Lögberg - 14.08.1919, Side 2

Lögberg - 14.08.1919, Side 2
JBIs. 2 LÖGBERG, FiidTUDAGINN 14. ÁGÚST 1!/19 HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum Hringhendu- samkepnin. Eftir S. Sigurjónsson. Verðlaunavísan: Feðraslóðir fór að sjá, færðist blóð í kinnar; kappinn rjóður kysti á kyrtil móður sinnar. — “Vér undirritaðir, tilnefndir af hr. Sigurbirni Sigurjónssyni til að dæma um hringhendur þær. er orktar hafa verið samkvæmt áskor- un frá herra J. J. Pálma í Louis- ville í Bandaríkjunum, höfum eft- ir nákvæma íhugun komist að þeirri niðurstöðu að eftirfarandi vísu skuli dæmd verðlaunin ” Winnipeg 4. ágúst 1919. O. T. Johnsork' Einar P. Jónsson. Jón Runólfsson. J?að hefir af tilviljun lent á mér að taka á móti Hringhendum þeim, sem kveðnar hafa verið til verðlauna-samkepni, samkvæmt á- skorun J. J. Pálma, í Louisville, Ky., og mér af honum falið að skipa dómnefnd til að ákveða um hver “Verðlaunavísan” yrði. — Ástæðan fyrir því, að þetta komst 1 mínar hendur var sú, að þegar eg í vetur, í sambandi við myndun pjóðræknisfélagsins vestur-ís- lenzka, var að safna “Ljúfum röddum”, fékk eg bréf frá hr. Pálma, sem ásamt öðru slíku, var þá birt í blöðunum ísl. Og eins og menn munu minnast heitir hann þar á vestur-íslenzka hag- yrðinga að hefja róminn og kveða hringhendur, íslenzkri ljóðadís til hróðurs og Vestmönnum, hinum eldri að minsta kosti, til gamans. Samkvæmt fyrirmælum hr. Pálma skyldi vreðlaunavísan auglýst á árshátíð Winnipeg-íslendinga á þessu sumri 2. ágúst. Sem kunn- ugt er, fær sá hagyrðingur hina vönduðu olíumynd, er hr. Pálmi lofar að gefa til verðlauna. Að á mér lenti að skipa í dóm- nefndina, var, eins og áður er á vikið, af tilviljun einni, og tek eg það fram hér til þess að enginn skuli halda að eg geri kröfu til að vera hagyrðingur eða bera meira skynbragð á slíka hluti en al- menningur, því svo er alls ekki. v— Hin auglýsta dómnefnd voru þeir 0. T. Johnson, Jón Runólfs- son og Sig. Júl. Jóhannesson, en sökum þess að hinn síðastnefndi varð að hverfa burtu áður en nefndin hafði tök á að fullkomna verk sitt, varð hr. Einar Páll Jóns- son góðfúslega við þeirri ósk minni að taka við hinu auða sæti í nefnd- inni, og gerast einn af dómendum. Um langt skeið eftir að Hring- hendu-samkepnin var auglýst, bárust ;mér mjög fáar vísur í hendur, og var eg farinn að ótt- ast, að fá vestur-íslenzk eyru myndu nú lengur heyra kvak kvæða-dísarinnar gömlu og frónsku, sem svo hávær var við hlustir bræðranna heima, að leit- un var þeirra þar, er hún náði ekki til með söng sínum. Annríki dag- legra starfa og hraðanum á lífinu hér í nýja landinu kendi eg um, en vildi ekki trúa því, að íslenzka hagyrðings-sálin væri nú þegar svo úr eðli sínu horfin, að hún ekki fengi skapað sér bögur við tæki- færi. Enda rættist úr þessu blessunarlega þegar á tímann leið, því ljóðin streymdu þá til sam- kepninnar, bæði einstakar vísur og heil kvæði, þar til milli 30 og 40 hagyrðinga höfðu stigið inn í þenna kappleik, um myndina frá Pálma. öll birtast ljóð þessi nú hér í blaðinu, og fær almenningur þar að sjá all mikið af vel kveðnum