Lögberg - 06.11.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.11.1919, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER 1919 Bls. 3 Vane «g Nina EFTIB Charles Garvice “Eg get og vil,” greip Sutcombe fram í fyrir honum. “Hún er heilbrigð og ánægð, og hún er varðveitt. og vernduð af vinum, sem láta sér mest áníðandi um fram alt annað, að lienni líði vel.” Mortímer stóð þráðbeinn fyrir framan hann, með sólbrent, liörku og kuldalegt andlit. “‘Eg býst við að mega álíta, að þér séuð bezti vinurinn ftessarar stúlku, lávarður Sut- combe ? ’ ’ “Dað megið þér,” svaraði Sutcombe liik- laust. “Og sökum þess að þetta á sér stað, nota eg þá heimild sem það veitir mér, til að segja yður, að ef þér eruð sá maður, sem eg held þér séuð, þá lít eg á yður sem tilfinningarlausan bófa.” Vane, sama sem Mortimer, stóð eitt augna- blik eins og hann væri orðinn að steini., svo brosti hann. “Lávarður Sutcombe, eg hefi fengið að vita hjá yður, að sú stúlka, sem okkur er báðum svo ant nm, er lifandi. Samanborið við þá vissu, er alt annað þýðingarlaust. Lifandi og gæfurík, segið þér. Guði sé lof. Hugsið um mig hvað þéf viljið, það snertir mig alls ekki. Bíðið dálí.tið — þér segið að hún sé gæfurík. Liátið þér hana halda áfram að vera það. Segið henni ekki að þér hafið fundið mig. Nú fer eg til báts míns, og áður en hálf stund er liðin, er eg farinn frá þessari eyju, og eg legg við dreng- skap minn, að eg kem aldrei hingað aftur. Það eru litlar líkur til, að eg verði hér eftir nokkru sinni á yðar eða hennar leið. Verið þér sælir, Sutcombe lávarður.” Sutsombe kinkaði kolli og beit á vörina um leið, eins og hann væri í efa um hvað hann ætti að gera. Hann var heiðarlegur rnaður, og ósannind- in, sem hann hafði talað, sárnuðu honum. Hann hafði sagt, að Decíma væri heilbrigð og ánægð, en í raun réttri var hún sorgbitin sökum þessa manns, sem nú var kominn svo óvænt. Hann á- leit það skyldu sína, nokkuð, efandi, að láta þau f'innast. Maðurinn varð hissa, þegar hann frétti að hún var lifandi, — það leit svo út, sem það hefði mikil áhrif á hann. Mátstríðandi skoðanir háðu bardaga í huga Sutcombes, svo sagði hann með hásum rómi: “Bíðið. Eg má ekki láta vður fara á þenna liátt. Eg óska þess innilega, að þér hefðuð ekki Lomið, — að við hefðum aldrei fundist; en nú höfum við fundist, og----eg sagði yður ósatt áðan, þegar eg sagði að ungfrú Decíma væri á- nægð, því það cr hún ekki.” Vane leit alvarlegur og athugull á hann. “Hún syrgir yfir einhverju, sem hefir átt sér stað, og sem stendur í sambandi við yður,” sagði Sutcombe. “Það er máske eins gott, að þér finnið þana. Hún er hér á eynni.” Vane hrökk við og fölnaði. Nú varð þögn um litla stund, svo sagði hann: “Af því mundi ekkert gott leiða. Að sjá mig mundi að eins hryggja hana. ” “M”eð öðrum orðum,” sagði Sutcombe æst- ur. “Þér eruð hræddur við að finna liana. Þér liafið hagað yður svo illa, að þér viljið helzt ekki sjá hana aftur. Það er eins og eg hélt. þér cruð heigull, hr. Mortimer. ” Vane fölnaði enn meira; en hann beit á vör- ina, dró andann með erfiðleikum og hélt sjálf- stjórn sinni. “Jáv” sagði hann rólegur, “eg er heigull - en ekki af því tagi, sem þér haldið, Sutcombe lávarður.” “Eg á bágt með að sjá muninn á hinum ýmsu tegundum,” sagði Sutcombe hranalega. ‘ • Maður, sem dregur sig í hlé eins og þér gerið, er ómenni, sem verðskuldar að vera barinn. Eg hefi enga svipu, enl---” Hálfbrjálaður af reiði og beiskum hugsun- um, greip liann trjágrein, sem lá á jörðinni, og lireyfði sig eins og hann ætlaði að berja and- stæðing sinn í andlitið með henni. Vane slepti bysisunni, tók