Lögberg - 23.10.1919, Síða 4

Lögberg - 23.10.1919, Síða 4
Ble. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER 1919 og þurfum vér ekkert annað en opna hliðin til þess að fólkstala þessa lands tvöfaldist eða jafnvel tífaldist, og verðum vér þá ekki ein um að bera skatta álögur þær, sem stríðið olli. Framtíð canadisku þjóðarinnar er því bjart- ari í þessu sambandi en framtíð nokkurrar ann- arar þjóðar. En það er skylda vor að sjá um, að hún á þessum tímamótum, sem nú standa yf- ir, líði ekki hnekkir, sem að auðveldlega gæti orðið henni lítt bætanlegur skaði. m. Ef til vill er sumum forvitni á að vita, hvernig stjórn landsins varði sigurláninu síð- asta, en því var varið sem hér segir: Til hermanna vorra í sambandi við herþjónustu ................... $312,900,000 Eftirlaun til hermanna ............ 59,000,000 t sambandi við slysið í Halifax .... 9,000,000 m Gefið út hvem Fimtudag af Th« Col- umbia Pre*», Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSIMI: GARRY 41« og 417 Jón .T. Bíldfell, Editor J. .1. Vopni. Business Manager Utaná«krift ti' blaðsins: TgE C01UMBKV PRE8S, ttd., Box 3172, Winnipag, »lan. Utanáskrift ritstjórans: EDIT0R L0CBEPC, Bcx 3172 Winnlpeg, flan. VERÐ BLAÐSINS: »2 00 um érið. tiiiiB;illlll|i|||iilll|líllllllllllll!IIIIWIIHIIHIIIII!lll!lli1IIWI"'!l!1lll;lli!i||l:i''l'!:: lll!HllillllllBll||l|il!l!;i|JlHimi|W|!|li:!|][|l^ Sigurlánið. Nú er rétt að því komið að skuldabréf ríkis- ins, sigurlánsbréfin, verði boðin út og undir því hvernig að þjouin tekur þeim er framtíð hennar á næstkomandi árum að miklu leyti komin, Vér lieyrum menn spá hálf-illa fyrir þessu nýja láni. Vér heyrum menn segja, vér gátum skilið, að Canada þyrfti að taka lán meðan á stríðinu stóð, til þess að geta beitt sín sem best, að ná því takmarki sem Canada þjóðin, og samherjar hennar stefndu að. En nú er öðru máli að gegna, nú er stríðinu lokið og hermenn vorir komnir heim. Það er satt, að stríðinu sjálfu er nú lokið og hermenn vorir flestir komnir heim. En afleiðingum stríðsins er ekki lokið. Óeirðir og lausung í hugsun eiga sér nú meiri stað heldur en sagan segir frá. Stærri partur af heiminum liggur nú í sárum og nærri því máttþrota, heldur en dæmi eru til áður. Verzlunarsambönd slitin og peninga lindir þær er áður voru auðugastar eru nú þornaðar, ásigkomulag hjá þeim þjóðum sem við verzl- uðum, og höfðum mest mök við, hefir skapast svo raunalegt, að þær sem borguðu áður fyrir allar sínar vörur í vöruskiftum, eða í peningum eru nú, svo illa staddar, að þær eiga hvorki vörur né peninga, og geta þess vegna ekki verz- lað nema uppá lán. Það er því auðsætt að á meðan að svona stendur á í Evropu, að þá geta þær þjóðir einar notið verzlunarinnar sem að geta lánað. Hinar verða að sitja með það af vörum sínum sem þær sjálfar ekki þurfa á að halda óselt. En það hefir aftur í för með sér, þverrandi framleiðslu, atvinnuleysi og deyfð í öllum viðskiftum manna Hér er því ekki um að ræða að leggja fram fé til þes's að ljúka stríði við fjandmenn vora, sem voru eða eru. Heldur beinlínis til að vemda líf og þroska vorrar eigin þjóðar heima fyrir — vernda tilveru rétt og velmegun sjálfra vor, og barna vorra, hér í kjörlandi voru Canada framtíðar og tækifæra landinu mesta sem nú er til í heimi, svo framarlega að við gjörum skyld- ur vorar gagnvart því, nú og æfinlega. 