Lögberg - 21.11.1918, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1918
pgbccg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Prest, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: GAKRY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Otan&akrift til blaðuns:
THE 60LUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipog. M»n-
Utanáakrift ritatjórana:
EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Ran.
VERÐ BLAÐSINS : $2.00 um 4ri8.
Að stríðinu loknu.
IV.
# Oss þykir senniregt, að allur þorri Vestur-
Islendinga sé oss samdóma um það, að ef hin-
ir íslenzku eiginleikar, ef hin íslenzka lífs-
reynsla, að ef hin íslenzka sál, sem hreinsast hef-
ir, myndast og mótast við frost og funa í meira
en þúsund ár, og gengið hefir í erfðir frá einni
kynslóð til annarar, — tapast hér og sekkur áð-
ur en hún hefir að einhverju leyti sett mót sitt
á þjóðlíf þetta hið nýja, þá sé illa farið. Skaði
orðinn fyrir þjóðlífið og skömm og skaði fyrir
sjálfa oss.
Oss dylst ekki að þorri Vestur-íslendinga
vildi heldur að hið (þjóðernislega líf vort þrosk-
aðist hér og blómgaðist, heldur en að það færi
þverrandi og dæi. Vér erum sannfærðir um, að
meiri hluti þeirra séu samdóma Dr. Jóni Bjarna-
svni, þar sem hann segir: “Vér ætlumst til að
skóli vor, sem nú í hauts á að byrja, kenni þeim,
er Iiann sa:kja, ekki að eins, að það sé þjóðernis-
leg skylda þeirra að leggja kostgæfilega rækt við
íslenzku af því þér eru Islendingar, heldur einn-
ig að það sé bein kristindómsskylda þeirra allra,
sem af íslenzku bergi eru brotnir. Og það með,
. að nema því að eins, að það sé gjört, fái Vestur-
tslendingar ekki verulega rækt skynldu sína við
þetta land. ” En það eru erfiðleikarnir og vand-
kvæðin á því að geta þetta, sem þeir vita að er
rétt og nauðsynlegt, sem fyrir þeim stendur.
Þessir erfiðleikar eru sameiginlegir þjóða-
brotunum. Þau þurfa öll að ganga í gegnum
sömu mylnuna — sama stríðið, stríðið við efna-
skorf, stríð við viljaleysi og sundurleitar skoð-
anir. En þó er aðstaða þeirra ólík í baráttunni.
Frændur vorir, Norðmenn, Svíar og jafnvel
Danir, hafa notið hlunninda í sinni baráttu, sem
vér íslendingar höfum ekki orðið aðnjótandi.
Þeir hafa verið, og eru enn, þrátt fyrir það að
þeir eru eldri og fjölmennari hér í landi heldur
eu vér, börn sinnar þjóðar, að því leyti að heima-
þjóðirnar hafa aldrei slept hendi sinni af þeim,
s-í og æ borið umhyggju fyrir útfluttum bræðrum
sínum systrum. Þeir hafa sent menn til að
tala í þá kjark og til þess að halda þeim saman,
styrkt fyrirtæki þeirra meðan þeir voru fátæk-
ir og í mestum erfiðleikunum. 1 einu orði, látið
sér hugarhaldið um þá, og er slíkt og hefir verið
ómetanieg hjálp í þjóðerniis- og menningarbar-
áttu þeirra hér.
Slíka aðstoð höfum vér Vestur-lslendingar
aldrei haft frá ættbræðrum vorum á íslandi. Frá
því fyrsta að útflutningar hófust til Vestur-
heims frá Islandi, og til þessa dags, hefir andinn
frá eyjunni austur í Atlantsál verið napur og
kaldur í vom garð. Frameftir öllu tðluðu þeir
þar heima um oss Vestur-Islendinga með níst-
andi fyrirlitningu, sem úrhrak íslenzku þjóðar-
innar, er ekkert væri lappandi upp á, og í raun-
inni væri landhreinsun að, og því lítill skaði þó
þeir týndust og hyrfu í ihafrót útlends þjóðlífs.
