Lögberg - 06.11.1919, Qupperneq 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTLTDAGINN 6. NÓVEMBER 1919
3£öqbna
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,*Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: GAIIRY 11« og 117
m
m
í
-
;?
m
m
\
B
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Utanáskrift til blaðsins:
TN,E eOLUMBI^ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, K|an-
Utanáakrift ritstjórans:
EOITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipeg, K|an.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
-27
!»iiiít!iii»iiHi;;iiii|ii!nniimnniiinn"i''iiiu"iii!i;iiiiii!im;|:iii:|i^
Séra Jón Bjarnason.
Allar þjóðir eiga endurminningar um mæta
fnenn. Svo mikið er af þakklæti til í mannlegu
eðli, að það eru að minsta kosti sumir menn,
sem þjóðirnar ekki vilja gleyma. Þegar þörf-
in var mest, komu hér í ljós afburðamennirnir,
sem hetjur, er allir dáðust að, sem leiðtogar,
er allir fúslega fvlgdu, sem stórmenni andans,
er hvarvetna vöktu göfugar hugsjónir.
Ekki er það þakklætistilfnningin ein, sem
heldur þessum mönnum lifandi í hugum þeirra,
sem á eftir þeim koma, heldur eru það verk
þeirra, sem menn halda áfram að nota löngu
eftir að jarðneskar leifar þeirra eru komnar
nndir græma torfu. Þeir eru stjörnur, sem
ljóma á söguhimninum og sem menn sífelt láta
vísa sér veg. í sumum tilfellum var verkum
þeirra þannig varið, að þjóðin getur sífelt bent
á ]iau til fyrirmyndar, og stundum liggja eftir
þá rit eða önnur listaverk, sem öld eftir öld eru
mönnum ánægjuefni og andlegur forði.
fslendingar í Ameríku voru svo hepnir, að
eiga í andlegum málum hinn mætasta mann
fyrir leiðtoga á þeim árunum, þegar þeir voru
að festa iætur í þessu landi, og þegar líf þeirra
var að stevpast í liinu nýja móti.
Sá maður var séra .Jón Bjamason.
Hann var fæddur að Þvottá í Alftafirði í
Suður-Múlasvslu á íslandi 15. dag nóvember-
mánaðar árið 1845. Næstkomandi 15. nóv. eru
því liðin 74 ár frá fæðingu hans.
Nafn séra Jóns' gleymist ekki fljótt meðal
íslendinga austan hafs eða vestan. En það
mun vera sannleikur, að því að eins lifa endur-
minningar um mikla menn og verða eipstak-
lingurn og þjóðum að notum, að að þeim endur-
minningum sé hlúð. Tökum til dæmis Henry
Melchior Muhlenberg, föður lútersku kirkjunn-
ar í Amerfku. Margar bækur hafa verið um
hann ritaðar og óteljandi fjöldi fyrirlestra
fluttur. Það má segja, að nafn hans sé á vör-
um því nær hvers einasta lútersks prests í Vest-
urheimi. Sýknt og heilagt er vitnað í hann af
lærðum og leikuip sem fyrirmynd í einhverju
því, er lýtur að starfi kirkjunnar. Eins og vatni
úr Urðarbrunni var ausið upp á ask Yggdras-
ils til þess að halda honum sfgrænum, eins verð-
ur þessi sífelda aðhlynning endurminninganna
um mikilmennin til þess að þau lifa í hugum
fólksins Tíynslóð eftir kynslóð og áhrif þeirra
eru sígræn.