11 Að sjálf sögðu varð Canada þjóðin, að þola mikið á hinum nýliðnu stríðsárum, og þarf að þola mikið en Hún hefir orðið að sjá á eftir mörgum ágætis manni í stríðið sem ekki er kominn heim, og ekki kemur heim til Canada aftur. Þjóðskuldin hefir vaxið úr 300 milj. og upp í nálega tvær biljónir, sem aftur hefir það í för með sér að skattar og álögur þjóðarinnar verða að hækka, og margur maðurinn, og mörg konan hefir spurt, drottinn minn hvar ætlar þetta að lenda ? Oss dettur ekki i hug að gjöra litið úr erfiðleik um þeim sem þessi þjóð hefir orðið að ganga i gegnum, en oss virðist þegar að vér berum oss saman við sumar aðrar stríðsþjóðirnar, þá verði þessir erfiðleikar, að minsta kosti hvað fjárhagshliðina snertir, nálega hverfandi. Tökum Bretland, þar sem stríðskosntaður- inn hjá þeim eru fjórir dollarar á mann á móti einum dollar hjá oss; eða vöxtur þjóðskuldar þetirra í sambandi við stríðið,, sem er um 18 biljónir, þar sem hún hefir vaxið um tvær hjá okkur, eða nákvæmar, $1,400,000,000. Þeirra land er gamalt og allar þeirra auðs- uppsprettur þektar og kannaðar. Landið er alt bygt og því ekki von um að þjóðinni fjölgi til þess að bera byrðirnar. En samt er þjóðin vongóð og vonbjört um framtíð og framfarir. Vér, Canadamenn, búum í landi, sem er ungt, í landi, sem er auðugt, en auðsuppsprett- ur vorar hafa varla verið snertar og sumar alls ekki. Vér eigum hin víðáttumestu og frjósömustu kornræktarlönd í heimi, og grassvörðurinn hef- ir varla verið opnaður enn. Vér eigum þau stærstu og auðugstu fiski- vötn, sem til eru, og í sum af þeim vötnum hefir öngli aldrei verið rent, né net lagt, og á fiski- miðin hafa engir nema Eskimóar komið. Vér eigum vatnsafl í ám vorum og fljótum og auð í námum, sem mannshöndin hefir enn ekki snert. Og auður sá er hulinn liggur í olíu- lendum vorum er ómælanlegur og ómetanlegur. Og vér eigum menn eins og þá, sem börð- ust við Vimv Ridge, Passchendaele, Laon og á öllum öðrum stöðum, þar sem þeir mættu fjand- mönnunum með þeirri hugprýði og hreysti, að nafn Canadamanna er nú á tungu allra þjóða, og verður af sögum ge\Tnt þeim til verðugs heiðurs eins lengi og nokkur tunga er töluð og nokkurt hjarta slær. Og vér eigum stóra fláka af ónumdu landi Samtals $380,000,000 Lánað Bretum fyrir hveiti og af- urðir keyptar í Canada .......... 173,500,000 Lánað Bretum fyrir fisk o.s.frv... 9,000,000 Lánað Bretum fyrir aðrar nauð- synja vörur...................... 30,000,000 Lánað Bretum til að borga skuldir í Canada ......................... 5,500,000 Borgað fyrir að smíða skip, sem Canada á ......................... 2,900,000 Lánað samherjum vorum öðrum en Bretum.............................. 8,200,000 Samtals $229.100,000 Þannig höfum vér $380,000,000 af sigurlán- inu í fyrra, sem eru bein útgjöld til hermanna, nema að því ieyti sem þau miða til þess að byggja upp eða koma fyrir í lífsstöður heim- komnum hermönnum. En hin upphæðin, $229,100,000, eru ekkj út- gjöld, heldur innstæða, sem vextir eru borgaðir af og sem verður borguð til baka að fullu á sín- um tíma.. En eitt er vert að benda á, og það er, að ef Canadamenn hefðu ekki lagt fram þessa pen- inga í fyrra, þá hefði ekki verið hægt að lána Bretum og sambandsþjóðum vorum þessar tvö liundruð tuttugu og níu miljónir. Vörurnar, vorar eigin afurðir, lægju óseldar og vér sjálf- ir værum án skipa þeirra, sem smíðuð hafa verið. Þetta lán, sem nú er fyrir hendi, verður r.otað til þess sama, sem það síðasta var notað til. Stjórnin hefir nú tekið til láns til þess að mæta útgjöldum í sambandi við hermanna- lcosntað, hjá bönkum og öðrum peningastofn- unum, $318,000,000, og verða þeir peningar að borgast til baka. Því með engu móti dugir að taka peningaforðann frá hinu daglega við- skiftalífi, svo að það líði. Um ekkert annað er því að gjöra, ef vér viljum halda heiðri vor- um, en að kaupa nógu mikið af skuldahréfum, Sigurlánsbréfum, til