En það varð nú ekki, vér ultvrm ekki út af hér
þjóðernislega eins og horgemlingar á vordegi.
Oss lagðist líkn með þraut. Hér á meðal vor
reis upp ágætismaður, sem offraði lífi sínu til
þess að sameina Vestur-lslendinga um sinn þjóð'
emislega arf; og það er honum að þakka, en
ekki þeim þar heima, að vér ekki týndumst og
tvístruðumst hér í dreifingunni.
Að vísu höfum vér notið þjóðernislegs
styrks af bókum og blöðum landa vorra á ætt-
jörðinni. En fyrir það höfum vér borgað fult
verð, og getur því naumast talist sem tillag
lijnda vorra þar heima^oss til stvrktar í þjóðera-
isbaráttu vorri hér/ f*ví þó maður leiti í þeim
bókmentum landa vorra, er ekki mikið að finna,
sem getur talist til uppörfunar eða styrktar í
þjóðemisbaráttu vorri, sem þó hefði mátt ög átt
að vera, ef þeim hefði ekki verið með öllu sama
hvernig um oss færi í þeim sökum.
Verkleg sambönd höfum vér haft nokkur við
bræður vora á Islandi. Fjöldi manna hafa sent
vinum og vandamönnum peninga héðan að vest-
an. Þegar að almennra samskota var leitað í
sambandi við myndastyttu Jóns Sigurðssonar
á ættlandi voru, voru Vestur-lslendingar með í
því. Þegar slys og mannskaðar hafa orðið á
sjó, hafa Vestur-fslendingar sýnt lit á því að
l»jálpa fátækum og syrgjandi hlutaðeigendum.
<>g þegar að landar vorir stofnuðu Eimskipafé-
lag Islands, og leituðu til vor, reyndum vér að
hjálpa eftir megni, lögðum fúslega fram skerf,
ættjörðu vorri til styrktar; og jafnfúsir fyrir
Jiað, þótt óvíst væri hvort vér sæjum nokkum
eyri af þeim peningum aftur. j Og vakti þá tvent
fyrir Vestur-Islendingum, fyrst að verða Is-
landi að Hði með þessu ef unt væri. 1 öðra lagi
gæti þetta orðið þjóðemislegur styrkur — hjálp- .
arméðal öflugt í þjóðernisbaráttu vorri hér. En
hvað skeðurt Þegar að félagið er ef til vill bú-
ið að frelsa líf þjóðarinnar — þegar það er efna-
lega komið meir en á fastan fót — þegar út séð I
cr um það, að stofnfénu sé hætta búin — þegar
félagið er farið að græða á tá og fingri og þegar
bygðir Vestur-íslendinga eru flakandi í sáram—
þegar sorgin, blýþung og dimm, grúfir yfir
hverjum manni og konu í bygðum vorum, — þá
senda þessir Islendingar umboðsmenn til bygða
vorra, til þess að kaupa upp Eimskipafélags-
hlutabréf vor, eins ódýrt og þeim var unt, fyrir
minna en sannvirði. Skera með hrottaglott á
vörum á öll bönd. Vér segjum ekki að hér eigi
öll íslenzka þjóðin hlut að máli. Vér vitum ekki
hvað margir þeir íslendingar era, sem fyrir
þessu tiltæki standa. Vér vitum aðeins, að
þenna dragsúg leggur til vor úr höfuðstað ís-
lands, og það, að hann er alt annað en hlýr.
