Lögberg - 10.10.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.10.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1918 S'ógberg Gefið út Kvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSIMI: GAllIiY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager (jtanáskríft til blaðsins: THE S01UMBIH PRES8, Itd., Box 3172. Winnipog, Mai- Utanáskrift ritstjórans: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man. I otSa betri, en ríkisskuldabréf. — Þau ern trygð með öllu, sem þjóðin á og gelur eignast — öllum framleiðslulindum og framtíðartækifærum nú- lifandi og komandi kjmslóðar. Enginn maður má líta svo á, að liann sé að gera gustukaverk, eða inna af hendi nokkra sér- staka dygð með því að styðja sigurlán hinnar Canadiskuþjóðar. Nei, það er einungis biátt á- fram siðferðisleg skylda hvers einasta borgara, að leggja fram sérhvert cent, er hann getur af mörkum lótið, frá allra bráðnauðsynlegustu heimilisþörfum. Sá, sem skríður í felur til þess að komast hjá hluttöku í sigurláni Canadaþjóð- arinnar, þegar hún er að berjast upp á líf og dauða fyrir lífi sínu og sæmd, ætti að hafa bæki- stöð sína annarstaðar en í þessu landi. Canada væri sannarlega lítil eftirsjá í slík- um mönnum. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriB. ••■27 gdiii«auiiiiiiiiiiaiiiiiiiwiiiiiiiiiii!iii]iiiiiii«iiiiui!miiHiiiitii;iiiiiitiinniiiii;inmmiiiHiniiniH'iiiiiiiiiiniiimi'iiiiHiiiimniumnHimiiiiiiii^ Sigurlánið og stríðið. begar líf og velferð einstaklingsins> er nf einhverjum ástæðum í hættu, kemur skýrast í ljós hverjir eru hinir sönnu vinir. Sá er vinur, sem í raun reynist. Sá, sem fórnar starfi sínu — sjálfum sér, fyrir heill þess eða þeirra, er hann ann, og telur það enga dygð, heldur að eins siðferðislega skvldu, hann verður allstaðar og ávalt viður- kendur nýtur borgari og drenglyndur maður. En binn, er mælir fagurgala í eyru þess manns, sem bann kallar vin sinn, meðan alt leikur í lyndi og vonirnar um persónulegan hagnað standa í blóma, en snýr svo undir eins við blaðinu, þegar :i móti bla'S, og vill ekki hjálpa, þegar hjálpar- innar er mest þörf, hann hlýtur af öllum rétt- liugsandi mönnum, að vera talinn óæskilegur borgari bvers þjóðfélags, auðvirðilegur og sín- gjarn údrengur. Alveg nókvæmlega hin sama, verður af- staða hinna einstöku borgara hlutfallslega, gagn vart þjóðfélagsheildinni — þjóðinni sjálfri. Þeir, sem leggja-fram fagnandi krafta sína og líf í þjónustu lands og þjóðar á tímum ógna og mann- rauna, þegar meginvöld myrkurs og ofmetnaðar sverjast í fóstbræðralag til þess að grafa ræt- urnar undan máttarstoðum frelsis og friðar, eru góðir menn,'drenglyndir menn. Komandi kyn- slóðir munu blessa minningu slíkra manna um aldur og æfi. — Þeir munu lifa þótt þeir deyji. En hínir, skjallararnir, skrumararnir, sem aldrei linna lofdýrðinni um land sitt, meðan nægtaborðin eru hlaðin krásum og sól velgengn- innar ljómar í hádegisstað, en skríða svo í felur, eða taka jafnvel enn þá verri stefnu, þegar of- viðrið skellur á og tilvera þjóðarinnar leikur á jiræði — slíkir menn eru hættulegar sóttkveikj- ur, er hvergi verðskulda