Lögberg - 06.06.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.06.1918, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. JúNf 1918 Jón litli. “Mamma”, sagði litla stúlkan í stóra húsinu, “mú eg ekki fara yfir um til hans Péturs gamla og tala við hann Nonna litla? Mig langar til að vita, hvort eg get ekki fengið hann til að koma með mér í sunnudagsskólann á sunnudaginn kemur. Yfirkennarinn okkar var að segja við okkur í dag, að við ættum öll að reyna að koma með nýja nem- endur með okkur næsta sunnudag, með því móti værum við að vinna gott verk og vinna fyrir Guð, því hann vildi, að allir lærðu að þekkja sig og tnia á sig einan.” “Jú, elsku barnið mitt,” sagði móðir Maríu litlu, sem var góð og guðhrædd kona, “Þú mátt fara og tala við hann Nonnajhtla, ef þú ert ekki hrædd við liann. En, eins og þú veizt, er hann sagður ódæll og slæmur drengur.” /“Nei, mamma, hann mun ekkert gera mér. Eg hefi aldrei talað neift við hann, en eg hefi held- ur aldrei strítt honum, eins og flestir krakkarnir gera. ” “ Já”, segir móðir hennar, “það er ljótur sið- ur og hefir oft komið miklu illu til leiðar. Eg vona að þú gerir það aldrei, María mín; það er einhver sá skaðlegasti löstur, sem börn geta lært. Eg má ekki vera að því að fara með þér, en eg verð héma í eldhúsglugganum og sé nokkuð til ykkar. Héma er stórt epli, sem þú skalt gefa honuin Nonna litla; hann líklega fær ekki oft að smakka svoleiðis auminginn. Faðir hans evðir öllu sem liann inn vinnur sér fyrir vín. Það varð mikil breyting á því heimili þegar móðir Jóns litla dó. Eg heyrði aldrei talað um að hann væri neitt verri en öllur börn, meðan mamma hans lifði. — Jæja. farðu nú, María mín, og eg vona að þér gangi nú vel að tala við þetta munaðarlitla og vanrækta barn.” María litla var 10 ára gömul, lítil eftir aldri og veikluleg. Hún átti ríka foreldra, sem gátu veitt henni alt, sem hún vildi og þurfti; en af því að hún var svo vel innrætt bara og kristilega upp alin, þá hafði eftiriætið ekki skemt hana. Foreldr- ar hennar voru líka góð og guðhrædd hjón, sem höfðu kent litlu dóttur sinni frá því fyrsta að bera virðingu fyrir Guði og öllu góðu og guðlegu; því var hún líka svo gott barn, og vildi öllum gera gott. Sérstaklega langaði hana til að allir drengir og stúlkur lærðu um frelsarann, lærðu að þekkja og biðja liann, eins og henni hafði verið kent. Með þetta í huganum fór hún á stað, til þess að tala við þennan hálfvita dreng, sem enginn sýndist vilja hugsa um, boða honum fagnaðarer- indi drottins, sýna honum, að guð væri guð allra, sem vildu hlýða á hans orð og læra um frelsarann,' son hans, sem vill að öll börn komi til sín og þjóni sér einum. Þetta hafði henni verið kent, bæði af foreldrum sínum og á sunnudagsskólanum. Þegar María litla kom að garðshliðinu, þar sem Jón litli átti heima, kom hann þar út úr lé- legu og illa hirtu húsi. Hann var illa til fara, all- ur mjög óhreinn og rifinn, með ógreitt og úfið hár, og allnr svo útlítandi, eins og hann hefði aldrei séð sápu eða vátn. María litla varð hálf hrædd, þegar hún sá