Lögberg - 27.11.1919, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NOVEMBER 1919.
Bls. 3
Vane «g Nlna
EFTTR
Charles Garvice
“Það er satt,” viðurkendi Holland. “Eg
hefði hiklaust haldið því fram, að hr. Júlían,—
eg er eins og þér, hr. Tressider— “hefði hætt
að syrgja dauða frænda síns innan eins
mánaðar, en samt sem áður er hann svo hnugg-
'mn, eins og þetta hefði átt sér stað í gær. Og
alt fólkið í htísinu er eins og það sé í voða statt.
Frtí Field sagði mér í gær, að sér væri næstum
ómögulegt að fá nokkurn af þjónunum til að
vera kyrra í vistinni, og að þeir, sem ætla að
vera kyrrir, sé ófáanlegir til að koma nálægt
rústum galdraklefans. Þey! Þarna kemur
hann.”
Þeir stóðu upp og hneigðu sig. “Júlían
gekk að borðinu, settist á stól og leit — ekki
*á þá, heldur fram hjá þeim.
“Þér vilduð fá að tala við mig?” sagði
hann við hr. Tressider.
Gamli lögmaðurinn kinkaði kolli.
“Já, hr. Jtílían — hum, lávarður Lesbor
ough — mér þætti vænt um að þér vilduð skrifa
nafn yðar undir nokkur skjöl.”
“Er btíið að gera alt—er alt eins og það á
að vera nú?” spurði Júlían og lék sér að papp-
írshnífnum.
“Nei, ekki alveg,” svaraði Tressider.
“Það hafa verið ýmsir erfiðleikar — sá stærsti
er, að það er ekki auðvelt að sanna, að frændi
i yðar sé dáinn.”
Júlían leit á hann dökku augunum sínum
“Hvernig getur það ollað nokkrum erfið-
; leikum?” spurði hann með hásri rödd. “Vesa-
lings frændi minn var inni í herberginu, og þó
að — leifar líkamans væru óþekkjanlegar, þá
þektu allir treyjuna hans.”
‘ ‘ Það er nú að sönnu satt,lávarður Lesbor-
j ough,” svaraði Fressider, en réttvísin heimtar
gleggri sannanir um dauða hanns. Að minsta
' kosti fyrst um sinn. Seinna getur verið að þeir
i taki þessar sárinánir gildar. Á meðan verðið
þér auðvitað, sem næsti erfingi. að stjórna
!* öllum eigunum.
Eg skal semja aðra nýja kröfu, sem eg
vona að verði yður til hagsmuna, svo að ekki
verði meira rifrildi um þetta. Gerið svo vel að
skrifa undir þessi skjöl.”
Júlían tók skjölin til sín, skrifaði nafnið
“Lesborough” með fallegu og glöggu skrift-
inni sinni, leitsvo til Holland og spurði:
“Er nokkuð annað sem eg á að gera?
Eg ætla að fá mér ökuferð.”
“Nei, lávarður Lesborough. Þaþ eru tveir
eða. þrír samningar aðrii’, en þeir geta beðið.”
Júlfan stóð upp stirðlegur.
“Þér hafið látið hlaða múrvegg aftur í
galdraklefanum, eins og eg bað yður um?”
spurði hann við dyrnar.
“Já, lávarður Lesborough, mennirnir dru
að því núna.”
Júlían kinkaði kolli, stóð litla stund kyr í
dyrunum og gekk svo út. Þeir tveir sem
eftir voru. Litu livor til annars
“Undarlet,” sagði Tressider og lokaði
vörunúm.
“Hann er altaf þannig—það er eins og að
hann gangi sofandi,” sagði Holland og hristi
höfuðið.
Tressider yfti öxlum. “Við skulum vona
iið hann vakni,” sagði hann gremjulega, “ann-
ars verður það sannarlega leiðinlegt fyrir
Lesborough. Vesalings Vane Mannering.
Hann var sá rétti maður.”
“Og samt sem áður leit hann ekki út fyrir
i*ð vera sérlega ánæður, lir. Tressider. ’ ’
Gamli lögmaðurinn stundi. “Það er eins
, og einhver bölvun hvíli yfir ættinni,” sagði
hann.
Júlían gekk fram í dyragangin, og þjónn
kom og rétti honum hatt og frakka. En þegar
hann var kominn í frakkann og hafði látið á sig
hattinn stóð hann og 1 eit í kring um sig með
tómlegu augnatilliti. Það var niður þennan
stiga sem Júdith Orme kom með náföla,
óttasleigna andlitið, það kvöld sem-----
“Vagninn er kominn láVarðnr,” sagði
Prance.