griðland. Fyrir stóra- dómi þjóðar sinnar, verða þeir vegnir og létt- vægir fundnir. Skipbrotið, verður þeirra evna hlutskifti, \rvi þeir sigldu frá upphafi vega sinna með lík í lestinni. — •— Hin unga, frjálsmannlega Canadiska þjóð, hefir nú átt í fjögra ára blóðugum bardaga — réttlátum bardaga fyrir þeim göfugustu hugsjón um er hún, ásamt miklum meirihluta hins ment- aðá heims, telur að vera þær einu réttu hugsjón- rr, er liggja skuli til grundvallar undir heil- brigðu stjórnskipulagi í framtíðinni og var- anlegum friði. Til þess að slíkar hugsjónir — lýðfrelsis- hugsjónirnar, fái eigi að eins haldið lífi, heldur geti einnig orðið áttaviti allra þjóða — mæli- snúra fyrir orðum og athöfnum, hefir Canada- þjóðin verið að fórna fé og fjörvi að undan- fömu.------ Eins og nú standa sakir, virðist vera að rofa til — veðrabrigði í loftinu, óveðursbakkinn að lækka. Morguninn sýnist nær, og ávöxtur sig- ursins — hinn réttláti friður, þar af leiðandi líka að nálgast. — En svo er þó enn löng leiðin til sigurhæðanna, að ofvaxið er mannlegri skarp- skygni að mæla; því þótt skýjaborgum óvinanna sé vitanlega óðum að fækka, þá er þó síður en svo að þær sén allar hrundar að grunni, og að þeir vilji játa sig yfirunna, en fyr en svo er kom- ið, em friðarsamningar óhugsandi á hlið sam- herja vorra — án þess væri blóðfórnin mikla á- rangurslaus og hermenn vorir, hinir hugprúðu, staðföstu synir Fjallkonunnar og Sléttulandsins “allir til ónýtis dauðir.” Það er siðferðisskylda þjóðarinnar, að láta hermenn vora eigi skorta neinn þann aðbúnað, er mannlegur máttur fær veitt. Ekkert, sem vér getum í té látið, má vera of gott fyrir hermennina, sem era að leggja lífið í sölurnar fyrir heill vora og heiður heimila vorra Alt, sem vér fórnum, eða kunnum að fórna, er ekki nema eins og lítill vatnsdropi í saman- fcurði við fórn hermannsins! Allar stjórair sambandsþjóða vorra í ófriðnum, hafa þurft að taka lán — sigurlán, — til þess að geta staðist kostnað þann, er af stríðinu leiðir. Eitt slíkt lán tók stjóm þessa lands hjá þjóðinni sjálfri í fyrra haust, sem kunnugt er, og vora undirtektiraar þá svo einróma, að inn kom á svipstundu langt um stærri fjárhæð, en stjórnin fór fram á. Það er eindregin sannfœring vor, að hið výja sigurlán, er boðið verður út innan skamms meðal hinnar canadisku þjóðar, muni fá jafn- góðan byr, ef ekki ennþá voldugri, en í hið fyrra skiftið. Það er eindregin sannfcering vor, að íslend- ingar í landi þessu, láti ekki sitt eftir liggja í þetta sinn, frekar en endranær, að hluttakan verði, sem almennust, og sem allra fæstar ósam- hljóða raddir. Má og af því ótvírætt marka hvers i irði menn alment meta þegnréttindi sín í landi þessu og hollustueiðinn, er þeir þar með sóru brezkum stjórnfrelsisreglum. Enginn getur varið peningum sínum betur, en að kaupa fyrir þá veðskuldábréf Canadisku- þjóðarinnar. Engin trygging er til í heiminum, jafngóð “Þættir úr sögu Lögbergs” ei fyrirsögnin á langri ósannindadellu eftir rit- stjóra Voraldar, er birtist í tveimur eða þremur síðustu eintökum blaðs hans. Þessi ritgjörð lians öll er botnlaus þvættingur og eiginlega