Lögberg - 10.10.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.10.1918, Blaðsíða 6
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1918 i Söngmeistarinn frá Nuremberg. F ramhald. “Nú er eg tilbúin að ferðast með þér til yztu takmerka veraldarinnar,” mæti Eva er hún kom þangað sem Sir VValter beið hennar. “En,” bætti ímn vrið, ‘við skulum hinkra lítið eitt, þar til að hann Saehs slekkur ljósið, hann gæti séð okkur og farið að spyrja okkur óþægilegra spurninga.” “fir enginn annar vegur, sem víð getum farið til þess að komast. út að ncrðnrhhðinu, þar sem maður bíður eftir okkur /neð hest og vagn?” sp/irði Sir Walter. “Við getum ekki farið hina leiðiua,” inælti Eva, “því þar mætum við vökumanninum og hann mundi óðara sækja alla bæjarmenn. Nei við verð- um að bíða hér dálitla stund.” Þegjandi biðu þau og horfðu á verkstæði Saehs. Hurðin var opin og út um dyrnar lagði Ijósbjarmann frá ljóskerinu og út á götuna. Eftir (Íálitla stund sáu þau sér til stórundrunar, að Saeh’s kom út úr dyninum með ljóskerið í hend inni, hengdi það á nagla upp yfir dyrunum svo að j>að kastaði birtu vfir alla götuna fyrir framan verkstæðið, sótti síðan verkefni sitt og settist sjálf- ur við vinnu sína fyrir utan dyrnar. “Því skyldi gamJi maðurinn gjöra þetta'? Það lítur út fyrir að hann'ætli að sitja l>arna í alla nótt, og við komumst líklega aldrei í burtu,” mælti Sir Waltcr. Aður en Eva gat svarað heyrðust flaututónar líða í gegn um kyrð næturinnar, þeir komu fra flautu Beckmesser, sern kom gangandi eftir göt,- unni sem hús Pogners stóð við. Hann var á leiðinni til þess að heilla Evu með söng þeim er hann ætlaði sér að syngja daginn eftir. Hann staðnæmdist við hús Pogners undií herbergisglugga Evu, og spilaði þar á flautu sína af allri þeirri list, sem hann átti yfir að ráða. En hann var varla byrjaður þegai' Hans Sae.hs, sem var við iðn sína hinu megin í götúnni tók að berja leðursóla sína með svo mikl- um ákafa, og af svo miklum krafti að varla heyrð- ist manns mál. “Þú ert seint að í kveld, Hans Sachs,” mælti Beckmesser frcmur óþolinmóður, “það hlýtur að vera þýðingarmikið verk, sem kemur þér til þess að vaka á sjálfa Jónsmessu nóttina.” “Já, vissulega þýðingarmikið,” mælti Sarhs. “ Eg er að rembast við að klára skóna þína, svo að |)ú þurfir ekki að vera með götuga skó á fótunum á hátíðinni á morgun, eins og þú varst í dag,” og kliug, kling, kling, hélt liamarinn áfrarn, og Sachs bélt áfram verki sínu og raulaði fyrir munni sér. “Gamalær,” tautaði Beckmesser fyrir munni sér, en tók sig á aftur og mælti: “Eg var að gera að gamni míriu vinur. Eg á nýja skó heima hjá mér, og þarf því ekki að nota þá sem þú ert að smíða fyr en einhverntíma seinna. í kveld hefi eg lcomið til þess að syngja hér við herhergisgluggan liennar Evu kvæðið, sem eg vona að hún og þið viðurkennið á morgun, svo ef þú vilt nú hlusta á |)að og segja mér svo hvað þér finst um það, þá skyldi mér þykja vænt um. Jæja,” svaraði Sachs, “ef þú vilt skal eg gjöra það, og eg skal vera dómarinn, og í staðinn fyrir að