Lögberg - 15.05.1919, Page 3

Lögberg - 15.05.1919, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAf 1919 Síða 8 Vane Nina EFTIR Charles Garvice Hann var næstum því of þreyttur til að borSa, en iiann þvingaði sig til þess og horfði •alt af á diskinn. Að lítilli stundu liðinni stóð bann upp og fór út. “Látið þér þetta á fingurinn”, sagði hann, þegar liann kom aftur og lét seglgerðarmanns fingnrhjörg detta iliður í keltu hennar. “Þér særið hendi yðar með nálinni. Það var gott að eg mundi eftir þessu”. “Kæra þökk”, sagði hún vingjarnlega. Fleming lá við hliðina á bálinu, sem þau kveikt.u á hverju kvöldi, og horfði sorgmædd- nm og rannsakandi augUm á þau. “Þér glevmið aldrei neinu”, sagði hann litlu síðar. “Alstaðar finn eg sannanir fyrir umhyg-gju yðar og hugstinansemi. Get eg ekki gert. neitt fyrir yður?” “ Jú, að ganga til ihvíldar”, sagði Manner- ing glaðlega. “Það er koaninn tími til að við förum öll að hátta. Ungfrú Nína, þér getið ekki saumað við þetta ljós”. “Eg sé býsna vel”, svaraði hún, “en ef þér viljið að við göngum til hvíldar núna, þá segi eg góða nótt! ’ ’ Þegar hún var farin, sátu þeir þegjandi nokkrar mlíniitur, svo sagði Mannering: Hefir hún sagt nokkuð ? Er hún lirædd ? Það gæti slkelft þann hugdjarfasta að verða að fara út á hafið á opnuin flota”. “Hún hefir ekki sagt eitt einasta orð”, svaraði Fleming. “Það lítur ekki út fvrir að hún sé hrædd”. “Eg held hún viti ekki hvað það er, aÖ vera hrædd”, sagði Maiyiering og næstum stundi. “En hún er svo greind og hyggin, að hún hlýtur að skilja hættuna-----” “Hún er sú hygnasta unga stúlka, sem eg hefi þekt”, isagði Fleming. “Viljið þér gera svo vel að hjálpa mér, Mannering!” Hann var svo magnþrota, að Mannering varð næstum að bera hann að rúminu hans. Mannering vildi helzt 'liggja vakandi og hugsa nákvæmar um kringumstæðurnar, en hann var svo þreyttur af starfinu, að hann soínaði strax. En Nína svaf ekki. Ilún endurtók með sjálfri sér uppástungu Flemings og orð Man- nering's; — hún endurkallaði í liuga sinn svip Mannerings og hröðu hreyfingamar hans. Til þess að þurfa ekki að giftast 'honum, vildi hún skilja liann einan eftir á þessari eyði eyju. Hún liugsaði ekki um sína eigin hættu, heldur um hið einmanalega líf, sem þessi maður, er frelsað liafði Mf liennar, vrði við að búa, og hann hafði unnið eins og þræll, til þess að henni gæti liðið vel. Óteljandi smágreiðar og um- hvggjusemi kornu nú fram í ihuga hennar, og allir ibáru þeir vott um, að hann hugsaði alt af um vellíðan hennar. Það er hin nálkvæma umhyggja og greiða- semi, sem kvenmenn meta svo mikils. Hetju- leg sjálfsfórn er góð, en ef þú vilt ná hylli kven- manns, varðveittu hana þá fyrir sólarliitanum, hjálpaðu henni yfir girðingu, og út\regaðu henni þægilegt pláss. Hún lá kyr og hugsaði um alla þessa vin- gjðrnlegu smágreiða, sem Mannering hafði sýnt henni, og átti svo annríkt með að safna þeim saman, að hún veitti sér ekki tíma til að liugsa um hættuna sem fyrir henni lá. En hvað hann hlaut að vera fús til að losna við að giftast lienni, fvrst hann gat látið hana fara af stað á þenna hátt. Og þessi hugsun flutti blóðið fram í kinnar hennar. Mannering fór á fætur um dagrenningu, — og