Lögberg - 14.08.1919, Page 6

Lögberg - 14.08.1919, Page 6
8's. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. ÁGÚST 1919 Lambarekstur i nn. Niðurl. Bjarni og Helga vöknuðu snemma morguninn eftir. Helzt vildu þau fá að fara í sparifötin, og ■flkarta sem mest, en þó varð það úr að þau létu öér nægja sunnudagafötin. Verst gekk með matarlystina; ferðahugurinn var svo mikill að þau fengust ekki til að borða neitt. Seinast var farið með nesti, til þess að þau örmögnuðust ekki um daginn. Hegar út á hlaðið kom, var veður hið feg- ursta: heiðríkt og glaða sólskin; sóleyjarnar böð- uðu sig í sólskininu, og fíflarnir gerðu sig svo stóra sem þeir gátu og sögðu við sólina: “Við vonum þú takir eftir okkur, drengjunum þínum.” Og sólin kysti þá alla saman, og sóleyjarnar líka, dætur sínar. Hrossin voru komin í hlaðið: Þar var Jarpur með söðli mömmu handa Helgu, Brana með hnakknum hans föður þeirra, Gutti bróðir var bú- inn að leggja á Skjóna pa'bba handa sér, og litla Grána — þarna stóð hún með hnakknum hans Jóns í Kotinu handa Bjarna, og búið að stytta ístöðin svo að þau náðu rétt ofan fyrir hnakkskinnin. Svo var Helga sett í söðulinn, og var þrí- hyrna bundin til vara milli stuðlanna yfir kjöltu hennar. Helgu þótti það nú reyndar leitt, og setti upp fýlusvip sem snöggvast, en það var ekki lengi; það varð nú svo að vera, af því hún var ekki nema á 8. árinu, og alt var tilvinnandi til þess að fá að reka lömbin. Svo var Bjarna kastað á bak; hann setti fæturna í ístöðin og sat kertur; það þurfti ekki að binda hann — hann, sem var á 9. árinu. Svo kystu þau mömmu og fóru af stað. Mamma og vinnukonan horfðu brosandi á eftir hópnum þegar hann reið úr hlaði, og alt þangað til liann hvarf á þéttingsbro'kki suður fyrir Stekkjar- melinn. Þá fóru þær inn til búverka. Þegar á stekkinn kom, lágu nærri því öll lömbin í kringum h#nn. Þau voru búin að jarma sig móð. En óðara en fólkið kom, þutu þau öll upp jarmandi. Piltarnir fóru nú af baki, og svip- uðust, í kringum stekkinn og köstuðu tölu á lömb- in. Þau voru þar öll saman. Svo var haldið af stað. En það ætlaði ekki að ganga svo greitt að komast það. Lömbin vildu ekki frá stekknum. Bjarni varð að teyma hestana piltanna, en þeir ráku lömbin. Gutti gerði stóra smelli með svip- unni sinni, háa eins og byssuskot, og hrukku lömb- in undan þeim eins og fjaðrafok áfram; svo tókst. að koma þeim áleiðis. ' Svona gekk þetta fram hálsinn; þar bættust í hópinn tveir piltar um fermingu með eitthvað 30 til 40 lömb. Var svo haldið áfram yfir hálsinn fram á Jllagilsmó. Þá voru lönubin orðin svo löt og þreytt, að það mátti til að hvíla þau. Þau lögð- ust í hrúgum til aÖ hvíla sig. Svo var haldið af stað aftur suður yfir Illa- gil. Bar ekkert til tíðinda annað en Helga fór ekki á bak fyr en komið var suður yfir gilið. Það var farið langt fyrir ofan Bolaklif, ogsvo sigið í hægð- um sínum með lömbin frani Bugana, og svo var komið fram að Lambá. Það var ósköp fallegt þar frémra, fjöllin orð- in lág, og lyng og hrís í brekkunum, en áin suðaði í djúpu klettagili fyrir neðan. Fram til fjalla sást