Lögberg - 26.12.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.12.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER 1918 3 Mercy Merrick Eftir VILKIE GOLLNIS. ‘ ‘ Hvað annað átti eg að gera ? Eg fór aftur til forstöðukonunnar. Þá voru veikindi byrjuð í stofunni og eg aðstoðaði sem hjúkrunar- kona. Einn af læknunum varð ástfanginn af mér og vildi giftast mér. Sem heiðarleg mann- eskja áleit forstöðukonan skyldu sína að segja honum sannleikann. Aftur gamla sagan. Eg varð örvilnuð, og hjarta mitt harðnaði. Eg hefði getað fyrirgefið mér, eða snúið mér aftur að -syndinni —ef ekki hefði verið maður annars vegar.” Nú misti hún vald yfir sjálfri sér og þagði langa stund. En Grace varð svo forvitin að hún varð eitt- hvað að segja. ‘‘Hver var þessi maður?” spurði hún. ‘‘Hvernig gat hann hjálpað yður?” ‘ ‘ Hjálpað mér! Hann ihafði engan grun um tilveru mína.” “Þér sögðuð nýlega að —” ‘ ‘ Að hann f relsaði mig, já. Hann gerði það líka, og nú skal eg segja yður, hvernig. Einn sunnudaginn var stofnunarpresturinn ekki fær um að flytja guðsþjónustuna, og í hans stað kom annar mjög ungur maður. Forstöðukonan sagði okkur að hann héti Júlían Grey. Eg sat í einum af öftustu bekkjunum, þaðan gat eg séð hann án þess að hann sæi mig. Hann lagði út af orð- unum: ‘ ‘ Það er meiri gleði í himnaríki yfir synd- ara, sem bætir ráð sitt, en yfir níutíu og níu rétt- látum, sem ekki þurfa afturhvarfs með.” Hvað gæfuríkar konur mundu hafa hugs- að um prédikun hans, veit eg ekki, en á meðal okkar í Magdelenustofnuninni var ekkert auga þurt. Hann hreif huga minn svo, sem enginn hefir gert fyr eða síðar. Kvíði minn hvarf ög síðan hefi eg verið þolinmóð stúlka. Eg hefði máské orðið gæfurík, hefði eg getað talað við hann.” “Hvers vegna gátuð þér það ekki?” “Eg var hrædd.” “Hrædd við hvað. ” “Hrædd við að gera mitt þunga hlutkesti enn þyngra.” Grace sagði: “Eg skil yður ekki.” Mercy varð því að segja sannleikann. eins og hann var. Hún stundi og sagði: “Eg var hrædd um að eg kynni að vekja á- huga hans fyrir sorg minni, og að eg kynni að fá ást á ’honum. ’ ’ \ Sabhygðai’skortur Grace kom í ljós í því óstjómlega undrunarópi, sem orðum Mercy fylgdi. Hún stóð uPp, hegðun Grace sýndi að hún var búin að segja nógu mikið. “Eg hefi s'kelkað yður”, sagði’hún. “Ó, unga stúlkan mín, þér vitið ekki hve trútt kven- hjartað getur slegið, þrátt fyrir harðar þján- ingar. Áður en eg sá Júlían Grey, var eg hrædd við monnina. En við skulum sleppa þessu, það er að eins endurminning — sú eina bjarta end- urminning, sem eg á. Eg hefi ekki meira að segja. Þér vilduð heyra æfisögu mína — og nú fcafið þér heyrt hana. ’ ’ “Eg hefi ekki heyrt hvernig þér fenguð þessa stöðu”, sagði Grace eins kurteislega og hún gat. Mercy gekk að ofninum og skaraði í eldinn. “ Forstöðukonan á vini á Frakklandi, og undir núverandi kyingumstæðum var auðvelt að útvega mér stöðu. Ef