hann, en herti þó upp hugann og kallaði, “Góðan daginn, Nonni minn.” “Nú, góðan daginn,” hreytti Jón úr sér, með ólundarsvip. Hvað ert þú að gera hingað, stelpu- kind, hvað vantar þig?” “Mig vantar að tala við þig, Nonni minn. Má eg ekki koma inn í garðinn?” ‘Nei”, segir Jón, “mig vantar'ekkert að tala við þig. Ertu ekki stelpan hans ríka Hanson þarna í stóra húsinu?” “Jú”, segir María litla, “eg er dóttir hans. Gerir það nokkuð til?” “ Já ”, segir Jón, “pabbi^egir að það sé alt versta hyski, sem þar búi.” “Uss”, segir María, “þú mátt ekki tala ljótt, Nonni minn.” “Má ekki”, segir Jón fokvondur, “hver get- ur bannað mér það, það hefði eg gaman af að vita. Á eg að henda í þig steini og rota þig, eins og eg geri við alla hunda og ketti, sem eru að flækjast hér í kring?” Og svo hló Jón hrottalegan kulda- hláur. María litla varð hálf ráðalaus um stund við þessar'ókurteisu viðtökur drengsins, en hugs- ar sér að hún skuli reyna betur, svo hún segir: “Nei, Nonni, þú mátt ekki henda í mig steini, því eg vil vera vina þín og Ieika mér með þér, eg á engin systkini. Svo er það ekki satt, að allir ríkir menn séu vondir. Sjáðu, mamma sendir þér þetta stóra epli og segist skulu gefa þér fleiri, ef þú verður góður drengur. ” Það fqr að hýraa yfir Jóni liila, þegar hann sá eplið og segir um leið og hann tekur við því: “Ójá, hún mamma þín er víst ekkert slæm, fvrst hún sendir mér þetta epli. Já, og sagðist hún . ætla að senda mér fleiri?” “ Já, ef þú ert góður drengur,” segir María. Já, er eg ekki góður drengur?” segir Jón. “Nei, ekki varstu það við mig núna. Ef þú vilt vera góður drengur, þá máttu aldrei tala Ijótt, aldrei vera ókurteis í orðum við neinn, og aldrei vera vondur við mállausar skepnur, og umfram alt máttu til með að læra guðs orð og læra að biðja. Þegar þú ert búinn að þrra það, þá þarftu engan að láta segja þér það, sem þú átt að gera, því þá veizt þú það sjálfur; mamma segir þetta.” “ Ja, hvernig á eg að fara að læra þetta alt?” segir Jón, sem nú er að éta eplið með góðri lyst. “Þú verður að fara á sunnudagsskólann,” segir María; þar lærir maður guðs orð, og þar lærir maður að biðja. ” “Ja, eg veit ekki,” segir Jón, hálf vandræða- lega.” “Jú”, segir María með ákafa, sem finnur að hún er að vinna sitt mál. “Komdu með mér á sunnudaginn og sjáðu.” * ‘ En eg á engin fín föt, og þetta ríka hyski ’ ’, bvrjaði Jón. “Uss”, greip María fram í fyrirthonum, “þú mátt ekki segja þetta, alt ríkt fólk er ekki vont, alveg eins og alt fátækt fólk er heldur ekki gott fólk. — Jæja, Nonni minn, nú má eg til með að fara. Má eg koma og sjá þig á morgun, og þú hugsar um það þangað til, hvort þú ætlar að koma með mér á sunnudaginn kemur í skólann. ’ ’ “Já”, segir Jón, “þú mátt koma á morgun, ef þú kemur með epli handa mér, en á sunnudags- skólann get eg ekki farið, því eg á engin föt til að vera í. ’ ’ “Getur ekki pabbi þinn gefið þér föt?” segir María litla. “Nei”, segir Jón, “hann segist enga peninga hafa. ” * “ Jæja, vertu sæll, Nonni minn. Eg kem aftur eins fljótt og eg get.” Næsta dag eftir hádegi