Lögberg


Lögberg - 14.08.1919, Qupperneq 4

Lögberg - 14.08.1919, Qupperneq 4
JSls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST 1919 Gefið út hvem Fimtudag af Tht Col- umbia Pre»s, Ltd.jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAtSIMI: GARRY 41H ag 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Otanáskrift til blaðsina: THE tOLUMBIA PRE3S, Ltd., Box 3172. Wlnnipog, M»n- Utanáakrift ritstjórana: EDITOR LOCBERO, Bsx 3172 Winnipsg, Man. VERÐ BLAÐSINS: >2.00 um ári8. sA-27 Kemur að reikningsdeginum. Svo er það með alla skapaða hluti sem manni er trúað fyrir, eða sem maður hefir að láni, að það kemur að reikningsdeginum. — llegiiiuin þegar að maður verður að standa reikningsskap af gjörðum sínum og orðum, í einstaklings lífi sínu og sambúð sinni og við- skiftum við þá, sem maður'verður samferða í lífinu. Að undanförnu hafa kveðið við raddir í þjóðlífi þessa lands — umkvartanir sárar, og gremja út af því, að sumir menn í landinu not- uðu hina sérstaklega erfiðu tíma til þess að auðga sjálfa sig á kostnað þeirra mörgu, sem byrðarnar báru. Menn hafa kvartað sáran yfir miljónunum, sem þessir menn pressuðu út af þeim, sem stríð- ið var að gjöra fátækari, með því að setja okur- verð á vörur þær, sem þeir höfðu til sölu, og sem fólk gat ekki án verið. 1 sumum tilfellum hefir þessi áburður sannast, eins og til dæmis hjá Davis slátrunar og niðursuðufélaginu. En það hefir verið árang- urslaust að sanna slíkt, því stjórnin—það er að segja landstjórnin, hefir látið allar umkvartan- ir og allar sannanir eins og vind um eyrun þjóta. En nú hafa þessar raddir orðið svo sterkar, ekki að eins hér í Canada, heldur og í nærliggj- andi löndum, Bandaríkjunum og Bretlandi og víðar, að stjórnin sá sér ekki annað fært en að taka raddirnar heima hjá sér til greina, eins og stjórnirnar í hinum löndunum voru búnar að gera, og voru að gera. Svo að hún á síðasta þingi bjó til lög, sem skipa svo fyrir að nefnd manna skuli sett til þess að íhuga nákvæmlega iðnaðarástandið í landinu, og á sú nefnd að hafa nálega ótakmarkað vald í þeim málum. Þetta var nú gott og blessað, þó að það fvrirkomulag bæti líklega ekki fyrir ranglæti það í þessum efnum, sem orðið er. En það get- ur spornað við því að það eigi sér stað í fram- tíðinni, ef hér fylgir verulega hugur máli hjá stjórninni og svo hjá nefndinni. En af vanan- um er maður orðinn svo tortrygginn á alla slíka hluti. En það virðist sem í þetta skifti sé stjórn- inni alvara, því hún er auðsjáanlega að vanda valið í þessa nefnd, því formannsembættið í nefndinni hefir verið boðið Robson dómara. Manni, sem hefir getið sér orðstýr um alt land, fyrir að vera sjálfstæður í orði og áformi og segja hispurslaust meiningu sína, hver svo sem í hlut á. Og ef að Mr. Robson tekur þessari stöðu, sem allar líkur eru til að hann gjöri, þá er það sönnun þess að í veginn fyrir þessa nefnd hefir engin torfæra verið sett, til þess að varna henni að ná því marki, sem þjóðinni má að sem mestu gagni verða. Um annan mann er talað, sem einn af nefndarmönnunum, en það er lögfræðingurinn W. F. O’Connor, sá er sýndi bæði hugrekki og einurð í því að koma upp um suma af mönnum þeim, sem settu óhæfilega hátt verð á vörur sín- ar á meðan stríðið stóð yfir. Með nefnd manna, skipaðri mönnum eins cg þeim tveimur, sem að