Lögberg - 06.06.1918, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.06.1918, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1918 5 COPENHAGEN Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsin bezta munntóbak. Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öHnm tóbakssölum og í flestum tilfellum náði kom- ið hinum rétta lit og þrosaðist miklu fyr en Marquis hveitið, og það sem f yrst þroskaðist af þessu hveiti týndi Mr. Wheeler aftur ur og geymdi til útsæðis og á þenna 'hátt hefir hann fullkomn- að þessa ’nýju hveiti tegund, sem hann nefnir Red Bobs. Að sjálfsögðu þótti Mr. Wheel- er vænt um þessa uppgötvun sína, en áður en hann léti á henni bera vildi hann vera viss í sinni sök, svo hann ásetti sér að gjöra samanburð, og þrauta tilraunir og árið 1912 tók hann sáðlendur tvær, í aðra þeirra sáði hann Mar quis hveiti en í hina Red Bobs, í báða akrana var sáð sama daginn 22. maí, og að öllu öðru leyti voru sáðlendur þessar eins, báðir ak- urblettimir talsvert notaðir, en báðir vel unnir. Red Bobs hveit- ið móðnaði 10 dögum á undan Marquis hveitinu, sem leit prýði- lega vel út, en frostið náði og gjörði ónýtt. 1913 kom hagl og eyðilagði alla uppskerana fyrir Mr. Wheel- er. En þegar hann fór að ihreinsa akra sína fann hann þó nokkuð af Red Bohs og Kitchener hveiti sem staðist hafði haglbylinn, og má af því merkja hvað stöngin er sterk. þetta hveiti sló hann og notaði til útsæðis. 1915 sáði Mr. Wheler Red Bobs hveitinu í óplægðan akur, sem á ensku máli er kallað að sá í (on Stubbie) í fyrstu vikunni í júní, og þykir slíkt ekki mikil búmenska undir vanalegum kring umstæðum, en það þroskaðist vel og Mr. Wheeler fékk 28 mæla af ekranni. Mr. Wheeler sýndi eitt bindi af þessu hveiti á alþjóðaþingi kom- akuryrkjumanna í 111. 1917 og þóttí það þar af öllu bera. öxin vora sérlega falleg með sex röð- um og 95 full þroskuðum hveiti- kornum í flestum öxunum og er meira en í nokkru öðru hveitiaxi sem hér era þekt. Prófessor Bracken við Sask. háskólann og próf. Grisdale við landbúnaðarháskólann í Alberta reyndu báðir Red Bobs 1917 og það þroskaðist á báðum stöðun- um og var tilbúið til uppskeru sex dögum á undan Marquis hveiti. Til manneldis er þetta Red Bobs hveiti ekki einasta eins gott og Marquis hveiti heldur betra, eftir því sem Howard efna- fræðisrannsóknarstofan í Minne- apolis segir. f fyrra var sýnishom af þessu hveiti sent til George Serls hveiti umsjónarmanns Canada stjóm- arinnar í Winnipeg og hann beð- inn að ákveða um verðmæti þess. Mr. Serls setti það í fremstu röð, No. 1 hard, og sýnir það að hann áleit það að öllu leiti eins gott og Marquis eða Red Fife. Mr. Wheeler er sannfærður um að með Red Bobs er fengið hveiti sem er mjög haganlegt fyrir Vestur Canada. Hann álítur að með því að flýta fyrir því að hveitið móðni um 6—10 daga þá sé komið í veg fyrir tvent, sem þefir verið tilfinnanlegur hnekk- ir fyrir hveitiræktina og það er ryð og frost. Ryð segir hann að sé hættulegast seinni partinn af júM og fyrstu vikuna í ágúst, en þá heldur hann því fram, að Red Bobs hveitikomið sé orðið svo þroskað að það saki ekki. En hvað frosti viðvíkur, þá segir hann að það verði móðnað áður en hætta sé af haustfrostum. Ef að þetta reynist satt er mikið unni, því að skaðinn sem að ryð gerði í Canada 1916 var yfir $20,000,000. f viðbót við þá kosti Red Bobs hveitisins sem nú eru taldir, seg- ir Mr. Wheeler að það gefi mun meira af