þess að mæta þeirri upp- hæð. En ef vér gjörum ekki annað en að mæta lienni, ef vér leggjum ekki fram nógu mikið fé til þess að mæta skuldum, sem vér þannig erum í komnir, og umfram nógu mikið til þess að borga Canada þjóðinni fyrir vörur þær, sem hún á og þarf ekki á að halda sjálf, þá getum vér ekki selt þær. Viðskiftavinir vorir fara þá til Bandaríkjanna og Argentínu og lána vörur þar unz þeir geta borgað fyrir þær. Því að báðar þær þjóðir og aðrar fleiri hafa tjáð sig fúsar að lána stríðsþjóðunum í Evrópu vörur, þar til að þær rétti við og geti borgað fyrir þær. — Ef vér gjörum þetta ekki líka, þá sitjum við með vörur okkar óseldar, og verðum að hætta að framleiða, og fátækt fyllir landið í staðinn fyrir allsnægtir. Vér verðum að tvöfalda þessa upphæð. Vér verðum að kaupa ekki að eins $318,000,000 virði af skuldabréfum, heldur 636,000,000 doll. virði. Þá en ekki fyr er verzlun vorri og verzl- unar samböndum borgið. “Enska þóðin og friðarskil- málarnir”. Með þessari fyrirsögn birtist grein í “Lög- réttu” 13. ág. þ. á., sem vér viljum ekki með öllu láta þegjandi fram hjá oss fara, þótt vér leggj- um það ekki í vana vorn að skifta oss af því, hvaða skoðanir og kenningar blöðin á Islandi flytja um styrjöldina miklu og afleiðingar hennar. Greinin er ekki eftir ritstjórann, heldur eftir einhvern Snæbjörn Jónsson. Finst oss að vér hálf könnumst við nafnið, í sambandi við einhverjar aðrar ritsmíðar. En ekki hefir það fests svo í huga vorum, að vér kunnum að gjöra nokkra grein á manninum, eða verkum hans, ef nokkur eru. Það er svo sem ekkert nýtt, að sjá í íslenzk- um blöðum og öðrum ritum, samhug með Þjóð- verjum, en kulda í garð sambandsmanna, þó undarlegt sé af þjóð, sem sjálf er að berjast fyrir frelsi sínu og sérréttindum, eða hefir ver- ið að því alt til þessa. Því ekki var nú þýzka keisarastjómin sérstaklega þekt að því, að taka mikið tillit til hinna sérstöku þjóðerna í ríki sínu. En þetta kemur nú oft fyrir, að menn vilja eitt fyrir sig og annað fyrir náungann. Greinarhöfundinum, þessum “vitra aula- hárði”, ofbýður “grimdin” og “fávizkan” í friðarskilmálum þeim, sem Þjóðverjum hafa verið settir, eftir að loksins var búið að brjóta hervald þeirra á bak aftur, og telur svo sem sjálfsagt að þeir brjóti þá við fyrsta tækifæri. Uonum finst svo fráleitt, að Þjóðverjamir ætti í nokkru að gjalda þess, þótt þeir réðust á aðr- ar þjóðir með öllum sínnm ægilegu morðvopn- um, dræpu fleira fólk, eyðilegðu meiri eignir og sýndu af sér meiri grimd, heldur en nokkur dæmi eru til. En sú mannúð, hjá manninum þessum. Samskonar mannúð, eins og hjá Gyðingunum forðum, þegar þeir heimtuðu lausan Barrabas, sem settur hafði verið í varðhald fyrir upp- hlaup og manndráp. Hitt er ekki ólíklegt, að Þjóðverjar kannske brjóti samningana, ef herneskjan nær sér þar aftur niðri, Því ekki ástæðulaust að hafa þá Jiannig, að þeir geti ekki brotið þá. Annars er ekkert í grein þessari, sem bend- ir á, að S. J. hafi séð eða heyrt friðarskilmál- ana. Ekki eitt einasta atriði til að sýna “fá- vizkuna” og “grimdina,” sem þar eigi að vera. S. J. skýrir frá því, að nú séu hinir verstu menn Englands með stjórnina þar, sem brot- ist ha£i til valda með svikum og yfirgangi, þvert á móti vilja þjóðarinnar, sem sé sann- gjörn og þyki vænt um Þjóðverja, og hallist býsna eindregið að kenningum Bolshevikaanna á Rússlandi. Þeir Lloyd George og Wilson, segir S. J. að hafi ekkert — sem hann viti af — sér til afsök- unar, nema heigulsskapinn, sem líklega á að vera þeim ósjálfráður og því til málsbóta. Til að sanna þetta, þýðir svo S. J. all-langa grein úr ensku