í handlegg Sutcombes, hélt honum kyrrum og varðist högginu. Sutcombe reyndi að losa sig, og næstum því áður en þeir vissu af, voru þeir farnir að fljúgast á. Þeir voru hér nm bil jafn sterkir og liðugir, en byssan, sem bvonigur þeirra hugsaði um, kom nú til sög- unnar sem þriðji aðili. Annar hvor þeirra hafði komið við gikkinn, því skotið reið af, og hálf- gert í blindni fann Sutcombe, að handtak Vane losnaði og að hann féll aftur á bak. 24. IvAPITULI. Á einu augnabliki hvarf hin trylta, tak- markalausa reiði Sutcombes, og hreinskilnis- lega iðrandi reyndi liann að hlynna að þeim manni, sem hann fyrir fáum augnablikum síðan hafði ætlað að hegna með því að berja hann. “Eruð þér særður?” spurði hann kvíðandi. Vane reyndi að brosa og svara neitandi, en áð- ur en hann gat sagt nokkuð, leið yfir hann. Sut- combe lagði hann niður, tók upp konjaksflösku og gat helt dálitlu inn á milli vara hans. Að nokkurri stundu liðinni fékk særði maðurinn meðvitund sína aftur, Sutcombe til mikils létt- is og ánægju. “Eg er hræddur um, að þér hafið meiðst mikið,” sagði Sutcombe. “Mér þykir það af- arleitt; þetta var að eins tilviljun — annarhvor okkar hefir komið við byssugikkinn—” “Eg skil það,” sagði Vane veiklulega. “Kúlan — því til allrar hamingju var það kúla en ekki högl, sem byssan var hlaðin með — hitti mig í öxlina. Það er ekki stórt sár. Ofurlítið meira af konjaki. Þökk fyrir. Ef þér getið hjálpað mér niður í bátinn — það er ekki langt — gefið mér dálítið af vatni — þá held eg að eg geti komist það — eg hefi áhald í bátnum, sem \ ið getum náð kúlunni með, ef hún er þar enn þá.” “Eg get .gtvegað hjálp, ef þér getið beðið,” sagði Sutcombe, en Vane hnyklaði brýrnar og hristi höfuðið. “Þess er engin þörf; réttið mér handlegg yðar, þá eruð þér vænn. Kæra þökk, nú göng- um við. ’ ’ Leiðin frá ))essu sorglega, skoplega leik- sviði fanst Sutcombe óendanleg — máske lengri en Vane fanst hún vera, sem var mjög magnltill þótt hann hefði ekki sárar tilfinningar. Loks- ins komu'þcir þangað. Vane lagðist niður á bakkanum og sagði Sutcombe livar hann gæti fundið áhöldin. Fiskibáturinn var laglegt, lítið skip, með ofurlitla káetu, sein var mjög hagkvæmlega út- liúin. ()g Sutcombe sá undir eins, að það var lieldrimaður, sem þannig liafði búið um sig. Hann fann litla leðurhylkið með áhöldunum og nokkrum umbúðum, og að lítilli stundu liðinni var hann búinn að taka fötin af öxl Vane. “Kúlan hefir farið í gegn um ketið og upp á við; sárið er hreint,” sagði hann. “Það hélt eg líka,” sagði Vane. “Ef þér getið stöðvað blóðrásina-------eg sé, að þetta er ekki í fyrsta skifti, sem þér eigið við skotsár, Sutcombe lávarður,” bætti liann við, þegar Sut- combe með læknisfimni stöðvaði blóðrásina og batt um sárið. “]ýú skal eg viðurkenna, að það sem mig kvelur mest er sultur. Það er kanna með súpu í káetunni------— ” . Sutcombe fann hana, hitaði hana á spíritus stónni og fór með hana og brauð til sjúklings- ins. “ Etið þér líka,” sagði Vane. “Ef við neyt- um brauðs í félagsskap, þá munum við ekki lenda í þrætu aftur. Verið þér ekki svona hnugg- inn, góði minn — það var eins mikið mér að kenna og yður — já, í raun réttri meira. Eg átti ekkert erindi hingað.” Sutcombe liristi höfuðið. “Eg álít, að þér hafið meiri heimild til að vera hér — til eyjarinnar og alls, — heldur en nokkur annar maður, að undanskilinni—” “Ungfrú Wood, nefnduð þér hana,” sagði Yane. — Hann vissi af eðlisleiðslu sinni, að þessi laglegi ungi maður var keppinautur sinn og samt sein áður gat hann ekki forðast að láta sér geðjast vel að honum. “Mér þætti gaman að vita, hve mikið