Lögberg - 09.01.1919, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR 1919
3
Mercy Merrick
Eftir VILKIE GOLLNIS.
‘ ‘ Kæra frænika!
Eg er kominn til London aftur fyr en eg
ætlaði. Hinn velæruverðugi vinur minn hefir
stytt hvíldartíma sinn, og er tekinn við embætti
sínu aftur. Eg er hræddur um að þér ásakið
mig, þegar þér heyrið ástæðuna, sem flýtti fyr-
ir komu hans. En því fyr, sem eg get sagt frá
því, því glaðari verð eg í huga. Eg hefi auk þess
sérstaka ástæðu til þess að vilja tala við yður,
eins fljótt og mögulegt er. Má eg koma á eftir
bréfi mínu til Mablethome ? Og má eg kynna yð-
ur stúlku — algjörlega ókunnuga hér —, sem eg
ber ofurlitla umhyggju fyrir? Eg bið yður að
senda mér já með bréfberanum, og á þann hátt
sýna yðar vinveitta systursyni velvild yðar.
Júlían Grey. ’ ’
Júlían Gray var sá eini lifandi systursonur
sem hún átti, sonur elskaðrar systur er hún
hafði mist. Hefði ihann ekki líkst móður sinni
eins mikið og hann gerði, mundi hann naumast
hafa verið í afhaldi hjá lafðinni, því hún hataði
skoðanir hans í trú og pólitík. Hún var þess utan
upp með sér af hrósinu sem hann hlaut, bæði
sem prédikari og rithöfundur og þar eð liann var
síglaður í umgengni kom þeim allvel saman.
Lafðina langaði þess utan að kynnast stúlk-
unni, sem hann mintist á i bréfinu.
Ætlaði hann að gifta sig? Og var þá stúlk-
an viðeigandi fyrir ætt hans?”
Efasvipur var á andliti hennar, þegar hún
gerði sér síðasta spursmálið. Svo gekk hún að
bóklhlöðudyrunuum sneri sér þar við og sagði:
“Eg ætla að skrifa fáeinar línur til frænda
míns, Grace, svo kem eg strax aftur. ’ ’
Mercy kom til hennar*
‘ ‘ Frænda yðar ”, sagði hún. ‘ ‘ Þér hafið al-
drei sagt mér að þér ættuð frænda. ’ ’
‘ ‘ Nei, eg hefi gleymt því, við höfum haft’svo
margt annað að tala um. Bíðið héma þangað
til eg kem aftur; eg 'hefi meira að segja um
Horace. ’ ’
Mercy opnaði dymar fyrir hana og lokaði
þeim svo aftur.
Á næsta augnabliki lifniaði sterkur kvíði í
huga hennar út af svikunum sem hún hafði fram-
kvæmt. Svo fór hún að hugsa um það sem lafði
Janet sagði, þegar hún gekk inn í bókhlöðuna:
að hún ætlaði að koma aftur og tala meira um
Horace.
ÍÆercy vissi um hvað talað yrði. Hvað átti
hún nú að gera? Hún gat ekki látið þann mann
sem elskaði hana og sem hún sjálf elskaði, gift-
ast sér í blindni. Nei, það var sklyda hennar að
aðvara hann. En hvemig? Gat hún marið
hjafta hans, sem gat haft áhrif á alt hans líf,
ineð því að segja honum hver hún var, og sem
mundi leiða til skilnaðar þeirra.
“Eg get ekki sagt honum það. Það drepur
mig”, sagði hún með ákafa.
Hún settist, blóðrjóð af reiði við sjálfa sig
yfir liðna tímanum.
“Eg er fekki verri en 'hver önnur stúlka”,
hugsaði hún. ‘ ‘ Einhver önnur mundi hafa gifst
lionum fyrir peninga hans.”
Á næsta augnabliki sá hún hve rangt var að1
afsaka sig á þenna hátt.
“ Ó, að eg hefði dáið áður en eg kom í þetta
hús. Eg vildi að eg gæti dáið á þessu augna-
bliki”, stundi hún upp.
Dymar að knattleikasalnum vora opnaðar
hægt. Horace var farið að leiðast eftir að vita
hverju lafði Janet hefði áorkað.
Þegar hann sá að lafði Janet var þar ekki,
áleit hann að samtalið væri á enda, nálgaðist
því stúlkuna og sagði:
“Grace.”