sér heldur en Marquis, að stöngin sé sterk og það sé hægara að þreskja það heldur en Marquis hveiti. Mr. Wheeler seldi það sem hann hafði aflögum af 1917 upp- skerunni af Red Bobs ti’l útsæðis á $48.00 mælirinn. “The Gnain Growers Guide”, sem þessi grein er tekin úr, keypti nokkuð af þessu útsæði af Mr. W'heeler og sendi það án endurborgunar til þeirra manna i Vesturfylkjunum sem voru fús- ir að styðja að útbreiðslu blaðs- ins, þó fékk enginn maður meira en 40 pund, flestir 10—20 pund. Blaðið hefir gjört samninga við Mr. Wheeler að kaupa af honum og öðram sem sáð hafa þessu hveiti í ár og eins 1919 alt það Red Bobs hveiti, sem þeir geta selt, og gjöra aðstandendur blaðsins það til þess að útbreiða þessa te'gund af hveiti, sem allra mest til þeirra manna, sem þykir nokkru skifta um að fá þetta út- sæði. Aðstandendur blaðsins eru nú að gjöra ráðstafanir til þess að útbýta þessu hveiti á meðal bænda. Frá íslandi. “Ýmir” kom inn til Hafnar- fjarðar 21. apríl fullur af fiski og með 60 lifrarföt. pilskipið “Sur- prise” kom inn í vikunni með 9þ^ þús., “Acorn” með 10 þús. Kyrsettur var einn maður, sem ætlaði að taka sér far með | “Botniu” 25. apríl. pað var Ól- lafur Hvanndal kaupmaður, og ; hefir hann skýrt Vísi svo frá, að hann hefði fengið sér vegabréf nokkrum dögum áður en skipið átti að fara og þá lagt í umslag- ið hjá bréfinu ibíöð nokkur gömul sem hann svo gleymdi að taka úr því aftur og mundi ekkert eftir þeim, fyr en þau fundust við rannsóknina. Eitt var gömul kvittun frá opinberum skoðunar- mönnum, annað gömul banka- kvittun, þriðja gamalt símskeyti frá Khöfn og fjórða eftirrit af gömlu símskeyti til Khafnar. Sannanlegt kveður hann það, að hann hefði ekki ætlað að leyna þessum bréfum, þar sem þau voru geymd einmitt hjá vega- bréfinu, enda kvaðst hann hafa beðið um að þau yrðu rifin í sundur; en það þótti ekki nægi- legt, heldur var hann algjöruega kyrsettur frá utanför að þessu sinni, eftir mikla vafninga þó og fyrirhöfn af hans hálfu. Kolalaust var orðið hér svo [ gersamlega áður en Borg kom, i að sagt er að Willemoes hefði ekki komist héðan fyrir koialeysi efBorg hefði hlekst á. pað hafði jafnvel komið til mála, að stöðva gasframleiðsluna hér í bænum og síðar hefði það verið sjálfgert. Saltlaust er að verða hér í bænum, svo að horfur eru á því að bátar þeir sumir, sem héðan hafa gengið tif fiskjar verði að hætta. Afli hefir verið ágætur á bátana og væri þetta því til- finnanlegt tjón fyrir menn þá, sem þannig myndu missa ágæta atvinnu. Illir gestir þykjaþað, sem sagt er að gengið hafi á land við Breiðafjörð í vetur. pað era ref- ir þeir, sem aldir hafa verið upp undanfarin ár í Breiðafjarðar- eyjunum, en þeir “löbbuðu sig í burtu” úr eyjunum í vetur, með- an fjörðurinn var lagður. Eig- endur refaklakanna segja að ref- irnir hafi allir drepist í vetur, en búendum við Breiðafjörð þykir sjón sögu ríkari um það, hvað um þá hafi orðið, því að refimir fara þar um sveitimar í hópum. Gera þeir sig jafnvel heima- komna á bæjunum, því að þeir eru gæfir mjög sem eðlilegt er. Hafa nokkrir þeirra verið skotn- ir. En búist er við því, að allur þorri þeirra “Ieggist út” á afrétt- um og verði, er stundir líða, hin versta landplága. “Sigurfarinn” kom inn 27. apríl með 121/2 þús. Mörg fær- eyisk fiskiskip hafa komið inn Iþessa dagana og munu yfirleitt hafa aflað vel. “Toyler kom til Hafnarfjarðar í síðustu viku með ágætan afla. Um síðustu helgi