Lögberg - 20.11.1919, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.11.1919, Blaðsíða 4
fiÍB. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NOVEMBER 1919 og felst í djúpi vatnsins, er lykur fjallsins rót En svo er og vor lífs hræring—örfá öldu sog á eyrum lífs er brotna, við myrkan feigðar vog, — Hve ólík er ekki þessi lífsskoðun þeirri, er kemur fram hjá Alfred Tennyson í kvæði hans “Crossing the Bar”: “I hope to see my Pilot face to face, when I have crossed the bar” — eðá eins og Matthías þýðir það: Á brott frá bana storð pó breytist tíð og nöfn; Eg vona’ að sjá þann vin um borð, Sem vísar mér í höfn. —Engin öldusog hér, sem brotna á eyrum lífsins við hinn myi'ka feigðarvog — Kfsvonin her mann í gegn um öldusogið og inn í landið liinu megin við dauðans haf, hjá Tennyson, og fyllir um leið hjörtu manna friði og eilífð- arsælu. í þeim kafla þessa flokks, sem höfundur- inn kallar “æsku ár”, stendur þessi vísa: m ijgberq Gefið út hvem Fimtudag af Tht C«l- umbia Prets, Ltd.,(Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSlMI: GARRY 416 o8 117 Jón 5. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Ijtanáskrift til blaðsins: THE BOlUtyBI^ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, IRar). Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, RJan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriO. -«3*>27 mega mæla, því að nöfn þeirra eru færð inn í verzlunarbækur hjálparstofnananna, og hvert eitt þeirra hefir sögu að segja. Nöfn barna þeirra, sem þannig eru skráð, það sem af er þessu ári, hér í Winnipeg, enx 1,759 að tölu og eru frá 638 heimilum. Af þessum 638 heimilum voru 111 heimili eða for- eldrar, sem voru svo þrotin að manndómi, að þau hirtu ekkert um börn sín, var alveg sama um, hvort þau voru hungruð eða mett, nakin eða klædd, hvort þau lif(5u eða dóu. Oss þykir sennilegt að fólk, sem annars liugsar eða vill sjá, skilji, að ervitt muni vera að komast á lægra menningarstig, en þetta fólk stendur á. Eða þekkja menn nokkur dýr merkurinnar, sem lengra geti komist í ósóman- um í þessa átt, en hér hefir verið gengið! Ef að vér athugum tölu þessara óhamingju- sömu barna, sem inn í verzlunarbækurnar hafa komist, sem eru, eins og tekið hefir verið fram, 1,759 að tölu, nálega einn þriðji partur af öllum börnum, sem fæðst hafa hér í bænum í ár, eða nákvæmar athugað 29.31 af hundraði, þá verð- ur manni á að spyrja, hvernig á þessu geti staðið. Því ólíklegt þykir oss, að nokkrum manni detti í hug að efast um, að þetta sé satt. En ef svo er, þá getum vér sagt þeim hinum sama, að í því efni hefir hann ekkert fyrir sér; sannanir fyrir þessu eru svo átakanlega sann- aðai*, að þar þýða engin mótmæli. Sumir mumi ef til vill segja, að þetta sé ekki nema það, sem hægt sé að búast við af þess- nm útlendingai*æflum, sem hér hafi sópast saman. Þeir hafa nú ekki verið í miklu uppáhaldi, útlendingarnir, í þessu landi. Með fyrirlitning hefir verið um þá talað og margir, sem stara opnum augum út á þetta marglita og mislita þjóðlífshaf og álíta að á botni þess skíni sann- leiksperlurnary rðu að líkindum manna fyrst- ir til þess að trúa því, að hjá útlendingunum mundi ómenskan þróast. En verzlunarbækurnar sanna þó það gagn- stæða. Tökum eftir tölum þeirra af heimilum þeim, sem um er að ræða. Af þessum 638 voru 403 ensk eða enskumælandi, eða sem að menn kalla hér innlend, en 228 heimili, sem útlend- ingar áttu heima á. Af börnum þeim, sem hér er um að ræða, þessum 1,759, þá komu 1,073 frá enskum for- eldrum, en 722 frá útlendingum. A einurn stað í þessum