Lögberg - 14.08.1919, Side 1

Lögberg - 14.08.1919, Side 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 32. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. AGUST 1919 NUMER 33 1 Hinn 17. nóvember síðastliðinn urðu þau hjónin Friðrik I Stephenson og Anna kona hans að 694 Victor St. hér í bæn- 1 um, fyrir því mikla mótlæti að missa póru dóttur sína úr : spönsku veikinni og, fáum klukkustundum síðar, Guðríði Gísladóttur ömmu hennar, en móður Friðriks. póra sáluga var fædd og uppalin í Winnipeg og var ekki nema rúmlega 18 ára að aldri þegar kallið kom. En þótt ekki væri aldurinn hár, þá var farið að veita henni sérstaka eftirtekt fyrir frábæra kvenlega kosti hennar. Hún hafði affarasælar gáfur og lagði mikla rækt við skólanám sitt og innan 17 ára útskrifaðist hún í hagnýtilegum listum (Practical Arts) og 17 ára gömul gerðist hún kennari. Undir eins og henni vanst áldur til varð hún önnur hönd móður sinnar við heimilisstörfin í öllum frítímum sín- um frá skólanáminu, í stað þess að slá sér út í soll og gjálífí og léttúð bæjarlífsins. Var því ekki að undra þótt á hana væri litið sem afbragð ungra kvenna og sífeldlega á hana bent, sem fagra og eftirbreytnisverða fyrirmynd jafn- aldra hennar. póra sáluga var sérlega fríð sýnum, og framgangsmát- inn, viðmótið þýða og svipurinn hreini var alt talandi vott- ur um háttprýði, hreinleik, sakleysi og góða og göfuga sál. Foreldrar hennar eru: Friðrik Friðriksson Stefánsson- ar fyrrum alþingismanns frá Vallholti í Skagafirði og Guð- ríðar Gísladóttur, og Anna Jónsdóttir Magnússonar og Stefaníu Jónsdóttur frá Skeggjastöðum á Jökuldal — en uppeldisdóttir Eyjólfs Eyjólfssonar, Olson og Signýjar Páls- dóttur fyrri konu hans. Börn þeirra Friðriks og önnu, auk þeirrar látnu, eru: Edwin Friðrik 19 ára, nú á læknaskólanum; Jón Harald 13 ára, nú á Jóns Bjarna- sonar skólanum; Anna Guðríður 12 ára, og Signý Hilda 5 ára—öll makalaust efnileg og vel gefin. Við fráfall þessarar efnilegu og góðu stúlku er tilfinn- anlegt skarð höggvið í .fylkingu íslenzkra ungmenna hér í Winnipeg, en miklu tilfinnanlegra þó skarðið, sem höggvið hefir verið í ástvina hópinn, er næst henni stóð og unnl henni heitast. Guðríður Gísladóttir lézt að heimili Friðriks sonar síns og önnu konu hans hinn 17. nóvember 1918, eins og getið er hér að ofan. Hún var fædd 28. febrúar 1837 að Húsey í Hólmi í Skagafirði og vaT því komin hátt á annað árið yfir áttrætt þegar dauða hennar bar að höndum. Foreldrar hennar voru Gísli Olafsson Björnssonar og Helgu Árnadóttur frá Enni í Langadal í Húnavatnssýslu, og Rannveig Sigfúsdóttir Jönssonar á Svaðastöðum í Skagafirði og Guðrúnar Skúladóttur frá Reykjavöllum. Hinn 20. október árið 1861 gekk hún að eiga Friðrik Stefánsson alþingismann frá Vallholti í Skagafirði og eignaðist með honum 3 börn: Sigurbjörgu, ekkju Sig- mundar Jóhannssonar frá Húsabakka, er nú býr með syni sínum í Morden-bygðinni hér í fylkinu; Jón, er dó í æsku, og Friðrik nú yfirprentari og verkstjóri hjá Columbia Press, Ltd., hér í Winnipeg. Sumarið 1876 flutti Guðríður vestur um haf með Friðrik son sinn, þá á unga aldri, og settist að í Nýja Islandi. Eftir skamma dvöl þar flutti hún til Winnipeg, þar sem hún hefir átt heima síðan, að undanteknum stuttum tíma, er hún dvaldi í íslendingabygðinni hjá Hallson í Norður Dakota. Guðríður sáluga var vel greind kona og fróð, en hæglát og lét lítið yfir sér; hún tók víst lítinn þátt í félagsmálum íslendinga, en hún var umhyggjusöm og ástrík