það var næsturn því þess vert að vera skip- brotsmaður til þess, að geta séð sólaruppkom- una á þes'sari indælu eyju. En þó að þetta væri sneamna, var Nína komin á fætur og stóÖ við dyrnar á sjómanna kofanum, sem þeir höfðu nú gert að matarneyzlu herbergi. “Hér er morgunverðurinn yðar”, sagði hún blátt áf ram. ‘ ‘ Hvernig líður hr. Fleming ? ’ ’ Ilin föla morgunbirta fóll á andlit hennar, og sýndi rólegu fjólubláu augun mjög greini- iega. Einhver hreyfing átti sér stað í huga Mannerings; hann hefir máslke hugSað um það, að innan skamms sæi hann hana ekki oftar. “Eg held liann sofi núna”, sagði hann, um leið og hann tók við pjáturbauk með tei í og smurðu brauði. “Eg er hrædd um að hann sé mjög veikur”, sag'ði hún hnuggin. “Eg skal líta eftir honum. Ætlið þér strax að fara að vinna?” “Já”, svaraði hann og reyndi að tala eðli- lega. “Eg er bráðum búinn; 'það getur vel ver- ið að flotinn verði tilibúinn í ikvöld. Skeytið þér ekkert um seglið; eg get lagað það, þegar eg kem aftur.” “Eg skal verða búin með það um það leyti”, sagðihún róleg. Hann fór og byrjaði á vinnu sinni aftur. Pagurinn var heitur og hann varð þyrstur. Hann var einmitt að hugsa um að fara til lækj- arins eftir vatni, þegar Nína kom til lians með sítrónuvatn í fcönnu. Hann rétti úr sér, og varð ósjálfrátt að dáðst að fegurð hennar, þegar hún nálgaðist hann. “Þurfið þér að vinna svona hart?” spurÖi hún, og fann með sínu kven'Iega eðli hvernig hann leit á hana. “Hafið þér gert alt þetta á svo stuttum tíina? Það er næstum ótrúlegt.” “Það má enginn tími missast,” .sagði hann og setti könnuna frá sér. “Hvernig líður hr. Fleming? Eg vona að ferðalagið hresSi hann. ’ ’ Hún leit alvarlega fram hjá honum og svar- aði: “Eg er lirædd um að hann sé miklu veik- ari. Eg var hjá honum á meðan eg bætti seglið. Nú er það búið. Get eg gert nokkuÖ annað?” Hún leit á trén, sem láu á jörðinni. “Eg er óvanalega sterk. Og þó undarlegt sé, þá er eg hraustari síðan við komum til þessarar eyjar. Það er líklega andrúmsloftinu að þakka.” Mannering kinkaði fcolli. “Og öll þessi líkamlega vinna, þér eruð á ferli frá morgni til kvölds. Eg hefi veitt yður eftirtekt; — nokkuð styrkir hinn einfaldi lifnaðarháttur okkur líka. Við borðum alt of mikið heima.” Hún l'eit hálf hnuggin í kring um sig. ‘ ‘ Þetta er aðdáanlega indælt pláss; — eg hefi aldrei séð neitt jafn fallegt. Litirnir eru svo fagrir. Ef hér væri að eins fleira fólk”. Hún stundi og strauk dökka hárið frá sólbrenda enn- inu. ‘ ‘ Get eg -ekki hjálpað yður að neinu leyti? ’ ’ “Nei”, Svaraði hann, “þessir trjábolir eru alt of þungir. En þér getið tínt saman matar- tegundirnar — baukana með niðursoðna ketinu, og niðursoðnu mjóllkina, sem við tókum með okkur þegar við fórum í land frá brotna skip- inu. Látið þér þetta a'lt í kassa og vefjið segl- dúfc utan um rúmfötin. Ef þér hafið nokkurn fatnað, sem þér verði^ ekki í, látið hann þá inn á milli rúmfatanna, svo hann vökni ekki.” Hún leit á hann, þar sem hann stóð með beran, sólbrendan hálsinn, að eins hugsandi um það, að henni liði sem bezt. “ Já”, sagði hún stillilega, tók tómu könn- una og fór. Þegar kvöld var komið, var Mannering bú- inn að flytja síðasta trjábolinn