Séra Jón verðskuldar það, að minning
harls lifi. Fyrst ruddi hann sjálfum sér, með
ágætum liæfileikum sínum, einbeitni og sam-
vizkusemi glæsilega braut sem ungur maður í
ókunnu landi, Bandaríkjunum. Svo fórnaði
hann öllu þessu til þess að verða einn þáttur-
inn í hinu aumasta frumbyggjalífi, sem fslend-
ingar hafa nokkurn tíma lifað í þessari heims-
álfu. Að síðustu lagði hann fram alla þá
krafta, sein hann átti, til að stofnsetja hér þá
kristni, og kirkju, seiti standa mætti fyrir alda
og óborna í þjóðlífi Vestur-fslendinga. f öllu
þessu starfi var hann svo skýr og sanngjarn í
allri hugsun, svo víðsýnn andlega og víðtækur
að þekkingu, svo fastur og drenglundaður sem
leiðtogi, svo dyggur Kristi og kirkju, svo mik-
ilhæfur í ræðu og riti, svo sannur maður í hví-
vetna, að öllum, jafnvel ákveðntím mótstöðu-
mönnum hans, var það ósjálfrátt að bera virð-
ingu fyrir honum. Heit og.lifandi var trú hans
á frelsarann. Aldrei liöfum vér þekt mann,
sem einlægari gæði, hafði til að bera, aldrei
mann, sem ósjálfrátt dró oss meira að sér, aldr-
ei mann, sem var blíðari eða betri við böm en
hann. Vér vorum hepnir að eiga hann fyrir
leiðtoga í sköpunarsögu vorrar vestur-íslenzku
lcirkju. Engan leiðtoga höfum vér átt eins og
hann var og enn sem komið er eigum vér eng-
an hans jafningja.
En þá verðum vér að leggja rækt við
minningu hans.
Vel til fallið sýnist mér, að vér höldum há-
tíðlegan afmælisdag hans og notum það tæki-
færi til að bernla á það, sem göfugt var í æfi-
starfi hans og færa oss í nyt það, sem eftir
hann liggur ritað, áður prentað eða áður ó-
prentað. Um verulega andlega gullnámu er
að ræða, ]>ar sem eru ritverk séra Jóns Bjarna-
sonar.
Orð þessi eru rituð fremur til að benda á
nauðsyn og skvldu, sem vér vanrækjum ekki
nema oss til stórtjóns, heldur en til að vera
nokkur lýsing á séra Jóni. Síðar má rita miklu
meira um manninn og verk hans. Enn fremur
eru þessi orð rituð til að framfvlgja þeirri sam-
þykt síðasta kirkjuþings, að birta eitthvað eftir
hann eða rita eitthvað um liann svo fólki gæfist,
köstur á um þetta leyti, að athuga verk hans og
göfuga persónu. Þessum orðum fvlgir svo
prédikun, sem hann flutti í VVinnipeg árið 1890.
R. Marteinsson.
T A R I N.
“Nú er Jesús kom svo nær, að hann sá
borgina, grét hann yfir henni.” — Svona byrj-
ar guðspjallið kirkjulega fyrir daginn í dag, og
það er nú textinn minn fyrir þetta kvöld. Text-
inn byrjar á því, að sýna oss Jesúm grátandi.
Það er einhver göfugasta sýning, sem hin guð-
lega opinberan kristindólmsins getur komið
með, þetta: Jesús grátandi. Að minsta kosti
finst mér, að eg geti ekkert göfugra horft á
með augum minnar veiku trúar, en þetta, sem
hér er sýnt. Þegar eg hugsa um Jesúm Krist
grátanda og hugsa jafnframt um þær tilfinn-
ingar í sálu hans, er lágu til grundvallar fyrir
tárunum, sem hann feldi, hugsa um þá sorg og
og þá trú og þann kærleika, sem tárin hans bera
vott um, þá finst mér tárin, einmitt þessi Jesú
tár, vera perlurnar í kristindóminum. Tárin í
æfisögu Jesú eru perlur. og perlurnar í æfisögu
allra beztu mannanna, sem lifað hafa, og
þeirra, sem enn lifa, eru einmitt tárin þeirra.
Kærleikstárin, sem jafnt og þétt eru feld víðs-
vegar um hinn jarðneska mannheim, eru perl-
urnar í mannkynssögunnni.