móðlr, sem, þegar gerðir eru upp reikningarnir, er ef til vill meira virði en alt annað. Hún var kona vel kristin og sérlega þýð í allri umgengni, enda mikils virt og elskuð af öllum, sem henni kyntust. Eftir að hingað vestur kom varð hún að hafa ofan af fyrir sér og syni sínum með vinnu sinni, en hafi hún á fyrstu árunum átt við þröngvan kost að búa, eins og flesttf vesturfarar á þeirri tíð, þá rættist vel fram úr fyrir hennl, því þegar á unga aldri komst Friðrik sonur hennar í vel launaða stöðu og gat. hún eftir það lifað áhyggjulausu lífl. Sjálfsagt hafa fá gamalmenni átt því láni að fagna að lifa ánægjulegra og friðsælla æfikvöld en hún. Fram á allra síðustu árin mátti svo heita að henni yrði aldrei misdægurt, og þegar stundin kom, sloknaði hún útaf eins og ljós. Við jarðarför þeirra póru og Rúnólfur Marteinsson húskveðju, en eigin prestur, séra Björn B. Jónsson við hlið í Brookside grafreitnum. pegar ástvinunum er kipt á burt ilinu vilja ýfa upp sárin og tárin, þá að geta leitað huggunar í því, að líf þannig — svo hreint og flekklaust, ávinningur. Guðríðar flutti séra líkræðuna flutti þeirra , og hvíla þær nú hlið og auðu sætin á heim- er gott til þess að vita þeirra hérnamegin var að dauðinn er þeim M. P. F.iilllll!l>!!ll!llllllll!lllllllllllllllllllllll!!lll!llllll!!!!l!lllllllllllllllllllll!IIIIIII1lll!llllllllll||l!llll||||||||||||||||||l!||||||||||||||||||||||||||||!lllllll||l!ll!llllllllllllllll!llll!lll!lllllllllllllllll|||||!llll|||!|||||||i^ Rœða Wilsons for- seta í Congressinum Eins og til stóð hélt Wilson for- seti ræðu sína í Congressi Banda- ríkjanna á föstudaginn var. Að- allega talaði hann um nauðsyn á því að Bandaríkin flýttu sem mest afgreiðslu og undirskrift friðar- samninganna. Kvað hann með öllu óumflýjanlegt að viðskiftalíf fólks yrði að vera í molum, á meðan að ástand það sem nú ætti sér stað í heiminum héldist — á meðan að hvorki væri friður né ófriður: “pað getur aldrei orðið innbyrðis friður, á meðan að fjár- mál vor og iðnaður er háð her- reglum,” sagði haAn. Allmjög vék hann máli sínu að dýrtíðarástandinu, og komst að þeirri niðurstöðu að verð það hið óskaplega, sem nú er að verða á henni svefnlyf. öllum hlutum, stafaði ekki af þurð: pag getur ekki verið nein festa •i vörnm Viol/Inr o-f o 'X ' i Jr_Jt: ___ ____i__ i__ fjöldinn af félagsbræðrum þeirra, hugsa og hegða sér eins og góðir Bandaríkja þegnar.” Hann benti á að verkföll, sem nú væru gjörð, væru aðeins til þess að auka á erfiðleikana, og hann lét í ljósi þá von sína að verkafólkið mundi skilja það yfir- leitt. Á meðán menn eru í æstu skapi eða geðshræring, þá eru endurbæt- ur ómögulegar. Og engin úrlausn spursmálanna er til nema sú, sem hefir velferð fólksins alls að tak- marki.” Heimurinn á skurðarborðinu. pegar hugsun fólksins raskast, þá raskast líka framsóknarþrá- in eða viljinn til framsóknar. í stjórnmálunum, í félagsmálunum og fjármálunum er hún sjúk og liggur á uppskurðarborðinu, og enn hefir ekki verið hægt að gefa hann ávalt staðið fyrir hugskots- sjónum mínum, sem beztur kenn- ari allra Vestur-íslendinga. Hann er þaulæfður í öllu því sem hann | kennir, sjálfmentaður maður að nokkru leyti, og því betur mentað- ur einmitt fyrir það. Margreynt er það hve frábærlega góð áhrif hann hefir í nemendur sína. Is- lenzkuna kennir hann alla í skól- anum, enska málfræði og margt fleira. Um leið og eg get þessara nýju kennara votta eg kennurunum séra Hirti J. Leo og Miss Thor- stínu Jackson, sem lögðu niður starfið, eftir