hún hefir sagt yður, Sutcombe lávarðar,” sagði hann hugsandi. “Mér þætti lfka gaman að vita, hvort þér koin- uð hingað með henni—” “Ungfrú Wood kom hingað með mínu skipi, Aríel. Við mistum nærri alt sem við áttum, og ungfrú Wood, sem vissi um gullið á þessari eyju, datt í hug að vilja endurgjalda okkur í- myndaða velvild með þessu gulli.” v “Það er henni líkt,” hvíslaði Vane. “Iívað segið þér!” “Ekki neitt. Eg var að eins að tala við sjálfan mig; það er lélegur vani, sem eg hefi tekið upp síðan eg hafði engan annan að tala við.” “Ungfrú Wood bjargaði sér á land hér eft- ir skipbrotið með Alpínu, og reynsla hennar liefir hlotið að vera kveljandi, svo kveljandi, að hún hefir aldrei minst á það einu orði,” bætti Sutcombe við. Vane leit niður. Þetta voru honum von- brigði. Já, hún hefir hlotið að vera kveljandi> fyrst hún nefndi ekki einu sinni nafn liðns, því hefði hún gert það, þá hefði Sutcombe lávarð- ur vitað, að hann hét ekki Richard Mortimer. L>að var auðséð. að henni var enn þá í nöp við hann, var enn þá óánægð með liina þvinguðu giftingu sína. Hann kæfði niður þunga stunu. “Kæra þökk,” sagði hann. “Eg vildi að eg gæti verið eins hreinskilinn og þér hafið ver- ið, Sutcombe lávarður, en varir mína yeru lok- aðar. Eg ætla út í bátinn undir eins og eg get, og sigli héðan, og eins og eg sagði, kem eg hingað aldrei aftur.” — Hann þagnaði allra snöggvast, svo bætti hann við: “Við höguðum okkur lítið betur en skóladrengir áðan, og það er líklega eins gott, að enginn fái að vita um þenna litla viðburð okkar á millif ” Sutcombe leit til hans þegjandi og Vane sagði rólegur: “Ef yður finst að þér hafið sloppið bezt frá þessum viðburði, þá getið þér sem endurgjald lofað því, að þér segið kvenfólkinu ekki frá því, að eg hafi verið hér á eyjunni.” Sutcoinbe hugsaði sig um nokkrar mínútur. “Já, — með einu skilyrði,” sagði hann, “og það er, að þér leggið drengskap vðar við að sú stúlka, sem eg kalla ungfrú Wood, hafi enga ástæðu til að ásaka yður.” Vane leit undrandi á hann. “Eg samþykki skiiyrði yðar, Sutcombe lávarður. Hún hefir áreiðanlega enga ástæðu til þess. Af ásettu ráði hefi eg aldrei móðgað þessa stúlku, livorki með orðum, hugsunum eða gjörðum. Hér er liönd mín því til sönnunar.” Sutcomlæ tók í hönd hans og kinkaði kolli alvarlega. “Það er eitt leyndarmál, sem eg ekki skil,” sagði hann lágt, “en eg trúi yður og treysti yð- ur. Þér getið ekki siglt í burtu strax, þér eruð ekki fær um það. Það væri hrein og bein vit- leysa. Vcrið þér kyrrir hér þangað til á morg- un, eg skal koma liingað fyrir hádegið, og ef yður finst þá að þér séuð nógu frískur, þá skul- um við tala nánara um þetta efni.” Að lítilli stundu liðinni samþykti Vane hik- andi þetta fyrirkomulag. “Mér er nauðugt að koma með mótmæli,” sagði hann, “en er ekki kominn tími til, að þér farið aftur til kvenfólksins? Þær verða máske hræddar um yður.” Þegar Sutcombe var farinn, sat Vane og studdi hönd undir kinn. Hann starði fram und- an sér með beiskum hugsunum. Hann hugði sig skilja alt svo vel núna. Þessi maður, með fallegu bláu augun og aðlað- andi framkoinu, var auðvitað ástfanginn af Nínu, og liún — endurgalt auðvitað tilfinning- ar hans. Hvers vegna ekki? Var hann ekki slíkur maður, sem ungar stúlkur verða ást- fangnar af ? Og hann, Vane, stóð á milli þeirra — hann var þröskuldur á gæfuleið þeirra og evðilagði líf þeirra. Það voru dutlungar for- laganna, að hann var dæmdur til að vera í vegi l’yrir gæfu annara. Hann hafði staðið á milli Júlían og Júdith, en í Jæssu tilfelli liafði hann sjálfur flutt sig úr vegi. Gat hann gert það líka hér? Hví ekki