blaði, sem hann kallar “Labour Leader”, og segir að mörg blöð kveði við sama tón. Þau “viðurkenni málstað Þjóðverja og röksemdir þeirra. ”’ Blaðið er að líkindum í ætt við “Western Labor News” og fleiri ónefnd blöð, sem maður kannast svo vel við hér í ná- grenninu. Slík blöð ræður S. J. Islendingum til að lesa frekar en “Daily Mail,” sem hann kveður ekki mikið mark takandi á, en talsvert lesið á Islandi. Þessu næst varar S. J. íslendinga við slík- um mönnum sem Rudyard Kipling, Sir Arthur Conan Doyle og biskupi einum í London, sem hefir unnið sér það til óhelgi, að vera læri- sveimi Gyðingsins, sem sagði: “Faðir, fyrir- gef þeim. ” En eftir að maðurinn hefir hrúgað upp öllu þessu moldviðri, þar sem hver heimskan rekur aðra og engu ljósi er varpað yfir nokkuð það, sem á þó að vera umtalsefnið, þá setur S. J. á sig spekingssvip og fer að prédika þann sann- leika, að það sé Islendingum áríðandi, “að gefa nákvæmar gætur að þeim hinum mörgu öldum, sem nú rísa og falla á ólgandi mannkynshaf- inu”, og það ríði á því “að gjöra það fordóma- laust.” Slfkar ráðleggingar eru vitanlega góðar í sjálfu sér og eiga fullan rétt á sér, en þær fara dálítið illa innan um og aftan við langa grein, sem ekkert er nema fordómar og skrifuð í þeim tilgangi einum að hylja sannleikann og koma mönnum til að trúa því, sem er sannleikanum gagnstætt. * ( Aldrei hefir hinni íslenzku þjóð riðið meir en nú á því, að gæta allrar sinnar stilingar og skynsemi, eins og reyndar öllum þjóðum. Aldr- ei meiri ástæða en nú, til að reka af höndum sér pólitiska snápa og æsingamenn, sem sjálfum sér til lofs og dýrðar eru að reyna að binda fyrir augu almennings og leiða á glapstigu. Svo er sagt, að Hval-Einar hafi forðum fiutt svartadauða til Islands. Óhappaverk, sem mikið ilt leiddi af, sem kunnugt er. En engu betra væri hitt, að flvtja upp að ströndum Is- lands þann andlega svartadauða, sem nú herj- ar víða um lönd, og strá eitri óánægju, öfundar og tortrygni í huga og hjörtu hinnar friðsömu og skynsömu íslenzku þjóðar, þangað til hún, ef verða mætti, yrði æst og örvita og vissi ekki fótum sínum forráð, frekar en lýðurinn í stór- borgunum víða um heim nú á dögum. Hamingjan forði föðurlandi voru frá því óláni og bægi skipi Hval-Einars frá ströndum þess. — Aðsent Kosningarnar í Ontario. Afturhaldstjórnin í Ontario er fallin. Fékk þá óskaplegustu útreið, sem nokkur stjórn hefir fengið í því fylki. Allir ráðherrarnir, sem til kosninga gengu, féllu, og þar með stjórnarfor- maðurinn sjálfur, Sir William Hearst. Þeir einu af ráðherrum Hearst stjórnarinnar, sem ekki féllu, eru þeir tveir, sem náðu kosningu gagnsóknarlaust. En afleiðingin af þessum kosningúm er sú, að enginn stjórnmálaflokkur þeirra, sem um vöidin sóttu, er nógu sterkur til þess að mynda sijórn. Verður því næsta stjóm Ontario fylk- is að vera samsteypustjórn. En hvernig að sú samsteypa verður, er enn ekki ljóst. Afstaða stjórnmálaflokkanna í Ontario er nú sem fylgir: Bændur (U. F. O.) .............. 42 Liberals ....................... 28 Conservatives................... 27 Verkamenn....................... 11 Óháður ......................... 1 Hermenn.......................... 1 Óákveðinn ...................... 