Vér Vestur-lslendingar höfum oft átt erf-
itt uppdráttar, með ýmsar þjóðræknistilraunir
vorar, svo sem kirkjubyggingar og fleira. Og
nú síðast höfum vér ráðist í með miklum erfið-
leikum að stofna íslenzkan skóla, í þeirri von að
hann mætti verða gróðrarstöð íslenzkrar tungu
og íslenzkrar meninngar vor á meðal. Oss vit-
anlega hefir enginn einasti maður ótilkvaddur
þar heima á ættjörðinni, látið neitt af hendi
rakna þessum mentamálum vorum til stuðnings,
hvorki í peningum, mannhjálp né ráðum, að und-
anskildum einum manni, sem bar í brjósti hlýrri
hug til vor Vestur-lslendinga en aðrir menn, er
vér höfum kynst þar uppi á Islandi. En það er
Þórhallur biskup Bjaraarson. Hann sendi
þessari ungu og veiku mentastofnun vorri álit-
lega peningaupphæð. — En nú er hann dáinn.
Það, sem hér að ofan hefir sagt verið, er
eklri sagt beinlínis til þess að mælast til skófna
frá bræðrum vorum á Islandi, heldur er það gert
til þess að draga fram í dagsbirtuna ólag á hugs-
unarhætti og afstöðu stofnþjóðarinnar íslenzku,
og brotsins hér vestra.
Bræður góðir! eigum vér ekki að lóta hin
stórkostlegu tímamót í sögu þjóðanna, verða til
þess að þíða kuldan og klakann úr hugum vor-
um, svo vér getum unnið saman og stutt hver
annan á hinin komandi tíð.
(Framlh.)
Að vernda minningu her-
mannanna.
“Halur lifaíS heflr nóg
hver, sá föSurlandi d6,
minning hans hjá mönnum lifir,
þá mold er komin bein hans yfir.”
Bjami Thorarensen.
Það er ekki alt af árafjöldinn, sem gefur æf-
inni gildi, heldur hitt, hvemig áranum er varið.
Að lifa, hugsa og starfa fyrir föðurland sitt,
er dásamlegt hlutverk. En að deyja fyrir frelsi
þjóðar og lands, þegar hættan er mest, er þó
margfalt veglegra.
Og þetta er einmitt það, sem þeir hafa ver-
ið að gjöra, vestur-íslenzku drengirnir — sjálf-
boðamir hugprúðu — í stríðinu mikla, er nii hef-
ir verið til lykta leitt á svo glæsilegan hátt. —
Era nokkur líkindi á því, að minning slíkra
manna, er svo miklu hafa fómað, muni ryðga,
eða þá jafnvöl falla alveg í gleymsku í framtíð-
inni?
Engin hætta getur verið á slíku, því svo helg
an völl hafa hinar föllnu ferlsishetjur haslað sér
í sögunni, að um minning þeirra hlýtur jafnan
að verða bjart og hlýtt.
Sagan tengir saman og skrásetur merkustu
viðburðina í lífi þjóðanna. Fegurstu og mestu
nöfnin hafa álíka mikið gildi fyrir sögu siðmenn-
ingarinnar, og vitarnir fyrir siglingamanninn.
Sagan heldur aðallega uppi um ókomnar
aldir einkennum hinna stærstu atburða, þótt
hljótt verði að miklu um nöfn hinna mörgu ein-
staklinga, er með starfi sínu, lífi og dauða, gáfu
atburðunum sjálfum eilíft tilverugildi.
Sú þjóðin er auðugust, er skilað getur kom-
andi kynslóð stærstu nafnaskránni yfir merka
menn.
Ef vér, sem nú lifum, eram sjálfum oss trú-
ir, og leggjum verðskuldaða rækt við kaflann
þann, er verið hefir að gjörast í sögu þjóðflokks
vors í álfu þessari, síðustu fjögur árin, þá ætt-
um vér að geta afhent eftirkomendum vomm
glæsilega nafnaskrá, er verða mætti óskeikull
áttaviti fyrir menningar- og manndómshugsjón-
ir vestur-ísienzks þjóðlífs í framtíðinni.