Munið þér eftir hinu makalausa æfintýri
eftir danska heimsskáldið Hans Christian And-
ersen, sem heitir Móðirin? Hún misti barnið
sitt, inndælt elskulegt barn. Dauðinn kom inn
í kofann hennar, þar sem hún í sinni miklu fá-
tækt vakti yfir því fárveiku, þreytt, niðurbrot-
in, hrædd, áhyggjufull en svo undur sorgbitin.
Hann kom til þess að sækja blessað líðandi
barnið og bera það heim til drottins. Hann var
farinn með það burtu áður eh hún vissi og al-
gjörlega kominn úr augsýn. Alt var horfið út
í dimma og kalda vetrarnóttina. En hve bilt
henni var við, er barnið hennar va.r horfið. Hún
skundaði út í ofboði á eftir dauðanum xil þess
að ná frá honum barninu sínu. Hvern sem hún
hitti spurði hún, hvort hann hefði ekki séð
dauðann fara með barnið sitt og hverja leið
hún ætti að halda á eftir honum. Jú. þeir höfðu
hver um sig séð til dauðans; en til þess að þeir
segði henni til vegar, varð hún að gjöra sinn
greiðann hverjum þeirra. Hún gjörði það með
ánægiu. Hún söng alla söngvana, sem hún hafði
sungið vfir barninu smu, meðan það var hjá
henni. Hún söng þá fyrir nóttina og grét um
leið, og hún söng eins og hún alt af áður hafði
gjört, er hún söng yfir barninu, og svo vísaði
nóttin henni veginn. Svo við næstu vegamót
varð hélaður, alfrosinn þyrnirunnur fyrir
henni. Til þess að vísa henni veg heimtaði
þyrnirunnurinn af henni, að hún þíddi hann
upp við hjarta sitt. Það gjörði hún með á-
nægju, og eins með ánægju fyrir því, þó að
þyrnarnir stingi hana, svo að blóðið drevrði úr
brjósti liennar í stórum dropum. Loks kom hún
að stóru hafi, sem náttúrlega var henni ófært
að komast yfir um, því ekkert var skipið, og
hafið líka hálf-lagt með ís, sem þó ekki nærri
því var mannheklur. Svo ætlaði hún í ofboði
að reyna að drekka upp sjóinn, sem auðvitað
var ógjörningur. Þá sagði sjórinn: Þetta
tekst þér aldrei; við skulum heldur koma okkur
saman. Mér þykir gaman að safna perlum,
og augun þín eru skærustu perlurnar, sem eg
hefi séð; viljirðu gráta þeim til mín, þá skal eg
bera þig til stóra gróðrarhússins, þar sem
dauðinn býr og gætir blóma og trjáa; hvert
þeirra um sig er mannslíf. — Alt viidi móðirin
til vinna til að komast til barnsins síns, og því
hugsaði hún sig ekki lengi um að taka þessum
kosti. Hún grét, þar til augu hennar hnigu
niður á hafsbotn og urðu að tveim dýrindis-
peijlum. Og sjórinn kastaði henni I einni
sveiflu yfir á ströndina fyrir handan. Nú var
hún komin þangað, sem dauðinn átti heima
þangað var hann á ferðinni með barnið hennar.
Dauðans var ekki lengi að bíða, hann var rétt
á eftir henni, og þegar hann kom, kom hann
með augu hennar. “Eg hefi,” sagði hann,
slætt þau upp úr sjónum; það stóð svo mikil
birta af þeim; eg vissi ekki að það voru augun
þín. Þau eru skærari núna, en þau voru áður. ”
Móðirin, sem nú var búin að láta burtu svarta
hárið sitt fagra og fá hvítt í staðinn, var stödd
í blómareiti þeirn, er dauðinn hafði til gæzlu,
þegar hann kom og hafði gripið tvö blóm sitt í
hvora liönd og sagðist skyldi slíta þau og öll hin
blómin upp. ef hann skilaði ekki barninu sínu.