skýrslum, er talað um þau foreldri, sem misboðið hafa börnum sínurn með illmensku, og er þar sagt, að þau séu 22 talsins, og 17 af þeim enskir eða það sem þeir kalla innlendir, en að eins 5 útlenzkir. Enn fremur er tekið fram i þessari skýrslu frá barnaheimilunum, að þau hafi orðið að taka á móti 67 óskilgetnum börnum á árinu (allar þessar tölur eru bundnar við árið 1919) ; af þeim komu 51 frá enskumælandi fólki, eða þeim parti þessa þjóðfélags, eða réttara sagt bæjar- fé.lags, sem þeir kalla innlendan, en 16 fr*á út- lendingum. Það er gaman og göfgandi að horfa á fagr- ar myndir. En myndir þær, sem hér eru sýnd- ar, geta naumast kallast fagrar; því þær sýna það, sem ljótast er í manneðlinu. Og ljótar myndir eru óaðgengilegar og lamandi, þótt stundum komist maður ekki hjá að horfa á þær. En myndir þessar hinar ljótu í þjóðfélag- inu hér í kring um oss, sýna oss annað, og það er, að ekki-er eins eftirsóknarvert og sumir halda, að komast þangað inn. Og líka, að það eru fleiri en Islendingar, sem hafa skran til sölu á gyðingamarkaðinn. Til kaupenda Lögbergs, Það Kður óðum að áramótum. En það er sú tíð, sem allar verzlanir verða að athuga reikninga sína, áður en þær byrja nýja árið. Útgefendur Lögbergs hafa ekki gert sér mikið far um að ónáða kaupendur blaðsins í liðinni tíð — ekki, eins og öllum lesendum þess cr kunnugt, gengið ríkt eftir borguninni fyrir Ixlaðið.— En það er með Lögberg eins og flest- ar—réttara sagt allar—stofnanir, að það þarf a sínu að halda, og það er líka ofur skiljanlegt. Það hefir að vísu alt af þurft þess, en ekki sízt nú, þegar alt, sem að útgáfu blaðsins lýtur, hefir hækkað svo gífurlega í verði. Pappír hefir hækkað um 100 prct. og vinnulaun ná- lega um 50 prct. síðan árið 1913. Þessi vei-ðhækkun er náttúrlega almenn, en eigendur annara blaða hafa mætt henni með því að hækka verðið á blöðum sínum. En eins og menn vita, þá hefir Lögberg ekki gjört það — hefir aldrei ætlað sér að hafa kaupendur sína fyrir féþúfu, heldur hafa út- gefendur þess frá byrjun litið svo á, að blað- ið hefði köllun—skylduverk að vinna á meðal fólks vors hér í Vesturheimi, sem það ætti að láta sér að minsta kosti eins ant um og pen- inga. — Þess vegna hefir blaðið verið selt fyr- ir svona lágt verð, $2.00 á ári, sitt gamla verð, þrátt fyrir verðhækkunina miklu á öllu, sem að því lýtur. En þessa tvo dollara þurfa útgefendurnir að fá borgaða, til þess að geta mætt útgjöld- unum, sem alt af eru að aukast, og í því skyni er nú verið að senda út reikninga til allra, er blaðinu skulda, og trevsta útgefendurnir mönnum til þess að verða vel við þeim kröfuro og borga það, sem þeir skulda blaðinu, til um- boðsmanna þess, þar sem þeir geta náð til þeirra, en senda hana annars beint til blaðsins. Útgefendurnir treysta kaupendum blaðs- ins til þess, að láta þetta ekki leggjast undir höfuð, heldur að þeir borgi blaðið undir eins og þeir fá reikninginn. Úr verzlunarbókunum. Vér erum svo önnum kafnir við hin dag- legu störf lífs vors, að vér höfuin varla tíma til þess að veita athygli atvikum lífsins, sem eru að ske alt í kring um oss. En svo korna stundir og atvik, sem minna oss á ýmsar hliðar á lífi voru, er annars mundu ineð öllu fara fram hjá oss. Það er eins og ýtt sé við manni, og maður stendur undrandi yfir því, að slíkt skyldi geta komið fyrir, án þess að maður tæki eftir því, og jafnvel, að slíkt skuli geta átt sér stað í þessu þjóðfélagi, á þessari blessuðu mentunar og menningar öld rnannkynsins. í Rétt nýlega er hin árlega skýrsla barna- lieimilanna í bænum komin út, og er