinni lagði bréfið í fellingar sínar og stakk því í vasann. “Mér fellur illa öll óvissa, og eg fer af stað í dag. Við getum farið með lestinni sem fer kl. þrjú”. Hún hringdi eftir Judith, til að gefa henni liinar nauðsynlegu skipanir, en sá á sama augna bliki vagn Lauru systur sinnar nema staðar fyrir utan girðingarhliðið. Vagn Lauru var nú lokaður og skrautlegur, með prúðbúinn þjón og ökumann og alls konar tildur, í samræmi við hégómagimi hennar. Carlton eldri var nú far- inn úr þessum heimi og skildi auð sinn eftir lianda svni sínum, og enginn í South Wennock lifði jafn ríkmannlegu og eyðslusömu lífijog þau lir. og frú Carlton. Hún kom inn, hinn drotnunargjarni svipur, sem nú var orðin að vana, sást glögt á andliti hennar; ljósgræni silkikjóllinn henar gljáði og skrjáfaði og livíta blæjan hennar sveiflaðist um hnakkann. Jana gat undir eins séð að hún hafði orðið fvrir einhverju mótlæti. Það bar oft við að eittlivert mótlæti heimsótti hana nú orðið. Samkomulag systranna var alls ekki innilegt. Jana liélt fast við sína upprunalegu ákvörðun, að koma aldrei inn fyrir dyr í húsi hr. Carltons, og umgengni hennar við systur sína átti sér að eins stað , þegar Laura við og við heimsótti liana. Laura settist niður á næsta stólinn, um leið og hún flevgði skrautlegu sóllilífinni sinni á borðið. “Já, guð gæfi að þú vildir láta mig fá Juditli”. Þessi orð voru töiuð án þess hún heilsaði nema að nafninu til. Þegar illa lá á Lauru, var liún jafn sparsöm með kurteisi sína og jarlinn faðir hennar var. Jana leit á hana hálf hissa. “Láta þig fá Judith, Laura. Eg veit ekki við hvað þú átt”. ‘ * Þessi Stiffing gerði mig næstum brjálaða í morgun með heimsku sinni”, svaraði lafði Laura eigandi við þernu sína, “og ef eg að eins gæti fengið nokkura, sem eg gæti notað í stað hennar, skyldi hún fá levfi til að fara undir eins i dag. Getur þú trúað því, Jana, að hún hefir sent yndislega gulgylta herðafetilinn minn til litarans”. “Það hefir hlotið að eiga sér stað vegna misgánings”, sagði Jana. “En, hamingjan góða, hver annar en heimsingi mundi hafa framið slíkan misgán- ing ’ ’, svaraði Laura. ‘ ‘ Eg sagði henni að senda brúna herðafetilinn minn til þess, að fá hann litaðann, og svo tekur hún þann gulgylta og sendir hann; í morgun kom hann aftur, orðinn að viðbjóðslegum svörtum ræfil. Viltu láta mig fá .Tudith, Jana? Eg veit að hvin ætti betur við mig en nokkur önnur”. .Tana liristi höfuðið. Hún hefir máské dáðst að þessari kuldalegu kröfu. Svar hennar var mjög stutt, en það gaf í skvn, að hún gæti ekki verið án Judith, og Laura sá, ^tð það var alvara hennar. “Láttu ekki þá þernu þína fara, sem er við- eigandi fyrir þig í öllu tilliti, að eins fvrir einn einasta misgáning, Laura”, ráðlagði Jana henni “Hvernig sem ástatt er, þá get eg ekki látið þigfá.Tudith. Eg liefi liana með mér í dag. Eg fer til Seaford”. “Til Seaford”, sagði Laura, með jafn ön- ugri rödd og hún sjálf var. ‘ ‘ Það er ekki lengra. síðan en í vikunni sem leið, að eg mætti þér í Higli Street, og þá sagðir þú mér, að lafði Oak- burn liefði boðið þér að koma til Seaford, en þú hefðir afþakkað heimboðið”. “Eg man vel að eg sagði þér það. En eg fékk annað bréf frá henni í morgun, svo eg hefi brevtt áformi mínu. Eg fer í dag”. Laura rvkti til höfðinu eins og siður henn- ar var. “Eg vildi ekki vera eins hverful og þú, Jana. Þú vilt þá ekki láta mig fá Judith?” “Mór þykir leitt að verða að neita þér um hana, Laura”, svaraði Jana, “eg get ekki verið án hennar”. Laura sat og stappaði fætinum á gólfdúk- inn. “Mig langar til að fai*a með þér”, sagði hún loksins. “Eg er viss um