Júlían sté inn í vagninn, ^ en þegar hann
var kominn fyrir homið , lét hann stöðva
liestana, sté út úr honum aftur og gekk niður-
lútur til þess staðar, þar sem mennimir voru
að gera við galdraklefann. Hann stóð kyr
<,g horfði á þá nokkrar mínútur, svo sté hann
aftur inn í vagninn og ók burt.
Um leið og hann ók iitum hliðið, og kona
dyravarðarins hneigði sig fyrir honum, kom
annar vagn inn.
Hann nam staðar, og Júlían sá að lávarður
og lafði Fanworthy sátu í honum.
Eitt augnablik varð hann svipdimmur, en
þvingaði sig svo til að brosa, stöðvaði sinn
vagn aftur og sté út úr honum.
“Góðan dagin,” sagði hann vingjarnleg t.
“Komið þið til að sjá mig? Nú skal eg
snúa við undieins.”
“Nei, nei, gerið þér það ekki, Lesborough”
sagði lávarður Fanworthy. “Eg ók aðeins
lnngað inn til þcss, að komast eftir hvort þér
hafið tekið nokkra ákvörðun með hundinn.
Vesalings Vane hugsaði mikið um hann, eins
og þér vitið.”
Júlían stóð hreifingarlaus með hattinn í
hendinni við hlið vagnsins.
“Eg skal hugsa um þetta. Eruð þér
viss um að þér viljið ekki að eg skuli snúa við
Hann talaði við lávarð Fanworthy, en
hann liafði óþægilegann grun um, að glöggu
augun hennar lafði Fanworthy litu rannsak-
andi á sig.
“ Já, þess þurfið þér ekki.”
Júlían hneigði sig og ætlaði aftur til vagn-
sins síns, þegar rödd lafði Fanworthy stöðvaði
hannn.
“Þér megið ekki halda að það sé léleg
forvitni, sem hvetur mig, hr. lávarður
Lesborough,” Það er undarlegt, að henni
gekk líka svo illa að muna nafnbótina hans—
“en hafið þér heyrt nokkuð um gömlu þernuna
yðar, Deborah? Sú stúlka sem hvarf það
kvöld — það kvöld------”
Júlían lyfti upp föla andlitinu sínu og leit
á hana sviplausum augum.
“Deborah?” spurði hann.
“Já, þér munið að hún yfirgaf höllina
sama kvöldið og óhappið vildi til,” sagði
þessi voðalega gamla kona.
“Já, eg veit það,” svaraði Júlían. Hún
fór til systur sinnar til að stunda hana. Eg
býst við henni á hverjum degi. Það er vingjarn-
legt af yður að spyrja um hana . Eruð þér
viss um að eg fái ekki leyfi til að snúa við
aftur með ykkur?”
“Alveg viss,” svaraði hún alúðlega.
Þegar vagninn ók aftur í burtu, sneri
lávarður Fanworthy sér allórólegur að
konu sinni.
“Veistu vina mín, að þetta var fremur
miskunarlítið af þér. Hvers vegna mintir þú
liann á þennan voðalega viðburð?”
“Eg gerði það af ásettu ráði,” svaraði
hún alvarleg. Mig sárlangar til að finna þessa
daufdumbu stúlku. ”
“Finna hana! Og hversvegna, ef eg
má spyrja.”
“Aðeins af forvitni. Mér geðjaðist vel að
henni,” svaraði lafði Fanworthy eftir
stutta þögn.
, 26. Kapítuli.
Eitt kvöld kom Sutcombe heim frá leik-
húsinu, mátulega snemma til þess að geta haft
fataskifti. Vívíenna heyrði fótatak hans og
kallaði til hans, að hann skyldi koma inn í
dagstbfúna og líta á blómaskrúðið.
“Finst þér ekki þetta vera indælt”
spurði hún.
“Jú,” svaraði hann aðdáandi.” “Er
þetta gert í nokkru sérstöku skyni?”
“Góði minn, Letchford ætla að nevta
dagverðar hér. Hefir þú gleymt því?”
“Já,” sagði hann afsakandi. — “Eg
hefi verið iðinn og — hafa engar fregnir
komið, Vívíenna?”
þessa spurning kom hann með í hvert
skifti, sem hann hafði verið fjarverandi, hve
stnttur tími sem það var.
Vívíenna hristi höfuðið, en þegar hann
stundi, spurði hún.
“Hvers vegna ertu svo kvíðandi, góði?