þar margt um fróðleik, sem vert er að athuga, og gera það á þann hátt, að maður sjái hvað er að gef- ast og skilji hvert stefnir. Arið 1918 fæddust 5,848 börn í Winnipeg og á síðastliðnum fimm árum liafa fxeðst að jafnaði 6,000 börn á ári í Winnipeg — í borg, sem telur yfir 200,000 íbúa. Og í ár, eða rétt- ara sagt það sem af er þessu ári, hafa fæðst 4,272 börn, og er því útlit fyrir, að í ár verði lægri tala barna þeirra, sem hér fæðast, heldur en hún hefir verið á síðastliðnum sex árurn. Um börn yfir liöfuð vitum vér Ktið, frá því að nöfn þeirra eru skráð á nafnaregistur bæja og sveita, og þar til hin næsta skrásetn- ing fer fram, sem er giftingar skrásetningin. Svo hverfur fólk það sjónum vorum aftur þar til hin .þriðja og síðasta skrásetning fer fram— dauðsfall þeirra. Þetta var gangur málanna hjá vorri þjpð í ungdæmi voru. Þar þótti það svo undur sjálfsagt, að foreldrar önnuðust afkvæmi sín oða, eins og það var oft kallað, kæmu þeim til manns. Ekki samt af iþví, að það væru þving- unarlög. Heldur af mannúð og manndáð, sem var orðin þjóðinni svo samgróin, að velsæmis- tilfinning hlutaðeigenda leyfði þeim ekki að gjöra annað. Fólkið var of ríkt af kærleika og skyldurækni til afkvwma sinna til 'þess að henda þeim út á ólgusjó mannlífsins til þess þar að veltast áður en þau mættu mæla. Og svo er fyrir þakkandi, að þessi mann- dómur og ræktartilfinning lifir í brjósti fleiri manna en Islendinga, prýðir fleiri þjóðfélög heldur en þjóðfélagið íslenzka, — svo fyrir þakkandi, að ungdómurinn er leiddur við hlýja föður og móður hönd; — það er einnig gjört hér í Winnipeg að einhverju leyti. Og um þau börn, sem því láni eiga að fagna, heyrir maður ekki. Það eru bara hin, sero vér heyrum um — þau ólánssömu—, þau, sem hent er út á ólgusjó lífsins áður en þau 9 Ný bók. “Farfuglar”—svo heitir kvæðabók, sem nýkomin er út hér í Winnipeg, og hefir höf- ixndurinn sjálfur, Gísli .Jónsson prentari, búið undir prentun, og kostað útgáfuna. Bókin er 244 blaðsíður með efnisskránni, og í henni eru 86 frumsamin og þýdd kvæði. Það fyrsta, sem manni verður að orði, þegar maður sér þessa nýju bók, er: “Þetta er prýðilega falleg bók. ” Og það er satt, hún er með allra smekklegustu og fallegustu ljóða- bókum íslenzkum, sem vér minnumst að hafa séð, að því er hinn ytri frágang snertir, og eins er pappírinn í bókinni hinn ágætasti. Sama er að segja um prentun og yfir höfuð allan ytri frágang. En þegar um bókmentir er að ræða, þá er það ekki aðal atriðið. Aðal atriðið er inni- hald bókanna sjálfra, sál bókanna, er maður mætti svo að orði komast. Svo fletíum vér þá upp þessari nýju bók og förum að lesa. Það fyrsta, sem fyrir oss verður, eru tvö stef til konu höfundarins, lagleg erindi. En |<ar kennir þó þess, sem oss finst að mæti les- andanum í allri bókinn, en það er kuidi, og virðist oss að höfundurinn finni til þess sjálf- ub í fyri*a erindinu af þessum tveimur: pað er mér last eðr lof, að fljúga fuglar þessir til þinga. En ef yls kennir einhvers í rómi, þú hefir vorblæ þann vakið. Vorið og sumarið, tíð hlýinda og hita, eru tímar söngfuglanna. Þá er sönglur þeirra vakinn af yl sólarinnar og nýtur sín bezt. Og til þess að ljóð skáldanna njóti sín, þarf að vera sumar í sál þeirra. Annað kvæðið í bókinni er aðal verk höf- undarins. Það er kvæðaflokkur í 33 pörtum, sem hain nefnir “Útilegumaðurinn”. Þetta er heilmikið verk—saga manns, sem hefir flú- ið úr mannabygðum og numið með sér unn- ustu sína, prestsdóttur, eftir að faðir hennar hafði synjað honum ráðahags við hana. Þess- um marlni mætir maður