“Ætlarðu að gjöra aðra móður jafn-ólánssama
og þú ert?” sagði dauðinn við konuna, og svo
um Jeið og hann skilaði henni aftur augunum
hennar, bað hann hana líta niður í djúpan
brunn þar fast hjá, og þá myndi hún sjá ó-
komnu a*fina barnanna, sem áttu blómin, er hún
var að því komin að slíta upp. Og hún leit í
brunninn og sá tónm gæfu liggjandi fyrir öðru
barninu, en tóint böl fyrir hinu. Og hún fékk
að vita, að annað barnið þetta var hennar
barn. Og hún hætti að hei'mta barnið sitt aft-
ur. Hún hneigði höfuðið og vilja sinn undir
guðs vilja. Og dauðinn fór með barnið hennar
hina ákveðnu leið, heim, heim til drottins.
Eg gat ekki stilt mig að koma með sv&na
mikið af þessu fagra, háskáldlega og hákristi-
lega æfintýri, þó að mikið af því liggi nií eigin-
lega fyrir utan umtalsefni mitt út af textanum.
Það voru perlurnar í æfintýrinu, tár móðurinn-
ar horfandi, leitandi eftir barninu sínu, eða
augu hennar út af tárunum orðin að perlum
niðri á hafsbotni, svo skærum, að dauðinn hafði
engar eins fagrar séð, — það voru þær, sem
tluttu mig úr upphafi texta míns, þar sem allur
heimur horfir á Jesúm Krist grátanda, mitt inn
í þetta æfintýri. Því, eins og eg sagði, eg lít á
þessi tár Jesú og öll önnur tár á hinni jarðnesku
æfi .lians, eins og perlurnar í æfisögu hans.
Og hver sem getur grátið eitthvað svipuð-
um táruin eins og þeim, er Jesús feldi um dag-
ana, og þó þau séu nú ekki nema eins og tárin
móðurinnar í æfintýrinu, brennheit kærleiks-
tár, hjartanleg sorgartár, sem um stund jafnvel
svifta menn sjóninni á vísdómi guðs, þegar
hann lætur mótlætishríðarnar yfir menn dynja,
hver sem slíkuni tárum grætur, hann á dýrmæt-
ar, himneskar, bjartar og blikandi perlur í sinni
aJ'isögu. Eg veit vel, að tárin fylgja rnanni
ekki inn í eilífðina. Þegar komið er til guðs í
dýrðina himnesku, þá eru’ öll tár þerruð. En
af öllu jarðnesku, sem mannh'finu fylgir, af
öllu, sem að eins einkennir þetta jarðneska
mannlíf, virðist mér ekkert betur lagað til þess
að gjöra mann að litlu barni, guðs barni, koma-
manni til þess að krjúpa tilbiðjandi við fótskör
drottins, flytja mann í anda iun í guðs himinn.