afgreiddi landsímastöðin héra um 1,300 heilla óskaskeyti, sem öll, eða því sem næst, vora til fermingar- barna hér í bænum eða aðstand enda þeirra. Á sunnudaginn (28. apríl) vora fermd 152 börn í báðum kirkjunum, svo að 8—9 skeyti koma á hvert barn til jafnaðar. Hvert skeyti kostar 75 aura, og hefir þannig alls ver- ið varið nál. 1000 krónum í skeyti þessi hér í bænum við þetta eina tækifæri. TII, ST. G. STEPHANSSON. (Sjá “Orustan v!8 Yankee Bluff’’ 1 “Voröld”.) Eg hcltl það sturll' ekki her vom né þjóð þitt háðsfulla visu-hnoss. en værir þú nær lionuni Vilhjálmi blóð þá veitti’ hann þér “Iron Cross”. Yankee. Walker. í morgun -30. apríl) var 6,6 st. hiti í Vestmannaeyjum, 8,6 í Reykjavík, 5,5 á ísafirði, 7 á Ak- ureyri, en að eins 0,7 á Gríms- stöðum og Seyðisfirði. Sænskur ræðismaður er settur hér til bráðabirgða, í fjarveru Tofte bankastjóra, Joh Fenger heildsali. fsinn á Eyjafirði brotnaði upp og rak út í nótt (30. apríl). í gær var ísinn óbreyttur að sjá á öllum innfirðinum, frá Hörgár- granni, en auðvitað farinn að grotna við ströndina. “Willimoes” átti að fara héðan áleiðis til Ameríku um hádegið í dag (1. maí). Hann á að sækja steinolíufarm. Póst flytur hann héðan til Halifax. Skipstjóri er sá sami og áður. Úr Eyjafirði. f bréfi frá “bónda, sem nýlega birtist í blaðinu “Degi”, er sagt svo frá ástæðum bænda þar í sveit: “pað eru miklar líkur til, að efnalegar ástæður bænda hér í firðinum yfirleitt hafi ekki frá ómunatíð verið betri en einmitt nú, og hygg eg að fleiri héruð landsins gætu sagt hið sama, bara ef menn væra ekki orðnir blindir af þessum blaða sultar- söng”. Eru þetta góð tíðindi, en víst er um það, að “sultarsöng” þann sem hér um ræðir, kyrja bændur sjálfir fullum hálsi og er því ekki að furða þó að bergmáhð heyrist í blöðunum. Ullarverð hjá Kaupfélagi Ey- firðinga segir “Dagur” að hafi orðið kr. 3.55 síðasta ár; 25 aura uppbót var veitt á verðinu á aðal fundi félagsins. Gæruverð er enn óákveðið, en búist við því að 40 aura uppbót verði veitt á því. —Vísir. FRÁ ALpINGI. Verzlunarrannsóknin fyrirskipuð í neðri deild vora að eins tvö mál á dagskrá, tillaga um bann við sölu ólafvalla, sem eftir all- mikið þvarg var samþykt með 20 atkv. gegn 2, og tillaga um að skipa nefnd til að rannsaka verzlunarframkvæmdir landsins. Um þá tillögu urðu all-miklar umræður og var þeim ekki lokið fyr en á fimtu stundu eftir há- degi. Framsögu hafði Gísli Svein- son og mæltist honum vel og skörulega, en ekki er rúm hér til að segja ger frá ræðu hans. Að- allega var um það deilt, hvort vísa skyldi tillögunni til bjarg- ráðanefndar eða f járhagsnefndar eða að kjósa sérstaka nefnd. — Enginn treystist til þess að and- mæla því, að rannsókn væri nauðsynleg, jafnvel ekki þeir Bjarni Jónsson og Sveinn ólafs- son (fossanefndarmennírnir), sem aðallega börðust fyrir því, að málinu yrði vísað til bjargráða- nefndar. f þeirri nefnd eiga þeir báðir sæti, og virðist svo sem þeir hafi treyst sér til þess að halda þar hlífiskyldi fyrir stjórn inni svo að ekki þyrfti að óttast afleiðingamar. Var helzt að heyra á Bjarna, að fyrir alla muni mætti ekki kjósa sérstaka nefnd, vegna þess að í þá nefnd gæti komist ein- hver fyrverandi ráðherra sem við málið væri riðinn, en í svip- inn mundi hann ekki að Björn Kristjánsson á sæti einmitt í bjargráðanefnd. pegar honum var bent á það, sagði Bjarni að við hann mundu þeir geta ráðið í nefndinni! Seinasta ræða