Fordæmi það, er vestur-íslenzku hermenn-
irnir hafa skapað, að því er snertir skyldurækni
og frelsisást, hlýtur að bera fyr eða síðar dýr-
mæta ávöxtu, til blessunar öllu vora framtíðar-
starfi.
Eins og lesendum voram er kunnugt, þá var
fyrir nokkra vakið máls á því, að safna fé í þeim
tilgangi að reisa minnisvrarða yfir hina föllnu,
vestur-íslenzku hermenn. —
Raddir komu fram um það að málið væri
eigi tímabært, með því að stríðið væri þá enn
eigi á enda. Þó var homsteinninn lagftur að
sjóðstofnun í þessu augnamiði með hundrað dala
gjöf frá síra Birni B. Jónssyni.
Nú er vopnahlé komið á — blóðsúthellingun-
um skelfilegu lokið —, og nú virðist oss eimnitt
hin rétta stund runnin upp, til þess að taka þetta
sjálfsagða mál til alvarlegrar íhugunar og flýta
fyrir framkvæmd þess.
Hér er bæði um menningar- og metnaðarmál
að ræða.
Hér er mál fyrir alla Vestur-lslendinga til
J>ess að sameinast um.
Væntanleg forgöngunefnd þessa fyrirtækis
verður að vera kosin eða skipuð hlutdrægnis-
lanst, af körlum og konum úr öllum flokkum.
Þetta mál er jafn nákomið öllu fólki voru. —
Ekki þurfum vér að leita listamannsins, til
þess að gjöra minnismerkið, út fyrir þjóðflokk
vora. — Vér eigum snillinginn innan vorra eigin
vébanda, þar sem er Einar Jónsson frá Galta-
felli, sem dvelur um þessar mundir í Bandaríkj-
unum. Engum manni er betur trúandi til þess
en honum, að leysa verkið af hendi í þeim anda,
sem samboðin sé frelsisást og fórnardauða vorra
föllnu kappa.
Vér væntum þess að allir taki máli þessu vel,
greiði fyrir framgangi þess á allan hátt, bæði í
orði og verki.
Verum samtaka! Verum fyrstir allra þjóð-
flokka í landi þessu, til þess að reisa minnis-
varða yfir hinar drenglunduðu hetjur, er létu
líf sitt fyrir frelsi vort og heimila vorra, með
sigurpálmann í höndum!
Nokkur orð um Influenzu
Eftir Dr. B. J. Brandson.
Hin skæða landfarsótt, sem nú geysar yfir
alla þessa heimsálfu, er eflaust ein sú mann-
skæðasta veiki sem sögur fara af í þessu landi.
Ekki síðan á miðöldunum þegar ýmsar drepsótt-
ir æddu yfir lönd, svo að segja hindrunarlaust,
hafa menn átt slíkum vogesti að verjast. Eitt
af því sem gjörir þessa veiki ægilega, er að flest-
ir af þeim sem deyja er fólk á bezta aldri, lang
flest frá 18 til 35 ára. Böm og gamalmenni sýn-
ast frekar koma létt niður þótt þau taki veikina,
og á meðal þeirra era dauðsföllin tiltölulega fá.
Veikin líkist að mörgu leyti sóttnæmri kvef-
sótt, lík þeim kvefsóttum sem geysað hafa með
rnargra ára millibili um þessa heimsálfu, síðan
slík veiki gjörði fyrst vart við sig og sögur fara
af árið 1647. Arið 1889 og 1890 var veikin mjög
almenn um alt þetta land og elnnig um alla
Norðurálfuna. Hvort sú veiki, sem .nú geysar
sé hin sama og svo almenn var árið 1889—1890
er ekki algerlega víst. Margir læknar álíta
veikina hina sömu, aftur eru aðrir, sem álíta að
sóttkveikjan sé önnur þótt einkenni veikinnar
séu líkþví, sem menn hafa áður þekt. Þótt
veikin sé oft kölluð “spánska veikin”, er engin
ástæða til þess að ímynda sér að hún hafi fyrst
komið upp á Spáni. Meiri ástæða er til að balda
að hún hafi komið upp á Austurlöndum, Evrópu
eða Asíu. Fyrir ári síðan geysaði veikin í her
Þjóðverja á Austur-vígstöðvunum og breiddist
svo út þaðan um vesturlönd Evrópu og til
Ameríku.
