Lögberg - 26.12.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.12.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER 1918 rrl era i Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Lltanáskrift til blaðsins: THE QOIUHBIH PRESS, Ltd., Box3l72, Winnipeg, Han. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Hjan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Einn dagur sem þúsund ár, Stundum kemur það fyrir, að eitt augnablik í lífi mannanna er sem heil mannsæfi; eða með öðrum orðum, að þau atvik koma fyrir mennina á lífsleið þeirra, að þeir ganga í gegnum þá lífs- reynslu á örstuttum tíma, sem hefði tekið þá heil an mannsaldur að öðlast, undir öðrum kringum- stæðum. — Heill mannsaldur liðinn á einni ör- 'iagaþrunginni stund — hugsun manns breytt — aðstaða manns við samferðamennina breytt. — Skyldur manns í lífinu birtast manni í nýju ljósi. Maður er orðinn nýr maður, og lífsbrautin blas- ir við manni með nýjum kröfum, nýjum tækifær^ um og breyttri aðstöðu. Og eins oss finst að allir menn verði að kannast við þenna sannleika í lífi einstakling- anna, eins er hann virkilegur og ætti að vera öll- um ljós í lífi þjóðanna. Hugsurn oss þetta stríð, eða öílu heldur á- standið í heiminum eins og það var 1914. Er mögulegt fyrir nokkurn mann að hugsa sér ástand fólksins í heiminum í dag, eins og það var í ágúst 1914? Er ebki öllum mönnum ljóst, að það er eins ólíkt og svart og hvítt. Konungsríkin sundurliðuð, og konungar og keisarar komnir í mát. Framfarir í vissa átt á sjó og landi, og í loft- inu, svo miklar, að fyrir stríðið hefðu menn haldið að slíkt hlyti að taka mannsaldur. Atvinnnvegimir, sein þá voru, eru breyttir, og sumir með öllu horfnir. Hið ráðandi afl, sem þá var í lífi mannanna — hinn almá ttugi dollar — skelfur nú og nötrar fyrir breyttum hugsunarhætti þjóðanna. Heimurinn hefir á þessu fjögra og hálfs árs tímabili tekið stakkaskiftum, sem hefði tekið að öllum l’íkindum þúsundir ára að ganga í gegnum undir yenjulegum kringumstæðum. Og nú stöndum vér mennimir andspænis tímabili, sem er alveg nýtt. Ný viðfangsefni undir nýjum kringumstæðum, nýjum kröfum, samfara nýjum hugsunarhætti. — Stöndum andspænis því tæki- færi, að gróðursetja ávexti, sem þessi ógurlega blóðfórn hefir lagt upp í hendur vorar — sem oss hefir verið trúað fyrir, til blessunar oss og afkomendum vorum um aldur og æfi, — eða þá að snúa þeim til bölvunar landi og lýð. Ábyrgðin, sem á oss hvílir, er 'því geysiléga mikil. Yér tölum um endurreisnartímabil vor á meðal. — Allir menn og öll blöð í þessu landi tala um endurreisnartímabil. Hvað er það, sem á að endurreisa? Landbúnaðurinn, sem er aðalatvinnugrein landsins, hefir að vísu átt við ýmsa örðugleika að stríða á þessum fjórum árum, sökum dýrtíð- ar og mannfæðar, en hann hefir ekki komist í neina vanrækslu. En sjálfsagt má auka hann og endurbæta, og létta að ýmsu leyti undir með þeim mönnum, sem aðallega eru undirstaðan undir velmegun þessa lands, ef eirilægnin er nóg og hugur fylgir máli. Fiskiveiðarnar, verksmiðjuiðnaðinn; í einu orði, atvinnuvegi landsins. Og er það náttúr- lega