marka gallana á spjald, eins og vanalega, ætla eg að marka þá á sólana á skónum þínum með því að slá á þá eitt högg með hamri mínum í hvert sinn og þú ferð vilt. ’ ’ Beckrnesser tók að spila á flautu sína, og hon- uin til ósegjanlegrar ánægju sá bann konu með sjal yfir sér, sem stóð við gluggann á svefnherbergi Evu. Þetta er Eva, hugsaði hann með sjálfum sér, og herti sig að spila til þess að reyna að drekkja bamarshöggurn Sachs, sem nú gjörðust nokkuð tíð. Söngmenskan var lieldur Mgborinn hjá Beck- messer, eins og Sachs komst fljótt að raun urn. Því þó að hann kynni all-mikið í söngfræði, þá var hann cnginn sérlegur söngmaður. Eftir að Beckmesser hafði sungið tvö erindi af kvæði sínu, stóð Sachs gamli upp og gékk til hans og sagði: Þetta dug- ir. Eg er nú búirm með skóna þína, og þú verður uð hafa þig heim til þrn hið bráðasta. Eva segir þér á morgun hvernig henni féll kvæðið og söng- menskan í geð.” En Beckmesser var nú ekki á því að láta gamla Sachs senda sig hcim. Hann lét sern hann heyrði 'ekki skipun Saehs og byrjaði á þriðja erindi kvæði síns, og söng nú enn hærra en áður, og hafði aldrei uigun af herbergisglugga Evti. Davíð, sem hafði tafarlaust gengið til hvílu þegar húsbóndi hans hafðí sagt honurn að hætta um kveldið, vaknaði nú við það að hann heyrði ieikið á flautu, og honum heyrðist mannamál úti. Hann settist upp í rúmi sínu, nuddaði stýrurnar úr augum sér og furðaði sig á hvað um væri að vera úti. Hann heyrði flaututóna og í "gegn um þá heyrði hann þóttafullan málróm Sachs. Hann klæddi sig í snatri ogfór inn í svefnherbergi Sáchs sem var við framhlið hússins, er hann svaf í, og rétt á móti húsi herra Pogners, og það fyrsta, sem mætir augum hans er unnusta lians, Iæna, þar sem hún stendur við svefnherbergisglugga Evu, og fvrir neðan gluggan stóð Beckmesser með flautu sína yg söng kvæði, sem hann hélt að hann hefði ort til hennar. • “Fláráða mær!” varð Davíð að orði, “skyldi henni þykja vænan um þenna mann með krumma andlitið, heldur eu mig? Eg skal mola hvert bein í skrokknum á honum,” og með þeim ummælum greip liann barefli í hönd sér, þaut ofann stigann og út þangað sem Beckmesser stóð, sló flautuna úr liöndum honurn og mælti: “Dirfist þú að gera tilraun til þess að tæla unnustu mína?” Síðan reiddi hann upp barefli sitt og lagði því um herðai- Beckmesscr og sagði: “Hafðu þetta, þetta og þetta,” og hverju orði fylgdi högg, eins þungt og Davíð gat frekast \reitt. Beekmesser veinaði af kvölum og sneri á móti Davíð og varð aðgangur all-harður á milli þeirra. Lena, sem sá hverju fram fór, varð hrædd um að Davíð mundi ganga milli hols og höfuðs Beck- rnesser áður en hún næði að segja honum hvernig ;ið í öllu lá, svo lrún hrópaði á hjálp. Allir í húsinu ruku á fætur og út, og nágrann- arnir komu á nærklæðunum og spurðu hver annan: “Hvaðerað? Er kominn upp eldur? Eigum við að kalla á vökumanninn? Hefir nokkur kallað á varðliðið?” og áður en nokkurn varði var allur bærinn kominn í uppnám. / En á þeirn dögum gékk það glæpi næst að láta sjá sig úti á götu eftir