Hún þaut á fætur hljóðandi.
Hné svo niður á legubekkinn aftur segjandi:
“Eg vildi þú liefðir ekki hrætt mig. Skyndi-
legur háVaði eykur svo hjartslátt minn, að mér
liggur við köfnun.”
Horace bað hana fyrirgefningar og settist
lijá henni.
Hún sneri sér að honum með reiðisvip.
“Þú hefir reynt að fá hana til að ná sam-
þykld mínu um að giftast þér strax”, sagði hún.
“Vertu ekki reið við mig”, bað hann blíð-
lega. Það getur naumast verið stór synd þó eg
beiddi lafði Janet að tala mínu máli. Eg hefi
rqynt sjálfur að fá þig á mína skoðun, móðir mín
og systur sömuleiðis, en alt gagnslaust..’
Nú þoldi hún ekki mátið lengur, stappaði á
gólfið og sagði hörkulega :
“Mér leiðist að heyra þig tala um móðir
þína og systur. Þú talar aldrei um annað. ’ ’
“Það væri gott, Grace, ef þú færir að dæani
móður minnar og systra, þær tala ekki hörð orð
til þeirra, sem elska þær.”
Þessi orð voru alveg gagnslans, hún lét sem
hún heyrði þau ekki.
“Það er nóg til að verða veikur af”, hugs-
aði hún, ‘ ‘ að heyra talað um dygðir hjá stúlkum
sem aldrei hafa orðið fyrir freistingum.”
Þetta jók hörku hennar — hún fyrirgaf sér
næstum því að hún táldróg hann. Gat hann þá
aldrei skilið að stúlkur vilja ekki að aðrar stúlk-
nr ®é talað um sem fyrirmynd.
Hún leit til hans, þar sem hann sat þegjandi
°g sneri baki að henni. Þögn manns ery sterk-
nstu mótmæli gegn þeirri stúlku, sem elskar
hann. Ofsa getur hún þolað, orðum getur liún
svarað með öðram orðum, én þögnin sigrar hana
Hún gekk til hans og lagði hönd sína á öxl
hans.
Fyrirgefðu mór, Horace ’ ’, sagði hún. ‘ ‘ Eg
er vesöl og ekki með sjálfri mér ídag. Eg meinti
ekki það sem eg sagði og bið um fyrirgefningu. ”
Ilann leit upp og tók hendi hennar. Hún
laut uiður að honum, kysti enni hans og sagði:
“Hefir þú fyrirgefið mér?”
“Ó, elskan mín, ef þú vissir hve vænt mér
þykirumþig.”
“Eg veit það”, sagði hún, og strauk hárið
frá enni hans.
Þau tóku ekki eftir því að bókklöðudyrnar
vom opnaðar.
Lafði Janet var búin að skrifa frænda sín-
um og ætlaði aftur til að tala máli Horace við
Mercy, en þegar hún sá þau, hugsaði hún:
“Hér er eg óþörf ”, og lokaði dyrunum aftur
Horace fór aftur að minnast á giftinguna,
en þá fór hún frá honum og sagði hnuggin en
ekki reið:
“Minstu ekki á þetta í dag; mér líður alls
ekki vel. ’ ’
Hann stóð upp og horfði á hana í meira lagi
órólegur.
Litlu síðar spurði hann:
“Má eg tala um þetta á morgun?”
“ Já, á morgun.”
IJún settist aftur á legubekkinn og sagði:
“Þaðer einkennilegt hve lengi lafði Janet
er í burtu. Hvað ætli tefji hana?”
Horace lést vera hrifinn af spumingunni
um fjarveru lafði Janet.
“Hvers vegna yfirgaf hún þig?” spurði
hamn.
“Hún gekk inn í bókhlöðuna til að skrifa
fáein orð til systursonarsíns. Hver er þessi
systursonur hennar?”
“Veiztu það ekki?”
“Eg hefi engan gmn um það.”
“Þú hefir þó líklega heyrt talað um hann.
Hann er nafnkunnur maður. ’ ’
Hann laut niður að henni, greíp um hárlokk
sem lá á öxl hans og kysti hann.
SvO bætti hann við:
Systursonur lafði Janet er Júlían Grey.”
Hún hrökk við og horfði á hann hræðslulega
og utan við sig.
‘ ‘ Kæra Grace, mín ’ ’, sagði Horaoe undrandi
‘ ‘ hvað hefi eg nú sagt eða gert sem skelkar þig
á þenna hátt?”