Sv. ól. var lítið annað en yfirlýsingar um að hann skildi ekki hitt og þetta. Æem aðrir höfðu sagt og skildu menn það vel; Bjarna skildi hann þó, en það gerðu fáir aðrir. Stjórnin lagði sig fúslega á höggstokkinn og sagðist einskis óska fremur en að rannsóknar- nefndir yrðu skipaðar á allar hennar gerðir, en ekki kæmí henni til hugar að skilja það sem vantraust! pegar gengið var til atkvæða voru þrír þingmenn, sem vitan- legt var um að allir vora fylgj- andi rannsóknamefndartiltög- unni, fjarverandi, en ekki gátu þau auðu þingsæti veitt þeim Bjama og Sveini nægilegan stuðning til þess að tillaga þeirra yrði samþykt og var hún feld með 13 atkv. gegn 9 og samþykt að kjósa sérstaka nefnd með öll- um gr. atkvæðum. — En ekki sáu menn þá Bjama og Svein rétta upp hendurnar. f efri deild var enginn fundur í gær (27. apríl) og í neðri deild voru að eins tvö mál á dagskrá. Frumv. til laga um breytingu á landsbankalögunum (eftirlaun handa B. Kr.) var til 2. umræðu. Sig. Sig. reis nú upp og vildi láta vísa málinu til allsherjarnefndar og fresta umræðunni. Aðalflutn- ingsm. (porl. Jónsson) taldi það óþarft og í sama streng tók for- sætisráðherrann, en þó var til- lagan samþykt með 13 atkv. gegn 9. Rannsóknaraefndin. Síðara málið á dagskránni var kosning manna í nefnd þá, sem samþykt var í fyrradag að skipa til að rannsaka verzlunarfram- kvæmdir landsins. — Kosningu hlutu: Einar Arnórsson, Einar Ámason, Bjarni Jónsson frá Vogi, Bjöm R. Stefánsson, Matthías ólafsson. Ný frumvörp. Magnús Kristjánsson flytur í e. d. frumvarp til laga um skipa- miðlara, er mælir svo fyrir, að skipamiðlarar hér á landi skuli vera löggiltir af stjómarráðinu eftir tillögum verzlunarráðs ís- lands. í reglugjörð, er stjómar- ráðið setur, skulu störf- skipa- miðlara nánar ákveðin. Sigurjón Friðjónsson flytur frumv. um einkarétt (lands- stjórnarinnar) til verzlunar með smjör og tólg, er miðar að því að gera smjörverðið jafnt um land alt, en nú er 3—4 kr. munur á verði smjörtvípundsins nyðra og syðra. Vill flm. láta ákveða há- marksverð smjörs kr. 4.00—4.50 í innkaupi um land alt, en útsölu- verð sé aldrei meira en 50 auram hærra. Búðarlokunarsamþyktirnar. í Nd. er fram komið frv. um þann viðauka við lögin um sam- þyktir um lokunartíma sölubúða, að heimilt skuli að ákveða sektir við brotum á samþyktunum, 100 —1000 kr. En gleymst hafði að setja siíkt ákvæði í lögin á síð- aasta þingi, og hafði það valdið því, að stjómarráðið vildi ekki staðfesta samþykt þá, sem bæj- arstjórnin hérna samþykti í vor. Frv. þetta var til 1. umr. í N. d. í gær. f E. d. voru tvö frv. (um skipamiðlara og bæjarstjórn á Akureyri) einnig til 1. umræðu Um úthlutun matvöru og sykur- seðla og vöruflutninga flytja þrír þingmenn tillögu til þingsályktunar í N. d. á þá leið, að kornvöru- og sykurskömtun skuli hagað svo, að í sveitunum, þar sem aðdrættir eru erfiðir, verði gefnir út seðlar til alt að 9 mánaða í júnímán. n. k. og að þau héruð verði látin sitja fyrir vörum til vetrarforða. Annars engin markverð tíð- indi frá þingi. —Vísir. porbergur porleifson söðla- smiður andaðist hér í bænum fyrir fáum dögum. Bergur sál. hafði dvalið hér í bænum mjög lengi, en ekki var hann hér upp- runninn. Hann var um langt skeið með fremstu iðnaðarmönnum í iðn sinni. Hann lætur eftir sig konu há- aldraða og dóttur fullorðna. Berður var góður fslendingur og sæmdarmaður í hvívetna. Gift kona, puríður Egilsdóttir að nafni til