Þeim getur ekkert óhapp viljað til.”
Hann var hnugginn og efandi. “Eg veit
það nú ekki með vissu. Stundum----------þet+a
var opinn bátur, og eg vonaði að annað hvort
þeirra hefði skrifað.”
Vivíenna brosti huggandi brosi. “Ó, eg
vona að þeim líði vel, Sutcombe,” sagði hún.
“Það var eitthvað við lávarðar Lesborughs
persónu, sem vakti hjá manni óbifandi traust.
Þau eru hraust og heilbrigð, máttu vita.
Minstu þess, að þau eru á brúðkaupsferð
sinni — og hver skrifar þá? því í þeirra huga
geymir heimurinn aðeins tvær persónur,
Vane og Decíma — eg á við Nínu. Við fáum
bráðlega að heyra eitthvað um þau, eða þau
koma máske óvænt hingað í kvöld. Farðu
nú að hafa fataskifti, þú átt ekki langan tíma
eftir.
‘ ‘ Gengur alt vel í leikhúsinu ? ’ ’
Hann kikaði kolli. “ Já leikurinn fyllir
húsið á hverju kveldi. Eg hlakka til að sjá
Letchford. Að sjá ánægju þeirra vekur hjá
manni hlýar hugsanir.”
“Enn þá hlýjari hugsana mundi maður
finna til, ef maður hefði hjálpað til að stofna
gæfu þeirra,” tautaði hún. Hann viési við
hvað hún átti.
“Það er líklegt,” sagði hann og yfirgaf
herbergið.
Letchfords kom, og svo var sezt að borði.
Undarlegt að nokkru leyti — og þó ekki
svo undarlegt — því Letchford hugsaði altaf
um sinn framliðna vin — snérist samtalið strax
að ýmsu, sem stóð í sambandi við Vane’ og
Júlían.
“Eg mætti Sir Chandes Onne í dag. Þér
þekkið hann að líkindum Sutcombe?” sagði
Letchford.
Sutcombe kinkaði kolli. “Já, dálítið.
Hver er sá sem ekki þekkir hann?”
“Mér þykir leitt að verða að segja, að
hann er nú að verða að aumingja. Eg sá
hann í St. James Street, og þekti hann næstum
ekki; mig þekti hann alls ekki. Hann reikaði
áfram eins og gamalmenni. Hárkollan sat á
ská; tálliturinn var dottinn af andlitinu á
blettum, svo það var eins og það væri flekkótt,
blítt en feimnislegt bros lék um munninn.
Vesalings gamli maðurinn, hann var sorglegt
úrkast. Það sem menn með réttu kalla, aðvar-
andi fyrirmynd. Eg gekk til hans og tók í hendi
hans, sem skalf eins og strá í vindi, og að
nokkrum mínútum liðnum kannaðist hann við
aftur. Eg vildi fá að hvernig Júdith liði.”
“Og hvernig líður henni þá?” spurði lafði
lætchford alvarleg.
Maður hennar hristi höfuðið.
“Mér skildiSt að henni liði mjög illa. Hún
hefir en ekki náð sér eftir hræðsluna sem
stafaði af þessum voðalea viðburði í Lesbor-
, ough. Þér hafið líklega ekki þekt minn vesalings
ógæfusama vin, Vane Mannering, Sutcombe?”
Sutcombe roðnaði og hreyfði sig órólegur.
Hann hafði ekki verið beðinn að segja frá því,
að Vane væri lifandi.
“Eg hefi mætt honum,” sagði hann
hikandi. «
“Ágætur drengur, — sá bezti sem eg hefi
þekt,” sagði Letchford og stundi. Hajin var
ekki mjög ánægður þennan stutta tíma, sem
liann var hér á jörðunni. Það var eittlivað sem
amaði honum, þegar að hann kom aftur eftir
skipreikann. Það er eins og einhver bölvun
hvíli yfir Lesborough fjölskyldunni, og eg
vonaði að hann gæti rekið hana á flótta, en það
gerði hann ekki, og það lítur ekki út fyrir að
hinn núverandi jarl geti það heldur.”
Sutcombe leit fljótlega upp.
“Yður geðjast ekki að honum.” sagði
hann.
Letchford varð ofurlítið vandræðalegur
við þessa hreinskilnu spurningu.
“Ó, nei,” svaraði hann hikandi. “Mér
hefir aldrei geðjast að honum, og ekki heldur
Blanche. Hann er óvanalega fríður maður
og syngur eins og einn af þessum blessuðum
næturgölum, en sagði ekki lafði Fanworthy
við þig, Blanche, að liann minti sig altaf á
svart pardusdýr?”