iangt fyrir neðan það að vera svara verð. En til þess að ekki verði sagt, að alt, sem þar er á borð borið fyrir íslenzka lesendur, sé samþykt með þögninni, skal hér minst helztu atriðanna í fám orðum og þeim mótmælt í eitt skifti fyrir öll, Ritstjóra Voraldar farast þannig orð: “Fyrsti þátturinn, sem vér birtum úr æfi- sögu þessa merkilega blaðs, skýrði afstöðu þess og áttaskifti í sambandi við kosningarnar í fyrra. Þar voru þessi atriði sýnd. 1. Fylgi blaðsins víð Laurier-stefnuna ó- skift og eindregið frain í nóvember 1917. 2. Fráfall blaðsins frá þeirri stefnu og stefnuleysi þess eftir það í nóvember 1917. 3. Það, að vér neituðum með öllu að fylgja nokkurri leðurblökustefnu; neituðum að sitja eins og köttur með veiðiaugum á nokkurri girð- ingu. 4. Uppsögn vor á ritstjórn blaðsins fyrir þessar ástæður, 26. nóvember 1917. 5. Það að vér hófum hreyfingu í því skyni a|S byrja nýtt, frjálslynt blað. 6. Það, að Lögbergingar báðu oss að taka nppsögn vora aftur þegar þeir heyrðu þetta. 7. Að vér gáfum kost á því með þeim eina skilmála að blaðið yrði aftur frjálslynt blað og vér hefðum við það óbundnar hendur. 8. Lögbergingar gengu að þeim skilyrðum í einu hljóði, á fundi. 9. Að vér tókum aftur uppsögn vora með þessum skilyrðum. 10. .Að vér eftir það höfðum frjálsar hend ur með Laurier-stefnuna fram að kosningum. 11. Að blaðið snerist aftur í þriðja skifti eftir kosningamar og varð Borden-blað. 12. Að oss var þá sagt á stjórnarnefndar- fundi að vér yrðum að fylgja Borden-stjórninni eindregið. 13. Að vér neituðum því og kváðumst að- eins verða sanngjamir í hennar garð. 14. Að vér voram reknir fyrirvaralaust fyrir þessar ástæður, 21. desember 1917. Hið eina brot af sannleika í þessu er það, að Sig. J. Jóhannesson sagði upp ritstjóm Lög- bergs 26. nóvember 1917 og að hann var rekinn frá ritstjórainni 21. desember 1917. Alt hitt und- antekningarlaust, er ósatt, tilhœfulaus ósann- indi, er ekki hafa við nokkurn minsta sannleik að styðjast. Stjórnarnefnd Lögbergs leyfir sér að skýra fcér frá sögu máls þessa,, eins og hún er. Geta menn þá um það dæmt, hve ógætinn og jafnvel hættulegur ritstjóri Voraldar getur verið með pennann, þegar honum er mikið niðri fyrir. Menn geta og séð það, að stjómarnefnd Lög- bergs lét sér í hvívetna farast vel við S. J. J., enda tekur hann það fram í kveðjuorðum sínum til lesendanna, eftir að hann var farinn frá blað- inu fyrir fult og alt, að hann sé þakklátur ráðs- manni Lögbergs, J. J. Vopna, fyrir góða sam- vinnu. Hinn 17. nóvember 1917 var S. J. J. vikið frá ritstjórn Lögbergs um ákveðinn tíma; ekki vegna þess að hann fylgdi Sir Wilfrid Laurier að málum, heldur vegna ógætni hans gagnvart samherjum vorum og hermálunum yfirleitt, er stöðugt bryddi á og ágjörðist svo mjög þegar kosningabaráttan hófst, að við sjálft lá að blað- inu Lögbergi og útgefendum þess væri hætta búin. En til þess að gjöra vel við S. J. J., var ráðsmanni Lögbergs falið að greiða honum sem svaraði launum hans tíma þann er hann var at- vinnulaus. Hinn 26. nóvember sagði S. J. J. af sér rit- stjóra Lögbergs með bréfi til ráðsmannsins, sem áður hefir