einhver kúla skildi hitta mig áður en stríðið endar, þá losnar mannfélagið við mig með hægu móti.” Hún stóð og horfði á leyfar eldsins, eins og hún sægi þar sitt eigið rekald. Grace áleit skyldu sína að segja eitthvað — gekk nær henni — nam staðar — og sagði eitt af þossum vanalegu orðtækjum. ‘ ‘ Ef eg get gert nokkuð fyrir yður-—” Hún lauk ekki við setninguna. Hún hafði að eins svo mikla meðaumkvun með þssari hrös- uðu stúlku, sem veitti henni húsaskjól og hjálp- aði henni, að hún áleit nauðsynlegt að segja eitt- livað meira. Mercy gekk teinrétt að eldhúsdyrunum, til þess að líta eftir særðu mönnunum. “Hvað ættuð þér að geta gort fyrir mig”, spurði Mercy, knúð til að beita háði gegn liinni köldu kurteisi, sem Grace sýndi lienni. ‘ ‘ Getið þér gert mig að annari manneskju? Getið þér gefið mér nafn og stöðu saklausrar stúlku í mannfólaginu? Ó, ef eg aðeins ætti framtíðar- útlit yðar.” Hún lagði aðra hendina á brjóstið og þving- aði sig til að segja rólega: “Bíðið þér hérna á meðan eg fer fram að gæta skyldu minnar, og líta eftir hvort fötin vðar eru þur. Þér skuluð ekki þurfa að vera í mínum fötum lengur en nauðsynlegt er.” Nú varð liún þess vör að hætt var að rigna, gekk frá elcUiúsdyrunum að glugganum, opnaði hlerana og leit út. Tunglsbirtan var lítil af því loftið var rakt. Myrkrið, sem hingað til hafði hulið frönsku mennina fyrir þýzku spæjux-unum, fór alt af minkandi. Að fáuxn stundum liðnum mundi enska stúlkan geta haldið áfram, því morguninn var í nánd. Mercy ætlaði að loka glugganum aftur, en áður en hún vár búin að því, heyrðist skot frá varðmönnunum í f jarlægð. Næstum því á sama augnabliki gall við skot í námunda. Mercy stóð við gluggann og lilustaði. Þriðja slkotið reið af fast við húsið. Grace þaut að glugganum í ofboði og spurði “Hvað þýða þessi skot?” “Það eru bendingar frá varðmönnunuu”, svaraði Mercy rólega. “Erum við í hættu? Eru Þjóðverjarnir koonnir aftur?” Surville læknir lyfti nú léreftsblæjunni frá eldhúsdyrunum og sagði: “Þjóðverjar eru á leiðinni til okkar. Við sjáum hermennina þeirra.” Grace hneig skjálfandi niður í næsta stól. “Getum við varist þeim?” spurði Mercy. Læknirinn hristi höfuðið neitandi. “Alls ekki”, sagði hann. “Við erum eins og vant er — einn á móti tíu. ’ ’ Úti fyrir þrömmuðu frönsku bumburnar; það var eins og þeir vildu ekki láta heyraát til þeirra sem nálguðust. Ungu stúlkurnar gátu ekki lengur talað saman, því voðalegur hávaði heyrðist úti, sem agði þeim að óvinirnir væru að nálgast. Grace leit spyrjandi til Mercy, sem enga huggun gat veitt og gekk fram í eldhúsið. Fáum mínútum síðar kbm hún aftur inn, því nú rigndi þýzku sprengikúlunum niður hring- inn í kringum húsið, og kom vesalings fólkinu, sem þar hafði leitað skjóls, til að skjálfa af bræðslu. Grace lá utan við sig í fjarlægasta horninu, hún virtist naumast vita hvað fram fór í kring- um hana, og því áleit Mercy