vísum. Hafi vestur-íslenzkir hag- yrðingar heilir gert, og lifi þeir lengi! — pá ber hr. Pálma mikil þökk fyrir hið rausnarlega tilboð sitt um verðlaun fyrir bezt kveðna hringhendu, sem orðið hefir því valdandi, að fleiri ljóð hafa verið orkt nú, þjóðerni voru hér í álfu til styrktar, en fyrir nokkra aðra þjóðhátíð, er vér höfum áður hald- ið vestanhafs. — Og um hvað er svo oftast kveðið? Flestar beztu vísurnar anda eldheitum kærleiks- blæ að Fjallkonunni og þjóðerninu íslenzka, eins og til dæmis verð- launa-vísan, eftir hr. Stefán O. Eiríksson, Oak View, Man. pess skal og getið, að æði mikið barst mér af kvæðum og vísum, sem ekki geta birst hér, því skáld- in hafa gleymt að móta þau í hringhendu hætti. Hringhendurnar Vestur-lsl. heimsækir “Fjall- konuna”, móður sína. Feðraslóðir fór að sjá, færðist blóð í kinnar. Kappinn rjóður kysti á kyrtil móður sinnar. Talar gestur: “Trúðu mér, trygð í festum geimi. ítar flestir unna þér úti’ í Vesturheimi.” Vorhret á íslandfT Laukar dóu er lindin fraus. Labbar um snjóinn tóa. Útí móum eirðarlaus, orðin sljó er lóa. I sumardýrðinni. Dulræn yngist foldin frjó, fræ á lyngi gróa. Fagra kringum fjalla-tó fagurt syngur lóa. Andstæður. par sem bára brotnar þung bergið sáran grætur. En bjartur smári og blómin ung brosa í tárum nætur. S. 0. Eiríksson. Endurminningar úr heimahögum. Grænir rindar gyrða fjöll, gróðri bindast hollum. Una kindur út um völl. Andir synda á pollum. S. O. Eiríksson. Oak View, Man. NOKKRAR HRINGHENDUR. I. Staka. “Pálmi” minn er maðurinn mitt er sinnið gleður: Ljúft hann spinnur ljóð-þráðinn list og vinning meður. II. Islands-vísur. Fríða, smáa foldin mín, fjarst í bláum sævi, gæfan háa gullin sín góð þér Ijái’, um æfi. Konan fjalla kend við stig, kyrð og hallir braga, vættir, snjallar, verndi þig vel um alla daga. Fjarri solli’ og svívirðing, siðum holl, þú lifir; ber þinn koll við heimskauts hring hrannar-pollinn yfir. Farðu vel með fengið vald; frelsið sel nú eigi; og auðvald, vélar, afturhald ei því stela megi. Verka- bæði’ og bænda-lýð blessa’ í ræðu’ og kvæði; hann þér gæðin gefur fríð: göfgi, fæði’ og klæði. Fyrri daga frægðar-ból, fagran brag, sem metur, fað»ii hag þinn frelsis-sól fátt þ/ér bagað getur. Bernsku-slóða blómgist kjör, bölið hróður skerði; vorsól, gróður, frelsi’ og fjör framtíð þjóðar verði. pína hreinu, mæru mynd æ mun eg reyna’ að geyma; já, meðan treinist lífs míns lind lifi’ eg — einatt “heima”! III. Vorvísur. Nú vorsins líður gyðjan góð , geims um víðar slóðir, og kveður þíðan ástar-óð, á sem hlýða þjóðir. Vordags yfir bjartri brún, blíð hvar lifa minni, sælu-hrifin svífur hún í sólar-bifreiðinni. Iða’ af fjöri augun snör, yndis-kjörin prísa; gáfu-svör, af gæðum ör, gleði-förum lýsa. öllu, vítt um lög og láð, lífið nýtt hún færir; alt er frítt og frjálst í bráð; foldu blítt hún nærir. Heilsar fjallið himins m»y hýrt, í mjallar-feldi. Dverga-hallir dylja ei dans, er hallar kveldi. Áin, fegin sumri’ og sól, söng og megin hlýtur, og af sér fleygir klaka-kjól kát er veginn þýtur. Falla Ægis faðminn í finst ei bagi henni, ferðalagi flýtir