Þótt enn hafi ekki tekist að einangra sótt-
kveikjuna, sem orsaka rveikina, þá er samt það
víst að veikin er mjög sóttnæm og berst frá þeim
sem veikina hefir til þeirra, sem í kring um hann
era, í gegn um loftið. Sérstaklega er það hrák-
inn, sem hættan stafar af. 1 hrákanum er mesti
f jöldi af sóttkveikjum, og ef sjúklingurinn hræk-
ir á gólfið eða annarsstaðar þar, sem svo hrák-
inn þornar upp og verður að ryki, sem svo kemst
í loftið þegar sópað er; eitrast loftið í herberg-
inu, þar til öllum, sem þar eru inni, stendur stór
hætta af. Einnig þyrlast sóttkveikjan út í loft-
ið með hósta og hnerra þess veika; þess vegna
ætti hann ætíð að J?afa klút við höndina til að
hósta og hnerra í. Sóttkveikjan er aðallega í
hrákanum eins og á sér stað um sjúkling, sem
þjáist af lungnatæringn. Sömu varúðar ber að
gæta í báðum þessum sjúkdómum.
Hver eru aðaleinkenni veikinnar? Hvem-
ig veit maður að um þenna sjúkdóm er að ræða,
ef ekki er læknir við hendina til að ráðfæra sig
við? Vanalega byrjar veikin snögglega. Sjúkl-
ingurinn kvartar um máttleysi, höfuðverk, bak-
verk, beinverki, og sárindi um allan líkamann.
Margir kvarta um köldu, og er þetta alment ein-
kenni þegar veikin er á háu stigi. Hitinn er mis-
jafnlega hár, vanalega frá 100 til 104 stig F.
Hósti og sárindi fyrir brjóetinu era ekki mikil
í þeim tilfellum, þar sem lungnabólga ekki fylgir
veikinni. Útlit þess veika bendir oft sterklega
til þess að hann er í rauninni veikari en hvað
honum finst sjálfum hann vera. Augun era oft
þrútin og allur svipur hans ber vott um að hann
er alvarlega veikur. Ef ekkert kemur fyrir var-
ir veikin ekki nema þrjá til fjóra daga, og batnar
sjúklingnum þá fljótt. Það, sem mest er að ótt-
ast, er lungnabólga, sem svo oft slæst inn með,
oft þegar sjúklingnum sýnist vera að batna. I-
gerð í eyrunum og heiláhimnubólgu kemur einn-
ig fyrir, en mikið sjaldnar en lungnabólga.
Það, sem mest er um að gjöra fyrir þann,
sem veikist af influenzu, er að fara strax í rúm-
ið og hann kennir veikinnar; þótt honum finnist
hann ekki vera mikið veikur, þá stofnar hann lífi
sínu í voða með því að streytast við að vera á
ílakki, einu sinni að hann er ekki frískur. Lang-
flestir þeir, sem fá lungnabólgu, era þeir sem
ekki fóru nægilega varlega í byrjun veikinnar.