þar sem hugur hans dvelur inn til fjalla. Þar byltist glerskær lækur úr Iilíð á fráum fót í kotbæ inn til fjalla hann fyrstu dagsbrún leit, og foreldrana misti, svo ólst hann upp á sveit. Og smalaprik og fáftækt í föðurarf hann hlaut, og fjárgöturnar voru hans eina mentabraut. í þessu erindi er brugðið upp mynd, sem ísl. Jijóð þekkir mæta vel og víst líka marga ung- linga, sem þannig liafa byrjað lífið. En þó að svo hafi verið, er engin ástæða til þess að láta öll vorblóm frjósa í sálu sinni, eins og fram kemur í þessu erindi í sama kvæðaflokki: Er þá vorið enn í hug þér, maður? Er þar nokkur griðastaður fyrir andans hlýju sumar sól? Er þar nokkur aflhreinn straumur gefinn eða blær, sem rífur maura vefinn? Er þar nokkrum nýjum gróðri skjól ?— Snemma moldu vorpin var mín gleði — vor og sumar fóru um auðan garð, — lítt er eg með glöðu geði, gneypur vetur fyllir skarð! — Sigur lífsins er ekki í því, að láta vornæðing- ana devða allan gróður í sál sinni, heldnr að verja hann fyrir þeim, svo að hann megi síðar bera ávöxt í Kfi voru. Þegar sveitadrengurinn og prestsdóttirin hafa komið sér saman um að strjúka á sólmán- nði úr sveit og til fjalla, kemst höfundurinn svo að orði: Á sólmánuði snemma—um helga, heiða nótt— úr héraðinu leyndust-þau, sveinn og ástmey hljótt, er allstaðar í sætasta svefni hvíldi þjóð, og sólin var að síga í norðri—dökk sem blóð. Þó að þetta orðatiltæki, að sólin sé að síga í norðri, sé ekki með öllu rangt á vissum stöðum á íslandi, þá er hætt við að þetta verði mis- j skilið, jiví á flestra vitorði er, að sólin setjist í vestri. Talsvert er af ónákvæmni í þessum kafla bókarinnar, sem bendir á að höfundurinn hafi ekki vandað sig eins vel og hann hafði föng á. T. d. á blaðsðu 15 steydur: Fuglar syngja, en ljósar lindur leika á ailfurstrengi undir. Hér er orðið lind misbrúkað, því oss dylst ekki, að höfundurinn meinar hér læki. Það brð beygist eins og orðið mynd, eða synd, og ætti því að vera í fleirtölu nefnifalls lindir, en ekki lindur. A blaðsíðu 25 stendur o< Og hrossagaukar hringja, og heilóurnar syngja, og aftangolan organ knýr, er eygló kyssir brúðar hlýr. En svanir syngja á flæði— í svefn þau kveða bæði, og sætan draum þeim sendir þar, er sér um það, sem eftir var. Þetta hefði Jónas Hallgrímsson sagt að væri ekki mikill skáldskapur. A blaðsíðu 22 í þessum kafla söguljóðs þessa, sem höfundurinár kallar “Afsvar”, stendur þetta: “En gestinum varð hermt við, varð hvítur eins og fönn”. Vér höfum heyrt talað um áð menn séu hvítir eins og mjöll, bleik- ir sem nár og jafnvel hvítir sem snjór; en að þeir séu hvítir sem fönn, finst oss eitthvað ó- skáldlegt. Svo lýsir höfundurinn lífi þeirra á fjöll- unum, sælu þeirra og sorgum. Fyrst deyr konan, óg litlu síðar drengurinn, sem þau eign- uðust—druknar í læk. 0g að síðustu leggur höfundurinn mæðu- manninum aldurhnigna þetta fallega erindi á tungu: Um sólarlag flúði eg með svanna úr bygð, um sólarlag námum við dalinn, um sólarlag fyrstu hún seldi mér trygð, urn sólarlag féll hún í valinn, um sólarlag huldi eg son okkar mold — til sólarlags hér vil eg þreyja— um sólarlag aleinn nú sit eg á fold, um sólarlag gott er að deyja. Vér höfum orðið fjölorðari um þennan part bókarinnar af því að yrkisefnið liggur svo nærri hjarta allra sannra íslendinga. En nú skal fljótt farið yfir sögu. Ljóðin, sem á eftir fara, eru um ýmisleg efni, og rnargt þar laglega sagt. Til dæmis þetta í kvæðinu “Gilsárbrú”, að undanteknu orðinu “krufið”, sem oss virðist misbrúkað í þessari merkingu. Það orð er komið af orðinu krof og Jiýðir í íslenzku máli í flestum ef ekki í öllum tilfellum að kryfja ná. Eg hefi kíetta klofið, krufið háreist fjall, hlíð og hjalla rofið, höggvið bjarga stall, ása og urðir brotið, afl við jötna þreytt, engu afli lotið, engum lotning veitt. Eða Jretta í kvæðinu ^slánd: En kynstofninn lifir þó aldirnar yfir, ef andinn er sannfrjáls og hugurion djarfur, ef sýnum í verki KWWKlíK! iui«iiHi!mmn ll!HH!!!IB!ll!H!ll!l | i ■ | | 1 The Royal Bank of Canada Höíunstðll löggi’tur $25.000,000 Varasjóður. .