vel hugsað og góðra gjalda vert. En vér vildum ininna á, að til þess að endurreisn sú geti orðið meira en nafnið tómt — til þess að aukin framléiðsla, aukinn auður, og aukin velmegun, geti komið að tilætluðum notum — geti orðið til góðs — þarf að endnrreisa manndóm þjóðarinn- ar. Vér þurfum með ró og gætni að athuga kringumstæðurnar — gjöra oss grein fyrir kröf- nm tímans. Átta okkur vel á málunum, eins og þau nú liggja fyrir oss, og leggja svo fram það bezta, sein vér eigum, þeim til úrlausnar — béztu kraftana — beztu mennina, sem vér eigum, þurfum vér nú að fá til þess að standa fyrir málum vorum, hvort heldur þeir eru úr frjáls- lynda flokknum, íhaldsflokknum, verkamanna- flokknum eða bændaflokknum. En eru nokkur Ifkindi til þess, að þetta verði . gjört? Eru líkurnar ekki miklu meiri til þess, að vöklin í landiriu lendi í höndum vissra stétta, eða stjórnmálafuokka, sem meira meta völd og mannvirðingar en hag almennings? Er okki íhaldsflokkurinn, sem frá bvrjun hefir setið yfir hluta lítilmagnans, farinn að færast í aukana og búa sig undir að ná stjórn- málum landsins í sínar hendur, áður en leiðfog- ar flokksins eru búnir að átta sig á málunum, eins og þau nú horfa við, og því síður almenn- ingur? Eru nokkur líkindi til þess, að menn þeir, sem hafa verið talsmenn afturhaldsstefnunnar í þessu landi, hafi umskapast að hugsunarhætti á þessum fjórum árum? Ef menn vilja fá svar við þeirri spurningu, þá skulu menn athuga vel hverjir þar ráða málum — hverjir ganga þar fremstir í fylking. Eru það málssvarar lítil- magnans ? Nei, þeir hafa verið sínir eigin mál- svarar. Eru það mennirnir, sem hafa látið sér ant um hag fólksins? Ef til vill væri ekki rétt að segja nei við þeirri spurningu. En þeir hafa æfinlega séð sínum eigin hag borgið fyrst. Það eru fyrst og fremst stóreigna- og stóriðnaðar- menn þessa lands — og þeirra málsvari hefir afturhaldsflokkurinn í Canada frá upphafi ver- ið, fyrst og fremst. Nafn þessa stjórnmála- flokks — afturhalds- eða íhaldsflokks — ber það með sér, að hann vill ekki hætta sér út á framtíð- arbrautirnar, heldur halda í það, sem verið hef- ir. Og það, sem verið hefir hér hjá oss, um það vita menn. Oss dettur ekki í hug að fara að telja það upp, því það yrði óskaplegt registur; enda er til lítils að vera að hamra á misgjörðum manna, það getur aldrei gjört neitt gott, nema að því léyti, sem þær geta verið til viðvörunar. Þær leysa aldrei nein vandaspursmál framtíðar- innar. En spursmálið er, geta menn gjört sér þá stefnu í stjórnmálum að góðu í framtíðinni? Getur það skeð, að liún hafi breyzt svo á síðustu fjórum árum, að í henni — í því andrúmslofti — geti hinir fegurstu ávextir stríðsins þroskast? Ef ekki, er hún óhæf. Að hverju eigum vér þá að halla oss? Hverj- um eigum vér að treysta og trúa fyrir vandamál- unum? Union-stjórninni? Ekki virðist oss að úr- lausnin liggi í þeirri átt. Fyrst og fremist var hún sett til valda í því einu augnamiði, að vinna að stríðsmálum, og um þau vildu allir Canada- menn sameinast. Um það, hvernig að henni hefir tekist að leysa það verk af hendi, sem var bæði mikið