að dimt var orðið, og þeir sem gerðu óróa, eða uppþot á götum Nuremberg- bæjar var stranglega hengt. ‘ ‘ Davíð, Davíð! Þetta er alt saman vitleysa, ’ ’ sagði Lena, “komdu með mér, svo eg geti skýrt þetta fyrir ])éí‘.” Davíð slepti tökum á Beckmesser- sern hafði ha>tt að berjast undir eins og hann hevrði málróm Lenu. “Lena, Lena! Ert það þú?” mælti Beckmes- ser. “Hvar er húsmóðir þín ?” Rétt í því gall lúður vökumannsins við, og birtan af Ijóskeri hans sást álengdar. Svo fólkið hafði sig á burtu, hver heim til sín, og Beckmesser án þess að bíða eftir svari frá henni, forðaði sér frá því að verða á vegi vökumannsins. En á meðan á þessu stóð hafði Hans Sachs gengið yfir götuna og þangað sem Eva og Sir Walter höfðu verið meðan á uppþotinu stóð. Hann lét ekkert á sér heyra að honum þætti einkennilegt að hitta þau þar undir linditrénu saman, lét sem þau rnundu hafa farið jiangað til að sjá og heyra hvað fram hafði farið. En þegar vökumaðurinn tók að færast nær sagði hann við Evu: ‘ ‘ Eg býst við að faðir þinn sé farinn að leita að þér, komdu með mér, eg skal fylgja þér heim. En Sir Walter býð eg að vera hjá mér í nótt svo við getum spjall- að um viðburðina frá í dag.” Eva og Sir Walter skildu, og þegar vökumað- urinn kom að húsi hr. Pogners, var þar engin lif- andi sál sýnileg. Vökumaðurinn litaðist um og tautaði við sjálf- an sig: “Þetta er undarlegt, eg hefði getað svar- ið að eg heyrði bæði tusk og mannamál. Hvað þetta næturskvaldur er orðið villandi í eyrum mér.” svo hélt hann áfram eftir þröngu götunni og raulaði. “Heyrlð mál mitt, herrar og frúr! Hvervetna dynur við kiukkan tíu. Slökkvið nú Ijósin og eldana eins, að ekkert oss verði í nótt til meins, svo lofum vér lífsins herra.” Morguninn eftir fór Davíð ;í fætur til þess að ljúka upp verkstæði húsbónda síns. Hann skamrn- aðist sín mjög mikið fyrir frainkomu sína kveldið áður, og hann var liræddur um að hann mundi mæta átölum hjá húsbónda sínum, og hann var hræddur um að það mundi seinka fyrir sveinsbréfi sínu og tækifæri til þess að giftast Lenu. En þegar Igmn kom ofan, fann hann verkstæð- ið opið, og hann sá húsbónda sinn sitja þar við glugga og vera að lesa bók, og virtist vera svo sokkinn niður í hana að hann tók ekkert eftir Davíð. Davíð gekk hljóðlega inn í dyrnar, þar sá harm körfu,sem var skreytt með borðum og blóm- um, og í henni var allra handa góðgæti. En þegar að honum varð litið þangað sem húsbóndi hans var, fyrirvarð hann sig mjög, gekk rakleitt þangað sem hann sat, sýndi honum körfuna og mælti: “Meistari, sjáðu það sem Lena sendir mér!” Sachs leit af bókinni, sem hann var að lesa, og á körfuna og mælti: “Blóm og borðar hér inni hjá mér! Er þetta máltíð ? Hvernig hefir þetta komist hingað inn? ” “Hvað gengur að þér, mejstari minn ? Veiztu ekki að í dag er Jónsmessan og miðsumars helgi- dagurinn?” * “ Jú, og í gærkvöldi var heimskingjakvöld. Jú, eg held eg rriuni það,” sagði Sachs og reis á fætur, um leið og hann sagði: “Það væri réttast að eg gæfi þér alvarlega ráðningu fyrir framkomu 'þína í