niður að sjón- um, og hélt áfram að vinna við tungtsljósið, þangað til flotinn var tilbúinn að öllu leyti. Þegar hann yifirgaf timburflotann þreytt- ur og gekk í hægðum sínum, stóð Nína fyrir utan dyr matnevzlukofans. “Þér hættið seint”, sagði hún. “Kvöld- verðurinn er fyrir löngu tilbúinn. ’ ’ “Mérþýkir það leitt”, sagði hann. “Mig langaÖi svo mifcið til að vera búinn með flot- ann í kvöld, og mér hefir lífca lánast það. Þið getið farið af stað á morgun. Hvar er hr. Fleming ? ’ ’ spurði hann, þegar hann kom inn og sá að Fleming var þar ekki. “Hann var Iþreyttur og vildi hvíla sig”, svaraði hún. “Eg skal fara til hans og vita hvernig hon- um líður. ’ ’ “Bkki fyr en þér eruð búinn að borÖa”, sagði hún ákveðin. “Hann er nýbúinn að drekki diálítið af niðursoðinni mjólk; — eg hefi setið lengi inni hjá ihonum. Grerið þér nú svo . vel að borða dálítið.” “Eruð þér búnar að búa uan matarforð- ann?” “Já”, svaraði hún og lielti kaffi í bolla • handa honum. “Eg hefi nák\TæmIega atliugað ásigkomulag straumanna. Þið verðið að stefna í suðvestur. Eg skal kenna yður að nota fcompásinn. Ef skoðun mín um tilveru eyjaflokksins er rétt, og hve langt þangað er, held eg að þið getið komist þangað á tuttugu til þrjátíu stundum, í þessu góða veðri og með þessari vindstöðu. ’ ’ “Máske við finnum menn okkar þar”, sagði !liún. “Þeir hafa líklega komist þangað á bátnuna. ’ ’ , Hann hætti að drekka kaffið, en hristi svo höfuðið. “Nei, sem betur fer, gerið þið það efcki. Vindurinn blés úr annari átt, þegar þeir fóru. Þeir stefndu út á liaifið. Væri eg ekki viss um það, þá s'kyldi eg ekki láta ykkur fara.. Það væri betra að eiga það á liættu að giftast mér, en að lenda í liöndunum á þeim. En það þurfið þér ekki að óttast. Viljið þér ekki borða ofur- lítið?” Hún gekk að lélega borðinu og helti kaffi í bolla handa sér. Þetta var fyrsta máltíðin, sem þau neytttu saman einsömul; hann sat og l'eit á liana um stund, á meðan hann hélt að hún tæfci ekki eftir þvtí. Svo stóð hann upp, gekk ofan að sjónum og liorfði á timburflotann með sorg- blandinni ánægju. Um dagrenningu morguninn eftir var hann vaknáður, laut niður að Fleming, sem hann hélt að væri solfandi. En ungi presturinn opnaði augun og brosti veiklulega til lians. “ Alt er tilbúið, góði vinur”, sagði Manner- ing. “Hvernig líður yður?” Fleming brosti aftur og veifaði hendinni til hans. Mannering gefck niður til flotans, reisti mastrið og lét stýrið á sinn stað, og þeg- ar hann gekk til kofa Nínu, til að sækja mat- vælafcassann, sá liann að hún kom hröðum fet- um á móti sér. “Eg held að nú sé alt eins og á að vera”, sagði hann, en hún greip fram í fyrir honum, linugg'in og InnSandi: “Ivomið þér með mér! Hr. Fleming er lakari! ’ ’ Hann gefck hratt við hlið liennar og inn í kofann. Fleming ÍLá í rúminu sínu með náfölt andlit áfskræmt af kvölum og lokuð augu. “Eruð það þér, Mannering”, sagði hann svo lágt að naumast heyrÖist. ‘ ‘ «Já, það er eg. Hvað er að, góði Fleming? Eruð þér lakari? Nú er flotinn alveg ferð- búinn.” “Of s'eint”, sagði Fleming rólegur. Alt jarðnesfct stríð, efi og vandræði var nú búið að yfirgefa hann. “Eg get ekki farið. Ég er deyjandi. Mér þykir það leitt. Hvar er ung- frú Nína?” Ilún sat við hlið hans, lagði hendina á heíta ennið lians og 'horfði ástríkum, en tárvot- um augum á hann. ' “Það er efcki tími til að framkvæma áform yÖar, Mannering, óg mér þykir það leitt. Þið \-erðið áð gera ])að, sem eg stakk upp á. Bæna- bókin mín! Flýtið þið ykkur. Eg get bráðum ekki rneira. Nína — barnið mitt, hvar eruð þér?” Nína féll á kné við rúmið hans. Mannering náði bænabókinni. 