hvít jökulkúpa, og bar hana við himin. Bjarni og Helga sáu margt nýtt, og spurðu um alla hlutT, og fengu góð svör og greið um flest. En fastast var það þó í Helgu að biðja um að fá að fara fram á dal í sumar til berja, því að þarna var berja- landið fagurt og álitlegt. Lambá var í talsverðum vexti, svo að eigi var hættandi á að reka lömbin í hana eins og hún var, kolmórauð og fossandi. Klettur einn gekk faÁt fram að ánni á einum stað, og varð þar kriki við ána. Þangað voru lömbin hnept, og svo farið að búast til að koma þeim yfir um. Gutti stóð f mitt læri í miðri ánni með battinn aftan á hnakkanum, og spyrnti við straumnum. Svo tók faðir hans eitt og eitt lamb úr hópnum, tók annari hendi fram- an undir bringuna en hinni aftan undir lærin og henti þeim til Gutta. En hann tók jafnharðan á móti,.henti þau á lofti með svipuðu taki, og snar- aði þeim upp á bakkann hinumegin. Náðu flest Iömbin á þurt, en sum lentu í flæðarmálinu, og hoppuðu svo upp á þurt land. Gekk þetta bæði fljótt og vel. Bjarni og Helga stóðu fyrir með hinum drengjunum og gengu vel fram, hoppuðu til beggja hliða og hottuðu á lömbin. Bjarni hafði hattinn sinn alveg eins og Guðjón bróðir hans. Loksins voru öll lömbin komin yfir um. Gutti fltökk upp úr ánni og sagði um leið: “Nú, það er óþarflega kalt í henni, árskömminni!” Og svo hljóp hann fram og aftur til að fá líf í fæturna á flér. Svo var gengið ögn frá ánni og sezt að í fallegri laut. Lörmbin fóru að dreifa sér um mó- ana sunnan við ána, og ráku upp jarma við og við. Nú var tekið til nestisins og farið að snæða. Syst- kinin litlu voru orðin dauðsvöpg, og höfðu beztu matarlyst. En svo fór þó að lokum að lystin þraut; leifarnar voru látnar niður aftur, hestamir sóttir og farið á bak. sem Gutti bróðir þurfti að draga þig yfir það eins Og svo var riðið sem aftók heim dalinn. En þegar til kom, þorði hvorugt þeirra að ríða Bola- klif —gatan var svo tæp, og það var svo skelfi- lega hátt þar ofan fyrir. Bjarai réð samt af að ganga með Gutta bróður, en þótti þó varlegra að láta leiða sig. Helga þorði ekki annað en láta föð- ur sinn bera sig, og lét aftur augun á meðan. Svo gekk alt slysalaust heim; reyndar rak Helga upp smáhljóð, þegar henni þótti heldur hart farið, en Jarpur gamli var stöðugur, .svo Helgu var alveg óhætt. Og svo þegar heim kom, stóð mamma bros- andi úti á hlaði, og tók á móti fólki sínu, fylgdi því inn og spurði tíðinda. Það var langur fréttalestur, og töluðu bæði oftast í einu. En svo þegar Bjarni kom með það að “Helga var svo hrædd, að pabbi þurfti að bera hana í poka yfir Bolaklif,” þá varð Helgu að orði: “Þér ferst að vera að skrökva, óhræsið þitt, þar og sleða — þá minkaði það, montið það í gær- kvöldi! ’ ’ En svo varð ekki meira sundurþykki úr því. Þau voru bæði þreytt, og fóru að sofa. En ef þau hittu jafnaldra sína á bæjunum í kring fyrst á eftir, var oftast spurt að þessu: “Hefir þú nokkurntíma fárið í lambarekstur?” Og ef þá kom “nei,” var haldið áfram hér um bil á þessa leið: “Þá áttu nokkuð eftir; eg fór í lambarekstur í vor,” og svo þurfti að segja alla sögu^a, eins