framan eru nefndir, til þess að athuga iðnaðarmálin í Canada, með að- stoð löggjafarvalds landsins og óskiftu fylgi fóiksins, má vænta að þeir sem gjöri tilraun til eða eru að misbjóða iðnaðarmálum landsins, verði krafðir reikningsskapar á gjörðum sínum. Leiðtoginn nýi. Ef til vill hafa menn beðið með meiri óþreyju eftir allsherjar þingi frjálslyndra manna í Canada, heldur en eftir nokkru öðru samkvæmi, sem haldið hefir verið hér í landi um mörg ár, og til þess bar aðallega tvent. Fyrst það að kjósa átti leiðtoga fyrir frjáls- lynda flokkinn í Canada í stað foringjans fallna, Sir Wilfrid Lauriers. Annað að þing þetta átti að verða til þess að sameina frjálslynda flokkinn aftur í eina heild til framsóknar og framfara undir merki irelsis og mannréttinda, til blessunar landi og lýð. En hvernig hefir þetta tekist? Þeirri spurningu skulum vér svara með því að segja fremur vel? A þessu þingi sátu málsmetandi menn frá öllum pörtum landsins, bæði úr hópi þeirra manna sem nefndu sig Laurie-menn, fyrir þá sök að þeir greiddu atkvæði með stefnu hans við síðustu kosningar, og eins úr hópi hinna, sem studdu Unionstjórnina til valda sökum hermálanna. Þingið fór friðsamlega og vinsamlega fram. Menn ræddu mál sín í bróðerni og sömdu stefnu- skrá sem allir er á þinginu voru komu sér sam- an um. Sum atriði í stefnuskránni mættu þó all mikilli mótspyrnu, þar á meðal sá kafli henn- ar sem fjallar um tollmálin, og virðist hann vera settur þar fremur til þess að reyna að þjóna tveimur lierrum, heldur en til þess að ráða því máli til happasælla lykta. En áform vort var að tala um leiðtogann nýja, William Lyon McKenzie King. Þann yngsta af fjórum sem í valinu voru fyrir leið- togastöðuna. Hinir voru Hon. W. S. Fielding, Hon. George P. Graham og D. D. McKenzie. Frá því að byrjað var að greiða atkvæði og þar til því var lokið var auðsætt að valið var á milli þeirra tveggja McKenzie King og Hon. W. S. Fielding og var McKenzie King kosinn við þriðju atkvæðagreiðslu með 38 atkvæðum um- fram Mr. Fielding. Mh. McKenzie King er maður ungur, að eins 45 ára gamall. En þó aldurinn sé ekki hærri hefir hann samt fengist allmikið við opin- ber mál, eins og æfiágrip hans ber með sér, sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu. Hann er því maður með víðtæka þekkingu í landsmálum, hefir notið ágætrar mentunar og hefir reynzlu nokkra í stjórnmálum, undir leiðsögn Sir Wil- fvid Lauriers. Og þó að maður geti ekki enn sem komið er sagt um það, hvernig að honum muni takast að leiða og vinna tiltrú frjálslyndra manna í Can- ada, þá er eitt víst, að hann hefir til þess skil- yrði flestum öðrum mönnum fremur er vér þekkjum og við stjórnmál fást. Því er náttúrlega ekki að leyna, að það er erfiðara að taka við þessari stöðu nú, heldur en það hefir nokkurn tíma áður verið. Flokk- urinn sem hann tekur við er að meira eða minna leyti í ntolum. Hugsun fólks yfirleitt æst og vart í jafnvægi og öll viðfangsefni miklu erfið- ari en verið hefir, og þarf því afburða hæfileika til þess að geta náð því takmarki, sem sá er tekur að sér slíkt embætti hlýtur að vilja ná. Vér vitum ekki hvort nýi leiðtoginn getur yfirstígið alla þá erfiðleika. Vér vitum ekki hvort honum tekst að sameina þá menn og þá parta frjálslynda flokksins í Canada, sem stað- ið hafa á öndverðum meið