Lögberg - 16.01.1919, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JJANÚAR 1919
3
"•-**• ÍSw
Mercy Merrick
Eftir VILKIE COLLNIS.
“Viljið þér ekki gjöra mér þanii greiða að
setjast aftur?” sagði hann, “og viljið þér ekki
fyrirgefa að eg truflaði yður?”
Hann þagði og beið svars áður en hann
gekk lengra inn í herbergið. Hún hafði aðeins
nægilega sjálfstjóm til þess að hneigja sig sam-
þykkjandi, gekk svo að legubekknum og settist.
Nú gat hún ekki yfirgefið hann. Þegar hann
hafði athugað liana eitt augnablik, gekk hann
nær henni, en þegjandi. Hún vakti eins mikla
undran og áhyggju hjá honuca.
“Það er engin vanaleg sorg, sem hvílir á
andliti ungu stúlkunnar, ’ ’ hugsaði hann. ‘ ‘ Það
er ekkert vanalegt hjarta, sem slær í brjósti henn
ar. Hver skal hún vera?”
Mercy herti upp hugann og sagði:
“Lafði Janet er eflaust í bókhlöðunni. Eg
skal segja henni að þér séuð kominn.”
“Nei, þér megið alls ekki trafla lafði Janet,
né baka yður fyrirhöfn,” sagði hann og gekk að
morgunverðarborðinu, til þess að gefa henni
tíma til að jafna sig. Hann tók vínflöskuna og
helti því, sem Horaee hafði skilið eftir, í glas,
um leið og hann sagði brosandi:
‘ ‘ Eauðvínið hennar frænku verður að ganga
í hennar stað iþetta augnablik. Eg hefi gengið
langan veg, og mér er eflaust óhætt að hjálpa
mér sjálfur í þessu húsi, án þess að vera hvattur
tisl þess. Má eg ekkert bjóða yður?”
Mercy þakkaði. Hún vildi ekkert, en sat
og furðaði sig á hans glaðlegu framkomu og
hvernig hann tal'aði.
Hann tæmdi glasið með þeim svip, sem
sýndi að hann gladdist af góðu víni.
“Rauðvínið hennar frænku gjörir henni
sóima, ’ ’ sagði hann með gamni blandinni alvöru,
um leið og hann lét glasið á borðið. ”Hún og
það, er eðlileg framleiðsla náttúrunnar. ”
Hann settist við borðið og athugaði ná-
kvæmlega hinar ýmsu matartegundir. Ein
þeirra vakti sérstakt athygli hans.
‘ ‘ Hvað sé eg ? Franska brauðkollu, ’ ’ sagði
Lann. “Það er alls ekki viðeigandi að neyta
franska vánsins án iþess að smakka á brauðinu.”
Hann tók brauðið og fór að borða það
“1 sannleika, það er þjóðinni samboðið.
Yive la France (lifi Frakkland).”
Mercy starði undrandi á hann. Hann var
svo ólíkur því, sem hún hafði hugsað sér hann í
hversdags lífinu.
Hann hélt áfram að borða, en talaði um leið
svo blatt áfram og glaðlega við Merey, eins og
þau hefðu þekst í mörg ár.
“Eg kom liingað í gegn um Kensington-
garðinn, ’ ’ sagði hann. ’ ’TJndanfarnar fáar vik-
ur hefi eg dvalið í flötu og ljótu landslagi, svo
þér getið ímyndað yður að mér brá þægiléga við
að sjá hinn fagra og blómaríba garð. — Kven-
fólkið í hlýja vetrarfatnaðinum, laglegu barn-
fóstrurnar, fallegu börain, hinn sí-iðandi hóp af
skautahlaupendum á Round Pound, þetta var
svo fjörgandi að sjá, að eg fór ósjálfrátt að
blístra, eins og við drengimir vorum vanir að
gjöra þegar vel lá á okkur. En liverjum haldið
þér að eg hafi mætt á meðan eg^yar að blístra?”
“Mér er allls ómögulegt að geta þess,” svar-
aði Mercy.