það? Hann hugsaði um þetta með vaxandi gremju langa stund, og loksins L.omst hann að ákveðinni niðurstöðu. Hpv” fann, að hann var mjög magnþrota og þrevttur eftjr blóðmissinn, svo liann lagðist út af þar sem hann sat, lagði höfuðið á handlegg sér og sofnaði. Sutcombe hafði lofað að koma heim klukk- an fimm, en hann kom ekki, og þegar tíminn leið án þess hann kæmi, urðu ungu stúlkurnar, eink- um Vivíenna, órólegar. “ Haldið þér, að hann liafi getað orðið fyr- ir nokkru óhappi?” spurði hún kvíðandi. “Hann er vanalega hræddur við að vera seint á ferð á kvöldin, því liann veit það ollir mér ó- róa. Minnist þess, að hann er alveg aleinn þarna úti á eyjunni.” “Eg get ekki lialdið, að honum hafi viljað neitt óhapp til,” sagði Nína, “en eg skal strax komast eftir því.” “Decíma! Þér ætlið þó ekki að fara ein- samlar þangað?” sagði Vivíenna skelkuð. “Hví þá ekki?” s^urði Nína brosandi. “Eg hefi oft gengið eins langt og lengra alein á þess- ari evju, og eg er ekki hrædd; jiað er í rauninni ekkert að hræðast. Við þrjú erum hér alein, og hér er ekkert dýr, sem er viltara en andirnar. Nú fer eg — nei, þér getið ekki farið, það er alt of langt. Að líkindum mæti eg lir. Sutcombe, áður en eg er komin mjög langt. Látið nú ekki kjarkinn strjúka frá vður á meðan eg er fjarverandi,” agði hún hlæjandi, og svo lagði hún af stað. Hún gekk hratt í áttina til dalsins, og hún l efði mætt Sutcombe, ef hann hefði komið beina leið frá vinnusviðinu, en hann kom neðan frá smvarströndinni og þess vegna sá hún hann ekki. Þegar hún kom þangað sem hann vann og sá hann ekki, varð hún óróleg. Hún nam stað- ar og leit í kring um sig og kom þá auga á spor- in, sem lágu niður að sjónum. Enn þá hrædd- ari fylgdi lnin sporunuip, og koin þá innan lít- íls tíma auga á bátinn. Hún stóð kvr og hjarta hennar barðist ákaft. Hvaða þýðingu hafði þetta? Auðvitað hafði einhver fundið eyjuna og var kominn Sutcombe lávarði á óvarU Höfðu þeir tekið hann nauðugan með sér, eða var hann farinn af frjálsum vilja? Það væri gagnslaust að fara heim aftur og hræða lafði Vivíennu; nú varð hún að komast eftir livað, orðið væri af Sutcombe lávarði, áður en hún gerði nokkuð annað. Hún læddist bak við stærstu steinana og nálægðist bátinn með varkárni, og varð hissa á j>ví að sjá engan rnann í honum. Hún herti upp liugann og læddist enn þá nær honum og horfði ávalt á hann; svo kom hún alt í einu að manni, sem lá endilangur á jörðinni. Hún rak upp lágt hljóð og liörfaði aftur á bak skelkuð. Maðurinn svaf og huldi andlitið að hálfu leyti með handleggnum. En henni fanst eins og hún hefði einhvern tíma jiekt jiessa persónu áður, og það var sem þoka breiddist vfir hin undrandi og hræddu augu liennar. Þetta var Vane Mannering. Fyrst hélt hún að augun hefðu tælt sig — og að þetta væri að eins ímyndun, afleiðing jiess, að hún hugsaði ávalt um hann, og að þessi sofandi maður va*ri að eins líkur þeim sem hún elskaði. En þegar liún kom nær og laut niður að honum, sá hún að þetta var Vane. Nú glevmdi hún undir eins allri tímalengd, og fanst að kvöldið væri komið aftur, þegar hún fyrir löngu, löngu síðan laut niður að honum og hann vaknaði og greip svo fast um handlegg hennar, að hana kendi til. En jafnskjótt kom nútíminn aitur og alt það, sem átt hafði sér stað síðan hið áminsta kvöld, var sem hyldýpis- gjá á milli þeirra. Svo tók hún eftir tómu erminni og blóðugu umbúðunum á öxlinni, er vakti hjá henni með- aumkvun en jafnframt kvíða. Vane hér og særður? Hvers vegna var liann kominn? Plvaða forlög höfðy rekið hann aftur til þessar- ar eyjar, og fleygt honum fyrir fætur hennar ? Hvers