nú upp á síðkastið. Vér vitum það ekki en vér vonum það. — Von- um það af því að missætt sú sem átt hefir sér stað er sprottin af misskilningi — misskilningi á sönnu frelsi og rétti manna til þess að beita áhrifum sínum og atkvæði eins og þeim réttast þykir—beita þeim á móti leiðtoga sínum í þeim málum, sem þeim finst hann fari rangt með. — Ef að það er álitin synd að greiða atkvæði í mál- um eftir dómgreind sjálfs sín, þótt að hún stund- um komi í bága við stefnu leiðtogans, þá er einstaklingurinn gjörður að ófrjálsri skepnu, sem verður að lúta vilja síns pólitíska herra og hlýða honum — þá er frelsi og frjálsræði manns- ins farið og flokkur sá sem vill byggja framtíð sína á iþeim grundvelli dauðadæmdur. Flokk sem bygður er á svoleiðis grundvelli lieldur hvorki William McKenzie King né held- ur nokkur annar maður saman. Ef að honum tekst að sameina flokkinn, sem vér vonum að verði, þá er það ekki á því liðna, heldur á drengi- legri heitstrenging leiðtogans sjálfs og allra þeirra sem frelsi og framförum unna, um það að gjöra framtíðina frjálsa. Og framtíðin lofar miklu í sambandi við þenna nýkosna leiðtoga. Manninn, sem að Sir Wilfrid hafði svo mikið uppáhald á og vildi, að því er sagt er, sjá að yrði eftirmaður sinn. Sir Wilfrid unni Canada, og vér erum sannfærðir um að hann hefði ekki viljað hvetja til þess að framtíðarörlög þess væru fengin í hendur þess rnanns, sem hann áliti ekki þeim kostum búinn að geta stefnt þeim inn á brautir frelsis og gæfu. Eitt er það mál, sem öðrum fremur krefst úrlausnar hér hjá oss, ekki síður heldur en á meðal annara þjóða, og það er verkamanna spursmálið. Það spursmál um samkomulag og skifting á auð og iðju er hjá oss, eins og í öllum löndum svo að segja aðal viðfangsefnið. 1 því máli er nýkosni leiðtoginn sérfræðingur, og að sögn, fremri öllum öðrum núlifandi Cdnada- mönnum. 0g ef að hann skyldi eiga það erindi í hið veglega sæti, sem hann hefir nú hlotið, að koma á sátt og samlyndi í landi voru í þeim efn- um, þá væri betur farið en heima setið. Um hæfileika Mr. King sem leiðtoga er enn ekki hægt mikið að segja, annað en það, að það scm hann hefir tekið sér fyrir hendur að gjöra, hvort heldur í sínum persónulega verkahring eða í opinberum málum, þá hefir honum hepn- ast það ágætlega vel. Og vonandi taka nú allir frjálshugsandi menn o^ konur saman höndum, til þess að honum megi takast sem bezt og sem fyrst að ráða gátáurnar þungu og spursmálin erfiðu, sem framundan þessari þjóð liggja. Gluggalaus hús. “ Opnið sálar alla glugga andans sólargeislum mót. Burt með drauga, burt með skugga, birtan hæfir frjálsri sjót.” Ilannes Hafstein. Eins og sjálf saga mannkynsins sannar bezt, þá var húsakynnum þjóðanna lengi fram cftir öldum, næsta ábótavant. Að vísu voru skálar forfeðra vorra stundum eigi all-litlir um- máls, sem og kom sér betur, þegar haldnar voru liinar veglegustu stórveizlur í fornum sið, er einkendu svo mjög tíðarandann. En þótt skálarnir rúmuðu oft og tíðum fjölmenni mikið, þá skorti þó eigi sjaldan nokk- uð á, að þeir mætti vistlegir kallast. Lítt var þar uin glugga, og birtan því oft takmörkuð, nema þá er kyntir voru langeldar í þeim tvenn- um tilgangi, að ylja og lýsa. — Eftir því sem sagan segir frá, mun Ólafur Noregskonungur hinn kyrri, hafa átt drýgstan þátt í því að endurbæta