því, för þótt haginn grenni. Hýrnar, yngist alt á jörð, ekkert þvingar róminn; fjörugt syngur fugla-hjörð fögur kringum blómin. Nett sig skrýðir náttúran í nægta’ og prýði-skrúða; al-lífs blíða unnustan enn er fríðust brúða. Sóley, fjóla, og fífillinn faðma sólar-sporin; heims- öll ból og himininn halda jól á — vorin. Nú er kátt í lofti og lund, lífið máttar-þrungið; leikið dátt um græna grund, galað hátt og sungið. IV. Gaman-vísur. Guðadætur, glaðlyndar, grát í kæti breyta; fögru, mætu meyjarnar meina-bætur veita. Allur blossar andinn — hvar ástin hossar meyju! — Æðsta hnossið eilífðar eru kossar—Freyju! V-. Auðvald og ánauð. ó, þér menn, með auð og völd, alt þér spennið klónum, og frelsið grennið öld frá öld, og ódygð kennið flónum! Fyrir þetta friður er fenginn rétt að nafni. — Gálga-hettur geymið þér i gömlu pretta-safni. Vaða’ um hauður vogestir, vitja snauðra lýða: hungurs-dauði’ og dj-epsóttir, dilkar auðvalds-stríða. Verkföll stafa ávalt af auðvalds-klafa sárum, því menn kafa þrældóms-haf, þrauta vafið bárum. En þau telur auðvaldið: uppreist, vélar, pretti! — Yfirvöldin þjóna því, þess má fjöldinn gjalda, sem að köldum kjörum í kannar gjöldin alda. peir, sem bralla fólk að flá, flagga allar stundir. Flesta galla fela má falsi’ og skjalli undir. Verkalýðsins vondum hag verður tíð að breyta, ella lýður að þeim dag að alheims-stríð má þreyta. Synd og blóði ötuð er allra þjóða “menning”. — Enn el góðan ávöxt ber aldin bróður-kenning. Mammon kennir mönnum enn: manndráp, brennur, hungur! — Hvar er menning, mæt er senn myrkra spenni klungur?! Eg sé í anda: — frelsi’ og frið faðma land og sæinn, og alt strandað Loka-lið, og leidd til — fjandans, hræin! VI. Staka. Sorg þó slái’ og svlli brá, sízt um tjáir kvarta, því bót ei má við beisku fá böli’ er þjáir hjarta! J. Ásgeir J. Lindal. Victoria, B. C. IJjallkonan. Enn sem forðum þér cr þín þögul skorðuð ævi, ísum borðuð eyjan mín úti’ í Norðursævi. . Allskyns mæða mér er send raótgangs þræði öldu. í lífsins næðing einn eg stend á bersvæði köldu. Jón Youkonfari.. Blaine, Wash. Morgunvisur. Myrkra deyðast öflin öll; árla heiður, fagur, út á breiðan blómsturvöll bjartur skeiðar dagur. Uppheims blossar unaðsljós: árdags hnossið blíða. Geislafossar rjóðri rós rétta kossa þíða. Heyrist róleg regna hljóð, rödd um skógargöngin; vantar lóu að eins óð ástar þróa sönginn. Útsýn fágar fögur mörk, frelsið trjáa lifir; . krónu háa breiðir björk blómin smáu yfir. Alt er kátt því erjur stríðs er’ að sáttum runnar; andardráttinn léttir lýðs, lífs og náttúrunnar. S. J. Magnússon. Piney, Man. Eftir skólaaldur minn eg vil róla um síðir hvar nætursól og svanurinn sumar-kjólinn prýðir. G. J. Goodmundson. Winnipeg, Man. Hringhenda. Sólar hárið fléttast frá fögrum báru-laugum, fjóla smára hýrum hjá hlær, með tár í augum. L. F. Kristjánsson. Vestfold, Man. Vor um strindi vekja fer von að myndist bragur. Nú í lyndi leikur mér ljúfur yndisdagur. Vetrargjólu veikjast hljóð um veðrabólið stranga, en vordagssólu geislaglóð glansar á fjóluvanga. Vermir stundum vorsins hlíð vefur mund um hauður, viðjum