tveggja ára samveru við skólann, þakklæti mitt af hjarta fyrir alla þá miklu alúð sem þau lögðu við starf sitt, þakka fyrir alt það sem þau unnu í þarf- ir skólans. á vörum, heldur af því að þeir sem með vörurnar fari, hafi notað sér stríðstíðarástandið til þess að sprengja vöruverðið upp ósann- gjarnlega. “Fyrirkomulag hefir komist á hér á meðal vor sem, ef ekki er við gjört, er líklegt til þess að sprengja nauðsynjar manna upp úr öllu viti,” sagði forsetinn. “Sumar af aðferðum þeim sem notaðar hafa verið til þess að sprengja verðið upp, hafa þegar verið bannaðar með lögum. Sum- ar eru beint áfram glæpsamlegar og þeir sem viðhafa þær aðferðir, ættu að komast undir ákvæði lag- anna sem fyrst. Og það hafa ver- ið og eru notaðar aðrar aðferðir, sem engin lög ná yfir, en það þarf að laga sem fyrst.” Forsetinn tók því fram að byrgð- ir þær sem stjórnin hefði með höndum, bæði af matvælum og klæðnaði, yrðu seldar, og hann bætti því við að vörubyrgðir þeirra sem hafa dregið undir sig og halda miklum vörubyrgðum, verði líka seldar, samkvæmt fyrirmæl- am hinna nýju matarforða laga ríkisíns. Og þeir sem hefðu safn- að að sér miklum forða, til þess að selja hann svo á hærra vérði, mundu finna út að þeim gæti orð- ið bæði hætta og skaði að því, ef þeir reyndu til þess að halda vör- unum, beint ofan í nýja reglu- gjörð. Forsetinn benti og á, að hin vanalegu lög um eftiyspurn og framboð hefðu verið virt að vett- ugi, því skýrsla nefndarinnar, sem hefði verið að athuga vista- forða ríkisins, hefði sýnt að þrátt fyrir það, að vistaforði hefði auk- ist í landinu, þá hefði söluverðið hækkað. i iðnaði vorum, verzlun, hvorki kaupum né sölum; engin vissa með afvinnu og engin von um að sameina hina sundruðu krafta. þar til friður er saminn og stað- festur, og spornað hefir verið við því að svo miklu leyti sem unt er, að ófriður eigi sér stað í fram- tíðinni.” “Vér, og vér nálega einir höld- um heiminum í jafnvægi. Og það er á slíkum tímabilum — slíkum hættustundum — hættustundum fyrir alla menn, að Bandaríkja- þjóðin verður að sýna manngildi sitt.” Jóns Bjanasonar skóli W. L. McKenzie-King Kosinn Leiðtogi Liberala Skólabyrjun. Ákveðið er að skólinn hefji 7. starfsár sitt miðvikudaginn, 24. sept. Mjög áríðandi er að allir væntanlegir nemendur komi í byrjun eða sem næst byrjun að ástæður þeirra framast leyfa. Ennfremur er æskt eftir því að nemendurnir láti skólastjóra vita sem allra f.vrst um komu sína. öll bréf má senda að 492 Lipton St., Winnipeg. Kennarar. Skólastjóri er sá sami sem ver- ið hefir. Hinir tveir eru inýir, Miss Ásta Austmann kennir nátt- úruvísindi, stærðfræði og latínu. Hún fékk æðri mentun sína við háskóla Manitoba-fylkis, var í Wesley Collage um fimm ára skeið, og útskrifaðist sem B. A. af háskólanum 1917. Næsta ár kendi hún stærðfræði og náttúruvísindi í kvennaskóla í Prince Albert, Sask. Síðastliðinn vetur var hún skólastjóri á Gimli. Miss Aust- Forsetinn áminti Congressið~og|mann er ágætum hæfileikum gædd þjóðina um að vera vakandi ogibæði til náms og kenslu og mega nemendur vænta hins bezta af hennar hendi. J. Magnús Bjarnason, vesturís- lenzki rithöfundurinn alþekti og góðkunni, er ennfremur ráðinn kennari við skólann. Mr. Bjarna- son er ekki einungis góður rit- höfundur, heldur einnig frábær ákveðna í þessu máli. Minti kaup- mennina á að skifta réttlátlega vifr fólkið, og konurnar bað hann að gleyma ekki að spara sem mest. í sambandi við verkamannamál- in komst forsetinn svo að orði: “pegar