situr Nonni litli úti og liggur mjög illa á honum. Faðir hans hafði verið drukkinn og venju fremur vondur við hann. En það glaðnaði heldur yfir honum, þegar hann sá Maríu litlu koma. Þetta vanrækta blóm, sem enginn lagði rækt við, varð fegið fyrsta sólargeisl- anum, sem skein inn í sál þess, frá þessari litlu stúlku. Jón litli stóð upp og gekk út að hliðinu til að Ijúka upp fyrir Maríu litlu. Nú tók hann vel kveðju hennar, þó hann sýndist eins og dapr- ari. Hvað gengur að þér, Nonni minn,” segir María litla, “þú ert svo hægur núna. Hérna er stórt epli, sem mamma sendir þér. Heldurðu að allir ríkir séu vondir?” “Nei,” segir Jón, sem rífur í sig eplið í ákafa. “Nú var eg feginn, því nú hefi eg ekki smakkað mat síðan í gær.” “Ekki smakkað mat,” liafði María eftir hon- um, “hvernig stendur á því, gefur ekki pabbi þinn þér að borða?” “ Jú, stundum, þegar hann hefir eitthvað. En hann var svo voðalega drukkinn í gærkveldi, þeg- ar hann kom heim og hafði engan mat, og svo datt hann út af stólnurn og niður á gólf, og hann liggur þar enn. ” “Ja héraa,” segir María litla, “við skuluin fara og vita hvort við getum ekki vakið hann.” Þau fóru inn og fóru að reyna til að vekja drukkna manninn, en gátu það ekki. “Eg ætla að fará og sækja pabba,” segir María, og hleypur í hendings kasti út. Eftir Htla stund kemur hún aftur og Mr. Hanson með henni. Hann leit sem snöggvast á Pétur gamla, en sagði svo við bömin:. “Við skulum koma heim. Komdu heim með okkur, Jpn litli, og hafðu miðdegisverð með okkur.” Jóni litla líkaði það vel, því hann var mjög svangur. “Gamli Pétur er sofnaður seinasta svefn- inn,” sagði Mr. Hanson við konu sína, þegar hann kom til baka með bömin með sér.” “Ja, hvaða ósköp eru að heyra þetta,” segir Mrs. Hanson. “Hvað verður þá um þennan dreng hans. Hann á hér enga ættingja, það eg til veit.” “Já, eg hefi nú verið að hugsa mikið síðan áðan,” segir maður hennar. “Hvernig heldurðu að þér líkaði, elskan mín, að taka að þér uppeldi Jóns litla. Plg veit að hann lítur ekki vel út sem stendur, en eg held að það sé gott mannsefni í honum, og hvað sem því líður, þá finst mér það vera góðverk að taka hann að sér, þennan munað- arlausa dreng. Mér duttu í hug þessi orð frels- arans, “Fátæka hafið þér jafnan hjá yður,” og við erum svo rík, að við getum vel miðlað. ’ ’ “Já, elskan mín,” segir Mrs. Hanson, “eg er þér alveg samhuga, og með guðs hjálp skulum við reyna að gera úr Jóni litla verkamann í víngarði Drottins; þeir eru þar alt of fáir.” Næsta sunnudag fóru þau bæði á sunnudags- skólann, Jón litli og María. Jón litll uppdubb- aður í nýjum fötum, sem fóstri hans hafði gefið honum. “Heldur þú nú að allir ríkir séu vont fólk, Nonni minn?” segir María litla. “Nei,” segir Jón, “pabbiliinn og mama eru mjög góð að gefa mér svona falleg föt,” og Jón lítur ofan um sig allan mjög ánægjulegur af fallegu fötunum. “Já, og stóri, ríki maðurinn hann pabbi þinn, segist ætla að vera pabbi minn, og mamma þín mamma mín líka; er það ekki skemtilegt?” segir Jón. “Jú, og þá er eg systir þín líka,” segir María