verið birt í Lögbergi. Kom bréf þetta aldrei fyrir nefndarfund, og S. J. J. áldrei beðinn að afturkalla uppsögn sína. S. J. J. rit- aði aldrei eina einustu línu í Lögberg, sem rit- stjóri blaðsins, eftir að honum var vikið frá og því síður eftir að hann sagði af sér ritstjórainni níu dögum síðar. Undireins og sambandskosningarnar vora u m garð gengnar, kemur S. J. J. inn á skrifstofu Iiögbergs eins og ekkert hefði í skorist og ætlar umsvifalaust að taka við ritstjórainni. Tilkynti ráðsmaður honum þá, að áður en hann tæki á ný til starfa, yrði stjóraarnefndin að mæta á fundi, og var sá fundur haldinn næsta dag (21. des.). Á fundinum mætti S. J. J. og voru þar lagðar fyrir hann nokkrar spurningar, en enginn mað- ur inti með einu orði í þá átt, að hann yrði að fylgja Bordenstjóminni eindregið. Eftir að mál þetta hafði verið nákvæmlega rætt, var samþykt í einu hljóði að láta S. J . J. fara frá blaðinu fyr- ir fult og alt. Og til þess að láta sér ennþá far- ast vel við hann, var samþykt að borga honum kaup til 1. febrúar 1918. Óhlutdrægur lesari, er ber sögu þessa sam- an við staðhæfingu ritstjóra Voraldar, mun hik- laust við þa?) kannast, að lengra verði naumast í því gengið að halla réttu máli, en hann gjörir. Winnipeg 8. október 1918. J. J. Vopni, ritari stjórnarnefndar Columbia Press Ltd. Skuggaleg skáldsaga. Ströndin, skáldsaga eftir Gunnar Gunn- arsson, frumsamin á dönsku, þýdd á ís- lenzku af Einari H. Kvaran, Reykja- vík 1917. Höfundur þessarar bókar er ungur, en þó hefir hann þegar getið sér góðan orðstýr um öll Xorðurlönd fyrir skáldsögur sínar. Líklega má relja liann mestan skáldsagnarhöf. íslenzkan, að sleptum Jóni Thoroddsen og höfundum sumra hetjusagnanna frá fomöld. Honum er gefið meira sköpunarafl en öðrum íslenzkum skáld- sagnahöf., svo að hann fær tilbúið stærri heima en þeir, þó ekki sé ávalt jafn vandlega gengið frá þeim eins og t. d. sumum litlu heimunum, sem Einar H. Kvaran hefir skapað. Ilerra Gunnar Gunnarsson hefir ritað mesta t'jölda smásagna, sem margar eru gullfallegar. En fra*gðarorð vann hann fyrst fyrir þrí- hlekkjaða sögukeðju um Borgarættina: 1. Orm- arr Örlygsson, 2. Danska frúin á Hofi og 3. Gest- ur eineygði. Tvær sögur þessar höfum vér séð í íslenzkri þýðingu, en ekki hina síðustu. Ber iiún þó langt af hinum og er meistarastykki G. G. Hafa það sagt ritdómarar á Norðurlöndum, að sagan af Gesti eineygða (Gest den Enöjede) se í flokki með Les Miserables Victors Hugo að bókmentalegu gildi, og er þá mikið sagt. Efni þeirra tveggja bóka er að því leyti líkt, að báðar segja frá viðreisn sakfallins manns, um- myndan glæpamanns til siðferðilegrar dýrð- ar. Þá ber og að nefna nýja bók eftir hr. G. G. er heitir “Vargur í Véum”, og er hún að voru áliti stór-merkileg skáldsaga. Slíkar sögur semja ekki aðrir en þeir, sem efstu sæti hafa á skálaþingi, og er þó ýmislegt við sögu þá að at- huga, ef gagnrýna ætti til hlítar. Allar sögur Gunnars Gunnarssonar binar rneiri eru ritaðar á danska tungu, en yrkisefni alt og mannlífsmyndir er úr íslenzku þjóðlífi. Ekki skal hér yfirleitt dæmt um þýðingarnar, en segja má það, að