Lögberg - 02.10.1919, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.10.1919, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FWTUDAGINN 2. OKTÓBER 1919 Minni Islands. Ræða, er Sigtryggur Jónasson flutti á íslendingadags-samkomu i Árborg, Manitoba, 2. ágúst 1919. Herra forseti! Heiðr. tilheyrendur! Nefndin, sem stendur fyrir ræðuhöldum o. s. frv., á samkomu þessari, fór þess á leit við mig upprunalega, að eg mælti hér fyr- ir minni Canada í dag; en svo stóð á, að forseti íslendingadags-sam- komu, er halda á í Winnipeg 5. þ. m., hafði áður beðið mig að mæla þar fyrir minni Canada, svo eg baðst undan því minni hér — kunni einhvern veginn ekki við, að flytja svo gott sem' sömu ræð- una á báðum stöðum — og fór því fram á, að mega mæla hér fyrir minni ættjarðarinnar gömlu ■— ís- lands. þessa ósk veitti nefndin mér góðfúslega, svo eg ætla nú að tala um “forna Frón” og bræður vora og systur þar. Áður en eg byrja á sjálfu ræðu- efninu, leyfi eg mér samt, í von um fulla fyrirgefning af hálfu forsetans og tilheyrenda, að minn- ast með nokkrum orðum á daginn þann í dag, 2. ágúst, sem tíðast hefir verið haldinn sem þjóðminn- ingardagur — íslendingadagur — á meðal vor Vestur-íslendinga. Eins og getið hefir verið um í ís- lenzku blöðunum í Winnipeg, í auglýsingum viðvíkjandi samkom- unni þar á þriðjudaginn kemur, þá hélt eg ræðu í Winnipeg 2. ágúst fyrir 30 árum síðan, nefnil. árið 1890 —það var fyrsti þjóð- minningardagur er Winnipeg-ls- lendingar héldu — en eg mun sak- laus af að hafa talað þar á 2. ág;úst samkomum síðan, og skal eg stutt- lega gera grein fyrir hvernig á þessu stendur: pað vakti fyrir Winnipeg-íslendingum, að halda 2. ágúst í minningu um stjórnar- bótina frá 1874. pað ár var þús- und ára afmæli íslands, þjóðhátíð mikil haldin í Reykjavík um mán- aða-mótin júlí og ágúst. Stjórn- arskráin er dagsett 5. janúar það sama ár. En, samkvæmt ákvæði í henni sjálfri, átti konungur að “gera ráðstafanir þær er með þurfti, til þess að henni yrði kom- ið fullkomlega í verk einhvern tíma á árinu 1875.” Stjórnarskrá- in frá 1874 er því hvorki dagsett né gekk í gildi 2. ágúst. Og ekk- ert markvért, í sambandi við stjórnarbótina skeði 2. ágúst 1874 annað en það, að messað var í dómkirkjunni í Reykjavík (2. ágúst bar þá upp á sunnudag) og stjórnarbótarinnar minst af stólnum. peir fáu Islendingar, sem þá áttu heima í Milwaukee, í Wisconsin-ríki komu þá og sam- an til guðsþjónustu til minningar um 1000 ára byggingu íslands, og var stjórnarbótarinnar vafalaust minst um leið. Með því að mörg- um íslendingum í Winnipeg var þetta Ijóst, og með því að landar vorir á íslandi héldu hvorki 2. ágúst né nokkurn annan dag ár- lega í minningu um stjórnarbót- ina frá 1874 — sökum óánægju með hana — þá fóru menn hér vestra, einkum Winnipeg-fslend- ingar, að ræða um það, hvort 2. ágúst væri ekki óheppilega valinn | dagur, og varð afleiðingin sú, að útgáfufélög blaðanna Lögbergs og Heimskringlu settu nefnd til þess að rannsaka málið og ákveða heppilegasta dag, er völ væri á, sem er fæðingardagur þjóðhetj-! unnar Jóns Sigurðssonar, með. hliðsjón af því, að eftir því sem i næst varð komist er 17. júní einnigj fæðingardagur íslenzku þjóðar- innar, þannig, að þá hófst alls- herjar ríki á íslandi er hið