“Hr, Júlían Shore — lávarður Lesborough
er mjög hörundsdökkur,” sagði lafði Letcford
og leit ásakandi augum til manns síns fvrir
hreinskilni hans, sem hiín áleit ekki viðeigandi.
“Það hefir líklegast enginn efast um
dauða vinaryðar?” spurði Sutcombe, og nú
var það Vivíenna sem leit ásakandi á hann.
“Hvað þá?” sagði Letcford undrandi
“Nei, það var ómögulegt, við fundum nokkuð
af treyjunni lians — og manneskjubein. ” Nú
varð augnabliks þögn, svo bætti hann við.
“Fyrst þér spyrjið,” Þá er raunar ein mann-
eskja, sem efast um að hann hafi brunnið inni
og það er gamla lafði Fanworthy. En, eins
og allir vita, þá er hún ein sfi sérlyndasta kona
í landinu.”
‘Charlie,” tautaði lafði Letchford
aðvarandi.
“Jú, það er hún sannarlega, Blanche.”
“Eg er ekki viss um að skoðun hennar um
þetta efni, sé nein áreiðanleg sönnun um sér-
vizku, ’ ’ sagði Sutcombe. Hann hafði hugsað um
þetta á meðan að þeir sátu og spjölluðu saman,
og var býsna hneigður til að undirbúa vini
Vanes fyrir þann viðburð, sem fyr eða síðar
kæmi þeim á óvart.
“Við hvað eigið þér?” sagði' Letchford
undrandi. “Þér vitið að eg var til staðar þeg"!'
þessi óttalegi viðburður átti sér stað. ”
“Sáuð þér líkama hans,” greip Sutíocbe
framí.
“Nei,” svaraði hinn lágt, “en eins og eg
sagði áðan, fundum við nokkuð af treyunni
hans og fáein bein úr manni.”
“Hann hefur máske fleygt treyjunni frá
sér,” sagði Sutcombe. “Eða liann hefir
lánað öðrum hana,” sagði hann íbvgginn.
Letchford starði á hann, svo hristi hann
höfuðið og stundi.
“Ó, nei, það hefir ekki átt sér stað, Sut-
combe. Eg vildi að það hefði gert það. Hafi
vesalings vinurinn minn ekki brunnið inni
þetta kvöld, livað er þá orðið af honum, og
hvar er hann nú?”
Sutcombe laut áfram meðan hitt fólkið
starði á hann, og svaraði:
“Eg er nógu lögfróður til að minna vður
á, að þér verðið að sanna að hann sé dáinn.
Heyrið þér nú, Letcford, þér segið að eitthvert
þunglyndi hafi amað honum. Hann hvarf
einusinni áður, og var lengi saknað af vinum
sínum, og þótt að liann erfði nafnbót og auð
—afarmikin auð — hélt hann áfram að vera
óánægður. Hvernig getið þér vitað að hann
hvarf ekki aftur — að hann af ástæðum, sem
hvorki þér eða eg vitum neitt um, skildi alt
eftir handa sínum, sem eg held að honum hafi
þótt mjög vænt um?”
Letchford þaut upp af stólnum , blóðrjóður
í framan.
“Hamingjan góða, Sutcombe, þér vitið
eitthvað, þér hafið heyrt eitthvað!” hrópaði
hann.
Sutcombe roðnaði fyrst en fölnaði svo.
“Eg — eg,” stamaði hann, en áður en
hann gat sagt meira, kom þjónn inn.
“Viljið þér gjöra svo vel að koma yfir í
bókaherbergið, lávarður,” sagði hann
alvarlegur.
Sutcombe varð fegin að losna frá þeim
stutta stund og stóð strax upp. “Viljið þið
geras vo vel að afsaka mig litla stund?” sagði
hann. “Það er líklega viðvíkjandi einu eða
öðru sem snertir leikhúsið.”
Hann gekk út og þurkaði með leynd
svitann af enni sínu. Hann hafði verið opin-
skárri en hann vildi, og töfin kom ‘á hentugu
augnabliki. Nú fékk hann tíma til að finna
einhver ráð til að eyða þeim áhrifum, sem orð
hans höfðu gert. Hann gekk inn í bókaherbergið
og hraðaði sér áfram með gleðiópi, því Vane
og Nína stóðu þar.