svo snildarlega er frá máli gengið, að engan skyldi gruna, að um þýðing væri að ræða, þar sem er íslenzka útgáfan af sögu þeirri, sem nú verður gjörð að umtalsefni: Ströndin (á dönsku Livets Strand = Strönd lífsins). Þessa sérstöku sögu hins ágæta skálds gjör- um vér hér að umtalsefni, meðfram fyrir þá sök, að oss getur ekki annað skilist, en að hún sé að mörgu leyti varhugaverð, og flytji bæði ljótar og . skaðlegar lífskoðanir. Oss þykir fyrir því, að þurfa að fara hörð- um orðum um listaverk nokkurs íslenzks manns, og ekki sízt þar sem hér á hlut að máli maður, sem er að ryðja sér braut hjá útlendum þjóðum og haft hefir hug til þess að hleypa heimdrag- anum og hætta sér út í veröldina. “Ströndin” hefir sér það til ágætis, að þar er mikið efni, og úr efninu er smíðað þannig, að oftast fellur fjöl við f jöl, án þess að rifa verði á milli eða skarað sé. Lýsingar margar eru lifandi Ijósar. Ekki eru þær að því skapi fallegar sumar. Lýsingin á slorkerlingunum kringum kerin í fjörunni í Hótmafirði, hvort sem þar er litið á líkama eða sál, er víst með því ógeðslegasta, sem fyrir mannleg augu hefir borið. Sama má segja um bændurna við slátrunarstörfin í kaupstaðnum. Þeir, sem á útlendum málum lesa þessar lýsing- ar, fá víst ekki mikið álit á íslenzkri menning, væri virðandi til vorkunnar þótt þeim gengi nokkuð örðugt að trúa því þar á eftir, að á Is- landi búi siðað fólk. Myndir mannanna eru allar skýrar í sög- unni, en að minsta kosti tvær þeirra eru þannig gjörðar, að þær geta naumast átt sér stað í veru- legu lífi. Páll Bergsson er eðlilegur þar sem hann kemur fram sem bragðarefur og varmenni, en sem læknir er hann “ómögulegur”; enginn iæknir gæti hagað sér eins og hann við læknis- störf. Drengurinn Sölvi Finnsson er ónáttúr- legt barn og sagan af honum ólíkleg. Það, sem varhugavert er við skáldsögu þessa, er það, að náttúrlegt lögmál lífsins er aft- ur og aftur fótum troðið. Æðsta stig skáld- lisfarinnar er sú íþrótt, að rekja lögmál tilver- nnnar og láta hvergi skeika eðlilegu sambandi orsakar og afleiðingar. Hvergi er lögmál or- sakar og afleiðingar óskeikulla en á svæði sið- ferðisins. Þar bregzt það ekki, að það sem maðurinn sáir, það upp sker hann einnig. Þar bregzt uppskeran aldrei. Þar verður því lög- roáli heldur ekki raskað, að “gott tré getur ekki borið vondan ávöxt og ekki heldur vont tré góð- an ávöxt.” Og þar, jafnvel fremur en í ríki náttúrunnar, gildir það lögmál, að “það heldur velli, sem hæfast er”. - Heilagasta skylda skáldanna er að segja satt, segja satt frá sambandi hinna innri orsaka (innræti, hvötum, vilja) og hinna ytri athafna, og segja rétt frá sambandi athafna, svo hver at- höfnin framleiði aðra athöfn sér jafn skylda, eins og dóttir er skyld móður. Alt þetta er að vettugi virt í “Ströndinni”. Alt lögmál náttúrlegs lífs er brotið, að því er virðist í þeim eina tilgangi, að geta náð því tak- ' marki, sem höf. fyrirfram hefir sett sér: að láta alt fara illa, glatast, tortímast við strönd lífs- ins. “Lífið er ekki annað en strönd, sem okkur er öllum skolað upp á, og vér brjótum þar skip vort — hvert með sínum hætti. Lífið