fyrsta j alþing var sett við Öxará, árið 930,; og nýlendumenn lýstu sig þar með 1 óháða, sjálfstæða þjóð. En svo j var þetta dags-val gert að pólitísku flokksmáli, og héldu sumir 2. j ágúst en sumir 17. júní um hríð, j þar til þeir er aðhyltust síðar-; nefndan dag hættu að ejga við nokkurt hátíðishald, sökum þess að þeim fanst það meSta ómynd, að Vestur-íslendingar væru að hafa tvo þjóðminningardaga á ári. Eg var í nefndinni, sem valdi 17. júní, og hef þess vegna engan þátt tekið í hátíðishaldi í Winnipeg 2. ágúst síðan sundrungin varð, En eg hef í 3 eða 4 skifti mælt fyrir minni 2. ágúst hér í Nýja-fslandi, þegar hörgull hefir verið á ræðu- HKEINN STROKKUR indsor Dairy M-adetn Canada THC CANADIAN SALT CO. UMITEO, mönnum — gert það af eintómri þægð, en ekki af því, að eg hafi breytt skoðan minni á vali dagsins. — íbúar Reykjavíkur — höfuðstað- ar íslands — héldu 17. júní hátíð- legan nú í sumar í minningu upi Jón Sigurðsson, og sjálfsagt stjórnarbótina nýju, sem gekk í gildi, að mér skilst, tveimur dög- um síðar (19. júní). Eitt Reykja- víkur-blaðið nefndi 17. júní happa- dag (í sambandi við nefnt hátíðis- hald), því stöðugar rigningar höfðu gengið í 6 vikur á undan, en þurt og gott veður þann dag. En lærdómurinn, sem fá má út úr því, er eg hefi rifjað upp um þetta efni, er sá, að tími er kominn til, að fs- lendingar austan hafs og vestan taki höndum saman um að velja sameiginlegan þjóðminningardag — íslendinginn í orðsins fylsta skilningi — og ætti alþingi að lög- helga hann sem almennan hátíðis- dag fyrir þjóðina. Mér er ekkert kappsmál, hvaða dagur valinn er, einungis að val hans sé bygt á skynsamlegum grundvelli og að allir íslendingar eignist og haldi sameiginlegan þjóðminningardag, hvar sem þeir eru í heiminum. Hin nýmynduðu þjóðræknis-félög ættu að taka þetta mál að sér og leiða það til heppilegra lykta. pá sný eg mér að aðalefninu, og byrja á því að segja, að það ber ýmislegt til þess, að það er sérlega ánægjulegt hlutverk að mæla fyr- ir minni íslands í þetta skifti. Skal eg nú gera grein fyrir hinu helzta, sem fyrir mér vakir í þessu tilliti. Fyrst ætla /eg þá að minnast á hinn merkilegasta atburð í sögu íslenzku þjóðarinnar, frá því hún stofnaði alþing hið forna við Öxará og á þann hátt gerðist óháð, sérstök þjáð, með einskonar lýð- j veldis stjórnar-fyrirkomulagi. Eg j á við þann merkis-atburð, að fyrir nokkrum vikum síðan varð ísland I aftur sjálfstætt, fullvalda ríki, I með sérstökum fána, algerlega j óháð danska ríkinu og stjórn þess. ! ísland hefir að vísu sama konung og Danmörk, en konungurinn stjórnar íslandi með sérstöku al- i íslenzku ráðaneyti, sem ber fulla ábyrgð fyrir alþingi á öllum at- j höfnum sínum. ísland er því j stjórnarfarslega jafn sjálfstætt j ríki og hin skandinavisku löndin, j Danmörk, Noregur og Svíþjóð, og ! hefir samkyns stjórnar-fyrirkomu- lag. Eini munurinn er sá, að kon- j ungurinn hefir ekki aðsetur sitt á j íslandi, heldur í Danmörku; en I það gerir minst til síðan síma- ! samband komst á milli landanna og gufuskipa-ferðir urðu eins tíð- ! ar og nú á sér stað. Stjórnar- j fyrirkomulagið á íslandi er því nú j það sem nefnist þingbundin kon- ungs-stjóm, og er það fyrirkomu- ! lag að mínu áliti eins heppilegt og j nokkurt annað, þegar