og það gekk til. tfr “Lesbók”. Mána Tárin. Eftir Laurence Alma Tadema. Framh. “Selja hana systur mína!” endurtók Bud undrandi, og gleymdi nú öllum hirðsiðum. Kon- ungur sneri sér að Sis: “Þú færð helming ríkis m'íns og gimsteina, ef þú giftist syni mínum,” mælti hann. “Eg er alveg ókunnug syni yðar, herra,” stundi Sis upp með kjökurliljóði. “Hvernig get eg gifst án ástar?” Konungur varð hugsi um stund. “Hvað er ást?” spurði hann svo. “Eg hefi nú boðið þér hvern þann gimstein, sem til er í ríki mínu. Er ástin gimsteinn ykkar lands? Sé svo, skal eg senda menn mína að kaupa heilan skips- farm af ást, og þú skalt fá hann allan.” Bud og Sis þoldu nú ekki mátið, en ráku upp skellihlátur: “Það er ekki hægt að kaupa ást- ina,” sögðu þau. En konungur varð æfa reiður yfir því að börnin skyldu hlæja, því enginn hafði sést 'brosa í þessu konungsríki fyr. Konungur blés í hljóðpípu sína og verðir komu og settu börnin í dýflissu. Þar var kalt og dimt og að eins steinar til að sitja á. “Það vildi eg að við værum komin heim að hlóðunum hennar fóstru okkar,” tautaði Sis hálf- kjökrandi. “Víst er ilt að vera hér,” sagði Bud. Svo sátu þau þegjandi og hugsuðu um harma sína og það, hversu illa þau hefðu reynst konunni, sem elskaði þau svo innilega. Mánatárin gátu ekki hjálpað þeim út úr vandræðúnum núna, því nú var hvorki vatn né eldur til að breyta þeim. “Við gætum heldur ekki komist í burtu þó hægt væri að nota perlurnar,” sagði Sis. “Hér er engin smuga.” “Að minsta kosti skráargatið, og þar kæm- umst við út um, ef við gætum orðið kongulær,” ansaði Bud. y Já, en við erum ekki kongulær, bróðir góður.” 0g Sis fór nú að skæla fyrir alvöru, og Bud fór að þurka sér á erminni sinni líka.— VII. Þau höfðu nú setið þarna með sút um hríð. Þá heyrðu þau suðuhljóð, sem þau undruðust í fyrstu, en áttuðu sig þó fljótlega á. Tár hafði lent á perlumenið á hálsi Sis. “Nú skulum við verða að kongulóm,” sagði Bud. “Já, kongulóarhamur getur hjálpað O'kkur,” anzaði Sis. En Bud þuldi í ákafa: “Mánatár, mánatár, mændu enn í þúsund ár. Vatnið drekkir, glóðin gýs, gef mér það sem hjartað kýs. Mánatár, mánatár, mændu enn í þúsund ár.” Börnin fundu sig minka og sjá í myrkrinu mikið greinilegar en ella. Skráargatið leit út eins og gríðarstór gjá. Þangað skriðu þau og smugu út. Göngin, sem fyrir þeim blöstu, litu út eins og stór elfa. Samt tifuðu þau sínum átta fótum, en héldu sig samt sem næst veggnum. Þegar þau voru komin spöíkorn álei^Sis, sáu þau stóran hóp af tröllum, koma á móti sér: “Skríðum nú uppeftir þeim og látum þá bera okkur út,” hvíslaði Bud, og ýtti systur sinni á undan sér, upp eftir einum stígvélahælnum, sem þeim sýndist vera eins hár og hús. En “tröllin” voru varðmenn í liði konungs. Á meðan þeir fóru út, fikruðu systkinin sig fimlega upp eftir mann- inum, sem þau höfðu ráðist til uppgöngu á: “Hvað er að kitla mig á hálsinum,” sagði hann. En áður en stóra höndin hans hafði náð tökum á kongu- lónum, voru þær komnar upp á hattinn. Þegar mennirnir komu út í hallargarðinn, fauk hatturinn, og áður en eigandinn náði honum, voru kongulærnar komnar inn á milli tveggja ósléttra steina og hjúfruðu sig þar niður. Alt hafði þetta gengið eins og í sögu. En hér var hvorki eldur né vatn og því enginn kostur að hafa hamskifti. Það var löng og erfið leið litlu kongulóarfótunum að leita uppi gosbrunninn í hallargarðinum. 