að það mundi gleðja lafði Oakburn að sjá mig”. ‘ ‘ En eg verð þar heilan mánuð ’ ’. ‘ ‘ Hvað gerir það ’ ’. Hr. Carlton vill eflaust síður vera án þín svo lengi. ’ ’ Heldur þú að eg hagi mér í öllu eftir löng- unum lians og velþóknan?” spurði Laura um leið og beiskum mikilúðlegum svip brá fyrir í andliti hennar. “En eg vil ekki fara með þér, því þá missi eg af veðhlaupunum hérna ’ ’. Areiðanlegustu Eldspíturnar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRAbTAR af því þoereru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPlTUR LOÐSKIXN Btendur, Veiðlmennn og Versluiiarmenn LOBSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestn akinnakaupmenn í Canada) 213 PACIFIC AVENUE...............WI.WTPKG, MAN. Hæsta verð borgað fyrlr Gsrrur Húðlr, Seneca raetur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRC YBAR, Hoí’UU LDDSKINN Ef þú óakar eftir fljótrí afgreiðalu og hesta verði fyrír ull og loðakinn.akrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og árítanaspjöldum. Bruna-Salal r i i I---------------------------------------- | Vörubyrgðirnar ! hjá | MOYER SHOE Company, i 266 Portaye Ave. I ___________________________________ _ ! púsundir himinlifandi viðskiftavina hafa sótt þessa | stórkostlegu sölu, síðan hún hófst, þó eru enn afar-miklar | byrgðir óseldar sem verða að seljast á fádæma lágu verði. I A MEÐAN UPPLAGIÐ ENDIST j Karlmannaskór $5—6.00 virði, úr patent leðri og /\p flóka. Seldir á Brunasölunni á. í j Karlmannaskór alveg skínandi til spari, af nýjustu j gerð, uppruna verð $7.00. Allar stærðir aq np j Brunasöluverð.................. jJ KVENNSKóR j 150 pör af fínum kvennskóm, Calf og Kid leður; /vp* stærðir upp að 3 að eins, $5.00 virði. Brunasala DC i j 55 pör af ágætis kvenna, High Cut, skóm, úrvals >fni og gerð. Vanaverð upp að $6.00. ^ | hp Brunasöluverð.................vþi, / J j Barnastígvél, Skór og Slippers frá 75c. og hsekkandi. ! MOYER SHOE CO., ! 266 Portage Ave., Winnipeg í I “Sk ræling jaf élagið”. Atlantshafseyja-félagið danska sem meðal íslendinga hefir hlot- ið þetta virðulega nafn, hélt ný- lega fund í Khöfn, og var Jó- hannesi Patursson boðið á fund- inn. Umræðuefnið hafði'verið eitthvað um samband Danmerk- ur og “hjálendanna”, og hafði frummælandi í ræðulok ráðist all- fruntalega á gest félagsins, Pat- urson, en er hann kvaddi sér hljóðs til að svara, þá var honum algjörlega meinað það. Lítur út fyrir að honum hafi verið boðið á fundinn. í því skyni að láta hann sitja undir skömmum. En auðvitað gekk hann og aðrir Færeyingar af fundi, er honum var bannað málfrelsi. Félag þetta ætlar sýnilega ekki að “kafna undir nafninu”, enda er Knud Berlín nú kominn í stjórn þess og vonandi er að Danir einir verði látnir hafa heið urinn af því að halda uppi þessu skrælingjafélagi framvegis. Samuel Compers. Ameriski verkamannaforing- inn nafnkunni Samuel Gompers, er fæddur í Lundúnaborg 27. jan. 1850. Hann naut barnaskóla- fræðslu þar í borginni frá því hann var sex ára og þangað til hann varð tiu. Til Ameríku kom hann árið 1863 og lærði þar vindlagerð, og var það hans höf- uðatvinna lengi framan af. Síð- an að hann var fimtán ára að aldri, hefir hann verið stöðugur talsmaður verkamanna og unnið stórt og fagurt verk í sambandi við félagsskap þeirra. Hann er valmenni, vitur og sanngjarn cn þó hinn mesti málafylgjumaður, og hefir hann haft blessunarrík áhrif á kjör verkamanna víðs- vegar um heim. — Síðan árið 1882 hefir hann, að einu ári und- anskildu, jafnan verið forseti allsherjar verkamannasambands Bandaríkjanna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.