Auðvitað hafa margir fengið lungnabólgu þótt
allrar varúðar væri gætt, en það era frekar und-
antekningar en hitt. Æskilegt er að gefa sjúkl-
ingnum inn til hreinsunar í byrjun veikinnar, og
á meðan veikin stendur sem hæst, næra hann að-
allega á mjólk, súpum eða annari vökvun, og um
leið láta hann hafa eins mikið af köldu vatni óg
hann vill drekka. Ef hann kvartar um köldu,
þá gefa honum heita drykki í staðinn fyrir
kalda. Kaldir dúkar við höfuðið ef höfuðverk-
urinn er þvingandi. Enginn ætti með réttu lagi
að fara á flakk fyr en hann hefir verið álgjör-
lí;ga hitalaus í þrjá» daga, og ekki fara út úr
húsi í aðar þrjá daga til, hvað vel sem honum
finst honum líða. Mikið er um að gjöra að loft-
ið sé eins hreint og mögulegt er í herbergi sjúkl-
ingsins, sérstaklega þar sem um lungnabólgu er
að ræða. Líka er þess vert að geta, að hreint
ioft í híbýlum manna er eflaust hið traustasta og
áreiðanlegasta varnarmeðal gegn veikinni.
Að spara
Smáar upphæðir lagíar inn í banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á
ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn.
Walters Ljósmyndastofa
Vér skörum fram úr í því að stækka myndir
og gerum það ótrúlega ódýrt.
Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi.
Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið
þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði.
Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave.
Talsími: Main 4725
NDRTH-WE5T GRAIN COMPANY
íslenzkir hveitikaupmenn
Látið íslenzkan hveitikaupmann sitja fyrir
hveitikaupum.
H. J. L.INDAL,
RáSstnaður.
24S Grain Exchange - WINNIPEG
Sunnudaga-hugvekjur
Eftir séra Björn B. Jónsson.
III.
26. sunnudag eftir trínitatis, 24. nóv. 1918.
KOLLEKTAN.
Mildiríki himneski faðir! pú, sem ekki vilt dauða syndugs
manns, heldur að hann snúi sér og lifi, og sem fyrir Jesúm Krist
hefir stofnað hjá oss ríki náðar þinnar, fyrirgef oss af miskunn
þinni allar syndir vorar og yfirsjónir, og láttu oss finna hvíld og
hugsvölun fyrir þínn elskulegan son, Drottin vom Jesúm Krist,
sem með þér lifir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð,
frá eilífð til eilífðar. Amen.
Guðspjallið: Matt. 11, 25—30.
Á þeim tíma tók Jesús til máls og sagði: Eg vegsama þlg,
faðir, herra ’himins og jarðar, að þú hefir hulið Iþetta fyrir speking-
um og hyggindamönnum, og opinberað það smælingjum. Já, fað-
ir, þannig varð það, sean iþé rer þóknanlegt. Alt er mér falið af
föður mánum, og enginn gjörþekkir soninn nema faðirinn, og eigi
heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema sonurinn, og sá er sonur-
inn vill opinbera hann. Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og
þunga eruð ihlaðnir, og eg mun veita yður hvíld.. Takið á yður mitt
ok og lærið af mér, þvá eg er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá
skuluð þér finna sálum yðar hvíld; því mitt ok er indælt og byrði
mín létt.
Vér erum komnir að árslokum. þetta er hinn síðasti sunmu-
dagur kirkjuársins. J7eir, sem lifa til næstu helgar (1. des), fá
að byrja nýtt náðarár í kristni Guðs á jörðu. Kirkjan tehir ár sitt
þannig, að það er einum mánuði ávalt á undan almanaksárinu
venjutega. J?að á að minna oss alla á það, að andlegt M vort á
jafnan að vera á undan hversdagslegu veraldarlífi. Vér eigum
fyrst að leita Guðsríkis. Láka er það oss ölhim heilög vísbending
um það, að vér eigum í hug og ihjarta að vera komnir inn í dýrðar-
ríki Guðs, áður en hið stutta æfiár vort hér á jörðu er liðið. End-
;rínn er nálægur, endir lífsins. Með dauðanum kemur gamlárs-
kvöld yfir oss alla inman skams. Kærleiksrákur faðir vor á himn-
um, yi'll ekki að það koma að óvöru nokkru bami sínu. Hann vill
að vér í trú á frelsara vorn, Jesúm Krist, höfum vátrygt oss gegn
dauðanum áður en hann kemur. Kristnir menn eru komnir frá
dauðanum til lífsins, svo að þó hinm lákamlegi dauði komi þegar
minst varir, þá nær ihanm emgu valdi yfir þeim. peir eru þegar búm-
ir að búa um sig í faðmi Guðs. f trúmmi eru þeir löngu fyrir gaml-
árskvöld lífsins búnir að halda nýársdag eilífs Ms. Andinn er kom-
inn heim — heim í lífið, sem aldrei þver, Jífið í Guði og hjá Guði.