bundin verður stríð, vetur blundar dauður. pannig líða æfiár eins og stríður vetur, eftir hríðar, feikn og fár fagnað blíðu gestur. Á þá bólar engri neyð efa eg skjólið valla, þegar mér rólar gæfa greið til gilfa sólarhalla. Ingólfur Árnason. Glenboro, Mán. Vorvísa. Sólar undan mjúkri mund, múrinn hrundi ísa. Eftir stundar banablund, blóm úr grundu rísa. S. E. Einarsson. Árborg, Man. Minning bezta okkar er íslenzkt flest að geymi. En drengskap mesta drýgjum hér og dáð í Vesturheimi. Andrés Gíslason. Vogar, Man. Steikt í blóði branda völd böls á glóðum liggja. Nú skal fróða-friðar öld frelsi þjóða tryggja. Walter Paulson. Foam Lake, Sask. Vetrarkoma. Stormar aka um ár og völl ækjum jaka og mjalla. Hátt, sem staka hlymji snjöll, hringir klakabjalla. Gutt. J. Guttormsson. Icelandic River, Maní Löngum hló eg lyndis frí og lézt burt sóa harmi, hrygðar þó að heldimm ský hrektu ró úr barmi. Mrs. Magnús Johnson. Edinborg, N. D. Hringhendar stökur. Lán er hér í heimi valt, hót þó ber að vola; ýmsum gerist kífið kalt, kvöl svo er að þola. Eg á storð í Ægi blám átti forðum kynning, undir norðurhjara hám, hlý þar skorðast minning. Hnígur sól af hnatta stól, harðna gjóla tekur, dökkbrýnd Njóla dregst á ról, dal og hóla þekur. S. J. Jóhannesson. Winnipeg, Man. Sólskin. Gleym mótstæðum stormi kífs, stærð og smæð er lifir. Himnesk blæðir lífæð lífs, land og flæði yfir. - Björn Pétursson. Winnipeg, Man. Minni Islands. Manstu góði, mæta stund, manstu fljóðið unga? Manstu ljóð um mararsund, manstu hljóðið þunga? Segju borða bygðir jók, beygir skorður snjónum. Eyja forðum faðm í tók fley af Norðursjónum. Vestanrosta færði fjær, flestum losta rúin. Gestum brosti móti mær mestu kostafrúin. Hvar eru bala heyjuð tún, hvar er valið gæða? Hvar sést smali á heiðarbrún, hvar er dalalæða? Hvar er róið höfnum frá, hvar eru spóa göngur? par í móum þrestir stjá, þar er lóusöngur. Hvar er ból sem þverrar þraut? par á fjólan rætur. Hvar er skjól í hverri þraut? Hvar er sól um nætur? Hvar við barm er hugfró þekk, hvar eru varmablettir? Par fljóðs armur þrýstir rekk, þar er harmaléttir. petta alt á þjóðin klár, þetta alt skal geyma. petta alt fær þerrað tár, þetta alt er heima. Falli ei grand á auðskrúð þitt, allir vandi trafið, fjallalandið mæta mitt mjallarbandi vafið. Gráa hárið, göfgið þitt, gljáir ára senna. pjáist sárum sinnið mitt sjái eg táf þín renna. Gjalli ómur gæða þér galla tómar slóðir, allir sóma veitum vér vallarblóma móðir. ísland þíði ástin fróm, ísland smíði bögur. ísland skrýði auðnublóm. ísland prýði sögur. Jón Stefánsson. Steep Rock, Man. Staka. Fegrar grundir Ijós við Ijós, ljós er sundrar hrygðum. pekur^ lundinn rós við rós, rós fast bundin trygðum. Hringhenda. íslenzk Ijóð og listamál lýsa þjóðar snilli, sehi í óði yngdi sál íss og glóða milli. Adam porgrímsson. Hayland, Man. Haustbylur á íslandi. Hríðin sljófgar hlotið fér, hýðir móa-þakið, kvíða þróar, þrotið er þýða lóu kvakið. Vorið. Vorið náir lífið ljá, Iíknar tjáir dóminn — vetrardái vakin frá vermir smáu blómin. Hjálmar tröllatökum með tónum snjöllu beitti — ljóð