litla. “Já, svo er það, er það ekki einkennilegt, ” segir Jón, “það er gott að eg á að vera bróðir þinn, þá get eg gætt þín, og eg skal berjast við strákana, ef þeir stríða þér nokkurn tíma; eg er 8vo stór og sterkur.” Og Jón teygir úr sér eins og hann lifandi getur um leið og hann segir þetta. ’ “Uss,” segir María litla, “þú mátt aldrei berjast við neinn og aldrei tala ljótt. Eg vil að hann bróðir minn sé svo góður drengur, að engin systir eigi eins góðan bróður. Ætlarðu að gera það, bróðir minn?” segir María litla, um leið og hún leggur litlu hvítu hendina á öxlina á Jóni litla og horfði framan í andlit honum. “Ja-á,” segir Jón hægt. Eg skal reyna. Eg vil vera góður, en það er a—. Nei, hvað á eg að segja? Það er erfitt að vera góður, en eg skal reyna það.” “Jæja, bróðir minn, við skulum þá flýta okk-. ur í skólann,” segir María litla, um leið og hún tekur í hendina á Jóni, og þau hlaupa hlið við hlið, með brennheita framsóknar þrá æskunnar í brjósti. Nú eru liðin átta ár, frá því við skildum við Jón og Maríu seinast. Þá var það eitt kveld, að fóstri Jóns bað hann að koma inn á skrifstofu sína. “ Jæja, Jón minn,” segir Mr. Hanson, þegar þeir voru sestir niður. Þér þykir þetta nú víst undar- legd» að eg skuli vera að kalla þig á eintal.” “Nei, fóstri minn,” segir Jón. Mér er líka ljúft og skilt að gera alt, sem í mínu valdi stendur til að þóknast þér, og mun eg þó aldrei geta end- urgoldið þér alt það, sem þú hefir gert fyrir mig.” “Við skulum nú ekkert minnast á það. Það sem eg vildi þér hingað var, að spyrja þig, hvað þú hugsaðir fyrir þér næst. Nú hefir þú lokið ‘vanalegu skólanámi, og þarft nú að fara að hugsa um hvaða stöðu þú ætlar að velja þér. Hvað óskar þú að verða, eða hafa fyrir atvinnu? Viltu verða kaupmaður, eins og eg, eða lögmaður, eða þá eitt- hvað annað?” “ Já, fóstri minn, eg hefi oft hugsað um hvað eg ætti að gera, og eg hefi ákveðið að verða heið- ingjatrúboði. Mér finst, að með því móti geti eg helzt þjónað frelsara mínum, og það þrái eg af öllu hjarta, og um leið reist dálítið minnismerki fósturforeldrum mínum, sem eg á næst Guði að þakka að eg er kristinn maður. Langar mig því til, með guðs hjálp, að kenna litlu heiðnu börnun- um að þekkja guð og frelsarann. Eg man, hvað það færði mér mikla unun og frið í sálu mína, þegar eg lærði að lesa um og þekkja alla náð og miskunn Guðs við oss mennina,’ og mig þyrstir að kenna það öllum, sem ekki vita það. En kæri fóstri minn, kannske þér líki ekki þetta áform mitt, þér má eg sízt gera á móti skapi.” “Vissulega,” segir Mr. Hanson, “þetta gleð- ur mig að hevra, því eg hefði stungið upp á því að þú yrðir prestur, ef þú hefðir ekkj. gert það sjálf- ur. Þetta áform þitt er mér sú mesta gleði, og öll- um, konunni minni og Maríu.” “Já, en fóstri minn, hefurðu atliugað það, hvað þetta kostar þig alt mikið fé. Guð veit, livort eg get nokkurn tíma borgað þér alt, sem þú gefur mér. ’ ’ \ “Nei, nei, drengurinn minn góði, liugsaðu ekkert uin það. Þegar eg tók þig að mér, tók eg þig mér í sonar stað, og liugsaði mér, að láta sama