heimilis á Njálsgötu 16 hér í bænum, hvarf nýlega af heimili sínu. Var hennar leitað og fanst hún örend út í örfiris- ey — rekin af sjó. — Fyrir nokkra síðan hvarf hér einnig önnur kona Theódína por- steinsdóttir. Hún fanst örend í fjöranni fyrir neðan “Sölvhól” hér í bænum — rekin af sjó. —Frón. Alvara tímanna. peir tímar, er vér nú lifum á, eru sjálfsagt með þeim alvarleg- ustu, sem komið hafa yfir heim- inn. pjóðii-nar sem standa í heimófriðnum, fórna fé og f jörvi sona sinna, til þess að verja sjálf stæði sitt, en þjóðirnar, sem sitja hjá, eyða stórfé til að verja hlut- leysi sitt. Efst á dagskrá allra er þrátt fyrir matarskort og dýr- leika og erfiðleika á öllum svið- um, sjálfstæðismálin. Sambands- þjóð vor Danir eyða miklu fé í landvarnir. Er á þetta er alt lit- ið, þá virðast þær raddir mjög einkennilegar, sem heyrast hjá einstöku mönnum, um að nú séu ekki tímar til að hugsa um sjálf- stæðismál vor. — Alvaran, sem á ferðinni er, sé of mikil til þess. Enn einkennilegri eru þær raddir sem telja að vér höfum að nauð- synjalausu eytt tíma í sjálfstæð- isbaráttu vora. Nú þarf ekki annað en að snúa huga vorum aftur í tímann til þess að sjá að sjálfstæðisbarátta, sú sem við höfum háð út á við, hefir orðið máttarstoð undir allri framþróun vorri. Hvar mundum vér nú standa efnalega, ef vér hefðum ekki átt Jón Sigurðsson og aðra ötula íslendinga, sem hafa dregið rétt vorn úr greipum Dana? Er sú barátta gleymd? Er það gleymt, hvað hvað holl hún reynd ist þjóð vorri? Sjálf baráttan að stóra marki göfgar þjóðina. Er það gleymt, að sá réttur, sem vér nú mótmælalaust af Dönum eigum — að hann kostaði oss baráttu, — harða baráttu. Er það gleymt, að í allri þessari bar- áttu kváðu við raddir um, að vér gerðum annað þarfara en að eiga í deilum við Dani. Nú kunna menn að segja, að vér verðum hvorki ríkari né fátækari, hvort vér eigum fána eða eigi; hér sé að eins um mentnaðarspursmál, hugsjónaspurning að ræða, — eru þá hugsjónir bundar við fána vom einskis virði ? Eða hvemig líta aðrar þjóðir á það? Hvað mundu Danir segja, ef þeim væri bannað að sýna fána sinn fyrir utan landhelgina? En hér er auk þess meira en um hugsjóna- spursmál að ræða, því siglinga- fáni á þessum tíma gæti orðið bjargvættur landsins, því vart mundu ófriðarþjóðirnar amast við fána vorum á höfnunum, hvernig sem taflið annars snýst. peir fáu sem vilja að íslenzka þjóðin leggi sjálfstæðismál sín á hilluna, þegar aðrir allstaðar 1 heiminum eru að berjast fyrir þeim; á þeim tímum, þegar að vænta má að dómurinn falli um örlög smáþjóðanna á hverju augnabliki, þeir fáu menn ættu að taka mál þetta til nýrri og betri yfirvegunar. Aldrei hefir verið meiri ástæða fyrir smáþjóð irnir en nú að vera vakandi. Aldrei meiri ástæða til að halda fast um allar kröfur sínar. — Raddir í þá átt, að lán vor til tveggja ára í Danmörku sé þrösk uldur fyrir kröfum vorum sýna hvað lágt er enn hugsað af ýms- um mönnum. Vel getur hinsveg- ar verið, að réttara hefði verið að taka lán þetta annarstaðar, en á voru landi ætti það ekki að heyr- ast, að við værum orðnir skuld- bundnir Dönum, þó vér fáum lán hjá þeim með venjulegum banka- kjörum. Miklar líkur eru og til þess, að í önnur hom sé hægt að leita, ef með þarf með lánin. Lán þessi eru öll svo að segja í verzl- un landsins og munu vörur o. fl. til fyrir þeim, svo ekkert af fé þessu er orðið eyðslufé. Of nærri ganga annars ýmsir menn landi sínu á þessum