gærkvöldi.” “Fyrirgefðu mér, meistari góður,” bað Davíð og sagði frá axarskafti sínu frá kvöldinu áður, og hvernig ást hans til Lenu hefði hlaupið með hann í gönur. “Jæja, ja-ja, eg skal fyrirgefa þér 'þetta,” mælti Sachs. “Og farðu nú og búðu þig í beztu sparifötin þín, því þú ferð með mér á gleðimótið í dag; og Davíð lét ekki segja sér það tvisvar. “Góðan daginn, Sir Walters!” sagði Hans Sachs, J)egar gestur hans kom ofan stigann, sem lá upp að svefnherbergi Sachs, og sem Sir Walters hafði sofið í það sem eftir var nætur. ‘‘Eg vona að það hafi farið vel um þig, og þú sért búinn að fyrirgefa gamla skósmiðnum, sem náði þér í gær- kvöldi.” “Sachs, eg er þér innilega þakklátur,” mælti Si r Walters. ‘ ‘ Og mig langar til að segja þér und- arlegan draum, sem mig dreymdi. — Mig dreymdi að eg heyrði sungið svo yndislega fagurt, að eg er viss um að söngmeistararnir mundu viðurkenna. Ef að eins eg gæti munað bæði kvæðið og lagið.” “Segjum að þú reyndir nú strax,” sagði Sachs. ‘ ‘ Eg skal skrifa niður orðin jafnóðum og þú syngur þau.” Og Sir Walters^söng með sinni hreinu og djúpu rödd erindi svo fallegt, að þegar að hann \Tar búinn með það, klappaði Sachs saman höndun- um og mælti: “Þetta er ágætt, þetta er ágætt, haltu áfram.” Og Sir Walters söng annað erind- ið, sem Sir Walters þótti jafn tilkomumikið. “Nú skaltu syngja það þriðja,” mælti Sachs. Og Sir Walters söng það með hrífandi sigurhreim. Það var um fagra mey, sem hann hafði í draumi sínum séð koma úr heimi stjamanna, til þess að gefa honum hönd sína og hjarta. “Sannarlega dýrðlega fallegt kvæði og vel sungið,” mælti Sachs. “Og ef að þér tekst eins vel að syngja það fyrir fólkinu, eins og þér hefir tekist að syngja það fyrir mér, þá efast eg ekki mikið um úrslitin. Nú er að búa sig og vera hinn vondjarfasti. Hér er farangur þinn, sem að þjónn þinn kom með í morgun. Þú verður að vera til- búinn að koma með mér um hádegi, til gleðimóts- ins. ” Sir Walters fór, en Sachs tók að búa sig í há- tíðisbúning sinn. Framh. Reyndu aftur- “Reyndu aftur. ” Þétta er þörf regla fyrir unga og gamla, ríka og fátæka. Þeir, sem vilja færa sér þessa reglu í nyt, munu fá miklu áorkað. Eg gef ekki mikið fyrir þann dreng, sem getur setið grátandi og skælandi, þó honum liafi ekki tek- ist að réikna dæmið sitt rétt í fyrsta sinni, eða þó hann í eitt skifti hafi þyngri lexíu að læra en vana- lega; hann á að “reyna aftur”, og ekki gefast upp fyr en hann er búinn að reikna dæmið rétt og læra lexíuna reiprennandi. Þú hefir kanske lesið um Kólurnbus, sern fann Vesturheim. Þegar liann fyrst vatt upp ' segl, hversu marga erfiðleika hafði hann þá ekki að yfirstíga, og hversu oft brugðust honum ekki vonir hans! Hvem daginn eftir annan varð hann að reyna aftur; loks voru sjómenn hans orðnir svo þreyttir, að þeir hótuðu honum að fleygja honum fyrir borð, ef hann ekki vildi hætta við fyrirætlan sína. En hann lét ekki hugfallast, heldur ‘ ‘ reyndi aftur„’og það þangað til hann hafði fram fyrir- ætlan sína, og uppgötvaði Vesturheim. En eihnig má misbrúka þessa