1 það gekk heill dagur. Og dag- ur í mannheimum er langur tími hjá konguló. Sólin var að síga til viðar, þegar þau loks höfðu öðlast svöluvængi sína aftur. En samt gátu þau ekki verið í borginni, því þar sem kærleikur býr ekki, fær þreyttur vegfarandi aldrei livíld. Þau flugu því til skógarins og gistu í skjóli grænu blaðanna. Að mor'gni lögðu þau upp í ferðina löngu heim. Heim — milli hálsanna fögru, þar sem kyrlátar kindur dreifðu sér um grænar grund- ir. Heim í hjarðmannskotið látlausa, þar sem suð- andi ketill á hlóðum bauð gestina velkomna. Heim þangað sem kærleikurinn ríkti í hugum húsbænd- anna. Ferðin gekk seint. Jafnvel svöluvængir geta þreyzt. En sameiginleg þrá þeirra eftir sælunni, seiddi þau áfram. Niðurl. næst. Kolskör. Einu sinni voru auðug hjón. Þau áttu sér eina dóttur ibarna, fríða sýnum og einkar efnilega. Svo bar við, er stúlka þessi var 15 ára gömul, að móðir hennar varð snögglega veik; og er hún fann, að sér mundi ekki lengra lífs auðið, kallaði hún dóttur sína til sín og sagði.við hana: “Vertu ætíð góð og guðhrædd stúlka, elsku barnið mitt; þá mun Drottinn varðveita þig og önd mín mun líta til þín af himnum ofan og svífa yfir þér. Svo lokaði hún augunum og var þegar dáin. Stúlkan fór á hverjum degi út í kirkjugarð og grét á leiði móður sinnar; hún efndi líka loforð sitt og var ætíð góð og guðhrædd stúlka. Veturinn breiddi hvíta fannblæju yfir leiðið, en svo kom vorsólin og brá henni af aftur. Þá kvongaðist bóndi í annað sinn. Kona sú, er hann gekk að eiga, var ekkja, og átti tvær dætur af fyrra hjónabandi. Þær voru bjartar yfirlitum og bár- ust mikið á, en myrkar í skapi og meinlyndar. Enda var það enginn tímadagur fyrir bóndadótt- ur er þær komu þar á heimilið; hún fékk brátt að kenna á kaldlyndi þeirra, vesalings móðurleysing- inn. “Skárra er það stofustássið!” sögðu þær; “snáfaðu út í eldhús, ókindin þín; sá fær enginn mat, sem ekki nennir að vinna.” Þær klæddu hana úr fallegu fötunum, sem móðir hennar hafði gefið henni, og létu hana fara í gráan kjólgarm og klossa. Og svo skellihlógu þær að henni. “Aögur er hún mærin mikilláta í tignarskrúðanum!” sögðu þær og ráku hana fram í eldhús. Þarna varð hún nú að vinna baki brotnu við alt það versta, er fyrir féll, fara á fætur í dögun, kveykja upp eld, matselda og standa við þvotta. Og þéð var ekki einungis, að allri slitvinnu innan húss var slengt á hana, heldur reyndu stjúpsystur hennar þar að auki að skaprauna henni á allar lundir, hæddust að henni og stríddu henni í orði og verki. Þannig léku þær eigi allsjaldan þá list, að hella ertum og grjónum í öskuna, svo að vesalings stúlk- an varð að bogra við það tímunum saman að lína kornin upp aftur. Enda var hún úrvinda af þreytu á hverju kveldi; og ekki átti hún þá því láni að fagna að geta leitað hvíldar í rekkju sinni sem aðrir, heldur varð hún að láta fyrirberast í öskustónni. Var hún því löngum hrímug og tötra- lega búin, og kölluðu menn hana Kolskör. 