því er fram- í fylgt á sama hátt og nú er í Dan- ’mörku, Noregi, Svíaríki og Stór- bretalandi. — Eg get varla með orðum lýst, hvað mér þótti vænt um að samningar tókust með fs- lendingum og Dönum um þessa mikilvægu breytingu á stjórnar- fyrirkomulagi íslands, á jafn bróð- urlegan hátt og raun varð á, og hve eindregin íslenzka þjóðin var með samningunum. Ef eg man rétt, þá voru níu tíundu allra greiddra atkvæða kjósenda með þeim. Auð- vitað má ætla, að einhverjir agnú- ar kunni að koma í ljós á samning- unum við notkun þeirra — þeir eru sjálfsagt, eins og öll, önnur mannaverk, að einhverju leyti ófullkomnir — en ef sama bróður- lega hugarþel verður ríkjandi í framtíðinni, eins og kom í ljós á meðan verið var að gera þá, er lítill vafi á, að auðvelt verður að laga þá agnúa. Auk þess gera samning- arnir sjálfir ráð fyrir, að þeim megi breyta að 25 árum liðnum. — Meðal annars er það afar mik- ils-varðandi atriði fyrir íslenzku þjóðina, að endi er nú bundinn á hina þreytandi og lamandi stjórn- mála-deilu, sem staðið hefir, svo að segja hvíldarlaust, milli hennar og Dana á nál. 80 ár. Nú getur íslenzka þjóðin, þing hennar og stjórn, snúið sér eindregið að inn- byrðis framfaramálum sínum, og eg vona bæði og óska, að framfar- irnar verði miklu hraðstígari hér eftir en að undanförnu, þótt þær óneitanlega hafi verið allmiklar í ýmsum efnum síðastl. 40 til 50 ár. — Eg óska og vona, að báðir máls- aðilar, íslendingar og Danir, haldi samninga sína trúlega og uppfylli þá í bróðurlegum anda. Eg óska og vona, að þessir samningar, sem eg vil nefna “Nýja sáttmála”, reynist betur en “Gamli sáttmáli” — samningur íslendinga við Há- kon Noregskonung 1264. Konung- ar Noregs héldu hann ekki, svo hann varð þjóðinni til ómetanlegs tjóns. í alvöru talað, er eg alls ekki hræddur um, að Danir gangi á samninga sína við íslendinga. Danska þjóðin stjórnar ^ér nú orð- ið sjálf, en býr ekki undir einveldi, eins og átti sér stað á þeim tímum sem íslendingar voru harðast leiknir undir danskri stjórn. Og með því að danska þjóðin er vel upplýst og frjálslynd, murídi hún aldrei leyfa stjórn sinni að rjúfa gerða samninga. Auk þess hafa Danir sjálfir orðið fyrir yfirgangi af sér voldugri þjóðum og sætt samningsrofum, svo þeir skilja vel hvað þessháttar þýðir. pað er ekki nema liðug hálf öld síðan að tvær miklu voldugri þjóðir — Prússar og Austurríkismenn — réðust í sameiningu á litlu Danmörk og rændu hana löndum. Mér hefir altaf verið í nöp við Prússann síð- an — hann var potturinn og pann- an að þeim ófriði, eins og oftar — og hef eg þó aldrei verið neinn Dana-dýrkari. En eg kann að meta dönsku þjóðina eins og hún verð- skuldar, og er sannfærður um, að hún þer einkar hlýjan hug til ís- lendinga, síðan hún fór verulega að kynnast þeim, en þau kynni byrjuðu með auknum samgöngum á síðari árum. — Eg endurtek það, ^vð mér þótti vænt um að þessir samningar tókust milli íslendinga og Dana, svo deila þeirra þurfti ekki að koma fyrir friðarþingið í Parísarborg. pað hefir nóg á sinni könnu þar fyrir utan. Málalokin sýna einnig, hve samningsfúsir og sammála Islendingar geta verið. Blessaður írinn ætti að taka þá sér til fyrirmyndar. Og ennfremur vildi eg mega láta þá skoðun mína í ljós, að eftirlátssemi Dana hafi nú þegar fært