reglu, eins og hvern annan góðan hlut. Einu sinni var maður, sem ætlaði að stökkva að gamni sínu yfir stóran viðarköst, en hann gat það ekki, og meiddi s‘ig í fætinum. “Ilvaða klaufi er eg,” mælti liann, “að geta ekki stokkið yfir svona lítinn viðarköst; eg skal reyna aftur. ” Hann gjörði aðra tilraun, en meiddi sig þá meir en í fyrra skiftið. Af þessu varð hann reiður, svo hann reyndi í þriðja skiftið, en þá meiddi hann sig svo mikið, að hann bar þess menjar til dauðadags. Af þessu sérðu, að maður á ekki að “reyna aftur” við neinn hlut, nerna hann sé góður og nyt- samur og þess verður, að maður “reyni aftur” við hann. Sé hann það ekki, er ekki vert að gjöra við hann eina einustu tilraun. Hvað sem þú hefir fyrir stafni, þá láttu ekki hugfallast. Ef einhverNhlutur er þess verður, að þú byrjir á honum, þá er hann líka þess verður, að þú leiðir hann til lykta. Ef þú byrjar á þeim hlut, sem þú getur ekki léitt til lykta, er það sönnun fyr- ir því, að annaðhvort, liafi það verið heiinska af þér að byrja á honuin, eða fávizka að halda áfram með hann. Hugsaðu vel um það, sem þú tekst á hendur; og þegar þú ert orðinn með sjálfum þér sannfærð- ur um að það sé gott og nytsamt, þá gefstu ekki upp heldur reyndu aftur og aftur, þangað til þér tékst það. Ef þú fylgir þessari reglu, þá mátt þú vera nærri því viss um góðan árangur. Orðskviðir Salómons. Nafnið drottins er örugt eins og vígi; hinn réttv!’si leitar þangað hælis og er óhultur. Treystu drotni af öllu hjarta þínu, en reiddu þig ekki á þitt hygjuvit. Son minn, met ekki lítils hirtingu Drottins, og vertu ekki óþolinmóður þó hann refsi; því Drott- inn agar þann er hann elskar og hefir velþóknun á honum eins og faðir á syni. Son minn, heyrðu áminningu föður þíns, og yfirgefðu ekki boðorð þinnar móður. Að muna áminningar er vegur til lífsins; en sá villist, sem fyrirlítur agann. Þessa sjö hluti hatar Drottinn; þessir sjö eru honum viðbjóður: drarnbsöm augu, lýgin tunga og hendur sem úthella blóði því, sem saklaust er, hjarta það sem bruggar vélar, fætur sem hlaupa eftir hinu illa, rangorðt vitni, sem ber ósannindi og sá sem veldur deilu meðal bræðra. Misgjörðir hins óguðlega munu veiða hann, mun hann bundinn viðjum sinna synda. Hrokinn leiðir af sér glötun, en drambið hrös- un. Deiglan er til að reyna silfrið, og bræðsluofn- inn fyrir gullið; en Drottinn er sá, sem rannsakar lijörtun. Gráar liærur eru fögur kóróna, þegar þær eru á vegi hins réttláta. Vísdómur er betri en perlur, og öll auðæfi jafnast ekki við hann. Sá, sem mælir gálaust orð, er eins og biturt sverð, en tunga hins vísa er læknisdómur. Orð, sem talað er á réttum tíma, er eins og gullepli í grafinni silfurskál. Dáranum virðist sín hegðun rétt, en sá sem leitar ráða, er vitur. Fegurðin dregur á tálar, og yndið er forgengi- legt; en kohu þá má lofa, sem óttast' Drottinn. Þolinmóður maður er betri en hetja, og sá sern stjórnar geði sínu, er meiri en sá, sem vinnur borgir. Ef óvin þinn hungrar, þá mettu hann með brauði, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka, með