'Svo bar við einn dag, er bóndi bjóst heiman til kaupstefnu, að hann kemur að máli við stjúp- dætur sínar og spyr, hvað hann eigi að færa þeim úr kaupstaðnum. “Fallegan skrúða”, segir önn- ur. “Perlur og gimsteina”, segir hin. “En hvað á eg að færa þér, Kolskör?” “Fyrstu hríslu, er nemur hatt þinn á heimleið”, sagði hún. Hann lofaði að gjöra sem þær beiddu. í borginni kaup- ir hann dýran klæðnað og skrautgripi handa stjúpdætrum sínum, og hverfur síðan him á leið. Verður honum þá gengið um þrönga skógargötu í fögrum lundi; þar rekur hann sig á hesligreín, er strauk af honum hattinn. Hann brýtur grein- ina og hefir með sér. Þegar hann kemur heim, gefur hann hverri það er ætlað var, stjúpdætrun- um skartið og Kolskör hesligreinina. Hún fer þegar með hana út í kirkjugarð og gróðursetur hana á leiði móður sinnar. Tárin streymdu af augum hennar niður á hrísluna. Enda þróaðist hún skjótt og varð að forkunnar fögru tré. Þris- var á dag vitjaði Kolskör leiðisins og baðst þar fyrir grátandi; kom þá jafnan lítill fugl fljúgandi og settist á tréð, og hvert sinn er Kolskör óskaði sér einhvers, færði fuglinn henni það óðara. Leið svo fram um hríð, að ekkert bar til tíð- inda. Þá var það eitt sinn að kongurinn bauð til stórrar veizlu og gjörði heyrum kunnugt, að allar fríðar meyjar í ríkinu skyldu koma saman í kongs- garði, að sonur sinn mætti velja sér brúðarefni meðal þeirra; skyldi veizlan standa þrjá daga. Stjúpsystur Kolskarar urðu allar á lofti, er þeim var leyft að fara til veizlunnar. Þær kölluðu á Kolskör og skipuðu henni að hjálpa sér að búa sig. “Greiddú hár og gljáðu skó, spenntu reirn á fót! Léttan stígum dansinn við kongsson í kvöld!” sögðu þær. Kolskör gjörði sem hún var beðin, en grét sáran yfir verkinu, því að hana langaði líka í kongsveizluna. Hún bað stjúpu sína með tárin í augunum að lofa sér að fara með systrunum. En kerling fussaði við bæn hennar: “Hvaða erindi skyldir þú eiga í kongsríki, kolskörin þín, sem átt ekki'nýtilega spjör í eigu þinni! Þú ætlar þó aldrei að dansa við kongssoninn í öskulörfunum þínum?” Kolskör var ekki af baki dottin fyrir þessi svör, heldur bað því betur. Loks sagðist stjúpa hennar skyldu lofa henni að fara ef hún tíndi fyrst eina skál af ertum upp úr öskunni og yrði búin að því innan tveggja stunda. Kerling stráði nú ertunum í öskuna, en Kolskör gekk fram í eldhúsdyrnar og kallaði út í garðinn:. “Tamdar dúfur, turtildúfur, allir fuglar loftsins! Komið og hjálpið Kolskör!” 1 sama bili komu tvær hvít- ar dúfur fljúgandi inn um eldhúsgluggann, því næst turtildúfur og loks svifu þar að allir fuglar loftsins og hópuðust um öskustóna. Kolskör kvað: “Tínið mér þær sem heilar eru: etið þær sem veilar eru!” Framh. IKisa. Það er oft sagt um kisu að hún sé bæði fölsk og ótrygg, en hvorugt er satt. Kattarættin er öll dul í skapi og ekki eins mannblendin og hundar og hestar. Það fylgir lfka með lifnaðarhætti kisu, næturferðum hennar og veiðiskap, að