Lögberg - 02.10.1919, Page 3

Lögberg - 02.10.1919, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER 1919 Bls. 3 Vane o g Nina EFTIB Gliarles Garvice “Viljið þér ekki koma inn í salinn og hvíla yður litla stund?” sagði hann með blíðum róm. Hún hristi höfuðið. “Eg get það ekki,” sagði hún sorgbitin. “Við höfum rannsakað landabréfið aftur, — ó, hvað þér eruð þolinmóð- ur, lávarður Sutcombe. Það er það, sem mér sárnar. Ef þér vilduð hlæja að mér — ef þér vilduð segja, að nú væruð þér þreyttur af þessu snuðri og þér vilduð ekki lengur þola dutlunga mína, þá held eg að þetta hefði minni áhrif á mig.” “Hvers vegna ætti eg að segja nokkuð, sem ekki væri satt?” svaraði liann blíðlega og leit samhygðaraugum til hennar. “Það væri mjög eðlilegt — og mjög verð skuldað,” sagði hún gremjulega. “Stundum furðar mig á ]>ví, að þér skulið ekki álíta mig hálf-brjálaða og að eg sé fórnardýr rangra í- myndana og skynvillinga.” Hann brosti. “Því hvað er það, sem eg hefi í raun og veru beðið vður um og þér hafið með eðallyndi yðar samþykt að gera-----” sagði hún. “Ekki neitt afar stórkostlegt, ” sagði hann rólegur. “Þér báðuð okkur að víkja út af hinni vanalegu stefnu, til að hjálpa yður að finna eyju, sem þér eruð áfram um, að við heim- sækjum.” “Eyju, sem ekki finst á landabréfinu, — nafnlaust pláss og eins þýðingarlítið og draum- ur. Stundum furðar mig á því, hvort þetta sé ekki draumur—en nei, nei. Ef þér að eins viss- uð alt. Hvers vegna krefjist þér þess ekki, að eg segi yður alt saman! Hvers vegna neitið þér ekki að halda áfram þessari gagnslausu leit, nema eg segi yður nákvæmlega frá ástæðunni til hennar?” Hann hefði getað svarað: “Af því eg elska yður svo heitt, að eg vil ekki hætta leitinni, nema þér biðjið mig um það,” —en hann sagði hátt: “Hvers veerna eruð þér svo hryggar yfir þessu? Hér h-efir ekkert óhapp átt sér stað. Við höfum eins gott veður og hugsanlegt er, og það skiftir engu, nær við komum í höfn, — hvort það verður þessa viku eða þá næstu; og Vivenna er á sömu skoðun og eg. Ef þér vild- uð að eins syrgja minna yfir þessu. Haldið þér ekki, að við sjáum að þér þjáist — og að við þjáumst með yður. V-erið þér ekki sorg- bitnar — með tilliti til þessa, er engin ástæða til að vera hryggur.” Hún strauk hárið frá enni sínu og leit til hans þakklátum augum. “En hvað þér eruð góður við mig,” sagði hún lágt. “Hafið umburðarlyndi með mér litla stund enn. Heyrið þér, lávarður Suteombe, — ef við finnum ekki -eyjuna á morgun, þá skal ég segja yður af hvaða ástæðu eg hefi beðið vður að leita hennar. Eg skal segja yður frá öllu; þ'að er ekki nema sanngjarnt; en gefið mér frest þangað til annað kvöld. Barnes skip- stjóri segir, að sig gruni að við séum nær landi en landabréfið segi.” “Þér skuluð fá eins langan frest og þér viljið/ ’ sagði hann alúðlega. “ Við getum farið inn í næstu höfn og fengið okkur matarforða til heils árs, ef þess er-” Hún sneri sér frá honum óþolinmóð og sagði: “Að eins þangað.til annað kvöld,” svo laut hún niður að landa-bréfinu aftur. En hugur hennar var hnugginn og óróleg- ur yfir þ-essum vonbrigðum, því “Ariel” var búin að leita að þessari nafnlausu eyju í nokk- urar vikur, og glaða vonin, sem vaknaði hjá lienni það kvöld, sem 'Sutcombe sagði henni frá missi sínum og hún bað hann að taka sig með sér í ferðina, varð æ v-eikari og veikari eftir því sem tími leitarinnar lengdist. Að lítilli stundu liðinni braut hún landa- bréfið saman, stóð upp ákveðin og gekk til systkinanna. “Frá þessu augnabliki ætla eg ekki að segja meira,” sagði hún. “Ef þetta hepnast ekki, þá skuluð þið ímynda ykkur, að þetta hafi verið draumur, ímyndun — eg veit vel hvað þið