þeim sætan ávöxt. Eg á við það, að sanngirni Dana við íslendinga hafi verið hinum fyrri meðmæli hjá leiðtogum frið- arþingsins viðvíkjandi kröfum þeirra að fá aftur þann hluta Suður-Jótlands (Slesvík) er dansk- ir menn byggja, en sem Prússar rændu frá þeim í ófriðar-árásinni 1864, eins og eg hef áður drepið á. I öðru lagi er einmitt nú sér- staklega ánægjulegt að mæla fyr- ir minni íslands sökum þess, að aldrei áður á þeim hálfum fimta áratug, sem liðinn er síðan út- flutningur fólks hófst þaðan hing- að til Norður-Ameríku, höfum vér Vestur-íslendingar átt að fagna jafn hlýju og bróðurlegu hugar- þeli af hálfu bræðra vorra á gömlu ættjörðinni eins og nú. petta hugarþel kom sérstaklega í ljós við stofnun félags í Reykjavík, í vetur sem leið, til samvinnu við pjóðræknisfélag vor Vestur-ís- lendinga. par bundust flestir mætustu menn íslands í félag til þess að rétta oss bróðurhöndina. pað er sannarlega hressandi að lesa ræðurnar, sem haldnar voru við stofnun félagsins 7. apríl Ræður fluttu við þetta tækifæri þeir séra Sigurbjörn Á. Gíslason, Einar Hjörleifsson Kvaran, skáld, Guðmundur Finnbogason, prófes- sor, og Jón Helgason, biskup, og eru ræðurnar hver annari hlýlegri og sanngjarnari. pær birtust í Lögbergi 26. júní, og ættu allir Vestur-íslendingar að lesa þær, með sérstöku athygli. pær eru eins og Zephyr — suðvestanblær — eft- úr norðaustap nepju-golu, því lengi andaði hann kaldan frá íslandi til vor Vestur-íslendinga. En það ætti nú að vera gleymt og grafið. í þriðja lagi er ánægjulegt að mæla fyrir minni íslands einmitt nú vfegna þess, að hagur þjóðar- innar stendur betur en við mátti búast eftir hinn ný-afstaðna, hræðilega veraldar-ófrið. Fyrr á tímum lenti þjóðin íslenzka stund- um í algerðri sveltu og öðrum vandræðum, þegar ófriður var I Norðurálfunni, því siglingar til landsins teptust, svo fólkið gat hvorki fengið nauðsynjar sínar frá útlöndum, né komið afurðum lands ,og sjávar í viðunanlegt verð. pá var stjórn íslands — ef stjórn skyldi kalla—í 1500 mílna (enskra) fjarlægð (suðaustur í Kaupmannahöfn) og ýmist gat ekki eða hirti ekki um, að sjá land- inu fyrir nauðsynjum þess. pótt ísland væri ekki orðið fullvalda ríki þegar þessi síðasti ófriður hófst, þá var samt innlend ráð- gjafa-stjórn komin á laggirnar, og það gerði allan muninn. Stjórnin í Reykjavík tók sig ^il og leigði nokkur skip til flutninga milli ís- lands og útlanda, og skip hins þá nýstofnaða Eimskipafélags íslands (2 að tölu) hjálpuðu af alefli til hins sama. Og með því það kom brátt í ljós, að miklu hættuminna var að sigla til hafna í Norður- Ameríku, en til hafna i Norður- álfunni — hvað neðansjávar-morð- vargana þýzku snerti — og með því að skortur varð fljótt á nanð- synjum, einkum matvöru, í Norð- urálfunni, þá gengu þessi íslands skip mestmegnis vestur til “Vín- lands hins góða”, því þar var nóga þjörg að fá, og ísland ekki haft útundan, heldur var látið hafa sinn hlut ríflega. Hér í álfu reyndist og að vera markaður fyrir allmik- ið af íslenzkri vöru. — pótt mikil dýrtíð hafi verið á íslandi, bg sé enn, eins og annarsstaðar, síðan ófriðurinn hófst, þá hefir fólk ekki fallið þar úr harðrétti, eins og átt hefir sér stað í sumum löndum Norðurálfunnar á þessum undan- förnu hræðilegu ófriðarárum. ís- lenzkar