Hún lyfti hendi, eins og til að skipa honum
að þegja, og endurtók með hægð^
“Systursonur lafði Janet er Júlían Grey —
og það fæ eg fyrst að vita nú.”
Horace spurði enn meira undrandi en áður:
“En þegar þú færð nú að vita það góða,
lrvernig getur það gert þig svo órólega ? ’ ’
“Var þetta af tilhögun forlaganna?” hugs-
aði hún, “ að hún var í blindni leidd inn í þetta
hús, þar sem hún átti að mæta Júlían Grey.
skyldi reikningsskilin koma með honum?”
Hún svaraði Horace með lágum róm:
‘ ‘ Skeyttu ekki um mig. Eg hefi verið vesöl
í dag, eins og þú sást þegar þú komst inn, en eg
vona það batni bráðum. Eg hefi líklega gert
þig skelkaðan?”
“Góða Grace mín, það leit út fyrir að þú
yrðir dauðhrædd við að heyra nafn Júlían
Grays.”
Hún reyndi að hlægja og lagði hendi sína á
munn hans, til þess að fá hann til að þegja, og
sagðisvo:
“Hvernig dettur þér slíkt í hug? Eins og
Júlían Gray hafi nokkurt áhrif á útlit mitt.”
Hún leit á hann og reyndi að vera eins glað-
leg eins og hún gat, og hélt svo áfram:
“Eg hefi auðvitað heyrt talað um hann.
Veistu að hann kemur hingað í dag? Stattu ekki
þarna bak við mig. Komdu og seztu.”
Hann gerði sem hún bað, en hann var alls
ekki rólegur. ,
Hún hélt áfram að látast vera kát, í því
skyni að eyðileggja gran hans um það, að hún
hefði ástæðu til að vera hrædd við Júlian Grey.
Hún tók handlegg hans og sagði:
‘ ‘ Segðu mér eitthvað um þenna nafnkuima
mann. Hveraig lítur hann út?”
Horaoe gladdist við kátínn hennar og sagði:
Búðu þig undir að sjá þann óprestlegasta
mann af öllum prestum. Júlían hlífir sér við að
gera nokkra kröfu til prestlegrar mannvirðing-
ar og valds. Hann er á ferðum og gerir gott á
sinn eigin hátt, og er fastráðinn í því að leita
aldrei neinnar hærri stöðu í sinni stétt. Hann
segist vera nógu hátt settur, þegar hann sé prest
ur hinna sorgbitnu, prófastur hinna svöngu og
biskup hinna fátæku. með öllum sínum undar-
legu einkennum er hann samt hinn bezti maður
heimsins. Hann er óvanalega ástsæll hjá kvennl
iolki, sem alt af leitar ráða hans. Eg vildi að þú
gerðir það líka. ’ ’
Mery fölnaðL
“Við hvað áttu?”
“Júlían er alkunnur fyrir að telja öðrum
hughvarf”, sagði Horace brosandi. “Ef eg
béiddi hann að tala við þig, mundi hann fljótt fá
þig til að ákveða daginn.”
Hann sagði þetta spaugandi, en Mercy tók
það fyrir alvöra og hugsaði sem svo: “Hann
gerir það ef eg kem ekki í veg fyrir það, og eina
ráðið fyrir mig til að hindra það er, að ákveða
• giftingardaginn. ’ ’
Hún lagði hendi sína á öxl hans og sagði
með uppgerðar dekri:
“Talaðu ekki svona heimskulega. Hvað
vorum við að tala um áður en við fórum að tala
um Júlían Gray?”
‘ ‘ Við furðuðum okkur á hvað orðið væri af
lafði Janet”, svaraði hann.
Hún sló óþolinmóðlega á öxl hans og sagði:
“Nei, nei, það var eitthvað sem þú sagðir
áðan. ’ ’
Horace lagði 'handlegginn um mitti hennar
og sagði:
‘ ‘ Eg sagði að eg elskaði þig. ’>
“Ekld annað?” ,
“Leiðist þér að heyra það?”
Með áihrifamiklu brosi spurði hún:
“Er þér það svo áríðandi með--------”
Hún þagnaði og vék sér til hliðar.
“Með giftingu okkar?”
“ Já.”
‘ ‘ Það er mín kærasta ósik. ’ ’
“Er það svo?”
“Já, það er.”