$17,400,000 Forsetl ... Vara-íorsetl Aðal-ráðsmaður HöfutSstóll greiddur $16,800.000 Total Assets over. . $490,000,000 Sir HERBERT S. HOI/T E. L. FEASE C. E NEILL Aliskonar öankastörf afgreldö. Vér oyrjiim relknlnga vlfi etnstakllnga efia félög cg sanngjarnir skOmAlar velttlr Ávtsanlr seldar tll hva.fi« stnfiar «hb er A Islandl. sérstakur gaumur geflnn sparirtöfislnnlögum, wm byrja nift mefi 1 dollar. Rentur lagfiar vlfi S hverjum 6 mánufium. AVINNIPEG (West F.nd) BRANCHES Cor. Wllliam & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Mnnager Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson. Manager Cor. Portage & Sherhrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager. ■j!!B:!;!Bli;:l IIIIIBIIIIHIIM IIIIMIIIBIil lilliHiil;l 5% VEXTIR OG JAFNFRAMT O ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar I 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — I Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út fyrir eins til tiu ára tfmabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddlr viO lok hverra sex mánaffa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Peningar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeím er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA VEIDIMENN Raw Furs til Sendið Yðar HOERNER, WILUAMSON & OO. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar sendir um hæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum Skrifið eftir Verðlista vorum SENDID UNDIREINS! ^ Vér borgum ý Express kostnað VERDID ER FYRIRTAKi BEITIÐ ÁHRIFUM YÐAR FYR- I IR ENDURKOSNINGU • Bœjarfulltrúa j Geo. Fisher ! Ward 3 j þann 28. Nóvember Ald. Fisher er fultrúi mikils meiri | hluta kjósenda í kjördeild sinni | og er gætinn og hagsýnn, með víðtæka þekkingu á bæjarmálum. | Nefndarstofur: Old Public Press Bldg, Sher- j brook St. Phone Sher. 2885. j Goodtemplarahúsinu, Sargent og j McGee. Phone G. 363 | Einnig á horni Pine og Wolwer | sts. Sh. 270, opið á kvöldin að eins | A. E. Ham, A. H. S. Murray, fors. | Frank Henry, ritari. Styðjið og Greiðið atkvœði mcð fyrrum borgarstjóra Fred H. Davidson sem bæjarfulltrúa í 4. Kjördeild Hann er þektur að ráðdeild og hagsýni í hvívetna. Umfram alt gleymið ekki að greiða atkvæði. Kosningadagur 28. Nóvember þess varanleg merki, að veglyndi’ og þrek sé vort tannfé og arfur. Þýðingar eru um 26 í bókinni og eru sum- ar þeirra laglegar, til (læmis “Lífshaf- ið” eftir Wilfred Campbell á blaðsíðu 175, sem byrjar svona: Lífið er ómælis land — og ástin þess svellandi úithaf faðmandi fjörur og nes, flytjandi gleði og sorg, o.s.frv. Tvö kvæði eru í bókinni, sem oss finst að ekki hefðu átt að vera þar. Þau eru naumast boðleg, en það er kvæðið “Fermingaróður” á blaðsíðu 91 og “Systir mín” á bls. 177. Og þegar vér höfum lesið bókina í gegn óg leggjum hana frá oss, hefir hún vakið þá hugsun í huga vorum, að í henni sé heilmikið af viti, minna af skáldskap—því guðamáli, er “læsir sig gegn uin líf og sál, sem ljósið í gegn um myrkur” þegar maður les. J. J. B. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.