afurðir seldust með afar- háu verði í útlöndum, sem hjálpaði til að vega á móti geipiverðinu á Stöðvarstjóri neyddur til að hætta. “Allir menn hérna megin Iínunn- ar eru að tala um heilsubót mína,” segir C. P. starfsmaður. “í hvert sinn er drengirnir komu og sáu mig aftur alheilan við vinnu m'ína, þá spurðu þeir í á- kefð hvað hefði komið mér til heiisu. Og eg svaraði þeim ávalt með þeim orðum, að það hefði Tanlac gert,” sagði A. E. Rawley, hinn nafnkunni ritsíma'stöðvar- stjóri við Canadian Pacific járn- brautina og heima á að Wesffield Beach, New Brunswick, þegar þetta góðkunna meðal barst á góma fyrir skömmu. “Heilsubótin hefir ekki ein- ungis fengið mér sjálfum undrun- ar, heldur og öllum sem töldu mig eiginlega úr sögunni. Og í raun og veru er heilsubótin líkari kraftaverki, en áhrifum náttúr- legra lyfja. Heilsa mín hafði farið smá- versnandi síðast liðin fjögur ár, og mun mega rekja fyrstu sporin til afar illkynjaðs magakvefs, er eg hafði fengið um þær mundir og aldrei sýndist ætla að losna við mig. Maginn fyltisf af sýru og gasólgu, sem oft og tíðum þrengdi svo að andholinu, að mér lá við köfnun. Sárpínandi stingur gerði vart við sig í brjóstinu og stundum fylgdi því svo mikil hugaræsing, að eg máske rauk upp úr rúminu um miðja nótt og þaut aftur á bak og áfram um gólfið í viltri geðs- hræringu. Sóttin elnaði dag frá degi, unz svo fór að lokum, að eg var fluttur á sjúkrahús. í fyrst- unni virfist mér ögn skána og vonin lifnaði af nýju í brjósti mér. En það var eigi nema um stundarfrið að ræða. önnur hríðin fylgdi bráðlega með margfalt meiri kvölum. Fram- an af var eg vanur að fá verstu köstin að eins einu sinni á mán- uði, svo fóru þau að verða hálfs- mánaðarleg, þar næst einu sinni í viku og loks annan hvorn klukku- tíma, eða því sem næst. Eg létt- ist um meira en fimtíu pund og varð neyddur til segja upp stöðu minni við ritsímann. Eg reyndi annnan spítala, en árangurinn varð engu betri, og á þeim þriðja fór alt á sömu leið. Mér versnaði við hvaða meðal sem eg reyndi, og að síðustu lagði eg gersamlega ár- ar í bát. Svo bar það"1,il dag nokkurn, að vinur minn einn sýndi mér aug- lýsingu í blaðinu um Tanlac; mér fór eins og druknandi manni, sem grípur í hálmstráið, að til síðustu reynslu ákvað eg að nota Tanlac. Eg hafði reynt þrjá spítala án á- rangurs, og má því geta nærri, hvort trú mln á þetta meðal hafi eigi verið fremur dauf. En mér og öllum öðrum til undrunar fór mér þegbr að batna, jafnvel áður en eg hafði lokið úr fyrstu flösk- unni. Maginn er nú orðinn stálhraust- ur og það stendur alvég á sama hvað eg læt ofan í hann, honum verður ekki meint af neinu. Nú hefi eg í alt notað átta flöskur af Tanlac og er orðinn eins frískur og þegar mér leið bezt áður. Eg hefi þyngst um tuttugu pund, vinn mína fyrri vinnu á hverjum degi án þess að finna til þreytu og held áfram að fitna og styrkjast jafnt og stöðugt. Alla þessa heilsubót á eg Tan- lac að þakka. pað er dásamleg- asta meðalið, sem eg hefi þekt á æfinni og eg mun blessa það eins lengi og eg lifi.” Tanlac er selt í flöskum og fæst í Ligget’s Drug Store, Winnipeg, og hjá lyfsölum út um land. Hafi þeir það ekki, við hendina, þá geta þeir að minsta kosti ávalt útvegað það.