Hann ýtti disikinum frá sér og sagði með al-
varlegri rödd:
“Eg skil ekki hversvegna að við prestarair
þurfum beinlínis að aðskilja okkur frá öðrum
mönnum, eins og vér værum sérstök tegund
mannkjmsins, eða hvers vegna okkur er bannað
að gjöra sumt, sem öðrum er álitið saklaust að
framkvæma. Fyrirrennarar okkar skildu okk-
ur engin slík dæmi eða fyrirmyndir eftir, þeir
voru betri og klókari en við. Eg er viss um að
ein af lökustu hindrunum okkar í því, að gjöra
meðbræðrum okkar gott, er innifalin í hinni
* prestlegu hegðan og hinni prestlegu röddi Að
því er mig snertir, skeyti eg ekki um að sýnast
betri en hver annar kristinn maður, sem gjörir
eins mikið gott og hann getur. ’ ’
Hann leit glaðlega á Mercy, sem starði
undrandi á hann.
Með sömu spaugandi röddinni og áður,
spurði hann:
“Eruð þér frumleg? Það er eg.”
Mercy gjörði sér gagnslaust ómak til þess
að skilja hann. Gat þetta verið sami prédikar-
inn, sem hafði hrifið og gagntekið hana með orð-
um sínum? Já, augun, sem nú horfðu svo glað-
lega á hana, voru þau sömu fögru augu, sem eitt
sinn gagnrýndu hugtak hennar. 1 prédikunar-
stólnum var hann miskunnseminnar engill, þess
á milli var hann sem ærslafenginn skóladrengur.
“Látið'þér mig ekki hræða yður,” sagði
hann í blíðum róm, þegar hann sá truflun henn-
ar. “Almenningsrómurinn hefir gefið mér
verra nafn en “hinn frumlegi”. En eins og eg
sagði, liefi eg undanfarið dvalið í eyðilegu
sveitafélagi. Þar átti eg að stunda embætti
sóknarprestsins, sem hafði fengið leyfi til hvíld-
ar. Og hveraig haldið þér að það starf hafi
endað? Jú, það skal skal eg segja yður, eg var
sakaður um að vera byltingamaður og uppreist-
avforkólfur. Með fám orðum, sóknarpresturinn
var beðinn að koma strax heim, og eg bannfærð-
ur fyrir að hafa gjört nágrennið svo flókið, að
*g var óthæfur.”
Eftir þessa hreinskilnu játningu stóð hann
wpp frá borðinu og settist á stól, við hliðina á
Mercy.
“Þér erað eflaust forvitnar eftir að vita, í
hverjn brot mitt var innifalið? Þekkið þér
stjórafræðislega hagfræði, og lögin fyrir tilboði
°g eftirspurn ? ’ ’
> Mercy kvaðst ekki þekkja það.
“Eg lieldur ekki — í kristnu landi,” bætti
iann við. “í því var afbrot mitt innifalið, og
lm skal *g lýsa fyrir yður, eins og eg ætla að
segja frænku minni frá því.”
Hann þagnaði snöggvast, og nú sá Mercy
nýjan svip í augum hans — sama svipinn og
endurkallaði í minni hennar hinn fyrsta samfund
þeirra.
“Eg hafði engan grun um hver lífskilyrði
verkamanna í vissum héruðum Englands voru,
fyr en eg tók við stöðu sóknarprestsins”, sagði
hann. “Eg hefi aldrei fyr séð slíka eymd eins
og í kofunum þar. Aldrei fyr séð jafn göfuga
þolinmæði með þjáningar, eins og hjá fólkinu
þar. Fyr á tímum gátu píslarvottarnir þjáðst
og dáið. En eg spurði oft sjálfan mig, hvort
þeir mundu líka hafa getað þjáðst og lifað eins
og píslarvottarnir, sem eg sá í kringum mig —
lifa viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir
ár, við hungursneyð, lifa til að sjá vesalings böm
in sín alast upp til þrælkunar og skorts, þegar
þau yrðu stálpuð, lifa í þeirri von að lenda á fá-
tækrastofnaninni, þegar sultur og þrælkun höfðu
gjört áhrif sín, Yar jörðin sköpuð til að bera
slíka eymd ? Eg get ekki álitið það, eg get naum-
ast talað um það án þess að tárfella.”