leiðtogar verkamannanna hugsa sig vel um, þá er eg sann- færður um að þeir muni, eins og;kennari. Um langt skeið hefir Bandaríkin og Mexico. Eins og mönnum er kunnugt þá hafa Bandaríkjamenn átt stóreign- ir og iðnaðarfyrirtæki í Mexico, sérstaklega að því er olíufram- leiðslu snertir. Hafa þeir óáreitt- ir unnið að þeim iðnaði og nótið hlunninda þeirra, er lögin í Mexico veittu öllum slíkum mönnum. En svo var það að stjórninni í Mexico datt í hug að breyta þeim lögum, sérstaklega hvað eignar- rétt útlendinga á olíuframleiðslu snertir, og það framkvæmdi hún í febrúar 1917. Ákvað hún þá að öll olía, hvar svo sem hún fyndist eða hefði fundist í Mexico ríkinu væri eign stjórnarinnar. petta meinti ekkert annað en það að eignir og iðnaður útlendinga í sambandi við olíu framleiðsluna yrði af stjórninni gjörður upp- tækur. Síðan hefir staðið í einlægum samningum eða samnin'gstilraun- um á milli umboðsmanna stjórn- anna út af þessu, og hefir að þvi er virðist Bandaríkjunum veitt betur í þeirri viðureign. Hefir stjórnin í Mexico viðurkent að hun hafi aldrei meint að taka eignin Bandaríkjamanna af þeim né að útiloka þá frá þyí að vinna eins og að undanförnu, og hefir gengist inn á að leggja málið á ný fyrir Mexico þingið, til þess að semja ný lög, að því er olíuframleiðsluna snertir. Skýrsla hefir nýlega verið lögð fram í Senati Bandaríkjanna, sem sýnir að Bandaríkjamenn krefjast 826,629,000 í skaðabætur frá Mexico, og ná skaðabótakröfur þær yfir 8 ára tímabil, eða frá því að Diaz stjórnin í Maxico féll 1911. Skýrsla sú sýnir að á þeim átta árum hafi 217 Bandaríkjamenn verið drepnir í Mexico, og hún sýnir lika að Bandaríkjastjórnin hefir gert eftirfarandi skaðabóta- kröfur á því sama tímabili. Fyrir eignatjón $22,000,000. Gjöld fyrir 73 menn, sem drepn- ir höfðu verið $2,317.000. Gjöld fyrir meiðsli á 97 mönn- um $1,475,000. Alls kemur skaðabótakrafa sú upp á $26,629,000, eins og sagt hefir verið. William Lyon McKenzie King Þóra Stephenson. Fædd 19. ágúst 1900. Dáin 17. nóvember 1918. Svo björt er vor æskuimar blikandi strönd sem barnanna hugsun um stjarnanna lönd, er unaður titrar í taugum. Og faðir og móðir það fagnandi sjá, hve fegurstu eindirnar þroskanum ná, — hve lífsgleðin ljómar í augum. En dimm verður jörðin og dapurt hvert spor, er dagurinn kveður hið syngjandi vor og lífsgleðin skín eigi lengur. Hver liugsun, hvert áform, hver æfinnar þrá, sem átti að þroskast og vextinum ná með æskunni í gröfina gengur. Og Þóra, þótt foreldrar hugsi um þig hlýtt í heimkynnum fegri, er sárið það nýtt: að heima þú bezt áttir heima. Því ljúfustu orðin og atlotin þín og yndið sem gafstu, er sál þeirra slkín, sem helgimynd heima þau geyma. Við fölnaðan blómann þinn — ógengin ár, þeim orð verða léttvæg og snúast í tár, er syrgja við sætið þitt auða.-- Sú alúð, sem léstu við aðra í té, og ástvinaþökkin — það kveðjan þín sé. Hún lvsir í lífi og dauða. Þ. Þ. Þ. is Frá íslandi* Læknakennari í 25 ár. í dag (1. júlí) eru liðin 25 ár síðan Guðm. Magnússon prófessor var skipaður kennari við lækna- skólann í Reykjavík. Hefir hann gegnt starfi sínu, sem aðalkennari læknanema, alt til þessa dags, og flestallir íslenzkir læknar, er eigi hafa numið ytra, eru lærisveinar hans. A.lir kannast við manninn. pað mun tæpast finnast þar barn hér á landi, að eigi hafi það heyrt get- ið snillingsins mikla, þess manns- ins, er haglegast hefir kunnað að fara með hnífinn. Og ótaldir eru þeir sjúklingar, sem læknislist hans hefir bjargað frá