hún verður oft að íbeita kænsku og brögðum til að afla sér fangs. Hún er af þeirri orsök hyggin og hægfara* varfærin og aðgætin. Hún á auk þess marga óvini, bæði meðal hunda og manna, og hún er oft áreitt og illa leikin, og hundum otað á hana, þó hún hafi ekkert til saka unnið. Þetta skilur dýrið furðu vel, og man það ótrúlega lengi, því það fylgir ölL um, sem dulir eru í skapi, bæði mönnuin og dýrum, að vera langræknir og tortryggir. Þú myndir, sem vonlegt er, kalla þann mann hinn mesta lieimskingja, sem ætti allstaðar ills von, en væri þó svo einfaldur að trúa hverjum manni sem nýju neti, en þetta kallar þú lymsku og fals þegar kisa á í hlut. í þessu tilliti er kötturinn einmitt líjcur manninum, og oss er kannske í nöp við kisu, ein- mitt af því að hún er oss of lík, og af því vér sjá- um þessa lyndiseinkunn betur á henni en sjálfum oss. Það skilur líka köttinn og hundinn, að hund- urinn er auðbeygðari, og legst flatur fyrir fætur þrælmenninu, sem lemur hann. Þetta gerir kött- urinn alilrei. Eigi harnj ills von, og sjái ekki und- anfæri, þá ver hann sig af öllum kröftum meðan f jörið viust, og sýnir í því bæði þrek og hugprýði, að hann lætur ekki kúgast við hvaða ofurefli sem er að eiga. En ekki getur kötturinn við því gert, þó vér köllum það krimd og kattarnáttúru, þegar hann reynir að verja líf sitt eða frið, en dygð og hugprýði, þegar maðurinn gerir það. Eg hefi jafnvel heyrt greindan mann segja frá því með viðbjóði og undrun, að köttur reyndi til að læsa klónum í andlit á manni sem var að pína lífið úr honum, með því að hengja hann. Það var eins og honum h^fði þótt það lýsa meiri skynsemi, ef kisa hefði ráðist á flókahatt hans eða leðurskó. Það myndi og ekki þykja kyn, þótt sá maður væri nokk- uð seinn til vináttu, sem oftast ætti illu að mæta, og fáir sýndu blíðu eða ástsemi, en hjá kettinum er það kölluð ónáttúra og ótrygð. Það má og telja kettinum til gildis að liann annast mest sjálfan sig og sína liagi, og er eitt- hvert hið óáleitnasta dýr við aðra, og það jafnvel þó viltir kettir séu. Það er varla dæmi til, að köttur hafi leitað á mann eða tamin dýr að fyrra bragði, og því vill hann sjálfur hafa frið af öðrum. Af þessu gætu hundarnir lært mikið og mennirnir ekki síður. Eins og önnur dýr eru kettir mjög misjafnt langræknir við menn, því þeir hafa glögt skyn á því, í hverjum huga við þá er búið. Þétta sést bezt á því, að þeir þola börnum alt og gera þeim-örsjaldan mein, hvernig sem þau kreista og kremja þá. Þetta er af því, að kisa finnur til innir legrar vináttu hjá barninu þess á milli, og við- kvæmnari blíðu en hjá fullorðnum mönnum. Hér er því tortryggni hennar unnin, af því að hún veit að ekkert ilt býr undir því, þó að barnið sé nokkuð harðleikið, og það er margreynt, að þeim sem hafa hænt kisu að sér og hafa fengið fult traust henn- ar, hefir hún sýnt bæði fasta og langa trygð. Oft hefi eg raulað þetta við kisu mína: Margra hunda’ og manna dygð má sér aftur veita, en þegar eg glata þinni trygð þýðir ei neitt að leita. —“Lesbók”. \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.