Hann þagnaði til þess að jafna sig. Nú
þekti hún hann. Nú vissi hún að hannyar sami
maðurinn, sem vakti athygli hennar, þegar hún
heyrði hann tala í fyrsta skifti.
“Eg gjörði alt sem í mínu valdi stóð, til að
leysa úr vandræðum hinna hjálparlausu,” bætti
hann við. ‘ ‘ Eg gekk til leiguliðanna til að fá þá
til að bæta kjör þeirra, sem unnu fyrir þá. Eg
sagði við þá: “Þessir þolinmóðu vesalingar
gjöra ekki harðar kröfur, en gefið þeim þó í guðs
nafni svo mikið, að þeir geti lifað af því.” En
hin pólitíska hagfræði orgaði hátt yfir þessari
uppástungu. Lögin um aðgang og eftirspurn
blinduðu þessa höfðingja. Þeir sögðu að laun,.
sem hvorki væru til að lifa eða deyja af, væri hin
réttu laun. Og hvers vegna? Áf því að verka-
mennirnir væru neyddir til að þiggja þau. Eg *
ásetti mér að gjöra það sem eg gat, til þess að
verkamennirair neydust ekki til að þiggja þessi
lélegu laun. Eg tók það, sem eg átti til — skrif-
aði vinum mínum og gat dregið saman næga upp-
hæð til að hjálpa þessum vesalingum að komast
til annara héraða, þar sem vinna var betur borg-
„ uð. Þessi aðferð gjörði hérað þetta of heitt fvr-
ir mig til að vera þar lengur. Nú, jæja, eg ætla
að halda áfram í sömu átt. I London er eg þekt-
ur, og hér get eg safnað samskotum. Hin lélegu
lög um aðgang og eftirspurn, skulu eiga erfitt
með að finna verkamenn í þessu héraði, og hin
miskunnarlausa pólitíska hagfxæði ákal verða
neydd til þess að borga dálitlar aukaupphæðir
til hinna fátæku, svo framarlega sem eg er hinn
framlega sameignar meðhaldsmaður og upp-
reistarmaður — Júlían Grey.”
Hann stóð upp og fór að ganga um gólf.
Hrifin af eldlegum áhuga horfði Mercy á
hann, ogþegar hann sneri sér við, stóð hún fyrir
framan hann með peningapyngju sína og sagði
áköf:
“Eg bið yður að leyfa mér að leggja minn
skerf í þenna samskótasjóð — hve lítill sem
liann er. ”
Hann roðnaði skyndilega, þegar hann sá
samhygðarsvipinn á hinu fagra andliti hennar.
Brosandi sagði hann: “ Nei, nei, að sönnu er eg
prestur, en eg ber ekki betlarapokann með mér
allstaðar.” «
Mercy reyndi að neyða hann til að taka við
pyngjunni.
Glaðlyndið gaf sig aftur í ljós í augum hans,
þegar hann hopaði á hæl og sagði um leið:
“Freistið miín ekki. Hinn þrekminsti af
öllum mönnum er prestur, þegar um samskot er
að ræða.”
Mercy hélt áfram að neyða hann, og sigraði
að lokum, því hann tók peninga úr pyngjunni.
“ Já”, sagði hann, “fyrst eg má til, þá verð
eg að gjöra það. Þökk fyrir hina góðu fyrir-
mynd, sem þér hafið veitt. Hvaða nafn á eg að
skrifa á listann minn?”
Mercy leit undan vandræðaleg. Loksins
sagði hún:
“Ekkert. Eg gef nafnlaust.
Meðan hún sagði þetta, voru bókhlöðudyrn-
ar opnaðar, Mercy til léttis en Júlían til von-
brigða, og inn kom lafði Janet og Horace Holm-
crott.