'Fleming greip hana og þrýsti henni að hjarta sínu. X “Forsjónin hefir ráðið úrslitunum”, sagði ihann. “Þið verðið að hlýða hennar vilja — knéfallið þér Maimering.” Ósjálfrátt féll ungi maðurinn á kné við hlið- ina á Nínu, sem halfði liuliS andlit sitt með hönidum sínum. “Mannering — þér munið eftir öllu, sem við höfum talað saman um — þér vitið, að eg liefi rétt fyrir mér; er það ekfci? Þér — gefið samþykki yðar?” “Já, já”, svaraði Mannering, næstum því án þess að vita hvað hann sagði. “En ungfrú Nína —” “Hún getur ekki annað en samþykt það,” stundi hinn deyjandi prestur upp. “Það eru engin önnur ráð. Takið þér hendi hennar. Hafið þér nokkuð, sem getur gilt fyrir hring?” Það var sem Mannering væri dáleiddur af hinum veika vini sínum, og tók innsiglishring- inn af fingri sínum. “Fyrst þér viljið hafa það þannig,” sagði hann hás. Fleming las hægt og með erfiðleika hin liátíSlegu orð, sem eru svo þýðingarmikil. Eins og í draumi gáfu þau Nína og Mannering svör sín. Fleming fullnaði giftingarreglurnar, þó honum veittist það erfitt. A hinu rétta augnabliki tók Mannering hendi Nínu, sem enga mótspyrnu veitti, og smofckaði hringnum á fingur hennar. Að síðustu lagði Fleming sínar magnlausu hendur á höfuð þeirra og las blessunarorðin. Svo skrifaði hann. nokkur orð á blaÖ og fékk Nínu. Að því búnu hné harin aftur á bak með hljóði. Mannering stökk á fætur og laut niður að honum. “Hann er dáinn”, sagði liann hægt við Nínu, sem knéféll enn þá og huldi andlitið í höndum sínum. “Hann er dáinn—og við er- um gift,” sagði hann ofur lágt. V. KAPÍTULI. Mannering hafði veitt sínum framliðna vini hinn síðasta greiða. Nína, sem stóð við Silið grafarinnar þangað til síðasta moldarrek- an féll á lxana, gekk niðurlút með tárfull augu til bofa síns. Manniering studdi sig við rekuna og horfði svipþungur og hugsandi á eftir henni. Þessi unga stúlka og hann voru gift; þau yoru alein á þessari eyju, en þau voru maður og kona að eins að nafninu; — þau voru jafn fjarlæg hvort öðru og heimssíkautin. En sú afstaða. Og hvernig myndi hún verða framvegis? Skyldi hún treysta lionum, reiða sig á orð hans —eða hræðast hann? Þessi hugsun kom honum til að lialda ifast um rekuna, og blóðið kom fram í fcinnar hans. Hann fann til vandræða og feimni, og hann vissi að tilfinn- ingar liennar mundu vera líkar sínum, máske enn sterkari. Hann varð að hjálpa henni; það var skvlda hans að láta h'enni líða eins vel og liann gat, undir þessum fcringumstæðum. Hann viissi að það væri betra að láta hana vera ein- samla fyrst um sinn, þesis vegna tók hann fisk- veiðarfæri sín og gekk niður að fjallinu, sem hékk út yfir sjóinn, til að hugsa sig betur um. A meðan lokaði Nína dyrunum sínum, hné niður á fótskammel og leit í kring um sig k\ríð- andi og örvi'lnandi