X
Nú varð aftur þögn. Mercy lók sér að úr-
keðjunni hans.
Sífelt horfandi á úrkeðjuna sagði húp ofur
lágt:
“Nær viltu að giftingin fari fram?”
Hún hafði aldrei talað á þenna hátt. Horace
gat naumast trúað þessari gæfu sinni.
“Ó, Gracé”, hrópaði hann. “Þú ert líklega
ekki að gera gaman að mér?”
“Áf hverju heldurðu það?”
“Áðan vildurðu ekki leyfa mér að nefna
giftingu.”
“Skeyttu ekkert um hvað eg gerði áðan”,
svaraði hún þrjózkulega. “Menn segja að kon-
an sé dutlungasöm. Það er einn af mestu göll-
um kynsins.”
“Hamingjunni sé lof fyrir þann galla þess”
sagði Horace hreinskilnislega. “Felur þú mér
á hendur að ákveðaum þetta atriði?”
“ Já ef þú vilt það.”
Horace hugsaði sig um stundarkom — það
var nú um að géra hvað lögin um hjónabönd
sögðu. Loksins sagði hann:
“Við getum fengið leyfi til að gifta okkur
að fjórtán dögum liðnum. Við skulum því á-
kveða að giftingin fari fram að liðnum fjórtán
dögum.”
Hún lyfti hendinni til að mótmæla.
‘ ‘ Því þá ekki ? ’ ’ spurði hann. “ Við þurfum
engan undirbúning. Þegar við heitbundumst
sagðir þú að^ við skyldum halda brúðkaupið
heima.”
Mercy varo að viðurkenna að hafa sagt
þetta.
“ Við gætum gift okkur strax,ef lögin leyfðu
það”, sagði hann. .“Á það þá ekki að vera eftir
14 daga ?
Han þrýsti lienni að sér. Svo varð þögn.
Dekurgríman — sem hafði farið henni illa frá
byrjun — datt nú af henni. Gráu sorgbitnu
augun horfðu á hann með meðaumkvun.
“ Vertu nú ekki svona alvarleg’ ’, sagði hann
blíðlega. “Að eins eitt stutt orð, Grace. Að
eins eitt já.”
Hún stundi og talaði orðið.
Hann kysti hana áfergjulega, og það var
með naumindum að hún gat varist faðmlögum
hans.
“Yfirgefið mig'nú”, sagði hún veiklulega.
“Eg vil fá að vera ein út af fyrir mig.”
Horaoe stóð upu.
“Eg ætla að finna lafði Janet”, sagði hann.
‘ ‘ Mig langar til að sýna henni að eg er orðinn
■glaðlyndur aftur og segja kenni af hverju
það stafar. ’ ’
Hann gekk að bókhlöðudyrunuum leit þar
við og spurði:
“Þú verður hér?”
“Já”, svaraði Mercy.
Hann fór nú út.
Hún hallaðist aftur á bak á legubeknum.
ITún var eins og í yfirliði og viss, ekkert hvort
hún var vakandi eða hana dreymdi. Hafði hún
samþykt að giftast Horace eftir 14 daga? En
það gat margt komið fyrir þangað til. Hún hafði
að minsta kosti komið í veg fyrir að þurfa að
tala við Júlían Gray í einrúmi. Hún settist upp
þegar hugsunin um þetta samtal vaknaði hjá
hehni. Henni fanst að Júlían Gray væri í her-
berginu, og talaði við hana eins og Horace hafði
minst á. Hún sá hann sitja hjá sér — þenna
mann, sem hafði ósegjanleg áhrif á hana þegar
hann stóð í prédikunarstólnum, og hún hlustaði
á orð kans óséð. Hún sá hann standa fyrir fram-
an sig, og horfa rannsakandi augum á andlit sitt,
og lesa hið viðbjóðslega leyndarmál í augum
sínum, heyra það á rödd hennar, finna það á hin-
um skjálfandi liöndum hennar og þvinga sig til
að segja það orð fyrir orð þangað til hún yfir-
buguð af iðrun féll til fóta honum og kannaðist
við svik sín.
Hún fjmn það, hún vissi það, að samvizka
sín fann og óttaðist yfirmann sinn Júlían Grey.
Það liðu nokkrar mínútur. Hin miklu um-
brot í sálu hennar höfðu áhrif á líkamann.
Hún fór að gráta, án þess að vita af hverju.