ógölluð laga réð, letravöllinn skreytti. J. J. Anderson. Glenboro, Man. Útlendingur. Eg er blauður orðinn þræll og mun trauður gleyma. — Nú væri auður, vinur sæll, að vera snauður heima. (Niðurl. í næsta blaði.) Einar porgrímsson. Winnipeg, Man. Niðurl. í næsta blaði. Handsal. Taktu nú í mína “mund” mér svo réttu þína — þér eg lofa að stytta stund stundum — einhverntíma. — Ef við hefðum félags-fund fyrr en svört er “gríma”, vil eg þér á stundum stund stytta einhverntíma. J. E. Minneota, Minn. Þjóðrækni. Erindi flutt íslendingadaginn í Winnipeg, 5. ágúst 1919. Éerra forseti, háttv. tilheyrendur. Erindi þetta, er mér hefir verið úthlutað að flytja, er einskonar viðauki við skemtiskrá hátíðar- haldsins að þessu sinni. Sýnir það sig bezt á þvý, að því fylgir enginn sálmur. pað er minni, ósungið og kvæðislaust. Orsökin til þess að þessari ræðu er nú bætt við er sú, að forstöðu- nefnd hins nýmyndaða “pjóð- ræknisfélags” sendi þá áskorun til allra forstöðunefnda, er standa fyrir þjóðminningar hátíðahaldi á þessu sumri, viðsvegar um bygð- ir vorar hér í álfu, að þær léti flytja ræðu um þjóðrækni þjóð- minningardaginn, til þess að vekja athygli almennings á þessu nauð- synjamáli. Með þessu var þó eigi það áJit í Ijósi látið af nefndinni, að hinar ræðurnar, er jafnan og að sjálfsögðu eru fluttar, væru þessu sérstaka málefni óviðkom- andi, því hvorki eru þær það né geta verið. Hver íslendingadag- ur er að réttum skilningi þjóð- minningardagur, — dagurinn er ryfjar upp minningar um ætt- land vort, þjóð og sögu, safnar þeim saman og hvetur oss til að varðveita þær, og segja og gera söguna lengri. En hinsvegar er það satt, að vegna þess hvað minni þessi eru orðin að föstum og rótgrónum vana, er þeim síður eftirtekt veitt, hve góð sem eru, e'n áður var. pau eru, — og þér fyr- irgefið saklaust gaman, — eigi lengur só frjófgandi dögg, er fell- ur á vitsmunagæru þjóðarinnar, sem hergöngu tóku til sigurs og frama, heldur miklu fremur hús- leki, er vort háttprúða, skrautbúna fólk færir sig undan, til þess að vökna ekki um höfuðið. Efni þessa erindis er þá það, að minna á eitt orð, er orðið hefir fyrir alveg einstöku mótlæti nú á síðari tíð, með því að úr því hef- ir verið gerður umskiftingur. — En svo voru þau börn nefnd í þjóðtrú íslands, sem töpuðu sínu sanna eðli, svo að engir vissu or- sök til, og var því þá kent um, að um barnið hefði verið skift og í þess stað látinn gamall og útlifað- ur álfur, er huldufólkið kýtti sam- an og brá yfir gervi burtu numda barnsins, til þess að komast hjá gamalmenna framfærslu. Hvað hæft er í þeirri trú, skal ósagt, en þó eru margir er standa á því fast» að umskiftingar séu til og þeir hafi sjálfir séð þá og komist í kynni við þá. En þetta orð, sem vér vildum minna yður á, er orðfð “þjóðrækni”. pað er eitt af hinum yngri börnum íslenzkunnar og finst ekki í fornu máli að sögn Guðbrandar okkar Vigfússonar. pað felur og í sér eitt af hinum yngri hugtökum vorum — hugtak er kvaddi til alveg sérstakra fram- kvæmda, — þegar íslenzku þjóð- inni lá mest á — sem gæfi það öll- um góðum ásetning djörfung og