og fegra húsakynni Norðmanna. Fram að hans ríkisstjórnarárum voru gluggar að eins á þökum uppi, og iþeir bæði fáir og smáir. Fegurðartilfinning og listnæmi Norðmannakonungsins, fékk því til vegar kom- ið, að tekið var að setja glugga á veggi og prýða heimilin meir en áður hafði þekst. Ólafi 1 hafa fallið illa handraðahugsanirnar gömlu, og koma skoðanir hans í því sambandi hvergi skýr- ar í ljós, en í þessura alkunnu setningum, sem eftir honum eru hafðar: “ A dögum föður míns fálu menn gull sitt ok gersemar, en nú sé ek á hverjum yðar skína, þat er hann á.” Ekkert virðist hafa valdið ólafi konungi meiri skapraunar en það, að grafa svo fjár- sjóðu, að engum mætti að gagni koma. En þó eru til á tuttugustu öldinni hópar manna, er sýnast hugsa um fátt annað, en að safna í hand- raðann, hvað sem birtu eða útsýnisskilyrðum líður. Gluggalaus hús eru hættuleg mannlegri heilbrigði. Hið daglega líf mannanna þarfnast ohindraðs aðstreymis lofts og Ijóss. Mygla og saggi einkenna hin gluggalausu heimili og þar er alt af einhver að rotna lifandi, sem undir öðrum kringumstæðum hefði ef til vill átt fram undan langa, hamingjusama og gagnlega æfi. — Mann hálfvegis svimar þegar maður stígur fæti inn fyrir þröskuld slíkra heimila, í stað þess sem maður beinlínis læknast við að heimsækja hin, sem hafa marga, opna glugga, og sólskinið mæt- ir manni í hverum kyma og skín út úr hverju andliti. Úr því það er nú viðurkent í eitt skifti fyrir öll, að gluggarnir séu óumflýjanlegt Iífsskilyrði heilsu manna og líkamlegri vellíðan, hvort mun þá eigi líklegt að hið sama gildi um hin andlegu þroskaskilyrði? Finst mönnum sennilegt að andinn geti not- ið sín í myglulofti? Er þörfin á mörgum, opnum gluggum nokkursstaðar brýnni en einmitt þar? fslenzka þjóðin hefir yfirleitt verið bjart- sýn og ljóselsk, og þess vegna hafa engar hörm- ungar getað komið henni á kné. Einn þeirra manna, sem eftirminnilegast hefir kveðið ljósástina inn í fslendinga í seinni tíð, er Ilannes Hafstein. Honuin hefir ávalt verið meinilla við gluggalaus lnís, og hann hefir aldrei skriðið í felur með þær skoðanir. — And- lega víðsýnið hefir verið honum lífsskilyrði, og þess vegna lætur hann ekkert tækifæri ónotað til þess að skora á þjóðina að opna alla glugga sálarinnar, mót sólargeislum andans. Annars er það næstum yfirnáttúrlegt, hve l.jósástin í íslendings eðlinu birtist í mörgum, ólíkum myndum, þótt hugarmyglunni hafi því miður eigi ávalt verið vísað á dyr. Þegar eg var kornungur drengur, heyrði eg l’ólk alment hlægja að sögunni um íslenzku kon- una, sem var að reyna að bera sólskin í svunt- unni sinni inn í húsið, og sjálfsagt hefi eg þá hlegið líka. En nú finst mér sagan alt annað en hlægileg. Það hefir verið ef til vill óendan- lega myrkt kringum blessaða konuna, — húsið iíklegast gluggalaust með öllu. Ljósþráin hefir verið henni ómótstæðileg ástríða, en lýsingar- tækin aftur á móti svo dæmalaust takmörkuð, og þess vegna hefir sagan hlotið svona skríti- legt form. — E. P. J. íslendingadagurinn í Winnipeg. Hann var haldinn eíns og til stóð 5. þ. m. Veður var gott fyrri hluta dagsins, en syrti að upp úr hádeginu og gjörði dálitla skúr rétt eftir að ræðuhöldin byrjuðu. Aðsókn að deginum var góð, þrátt fyrir það þótt þríheilagt væri dagana á undan—bæði vel sóttur af