gagnslaust að reyna að hugga hana og fór því fram í eldhúsið aftur. En alt af nálguðust óvinirnir og kúlurnar dundu á húsinu. Alt í einu heyrðist eins og voðaleg þruma og heymardeyfandi brak — sprengikúla hafði lent í stofunni þar sem Grace og Mercy sátu áður. Svo heyrðist hljóð og eittlwað detta, og þegar Mercy vogaði inn í stofuna fann hún Grace liggjandi dauða, Alveg utan við sig gekk hún þangað sem Grace lá, tók hana upp og lagði á rúmið og sá strax að alt var á enda. Hún sat stundarkorn og starði á liina framliðnu, stóð svo upp og tók bréfahylkið hennar, opnaði það og fann bréfið, sem faðir Grace hafði skrifað til lafði Roy, er lofað hafði að taka hina foreldralausu stúlku undir sína vernd. < Mercy las bréfið. Roseberry ofursti hældi hæfileikum dóttur sinnar, en kvartaði yfir hinu vanrækta uppeldi hennar, som orsakaðist af fjár munalegum vandræðum, er neyddu hann til að fara til Canada. Svo komu hlý orð til lafði Janet. ‘ ‘ Yður á eg það að þakka að eg dey kvíða- laus fyrir framtíð dóttur minnar”, stóð í enda bréfsins. “1 yðar varðveizlu skil eg eftir það eina er mér er mikils virði á jörðunni. Alla æfi yðar hafið þér varið auð yðar og stöðu tij að gera gott. Eg vona að það verði ekki metið minst, að þér huggið gamlan hermann á síðustu lífsstundum hans með því, að annast um hans yfirgefna barn”. Mercy stundi og lagði bréfið frá sér. Hin unga stúlka hafði mist góð og álitleg lífskjör. Ritföng franska herforingjans láu enn þá á borðinu. Hún sneri bréfinu við, til þess að skrifa um dauða ungfrú Rosoberrv á seinustu síðuna. Hún sat og var að hugsa um hvernig hún ætti að orða þessia tilkynningu, þegar hún heyrði kveinað fram í eldhúsinu. Hún gekk fram í. eldhúsið, og við að sjá hana urðu mennirnir rólegri. “Eg skal vera hjá ykkur þegar Þjóðverj- arnir koma ’ ’, sagði hún. ‘ ‘ Verið þið hughraust- ir, eg skal ekki yfirgefa ykkur.” Svo fór hún aftur inn til að skrifa um dauðsfallið á bréfið. Hún settist ekki niður, en horfði hugsandi á bréfið. Undarlegar hugsanir vöknuðu hjá henni, hún varð sjálf hissa á ósanngirninni sem í þeim fólst. Ef hún bæði nú lafði Roy að gefa sér stöðu ungfrú Roseberrys, ef lnin væri ekki búin að taka aðra stúlku, og segði henni að hún hefði fundið Grace og hjálpað henni af öllum mætti. Það væru þó meðmæli. Ef hún dirfðist að tala fvrir sjálfa sig — hvað mundi lafðin gera? Biðja um meðmæli auðvitað, meðmæli. Mercy hló beiskjulega og settist niður til að skrifa um dauðsfallið. En hún gat ekki skrifað eitt orð, hugsunin vildi ekki yfirgefa hana. Hún ímyndaði sér hve unaðslegt lífið í Mabelthorp hlvti að vera. Hún stóð upp og fór að ganga um gólf. Hún hugsaði um ókomna tímann. Hvaða útlit hafði hún þegar stríðið væri á enda, ef hún lifði svo lengi? Hún gat farið hvert sem hixn vildi, en ávalt mundi bomast upp hver hún væri. Skuggi hins liðna lífs mundi áyált hvíla yfir henni. Hún væri enn ekki nema 