dug, — á fyrra hluta hinnar 19. aldar. Orðið er leitt af stofnin- um “þjóð”, en það skilja allir, og sögninni “að rækja”. En að rækja eitthvað, í fornu máli, var sama og leggja stund á það og vera minnugur á það. Orðið þýðir þá eiginlega að leggja stund á það er þjóðinni má vera til hagsældar og vera minnugur á það er verða má henni til sæmdar. pað er göfugt orð; það er norræn konungsdótt- ir, og þess vert að leysa það úr álfa höndum en vísa umskiftingn- um til baka á eigin hrepp. Orðið er myndað yfir húgtak, eða hugsjón, eða “verkavitran”, eins og höfuðskáld vort kemst að orði, og felur í sér lífstilgang full- kominn, svo að þar þarf engu við að bæta. Að lýsa þeim tilgangi tekur of langt mál, en benda má á dæmi, er skýra þann tilgang, og er þá helzt til að greina æfisögur vorra nýtustu og beztu manna. pó er æfi.eins sérstaks manns öðrum fremur svo, að engin skýrir lífstil- ganginn er felst í orðinú “þjðð- rækni” eins vel. En það er æfi- saga Jóns Sigurðssonar. Hann var ekki eingöngu minnugur á það,' sem þjóðínni horfði til hagsbóta, heldur jafnan og ávalt á það er verða mátti henni til sem mestrar sæmdar. Hann lagði stund á að efla hagsmuni hennar út á við og inn á við. Hann vann að því að vekja hjá henni þekkingu á sjálfrt sér og sögu sinni og æfi. — Nauð- synlegasta mentunarskilyrðið til þess að verða tekinn í mannatölu. Hann vann að því að afla henni sjálfstæðis svo hún fengi ráðið sér sjálf og verið sinn eigin gæfu- smiður. Hann vann að því að utvega henni frjálsa verzlun, sem var hið sama og fá henni myndug- leika til að fara með eigið fé. En samfara þessu leitaði hann sóma hennar í öllu, og fyrst og fremst með því sjálfur að sýna með eig- in framkomu og lífi, að hann vissi hvað sæmd var. Hann var tals- maður hennar, erindreki, út á meðal erlendra þjóða, sonur henn- ar; af honum hlaut henni að vaxa eður þverra virðing, af honum hlaut hún að verða dæmd. pað er á orðið, í þeirri merk- ingu, eins og Jón Sigurðsson út- skýrði það með æfi sinni, sem vér vildum benda, og svo hitt að það er ómaklegt að láta þá hugsjón, sem það felur í sér, glatast og gleymast, þótt vér séum hingað flutt, heldur að það sé miklu fremur sjálfsagt að vernda hana, helga sér hana og lifa henni, eftir því sem hver hefir máttinn til. petta er í fyrsta lagi stóra og mikla skyldan gagnvart sjálfum oss; í öðru lagi, skyldan gagnvart afkomendum vorum, og í þriðja lagi skyldan gagnvart kjörlandi voru og því þjóðfélagi, sem vér skipum. Auðvitað blandast engum hug- ur um það, að vér hér í þessari álfu getum eigi lagt stund á þjóð- rækni í sömu mynd og Jón Sig-' urðsson. I fyrsta lagi erum vér ekki menn til þess, í öðru lagi hag- ar öðruvísi til hér á meðal vor en á stóð fyrir honum, og í þriðja lagi eru viðfangsefnin önnur en þá voru. En hugsjónin er hin sama og við hana ber að leggja rækt. Að leggja stund á alt það, er verða má þjóð vorri til framfara, vera minn- ugir á alt er verða má henni til sæmdar; þessi viðfangsefni eru ævarandi, og endalaust verkefni öllum, svo eigi þurfa þeir að vinna upp aftur það, sem aðrir hafa |gert, hafi verið verið vel