tímum með því að leitast við að mála fjárhag þess svartan til þess að mála svartan blett á stjóm þá, sem með fjár- haginn fer. Er ekki ólíklegt, að ýmsar fullyrðingar í blöðunum að órannsökuðu máli verði lítt til að auka lánstraust vort út á við. En hvernig sem á tímana er litið, þá era þeir svo þrangnir af alvöru,..að allir, sem afskifti hafa af opinberam málum, hvort heldur sem blaðamenn eða á annan hátt, ættu að muna eftir því, að hag landsins verður að skipa hærra sæti en stundargleði við að svala reiði sinni á pólitísk- um andstæðingum. Tímamir era svo þrungnir af alvöru, að vér eigum ekki að auka eldinn inn á við að óþörfu, en finna heldur leiðina til að sam- einast um þau mál, sem framtíð vor byggist á og sem eftirkom- endur vorir munu krefja oss reikningsskapar um fyrir dómi sögunnar. Svo stór mál standa nú á dagskrá vor íslendinga, að þau þau ættu að nægja til að slökkva eldinn inn á við, svo að vér út á við getum staðið ailir sem einri. —Frón. ALLA pESSA VIKU Síðdegis sýning á laugardag Robert B. Mantell í.. .. Shakespear’s leikum Fimtudagskvöld—King Lear Föstudagskvöld—Macbeth Laugard. síðd.—Romeo og Julia Laugardagskvöld—Richard III. Verð að kveldi $2.00 til 25 cent Laugardag síðdegis $1.50 til 25c. Vikuna sem byrjar 10 júní Síðdegis Miðvikud. og laugard. Margaret Anglin í Billeted frábær gamanleikur Box sæta sala byrjar föstud. 7. Verð að kveldi $2.00 til 25 cent síðdegis $1.50 til 25 cent. Mr. Robert Mantell, hinn nafn- frægi Shakespeare’s leikari, er aðalleikhetjan á Waker, það sem eftir er þessarar viku, í leikritinu “Richelieu”. Hann leikur á föstu- daginn í “King Lear”, en á laug- ardaginn verður sýndur leikur- inn “Romeo og Julia” við auka- sýningu, en að kveldinu “Rich- ard III.” Vikuna sem byrjar 10. júní verður sýndur kýmileikur, sem heitir “Billeted”. Dominion. “The House of Glass”, er nafn- ið á kvikmyndaleik, sem Domin- ion leikhúsið ætlar að sýna alla næstu viku, og leikur Clara Kim- ball aðalhlutverkið. Leikurinn er sérlega fjölbreytilegur og fallegur. Annar leikur verður einnig sýndur á tjaldinu og heitir sá Saucy Madeline, og er alveg dæmalaust skringilegur. Á laugardagsmorguninn næsta frá kl. 9—11 verða sérstakar sýningar fyrir börn, sem kosta að eins fimm cent. Strembinn biti. Fæstir mundu trúa því, að blessaður þorskurinn, sem flest- um þykir svo góður, gæti verið svo ótrúlega girugur og gráðug- ur, sem hann er. Má þar um segja, að hann eti alt sem að kjafti kemur, og fer þá ekki að því hvort ætt er eða óætt. Eftirfarandi sögur um þetta efni segir Bjarni fiskifræðingur Sæmundsson í 1. tbl. Ægis þ. á.: “Páll Bjamason kennari á Stokkseyri, sendi mér í hitteð- fyrra stóran (15 cm. langan) sjálfskeiðing, sem hafði fundist opinn í maga á þorski, er veiddist í Selvogssjó þá á vetrarvertíð• inni. Hnífurinn hefjr auðsjáan- lega að eins verið búinn að vera stutta stund í maga fisksins þeg- ar hann veiddist, því blaðið var fagurt og ekki farið að etast af magasýrunni. Ekki hefi eg get- að spurt uppi, hver átt hafi hníf- inn, né hvenær hann hafi tapast. Hann var einblöðungur og með kinnar úr rádýrshomi ( beinkinn- ar með örðum á) og er til sýnis í náttúrugripasafninu. Anna” hnífur (sagði Páll mér) hafði fundist í þorski í Stokkseyrarsjó um sama leyti og hinn, en um þann fund hefi eg ekki getað afl- að mér frekari upplýsinga”. “porsteinn Jónsson frá Alviðru í ölfusi misti út flatningshníf á skipinu Albatros á