yfir þig ganga og Maríu litlu. Og svo hefir Guð gefið mér, eða réttara sagt, lánað mér alt, sem eg hefi með liöndum, og á því að verja því eins vel og eg liefi bezt vit á í hans þarfir og fyrir hans mál- efni. Guð blessi þig svo, drengurinn minn, og það málefni, sem þú hefir helgað líf þitt. Og nú fer eg að segja konunni minni og Maríu frá þessu, að þær megi samgleðjast okkur. Jack Frost. Týnda brosið. Einu sinni var lítil stúlka, sem æfinlega var blíð og brosandi, og allir, sem sáu káta og ánægju- lega brosið litlu meyjarinnar, urðu þá stundina kátir og léttir í lund og brostu líka. En svo var það einn morgun, að brosið var horfið, og litla stúlkan stóð döpur og sorgbitin, af því að hún gat ekki brosað framar. Hún gekk út í dyrnar og kallaði til vindsins. “Vindur, vindur! þú hefir blásið í alla nótt við gluggann minn. Hefir þú stolið brosinu mínu?” Vindurinn svaraði: “Langt frá, Iangt frá því; en eg er nú að leggja á stað í ferð og skal halda spurnum fyrir því.” Hann þaut burtu og kom svo til baka aftur, en hvergi hafði hann orðið var við brosið. Þá gekk litla stúlkan fram á lækjarbakkann: “Lækur,” sagði hún, “í gær sat eg lengi hér á bakkanum; drakst þú í þig brosið mitt?” “Eg drakk ekki annað en sólskinið,” svaraði lækurinn. Nú leit stúlkan upp til sólarinnar, sem var hátt uppi á loftinu, og sagði: “Ó, sól, hefir þú tekið brosið mitt, þú skín svo skært?” En sólin svaraði: “Eg hefi baðað mig í regninu, þess vegna skín eg svo skært.” Litla stúlkan hristi höfuðið og mælti: “Þá verð eg að spyrja aðra.” Nú gekk hún sorgbitin áfram um stund, þar til hún kom að húsi, þar sem hún hitti Dauða. Hún heyrði vein þeirra, sem grétu, og sá hinn dauða, þar sem hann lá brosandi. “Stelur þú brosum hinna lifandi, svo börn þín geti brosað?” spurði hún Dauða. “Nei,” svaraði hann, “börn mín eiga sjálf nóg bros, því þau þurfa aldrei oftar að gráta; eg tek aldrei bros frá þeim, sem lengur geta brosað. ’ ’ Næst sagði stúlkan við Svefn, þar sem hann var að flýja frá henni‘ “Flýr þú mig af því þú hefir tekið brosið mitt?” “Nei,” svaraði hann. “Eg flý frá þér af því þú hefir tapað því. Þegar þú ert búinn að finna það, skal eg koma til þín aftur.” Stúlkan gekk áfram og leitaði með þolinmæði þar til hún kom að helli nokkrum þar sem öldung- urinn Tími sat og var að tvinna á snældu sína þráð úr silfurgráum hárum. “Ert þú að tvenna brosið mitt inn í þræðina þína, og er það þess vegna að þeir glitra svo fag- urlega ? ’ ’ hrópaði stúlkan. “Eg vildi bara eg hefði það,” sagði gamli Tími. “Bros gerir grá hár svo skínandi falleg. En hérna inni í hellinum er litla stúlkan Gleymska - að flækjast, og við hellisdyrnar er meyjan Von á verði; kannske önnur hvor þeirra hafi tekið það.” En því miður vissu þær ekkert um brosið. Gleymska liafði að eins kaldan drvkk í krukku sinni og Von bar að eins blómgaða /viðargrein í körfu sinni. “Farðu og spurðu Vizku,” sagði Tími. Vizka sat með spekingssvip og hc-rfði með hvössu augnaráði á litlu stúlkuna, þegar hún spurði liana. “Ekki skifti eg mér af brosum, eg bara veit,” svaraði