Fyrst lokaði hann dyrunum, svo rétti hann
þeim sína hendina hvoru, og öll töluðu þau
jafnhraðan. Mennirnir hlógu á þann viðkvæma
hátt, sem þeir eru vanir að nota til að dvlja
tilfinningar sínar, og í augum Nínu blikuðu
gleðitárin.
“Nær komuð þið?” spurði Sutcombe
loksins.
“1 dag — á þessu augnbliki. Við senduni
farangur okkar til “Carlton” og ókum svo
beina leið hingð. Hafið þið etið allan matinn?”
“Nei, nei, svaraði Sutcombe, sem enn
stóð og þrýsti hendi hans. “Við sátum
einmitt við borðið. Ó, hve glöð Vivíenna verður.
Við vorum eimitt að tala um yður, en nær er
það, sem við gerum það ekki? En hér er fólk
sem þér þekkið — Letchfords?” Hann þagnaði
ofurlítið órólegur.
það glaðnaði yfir Vane, hann kinkaði
kolli og snéri sér að Nínu. “Hún þekkir þau
líka, þó hún hafi ekki, séð þau, er það ekki
Nína?”
“Jú,” svaraði hún, því hann hafði oft
sagt henni hve góð þau hefðu verið sér.
“Við sknlum fara inn til þeirra,”
sagði Vane.
R. S. ROBINSON
SWnwlt 1883
M«raM«n «250.000.90
WMlU. *.*.*.
E<m.ntM, AHa.
U Pu. In.
KtMn. *at
Kaupir og selur
Húðir, Ull og Seneca Rót
Saltaðar og frosnar nautshúðir . .25—.30
Saltaðar og frosnar Kiphúðir ....35—.40
Saltaðar og frosnar Kálfshúðir ..45—.50
Hrossahúðir, hver .............. $5—$12
Ull, pundið .....................35—.45
Prime Seneca rætur ............... $1.35
Hirzta verð fyrlr klndagatrur.
WINNIPEG
Sendið beint
tU
HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST
Einnig 150-152 Pacific Ave. East
Notið tœkifœrið!
Vér viljum fá 500 íslenzka menn til þess að læra meðferð á
dráttvélum (tractors), einnig alt sem lýtur að Welding og Batt-
ery vinnu. Eftirspurn eftir slíkum sérfræðingum er afarmikil.
Afbragðs kaup, þetta frá $100 til $300 um mánuðinn. — Mörg
hundruð íslendinga hafa lært hjá oss síðast liðin fimm ár. —
Lærið góða handiðn að vetrinum og byrjið fyrir eigin reikning.
Ókeypis atvinnu-skrifstofa vor leiðbeinir yður að loknu námi.
Vér höfum allar tegundir Automobíla og annara véla við hend-
ina, sem lærlingar fá að æfa sig á. Fónið oss eða skrifið eftir ó-
keypis kensluskrá. Komið og skoðið vorn nýtýzku-skóla.
HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED,
Rétt hjá Strand leikhúsinu. Office, 626 Main St., Winnipeg
T)tibú: Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver.
\T s • .. 1 • jm* timbur, fialviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al»-
konar aðrir strikaðtr tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og »jáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir
að sýna þó ekkcrt sé keypt. j
The Empire Sash & Door Co.
Limitad
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
The Campbell Studio
Nafnkunnir Ijósmyndasmiðir
Scott Block, Main Street South
Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni
Stœrsta ©g dzta Ijósmyndastofan í Winnipeg og
ein af þeim stærsta og beztn í Canada.
Áreiðanleg og lipur afgreiðsla.
Vcrð við allra hœfi.
\
Adanac Grain Co., Ltd.
408—418 Grain Exchange
WINNIPEG, - - MANITOBA
Vér ábyrgjumst sanngjarna flokkun og sendum
hverjum viðskiftavini hluthafamiða—Participa-
tion Certificate, og högum verzlun vorri að öllu
leyti samkvæmt fyrirmælum stjórnar og laga
Stjórnarleyfi og ábyrgð
Skrifið sem fyrst eftir upplýsingum og
Sendið Oss Svo Korn Yðar
Allar
tegundir af
Allar
tegundir af
KOLUM
EMPIRE CJ.VL :>!»wr Ltd.
Tals. Garry 238 og 239
Kaupið
Kolin
Undireins
Pér sparið með því að kaupa undir eins.
AMERISK HARDKOL:
EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar
REGAL UNKOL
Abyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina
D. D. WOOD & 'SONS, Ltd.
TELEPHONE: GARRY 2620
Office and Yards: Cor. Ross and ArlingtoVi Sts.
KAIPD) BEZTA BLADID, LOGBERG.