Það var eins og einhver þungi hvíldi á höfðinu,
hún varð magnlauk Augun lokuðust og hengil-
sláttur klukkunnar á arinhillumii varð æ dauf-
ari og daufari — hún sofnaði.
Þegar hún var búin að sofa stntta stund,
vaknaði hún við það að yt*i dyrnar í gróðrar-
húsinu vora opnaðar og læst aftur.
^íercy stóð upp og hlustaði í þeirri von að
það væri Horace eða lafði Janet sem kæmi.
Hún heyrði einn af þjónunum tala( og svo
svaráð með þeirri rödd, sem kom henni til að
skjálfa. •«
Hún stóð upp og hlustaði gagntekin af
hræðslu. Jú, það var áreiðanlega sama röddin
og hún hafði heyrt í Magdalenu stofnaninni.
Sá, sem kominn var, var Júlían Gray.
Fótatak hans nálgaðist meir og meir borð-
stofuna. Hún þaut að bókhlöðudyrunum, en
hendur hennar skulfu svo mikið að hún gat ékki
opnað þær. Þegar henni tókst það að lokum, þá
heyrði hún aftur málróm hans — og nú talaði
hann til hennar.
“Eg bið yður að fara ekki”, sagði hann,
“eg er að eins frændi lafði Janet, og heiti Júlían
Gray.”
Hrifin af rödd hans sneri hún sér við með
hægð og horfi þegjandi á hann.
Hann stóð með hattinn í hendinni í gróður-
húsdyrunum, klæddur svörtum fötum með hvítt
hálslín.
Þrátt fyrir það hve ungur hann var, hafði
sorgin sett merki sitt á andlit lians, og yfir enn-
inu var hár hans þunt. Hann var af meðal hæð
og mjög fölur, og enginn hefði veitt andliti hans
eftirtékt, ef augun hefðu ekki verið svo einkenni-
leg að engum tvehnur kom saman um lit þeirra.
Það voru augu, sem komu fólki ýmist til að hlæja
eða gráta eftir kringumstæðunum.
Óverkuð skinnvara
Húðir, Ull,
Seneca-rætur
B. LEVINSON & BROS.
281-3 Alexande Ave. - WINNIPEG
SIÍGVÉL, SKÓHLÍFAR og MOCCASINS
og alt sem að skófatnaði karla, kvenna og bama lýtur
JENKINS
HEIMILIS SKÓFATNAÐARBÚÐIN
PHONE G. 2616 639 NOTRE DAME
R S.Robinson
Stafnsett 1883
trtibú:
Seattlc, Wa*h.,
Edmanton. Alta.
Le Pas, Man.
Kenora, 8nt.
U. S. A.
Gærur
Ull
Kaaplr o« selur
RAW FURS
No. 1 Stor 1 CA
Vetrar Hotta * 1 "OU
No. 1 Stór
Haust Hotta
No. 1 Afar-stór 12.00
1.20
HöfatSstóll $250,000.00
SlRNI
rætar
No. 1 Afar-stór ÍOO OH
Fln Ulfa *><1£.UU
No. 1 Afar-atór OA AA
Vanaleg: Ulfa
Frosin NautshúC
.15
Svört Mlnk
Smærri og: lakari tefnmdir hlntfalÍHlegra lægri.
BÍSið ekki meðan eftirapurn er mlkil.
SENDID BEINT TIL íSP HEAD
Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín
Beztu Meðmæli.
Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk
mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann-
gjamt.
Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast
um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennúr þeirra
eru í ólagi.
Dr. C. C. JEFFREY,
„Hinn v.rfærni tannlæknir“
Cor. Logan Ave. og Main Street, Winnipejg
TIL, ATHUGUNAB
500 menn vantar undir eins til þess aö læra að stjðrna bifreiBum
og gasvélum — Tractors & Hemphills Motorskólanuip í Winnipeg,
Saskatoon, Edmonton, Caigary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port-
land Oregon.
Nú er herskylda I Canada og fjölda margir Canadamenn, sem
stjórnuBu bifreiSum og gas-tractors, hafa þegar orCiB aS fara I herþjón-
ustu eSa feru þá á förum. Nú er tími til þess fyrir ySur aS læra góSa
lSn og taka eina af þeim stöSum, sem þarf aS fylla og fá 1 laun frá
$ 80—200 um mánuSinn. — paS tekur ekki nema fáeinar vlkur fyrtr
ySur, aS læra þessar atvinnugreinar og stöSumar biSa ySar, sem vél-
fræSingar, bifreiSastjórar, og vélmeistarar á skipum.