“Júlían!” hrópaði lafði Janet og sló hönd-
unum saman.
Hann kysti á kinn frænku sinnar og sagði:
‘ ‘ Þér lítáð ágætlega út. ’ ’
Hann ýétti Horace hendi sína, sem þrýsti
hana og gekk svo til Mercy.
Þau gengu hægt yfir í hinn enda herbergis-
ins.
“Júlían greip tækifærið til að segja við
frænku sína:
“Eg kom inn í gegnum gróðarhúsið og fann
þessa ungu stúlku hérna. Hver er hún?”
“Ertu mjög áfram um að fá að vita það?”
sagði lafði Janet með sínum alvarlega kýmni-
hætti.
Júll’an svaraði aðeins með þessu eina áhrifa ,
mikla oi’ði:
“ Ósegjanlega. ”
Lafði, Janet kallaði á Mercy og sagði við
hana:
“Má eg, eins og vera ber, kynna yður
frænda minn, Júlían, þessi stúlka er ungfrú
Grace Roseberry.”
Hún þagnaði skyndilega, því um leið og hún
nefndi nafnið, hrökk Júlían við, eins og hann
yrði hissa. *
“Hvað gengur að?” spurði hún hvatlega.
“Ekkert,” svaraði hann umleiðog hann
lmeigði sig hikandi fyrir Mercy.
Hún svaraði hneigingunni með sömu þving-
andi kurteisinni. Hún hafði líka séð hann
hrökkva við um leið og lafði Janet nefndi nafn-
ið, sem hún gekk undir í iþessu húsi. Það hafði
einhverja þýðingu.
Hver gat hún verið ? Því sneri hann sér frá
henni eftir að hafa hneigt sig og að Horace í eins
konar hugsunarleysi, eða eins og liugsun hans
væri langt í burtu frá orðimum?
Lafði Janet sagði nú við Júlían:
“Herbergi þitt er tilbúið. Þú verður lík-
lega hér ? ’ ’
Hann þáði heimboðið, en altaf eins og utan
við sig. 1 stað þess að horfa á frænku sína, leit
hann á Mercy með undarlega ruglingslegum for-
vitnissvip í augunum.
Lafði Janet sló óþolinmóð á öxl hans.
. “Eg er vön við að menn horfi á mig^þegar
þeir tala við mig”, sagði hún. “Hvers vegna
stendur þú og starir á kjördóttur mína?”
“Kjördóttur yðar?”
“ Já, raunar. Sem dóttir ofursta Roseberry
er hún í ætt við mig”, sagði hún. Hélzt þú að
hún væri óskilabam sem eg hefði fundið á
götunni ? ’ ’
Júlían rankaði við sér og svaraði rólega:
“Eg var búin að gleyma ofurstanum. Unga
stúlkan er auðvitað í ætt við okkur, eins og þér
segið.”
‘ ‘ Það gleður mig að hafa loksins getað sann
fært þig um að Graee er enginn svikari”, sagði
Janet með hæðinni auðmýkt.
Svo tók hún handlegg Júlíans og leiddi hann
yfir í gluggaskot, þar sem Horace og Mercy
gátu ekki heyrt til þeirra.
Þar sagði hún:
‘ ‘ Og nú til bréfsins þíns. Það er ein lína í
því, sem hefir vakið forvitni mína. Hver er
þesisi leyndardómsfulla “stúlka”, sem þú vilt
kynna mér?”
Júlían hrökk við og roðnaði.
Hvíslandi sagði hann:
‘ ‘ Eg gét ekki sagt yður það núna. ’ ’
Lafði Janet til stórundrunar leit hann enn
einu sinni á kjördóttur hennar.
“Hvað kemur það henni við?” spurði
gamla konan óþolinmóð.
‘ ‘ Það gét eg ekki sagt yður á meðan ungfrú
Roseberry er hér. ’ ’
Forvitni lafði Janet óx nú til muna.