25 ára, fögur, lieilbrigð og dugleg. ITún gekk aftur að rúminu, laut niður að hinni líflausu veru og hvíslaði: “Ó, ef eg gæti nú skift við yður — ef þér gætuð verið Mercy Merrick og eg Grace Rose- berry. ’ ’ A sama augnabliki og þessi orð komu yfir varir hennar rétti hún úr sér. Hún gat verið Grace Roseberrv ef hún jtyrði, hugsaði liún. T,kkert. gat liindrað hana í að koma fram fyrir lafði Janet Boy undir nafninu Grace Roseberry. Hvað var í hættu ? Yar nokkur veikur þráð- ur í þessu áformi? Grace hafði sjálf sagt henni að hún og lafði Janet hefði ajdrei sést. — Yinir hennar voru í Kanada, ættingjar hennar á Englandi dánir. Mercy þekti vel staðinn þar sem lnin átti heima — það var á Port Logan — og hún þurfti að eins að lesa dagbók Grace, sem hún fann líka í bréfa- hylkinu, til þess að geta gefið öllum spurningum fullnægjandi svör, viðvíkjandi dvölinni í Róm og dauða ofusta Roseburry. Hún þurfti ekki að Jcoma fram sem hámentuð stúlka, því það var Grace ekki. Alt studdi að áformi hennar. Grace var í hennar fötum, sem voru merkt nafni Mercy, en föt Grace hengu til þurks í eldhúsinu, sem hún gat klætt sig í þá hún vildi. Loks stóð þá vegurinn opinn til að losna við hina auð- mýkjandi tilveru. Hvað var rangt við þetta? Hvað sagði sam- vizka hennar? Hvaða órétt gerði hún hinni dauðu stúlku? Þetta spursmál þarfnaðist ekki svars. Grace var dáin og ættingjar hennar líka. Svo var nú lafði Janet Boy. Ef hún var henni trú, skyldurækin og þæg, þá gerði hún henni ekkert rangt. Hún greip bréf ofurstans og stakk því í bréfahylkið ásamt öðrum skjölum. Þarna var tækifærið fyrir hana. Tilviljanirnar voru allar henni til hagsmuna. Samvizka hennar liafði ekkert á móti þessu áformi. Hún komst því að þeirri niðurstöðu: “Eg ætla að gjöra það.” Hún var þó enn í nobkrum efa. En nú heyrði hún fótatak manna og hesta. — Þjóðverj- ar voru að koma inn í þorpið. Að fáum augnablikum liðnum mundu þeir koma inn í húsið, og hún yrði að gjöra grein fyr- ir nærveru sinni þar. Hvað átti hún að velja? Hið nýja llf sem Grace Roiseberry, eða hið gamla sem Mercy Merrick? Hún leit enn á líkið í rúminu, og hún ásetti sér að vera eftirleiðis Grace. Þjóðverjar nálguðust meir og meir. Mercy settist við borðið og leit á klæðnað sinn áður en óvinirnir kæmu. Hún sá rauða krossitín á vinstri öxlinni, og vissi straX að hann gæti valdið sér óiþæginda og rannsókna. Hún leit í kring um sig og sá gráu yfirhöfn- iua, sem hún hafði léð Grace. Greip hana og klæddist ihenni, sem huldi hana frá höfði til fóta. Hún var aðeins búin að þessu, þegar götu- dyrunum var lokið upp, og inn bomu Þjóðverjar í bakherbergið. Hún ásetti sér að gjöra vart við sig, stóð því upp og gekk að eldhúsdyrunum. En um leið og hún seildist eftir léreftsblæj- unni, var henni ýtt til hliðar og þrír menn komu inn. Hin yngsti þeirra var auðsjáanlega Eng- lendingur. Við hlið hans stóð herforingi í