Winnipeg-íslendingum og svo all- margt af gestum frá Nýja íslandi og Argyle. Frá því að skemtigarðurinn var opnaður og þar til kl. 4 e. h. fóru fram allskonar leikir. En klukkan 4 byrjuðu ræðuhöldin og var þá ætlast til að öllum leikjum væri lokið. En það var þó ekki. Hefir ekki verið nú í mörg ár. Stundvíslega kl. 4 setti forseti dagsins, J. J. Vopni samkomuna með vel við eigandi ræðu, og að því búnu var minni flutt í óbundnu máli af Gunnari B. Björnssyni ritstjóra í Minneota— minni Islands, og verður sú ræða birt í næsta blaði. Fyrir minni Canada talaði Capt. Sig- tryggur Jónasson og var það fróðlegt erindi, sem verður væntanlega birt í Lögbergi síðar. Fyrir minni Vestur-íslendinga talaði séra K. K. Ólafsson frá Mountain, og vonast Lögberg eftir að fá þá ræðu til brtingar. Og fyrir minni Þjóð- ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi mælti séra Rögnvaldur Pétursson, og er sú ræða birt í þessu blaði. Allar voru ræður þessar vandaðar og margt í þeim mikið vel sagt. En fólk naut þeirra ekki sem skyldi, bæði sökum þess að rétt eftir að fyrsti ræðumaðurinn var byrjaður tók að rigna, og eins sökum þess að, meðan á ræðuhöldunum stóð, fóru fram leikir rétt á bak við ræðupallinn, sem dró athygli fólks frá ræðumönnunum og gerði þeim erfiðara fyrir. Þetta er óregla sem þarf að lagast. Og meira en lítil ókurteisi sýn- ist það vera að bjóða mönnum úr öðrum löndum og fjarlægum héruðum til þess að flytja ræður á Íslendingadaginn hjá okkur, og sýna þeim svo ekki svo mikla kurteisi að þeir fái að njóta næðis til þess að flytja mál sitt. Eitt er það sem vér söknuðnm, sem ætti að vera á hverri einustu þjóðhátíð sem haldin er vor á meðal, en það er íslenzkur söngflokkur, sem svngi íslenzka ættjarðarsöngva. Gjörir það hátíðina miklu tilkomumeiri og aðgengi- legri en ella. Að vísu var lúðraflokkur þarna á staðnum og bætti það nokkuð úr. Tvö ný kvæði voru ort, fyrir hátíð þessa— minni Jslands og minin Vestur-lslendinga og birtast þau bæði hér í blaðinú. Sparsemi mótar manngildið Nafnkunnur vinnuveitandl sagCi fyrir skömmu: "Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss I dag, eru þeir, sern spara peninga reglulega. Einbeitt stefnufesta, og heilbrigöur metnaöur lýsir sér I öllum störfum þeirra. • þeir eru mennirnir, sem stöðugt hækka I tigninni, <>g þeir eiga sjaldnast á, hættu aö missa vinnuna, þðtt atvinnu- deyfð komi meö köflum." THE DOMINION BANK Notrc Uuue Urancb—W. II. HAMII/TON, Manager. Selkirk Brancli—F. J. MANNING, Manager. ÍiHI IU!IH!!H!I!!I l!ll!HIIIHI!!HII!!l IIHIII IIIHÍ. The Royal Bank of Canada Höfuöstóll löggiitur $25.000,000 Varasjööur.. $16,400,000 Forseti ... Vara-forseti Aðal- ráðsinaðiir Allskonar bankastörf afgreidd. Höfuöstöll greiddur $16,100,000 Total Assets over. . $460,000,000 | Sir IIEKBERT S. HOLT E. Jj. PEASE . - C. E NEIL/Ii ■ Vér byrjum relkninga viö einstaklinga g eöa íélög og sanngjarnir skllmálar veittir. Avlsanir seldar tll hvaöe staöar sem er A Islandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrJóöslnnlöKura, B sem byrja má meÖ 1 doliar. Rentur lagöar viö A hverjum ( mAnuöum. jg WINNIPEG (West End) BRANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. O’Hara Manager. B IIIHIIHIIIIHIII IIIHIIIHIIHUIII IIIHIII laji Minni Islands. Flutt að Gimli 2. ágúst 1919 af Klemens Jónassyni