“Hvaða þýðingu hefir þetta”, hugsaði hún.
“Eg verð að fá að vita það.”
“Eg hata öll leyndarmál”, sagði hún við
Júlían, “eg skoða þau sem merki slæms uppeldis
Fólk í ykkar stöðu ætti að vera hafið yfir að
bvísla í skúmaskotum. Ef þú samt sem áður
geymir leyndarmál, get eg útvegað þér skot í
bókhlöðunni. Komdu með mér. ”
Óviljugur fylgdi Júlían frænku sinni. Hvert
sem leyndarmál hans var, lá í augum uppi að
hann vildi ekki ljósta iþví upp.
Lafði Janet settist í ruggustól, undir það
búin að spyrja frænda sinn spjörunum úr, þegar
dyraar voru opnaðar og einn af þjónum hennar
kom inn, hann sagði að ein af nágrannakonum
hennar væri komin til þess, að fá hana með sér
á nefndarfund.
Lafði Janet bað þjóninn að vísa konunni inn
í daglegu stofuna, og að segja henni að sig tefði
annríki, en að ungfrú Roseberry kæmi strax til
hennar.
Hún sneri sér svo að Júlían og sagði með
káðskum róm:
“Mundi það vera þér þægilegra að ungfrú
Roseberry væri ekki að eins farin út úr herberg-
inu en einnig út úr húsinu ? ’ ’
Júlían svaraði alvarlega:
‘ ‘ Það er líklega eins heppilegt að hún fari
úr húsinu.”
Lafði Janet gekk inn í borðsalinn, og bað
Mercy að fara á fundinn í sinn stað.
Mercy var dálítið óróleg yfir þessari beiðni.
“Eigið iþér við nefndarfundinn á Góðgjörða
heimilinu?” spurði hún. Að sov miklu leyti
að eg veit, eiga meðlimirnir ( dag að taka á-
kvörðun um, hvera af uppdráttunum fyrir nýju
bygginguna sé heppilegast að velja, en þar
get eg naumast greitt atkvæði fyrir yður?”
‘ ‘ Þér getið greitt atkvæði eins vel og eg,
kæra barn, ’ ’ gvaraði lafðin. ‘ ‘ Húsgjörðarlistin
er ein af þeim vanræktu listum. Þér þekkið
haria ekki og það gjöri eg ekki heldur, og það
gjörir sjálfur byggingameistarinn heldur ekki.
Ein fyrirmyndin er eflaust jafn ófullkomin og
önnur. Greiðið þr\d atkvæði m^ð meirihlutan-
um, eins og eg mundi hafa gjört, og farið þér svo
og látið ekki nefndina bíða. ’ ’
, Horace flýtti sér að opna dyraar fyrir
Mercy.
“Hve lengi verður þú í burtu?” hvíslaði
hann. “Eg hefi svo mikið að segja þér, og þá
komu þau að trufla okkur.”
“Eg kem aftur að stundu liðinni.”
“Þá getum við fengið salinn fyrir okkur
tvö. Komdu hingað þegar þú kemur aftur, eg
bíð þín hér.”
Mercy þrýsti hendi hans og fór.
Lafði Janet sneri sér nú að Júlían, sem
hafði dregið slg í hlé, og virtist jafn ófús til að
seðja forvitni frænku sinnar.
Loksins sagði hún:
“Nú? Hvað bindur nú tungu þína? Grace
er farin. Því byrjar þú ekki? Er Horace til
baga?”
“Alls ekki. Eg er aðeins hræddur um —”
‘ ‘ Um hvað ? ’ ’
“ Að þér hafið angrað þessa yndislegu veru
með því að senda liana burt.”
‘ ‘ Rugl, Júlían; komdu nú með leyndarmálið.
Það snertir líklega líka ókunnu stúlkuna, sem þú
heldur vemdarhendi yfir?” sagði lafði Janet ó-
þolinmóð.