—Adv. aðfluttum vörum. Neðansjávar- skrímslin þýzku söktu að vísu nokkrum skipum, sem voru á leið. milli íslands og hafna í Norður- álfu, en þó það væri mjög bagalegt — auk nokkurs manntjóns —þá leið ísland tiltölulega minna tjón af þessum orsökum en sum önnur hlutlaus lönd, t. d. Noregur, sem misti yfir eina miljón smálesta (tons) í skipum og yfir eitt þús- und sjómenn af þeim. Atvinnuvegum íslands í heild sinni hefir allmikið farið fram síð- astliðna hálfa öld, en sérílagi síð- astlin 25 til 30 ár; en einkum er það þó sjávarútvegurinn, sem hef- ir aukist mjög og blómgast. Fyrir hálfri öld síðan áttu íslendingar aðeins eitt skip (seglskipið “Gránu” gömlu), sem gekk milli íslands og útlanda, og nokkur lítil þilskip (flest, ef ekki öll, mikið innan við 100 smálestir hvert), sem gengu til hákarlaveiða. Öll önnur skip, er gengu til fiskiveiða, voru opin skip — bátar og byttur —- og báru að eins fáeinar smálest- ir hvert. Nú eiga íslendingar all- mörg þilskip (seglskip), sem eru yfirleitt stærri og betur útbúin en gömlu hákarlaskipin, og stunda þau mestmegnis þorskveiðar. 1 þessu efni hafa íslendingar vafa- laust tekið útlenda “duggara” sér til fyrirmyndar, því aðrar þjóðir, einkum Frakkar, höfðu fjölda af þilskipum við veiðar meðfram ströndum landsins á 'hverju sumri. En auk þess eiga íslendingar nú nokkurn flota af gufuskipum er botnvörpungar (Trawlers) nefn- ast, sem veiða kola og aðrar fiski- tegundir, og flytja sjálf afla sinn til útlanda (mest til Englands) og selja þar, og virðist þessi veiði- @ðferð arðsamari en nokkur önnur, pessa veiði-aðferð tóku íslending- ar upp eftir Bretum, þótt landinn væri talsvert lengi að átta sig í því efni. Fyrst eftir að útlendir botnvörpungar fóru að koma til íslands, spiltu þeir mjög veiði landsmanna, með því að þeir stál- ust oft inn fyrir landhelgi á fiski- mið þeirra. Var mjög kvartað undan þessu, sem von var, og loks sendu Danir herskip til þess að halda í hemilinn á þessum yfir- gangs-seggjum og tókst það að nokkru leyti, en ekki til hlítar. Eg man vel eftir, að við umræðurnar í blöðunum út af botnvörpunga- yfirganginum stakk einhver upp á, að íslendingar tækju upp sömu veiði-aðferðina, og þótti sú tillaga mesta fjarstæða. En er fram Iiðu stundir áttuðu menn sig, og fram- takssamur maður nokkur reið á vaðið og keypti botnvörpung. Svo komu aðrir á eftir, eins og vant er. Auk þilskipa og botnvörpunga eiga íslendingar nú allmarga “mótor”- báta (Gasoline-báta), en þeir eru smáir, og hafa því miður ekki reynst eins vel og stærri skipin, einkum að því leyti að þeir hafa svo oft farist, og mannskaðar því orðið miklir af þeim. En í staðinn fyrir “Gránu” gömlu eiga íslend- ingar nú tvö allstór gufuskip (Gullfoss og Lagarfoss), sem flytja vörur og farþega stöðugt milli landa. Eitt af því ánægju- legasta í sambandi við skipaeign íslendinga er það, að skipshafnir eru að mestu leyti íslenzkir menn. Skipstjórar munu allir íslenzkir, en sumir vélstjórar líklega útlend- ir. íslendingar eru þannig orðnir farmenn miklir í annað sinn. Hver hefði trúað því fyrir minna en öld síðan, að svo væri komið nú. — Auk annara fiskiveiða, eru íslend- ingar nú farnir að eiga mikla síld- arútgerð, sem oft borgar sig ágæt- lega. Norðmenn byrjuðu síldar- veiðar við ísland fyrir nál. 40 ár- um, og hafa