leikur sér að okkur, eins og lævís bylgjan, — brosir við okkur, einungis til þess að gjöra fallið, örvænt- inguna enn meiri. Við erum allir sjórekin lík .... sjórekin lík — á — strönd lífsins. ’ ’ Þessi voða- legu orð, sem falla af vörum aðal-persónunnar í sögujini, eiga allir viðburðir í sögunni að stað- festa. » En lífsskoðun þessari hinni hræðilegu get- ur sagan engan stað fundið, nema með því móti, að brjóta grundvallarlög lífsins og láta hvert gott tré bera vondan ávöxt og ávexti vondra trjáa einna ná að þroskast. Sparsemi mótar manngildið Nafnkunnur vlnnuveitandi sagtii fyrir skömmu: “Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss í dag, eru þeir. sem spara peninga reglulega. Einbeitt stefnufesta, og heilbrigtSur metnaSur lýsir sér I öllum störfum þeirra. peir eru mennirnir, sem stötSugt hækka I tigninni, og Þeir eiga sjaldnast 8. hættu ai5 missa vinnuna, þött atvinnu- deyfð komi meS köflum.” Byrjið að leggja inn í sparisjóð hj& Notre Dame Branch—W. M. IIAMII/TON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING. Manager. THE DOMINION BANK — 11 • ir.vfv: Af/,':>9L>9K THE ROYAL BANK 0F CANADA HöfuSstóll löggiltur $25.000,000 HöfuSstöll greiddur $14.000,000 VarasjöSur...........$15,000,000 Forseti......................Sir HTJBERT S. IIOI.T Vara-forseti .... E. L. PEASE Aðal-ráðsmaður - - C. E NEHjIj Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relkninga vlB elnstakllnga eSa félög og sanngjamlr skllmélar veittlr. Avieanlr seldar tll hvaBa staSar sem er & Islandl. Sérstakur gaumur geflnn sparirjöSsinnlögum, sem byrja má meS 1 dollar. Rentur lagSar vlS & hverjum 6 mánutum. T- E. THORSTEIN9SON, Ráðamaður Co William Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg, Man. to\': té\' ■ f ‘ Walters Ljósmyndastofa Vér skörnm fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talcími: Main 4725 NORTH'WEST GRAIN COMPANY íslenzkir hveitikaupmenn 245 Grain Exchange WINNIPEG TIL ÍSLENZKRA BÆNDA! VerS á hveiti hefir verið ákveðið af landsstjórninni í ár, en það getur verið peningavirði í vasa yðar} að vita, að við sjálfir skoðum kornið úr hverju vagnhlassi, sem okkur er sent, og rangindi með teg- undamismun (gra.de) getur ekki átt sér stað. Þetta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna. Það getur stundum komið fyrir að þeir menn, sem líta eftir flokkaskip- un (grade) á hveiti fyrir hönd stjórnarinnar, gjöri óviljandi rangt, og er gott að einhver líti eftir að siíkt sé strax lagfært. 1 sambandi við þær korntegundiir, sem að sam'kepni er hægt aö koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en aðrir. Þeir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirfram- borgun og látum hvern vita um, þegar við álitum verð sanngjamt. Við erum þeir einu íslendingar; sem höfum ábyrgðar og stjómar- leyfi til að selja korn fyrir bændur á Commission, og vildum mælast til að íslenzkir bændur gæfu okkur tækifæri. Sendið okkur eitt vagn- hlass til reynsíu, og mun það tryggja framhaldsvierzlun, því góður áratigur eykur viðskifti. Virðingarfylst. HANNES J. LÍNDAL Ráðsmaður. 