og vandasamt, verður ekki sagt með neinni vissu ennþá, því mepn vita ekki um nærri allar fram- kvæmdir hennar í þeim málum. Og margar af þeim, sem maður veit um, minna mann á smellnu setninguna hans Þorsteins Erlings'sonar í kvæði hans um Jörund hundadagakonung: “Og því var nú aldrei iim Álftanes spáð að ættjörðin frelsaðist þar”. En hitt vita menn, að stríðið er nú á enda, og menn munu líta svo á, að verka- hring bennar sé nú bráðum lokið. Fhugum manna býr frelsis- og framsóknar- þrá, og utan mn þær hugsjónir þurfa aHir góðir rhenn að skipa sér. Peru og Chile. Nú þegar heimurinn er orðinn dauðþreytt- ur á stríði og styrjöld og hið stærsta og stór- kostlegasta friðarþing, sem nokkurn tíma hefir háð verið er fyrir hendi, er rétt að því komið að tvö smáríki í Suður Ameríku berist á bana- spjótum, það er Peru og Chile. Peru er um 695,730 ferhyrningsmílur að stærð og fólkstalan þar um 4,000,000, að norðan við Peru, sem er lýðveldi, liggur Equador að aust- an Brazilía, að vestan Kyrrahafið og að sunnan Bolivia og Chile. En Chile er strandlengja, sem liggur á milli Andisfjallanna o^ Kvrrahafsins í suður frá Peru allá leið suður að Góðrarvonarhöfða sem er sysðti oddinn í Suður Afríku, það er um 292,580 ferhyrningsmílur að stærð og fólkstalan er sögð að vera um 3y2 miljón. Ástæðan fyrir þessum vígahug, sem í þessi ríki er nú komin, er ekki gömul. Það var síðari part 19. aldarinnar að öhile lenti í deilum við Bolivia út úr Nitrate (köfnunarefnis) námum all-auðugum, sem Boliviu menn áttu í strand- fylki sínu Antofagas(a, og rétt þar fyrir norðan áttu Peru menn samkyns námu og lentu iná í þessa deilu, að síðustu varð Chile þeim báðum yfirsterkari og sló eign sinni á landspilduna, sem um var að ræða. 1 friðarsamningunum út af þessu missætti gaf Bolivia eftir alla landeign sína, sem náði að Kyrrahafinu og Peru gaf eftir Sarapaca fylkið og Tacna og Arica í tíu ár, en eftir það tímabil áttu innbúarnir að fá að greiða atkvæði um það hvoru ríkinu að þeir vildu tilheyra. Árið 1893 var þetta 10 ára tímabil útrunnið, . en Chile lét sér livergi ótt, og þegar um þetta spursmól var rætt við valdsmenn ríkisins börðu þeir ávalt einhverju við, svo sem því að%í samn- ingunum væri hvergi tekið fram hvernig þessi ajkvæðagreiðsla skyldi framfara. Peru hefir hvað eftir annað reynt til þess að fá Chile stjórnina til þess að standa við samninginn frá 1883, en allar hennar tilraunir hafa orðið árang- urslausar. Svona hefir þetta mál gengið nú í 15 ár, þar til nú fyrir sljömmu að Peru stjórnin kaliaði sendiherra sinn heim frá Chile og tók að vígbúast. Það stendur því ekki ósvipað á með þessi tvö fylki í Suður Ameríku Tacna og Arica og Eilsass og Lothringen á Frakklandi nema að því leiti að Peru hefir aklrei af hendi látið eigna- rétt sinn til Tacna og Arica, heldur virðist Chile stjórnin halda þeim í óleyfi og ineð ofbeldi og er varla að furða þó Peru sé farin að þreytast ■í slíku, en vonandi jafna þessi ríki sakir sínar án þess að úthella blóði sona sinna, og eins og á öðrum stað er skýrt frá hér í blaðinu þá hafa Bandaríkin og Argentína boðist til þess að