dauða. Og aldrei verður metin að verðleikum hin mikla samvizkusemi hans og elja, sem hann hefir sýnt sem læknakennari. Hann er maður, sem altaf hefir sett hlutverk sitt og köllun sína ofar öllu öðru. pess vegna er hann líka af öllum lækn- unum talinn fyrirmynd og nem- endur hans og sjúklingar hafa á honum óbifanlegt traust. Og hvort tveggja verðskuldar hann í ríkum mæli. pað er eigi ætlunin að rekja hér starfsferil þessa þjóðnýta manns, heldur hitt, að láta eigi þennan dag líða svo, að læknisafmæli hans væri eigi minst. —Morgunbl, William Lyon McKenzie King, hinn nýkosni leiðtogi frjálslynda flokksins í Canada, hefir tekið mikinn þátt í opinberum málum síðan hann var tvítugur, og hefir farist giftusamlega flest eða alt <sem hann hefir lagt hönd á. Hann er fæddur í Kitchener, Ont. 17. des. 1874, sonur John King lögfræðings, en afi hans var Skotinn William Lyon McKenzie, sem allir er lesið hafa um upp- reistina frá 1837 kannast við. Barnaskólamentun sína fékk j McKenzie heima í héraði sínu, svo fór hann á Toronto háskólann og útskrifaðist þaðan með heiðri 1895, og hafði þá unnið Blake verð- launin, sem sá skóli veitir, bæði f.vrir kunnáttu í lögum, og eins í hinum almennu námsgreinum skólans. Árið 1896 tók hann L.L.B. gráðuna og 1897 M.A. Að loknu námi við Toronto há- skólann las hann stjórnfræði bæði við Chicago og Harvard háskólann og var gerður að kennara í þeirri grein við Harvard árið 1900. Eitt er það sem einkennir Mc- Kenzie, en það er samhygð hans með verkamönnum, og fór að bera á því þegar á skólaárum hans. Hann sótti þá fundi þeirra, hlust- aði á þá ræða mál sín, — fór jafn- vel heim í hús þeirra, til þess að kynna sér sem bezt ástand þeirra í öllum myndum og sýndi verulega samúð með kjörum þeirra. Á meðan hann var við Harvard skólann, var honum veitt hið svo nefnda “Travelling fellowship” og ferðaðist hann þá víða um Evrópu, þar á meðal um Italíu. Á meðan hann var þar staddur barst hon- um símskeyti frá stjórninni í Ottawa og bauð hún honum að verða ritstjóri að “Labor Gazette” og stöðu sem aðal aðstoðarmaður við verkamáladeildina. petta var árið 1900, og var hann þá að eins 26 ára að aldri, þegar tækifærið bauðst honum til þess að beita kröftum sínum í sínu eigin landi og að þeim málum, sem hann virt- ist vera mest náttúraður fyrir og honum sjálfum hugþekkust. Hann tók þessu boði, og var hann ekki búinn að vera lengi hér í Canada þegar á honum tók að bera. Og var hin opinbera framkoma hans svo að hann ávann sér virðingu, ekki einasta sinna flokksmanna, heldur og mótstöðumanna sinna. 1 þessari nýju stöðu reyndi þó all mikið á hæfileika hans til þess að sætta, og það var eins og hann mætti aldrei hafa frið, því alt af var ófriður á milli verkamanna og vinnuveitenda einhversstaðar Vancouver og þeirra, sem spjöll gerðu á eignum þeirra 1907. pað sama ár varð það að hans hlut- skifti að rannsaka innflutn- ing á austurlenzku vinnufólki, sem átt hafði sér stað. Enn þurfti hann að fara til Vancouver árið eftir, til þess að jafna skaðabóta- kröfur þær, sem Kínar höfðu á móti þeim, sem óeirðunum ollu í sambandi við upphlaup þar, sem gerð voru á móti austurlenzkum innflytjendum. Nokkrum mánuð- um síðar var hann austur í Que- bec fylki, til þess að bera sátta- mál á milli baðmullarverksmiðju eiganda og verkafólks þeirra. Árið 1908 var Mr. King sendur til Englands, sem umboðsmaður stjórnarinnar í Canada, til þess að sýna stjórninni á Englandi fram á þörfina á því að lög væru leidd í gildi á Bretlandi, sem