Selvogsbanka í miðjum apríl 1916. Hnífurinn var með blýhólk og á 'hólkinn skorið fangamark porsteins. Um vorvertiðina var porsteinn háseti á botnvörpungnum Rán, og einu sinni seint í j úní, þá er skipið var á veiðum vestur á Álfsbrún (út af Aðalvík), bar það við að háseti einn er var að gera að aflanum, kallar undrandi upp: “Hver á hníf ?” og heldur á lofti flatnings hníf, er hann þá hafði fundið í maga stórufsa, sem hann var að fara innan í. porsteinn sér hníf- inn og anzar: “Eg á hann”, og segir frá hnífnum sínum um vet- urinn á Albatros. Skipstjóri tek- mr þá við hnífnum og spyr por- stein, hvort hann geti helgað sér hnífinn og segist hann geta það, því að fangamark sitt eigi að vera á honum og stendur það heima; fékk þá porsteinn hnif- inn sinn aftur, eftir 8—9 vikna dvöl í ufsamaganum. Var hníf- urinn (sem er 25 cm. langur) ó- breyttur, nema blaðið var orðið svart. Einhver þroti kvað hafa verið kominn í maga ufsans, sem annars leit út fyrir að hafa verið við sæmilega heilsu. porsteinn hefir nú gefið nátt- úrugripasafninu hnífinn og er hann þar til sýnis almenningi”. Sem dæmi um góða matarlyst hákarlsins, tilfærir sami höfund- ur, að í maga hákarls er veiðst hafi í Eyjafirði hafi verið stór blöðruselur, nokkrir þorskar og nokkur hákarlastykki, og í öðr- um selur á stærð við uxa og 14 þorskar. Enn fremur að í einum “14 feta löngum hákarli hafj fundist heill láturselur, 8 stórir þorskar, ein fjögurra feta langa, 1 flyðra og nokkur hvalspiks- stykki” og má segja að hann hafi verið fremur matheill hákarlinn sa. —Frón. Óskar Franklín Thorsteinsson Fæddur á Gimli, 14. nóv.. 1893 Beið bana við Lens á Frakklandi, 14. marz 1918. (Tileinkað móðurinni). pótt seinni tímarnir sjái hvergi hans sérstæðu mynd, er hvarf í hyl ihjá þjóð sem ei þekti’ að hann, var íslenzkur gimsteinn úr alda bergi í umgjörð, sem Canada lagði til og notaði’, er nauðsyn fann — pá myndina hans hún mamma geymir — og myndinni þeirri’ hann pabbi ann — því móðurhjartað sinn möginn dreymir eins mætan og göfgan og beztan hann gat vonin hugsað sér hæst, er hásumar birtist glæst. En sumarið það ei sungið var í sevagarð vonanna þinna heima, því vor hans drjúpir að dökkum mar sem dagseturstundin, er skuggarnir sveima. — pað lýstur leifti’ um völl og leikföngin brotna öll. Hann gaf sitt alt. Og alt var tekið í alþjóða betrunarsjóð. Og betur fær enginn sitt erindi rekið hjá einni né neinni þjóð. pví verða hans ástvinum árin hjá, svo auðug og stór, þótt væru fá. Ei haustsins né vetrarins harka bítur — af hörmum ei grætist kinn — né skammdegisnáttanna andvökur á, það vor, sem ei sumarsins sólskins nýtur, en sofnar í ljósið inn; í dagsfriðinn hér, og býr draumunum hjá. pótt fegursti orðstír, vors fámenna liðs, í fjölmennið sökkvi’ um stund, og gröfin sléttist við grand í grænlenzkum óbygðum síðari tíða, og þótt vér ei eygjum enn út til þess miðs, er endi þau harmkvæli’, er þjóðirnar líða — pá svífur frá himinsins hæstu sölum að helgrindum jarðar, — að lægstu dölum — sá lífsandi frelsis, — sú ljóssins þrá — sem lífinu bjargar, þótt falli’ í dá. —pess umgjörðin að eins er f jær. — pinn íslenzki gimsteinn nær. Svo eig þinn elskaða son sem ástar fegurstu von þess ljóss, er í sál þinni lýsir hvert vor, þess lífs, sem að örvar mót framtíð hvert spor. Sem síunga vormynd á vonanna löndum, sem vakandi lífsskin á eilífðarströndum. p. p. p.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.