gera út um þessar sakir, og síðustu fréttir segja að stjórnin í Peru liafi tekið þessu boði sáttasemj- aranna og virðist því heldur, ólíklegt að Chile baldi útí stríð í ónáð þessara þjóða. Hertogadœmin Schleswig- Holstein. Ýms af merkustu blöðum og tímaritum Bandaríkjanna hafa að undanförnu rætt nokk- uð um hertogadæmin Schleswig-Holstein, sem Þjóðverjar rændu frá Dönum árið 1864. Frá því að ófriðurinn mikli hófst, og þar til honum lauk, með algjörðum ósigri fyrir Miðveld in, voru leiðandi stjórnmálamenn og rithöfund- ar víðsvegar á meðal sambandsþjóðanna önnum kafnir við bollaleggingar um það liver mundu verða örlög frönsku fylkjanna Elsass Lothring- en, Trentino og Póllands. Spurningar þessar, hinar meiri, virtust hafa iiáð svo sterkum tökum á hugum slíkra manna, að engu líkara sýndist en að úriausn hinna smærri mála, þótt alveg eins viðkvæm væru í eðli sínu, mundi gleymast. — Þess vegna heyrðist sjaldan talað um dönsku hertogadæmin, fyr en núna seinustu vikurnar, og munu skandínavar í Ameríku hafa átt upptökin að hreyfingunni. Við nánari athugun hlýtur hver alvarlega hugsandi maður að sannfærast um, að spurning- in um framtíð hertogadæmanna dönsku er í eðli sínu næsta mikilvæg. Því með innlimun þeirra í Þýzkaland, var í raun og ver lagður grundvöllur inn að hinum nýlokna heimsófriði. Þegar Aust- urríkismenn og Prússar réðust inn fyrir dönsku landamærin og báru Dani ofurliði, eftir hér ’um bil tíu mánaða blóðsútihellingar, hófst fyrir al- vöru ákvörðun Þjóðverja um að leggja undir sig allan heiminn. Bismarck hafði þá fullgjört í liuganum drauma sína um þýzkt, óvinnandi keisaradæmi, með Hohenzollana á valdastóli. En til þess að slíku yrði hrundið í framkvæmd, taldi hann fyrst og fremst óumflýjanlegt fyrir Þýzkaland, að eignast öflugan flota. Taldi hann það bráð- nauðsynlegt að Þjóðverjar fengju full umráð yfir hafnarstöðvunum í Kiel. Og samkvæmt jDrússneskum hugsunarhætti, var ekki nema sjálf sagt að brjóta undir sig með valdi alt það, sem álitið var Þýz'kalandi til hagsmuna, ef ekki var annars kostur. Þess vegna sendi þýzka stjórn- in óvígan her inn í þessi friðsömu hertogadæmi, og gleypti þau með húð og hári. Bkki er það nokkrum vafa bundið, að Bret- /landi hinu mikla7 yfirsást hraparlega, er stjóm þess sat hjá í það sinn og hafðist eigi að; afleið- ingar þess eru nú orðnar lýðum ljósar. Bismarck var vanur að komast svo að orði, að fyrir utan hann sjálfan, væri í raun og vem ekki nema tveir eða þrír menn í allra veröldinni, sem skildu til hlýtar afstöðugildi Schleswig- Holstein. En telja má víst, að á friðarþinginu, sem nú fer í 'hönd, þar sem saman verða komnir hinir ágætustu fulltrúar frá allflestum þjóðern- um hins mentaða heims, muni réttarstaða dönsku hertogadæmanna eigi reynast eins flókin og járnkanzlarinn hélt fram. — Og það er að minsta kosti víst, að dragi maður línu frá Flens- burg og suðvestur til Nordstrand eyjanna, þá kemur það í ljós að landsvæði það, er hér um bil 60 mílna langt og fjörutíu mílna breitt, og þá spildu byggja um 148,000 manna, sem Þjóðverj- ar hafa með ofbeldi svift frelsi sínu. Af þeirri