Lögberg - 11.07.1918, Síða 3

Lögberg - 11.07.1918, Síða 3
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. pRIÐJI KAFLI. en hefir verið jafn heppinn og hann er. Nei, eg er jafnved glaður yfir því. Eg ber ervga óvináttu til hans; eg vildi sjálfur ýta Ihonum áfram ef eg gæti. Eg óska honum alls góðs, hvar sem hann er, að eins ekki í South Wennock, — og hingað kemur hann aldrei aftur. En eg hata son hans. Mig langar jafnvel til að hálsbrjóta hann. Á meðan i>eesi svívirðilegi apaköttur ha-gar sér skikkanlega og stendur mér ekki í vegi —ó, hver eruð þér ?” Seinustu spurningunni var bent að kvenper- sónu, og mjög gild og ibreið kvenpersóna var það líka, sem stóð í.skugganum við girðingarhlið Carl- tons, og hneigði sig, einmitt þegar hann ætlaði að ganga inn u-m það. “Ef ekki væri komið næstum því næturmyrk- ur, hr., þá mynduð þér eflaust þekkja mig”, var svarið. “Pepperfly, göfugi herra”. “Ó, hj úkrunarkonan Pepperfly”, svaraði lækn- irinn vingjarnlega; því hann var, þó undarlegt sé, alt af vin-gjarnlegur við frú Pepperfly. “pér ætt- uð að koma fjær skugganum, svo maður geti séð fallega andlitið yðar”. Já, hr., þér viljið nú alt af spauga”, sagði hjúkrunarkonan. “Eg segi líka við fólkið, þar sem eg kem; ef þér viljið fá þægilegan, áreiðanleg- an og góðlyndan mann, sem getur hjálpað yður í gegnum þenría hluta veikinnar, þá skulið þér senda boð eftir hr. Carlton. Og eg er hreykin, hr. minr, þegar eg er svo iheppinn að komast í samband við yður, það er eg. pað er nú því ver ekki tilfellið í kvöld, þótt eg sé hér, hr., til að biðja yður að vitja sjúklings”. “Hvar?” spurði hr. Carlton. “Hverskonar til- viljun er það?” “pað er ekki tilviljun sem nein hætta stafar af í bráðina, svo þér þurfið alls ekki að flýta yður”, svaraði frú Pepperfly. “Hvort sem þér vitjið hans snemma á morgun eða annað kvöld, það gerir eng- an mismun, rétt eins og yður er hagkvæmast”. “En hvar er hann ?” spurði Carlton, því konan hafði þagnað. “pað er þar sem eg hefi verið fáeina undan- fama daga, ekki sem hjúkrunarkona, heldur sem boðsgestur, og hún heitir frú Smith. Eg var beðin oð koma til frú Knagg í kveld, konu Knaggs skran- sala, og þá segir frú Smith við mig. Lítið þér inn hjá hr. Carlton um leið og þér gangið fram hjá húsi hans, færið honum mína auðmjúku kveðju, og segið honum að eg hafi heyrt um dugnað hans, og að eg biðji hann að koma hingað á morgun, þegar hann hafi tíma, og ráðleggja mér hvaða lyf eg eigi að nota við drenginn minn — sem hefir vatn í öðrum hjáliðnum, og stendur með annan fótinn í gröfinni, sem menn segja, því það Tíður naumast langur tími þangað til hann fer úr þessum heimi, og eg hefi, þessa síðustu daga, sem eg hefi verið hjá henni, alt af verið að hvetja hana til að láta sækja yður”. pað var dálitl smjaðri blandað saman við þessa ræðu, sem með tilliti til sannleikans mátti vel miss^ ast. Carlton var klókur maður, og gaf smjaðrinu engan gaum. Nafnið Smith hafði mint hann á konu með því nafni, sem hugsanlegt var að konan sem stóð fyrir framan hann, hefði heimsótt. “Hefir barn frú Smiths fengið vatn í hnéð ?” sagði hann undrandi. “pað hefir hlotið að koma mjög snögglega. Hvert barnanna er það?” “Hvert barnanna, Sir?” endurtók frú Pepper- fly; “hún á að eins eitt. ó, nú skil eg það. pér hugsið um hina frú Smith, konu gripakaupmanns- ins. pað er ekki hún, hr. J?að er frú Smith, sem býr í húsi Tuppers uppi í Blister Lane”. “Eg vissi ekki að það væri nokkur frú Smith í Tuppers /húsi”, svaraði hann. “Hún er heldur ekki búin að vera þar lengi, hr.; hún kom hingað alveg ókunnug, og svo kynt- ist hún mér og kunni vel við mig, sem var mjög skynsamlegt af henni. Henni