haldið inst í huga ykkar”, — nú roðnaði Viví- enna og leit til jarðar. “Við skulum ganga inn í salinn og fá okkur dálítinn hljóðfærasöng,” sagði Vivíenna litlu síðar og lagði hendi sína alúðlega á handlegg Nínu, því hún vildi láta liana hætta að stara út á sjóinn. Þau gengu ofan og Nína lék, talaði og söng, alveg eins og hugur hennar væri laus við allan kvíða. Fyrir dagrenningu — etir órólegan svefn — var hún komin aftur upp á þilfar, og Barnes skipstjóri heilsaði h-enni þar vingjarn- lega. “Hafið þér séð nokkuð, skipstjóri?” spurði hún með duldum ákafa. “Enn þá ekkert, ungrú,” svaraði hann hik- andi. “Eg hefi breytt stefnunni og held nú beint til vesturs — og svo verðum við að sjá hvað setur. “Við fáum máske að sjá land fyrir -kvöldið.” “Máske land — en ekki þá eyju, sem eg leita að,” sagði hún, stundi og sneri sér burt. Barnes hristi höfuð sitt. Hún, sem liafði verið svo blíð og brosandi og alúðleg í allri fram- komu; hún, sem hafði náð vináttu og virðing allra ó skipinu, var orðin næstum óþolinmóð og önug, og Barnes skipstjóri, sem sá hana standa og skyggja fyrir augun með hendinni og stara út á hafið, hann gerði sér litla von urh eyj- una hennar ungfrú Decímu. En hann stefndi í sömu átt og um hádegið Lrópaði Nína og benti á eitthvað, sem flaut á sjónum. “Sjávargras,” sagði Sutcombe, sem kom til hennar undir eins og hann sneri sér að henni rheð þeim ákafa, s-em ekki var minni en hennar. Svo kallaði hann á Viviennu og starði út á sjó- inn þegjandi. En á meðan ]>au stóðu þannig, lagðist þoka yfir skipið og í kring um það. svo að hvorki sást himininn né sjórinn. Seglunum var fækkað og skipið leið í gegn um þokumökk- inn eins og fugl, en Barnes skipstjóri mældi sjavardýpið við og við. Nína sneri sér við með tár í augum og nötr- andi bros. “Forlögin eru mér andstæð,” sagði hún. “Fresturinn er á enda — og eg hefi tapað. Nú gefst eg upp, lávarður Sutcombe.” “Bðið”, sagði hann, “lítið þér þangað,” cg hann benti út yfir sjóinn. , Þokan var horfin jafn-skjótt og hún kom og Ariel hélt áfram eins og áður. Að einni stundu liðinni festu þau auga á eyju — sem þakin var grænu grasi og föögrum trjám, og strandlengjan skrýdd gyltum sandi. Nína þrýsti liöndunum að brjósti sínu og stóð jafn-kyr og myndastytta. Sutcombe sneri sér að henni og sá að varir hennar voru hvítar og að liún dró andann með erfiðleikum. “Þarna er loksins eyjan,” sagði hún. Skipstjóri gerði fáeinar fyrirskipanir,. og það leið ekki langur tími þangað til Ariel varp- aði akkerum í nánd við eyjuna, sem í augum Nínu var sem draumsýn. Sutcombe tók í hendi hennar og þrýsti hana, og hún leit til hans algerlega utan við sig, cg þá tók hann eftir því, að enga ánægju var að sjá í augum hennar. “Við skulum nú róa til lands undir eins,” sagði hann. “Þér viljið það að líkmdum helzt ? ’ ’ “Já,” saraði hún. “Við skulum gera það, og þegar við erum komin á land, þá skal eg skýra alt fyrir yður. Þolinmæði yðar hefir ver- ið ósegjanlega mikil, jafn-mikla reynslu og eg hefi bakað yður. — en nú skuluð þér fá að vita allar ástæðurnar til þessa. Já, við skulum fara á land — en, bíðið þér við”-------hún studdi hendinni á ennið, eins og henni hefði alt í einu dottið í hug einhverjar torfærur. “Lávarður Sutcombe, mér væri kærast að þér, lafði Viví- enna og eg færum fyrst einsömul á land — getið þér séð um, að við fáum að gera það?” “Auðvitað,” svaraði liann brosandi og horfði í fallegu augun, sem hann elskaði. “Mennirnir geta verið í bátnum -eins lengi og þér viljið.” Hún kinkaði kolli, stóð og horfði á menn- ina láta bátinn á sjóinn. Hásetarnir á Ariel voru eins vel vandir og hlýðnir og hásetar her- skipa, og þeir reru til lands