tölu er sannað, að 139,000 kunni enga aðra tungi] en dönsku. Fólkið telur sig danskt og á engan annan meiri þjóðarmetnað í eigu sinni en þann, að geta sameinast aftur hinu danska ríki, eftir fimtíu ára ánauð undir þýzkum hervaldshrammi. Og sjálfstæðisréttur þessara ríkis'hluta er svo skýr, að jafhvel Þjóðverjar sjálfir hafa aldrei þorað opinberlega að neita honum. Þegar ófriðnum á milli Prússa og Dana lauk, og friðarsamningarnir voru undirskrifað- ir árið 1866, þá gebk prússneska stjórnin inn á að íbúunum í Norður-Séhleswig skyldi kostur gjör á því, að skera úr því með almennri atkvæða greiðslu, hvort þeir vildu sameinast aftur hinni dönsku krúnu eða ekki. En þegar Þjóðverjar unnu sigur á Frökkum 1870—71, og urðu sterk- asta hemaðarþjóð Norðurálfunnar, þá sviku þeir loforð sín við Norður-Sohleswig; og upp frá þeim tíma hefir það ákvæði friðarsamningsins, er fjallaði um alþjóðaratkvæði, ekki verið annað en dauður bókstafur. Og Þjóðverjar hafa jafn- an síðan beitt sama miskunnarleysinu í Schles- wig, eins og þeir hafa gjört í Elsass Lothringen, Póllandi og öðram þeim stöðum, er þeir hafa náð á vald sitt. Þeir hafa meðal annars beitt hinni dæmafáustu ósvífni til þess að reyna að uppræta danska tungu í hertogadæmunum; gengið jafn- vel svo langt, að banna heimskautafaranum fræga, Roald Amundsen, að fl'jtja þar fyrirlest- ur á móðurmáli sínu. Þeir hafa beitt sömu aðferðinni við sjálfseignar- bændur í Scihlesvig eins og á Póllandi; kúgað þá til þesis a ðselja beztu ábýlisjarðir sínar, við því verði, er stjórninni þóknaðist að greiða, og hol- að þar niður útlifuðum, þýzkum oddborgurum. En þrátt fyrir alt og alt, þá hefir þeim þó gjörsamlega mishepnast að uppræta dönskuna í Schleswig, og hin dömsku þjóðemiseinkenni. Ilinn undirokaði danski flokkur þar, er eins danskur, eða jafnvel danskari, heldur en dansk- asti Daninn í Kaupmannahöfn. Út frá því ætti'að mega ganga sem gefnu, að friðarþingið krefjist að minsta kosti þess, að íbúunum í Norður-Schleswig verði tafarlaust veittur kostur á, með almennri atkvæðagreiðslu, að ákveða framtíðarafstöðu sína meðal þjóð- anna. Vilhjáhnur I. sór árið 1866, í nafni hins “þrí- eina Guðs”, að fólk þetta skyídi fá að ákveða sjálft, hvort heldur það vildi teljast til Þýzka- lands eða Danmerkur. — Sagan hefir sýnt, að hann imat ekki inikils eiðstafinn, að minsta kosti ekki i iþað skiftið. En Norður-Séhleswig má ekki lengur gjalda þess. Mannúð og réttlæti krefst þess, að Schles- wig-HoIstein, eins og al’Iar aðrar þjóðir eða þjóðabrot fái að ráða öllum sínum málum, og beita áhrifum sínum í menningarbaráttunni, án íhlutunar frá óviðkomandi einræðisvöldunj! — — <)«*»<>< Sparsemi mótar manngildið Nafnkunnur vinnuveltandl sagSi fyrir skömmu: “Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss 1 dag, eru þeir, sem spara peninga reglulega. ■Einbeitt stefnufesta, og heilbrigtSur metnaCur lýsir sér I öllum störfum þeirra. þeir eru mennirnir, sem stötSugt hækka 1 tigninni, og þeir eiga sjaldnast S, hættu a?S missa vinnuim, þótt atvinnu- deyfö komi meS köflum.” Byrjið að leggja inn í sparisjóð hjá. Notre Bame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNTNG. Manager. THE DOMINION BANK • ’! y/? 