unnið, er stund vilja leggja á þjóðrækni. Hvorttveggja þetta má gera hvar sem búið er, og <getur það engum orðið til meins á einn eða neinn hátt. Til dæmis hér í þessu Iandi: Vér erum orðin óaðskiljanlegur hluti þessa þjóðfélags. Hvernig í ósköpunum gæti það orðið þessu þjóðfélagi til meins þótt vér legð- um stund á alt það er verða mætti fólki voru hér til framfara, og værum minnugir á alt það er verða mætti því til sæmdar ? Yrði ekki þjóðfélagið auðugra fyrir það? Eigi sízt ef vér værum vel minn- ugir á hið síðara. Að hverju er þjóðfélaginu prýði fremur en þeim, sem gæta sinnar sæmdar? — En nú kunna einhverjir að segja: þetta er alt með útlendu móti, og verður því ósamhljóða þjóðfélaginu hér — íslenzk þjóð- rækni. — Vér höfum ekki tíma til að fara út í það nú, hvað eiginlega felist í þessu, sem kallað er út- Ient. En útleggingu einmælis- manna'á því neitum vér gersam- lega. Eiginlega er ekkert útlent af því sem í heiminum er, svo lengi sem ríkin eða löndin eru nokkur hluti heimsins, eða þá, að alt er útlent á hverjum þeim stað er það hefir ekki orðið til á. En að miða útlent eða innlent við stjórnar umráð, á einum tíma eða öðrum, er að miða það við alls ekki neitt. pví alt er hégómi und- ir sólinni, og þau eigi þá sízt. En við skulum segja að þetta sé að einhverju leyti útlent, getur þjóð- félaginu orðið mein að því? Er eigi aðfenginn auður jafnt auður sem sá heimafengni? Voru það ekki hugsjónirnar, vakningin, sem þeir urðu fyrir við utanferðir, for- feður vorir, er skópu hið marg- breytilega og furðulega mentalíf, er þróaðist hjá þjóðinni á sögu- og sagnfræðaöldinni, er komu þjóð- inni til að hugsa, leggja stund á listir og vísindi? Telur eigi enska þjóðin það stóran þátt í framfara- sögu sinni, hið útlenda líf, andlega og líkamlega, er til landsins flutt- ist með þangað komu Dana á 9. til 10. öld, með þangað komu Norð- manna frá - Normandi á lK^Id, með þangað komu Hugenotta/a 17. öld? Svo er og annað, að þjóðrækni vor hér hlýtur að verða mestmegn- is snertandi oss hér, og getur því eigi talist útlend. Vér erum bú- endur hér, eigum heima hér, erum því innlendir í hinum sanna skiln- ingi. pjóðrækni vor hér hlýtur að ganga út á það að draga oss saman, og ef vér erum trúiiy hug- takinu, sem felst í orðinu, þá líka að gera oss að jafn-betri mönnum en vér vorum annars. Og er það eigi þessu þjóðlífi til gagns og góðs ? Hún. hlýtur að ganga út á það að draga oss saman, nær hvert öðru, vegna þess að það er undirstaða undir vorri sameigin- legu heill. Við það vex kraftur vor og geta. A sundrung vex ekkert nema lítilmenska og rógur. En við það að mynda fastari heild þróast sú tilfinning, er kemur því til leiðar að hver finnur til með öðrum, og er þá það bræðrafélag myndað, er byggir á þjóðernisleg- um skyldleika, sameiginlegri sögu og tungu og frændsemi. pjóð- rækni vor hlýtur að ganga út á það, ef vér reynumst hugtakinu trú, að vernda og gæta vel sæmd- ar vorrar. En er vér höfum mynd- að sterka sameiginlega heild, varðveitir enginn eigiri sæm<í fyllilega nema hann gæti sæmdar heildarinnar um leið. Og þá ætti það að verða