rólegir og glaðir, án þess að sýna nokkura forvitni, að því er snerti hina nafnlausu eyju, er þeir höfðu svo lengi leitað að. Eftir því sem báturinn nálgaðist eyjuna, fölnaði Nína meir og meir og sneri sér frá þeim sj^stkininum, þó það væri þarflaust, því þau forðuðust að líta á hana. Hann hjálpaði henni út úr bátnum með jafn-athugulli varkárni og systur sinni, og Nína gekk á undan þeim upp og yfir sjávarbakkann, niðursokkin í hugsanir. Kofarnir stóðu óhreyfðir, eins og þegar hún yfirgaf þó, en hún horfði stöðugt á litla hæð í nánd við sjáarbakkann. Hún gekk þang- að, stóð þar kyr eitt augnablik og allmikið nið- urlút og hreyfði varirnar hægt; svo gekk hún að einum kófanum. “Gangið þið inn,” sagði hún og benti þeim að fara inn í sinn eigin kofa. “ Já, — hér er eg heima! Hafið þið ekki skilið það?” — Þau stóðu og horfðu undrandi í kring um sig. svo sneru þau sér að henni með spyrjandi svip “Eg bjó einu sinni á þessari eyju; eg kom á land hér eftir að skipið Alpína var sokkið í djúp sjávarins — ásamt nokkurum öðrum far- þegum. Setjist hér, lafði Vivíenna — mig lang- ar til að segja yður nokkuð.” Hún hallaði sér að kofaveggnum, og sagði i'rá því sem fram hafði farið eftir skipreikann. Hún sagði ekki frá öllu, því hún nefndi ekki nafn Mannerings, sem mest var þá við sögu hennar 'riðinn. “Faðir minn dó — og vinur minn, sem var mér eins og bróðir. Það var hjá gröf þeirra, sem eg nam staðar.” Sutcombe horfði á hana með blíðri með- aumkun og samhygð. “Mig furðar alls ekki, þó yður langaði til að finna eyjuna og sjá hana aftur,” sagði hann með stillingu. En Nína hristi höfuðið. “Eg hafði einnig aðra ástæðu,” sagði hún. Hún hefði með réttu getað sagt ástæður, því hjá henni var sú löngun sterkust, að sjá aftur þann stað, þar sem hún bafði verið svo ógæfusöm — og svo gæfurík. “Og það var sú ástæða, sem kom mér til að óska þess, að við þrjú stígjum fyrst á land án fylgdarmanna. Þessi -eyja var uppgötvuð af hinum ógæfusömu skipbrotsmönnum, sem björg- uðu sér á land hingað hið voðalega kvöld”, — ]>að fór hrollur um hana við þessa hugsun. “En faðir minn uppgötvaði nokkuð, og það var það, sem kom mér til að fara með yður — og sem veitti mér kjark til að biðja yður að breyta stefnu. Þér munið eftir kvöldinn, þegar þér sögðuð mér frá missi yðar?” Sutconibe kinkaði kolli. Var nokkurt kvöld, nokkur viðburður, sem stóð í sambandi við hana, sem hann ekki mundi? “Þetta kvöld hugsaði eg í fyrsta sinn — þó undarlegt sé — um uppgötvun föður míns. Og þá datt mér skyndilega í lmg áform. Eg er einka- barn hans, lávarður Sutcombe, — það, sem liann ótti, þegar hann dó, er það ekki mín eign?” V “Jú, það er áreiðanlegt,” svaraði Sut- combe, sem vissi ekki við hvað liún átti. “Þér erfið alt, sem hann átti. ” “Mér þykir vænt um það,” sagði hún með dálítið liýrari svip. “Bíðið þið ofurlitla stund.” Hún fór út, en jafnvel á þessari stundu stanzaði hún og leit í kring um sig hikand; og skjálfandi — skjálfandi yfir sorglegu endur- minningunum um hina gæfuríku daga. Öll eyjan talaði um Vane, og það var eins og hún Iirópaði til hennar: “Þii ert komin aftur, en hvar er hann húsbóndi okkar?” Hún sirauk hendinni um enni sitt, og be>tti öllu afli s?nu til að átta sig ó kringumstæðun- - um. Iíún gekk svo að litlum moldarhaug, mok- aði sandinum og moldinni burt og tók up]> tvo eða þrjá steina með gulli í, sem lágu þar, og gekk svo inn í kofann aftur. Hún lagði stein- ana á borðið, -eins og faðir hennar hafði gert það kvöld, sem hann kom heim vir uppgötvunar- ferð sinni um eyjuna. Sutcombe og Vivíenna litu fyrst á gn.II- blönduðu gteinana og svo spyrjandi á hana. “Skiljið þið þetta ekki?” sagði hún með brosi, sem