'xv: w:: \9j: a»/í tvfyiAt/: a*/: Höfuöstöll löggiltur $25.000,000 HöfutSstóll greiddur $14.000,000 Varasjóður..........$15,000,000 Forseti .....................Sir HUBERT S. HOI/T A7ara-forseti - E. L. PEASE Aðal-ráðsmaður - - C. E NEILIj Allskonar bankastörf af&reidd. Vér byrjum relkninga við einstaklinga eBa félög og sanngjarnir skilmAlar veittir. Ávísanlr seldar til hvaBa staBar sem er á. íslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparlrjóBsinnlögrum, sem byrja má meB 1 dollar. Rentur lagBar viB á hverjum 6 mánuBum. T- E. THORSTEINSSON, Ráðsmaður Co William Ave. og SKerbrooke St., - Winnipeg, Man. THE R0YAL BANK OF CANADA Frá Islandi. Trésmiðaverkfáll hefir verið hér í bænum nú i nokkna daga og stendur enn. Trésmiðir vilja fá kr. 1.05 fyrir innivinnu um kl- tímann, en kr. 1.15 fyrir úti- vinnu. Níræðisafmæli átti frú por- björg Sighvatsdóttir, móðir Sig- hvats Bjamasonar bankastjóra, 27. þ. m. {okt.) Er 'hún sögð næst elzta kona hér í bæ, en elzt er frú Thora Melsted, og verður hún hálftíræð 18. des. næstk. Hæstaréttardómur í vínsölu- málinu, er böfðað var gegn land- stjóminni af þeim, sem sviftir voru vínsöluleyf i með bannlögun- um, er nýlega fallinn, og var stjómin sýknuð,- en sækjendur dæmdlr í 500 króna málskostnað. Slys á ólafsvík. par vildi það til 17. þ. m. (okt.) að hvirfilbyl- ur lyfti uppskipunuarbát, sem menn voru að setja, bátt í loft upp, og er ihann féll niður aftur, þá á hvolfi, urðu 3 menn úndir honum. Meidduist tveir af þeim svo, að iþeir biðu bana af. Tir Skagafirði er skrifað 9. okt:- SkagafjÖrður hefir alls ekki farið varhluta af kuldatíð og grasbresti þetta sumar, frem- ur en önnur íhéruð landsins. J7að má svo heita, að ekki bafi verið nema aðeins einn mánuður hlýr á þessu sumri, eða seinni ihluti júlí og fram í ágústmánuð. Síðan stöðugir landnorðan stormar, og frost síðan um miðjan september. Um ágústlok gjörði hér áfelli mikið, snjóaði í bygð, svo að það varð til hins mesta tjóns við hey- skapinn, sem þó var svo rýr áð- ur, að ekki var á þá erfiðleika bætandi, er heyaflanum hafa fylgt þetta sumar. Víðast, þar sem eg befi til spurt, bafa þó hey náðst inn, þótt stirt hafi viðrað, en víða með slæmri verkun það siðasta sem hirt var. Nú eru menn fyrst famir að sjá, hversu brýn nauðsyn væri á jþví, að eiga súrheysgryfjur, en þó eru þær ■mjög óvíða enn, ihér um slóðir. Annars má það furðu gegna, hve ahnenningur hefir verið áhuga- lauLs fyrir því, að koma því í íramkvæmd að byggja slík skýli, eins og reynslan hefir þó sannað gagnsem þeirra ihjá þeim mönn- um, sem þau eiga. Súrheysgerð CANADIri FINEST rne&rii5i! pKSSA VIKU OG NÆSTU VIKU SAN CAKL.O Grand Opera Company pcssa vlko: Fimtud., BUTTKRFLY; Föstud., AIDA; Laugard. yjlat., RO- MKO-JUIiIKT; Kviilfl., TROVATORK Næstu vlku: Mánud., LA BOHEMTA Jjriðjud., LUCIA; Mlðvikud. Mat. (2 Operas). SKCRKT OF SUZANNK and PAGLIACCI; kvöld, FAUST; Flmtud. CARMKN; Föstnd.. JKWKLS OF THK MADONNA; Laugard. Mat. BUTTKR- FLY; kvöld, AIDA. VcrS 50c. til $2.00 hefði