þætti vænt um ef þér vilduð heimsækja hana einhvem tíma á morgun, hr.” “Jæja þá”, sagði Carlton, “eg skal ekki gieyma því”. “Jæja, þá óska eg yður góðrar og rólegrar næfrur, hr., og eg vildi að það væruð þér, sem á að flytja mig til Knagg; en það er -hr. Lycett. pað er raunar líka áreyðanlegur maður, og það er ekk- ert út á hann að setja”. Hún sigldi af stað til bæjarins, og Carlton lok- aði hliðinu sínu á eftir sér, um leið og hann leit á gluggana og sá ljós fyrir innan suma þeirra. “Mér þætti gaman að vita, hvort eg finn Lauru í mjög illu skapi í kvöld”, sagði hann hálf- !hátt, Af þessum orðum má lesandinn ekki ætla, að hann væri vanur að finna Lauru í ijlu skapi. J?ó að hann væri máske ekki tryggur eiginmaður, þá var hann samt ávalt — þegar lafði Laura leyfði honum það — alúðlegur og góður við ihana. Hann elskaði hana enn þá eins mikið og eðlisfar hans leyfði honum, því tíminn og ibreytingamar höfðu temprað hið fyrsta ástarbál hans. Hefði Laura að eins leyft honm það, þá hefði hann ávalt sýnt henni blíðu, og ihið einkennilega töframagn, sem fylgdi framkomu hans gegn öllum stúlkum, hafði enn þá all-oftast áhrif á hana. Hann opnaði dymar með slnum eigin lykli, og þjónn kom fram í ganginn til að taka á móti hatti húsbónda sins. prátt fyrir sinn skrautlega ein- kennisbúning og þó hann vær kurteis, var hann samt luralegur og óbreyttur að útliti. “Er lafði Laura heima, Jónatan?” “Lafðin hefir verið heima síðustu hálfu stund- ina, hr.” Laura lá hálfflöt á legubekknum í samkomu- salnum. Hún átti mjög fátt í huga sínum til að akemta sér við. Lestur, skrautsaumur, mynda- bækur, dráttlist og hljóðfærasöngur kom henni til að geispa. Að eyða hálfri stundu alein að kveldi til, eins og hún gerði nú, var sönn hegning fyrir Lauru Carlton. Hún stóð upp, þegar maður hennar kom inn, og kniplingsmöttullinn, sem hún bar í vagninum þegar hún ók heim, hékk enn þá á öxlum hennar. Hann féll nú niður, eða réttara, hún hristi hann af sér, og silkifatnaðurinn, sem hún var klædd í, sást nú mjög glöggt; hinir gljáandi gimsteinar um háls hennar og arma geisluðu í birtu gasljóssins. Hún hafði verið í dagverðarsamsæti, sem haldið var af konu þess mann, er hafði sérstaka ástæðu til að taka ekki þátt í hátíðahaldinu í Rauða ljóninu. “Nú, jæja, Laura”, sagði hann vingjamlega; “eg sé að þú ert heima núna”. “ó, Lewis, það var alveg drepandi”, hrópaði hún. “Hugsaðu þér að eins — tveir menn og tíu konur. Eg sofnaði í vagninum þegar eg ók heim, og eg held að eg hafi líka sofið hér. Mér þykir vænt um að þú ert kominn heim”. Hánn settist á legubekkinn við hlið hennar. Hún hélt handlegg sínum í nánd hans og bað hann að losa armfoandið, sem hafði stirða læsingu; Carlton lagði armbandið á borðið, en hélt hendi hennar. “Eg gerði mér naumast von um að þú mundir koma heim svona fljótt”, sagð hann. “J?að var engri skemtun til að bíða eftir. Hvernig gátu tíu konur skemt sér aleinar? Eg varð svo þakklát þegar vagninn kom. J?ær settu sig upp á móti því að eg færi, en eg sagði þeim að eg hefði höfuðverk. Og það hafði eg líka af ein- tómum leiðindum. pað er voðalega ömurlegt hér um þetta leyti árs; allir eru við laugastaðina”. “Slíkur bær sem þessi er alt af ömurlegur”, sagði Carlton. Stundum gremst mér það, að eg er neyddur til þess -að vera hér”. Laura tók ekki eftir þessari setningu né mein- ing hennar. J?ær kringumstæður, að hann var neyddur til að vera hér, voru svo ómótmæanlegar, að óþarft var að tala um þær. “Goughs fara til Scarbourough í næstu viku”, sagði hún. “ó, já”. Hún stundi þungan og Carlton sneri sér að henni. “Laura, þú veizt, að ef þig langar til að fara til einhvers slíks staðar, þá þarft þú að eins að segja það. Ef það gerði þér eitthvað gott, eða veitti þér ánægju —” “Eg held eg skeyti ekki um það”, sagði hún. “J?