Vitaskuld man eg það, sem sldlldið tekur fram,
að heimurinn á tvennskyns tár, þau til eru bæði
mjúk og sár: önnur frá himins sælum sölum, er
svölun veita mæddum hölum; en hin eru járn-
köld éljadrög, jafn-bitur eins og spjótalög. Eg
veit, að það eru til gremjunnar tár eins víst og
til eru regluleg kærleiks- og sorgar-tár. Og eg
veit og viðurkenni, að svo lengi sem tárin eru
gremjunnar tár lyfta þau engum, eða að minsta
kosti ekki þeim, sem þau fella, í hæðina til drott •
ins. En þetta breytir að engu leyti máli mínu,
]>ví það er mitt kristilegt uppástand, að tárin,
eins og alt annað i mannlífinu, eigi að geta kom-
ist undir áhrif eða áblástur guðs heilaga anda,
og þegar svo er komið, þá eru gremjunnar og
guðleysisins tár ekki framar til. Kærleiksfull
sorg eða jafnvel kærleiksfull gleði ræður þá
tárunum og skín út úr þeim. Um slík tár er eg
í þetta skifti að liugsa, og um slík tár vildi eg
tala. Hin tárin vildi eg helzt alveg leiða hjá
mér. Þegar eg hugsa um Jesúm grátanda,
hann, hinn heilaga, með tárin í augunum, þá er
líka auðvitað, að öll önnur tár en þau, sem að
einhverju leyti líkjast hans. geta verið mér ó-
viðkomandi — A skáldlegu máli er stundum
sagt, að í hverjum daggardropa speglist öll
himinhvelfingin; þar Tnætist þá himinn og jörð
í þeim litla dropa. 1 einu tári, slíku tári og eg
er nú um að hugsa, mætast himinn og jörð í enn
þá æðra skilningi
Þegar hann, sem er ljómi guðs dýrðar og
ímynd hans veru, stendur hér niðri á jörðinni
með tárin í augunum, þá sé eg guðdóminn kom-
inn manndóminum svo nálægt sem mest má
verða. Og þegar eg hugsa ulm móðurina í æf-
intýrinu og táraperlurnar hennar eins skærar
og skínandi eins og liin lieita móðurást hennar
gjörði þær, og liugsa um allar slíkar perlur,
sem mannkynssagan á í eigu sinni, þá dylst það
ekki fyrir mér, að þegar slíkar perlur verða til
hér niðri í jarðneskum mannheimum, þá stend-
ur manneðlið svo nálægt guði í hans kærleiks-
eðli, sem verða má. 1 tárunum mætir maðurinn
guði, í tárunum mætir guð, þegar hann í Jesú
Kristi er maður orðinn, hverjum einasta mann-
legum einstakling jafnvel fremur en með nokkru
öðru. Manneðlið speglast í tárum frelsarans í
alveg fram úr skarandi skilningi. Og guðs-
myndareðli mannsins, liversu Ktilmótlegur sem
hann er og eg get jafnvel bætt við: hversu mik-
ill stórsyndari sem hann er, speglast í tárum
hans. — Munið þér eftir bersyndugu konunni,
sem kom inn í hús Símonar Farísea, þegar Jes-
ús var þar að heimboði, nam staðar að baka til
við frelsarann, tók til að slmyrja fætur hans
með oKunni úr alabasturskrúsinni, er hún hafði
í hendinni, en um leið og hún smurði hann,
hrundu tárin úr augum hennar ofan yfir hinn
tilbeiðsluverða, er hún með smurningunni var
að sýna lotning? Af hverju komu tárin fram
í augu hennar og hrundu svo títt og óstöðv-
andi f Svar: Hún gat ekki annað í návist hans,
hins heilaga og réttláta og kærleiksfulla, en
hugsað um það, hve mikill syndari hún var
sjáíf. Hún vissi, að hann hafði vald til að fyr-
irgefa syndir, og að hann var fús til að fyrir-
gefa svndir, en það var svo dæmalaust mikið,
sem hún hafði syndgað, og því þurfti hún svo
dæmalaust mikiílar fyrirgefningar við. Þess
vegna komu nú tárin, sorgartárin, gleðitárin,
alveg óstöðvandi. Aldrei hafði hún koimist guð-
dóminum eins nálægt og nú. Aldrei hafði lienn-
ar eigið guðsmyndareðli eins fengið tækifæri
til að koma fram eins og nú. Þess vegna grét
hún eins og hún grét. Og af öllum þeim, sem
voru þarna í veizlusalnum, var þessi aumingja
stórsynduga kona alveg vafalaust sú persónan, .
sem næst stóð hjarta guðs og frelsarans. Það
voru tárin hennar, með ]ieim tilfinningum, trú,
von og kærleika, sem í þeim lá, sem fluttu þenn-
an stórsyndara svo nálægt drotni, nær honum
en alla hina. Það er heilög saga, sem hvert ein-
stakt slíkt tár getur sagt fvrir hvern þann, er
lesa kann úr tárunum. Heil æfisaga getur spegl-
iast í einu einasta tári, full af bæði sorg og gleði,
söknuði og von, kærleika og trú. Allur liðni
tíminn getur speglast í einu tári og allur ókomni
tíminn getur speglast þar líka; hið umliðna og
hið ókomna, tíminn og eilífðin geta mæzt í einu
einasta tári. Blessað litla tár, þú ert dýrðleg
drottins gjöf.