þó komið sér vel, bæði þetta haust og hið næstliðna. Bæði þetta sumar og hið næstliðna get- ur varla heitið að mögulegt væri að verka hey, eftir að 20 vik- ur voru af sumri, vegna snjóa og illviðra. Enda undantekningar- lítið sjaldgæf svo hagstæð tíð, að hey geti verkast vel eftir réttir, jafnvel þó að allvel viðri, hvað þá í öllum verri tilfe’llum, sem nú eru orðin næsta tíð. Eg, sem þetta skrifa, hefi á hendi forða- gæzlu í Staðarhreppi og hefir mér gefist færi á að kynnast hey- verkun manna svo langt sem mitt starfsvið nær. Og allstaðar hefi eg komist að raun um það, hvað síðslegna heyið er ila verkað. pað er nokkuð alment álitið, að síðslæjan sé óþurkvönd, og marg- ur segir sem svo, “svona síðsleg- ið hey iþarf ekki mikinn þurk, jþað brennur varla”. pað er mik- ið rétt, að seint á sumri er grasið orðið trénað, og létt fóður, búið að missa saltefnið og fteira, svo að tæplega getur það verkast svo illa, að það bremni. En í stað þess verður það myglað og blautt, svo það verður bæði ólystugt og óholt fóður. Næstliðið haust, 1917, var hér í Skagafirði mjög miMð úti af heyjum um réttir, þá byrjaði ð- tíðin fyrir alvöru. J?á lagðist vetur að fyrir fult og alt, svo að aldrei varð iþurkað hey eftir það. pá náðu þeir einir heyjum sínum, 1 sem súrheys-gryfjur höfðu. Aðr- ir voru að hauga iheyjunum sam- an í lanir úti á bersvæði, og gefa það freðið, og þá helzt útigangs- jirossum, og kom það að litlum eða misjöfnum notum. En mik- ið af heyjum varð alónýtt, og hafði margur um sárt að binda, sem fyrir ,því tjóni varð. Svo kom veturimn með sínum heljar- tök- um, og hélt þeim óslitið til sum- armála. par sem eg hefi skoðað súrhey hér í Staðarhreppl, hafa þau reynst mjög vel. T. d. átti Jón bóndi á Reynistað mjög mik- ið ihey úti, þegar ótíðin skall á í fyrra ihaust, og batt hann það alt inn í.súriheystóft, eins og heyið kom fyrir úr sjónum, og kom það alt að beztu notum. T. d. var það gefið ám að einum fjórða hluta gjafar, og gafst vel. Sömu- leiðis átti Bjöm bóndi í Vík um 60 hesta í súrheyi, sem reyndist ágætlega. Myndi það vera f jam lagi, að landbúnaðarfélagið héti verðlaunum fyrir súrheysgerð? pað mundi vekja áhuga manna á málinu, og auka samkepni í verk- inu. pað veitti iþó sannartega ekki af að nota alt, sem notað verður, til að hjálpa framleiðsl- unni nú á tímupi. Hún hefir svo margar byrðar að bera, að lítt hugsandi er, að búskapur land- búsins beri sig, alt hvað að krepp- ir meira en orðið er. Að meðal- tali mun mega gjöra áætlun með. að hálfu minni séu töður nú hér í Skagafirði en í betri árum. Eg hefi dálítið kynt mér töðutapið í Staðarhreppi, og með því að meta töðuhestinn 200 pd.) á 10 kr., og væri það lágmarksverð nú, þá mundi það nema 12000 kr. alls. Og útihey svona þriðja hluta minni en vanalega. pegar hey- tapið þetta sumar væri dregið saman um alt land, og hver töðu- hestur metinn á 10 kr. og útheys- JÓLIN 1918 r Formaður, nefndarmenn og aðstoðarmenn THE ROYAL BANK OF CANADA óska einlæglega öllum við- skiftamönnum og vinum Bankans gleðilegra jóla og farsæls nýárs.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.