frá Selkirk. Herrar mínir og frúr! Mér hefir hlotnast það hlutverk að biðja yður að hrópa með mér húrra fyrir íslandi í dag. .. En “íslands óhamingju verður alt að vopni!” Og það er eitt af óham- ingju íslands að eg á að mæla fyr- ir minni þess í dag. pað stendur öðruvísi á með Is- land í dag, en verið hefir á undan- förnum íslendingadögum. Kring- umstæðurnar eru aðrar nú, en verið hafa um langan tíma áður, bjartari og betri. Okkur er sagt að ísland sé frjálst og fullvalda ríki, og fögnuður vor yfir því er svo mikill að við dirfumst ekki að rengja þá sögu, þó oss að öllu leyti sé það ekki ljóst að Island sé nú alfrjálst og fullveðja. Eg las í gær ritgjörð í Heims- kringlu, sem tekin var upp úr ís- lenzku blaði, en það blað tók eftir öðru blaði, sem gefið er út suður á Cuba. Upphafið á niðurlagi þeirrar greinar hljóðar svo: “Vér samgleðjumst íslandi, hinni frjálsu þjóð, sem ekki þekkir bölvun kúgunarinnar.” Vafa- laust hefði það, sem eg segi hér í dag, orðið alt öðru vísi, hefði eg ekki rekið augun í þetta. Svo ísland þekkir þá ekki bölvun kúgunarinnar. Hvernig lízt ykkur á hinum eldri, sem heima hafið átt á fslandi og hrökluðust þaðan burt fyrir óstjórn og kúgun? En hvað sem því líður skulum við öll gleðja oss yfir því, að fs- land er nú frjálst og fullvalda. Samt dylst oss það ekki að Fjall- konan gengur enn með hlekk um fótinn, en sá hlekkur er orðinn rvðbrunninn og gamall og brestur því kannske fyr en nokkurn varir. Með þetta fyrir augunum get eg ekki stilt mig um að minnast á í fáum orðum hörmungasögu ís- lands. Hún að minsta kosti kennir manni tvent fyrst. pað, að íslenzka þjóðin þekkir bölvun kúgunarinnar, og hvergi lærir maður betur en þar að þekkja hvað mikið var í íslenzku þjóðina spunnið. Eg veit að þetta er ó- geðfelt. Eg skal því flýta mér eins mikið og eg get, aðeins minn- ast á fáa viðburði og rétt koma við á hæstu tindunum og stökkva svo langar leíðir á milli. “Snemma byrja barna mein,” segir hið fornkveðna. ísland var heldur ekki gamalt, þegar útlent vald reyndi að ná haldi á því. Haraldur hárfagri, sem fyrstur var einvaldskonungur í Noregi reyndi að svæla undir sig ísland, og sendi Una son Garðars, þess sem fann ísland, til þess að reyna að koma því undir veldi sitt, og lofaði honum (Una) að gera hann að jarli yfir landinu. En íslend- ingar flæmdu hann úr einum stað í annan, þegar þeir komust að því hvað til stóð, og loks var hann drepinn. Einvaldskonungar í Noregi voru svo öðru hvoru að gjöra tilraun til að festa járnkló einveldisins í íslandi, og íslendingar urðu altaf að standa á verði fyrir frelsi sínu. Lakast var hvað illa þeir stóðu að vígi. peir urðu altaf að smeygja fram af sér kröfunum með mestu lempni og jafnvel auðmýkt; gátu ekki neitað blátt áfram og ein- dregið. petta gjörði afstaða land- anna fslands og Noregs. íslend- ingar sóttu til Noregs hér um bil alt, sem þeir þurftu að sækja til annara landa. pangað sóttu þeir meiri part verzlunar sinnar og oft sátu stórir hópar af fslendingumj í Noregi yfir lengri eða skemmri tíma. par áttu þeir frændur og vini. í einu orði að segja, tengdir landanna voru svo nánar að ís- lendingar voru neyddir til að koma sér vel við konginn. Af þessu leiddi að þeir urðu að smeygja fram af sér kröfunum með mestu hógværð og gæta hinnar fyllstu stillingar. Og til að