íslendingar lært af þeim að nota þessa stórkostlegu auðs-uppsprettu. pað sem eg hefi sagt um fiski- veiðarnar, bendir til þess, að ís- lendingar muni geta lært ýmislegt fleira nytsamlegt af öðrum þjóð- um. Sérílagi væri æskilegt, að landsmenn lærðu meira af þeim viðvíkjandi landbúnaði, sem enn er tiltölulega miklu skemmra á vég kominn en fiskiveiðarnar. Eitt af því, sem mest hefir hjálpað verzlunarviðskiftum Is- lands við útlönd á síðari árum, ekki sízt á meðan ófriðurinn stóð yfir, er sæsíminn. Eg man þó svo langt, að samningurinn um hann mætti afarmikilli mótspyrnu. Landsímarnir, sem altaf er verið að auka, hafa einnig gert mjög mikið gagn, einkum hvað fiskiveið- ar snertir. peir gera mönnum mögulegt, að koma strax fregnum um fiskigöngu úr einu landshorni í annað. Uppfræðslumálum íslands hefir einnig mjög farið fram síðastliðna hálfa öld — einkum síðustu 25 ár- in — skólum hefir mjög mikið U’ölgað, og, sem ekki er minst í varið, kennarar eru yfirleitt betur HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum vík). Járnbrautir um vissa parta landsins eru þó skilyrði fyrir, að landinu fari fram eins mikið og það getur í té látið, einkum í land- búnaði. Eg reyndi fyrir 25 árum síðan að koma járnbrautarlagning á stað á Islandi, í sambandi við auknar og bættar gufuskipa-ferðlr til útlanda og kringum landið, en efri deild alþingis kæfði alt málið — “stóra málið”, sem svo var nefnt — líklega að undirlagi full- trúa dönsku stjórnarinnar. (pá var engin ráðgjafa-stjórn komin á íslandi). Gufuskipa-hugmyndin var tekin upp eftiy 20 ár og hefir komist í framkvæmd að parti (Eimskipafélag íslands), en járn- brautarmálið hefir legið í láginni, þessi 25 ár að öðru en því ,að dálít- ið hefur verið um bað ritað. og mælingamaður gert áætlun um kostnað á stúf austur frá Reykja- vík, sem var að niiru á'íti, langt um of há—gert ráð fyrir langtum dýrari braut, en þörf var á í byrjun. Fyrir 25 árum var alt aðflutt efni og vinna helmingi ódýrari en nú er, og kol kostuðu þá á Englandi nærri því ij'órum sinnum minna en nú á sér stað; engar líkur til, að þessir hlutir lækki fyrst um sinn til muna, og aldrei niður í hið sama og fyrir ó- friðinn. Fyrir 25 árum var hægt að fá fé í slíkt fyrirtæki á Eng- landi (ef frumvarpið hefði orðið að lögum) í viðbót við það sem ís- lendingar sjálfir hefðu getað lagt fram, en nú er ekki að tala um fé frá Englandi, og líklega ekki öðr- um löndum fyrst um sinn, nema ef vera skyldi frá Danmörku. pað er því hætt við, að nokguð geti dregist enn að járnbrautir verði lagðar á íslandi. Eg geng, sem sé, út frá því, að íslendingar sé enn ekki orðnir nægilega auð- ugir til þess að leggja til alt það fé, er þarf til víðtækra járnbraut- ar-lagningar. Fyrst ísland er nú búið að fá fullveldi aftur og íslendingar eru orðnir siglinga-þjóð í annað sinn, ættu þeir nú að endurreisa ný- að líkindum verður innan tveggja ára, því nú er einungis eftir að leggja stálið á 80 mílur (enskar) af braut þessari. í Port Nelson gætu íslendingar fengið alt það korn og timbur, er þeir þyrftu jneð, og ef til vill allar tegundir pteinolíu — til lýsingar og elds- neytis fyrir vélar — síðarmeir, ef olíunámarnir í Peace River- héruðunum, sem nú er verið að rannsaka af kappi, reynast vel.