hugfast að enginn getur orðið stór, sæmdum hlaðinn, á kostnað meðbræðranna. pó þetta kynni nú að leiða til þess, skulum vér segja, að vér gengjumst eigi upp við fagurgala, hrintum af oss kjassi og fleðuskap, krefðumst réttar vors sem menn, og þættumst engum skulda ölmusu fyrir það að fá að vera hér, verð- ur eigi séð að þjóðfélagið bíði néinn halla við það. pað þótti til forna betri einn liðsmaður en 10 þrælar. pótt það leiddi nú af þessu, að vér tækjum eigi með þökkum aðdróttunum frá fákunn- andi skríl, og sendum hnútur þær til baka; þótt vér legðum oss eigi til sem brúarviðú eða reiðingstorf, ofan í hvert forarsýkið, svo aðrir gætu gengið þar þurrum fótum yf- ir, þótt vér afsegðum að leggja til börn vor til þess að verða þræla og ambáttir — með haft um ökla og hring um háls — er eigi sjáan- legt að þetta þjóðfélag bíði neitt tjón við það. pótt vér vildum hafa hönd í bagga með hvaða stefnu þetta þjóðfélag tæki, hvaða framtíð það skapaði sér og oss, þá er það, ekki nema vor erfðaborinn réttur, því vér erum eigi bornir á- nauðugir, heldur frjálsir menn. (Niðurl. á 7. bls.) Heilsuleysið HAFÐI KOSTAÐ MEIRA EN TVÖ PÚSUND DOLLARA Ekkert gat hjálpað Mrs. Petherick anað en Tanlac. pyngdist um 26 pund. “Læknishjálpin hafði kostað fulla tvö þúsund dali síðastliðin tvö ár, og mér batnaði þó ekki lifandi vit- und fyr en eg fór að nota Tanlac, og eftir að hafa notað fáar flöskur var heilsa mín orðin eins góð og frekast varð ákosið,” sagði Mrs. Addie Petherick, sem heima á í Perryvale, Alberta, þegar hún var stödd í Owl Drug Store í Edmon- ton hérna á dögunum. “Kraftar mínir voru svo að segja að þrotum komnir,” bætti Mrs. Petherick við, “eg var hætt að geta int af hendi húsmóðurskyldur mínar og lcveið fyrir hverju atviki, sem eg þurfti að gera, hversu auð- velt, sem það í raun og veru var. Höfuðverkur ásótti mig tíðum og svefninn fór venjulegast út um þúfur nótt eftir nótt. Stundum svimaði mig svo gríðarléga, að mér fanst eg ætla að missa fótanna og alt hringsnerist fyrir augum mér. Eg var ekki orðin nema nítutíu og tvö pund á þyngd og öll sund sýnd- ust lokin. “Svo byrjaði eg einu sinni að ota þetta dásamlega töfralyf, Tan- lac, sem nú hefir orðið svo mörgum til blcssunar, og það get eg sagt með sanni, að umskiftin voru svo fljót, að óðar en eg var búin úr fyrstu flöskunni, var mér farið að líða langt um betu/, og eftir að (komið var á aðra flöskuna, var I heilsan orðin þannig, að matarlyst- in var orðin meiri en nokkru sinni áður, svefninn vær og draumlaus og höfuðverkurinn gersamlega úr sögunni. “Eg hefi þyngst um tuttugu og sex pund og nýt óblandinnar á- nægju við hin daglegu störf mín, og finn aldrei til þreytu. Og það er sannfæring mn, að Tanlac sé það bezta meðal, sem til er í veröldinni. Að minsta kosti var það eina með- alið, sem dugði til þess að ráða fram úr sjúkdómsvandræðum mín- um, bæði fljótt og vel.” Tanlac er selt í Liggets Drug Store í Winnipeg og fæst í flestum eða öllum lyfjabúðum út um land, og að minsta kosti geta allir iyf- salar útvegað það.—Adv. I /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.