ofurlitla ánægju fól í sér, því það er svo blessunarríkt að geta enduroldið viuum sínum góðvild þeirra. “Hvað er þetta?” sagði Sutcombe og tók upp einn steininn. “En — er þetta ekki?” “Jú, það er gull,” svaraði Nína og roðn- aði, og augu hennar gljáðu af ánægju. En Sutombe fölnaði, lagði steininn aftup á borðið og dró sig í hlé. “Eg óska yður til hamingju, ungfrú Wood,” sagði hann—en kallaði liana ekki Dec- ímu eins og hann var vanur að gera hina síð- ustu tíma síðan þau kyntust. “Ef hér er mikið af þessu, þá hljótið þér að vera rík.” “Eg,” svaraði hún. “ Já, eg býst við því — en það var ekki fyrir sjálfa mig------” hún þagnaði, því hann var orðinn rjóður í framan m-eð reiðisvip í augunum. Vivíenna snerti handlegg hans og leit til hans biðjandi augum. “Láttu hana segja það sem hún'ætlaði að sogja, áður en þú talar,” hvíslaði hún að hon- um. Nína leit frá henni til hans og skildi þau, —- svo hún roðnaði nærri því -eins mikið og Sut- combe. “Nei, nei,” sagði liún, “mér kom ekki til hugar að bjóða ykkur þessa steina,” — hún þagnaði snöggvast, “eg á að eins helminginn af þeim. En hér er ógrynni af þeim. Og pabbi sagði, að eyjan væri reglulegur ódáinsakur., og gullið væri þess manns eign, sem vildi grafa eftir því. Hann sagði líka, að það væri fremur auðvelt, því það væri ofarlega í jörðinni.” Sutcombe rak í rogastans og hor-fði orð- laus á hana. “Og enginn veit um þetta nema þér,” sagði hann loksins. “Enginn nema eg — og sú persóna, sem á helminginn af fundna gullinu.” Sutcombe þurkaði svitann af enni sínu, því jdfnvel sá maður, sem minsta áeárnd ber í liuga s:num, getur ekki staðið áhrifalaus gagnvart yfirburða miklum anð, sem bann á kost á að ná “Og hann?” spurði hann og stóð á önd- inni. 1 ‘ Hvar er hann ? Hví er hann ekki hér ? ’ ’ Hún fölnaði og leit niður fyrir sig. “Eg veit það ekki,” svaraði hún lágt. “Hann er máske dáinn.” “Hann yfirgaf þá ekki eyjuna ásamt yð- ur?” smirði Snfpombe. Hún veifaði hendinni, eins og hún væri að verjast einhverju óþægilegu. “Hún veifaði hendinni, eins og hún væri að verjast einhverju óþægilegu. “Nei, — eg lét hann vera hér eftir. Spyrj- ið ekki um fleira, þá eruð þér góður.” Vivíenna laut áfram og klappaði hendi hennar. “Nei, n-ei, góða, — það skulum við ekki gera. Ó, haldið þér, að við skiljum ekki þetta? Að verða fyrir skipbroti hér á þessum eyðilega stað. Að bafa liðið, eins og þér hafið liðið — nei, við skulum ekki tala meira um þetta, Decíma.” Sutcombe hallaði sér að veggnum og horfði á gólfið, en ekki gullið. “Og það er okkar vegna, sem þér hafið lið- ið kvíðakvalir, svo þér eruð orðnar eins og skuggi”, sagði liann, “til þess að við gætum haft not af þessu gulli —” “Hvers vegna ekki?” greip hún fram í fyr- ir honum. “Mundið þið ekki hafa gert hið sama fyrir mig eða einhvern annan vin? Jafn tryggir vinir, og pið hafið verið mér! Og livaða gagn er að öllum þessum auð, ef hann liggur hér ónotaður?” “Og þér hafið aldrei hugsað um sjálfa yður?” sagði hann rólagur. “Þér eruð ekki ríkar.’’’ “Nei, eg er fremur fátæk,” sagði hún brosandi. “Kom yður aldrei til hugar að reyna að finna aftur þenna ódáinsakur, sjálfrar vðar vegna ?’ ’ “Nei”, svaraði hún blátt áfram, “hvað hefði eg átt að gera með alt þetta ? Hvaða gagn er að peningunum, þegar —” Hún þagnaði. “Auk þess var eg ofurlítið heppin. Eg hugs- aði svo mikið um starf mitt, að þó að gullið hefði legið einhversstaðar heima, en ekki á þess- ari leyndardómsríku evju í veraldarhafinu, þá held eg að eg hefði ekki hugsað meira um það samt sem áður.” Hún stundi, svo gekk hún til hans með aðlaðandi brosi og snerti við hand- legg hans. “Lávarður Sutcombe, þér ætlið eng- an mótþróa að koma með, vona eg, eða neina óþarfa dutlunga?” Hann þráði að mega taka liendina. sem snerti við honum biðjandi, og segja við Nínu: “Eg vil þiggja gullið, sem þú ert svo eðallynd að bjóða mér, ef þú vilt vera enn þá eðallyndari og gefa mér það, sem eg rnet meira en alt gull R. S. ROBIfVSON StofnMtt 1883 $250.000.00 Kaupir og selur Ctlbú; S«att1t, Wasú., |. ft. A. Edmonttn, AIWl U P«». Man. Kenora. Ont Húðir, Ull og Seneca Rót Sendið beint til Saltaðar nauts- höðlr .... Saltaðar Klp húðir ____ Saltaðar hálfs- húðir _______ HRAAR HÚÐIR OG SKINN .30-.34 •40-.45 i .55-.65 J Hrosshúðir, hver á ... Ull ________ Prlme Seneca Rætur .... $7-$12 .40-.45 $1.30 Hæíta verð fyrir kindagærur. HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG Einnig 150-152 Pacific Ave. East Notið tœkifœriði Vér viljum fá 500 íslenzka menn til þess að læra meðferð á dráttvélum (tractors), einnig alt sem lýtur að Welding og Batt- ery vinnu. Eftirspurn eftir slíkum sérfræðingum er afarmikil. Afbragðs kaup, þetta frá $100 til $300 um mánuðinn. — Mörg hundruð Islendinga hafa lært hjá oss síðast liðin fimm ár. — Lærið góða handiðn að vetrinum og byrjið fyrir eigin reikning. Ökeypis atvinnu-skrif-stofa vor leiðbeinir yður að loknu námi. Vér höfum allar tegundir Automobíla og annara véla við hend- ina, sem lærlingar fá að æfa sig á. Fónið oss eða skrifið eftir ó- keypis kensluskrá. Komið og skoðið vorn nýtýzku-skóla. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED, Rétt hjá Strand leikhúsinu. Office, 626 Main St., Wrinnipeg útibú: Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver. mr ✓ • .. 1 • timbur, f jalviður af öllum Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og als- [ konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir j að sýna þó ekkert sé kcypt. , I The Empire Sash & Door Co. j Limited HENRY AVE. EAST WINN1PE6 ÖI The Campbell Studio Nafnkunnir Ijósmyndasmiðir Scott B ock, Main Street South Simi hí. 1 1 27 gagnvart iðnaðarhöllinni Stœrsta og elz’a ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærstu og b ztu í Canada. Areiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. % C VIÐSKIFTABÆKUR (COUNTEK BOOKS Hérna er tækifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books) Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um. Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat- vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bækur siínar hjá oss. SITJIÐ VIÐ Þ^NN ELDINN, SEM BEZT BRENNUL SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX! TIL Œfje Columhta LIMITED Cor. Sherbrooke & William, Winnipeá Tals. Garry 416—417 ■ .......-. ......... .........- ■■■/ ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA I VESTURHEIMl P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba. f stjómarnefnd félagsins eru: séra itögnvaldui Pétnrsson, forueti, 650 Maryland str., Winnipeg; Jón J. Bíldfell, vara-forsv ti, 2106 Po: .age ave., Wpg.; Sig. JúL Jóhannesson, skrifari, 957 Ingersoll str., Wpg.; Ásg. I. Blöndahl, vara-skrifari, Wynyard, Sask.; S. D. B. Stephanson, fjármála-ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Stefán Einarsson, vara- fjármálaritari, Arborg, Man.; Asm. P. Jóhannsson, gjaldkeri, 796 Victor str., Wpg.; Séra Albert Kristjánsson, vara-gjaldkeri., I/undar, Man.; og Sigurbjöm Sigurjónsson, skjalavöréur, 724 Beverley str., Winnipeg. Fastafundi hefir nefnílin fjórða föstmlag hvers mánaðar. heimsins — þig sjálfa.” En hann grunaði það — af hvaða ástæðum vissi hann ekki— að þessi stund var óhentug til að koma með slíka spurn- ingu, og staðurinn alls ekki vel valinn.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.