Á þetta minna oss áramótin kirkjulegu. Og með orðum frels-
arans í guðspjalli dagsins vegsömum vér föður vorn, herra himins
og jarðar, að hamn hefir hulið þetta spekingum og hyggindamönn-
um, en opinbearð það oss smælingjunum.
pegar kirkjuárið endar, byrjar aðventan, jólafastan, og með
henni koma ljósin og birtan, sem vaxandi fer alt til sjálfra jólanna,
hátíð ljósanna þannig er og farið andlegu lífi kristins manns.
Hann hugsar ekki einungis um endirinn, heldur miklu fremur um
upphaf hins nýja og eilíft áframhald þess. Honum þykir það ekki
miður, þótt hann viti endirinn nærri. “Bak við Alpafjöllin ligg-
ur ítaláa,” sagði maðurinn á fomöld — vissi vera hið sólfbjarta land
hinsvegar við fjöllin háu, þótt þar yrði staðar að nema í bráð.
Hinsvegar við Iandamerki dauðans veit trúaður maður jólálöndin
eiláfu. Á þeim löndum á hann heima. Hlann sér í anda þangað
heim. Við landamærin sér hann istanda som Guðs og frelsara sinn.
Frelsarinn breiðir þar út armana og segir: “Komið til mín”.
Endir láfsins hér er kristnum manni upphaf eilífra jóla.
Kirkjuárið endar með því að skila kristnum manni inn í að-
ventuna, afhenda hann jólatíðinni.
pað er hugsjónin. Sé það þá líka veruleikinn.
J7að væri hverjum manni synd, að stíga nú yfir íþessi kirkju-
tegu áramót án þess að minnast með þakklæti Guðs mikhi mildi við
sig, syndugann mannirm, á náðarárinu liðna. Nem staðar, vinur,
og hugleiddu náð Drottins. Hvað hefir verið þér æðst og dýrmæt-
ust blessun á liðnu ári ? Eru það hin veraldlegu gæði ? J?au eru
góð og fyrir þau ber að þakka. En hvað hefðurðu sízt af öllu vilj-
að missa og alls ekki getað verið án. Var það ekki frelsandi náð
Guðs í Jesú Kristi? Var ekki fyrirgefning synda þinna meira vert
en lífið sjálft? Jú, Guðs náð og náðarmeðul Drottins, það er
æðst og bezt. Rfkutega hefir Drottinn látið oss náð sína í té.
Notre Dame Branch—W. M. IIAMIL/TON, Manager.
Selklrk Branch—F. J. MANNING, Manager.
THE DOMINION BANK
HöfuCstóll löggiltur $25.000,000 HöfuCstöil greiddur $14.000,000
Varasjóður............$15,000,000
Forseti........................Sir HLJBERT S. HOI/T
Vara-forseti .... E. L, PEASE
ASal-r&ðsmaSnr - - C. E NEIULi
Allskon&r bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vi8 elnstakllnga
eBa félög og sanngjarnlr skilmð.lar velttlr. Avlsanir seldar tll hvaða
staCar iem er & Islandl. Sérstakur gaumur gefinn spar1r16B«lnnlögum,
sem byrja m& meC 1 dollar. Rentur lagCar vlC & hverjum • m&nuCum.
T' E. THORSTEIN9SON, R&8«maSur
Co Williaa* Ave. og SKerbrooke St„ - Winnipeg, Man.
THE ROYAL BANK OF CANADA