“Já,” sagði Júlían alvarlegur, “og það er
mjög undarleg saga, frænka. Hún er um veika
og hjálparlausa persónu, sem álítur sig hafa
orðið fyrir stórkostlegum svikum — hún segir
nefnilega að önnur persóna hafi stolið nafni sínu
og stöðu. ’ ’
Lafði Janet varð mjög áhyggjusöm. Það
hvatti Júlían til að halda áfram:
“Hún segir að á leiðinni til Englands hafi
hún orðið neydd til að nerna staðar í frönskum
herbúðum, þar hafi hún orðið fyrir franskri
sprengikúíu, verið álitin dauð, en vaknaði seinna
til meðvitundar. Á meðan þetta fór fram, var
nafni hennar stolið — hjúkrunarstúlka nefndi
sig því, og ferðaðist svo til Englands. öll þessi
Óverkuð skinnva a
Húðir, Ull,
Seneca-rætur
Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu
og hæsta verði og fljótri borgun.
Skrifið eftir verðlista.
B. LEVINSON & BROS.
281-3 Alexande Ave. - WINNIPEG
R S.Robinson
Stofnsctt 1883
«tlbú:
Seattfe. Wuh.,
Edmenton, Alto.
U fu, Mon.
Kenoro, Ont.
II. S. A.
Gæror
Ull
Kaiplr og telir
Höfiftttóll $250,000.00
Seneta
RAW FURS
No. 1 Stor e 1 Cf)
Vetrar Rotta 1
No. 1 Stór
Haust Rotta
No. 1 Afar-stór -J ^ QQ
1.20
No-1A,rm. $22.00
No. 1 Afar-stór £Q QQ
Vanaleg: Ulía
Frosln NautshtSS
.15
Svört Mlnk
Smærri og: lakari tegundir hlutfallslega lægrí.
_ BIiiiö **kki meftan eftirspurn er mikil.
SENDID BEINT TIL «39* HEAD KM;ea"tJi"IK(í
Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við
þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu
Andvaka.
Nóttlaus er svefninn og nóttiin er löng
og niðmyrkuns ofsjónir bugia;
hvar sem eg leita eg finn engin föng,
sem friðleysiköstunum duga.
Eg ætla iþví, móðir, að syngja þér söng
og sorgimar leiða frá huga.
Eg man að í æsku var háfleygt og hlýtt
að hosisast á framfararskeiði;
Útsýnið þitt var svo fagurt og frítt,
það fældi burt gremju og reiði.
pá Mtill dren'gur við brjósfið þitt bMtt
blundaði’ oft einn fram á heiði.
Eg man að við stekkinn eg bjó mér til bú
og bygði upp steinhvelfda sali.
Eg gat 'þess til, móðir, að gæfir mér þú
þín gullroðnu háfjöll og dali.
Mér fanst þá sem kóngistign öll upphefðin sú —
íslenzíkur dugandi smaJi.
Eg sór þér af hjarta minn helgasta eið,
það iheit mitt í lífi ei dvínar;
þó nú sé á miiili’ oikkar löng óradeið,
þú ljósklæðir hugsanir mínar;
ogsáðustu tár mán þau drjúpa í deyð
sem döggfall á hMðamar þínar.
Svo iengi eg hreyfist, hlæ eða styin,
eg Mjóma læt óskina mína:
hvern einn 'þinn mög þú eignist að vin,
sem alúð og trygðir þér sýna;
og hreinasta guðs sól, sem gefið fær skin,
gylU upp tindana þína. *
Og þó að eg flökti um fjarlæga strönd
og fái’ ekki að Mta þig, móðir,
hvergi í Iheiminum unir mán önd
utan við vögguxmar sllóðir.
En máske eg fái að líta þau lönd,
hvar lék eg við systur og bróðir.
Nú er ei koldimma nóttin eins löng,
nú mig ei ofsjónir buga;
loks hefir sál mín fnndiðþau föng,
sem friðleysisköstunum duga
Eg búixm er, móðir, að syngja þér söng
og sorgimar leiddar frá huga.
Jón Stefánsson.
---------------------------—
I