— Sá tími getur komið, að hægt verði að fara héðan frá Árborg til ís- lands, eftir Hudsons-flóa leiðinni, á einni viku. Og máske þá yrði komið við í íslenzkri bygð á Græn- landi til þess að fá sér kol — og kaffibolla um leið. — Um loft- siglingar milli íslands og Norður- Ameríku tala eg ekki í þetta sinn. ipær — loftsiglingarnar — eru enn meira “upp í loftinu” en flest það, sem eg hefi verið að minn- ast á. Blessist og blómgist ísland og .íslenzka þjóðin. Orvals birgðir af nýmóðins KVENHÖTTUM fyrir haustið og veturinn. Sanngjarnt verð. Eina íslenzka kvenhattabúðin í borginni. MRS. SWAINSON. 696 Sargent Ave. Phone Sher. 1407. Phones G. 1154 and G. 4775 Halldór Sigurðsson General Contractor 804 McDermot Ave., Winnipeg lendu sína á suðvestur Grænlandi. Ef satt er, að í Grænlandi sé gnægð af góðum kolum, gæii end- urreisn íslenzkrar bygðar þar orð- ið til að afla íslandi ódýrari kola til eldsneytis fyrir gufuskip sín, en völ er á annars staðar frá. Norðmenn hafa nú allmikla kola- tekju á Spitzbergen-eyjunum,’og hefir það hjálpað þeim mikið í kolskortinum og dýrtíðinni. Eg, efast ekki um, að Danir leyfðu I íslendingum nú bygð á Grænlandi j í samræmi við samningana síð- ustu og veittu þeim leyfi til kola- tekju. Svo ættu íslendingar einnig að fara að sigla inn í Hudsons-flóa, þegar búið er að fullgera járn- brautina héðan að sunnan þang- að norður — til Port Nelson—, er ----------------------------' B. B. Ormiston blómsali. Blóm fyrir öll tækifæri. Bulb, seeds o. s. frv.. Sérfræðingur í að búa til út- fararkranza. 98 Osborne St,, Winnipeg Phone: F R 744 Heirqili: FR 1980 V. ■*’ CoEumbia Press Prettar íljótt og vel Bækur, Bréftiausa, Bílœti, Nafnspjöld, Prógröm, o.fl. Reynið það - .—■ ■■■-■d vaxnir starfi sínu en áður var. Líknarstofnunum Islands fjölg- ar smátt og smátt, og nú er í und- irbúningi að koma á fót í Reykja- vík fullkomnum landspítala, sem mjög er þörf á. Blaða, tímarita og bóka útgáfa eykst ár frá ári, og tekur margt af því, sem nú er út gefið, mikið fram samskyns hlutum fyrir 25 til 50 árum. í Reykjavík er nú gefið út reglulegt dagblað (kemur út á hverjum virkum degi) og nú er að byrja að koma út vikuútgáfa af þessu dagþlaði, sem er afar “praktiskt” og auðvitað tekið upp eftir útlendum blöðum. Vitar hafa víða verið bygðir og fjölgar ár frá ári, sem gerir sigl- ingar að landinu og með ströndum þess miklu óhultari en áður var. Fyrir hálfri öld síðan var enginn viti á íslandi, ef eg man rétt. Vegagerð hefir mikið farið fram síðastl, hálfa öld á Islandi, og fjöldi af ám landsins hefir verið brúaður. Fyrir 50 árum síðan var varla til nokkur spotti af akfærum vegi og þvínær engin á brúuð, en nú er talsvert af akfærum vegum, aðrir vegir bættir og ár brúaðar. En ísland vantar ennþá algerlega fullkomnustu tegund vega heims- ins, sem sé járnveg — járnbraut. (Eg tel ekki öskjuhlíðar-járn- brautina, sem bygð var eingöngu til þess að flytja efni að hinni nýju, miklu hafnargerð í Reykja- Þér eruð VISS með að fá meira brauð og , betra brauð með því að brúka PURITy FC0UR (Government Standard) Skrifið os3 um upplýsingu Western Canada Plour Mills Co., Limited Winnipeg, Brandon, Calgary, Edmonton. Geral Llcense No. 2-009. Flour License No. 15, 16, 17, 18.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.