sannfærast um að þetta sé rétt ályktað, þurfið þið ekkert annað en fletta upp Heimskringlu Snorra og lesa um viðskifti ólafs Helga og íslend- inga, þegar ólafur sendi pórarinn Nefjólfsson með kveðju Guðs og sína og þann böggul með “at hann vill vera yðarr dróttinn ef þér vilit vera hans þegnar”. Og gleymið ekki að lesa hina hógværu snildar ræðu spekingsins Einars Eyjólfssonar. En nú skal fara fljótt yfir sögu. Ásókn þessi hélt áfram með lengra eða skemra millibili. Byrj- aði á landnámsöld og endaði 1262, þegar Fjallkonan festi fót sinn í snörunni. pað ár var sáttmáli gjörður milli íslendinga og Hákon- ar konungs gamla og Magnúsar sonar hans, og upp frá því herr- ans ári hafa íslendingar þekt bölvun kúgunarinnar, og alt af var fjölgað kröfunum og hert á ófrelsisböndunum. Verzlunarkúg- un og stjórnarfarslegt ófrelsi hélst í hendur, og ,ofan á þetta bættust svo drepsóttir, eldgos og harðindi. Bölvun kúgunarinnar lá eins og martröð yfir landinu. Og hverjar urðu svo afleiðing- arnar? Fólkinu fækkaði, sigling- ar minkuðu ár frá ári, þar til þær lögðust með öllu niður, og í einu orði að segja andlegar og líkamleg- ar framfarir lögðust í dá. pær lögðust í dá, en þær dóu ekki. Og þessi stjórnarfarslega ófreskja varð fullþroskuð í Kópavogi 1662, þegar Friðriki þriðja Danakon- i ungi af guðs náð, var svarið óskorað einveldi. pað er óhappa- tala fyrir ísland 62. Og nú skal eg enn stökkva langan veg og stöðvast við árið 1783. Við það ár og árin þar á eftir er vafalaust bundinn sú allra átakanlegasta raunasaga íslendinga. pað má segja að þá hafi hörmungar ls- lands náð hámarki sínu. Eg á hér við Skaptárelda, eiðubruna- harðindin, eins og eg heyrði þau altaf kölluð í mínu ungdæmi. pað sem þá gekk yfir ísland verður ekki með orðum lýst. pað var eins og hin kalda, samvizkulausa nátt- úra hefði ráðið það með sér að- taka höndum saman með bölvun kúgunarinnar og kreista lífið úr öllu, sem lifandi var á íslandi, mönnum og skepnum. pað mátti svo að orði kveða að alt ísland væri ein öskuhrúga og glóandi gjall, og ofan á þetta bættust svo hin voðalegustu vetrarharðindi svo menn vita naumast önnur meiri. Og hverjar urðu svo af- leiðingarnar? Sauðfé féll í hundruðum þúsunda, hestar og nautpeningur í tugum þúsunda og fólkið féll. Jæja, það var þó bara í einingum þúsunda. Hagarnir voru hvítir af hordauðum kinda- beinum, hrossabeinum og naut- gripabeinum, og kirkjugarðarnir ætluðu ekki að rúma hordauð lík. pað er talið að 9,000 manns hafi fallið, sem var meira en fimti partur allra íslendinga, því að eins lifðu eftir um þrjátiu og átta þús- undir. pað sýnist ekki eiga við að vera að ryfja þetta upp nú, á frelsis og fullveldis hátíð lslendinga. Eg skal játa að það er raunalegt. En til hvers er eg þá að því? Vegna þess, að hvergi verður íslenzka þjóðin eins stór eins og á tímum neyðar og hörmunga. pað að hún skyldi lifa þetta af og ekki strá- falla hvert einasta mannsbarn, það eitfc út af fyrir sig gjörir hana stóra. Maður getur ekki annað en dáðst að þeirri karlmensku, því fádæma þreki og þrautsegju, sem þar kemur fram og fleytir þjóðinni lifandi í gegnum þetta dauðans haf. Hvergi sér maður betur en á þessu tímabili, hversu óendanlega miklum ósköpum af andlegum og líkamlegum hæfileikum guð ak-

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.