NámiS stendur yfir í 6 vikúr. Verkfæri frí. Og atvmnuskrif-
stofa vor annast um aS tryggja ySur stöSurnar aS enduSu náml.
SláiS ekki á frest heldur byrjiS undir eins. VerSskrá send ókeypis.
KomiS til skólaútibús þess, sem næst ySur er.
Hemphills Motor Schools, 220 Paclfic Ave, Wlnnipeg.
útibú 1 Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver,
B. C. og Portland Oregon.
Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við
þá eða þan félög sem auglýsa í blaðinu
Aðalfundur
Strandarsafnaðar við Manitoba-
vatn, 10. nóv. 1918.
i
Menn skiftn trneð sér verkum
og gjörðu ákvarðanir fyrir næst-
komandi ár. Átta guðsþjónustur
vour ákveðnar fyrir árið. pá
lögðu menn fram loforð til prfests
þjónustu. Tveir menn lofuðu
$10.00 hvor, einn $16.00 og einn
$30.00. pess utan lofaði ekkja
ein $3.00. Loforð það minnir
mann á -ekkjuna fátæku, sem
lagði af “skorti sínum alt það, er
hún átti”, iþví ekki stendur ósvip-
að á fyrir báðum.
Söfnuður þessi er með fámenn-
ustu söfnuðum kárkjufélagsins:
f jórir húsfeður og fólk þeirra. En
hann gjörir fyllilega fyrir fá-
menninu með iþeim áihuga, sem
hann sýndi á umliðnu ári, og með
loforðum þessum.
Eg get um starf þesisa safnað-
ar, því að það er mjög til fyrir-
myndar, og sýnir ljóslega að
fylgi fremur en f jöhnenni er skil-
yrðið fyrir félagslegri velgengni,
ef áhugi er með.
Flest er fólk iþetta fátækt, eng-
inn efnaður; sýnir það því frem-
ur áhuga fyrir starfinu. Sann-
ast á því orð frelsarans: “Yfir
litlu varstu trúr.”
Kirkjufélagið þarf alls ekki að
bera kvíðboga fyrir framtíð sinni
svo lengi sem söfnuðir þess sýna
slíkan áhuga.
Sig. S. Christophersson.
Markaðstkýrslur.
Heildsöluverð í Winnipeg:
Nýjar kartöflur 75 cent Bush.
Creamery smjör 49 cent pd.
HeimatilbúiiS smjör 40 cent pd.
Egg send utan af landi 45 cent.
Ostur 24%—cént.
Hveiti bezta ÍQg. {5.37.% c. 98 pd.
Fóðnrmjöl við mylnurnar:
Bran $31.42, Short $36.00 tonniö.
Grtpir:
Bezta tegund af geldingum $12.28—
13.22 100 pd.
diðtegund og betra$9.25—12.50 100 pd.
Kvfgur:
Bezta tegund $8.00—9.00 — —
Beztu fóöurgripir 7.00—7.76 —
MetSal tegund 6.75—6.75 ——
Kýr:
Bdfctu kýr geldar 8.00—8.50 — _
Dágóöar — gótSar 7.00—7.76 —
Til nltSursutSu 6.75—6.75 —
Fóðurgrlplr:
Bgzta 9.00—10.00 —
Úrval úr geltum
gripum 7.00—7.75 — _
All-góSar 6.76—7.25 _
TJxar:
Peir beztu 7.60—8.00 _ _
GóBir 6.00—7.00 _ _
MetSal • 6.00—7.00 — _
Graðungar:
Beztu 6.80—7.00 _ _
GótSif 6.75—6.25
MetSal 6.00—5.60 —
Kátfar:
Beztu 9.00—9.50 -
G4t5ir 7.50—8.50 _ _
Fé:
Beztu lömb 14.75—15.00 _
Bezta fullortiitS fé 9.00—11.00 _
Svín:
Beztu 17.60
Pung 13.50 _<
Gyltur 11.12 _
Geltir 8.00
Ung Ú4.00—15.00 —
Korn:
Hafrar
Barley ni. 3 c. W.
— no. 4
—• FóCur
Flax
0.81% bush.
1.06 —
1.00 —
0.91 —
3.65% —