1 þessari sögu heldur ekkert velli annað en eigingirni Thor- darsen verzlunarstjóra ogvarmenksa Páls læknis. Lykkja er lögð á leiðina til þess að geta drekt bömunum saklausum í sjónum, að því er séð verður án annars tilgangs en en þess, að geta gjört örvæntinguna enn meiri. •Mannúðin fær dapran dauðadóm. Stúlku, sem móti vilja sínum hefir ratað í þyngstu þrautir, er bjargað og hún flutt undan áhrifum hins illa á bezta heimili og fær þar að njóta al- úðar og ástríkis. Ekkert er hennar svo getið, þar til undir sögu lok, að frá því er sagt, að hún sé orðin margspiltur ræfill, og engin orsök sjáanleg til þess önnur en sú, að hún varð fyrir á- hrifum manngæzkunnar. Ekki fær réttlœtið hetri afdrif en manfaúðin. Finnur frá Vaði, hreppstjóri og málsvari bænda, berst drengilegri baráttu gegn yfirgangi og þrælmensku einokunarverzlunarinnar. Þó hann fari viturlega og gætilega að ráði sínu, fær hann engu ork- að, en ranglætið sigrar því nær fyrirhafnarlaust. Finnur miss- ir óðal sitt, verzlun kaupfélagsins, sem hann hefir komið á fót, brennur til kaldra kola, sonur hana fer í sjóinn og sjálfur hrökl- ast hann af landi burt. Versta útreið fær þó Guð almúttugur. Traustið til Drott- ins reynist ekki á marga fiska. Guðhræðslan endar í guðlasti og trúin í vitfirring. Aðal-maðurinn í sögunni er prestur, síra Sturla Steinsson. Honum er þannig lýst, að hann er viðkvæmur maður og hefir sérlega næma réttlætistilfinning. Hann leitast við að liðsinna því öllu, sem bágstatt er. Trúmaður er hann svo mikill, að hann treystir Guði takmarkalaust. Má að sönnu segja, að hann skálki í því skjóli um eitt skeið. En einlægni trúarinnar og staðfesta bænarinnar einkennir allar athafnir hans. Ekki verður annað séð, en að aðal-tilgangur sögnnnar sé sá, að láta trúna ahnent, en einkum traust mannsins til Guðs, verða sér til skammar. Alt, sem prestur þessi aðhefst, vanblessast, Mannúðarverk hans fær ei önnur laun en þau, að hann tapar mannorði sjálfs sín. Þjóðþrifastörf hans eru íaunuð með því, að hann verður með háðung að selja goðorð sitt í hendur óhlut- vöndum manni, jafnvel hetjuverkið, þá hann einn hafði áræði til þess og þrek, að synda gegn um helkaldan brimgarðinn til þess að bjarga lífi skipbrotsmanna, fær enga viðurkenningn. Og um einkamál hans fer þannig, að hann er sviftur allri von og öllu yndi. Konan hans, sem hann unni af öllu hjarta, deyr á þann hátt, að læknirinn segir hann sekan um morð. Dóttir hans, Blíð að nafni, alt sem hann átti eftir af lífsgleði, druknar í sjónum. Loksins missir hann vitið og hölvar nú Guði jafn á- kaft og hann hafði áður tilbeðið hann. Slíkt er lögmál trúar- innar og samfélagsins við Guð, samkvæmt kenningu skáldsins. Og verður ekki lengra komist í þá átt að segja ósa’tt og rang- færa lög jiess heims, sem er æðstnr allra h,eima. Til samanburðar dettur manni ósjálfrátt í hug völundar- smíð Ibsens: Brand. Þar er nokknð svipað efni. Maðurinn sveigir þar vilja sinn með ógnar afli undir skylduna við Guð. Það verður lögmál lífs hans, — hart og kalt. Líf hans endar í ósigri. En þó er sá munur, að þegar Brandur er að farast í síð-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.