prúss- neskum einkennisbúningi. Hinn þriðji og elzti var líka í einkennisbúningi. Hann var haltur og bar prik í hendi í stað sverðs. Þegar hann var búinn að lífca í kringum sig, sagði hann háðslega: “Veik stúlka í rúminu og önnur til að stunda hana. Er nauðsjmlegt að setja hér vörð, major?” “Nei, svaraði hann, sneri sér við og gekk fram í eld'húsið. Þýzki læknirinn gekk að rúminu. Ungi Englendingurinn liorfði með ánægju á Mercy, dró blæjuna fyrir dymar og sagði sov kurteis- lega á frönsiku: “Má eg spyrja, eruð þér framskar?” “Eg er ensk,” svaraði Mercy. Læknirinn iheyrði svarið. Nam staðar á leiðinni að rúminu og spurði á ensku: “Get eg gjört nokkuð gagn þama?” “Nei,” svaraði Metcy. “Þessi stúlka var drepin þegar hermenn vðar skutu á þorpið ” Þýzki læknirinn lét tóbak í nef sitt og spurði: “Hefir læknir skoðað líkið?” “Já,” sivaraði Mercy í styttingi. Læknirinn gaf engan gaum að misþóknan hennar og sPurði: “Hver hefir rannsabað líkið?” ‘ ‘ Herlæknirinn franski. ’ ’ Þýzki læknirinn nöldraði eitthvað um ódugn að allra franskra stofnana. Englendingurinn spurði hvort hin fram- liðna væri ensk. ‘ ‘ Eg held það, ’ ’ svaraði Mercy hikandi, ‘ ‘ en A-ið höfum fundist hér af tilviljun, svo eg er lienni alveg ókunnug. ’ ’ “Vitið iþér ekki nafnhennar?” spurði þýzki læknirinn: “Nei.” “Ekki einu sinni nafnið,” sagði hann, tók ljósið og haltraði að rúminu til að skoða líkið. Englendingurinn spurði hvers vegna hún væri hér á hernaðartímum. En hvin hristi höf- uðið. “Vesalings frönsku hermennirnir,” sagði hún alvarleg. “Þér þurfið ekki að skifta yður af særðu mönnunum, eg skal sjá um þá, þeir eru fangar okkar. Nafn mitt er Ignatius Wetzel, foringi læknaráðsins, og'svo þegið þér. ” Mercy kom með mótsagnir. En Englend- ingurinn tók hendi hennar og leiddi hana inn í herbergið, og sagði: Það er gagnslaust að sýnia mófcþróa, þýzku reglurnar slaka aldi'ei til. Þér megið vera viss- ar um að vol verður farið með fangana.” Augu hennar fyltust tárum meðan hann tal- aði, og aðdáun hans óx. ‘ ‘ Ilún er eins góð oghún er fögur, ’ ’ hugsaði hann. ‘ ‘ Eruð þér nú ánægðar, og viljið þér þegja, ’ ’ sagði þýzki læknirinn hörkulega. Hörkusvip brá á andlit Mercy um leið og liún f jarlægðist læknirinn og séttist. Englendingurinn endurtók ispurninu sína, um veru hennar liér. Eg ætla ekki að gjöra vður hnedda, en í dög- un byrjar bardaginn aftur, og fyrir þann tíma verðið þér að vera á óliultum stað. Eg er ensk- ur herforingi og heiti Horace Holmeroft. Mér þætti vænt um að mega hjálpa yður, og eg get það, ef þér levfið. Eruð þér á ferðalagi hér?” Mercy kinkaði kolli samþykkjandi. “Eruð þér á leið til Englands?” “ Já.” “Þá get eg útvegað yður vegabréf yfir þýzku landamærin, svo þér getið farið strax.” Mercy horfði undrandi á liann. ‘ ‘ Þér getið útvegað mér vegabréf í gegnum þýzka hergarðinn. Þér hafið þá mikil áhrif, ef þér getið það. ’ ’ Holmcroft svaraði