augum. Hrygð yfir missi unga prestsins, sem henni hafÖi þótt vænt um, blandaðist saman við feimni og fcvíða yfir ásig- komulagi hennar. Litlu síðar tók hún upp blað- ið, sem Fleming ihafði fengið henni. Það var giftingarvottorð, og þegar hún las liinar ógreinilega sfcrifuðu línur, stokkroSnaði hún og varir hennar skulfu. Hún var gift manni, sem hún þekti ekki að öðru leyti en nafn hans. Ilún var í hans vaMi — því valdi, sem maðurinn hefir jTir konu sinni. Hann hafði sagt, að þetta hjónaband væri að eins að nafn- inu til. Hain gæti áreiðanlega reitt sig á hann. Ilann hafði sýnt svo mikinn kjark og dugnað, laus við alla eigingirni og alt af hjálpsamur. Já, ihún mátti treysta sómatilfinningu hans. Ilún sat stundarkorn með vottorðið í hendi sinni og starði dreymandi fram undan sér, svo mundi ihún nlt í einu eftir því að hún þurfti að gera nokkuð, og þaut á fætur með þá glöðu til- finningu, sem að eins hugsunin um vinnu getur veitt manni. Og 'þegar á alt var litið, þá var það sk\rlda konunnar að gefa manni sínum mat. Hún opnaði dyrnar og leit feimnislega út; en Mannering sást hvergi. Hún gekk til lækj- arins og sótti vatn, fór síðan að undirbúa villi- öndina til matreiðslu, sem áitti að verða dag- verÖur þeirra. Hún brosti á meðan liún var að þessu. Þetta yrði einfcennilegur brúðkaups- verður. Hvar Voru brúSarstúlburnar, allir aðrir skrautklæddu gestirnir og hin yfirburða stóra kaka, — alt það er hún, eins og aðrar ungar stúlfcur, hafði hlakkað til að hafa á brúð-, kaupsdegi sínum, og áleit ékki mögúlegt að vera án. Við og við, meðan hún vann að þessum liús- móður störfum í og fyrir utan fcofann, leit hún eftir Mannering. En hann kom 'efcki í ljós, og á vanalégum 'tíma bar hún matinn yfir í matar- neyzlufcofann og beið hans þar. Það leið meira en hálf stund, og henni fór næstum því að líða illa. Þá heyrði hún fóta- tafc hans, stóð að liálfu leiti upp en hné niður aftur. Mannering liafði æft sig í því hlutverki, sem hann ætlaði að leifca. Hann fcom inn glaður á svip, eins og engin gifting befði átt sér stað, og eins og kringmnstæður þeirra væri að öllu leyti óbreyttar. Ekki eitt orð eða augnatillit sfcyldi minna hana á það, að hún væri bundin við ihann; því halfði hann lofað sjálfum sér. “Er dagverðurinn tilbúinn? Eg hefi verið sanngrlega heppinn í dag,” sagði hann og hélt á lotfti ölltim þeim fisfci er hann hafði veitt. ‘ ‘ Eg ætla mér að ná í fleiri aif þessari tegund og salta þá til afnota í vetur.” Hún nam staðar mieð ketilinn í hendinni við það útlit, sem þessi orð \röktu hjá lienni. Hann hélt að ketillinn væri of 'þungur og tók hann frá henni. “Látið þér mig taka hann. En hve ilmur- inn er þægilegur. Eg er stónkostlega svangur.” Húsmœður! Fáið meira brauð og betra brauð með því að brúka PIIRIT9 FCOUR (Government Standard) Notið það í allar yðar bakningar. Cereal License No. 2-009. R. S. ROBINSON Stofnntt 1883 Kimlr of nlar r.tnté,, ,250.000.00 tanr FURS 'SSí trtlbú: Seattte. Wastu i. S. A. Edmonten, Alta. Le Patf Maa. Kenera, QwL No. 1 MJög atór Vor Rotta No. 1 MeCal Vor Rotta ______ No. 1 Mjög at6r Vetrar Rotta ___ No. 1 Mjögr atör Haust Rotta ------ $2.50 »1.50 ’1.90 »1.50 »2.00 No. 1 Stor Vor Rotta No. 1 Mjögr atört 910 00 Svart Mink 1 No. 1 Mjögr stör 900 00 Fin Ulfa _______ No. 1 Mjög stör «O0 00 Vanaleg Ulfa .... 