ú mundir alls ekki koma með mér”. “Hvemið ætti-eg að geta það. Eg er bundinn hér, eins og eg sagði. Eg vildi óska að starf mitt væri öðruvísi”. “Hvemig?” “Tilvera læknis í smábæ er hið mest þreytandi líf, sem vanalegur starfandi læknir getur orðið fyrir, og auk þess illa iborgað. Berðu tekjur mín- ar saman við tekjur læknis í London”. v “Farðu þá héðan og seztu að í London”, sagði hún. “Eg hugsa alvarlega um það”. Laura hafði talað kæruleysislega án þess að meina það, sem ihún sagði, og þessi orð hans vöktu undrun hjá henni. Hr. Carlton skýrði nú fyrir henni skoðun sína. Gáfur hans og hæfileikar komu að engum notum í South Wennock, sagði hann, og að hann hefði áformað að foreyta stöðu sinni. “Eg held að þér mundi líka að vera í London, Laura ?” “Já, mjög vel”, svaraði hún, um leið og hé- gómagimi hennar dró upp ýmsar myndir af skemt unum og skrauti í huga hennar, sem að eins vom framkvæmanlegar í stór foorgum. “En þú jrfir- gefur aldrei South Wennock”, sagði hún eftir stutta Jrögn. “Hvers vegna ekki?” “J?ú hefir fundið aðlaðandi eiginleika í þess- um bæ, sem eg hefi aldrei orðið vör við”. 'Allra snöggvast mynduðust hrukkur á enni hans, en hurfu strax aftur, og CarTton var sem áður. J?ar eð samvizka hans var ekki alveg hrein, hataði hann um fram alt þessar bendingar konu sinnar; hann hafði vonað að þessi gamla armæða væri týnd. “Laura”, sagði hann alvarlega. “South Wen- nock hefir ekkert aðlaðandi fyrir mig, þvert á móti hið gagnstæða. Ef eg yfirgæfi þenna bæ, tæki eg með mér það eina aðlaðandi fyrir mig — þig sjálfa”. Hún hló. “J?að er gott fyrir þig, að segja mér þetta”. “Eg sver þér það”, sagði hann innilega, næst- um hátíðlega, um leið og hann laut niður að henni og lagði hendi sína á öxl hennar. “J?að er ekkert jafn aðlaðandi fyrir mig eins og þú sjálf, hvorki í South Wennock né í hinni víðu veröld”. Hún trúði honum; henni geðjaðist enn þá nógu vel að honum til þess að vilja það. “En, Lewis, það hefir ekki alt af verið þannig, eins og þú veizt”. “Mig minnir að kona mín lofaði mér, þegar við töluðum síðast um þetta efni, að láta það um- liðna vera gleymt?” “Gerði eg það? Nú, jæja, það vil eg þá líka. Segðu mér frá dagverðarveizlunni ykkar, Lewis. Gekk alt vel? Hvemig gekk þér að flytja ræð- urnar?” Hann sagði henni hlægjandi frá öllu saman, öllu sem fram fór, og frá hyllinni og lofinu sem hann hlaut. J?au voru saman næstum heila stund, og töluðu glaðlega og vingjamlega saman, og þeg- ar Laura gekk til hvíldar þessa nótt, fanst henni eins og hún saqi bjartari framtíð fram undan sér, þegar fullkomið traust myndaðist aftur á milli þeirra. Daginn eftir fór Carlton til frú Smith. Hann kom þangað hér um bil kl. 11, þegar hann var bú- inn að vitja sjúklinga sinna á Bakkanum. Hann gekk beint inn í foúsið án þess að berja að dyrum, og af tilviljun var enginn í herberginu nema dreng- urinn, sem sat á stól með fáein leikföng í keltu sinni, soldáta, sem hann setti í raðir. “Ert þú litli dreng —” Svo langt komst Carlton, en þagnaðj svo skyndilega. Honum varð litið á andlit drengsins, og varð sjáanlega hissa, undrandi og utan við sig yfir einhverju sem hann sá. Varð hann var við nokkra líkingu eins og Judith hafði orðið? Áreið- anlegt var það, að hann starði á foamið með hinni mestu undran, og áttaði sig fyrst þegar hann varð Jæss var að þeir voru ekki tveir einir, því frú Smitfo gægðist inn um dymar úr stigaganginum. “Mér fanst eg heyra ókunna rödd”, sagði hún. “pér eruð máske læknirinn, sem átti að koma?” “Já, það