liún. Stúlkan sneri burt og sá livar nágrannakona Vizku, Reynsla, sat og horfði ú sig með viturleg- um og vinsamlegum augum. ‘ ‘ Eg sakna svo mik- ils brossins míns; ekki vænti eg að þú hafir tekið það?” sagði hún. “Eg?” svaraði Reynsla, “hvernig ætti eg að gera það ? Eg geri menn vitra, og þeir sem vitrir eru, brosa. Ekki er það eg, sem tók það. En trúðu mér nú og leitaðu ekki að brosinu þínu i heiminum út í frá. Ef þú á annað borð finnur j>að, muntu finna það heima. “Nú hélt litla stúlkan döpur í bragði aftur heimleiðis. Hún spurði bara Áhyggju, sem hún mætti á veginum, hvort hún vissi nokkuð um bros- ið sitt. En Áhyggja svaraði því einu: “Ekki hafðir þú það, þegar eg kom til þín.” Um kveldið náði litla stúlkan þreytt og ar- mædd heim til sín. Á dyraþrepinu sat ljót og ó- lundarleg kerling. Það var Óánægja. “Það ert þu, sem stolið hefir brosinu mínu,” sagði stúlkan. “Segðu mér, hvort það er ekki satt?” “Til hvers spyrðu, ef þú veist það?” svaraði Óánægja ólundarlega, og snáfaði burt og var að sjá, sem henni sýndist enginn hlutur á guðs grænni grundu nokkurs nýtur. Örvæntingarfull gekk nú litla stúlkan inn í húsið sitt. Hún hafði ekki fundið brosið sitt, svo þegar Veiki kom til liennar sagði hún ekki eitt orð, en að eins horfði raunalega og spyrjandi á hana. En Veiki las spurningu hennar í augnaráðinu og sagði: “Ekki er eg þjófurinn, eg hefi ekki tekið brosið þitt. Eg bara geri fólk þreytt.” Stúlkan litla var mjög óróleg út af brosinu sínu, og hugði það algerlega glatað sér. Svo þeg- ar Kvöl kom, þá grét hún og sagði: “Nú er útséð um það, fyrst þú ert kominn finn eg aldrei brosið mitt aftur. Mér hafði ekki dottið þú í hug, en nú veit eg, að það hefir verið þii, sem stalst frá mér brosinu.” v “Eg tók það að eins til láns, svo það yrði þýðara og inndælla. Sjáðu nú! það glampar á tár 1 því- Nú er það orðin perla mannlegý! lijarta. Nú skaltu taka við því aftur.” “Æ!” lirópaði stúlkan gremjulega, nú brosir ekki fólk lengur þó það sjái brosið mitt, því það cr auðséð á því, að það hefir kynst þér. ” En Kvöl huggaði hana og sagði: “Annað miklu betra mun ske.” Og svo kysti hún Htlu stúlkuna á varirnar og hún fékk aftur brosið sitt. Og nú er litla stúlkan sæl yfir því að hafa fundið brosið sitt, og hún brosti æfinlega þegar hún mætti einhverjum. Það reyndist satt, eins og litla stúlkan óttaðist, að fólk brosti ekki lengur við brosið, sem kynst hafði Kvöl; tárin skinu of-ber- lega. í gegn um það til þess. En allir, sem sáu brosið elskuðu það. Og það var betra en alt annað. —Kennarinn. SKRITLUR. Maðurinn: Það hlýtur að vera undarlegur staður, se við búum á. Við erum búin að dvelja hér meira en í mánuð, og vitum þó ekki hverskon- ar fólk er í næsta húsinu. ” Húsmóðirin: “Við fáum að vita það bráð- um, elskan mín. Eg sendi hana Elízu Utlu yfir um þangað í morgun, til þess að fá lánað dáíítið af bökunardufti.” Kaupmaðurinn: “Þú sparar áreiðanlega . þriðjung eldsneytis með því að kaupa ofninn þann ama. ” Bóndinn: Ef svo er, ætla eg að kaupa þrjá!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.