brosandi: “Eg hefi þau áhrif, esm enginn stenzt — eg á við áhrif pressunnar eða blaðanna. Eg er hér sem fréttaritari eins af ensku stórblöðunum. Ef eg bið yfirhershöfðingjann um vegabréf, þá læt- ur hann mig fá það; hann er hér í nánd. — Hvað segið þér um þetta ? ’ ’ Óverkuð skinnvara 1 Húðir, UU, Seneca-rætur iiiinuiiuiintniiiiiiiBniuiiiiiiiiiiiiiiiHtniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuimiiiuiiiniiunnHiininHunimii Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu § og hæsta verði og fljótri borgun. Skrifið eftir verðlista. ÍiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimw B. LEVINSON & BROS. 281-3 Alexande Ave. - WINNIPEG SIÍGVÉL, SKÓHLÍFAR og MOCCASINS og alt sem að skófatnaði karla, kvenna og barna lýtur JENKINS HEIMILIS SKÓFATNAÐARBÚÐIN PHONE G. 2616 639 NOTRE DAME R.S.Tlobinson Katplr Ofl selur Stofnsett 1883 Höfrtstóll $250.000.00 útlbú: Seattle. Wash., U. S. A. Edmonton, Alta. Le Pas, Man. Kenora. Ont. Gæror Ull VER KAUPUM UNDIR EINS RAW FURS Seneaa rætar No. 1. stór rottoskisn $1.00 Afar-stór No. 1. Ulfaskinn $20.00 Smærri tegundir hlutfallslega lægrl. FAID YDUR VERDSKRA VORA SENDID BEINT TIL HEAD œ51257PD!,,r.ERAT„sVMr,N’''PEe Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu Markaðsskýrslur. IleUrtsöIuverð í Winnipeg: Nýjar kartöflur 75 cent Bush. Creamery smjör 49 cent pd. Heimatilbúið smjör 40 cent pd. Egg send utan af landi 45 cent. Ostur 24%—26 cent. Hveiti bezta tgg. $5.37% c. y8 pd. Fóðurmjöl vtð mylnurnar: Bran $31.42, Short $36.00 tonnið. Gripir: Bezta tegund af geldingum $12.28— 13.22 100' pd. Miðtegund og betra$9.25—12.50 100 pd. Kvigur: Bezta tegund $8.00—9.00 — — Beztu fóðurgriplr 7.00—7.75 — — Meðal tegund 5.75—6.75 — — Kýr: Beztu kýr geldar 8.00—8.50 — — Dágóðar — góðar 7.00—7.75 — — Til niðursuðu 5.76—6.75 — — Fóðurgripir: Bgzta 9.00—10.00 — — Úrval úr geitum gripum 7.00—7.75 — — Ali-góðar 6.75—7.25 — Uxar: peir beztu 7.60—8.00 — — Góðir 6.00—7.00 — — Meðal 6.00—7.00 — — Graðungar: Beztu 6.80—7.00 — — Góðir (5.75—6.25 — — Meðal 5.00—5.60 — — Kálfar: Beztu 9.00—9.50 — — Góðir 7.50—8.50 — — Fó: Beztu lömb 14.75—15.00 — — Bezta fullorðið fé 9.00—11.00 — — Svín: Béztu 17.50 — — ]>ung 13.50 — — Gyltur 11.12 — — Geltir 8.00 — — Ung 14.00—15.00 — — Korn: Hafrar 0.81% fcush. Barley ni. 3 c. W. 1.05 — no. 4 1.00 — Fóður 0.91 Flax 3.65% þessir menn hafa verið valdir til þess að mæta fyrir hönd Frakklands á friðarþinginu: For- sætisráðherra Cleamenceau, Foch marskálkur, utanríkisráðherra Piohon og Leon Boureois, fyrver- andi forsætisráðherra; og talað er um að André Tardieu muni ef til vil verða útnefndur með þeim. Allsherjar verzlunarnefnd Bandaríkjanna hefir kært Swift & Co., Armour & Oo., Morris & Co. og Wilson og Cudohay í Chi- cago, fyrir að gjöra samtök til að hefta frjálsa kjötverzlun innan Bándaríkjanna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.