er eg”, svaraði Carlton. Hann horfði á hana meðan hann talaði, næst- um því eins fast og hann hafði horft á drenginn. Konan hafði tekið eftir augnatilliti hans, þegar hann starði á drenginn, \og var hrædd um að það hefði orsakast af hinu veiklulega útliti hins litla. “Hann er fremur veiklulegur er eg hrædd um”, sagði hún. “Var það af pví að yður varð bilt við?” “Nei, nei”, svaraði Carlton að hálfu leyti utan við sig; “Hann minti mig á einhvem, það var alt. Hvað heitir hann ?” “Smith”. “Hvaðan kemur hann?” “ó”, svaraði konan, sem var fremur stutt í spuna og fámælt, fremur af eðlisfari en af því, að hún vildi sýna af sér ókurteisi; “eg get ekki skilið hvaða áhrif það getur haft, eða að það komi nein- um við hér, þar sem eg er ókunnug og allir ókunnir mér. En ef þér viljið endilega fá að vita það, hr., þá kemur hann frá Skotlandi, þar sem hann hefir lifað alla æfi sína. Hann er yngsta bamið mitt, og það eina, sem eg hefi alið upp”. “Var hann fæddur í Skotlandi?” spurði Carl- ton, sem enn starði á bamið. “Hvort foann er fæddur þar eða í Nýja Sjá- landi foefir enga þýðingu”, svaraði konan vanstilt, því henni fanst að læknirinn hefði enga heimild til að rannsaka neitt henni viðkomandi. “Ef að þér viljið ekki stunda drenginn minn, hr., nema þér fáið að vita alt um hann, þá er það ekki neitt hættulegt, því eg get sent fooð eftir hr. Grey”. Carlton hló glaðlega að vanstillingu hennar, Sagði svo aftur kurteislega. “J?að bendir okkur oft á rétta leið, þegar við vitum undir fovaða loftslagi sjúklingar okkar hafa lifað, og hvort þeir eru fæddir í Jrví, svo að spum- ingar okkar era sjaldnast eignaðar forvitni, frú Smith. En komið þér nú, við skulum skoða hnéð”. Hún leysi umbúðimar af, og Carlton laut nið- ur til að skoða hnéð; en samt gat hann ekki forðast að líta á andlit drengsins. Og þó var ekkert óal- ment við þetta andlit, nema ef það skyídi vera augun. Magra, föla andlitið var umkringt ljósu hári, og tvö stór, djúp, blíð, -brún augu störðu á mann — það voru indæl augu. "”“Kennir þig til, litli maður?” sagði Carlton, um leið og hann snerti hnéð”. “Nei, hr. Dátinn vill ekki standa”, sagði hann um leið og hann rétti foann að Carlton, með bams- legri djörfung og glaðlyndi. Vill hann ekki standa? Lofaðu mér að sjá hvað að honum er. J?að þarf að gera fótinn bein- ann. Hana”, sagði hann, þegar hann var búinn að laga fótinn með pennahnífnum sínum. “Nú mun hann vilja standa”. Drengurinn var himinglaður; dátinn hafði frá byrjun alt af bragðist foonum og dottið um koll, og hin yfirburða mikla ánægja, sem alt í einu geislaði í augum rengsins, skelfdi læknirinn. Hefði konan ekki staðið og horft á hann, þá hefði hann naumast getað litið aif honum fyrstu hálfu stundina. “Hann virðist vera lítill, siðprúður piltur”. “Hann var í raun og vera sannur engill, þang- að til þessi veiki ásótti hann”, svaraði frú Smith. “Honum var eiginlegt að sönnu að vilja fá sinn eiginn vilja. Getið þér gert yður nokkra hugmynd um, for., af hverju Jæssi veiki stafar? Eg er viss um að hann hefir aldrei dottið eða meitt sig á neinn hátt. En hann hefir aldrei verið vel hraustuí”. “pað er veiki, sem stafar að eins miklu leyti af ófullkominni líkamsbyggingu og af meiðslum”, svaraði Carlton. “Hafið þér áformað að halda á- fram að búa í South Wennoek?” “J?að er undir því komið hvort mig langar til þess, hr., og hvort það er hentugt fyrir drenginn minn”, svaraði hún kurteislega. “Eg er ekki bund- inn við neinn stað”. Carlton fór aftur, þegar hann var búinn að gefa konunni nokkrar ráðleggingar um meðferð drengsins. J?egar hann sneri frá Blister Lane inn á aðalþjóðveginn, var hann í svo djúpum hugsun- um, að