því safnar þú eldsglæðum að höfði honum, og Drottinn mun endurgjalda þér það. Sá, sem fljótur er til reiði, drýgir heimsku: Að hefja deilu er eins og að opna vatn; láttu því undan áður en deilan verður of áköf. Láttu aðra lofa þig, en ekki þinn eigin munn, hinn vandalausa, en ékki þínar eigin varir. Auðæfi stoða ekki á degi reiðinnar, en réttlæti frelsar frá dauðanum. Sá, sem treystir auðæfunum, fellur, en hinir réttlátu grænka eins og laufblað. Elskaðu ekki svefninn, svo að þú verðir ekki fátækur. Þú, letingi, farðu til maursins; hegðun hans er hyggileg. Grænar jurtir með kærleika er betri réttur en feitur uxi með hatri. ÞEGER SKJALDA VAR SELD. Hún: Eg vildi við mættum enn þá fylgjast að og ekki skilja hvernig sem það gengur. Hann: Nei, hættu nú, við höldum þá af stað; nú hjálpa ekki þessar kveðjur lengur. Hún: Þú verður þá að víkja Skjalda mín, frá veslings liópnum sem hér eftir stendur. Við óskum alt hið bezta bíði þín, og blíðleg orð, og mjúkar vinahendur. Þú veist það vinur, livar eg fróun fann svo fljótt við gráti barna þinna löngum; og hvað á nú að friða þorsta þann og þerra tár af hinum litlu vöngum. Hann: Eg veit að mjög er missir þessi sár — en minnist eg á vetrartímann langa þá veit eg þér ei við það fækka tár ef verður þú að horfa á Skjöldu svanga. Hún: Nei, fyrirgefðu vinur minn, eg veit svo vel að þér er ekki neitt að kenna; en þegar Skjalda augum á mig leit mér eitthvað fanst í lijarta mínu brenna. Og hljóð þau litu hvort til annars þá; og hann varð svo með Skjöldu burt að ganga. Hún grét og starði göngu þeirra á; svo gekk hún inn og þerði.tár af vanga. —Dýravinurinn. SMÁVEGIS. Rússneskur barón kom einn vetur til Kaup- mannahafnar með Ijón, sem hann ætlaði að sýua. Nokkrum dögum síðar lagðist hann veikur en ljón- inu var komið fyrir í sterku járnbúri í dýragarði, sem er utarlega í bænum. Eftir mánaðartíma var baróninn orðinn svo hress að hann gat farið út og vitjað um ljónið. Margir sem viðstaddir voru undruðust að sjá, hve ljónið varð fegið, þegar það þekti baróninn í mann- þrönginni, það lioppaði upp fyrir innan jámgrind- urnar, og reyndi að brjóta þær til að komast til lians. Baróninn gekk þá inn í bárið til Ijónsins, var þá auðséð hve innilega vænt því þótti um að sjá hann aftur eftir svo langan tíma, það stökk upp um hann, neri sér upp við hann með vinajátum og sleikti höndur hans. Báróninn bauð þá áhorfendum að koma inn í búrið og sagðist ábyrgjast, að ljónið skyldi ekkert rnein vinna þeim, en enginn þorði nema formaður- inn fyrir dýragarðinum. Þegar hann kom inn í búrið, fór ljónið að fitja upp á trýnið, og drynja, en undir eins og baróninn skipaði því að þegja og sleikja liendur formannsins, þá hlýddi það. Þetta sýnir að ljónið, sem er með grimmari dýrum getur haft trygð og velvild til þess manns, sem er góður við það; hversu miklu hægra væri að vekja slíka tilfinningu hjá dýrum, sem hafa *nildu þýðara og blíðara eðlisfar, ef þau hefðu gott átlæti og vinsamlega meðferð?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.