4,U*UU Smærri og lakari tegmndir hlutfallslega lægri. BftSiU ekki meðan eftirspurn er mlkil. Ver borgum. óvanalegra hatt verö fyrir Fisher og Marten SaltatSar Nautshúöir 17c. HúÖir af ungrum nautum 22c. K&lfsk. 8*c SENDID BEINT TIL BP* HEAD Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk initt er saima sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjamt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, ,,Hinn vorfærni tannlæknir** Cor. Lo^an Ave. og Main Street, Winnipeg TIL ATHUGUNAR 500 menn vantar undlr eins til Þess að læra að stjörna blfreiðum og gasvélum — Tractors á. Ktemphills Motorskðianum í Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda i Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjðrnuðu bifreiSum og gas-tractors, hafa þegar orSiS aS fara I herÞJðn- ustu eSa eru Þá 4 förum. Nú er tími til Þess fyrir yður aB læra gðBa iSn og taka eina af Þeim stöSum, sem Þarf aS fylla og fá I laun frá $ 80—200 um mánuSinn. — PaS tekur ekki nema fáelnar vlkur fyrtr ySur, áS læra Þessar atvinnugreinar og stöSumar biSa ySar, sem vél- fræSIngar, bifreiSastjðrar, og vélmeistarar á skipum. NámlS stendur yfir I 6 vikur. Verkfæri frl. Og atvinnuskrif- stofa vor annast um aS tryggja ySur stöSurnar aB enduSu náml. SláiS ekki á frest heldur byrjiS undir eins. VerSskrá send ðkeypls. KomiS til skðlaútibús Þess, sem næst ySur er. Hemphills Motor Schools, 220 Paclfic Ave, Winnipeg. Útibú ! Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. \T/* .. 1 • \i» timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundtim, geirettur og al.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINNIPEG ifEAft VJEW Ávarp til íslenzkra bœnda í Canada! Eg er nú nýkominn heim, eftir að hafa ferðast um austur Bandaríkin, og á iþeirri ferð tók eg umboð fyrir Canada að selja vörur fyrir eitt af stærstu verzlunarfélögum Bandaríkjanna Á meðal annars hefi eg dráttar- vél (traotor), seim er að sumu leyti einstök í sinni röð, sérstak- lega fyrir þá sök, að hún kostar lítið meira en það hálfa á móts við nokkra aðra vél á markaðin- um. Vélin vigtar 4000 pund og kostar $815.00 í Winnipeg. Eg sýni hvað hún gerir í Winnipeg og borga jámbrautargjald fyrir utanbæjar viðskiftamenn 200 mílur. Vér ábyrgjumst alla parta vélarinnar í 12 mánuði, og einnig að ihún geri alt sem við segjum yður. Hún dregur tvo plóga undir öllum kringumstæð- um og þrjá vanalega. 24 hesta afl á beltinu, isnýst við 4 13 fet- um, rís aldrei upp þó hún lendi á steini á akrinum, getur aldrei oltið um, öll hjól innilokuð og renna í olíu, “High Tension Magnito”, dregur hvaða tegund af vél sem er eða vagna og er mjög þægileg til vegagjörða. Eg hefi 25 vagnhílöss nú á leiðinni til Winnipeg. pau verða hér í kringum 12. maí. Við höfum svo 'hundruðum skiftir af meðmælum frá bændum, sem hafa notað vél þessa í 2 ár, og búa sumir þeirra í Winnipeg. Par getið þér haft tal af þeim, ef þér komið til borgarinnar. Áritan mín er: Th. G. Peterson, 961 Sherbrooke St, Phone Garry 7588. Umboðsmaður fyrir Canada.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.