hann tók ekki eftir John Grey, sem ók haH fram hjá í eineykisvagninum sínum, fyr en sá síðarnefndi kallaði til hans. ökumaður stöðvaði hestinn, og Carlton gekk að vagninum. pað ríkti engin alúðleg vinátta milli þessara lækna, en þeir fundust oft þegar þeir voru að rækja skyldur sínar. “Lycett er hjá konu Knaggs”, sagði Grey, um leið og hann foeygði sig út úr vagninum til að segja það, sem hann ætlaði sér. “Eftir því, sem mér er sagt, lítur það út fyrir að vera mjög erfitt tilfelli, svo það verður máske nauðsynlegt að leyta hjálp- ar yðar. Eruð þér fús til að hjálpa honum ?” “Já, ef eg fer út, þá skal eg láta fólk mitt vita hvar eg verð”. “J?að er ágætt”, sagði Grey og gaf ökumanni bendingu um að halda áfram. “Eg verð að flýta mér að fara tvær mílur héðan, þar eð nokkrir menn hafa brent sig foáskalega við púðurspreng- ingu, sem nýlega hefir átt sér stað. Verið þér sælir”. Vagninn ók buH, og Carlton gekk í áttina til South Wennock, gleymandi öllu nema einu, og það var andlit litla drengsins. VI. KAPÍTULI. Kviðvænleg líking. , J?að hefir hlotið að vera mjög markvert þetta bam, ef dæma má af andliti Jæss, þar eð að sýndist að vekja óvanalega eftirtekt manna, og flemtrið, sem það orsakaði var fufrðulegt. Areiðanlegustu Eidspíturnar 1 heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á Henni. ÓDÝRASTAR af því þœreru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR IjOÐSRINN Bændur, Veiðlmennn og Verslunarmenn IjOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestn skinnakaupmenn í Canada) 213 PACinC AVENl'E..............WINNIPEG, MAN. Hæsta verð borgað íyrir Gærur Hnðir, Seneca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU VÐAR. Hog? U" LODSKINN Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og haesta verði fyrir ull og loðakinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. Ull, Gœrur og í ieneca Rœtur Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og imáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. 1 R. S. R0BINS0N, 157 RUPERT AVENUE og 150-2 PACIFIC AVE. East k W I N N 1 P E G, M A N . Áríðandi hluthafa-fundur verður haldinn í Eimskipafélagi Islands hinn 26. október 1918, í Reykjavík á Islandi. Verkefni fundarins: I. Breyting á 22. gr. laga fyrir H./f. JEimskipafélag Islands, er samþykt var á síðasta aðalfundi. II. Reglur um eftirlaunasjóð félagsins. III. önnur málefni, er fyrir kunna að koma. Aðgöngumiðum útbýtt 22.-24. okt. næstk. að báðum dögum meðtöldum. ASKORUN til Vinnufœrra Kvenna. Með hinum aukna ekrufjölda, sem sáð hefir verið í, og hinn óvanalega skort, vinnukvenna á bændabýlum, hefir fylkið að ráða fram úr alvarlegum örðugleikum i því að útvega KVENN-VINNUKRAFTA. Bænda eða borgaheimili, sem hafa, yfirfljótanlegt af dætrum eða vinnustúlkum, ættu að brýna fyrir slíknm persónum, að skifta sér niður til vinnu á bændabýlunum, þar sem vinnukrafturinn er minstur. 1 ár verður að flýta fyrir uppskerunni, þreskingu og flutningum. Til þess að svo verði, verða fleiri karlmenn fengnir til aðstoðar bændum, heldur en að undanförnu. Og slíkur mannfjöldi hlýtur að auka mjög á STÖRF KVENNA. sem þó höfðu áður víða ofmikið að gera. Það er því bráðnauðsynlegt, að konur og stúlkur bjóði sig fram sjálfviljuglega til þess að vinna á búgörðum, um mesta anna tímann. Og yfir höfuð verður hver vinnufær maður og hver vinnufær kona, að fara út í bændavinnu í þetta sinn, og hjálpa til. Það fólk, sem ekki hefir< enn þá ákveðna staði í hug- anum, ætti að skrifa hið allra fyrsta til THE BUREAU OF LABOR. Department of Agrioulture. Regina, Sask. • • AUGLYSIÐ I LOGBERGL

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.