“Þú sæla heimsins svala-lind,
ó silfurskæra tár,
er allri svalar ýta kind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf })ú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartasár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í livert sinn er eg græt,
því drottinn telur tárin mín,
eg trúi’ og huggast læt.”
Eg sagði áðan: Manneðlið speglast í tár-
um frelsarans í fram úr skarandi silningi. —
Eg veit ekki hvort þér hafið skilið mig. En þá
skal eg nú ofurlítið útskýra þau orð mín. Það,
er eins konar veikleiki í mannlegu eðli, sem *
hvert einasta tár ber vott um. Þess vegna
hverfa öll þau tár, þegar komið er inn í eilífð-
ina, því veikleikinn allur lilýtur þar að vera
horfinn. Það er þá enginn vafi á því, að þegar
Jesús stendur með tár í augum, þá stendur
hann þar sein vottur þess, að hann hafi mann-
legan veikleika upp á sig tekinn, og þegar eg sé
Jesúm í mannl. veikleika, tilsýndar svona grát-
andi rétt éins og sjálfan mig. Þegar eg er orð-
inn eins og eg er þegar eg er tninstur, grátandi
eins og lítið barn, þá þykir mér hvað vænst um
hann, frelsarann minn. Eg mæti honum með
mínum tárum, setri eg varla þori að láta heim-
inn sjá, ekki nema einstöku vildar-vini, ekki
neina þá fáu, sem eg er næst því að þora að sýna
algjötlega inn í hjarta mitt, alla innri hliðina á
Kfi mínu. Eg mæti honum með helgidómi
mÍTina eágin tára, inæti honum óhræddur í
trausti hans eigin tára.
Fyndi eg ]>að út úr guðspjallasögunum. að
Jesús Kristur hefði aldrei grátið og þar af leið-
andi aldrei orðið eins veikur og lítill eins og þeg-
ar tárin koma manni fram í augun, þá held eg, að
miiBHIII
The Royal Bank of Canada
HofuBatólI löggiítur $26.000,000
VarasjóCur.. $17,400,000
I‘,,rsetl ...
Vara-forsetl
At5a I - rá ðsinaður
te
HöfuSstðll greiddur $16,800.000
Total Assets over. . $490,000,000
Sir HKRBKKT S. HOI/T
E. L. PEASE
O. E NEILI,
Aliskonar bankastörf afgreldd, Vér byrjuin relknlnga viB einstaklinga
elia félög og aanngjarnlr skllmAlar veittlr. Ávlsanir seldar tll hvaBa
siatiar sem er ft fslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrJðSsinnlögum,
sem byrja mfi meB 1 dollar. Rentur lagBar vlB ft hverjum 6 mftnuBum.
WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsieinson, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thoróarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager
Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager.
l!l<«l!!ai!!iaiai!|:B':|
i ani
II!I;BIII!I
IHiíBWiHIIIII
llllllll!llllllllll!!ll!!l!!li!!llllllll!l!!lllllll!llll!!l!!llll!l!lll!lllll!llllllllll!lll!ll!l!llllllll1lllllllllllllllllllllllllllllli1lllllllllll!lllllllllll!ll!llllllllllllllllll!!IIHIIIIIIIII!8lll!!llllllllllll!im!llll!llllllll|rf
Meinbers Winnlpeg
Grain Exchange.
Members WlnnipeK Grain and Produce
Clearlng Association.
NORTH-WEST COMMISSION C0., LTD.
Islenzkir Hveitikaupmenn
Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange
WINNIPEG, MANITOBA
*
Islenzkir bændur!