1 miHin mmi ríiH'inpiiiiHiinaiiiaig § The Royal Bank of Canada HöfuðstóU löggiJtur $26.000,000 Varasjóður.. $16,400,000 Forsetl ... Vara-forsetl Aðal-ráðsmaður Höfuðstöll greiddur $16,100,000 Total Assets over. . $460,000,000 Sir HERBERT S. HOIiT E. E. PEASE C. E NEIEIi *■ AJIskonar bankastörf afgTeldd. Vér byrjum relknlnga vlð elnstakllnga •8a félöe og RHiioeíerrii'- y'cilrr’élar veittir. Avísantr seldar tll hvaðs Staðar ser» er & fslar.dt Séi Rtn R r rumur geflnn sparirjóBsinnlögum, sem byrja má rr,eB I dollar. Rentur ia^Bar viB á hverjum 6 m&nuBum, WINMPEG (West Enrl) BRANCHES Cor. William & Shcrbrook I. E. Tho:steinson, Manager Cor. Sargent & Bevorley F. Thortiarson, Manager Cor. Portagc & Sherhrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager. iiiipiinpinipiiii iiiiipiiiii iinipiiiipiiiipiiimniipiii; IIIIIPHilPllllPllllPllllPHIII r ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiim^^ Members Winnipcg Grain and Produce Clearlng Association. Membcrs Winnipeg Grain Exchange. N0RTH-WEST C0MMISSI0N C0„ LTD. Islenzkir Hveitikaupmenn Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange WINNIPEG, MANITOBA * Islenzkir bændur! Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við megum borga sem fyrirfram borgun út á hveiti í ár fyrir No. 1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn- inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt. íslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um- boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða. Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. petta er ætíð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært. í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en aðrir. peir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um, þegar við álítum verð sanngjarnt. Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við okkur, og vonum að þeir og allir íslendingar skrifi okkur, þeg- ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum bréf- um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku. Virðingarfylst. Hannes J. Lindal, Ráðsmaður. 5% VEXTIR OG JAFNFRAMT 'O ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar I 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða —- Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út fyrir eins til tíu ára tímabii, í upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddir viO lok hverra sex mdnaOa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Peningar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Associatjon WINNIPEG, - - MANITOBA I GULLBRÚÐKAUPI Jóseís Davíðssonar og Soffíu Jónsdóttur að Ba-ldur, Man., 8. okt. 1919. í fornöld alt var hreint á Breiðablikum hjá Baldri fagra, Norðurs grátnu von, og þeir lifa’ enn, sem þekkjast ei að svikum, og þeirra einn er Jósef Davíðsson. En fyrst þið eigið heima, hjón, að Baldri, mun heimur segja að það sé ráðning full, og því þið séuð cnn á hrúðkaups aldri, að ykkur var í spunnið hreina gull. Já, gull, ef það má gæðadygðir meina og gull, sem táknar samleið hálfa öld; það gull, sem bezt í eldi er að reyna, en ekki það, sem kaupir hefð og völd. Nei, sálargullið: gæðin lífsins æðstu, við glaðir ykkur þökkum, hjónin kær — það gull, sem endist yfir f jöllin hæstu og upp frá dalsins gröfum ljóma slær. pótt aðrir kynnu eldi betur skara að eigin köku, fár á hreinna lof ■en þið, á tungu sinna samborgara, þótt samtíð unni fæstum hróss um of. pví verður einlæg óskin sú: að farsæl um eilífð lífsins saman kannið veg, þótt hætti að syngja sólskríkjan í Argyle og söngvar allir þagni’ í Winnipeg. porsteinn p. Porsteinsson. Gullbrúðkaup. Miðvikudaginn 8. þ.m. var 50 ára hjónabands afmæli Jóseps Davíðsonar að Baldur, Man., og Soffíu Jónsdóttur, konu hans. Komu þá saman ásamt þeim all- margir vinir þeirra á heimili séra Friðriks Hallgrmssonar. Er sung- inn hafði verið brúðkaupssálmur og bænargjörð fram farið, ávarp- aði presturinn hjónin og afhenti þeim $344 gullbrúðkaupsgjöf frá

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.