bönnuðu að draga fólk á tálar í sambandi við útflutning. Enn- fremur að tala við stjórnina þar um útflutning til Canada á aust- urlenzku fólki. Árið 1909 út- nefndu Bretar hann sem umboðs- mann sinn til þess að mæta í Shanghai, Kína í sambandi við Ópíum útbreiðslu og ópíum nautn. Hin svo kallaða “Lemieux Act”, sem varð að lögum þegar að Mc- Kenzie King var aðstoðarmaður við verkamáladeildina sýnir á hvern hátt hann vill að jafnaðar séu sakir á milli verkamanna og vinnuveitenda. pað var einmitt landinu. Árið 1903 var hann skrifari nefndarinnar, sem rann- sakaði iðnaðaróeirðirnar í British Culumbia. 1907 var hann for- maður nefndarinnar sem sætta átti Bell félagið og verkafólk þess Hann var skipaður til þess að jafna sakirnar á milli Jaþaníta í McKenzie, sem mestan þáttinn átti í því að semja þessi lög, en þau voru borin fram í þinginu af Mr. Lemieux og eru sökum þess kend við hann. f september 1908 sagði Mr. King af sér stöðu sinni, til þess að sækja um þingmensku í heima- héraði sínu Kitchener. Kosningu þá vann hann, og var gerður að verkamálaráðherra í Canada 1909, þegar það embætti var stofnað. Var sú embættisveiting mjög vin- kæl, og þóttust þá sum blöðin sjá í Mr. King eftirmann Laurier og framtíðar forsætisráðherra Can- ada. Og það sama ár sæmdi Har- vard háskólinn hann Ph. D. gráð- unni. ♦' pessu embætti sínu hélt Mr. King þartil 1911 að Laurier stjórn- in féll og Mr. King með henni. — Á þremur árunum næstu þar á eftir tók Mr. King allmikinn þátt í pólitískum málum í Ontario, og var formaður frjálslynda félags- ins í fylkinu og stuðningsmaður N. W. Rowell, sem þá var leiðtogi frjálslynda flokksíns í Ontario. Árið 1914, 1. okt., var Mr. King tilkynt að Rockefeller stofnunin hefði útnefnt hann til þess að at- huga samband auðs og iðjU. peirri útnefningu tók Mr. King og varði hann til þeirrar rannsóknar tveimur árum. í kosningunum 1917 tók Mr. King allmikinn þátt, og fylgdi þar Sir Wilfrid Laurier alveg að mál- um. Sjálfur bauð hann sig fram í North York kjördæminu, en varð undir, og bar gagnsækjandi hans og afturhaldsmaður A. Armstrong að nafni, sigur úr býtum með 1,078 atkvæðum. Og er þar víst um að kenna afstöðu Mr. King’s í her- málunum. Eftir kosningarnar 1917 hafði Sir Wilfrid Laurier orð á því að sér væri það áhugamál að Mr. King fengi sæti á þinginu, bæði sér til aðstoðar og svo með hlið- sjón af því að gjörast eftirmaður sinn. Talaði hann um að útvega honum kjördæmi í Quebec. En hann dó áður en því yrði komið í framkvæmd. En Mr. King er orðinn eftirmað- ur hans. Nú er eftir að vita hvern- ig hann reynist tiltrú leiðtog- ans fallna, og vonum Canada þjóðarinnar. Reykjavík 16. júlí 1919. Sífeldar rigningar hér sunnan- lands, en annarsstaðar á landinu betra. Að norðan er látið sæmi- lega af grassprettu, en ver úr sýslunum austan fjalls, einkum þar sem askan féll yfir. Hafishrafl er á reki fyrir norð- an og norðvestan land, en þó ekki skipaferðum til neinnar verulegr- ar fyrirstöðu. Síldveiðin er nú að byrja við Norðurland. 1 fregnum frá Isa-' hans firði í gær og fyrradag er látið vel( yfir henni; höfðu komið um 1200 tunnur á land við lsafjarðardjúp í fyrradag, veiddar norðan við Horn. Fundur var haldinn hér í bæn- um kveldið 14. þ. m., til þess að ræða um stofnun ísl. kvikmynda- félags og 7 manna nefnd kosin til forgöngu. Málið hefir fengið góð- ar undirtektir. Silfurbrúðkaup eiga þau á morg- un dr. Jón Helgason biskup og frú -Lögrétta.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.