Canadastjórnin hefir ákvarðað að ?2.15 sé það, sem við
megum borga sem fyrirfram borgun út. á hveiti í ár fyrir No.
1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað
er. Við viljum einnig miima menn á að við fáum frá stjórn-
inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að
senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hyeiti sitt.
íslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið
okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar
sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um-
boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og
gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða.
Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send. ekki
stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við
það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært.
Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum
sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að
rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað.
petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa
mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo
það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag.
petta er ætíð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver
líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að
einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært.
í sambandi við þær komtegundir, sem að samkepni er
hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en
aðrir. peir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri
eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa.
Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um,
þegar við álítum verð sanngjarnt.
Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við
okkur, og vonum að þeir og allir íslendingar skrifi okkur, þeg-
ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum bréf-
um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku.
Virðingarfylst.
Hannes J. Lindal,
Ráðsmaður.
VEXTIR 0G JAFNFRAMT
O ÖRlfGGASTA TRYGGING
Leggið sparipeninga yðar í 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð-
miða — Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loan.s Assoclation. — Höf-
uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út
fyrir eins til tíu ára tímabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda.
Vcxtlr greiddir við lok hverra sex mánaða.
Skrifið eftir upplýsingum.
Lán handa bændum
Peningar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn
rrljö:
g lágri rentu.
Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja.
The Manitoba Farm Loans Association
WINNIPEG,
MANITOBA
i
VEIDIMENN
Raw Furs til
Sendið
Yðar
HOERNER, WiLLIAMSON & CO.
241 Princess St., Winnipeg
VEL BORGAD fyrir RAW FURS
Sanngjörn flokkun
Peningar sendir um hæl
Sendið eftir brúnu merkiseðlunum
Skrifið eftir
Verðlista vorum
SENDID UNDIREINS!
^ Vér borgum
ý Express kostnað
VERDID ER FYRIRTAK!
eg áræddi ekki einu sinni að trúa á Jesúm Krist. Hann yrði
mér, þessum veika vesaKng, táralaus of-stór, of fjarlægur, of
langt fyrir ofan mig. Ef eg sæi ekkert hjá honum nema þenn-
an óendanlega, óviðjafnanlega, ósigranda kraft, þegar hann
stendur nppi í sínu stríði eins og bjarg í hafróti, þá finst mér
eg myndi ómögulegív áræða að koma honum nærri. Ef guð-
spjöllin sýndu mér hann að eins sem þanm sem ekkert biti á,
eins og þann, er sí og æ væri klæddur í andlega járnbrynju, eins
og þann, er fyrir engu kviði og eltkert hefði áð hræðast, , —
])á held eg, að kristindómurinn hefði varla neitt aðdráttarafl
fyrir mig. Nei, eg þarf að sjá frelsarann í hans veikleika, sjá
liann eins og Kti^ barn, sjá hann þegar hann er líkastur sjálfum
mór í mínum veikleika, til þess að geta skoðað hann sem minn
persónulegan frelsara, trúað á hann eins og þann, er mitt veika
manneðli hefir upp á sig tekið, trúað á hann sem þann, er stend-
ur fast hjá mér þegar eg er allra minstur og mér finst hjartað
í hrjósti mér vera komið að því að bresta, Þess vegna þykir
mér svo undur vænt um hann grátanda. Eg get ekki annað
en tilbeðið hann fvrir öll lians tár. Eg hefi trúað því, að eg
stæði guði mínum svo nálægt, þegar kærleikstár, sorgartár.
saknaðartár, liræðslu tár, vonartár kæmi fram í augu mér —
aldrei nær en þá, aldrei eins nálægt og þá. Og nú, þegar eg
hugsa til Jesú Krists grátanda, veit eg, að mér er óhætt að hafa
þá trú. — Og svo þori eg þá líka í Jesú nafni að biðja: “Láttu
ekki táraliiidirnar, ó guð, algjörlega upp])orna í lífi mínn!