vegna hafði hann yfirgefið stúlkuna, er húu liafði séð í leikhúsinu,—þá Judith, hverrar mynd hann bar við lijarta sitt í treyjuvasan- um? Var hann kominn til að leita að mér? Var hann kominn af því endurminningar um eyjuna stóðu eins glögt fvrir hugskotssjónum lians eins og mínum? Að þessu spurði hún sjálfa sig. Blóðið rann lieitit og liratt um æðar henn- ar og litaði andlitið rautt. Eitt augnablik á- leit hún að þetta væri mögulegt, og hjarta henn- ar sló afar hart. Þráin eftir að mega horfa í augu lians og heyra hann tala greip hana með ómótstæðilegu afli, svo að hún laut niður að honum og varir hennar snertu enni hans, hún stóð á öndinni og dró sig í hlé. Að lýsa vonum bennar er ekki mögulegt, jiví þær voru blandnar svo miklum kvíða. Þó að snerting liennar hefði verið mjög létt og hæg, vakti hún hann samt. Hann opnaði augun með ruglingslegum svip í fyrstunni, en þegar hann náði fullri meðvitund aftur, þá starði hann undrandi á hana, eins og liann tryði því ekki, að þetta væri hú^i. Augnabliki síðar var hann staðinn á fætur og sagði: “Nína.” R. S. ROBINSON Statmtt 1«U HWtiwtsn s2so.ooo.ee Kaupir og selur eiiHi tMttu. Wuk.. 0. S. A. Edm.itt... AHL l. r». K.nre, 0«L Sendlð beint til Húðir, Ull og Seneca Rót Saltaðar og frosnar nautshúðir ......25—.30 Saltaðar og frosnar Kiphúðir ........35—.40 Saltaðar og frosnar Kálfshúðir ......45—.50 Hrossahúðir, hver ................. $5—$12 Ull, pundið .........................35—.45 Prirae Seneca rætur .................. $1.35 Hæzta verð fyrir ktndagærnr. HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG Einnig 150-152 Pacific Ave. East Notið tœkifœrið! Vér viljum fá 500 íslenzka menn til þess að læra meðferð á dráttvélum (tractors), einnig alt sem lýtur að Welding og Batt- ery vinnu. Eftirspurn eftir slíkum sérfræðingum ier afarmikil. Afbragðs kaup, þetta frá $100 til $300 um mánuðinn. — Mörg hundruð íslendinga hafa lært hjá oss síðast liðin fimm ár. — Lærið góða handiðn að vetrinum og byrjið fyrir eigin reikning. Ókeypis atvinnu-skrifstofa vor leiðbeinir yður að loknu námi. Vér höfum allar tegundir Automobíla og annara véla við hend- iná, sem lærlingar fá að æfa sig á. Fónið oss eða skrifið eftir ó- keypis kensluskrá. Komið og skoðið vorn nýtýzku-skóla. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED, Rétt hjá Slrand leikhúsinu. Office, 626 Main St., Winnipeg Útibú: Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver. ti/< .. | • \i» timbur, fjalviður af öllum , Nyjar vorubirgðir t.gu„dum, grirettur oe ai- i konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir j að sýna þó ekkert sé keypt. , ! The Empire Sash & Door Co. Umitsd HENRY AVE. EAST WINNIPEG The Campbell Studio Nafnkunnir ljósmyodasmiðir Scott Bfock, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og tlzta ljósmyndastofan I Winnipeg og ein af þeim stærsta og bsztn í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. • /•N!VéY.v#v*r/ív*.vév Adanac Grain Co., Ltd. 408—418 Grain Exchange WINNIPEG, - - MANITOBA Vér ábyrgjumst sanngjarna flokkun og sendum liverjum viðskiftavini hluthafamiða—Participa- tion Certificate, og högum verzlun vorri að öllu leyti samkvæmt fyrirmælum stjórnar og laga Stjórnarleyfi og ábyrgð Skrifið sem fyrst eftir upplýsingum og Sendið Oss Svo Korn Yðar Allar Allar tegundir af tegundir af KOLUM EMPIRE C0AL C0MPANY Ltd. Tals. Garry 238 og 239 Kaupið Kolin Undirems pér sparið með því að kaupa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL LINKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 2620 Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.